Lögberg - 15.04.1915, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.04.1915, Blaðsíða 2
2 LÖÖBERG, FIMTUDAGINN 15. APRIL 1915 Syrpa TÍMARIT ALÞÝÐU Söpcur, æfintýri og annafi innihald til skemtunar ok frúííleiks. ARGANGUR $1.00—HEFTIÖ 30e. KJÖRKAUP Nýir kaupendur fá 1.. 2. og 3. ár- pcanjt fyrir $2.00; eru þafi 768 blafisífi- ur af einkar skemtilegru lesmáli. — Mefi því a« fyrstu árgangarnir eru að þrotum komnir, stendur þetta fáicæta tilbofi afi eins til loka Apríl-mánattar. Ólafur S. Thorgeirsson, 678 Sherbrooke St.. Winnipeg. Binar P. Jónsson. Örœfaljóð. Þ.egar gesti ber a@ garði er það siður á sumum heimilum að sýna þeim viröingu aSeins eftir klæSa- burSi, en gæta þess miSur ’hvernig þeir eru sjálfir, eSa hvaSa erindi þeir eiga aS flytja. Sumir taka gestum eftir því af hvaSa ættum þeir eru en ekki eftir eigin verSleik- um þeirra. Aftur taka sumir öllum jafnt, hv'ort sem þeir eru góöra viS- taka verSir eSa illra. Og þaS er eins meS kvæSin. Sérstaklega hætt- ir mönnum viS aS taka þeim gestum eftir ættum. Ef þeir eru synir viS- urkendra skálda, þá er þeim tekiS meS kostum og kynjum, þótt lítiS kveSi aS þeim — því sannleikurinn er sá aS þeim fæSast stundum van- skapningar. — Séu þaS, synir lítt þektra feSra, er þeim oft enginn gaumur gefinn, hversu mikils virSi sem þeir kunna aS vera. Þetta er óheilbrigt; kvæSi og aSrar bókment- ir eiga aS dæmast eftir eigin verS- leikum aSeins, án tillits til höfund- anna. Sá sem hrósar kvæSi fyrir þá sök aS þaS er eftir Steingrím, ef þaS hefir ekkert til síns ágætis ann- aS, hann drýgir bókmentalega synd. Sá sem niSrar kvæSi aSeins vegna þess aS þaS var ort af Símoni Dala- skáld, drýgir sömu syndina. Höfundur “öræfaljóSa” er ung- ur maSur og lítt þektur enn. Nokk- ur kvæSi hafa birzt eftir hann í blöSum bæSi hér og heima, og dylst þaS ekki þeim sem þau hafa lesiS, aS hann er vel hagorSur og góSum gáfum gæddur. Einar P. Jónsson hefir ekki baSaS i rósum aS því er þessa heims auSæfi snertir; mun hann hafa haft þaS í huga þegar hann valdi nafn þessu fyrsta af- kvæmi sínu; auk þess er hann bor- inn og barnfæddur á JökuldalsheiSi eða Möðruvallaöræfum; má vera að þaS hafi nokkru ráSiS nafninu. KvæSasafn þetta er ekki stórt, aS- eins 96 blaðsíSur i svipuðu broti og kvæSi Hannesar Hafsteins. Eru i því 51 kvæSi, flest stutt. Pappír- inn er fremur góðúr og prentun einn- ig; bókin er i góSu bandi og með mynd höf. KostnaSarmaSur er Þorsteinn Oddson. Hér skal fariS fáeinum orSum um þaS hvernig þessi nýi gestur kemur mér fyrir sjónir, og skal þá fyrst minst á ókostina eða gallana, en kostina síSar. I rithætti finst mér höf. ósam- kvæmur sjálfum sér; hann fylgir óákveðinni réttritunar reglu, eft- ir þyt sem mér skilst. Eins og kunnugt er rita íslendingar aSallega á þrennan hátt. Réttritun sú sem lengi vel var farið eftir i latínu- skólanum og kend viS Halldór FriS- riksson var þannig, að fylgja að mestu fornum rithætti og byggja á uppruna eða rótum orðanna. Þann- ig var ritað "allt'’ af rótinni “allr’; “fyllti” af rótinni ,‘fullr” o. s. frv. Einnig var þar ritað “z’ þar sem “S” hafði falliS úr í samdrætti orða t. d. “komizt” fyrir “komiðst’. Þar var einnig venjulega ritaS “p en ekki ,“f” á undan “t”, t. d. í orSum eins og "kraptur", “skipti” o. s. frv. í blaSamanna réttrituninni, sem aö- allega er kend viS Björn Jónsson fvrverandi ráSherra er í þessum orS- um skrifaS “f” fyrir “p” og í orðum sem fyr voru talin eitt "1 í stað tveggja t. d. “alt” en ekki “allt”. F.inn rithátturinn enn er sá að rita sem næst framburði; er sá ritháttur ke.ndur viS Bjöm M. Olsen; honum hafa áðeins örfáir menn fylgt t. d. Bjarni Jónsson frá Vogi og Þor- steinn Erlingsson aS miklu leyti. Engri þessara stefna virðist höf. öræfaljóða fylgja. Þetta tel eg galla hvað sem öSrum sýnist. Ritvillur eni nokkrar í bókinni en þó ekki margar. Þessar eru þær helztu: “félstu” , fyrir “féllstu” “veist” fyrir “v’eizt” (‘tvisvarj, "ylgdi” fyrir “ygldi” á blaSstðu 83. fyrstu línu a. o. OrSatiltækiS aS! "ygla” fbrún) er dregið af ugla og þýðir sama sem aS gretta brún. Á stöku staS eru orðatiltæld óviðkunn- anleg, þótt þau séu ekki röng. Þann- ig má nefna þetta á bls. 27: “Nú hefir söngvarinn lokaS brún”; þar er brún látin merkja auga, og þótt þaS ef til vill sé ekki allskostar rangt, þá er þaS bæði sjaldgæft og óvið- kunnanlegt. Á blaSsíðu 28 stendur þetta: “Dóttir Njörfa’ í drunga- skapi dökkar lætur síga brýn”. í nútíSarmáli mundu flestir segja “brýr” eöa “brúnir”; vafasamt hvort hitt er rétt. Á bls. 29 stendur: “Eft- ir skilur fleka smá”. í fornu máli má grannur hljóðstafur falla burt a eftir samskonar breiðum er þvi ekki hægt aS segja aS þetta sé rangt, enda er það títt hjá öllum skáldum, en þaS er óviðkunnanlegt eigi síður, og ætti helzt ekki að þurfa aS grípa til þess. Á bls. 34 er þetta: “Smásálir ætluSu aS aftra mér, og atyrtu leiðina, sem eg fer.” Þetta -er aS minsta kosti óvanalegt, ef ekki ,rangt. AS atyrða er venjulega að- eins viðhaft um lifandi verur, en síð- ur um dauða hluti. AS atyrða leiS eða veg fer illa í íslenzku nútíSar- máli. Fyrirsögn á vísu á blaðsíSu 75 er: “Um föðurlandssvikann”. Þetta er í hæsta máta óviðkunnan- legt. ÞaS er satt að í fornu máli er til orSiS “föðurlandssviki” í staS- inn fyrir “föðurlandssvikari”' en í nútíSarmáli er þaS tilgerðarlegt; sérstaklega þegar svo stendur á að skáldiS er ekki knúð til þess vegna ríms; er þetta einkennilegt fyrir þá sök aS höf. er aS öðru leyti laus við alla tilgerS, en þetta virðist vera hrein og bein tilgerS. Á rimi eru fáeinir gallar í kvæSun- um, en fáir til mikilla lýta. í kvæS- inu “Hjarta mitt og harpa” er þetta: “Og hjartaS sem af ástaróð og eldi þrungiS er”. Þ.arna eru tveir höf- uðstafir í staS eins. í kvæðinu “Nóttin og eg” er samskonar galli; þar er þetta: “því kunn er eg orSin í orustugný og einatt eg sigraS hef viSskiftum í"; hér eru tveir höfuS- stafir í staS eins. í gullfallegu kvæði á bls. 74, sem heitir “KveSja” er þetta: “flýSu heim um hafiS víða, heilsaSu Jundum grænna hlíða”, eru þar einnig tveir höfuSstafir í staS eins. 1 kvæSinu “BrúSurin fyrir handan” er sá galli aS þar eru ýmist tveir stuSlar eSa þrír, t. d.: “Hann &eiS ei lengi feyrjar, því byr var í hans sál, og báruniSinn þýddi’ ’ann sem voldug hvatamál”. Þarna eru stuSlarnir þrír, en þaS er rangt, nema því aðeins aS braglínum væri þannig skift aS síðasti stöSullinn yrSi höfuSstafur, en til þess er ekki ætlast; sést þaS síðar á þessu: “Heill sé þeim sem óttast ei hafsins feikna gný, og hræSist ei hin stormþrungnu örðugleika ský”; hér eru stuðlarnir tveir eins og þeir, eiga aS vera. Einn smágalla verS eg aS minnast á; og er hann sameiginlegur nálega öllum skáldum, en galli samt. Samkvæmt eSli og hljóðfalli flestra bragar- hátta má auka áherzlulausu atkvæði framan viS vísuorðin, þar sem þörf er á sökum efnis eða hugsunar. En réttast og fegurst er aS yrkja þannig aS annaShvort byrji öll vísu- orS í sama kvæSi meS áherzlulausu atkvæði eSa ekkert þeirra. Tökum til dæmis fyrsta erindið í kvæSinu “Um kvöid”. ÞaS er svona: “Nú drúpir höfði himinsól viS hafsins bárusæng; og einn eg stend og ekkert kemst, sem örn meS brotinn væng.” 1 þessu erindi byrjar hvert vísuorð meS áherzlulausu atkvæSi, og fer ein- staklega vel. AnnaS erindi í kvæS- inu: “Stjörnuhröp” er þannig: “Önnur stjarna inndæl skein, en er nú horfin sýnum, og núna steyptist ennþéá ein af ástarhimni mínum.” Þarna er áherzlulaust atkvæSi í byrjun hvers vísuorðs aS undanteknu því fyrsta. ÞaS er sérstaklega þeg- ar kvæSi eru sungin sem þaS er nauösynlegt aS áherzlulausu atkvæS- in í vlsuorða byrjun séu annaShvort allstaSar eða hvergi. Eg liefi nú drepiö á helztu gallana; og þótt þeir séu flestir smávægileg- ir, og um suma geti jafnvel verið skiftar skoSanir, þá eru þeir ekki dregnir fram í þeim tilgangi aS hnekkja sölu bókarinnar, né heldur til þess aS rýra álit höfundar. Þeir eru aöeins nefndir fyrir þá sök aS enginn dómur er sanngjarn eSa til- verurétti gæddur nema því aSeins að hann sýni báöar hliðar þess, sem dæmt er um. í öðru lagi eiga rit- dómar aS vera til þess aS af þeim verSi lært, en af eintómu skjalli lær- ir enginn. Þá skal minst á kostina. ÞaS dylst ekki aS höf. er einlægur Islend- ingur; hann byrjar bókina sína á kvæði uni ísland og hann endar liana meS kvæSi um ísland; fyrst og síS- ast hefir hann haft ísland í huga; og orS hans í þess garS eru fögur og sonarleg; sem dæmi þess má taka þetta: “ElskaSa land, með fjallabarnjinn breiða, brosandi Iand með tignarsvip’-’n heiða. Þú hefir yljaS æskuvonum minum, unaðslegt væri aö geta hlynt aS þín- um.” “Hérna vestra, ísland áttu eins og heima göfugt blóS. Þú átt okkar alt hiS bezta; afl og þroska, söng og ljóS. Þú ert okkar eina móðir, æfi hvar sem Ijúkum vér. Heim í faðminn mjúkra mjalla niæddur hugur varpar sér.” eða þetta: , “Eins og rödd frá æSra heimi ómar fossins huldulag, þar sem glaðar daladísir dreymir langan sólskinsbrag.” Og þaS er ekki einungis í þeim kvæðum sem beinlínis eru orkt um ísland, sem ættjarðarástin kemur í ljós; hún er tvinnuS inn í mörg hinna kvæöanna og óaðskiljanlegur þáttur þeirra. Þannig er þaS í kvæðinit “Svanur”. ÞaS endar svona: “Þegar líður lífs á dag, og ljósi skuggar eyða........... syngdu viS mitt sólarlag, svanur íslands heiða!” Þetta er undur fögur ættjarðarvísa, Jrótt hún sé ekki beinlínis í ættjarS- arkvæSi; hún er vís aS festast í minnum rnanna og lifa lengi. F.Sa þetta erindi í kvæSinu “Unglings- þrá”: Eins og heilög móSurminning nutnarklökk og þýS og hlý, brosir landiS ljúft í óði — laugaö sólskinsdraumum í.” Þegar höf. yrkir unt Pétur GuSjohn- sen þá lofar hann hann fyrir starf hans í þarfir söngs og hljómlistar, en einkum þó fyrir þaS hve íslenzk- ur hann var. Þar segir skáldið: “Og íslands fossa fiSlu niS þú falst í þínum strongjakliS.” “Og ættlands söngva öldu niS þú ófst i þinna strengja kliS.” í silfurbrúökaupskvæSi Magnúsar Jónssonar og konu hans segir höf.: “MeS íslenzkt hjarta íslenzkt blóS þiS unnuö hugi manna. MeS trygS viS feðra tungu og þjóS og (,rú hins góöa’ og sanna”. Og í fagnaSarkvæði til A. S. Bar- dals segir hann: “Velkominn heint aS heiman af heilagri fósturgrund; þú kemur meS móöurkveöju, sent kætir oss öll i lund. Var ekki sólin sama, er signdi tindsins brún og fagurt eins og í fyrra unt fjörS og dal og tún ?” Þessi fáu dænti eru næg til þess aS sýna aS ættjöröin á hlýjan blett í huga höf. og kemur þaS venjulega fram meS þiðleik og fegurS. Ein- stöku sinnum bregður fyrir gremju í sambandi viS ættjarðarástina. Gremju yfir þeim er höf. finst hafa svikist undan merkjum eða vanrækt skyldur sínar. Þannig er þaS í kvæöinu “ÆttjarSar vinurinn”. Þar er þetta: “En hefði hann skriðið sem hinir og hrakyrt sitt ættland og þjóS; þá sæti hann skarlati skrýddur í skrauthöll viS embætti góS.” ESa vísan “Á leiöi góSs drengs”, sem er svona: “Yfir þér er enginn kranz og illa hlaöið Ieiöi, því fyrir heill þíns föðurlands þú féllst á bezta skeiði” Eg tel þessa visu reglulegt gullkorn, ekki eingöngu fyrir þá sök hve vel hún er gerS,, heldur sérstaklega vegna þess hve mikiS hún felur í sér. ÞaS er heil ádeiluræða fram- sett í einföldum orðum; og aöalefn- ið er alt í einu einasta orði sem höf. hefir veriS svo snjall aS finna og setja þaö á réttan staS. ÞaS er orS- iö “því”. Hugsi menn um hvernig þetta orð stendur af sér í vísunni, þá opnast þar heill heimur alvar- legra hugsana í bókinni er nokk- uS af ástakvæöum, en öll eru þau stutt og flest fögur. Heitast þeirra er “SvariS”. Þ.ar er þetta: “Mér finst eg eygja inst í þinni sál þá einu ráSning bernskudrauma minna. En höndin sagöi hjartans leyndar- mál — og hrifinn drekk eg ástarinnar skál! eg bergi sæll af bikar .vara þinna — nú vil eg ekki veröld æöri finna.” Þetta er þaS sama sem sagt hefir veriS frá alda öðli og sagt verður til dómsdags; en þaS er hér Vel sagt og ilgeröarlaust. Sitt á hvorri blað- síöu eru tvö kvæði sem heita “Ás- rún” og “Álfrún”; er þaS nokkurs konar samanburöarlýsing þessara tveggja “Rúna”. Endir fyrra kvæS- isins er þannig: “Hún virtist mér stundum Sem mar- maramynd, en máliS var hvelt eins og stál; hver hugsun var köld eins og haf- ísaþök og hrein eins og frostrósa sál.” Hitt kvæðið eða “Álfrún” endar þannig: “Eg gleymi því aldrei hve góSleg hún var — hve göfugt og blítt hennar mál — þaS lagði frá augunum læknandi yl og ljós inn í smælingjans sál.” Þessi mótsetning “Ásrúnar” og “Álfrúnar” er vel til fundin. Hark- an og hreinleikinn, tileinkuS “Ás- rún” (Æúr voru hreinir og haröirý, ylurinn og þíSleikinn er “Álfrúnar”. Hugsunin í þessum stuttu kvæðum er góð og vel meS hana fariö. ÞaS e' víða auðséS á kvæSunum, aS Einar er mikill tilfinningamaður og kennir stundum jafnvel djúps þung- lyndis. Þannig er þaS í kvæðinu “Blómin mín”. Þar er þetta erindi: “MeS eldheita, vængsterka æskuþrá á angandi beði rósa dvaldi eg um daga ljósa en,nú eru blómin mín bliknuö strá sem blakta 'í gustinum til og frá og eiga’ aðeins eftir aS frjósa. eða Jjetta i kvæðinu “Þ.unglyndi”: “HorniS er meira en hálfnaS, hugSi, eg Jjó drykkjargnótt, detfur á þessi dökkva, , dýrmæta, langa nótt. HeyrSi eg fyr á hörpu hugnæm ástarljóS — af strengjum dulardjúpum drýpur feigðar blóS.” En þrátt fyrir þaö þótt þunglyndi bregSi fyrir öðru hvoru, þá er þar von og þrek og kjarkur hins vegar. Þannig er það í kvæðinu “Um kvöld”, sem í sjálfu sér lýsir tals- veröu þunglyndi: Þótt allir skuggar skipi sér um skálann litla minn, eg sæki nýjan sólskinsj>rótt i sjálfan himininn. Þ.aS skapar manni hugrekki aS lesa Jætta erindi. I bókinni eru fáein söguljóð, öll sögS í örfáum orðum, öll lýsa Jjau fallegum lntg^unum og þótt þau séu stutt vantar ekkert í þau. Eitt Jjessara söguljóða heitir “Gígjuleikarinn”; er þar í fám hugnæmum orSum sögö sorgarsaga gamals gígjuleikara, er mist hafSi höndina af slysum, og hafði lifaS í 60 ár J>annig, en undir andlátiS finst honum sem guöirnir hafi gefiS gígj- unni þá eiginleika aS hún leiki sjálf. Önnur söguljóðin heita “BrúSur- in fyrir handan”. Er þaS saga manns sem brýst yfir haf erfiðleik- anna til unnustu sinnar á ströndinni hinu megin. Er þar vel lýst áhrifum sanrar ástar og heilum karlmanns- hug.. Einstakar vísur í bókinni eru einkar fagraV og vel gerðar t. d. “Asta”: Ást þína Veittu mér alla, ekkert nægir hálft, lífiS er alsnautt án ástar, — ástin er lífiS sjálft. Þessi vísa er sannur gymsteinn. “Gömul kona” heitir ein vísa og er Jjannig: “Fyrrum var hún falleg björk fögru limi búin; nú er hún eins og eyöimörk öllum gróðri rúin.” Einstakar vísur eins og þessi eru nokkurs konar hugvekjur. Þær vekja huga manns til djúpra og al- varlegra íhugana og hafa meiri áhrif en margur hyggit-. Ágæt er visan “Úr bréfi”: “Þyngst varð mér um Jænnan óS — þú ert horfinn sýnum. Æskudrauma dauöa blóö drýpur úr penna mínum.” Það er óþarfi aö . taka fleira upp í þessar linur úr bókinni; þetta næg- ir til Jjess aS sýna að höf. fer vel af staS. Hann á gnægS hugsana; eru sumar þeirra léttar og lyftandi eins og gleSin og æskan, en aörar fastar og alvarlegar. Hann hefir gott lag á þvi aS skapa hugsunum sínum við- eigandi búning og setja þær fram í örfáum orSum. 1 kvæöunum er engin ljót kenning, ekkert sem geti útilokaS þau frá nokkurs manns heimili, hverrar skoöunar sem hann kann aS vera. Höf. er ungur og á væntanlega langa leiö fyrir höndum; þetta er því aSeins byrjun og hún er góS. Höf. hefir tileinkað bókina minn- ingu móöur sinnar, Sig. Júl. Jóhanntsson. SkurWinn mikli. Á síSast liSnu sumri var lokiS viS miklar og margvíslegar endur- bætur á KílarskurSinum; haföi hann veriS víkkaöur og dýpkaSur, Ijósum og brúm fjölgaS og breytt og hliðin endurbætt. Þegar öllum þessum mannvirkjum var lokiö og keisarinn sjálfur opnaöi skuröinn á ný í síðast liSnum júní mánuði, var þeirrar viðhafnar lítt'getiS og þýzk blöS létu lágt um stórvirki þaS, er þá var til lykta leitt. Þetta veldur því meiri furSu, sem þaS er kunnugt, aS umibæturnar kostuðu fullar $60,000,000, eða tuttugu miljónum meira en upphaflega liafði kostaS aS grafa skuröinn og aS skurSurinn í þeirri mynd sem hann er nú, er eitt af mestu mann- virkjum heimsins. Hin nýgeröu hliS KílarskurSarins eru talsvert víðari en hliðin á PanamaskurSin- um og skuröurinn sjálfur er dýpri og breiðári en nokkur annar haf- skijjaskurður heimsins. Meðan á verkinu stóS höfSu Þjóöverjar fátt um þaS aö segja, þegar því var lokið létu þeir þess varla getiS. Blaðamenn og höf- undar höföu ekki fyrir því, að fræSa heiminn um þaS, aS ÞjóSv. hefSu fullgert dýpri og breiðari skipaskurö en áður hafði veriS í veröldinni. Hvorki Suez skurður- inn né Panama skuröurinn standa honum á spuröi. Ekki létu J>eir þess heldur getiS, aS hliðin viö báða enda skurðarins væru dýpri og rúmbetri en hliö Panama skurðarins, sem svo mjög hefir J)ó veriS gumaö af. Hvers vegna þögðu þeir um alt Jætta? Vissulega hefir þaS hvorki veriS af litillæti þjóðar né stjóman og ekki vantaði þá tæki til aS fræöa heiminn um stórvirki þaS er þeir höföu unniS. Ekki verður þaS heldur skrifaS á reikning skamsýni þeirra. Engin þjóS kann betur aS greina þá hluti er vekja athvgli umheimsins og aö- dáun en Þjóöverjar og erigin kann betur aS meta gildi auglýsinga en einmitt þeir. Verzlunarmenn og stjórnir annara J>jóöa gætu mikiS lært af þeim í þessu efni. Nei; þeir þögðu um þetta þrekvirki sitt vegna Jjess aS þaS var einkum og aðallega unniS meS J)aS fyrir aug- um, að gera ÞjóSverjum hægra um vik er til ófriðar kæmi. Skuröurinn var dýpkaöur, hliS- in víkkuS og verkinu flýtt til J>ess aS hin nýjustu og stærstu herskip ÞjóSverja gætu á styttri ííma og hættuminni hátt, komist á milli NorSursjávar og Eystrasalts, en ella. Eftir aS skuröurinn var end- urbættur, gat meiri hiuti þýzka flotans komist frá einu hafi til annars meS fárra stunda fyrir- vara, ef til þyrfti aS taka. Þetta var stórt spor í áttina aS því marki er marga Þjóðverja hefir dreymt um: aö veröa konungar hafsins í noröur hluta álfunnar. Lítum nú snöggvast á sögu skuröarins. ÁriS 1887 var byrjað á að grafa hann og var því verki I0I9ÍÖ 1895. Ilann er 61 míla. að lengd, eSa diðlega J>aS og er þvi einn lengsti hafskipasturður heims- ins. Suez skuröurinn er litlu Iengri, en Panama skurSurinn er 20 mílum styttri. Skip sem koma sunnan eöa austan um haf og eiga leiS inn í Eystrasalt spara tvo til þrjá daga með því aö fara um KílarskurS í staS þess aS krækja norSur fyrir Jótland. SjóleiSin frá London til Petrograd styttist um 138 mílur og frá Hamborg til höfuSstaðar Rúss- lands um 424 mílur. HliSin á Panama skurðinum eru til J>ess gerS að lyfta skipum úr J)ein> hluta skurðarins, sem liggur jafnlágt og yfirborS hafsins, til þeirra staða er liærra liggja og til aS koma þeim frá þeim stöSum er hátt liggja J)angaS sem lægra er. En hliö KiIarskurSar eru til þess gerð aS halda vatnsmegni skuröar- ins jöfnu. Nú er lítill munur flóSs og fjöru í Eystrasalti. En i norðaustan stormum mundi svo mikið vatn berast inn í skuröinn, að yfir flæddi báSa bakka, ef ekki væru hliS er loka tnætti. Því er hliöunum við ]>ann enda skuröar- ins lokaS, er stormar blása af Jæirri átt, en }>egar lyngt er og hægviðri eru þau opin dag sem nótt. \ iS vesturendann er öðru máli aö gegna; þar er oft 27 feta mun- ur á hæð hafsins um flóS og fjöru. Veröur því einatt aS loka þeim hliSum er viS þann endann eru, til þess að hvorki verSi of stríSur straumur í skuröinum né vatn of grunt. En skip komæt um skurS- inn hvernig sem á sjó stendur J>ótt hliöum sé lokaS, en verSa auö- vitaS aS sætta sig við þær tafir er af slíkum hliSum stafa. ViS hvorn enda skuröarins eru tvö hliö sam- hliða til J>ess aS skip geti bæSi far- iS út og inn samtímis. Keisari Þýzkalands, sá er nú situr aS völdum, opnaSi skurSinn 20. júní 1895. Þótti næsta mikiS til þeirrar athafnar koma. Klukk- an 4 aS morgni sigldu 24 skip inn um hliðin viS Brunsbuttel. Fór keisarinn, ásamt sonum sínum á hinu skrautlega skemtiskipi sínu, Hohenzollern, í brjósti fylkingar. Skömmu eftir hádegi, samdægurs, bafnaði flotinn sig í Kíl, undir dynjandi fallbyssuskotum. Var J>ar þá saman komiS margt inn- lendra og útlendra herskipa. AriS 1913 fóru 39,000 skip uni skurSinn. Á friSartímum er öll- um skipum. jafnt herskipum sem kaupförum, bæði útlendum og inn- •lendum, heimilt aS fara um skurS- inn. En á ófriöartímum er hann einungis opinn þýzka flotanum. Smáskip eru venjulega 10 tíma en stór skip 15 tíma á leiðinni frá einttm enda skurðsins til annars. Eins og áöur var |á vikið, var skurSurinn einkum gerður til þess, aS gera Þjóöverum hægra um vik er til ófriðar kæmi. Á síðari árum hafa Þjóöverjar' bygt svo stór her- skip, aS þau gátu ekki komist um hliðin er upphaflega voru gerS. Kom skurSurinn því ekki aS fuil-j tmi notum. Hafa sumir ÞjóSverj- ar eflaust litiS svo á sem hann væri þeim gagnslaus. Því var þaS j ráö tekiS, aS endurbæta hann. | Árið 1908 varu rúmar $55,000,000; veittar til fyrirtækisins. ÞaS er sjaldgæft aS smáatburSur hafi eða séu látinir hafa áhrif á stór- virki lík þvi sem KílarskurSurinn er. En viS endurbætur bans Jitur J)ó út fyrir aS svo hafi veriS. Skömmu eftir aS féö var veitt, rakst Itelgiskt skip á í skurSinuní og sökk, svo allar skipaferöir um skuröinn teptust. Ekkert skip er annars var hæft í sjó aS leggja, gat komist fram hjá hinu sokkna skipi. Farmenn á. höfum úti vissu sem vonlegt var ekki hvaS skeS hafði, svo skip teptust hópum sam- an viS báSa enda skurðsins. Tíu daga stóS á aS ryöja skipinu úr I vegi. Þetta slys virtist verða ÞjóS- verjum alvarlegt áhyggjuefni. Var J>aS afráöið, aS byrja tafarlaust á "hlnum fyrirhuguSu endurbótum. Sairíkvæmt áætlunum átti verkinu að vera%lokiS í Janúar 1914. En eins og getið hefir veriS og kunn- ugt er var því lokiS i siðast liönum júm mánuöi, örfaum vikum áður en stríSið byrjaði. \ erkiö stóö yfir í fimm ár, frá ; i9«9 td 1914 og kostaði $5,000,000 meira en ráS hafSi veriö fyrir | gert. StafaSi aukakostnaöurinn af | þvi, hve mjög verkinu var flýtt er fram í sótti. í október 1910 höfðu fjögur þúsund manns sest að meS- fram skurðinum. Eftir þ\1 sem á leið var verkamönnum sífelt fjölgaö. Komst tala þeirra aS lok- um upp í fjórtán þúsund. Mátti um J>að leyti líkja skuröinum viö 60 milna langa vinnustofu. Eins og að líkindum lætur kost- aSi mest aS breyta hliðunum og vikka þau. ÞaS eru stærstu hliS sinnar tegundar sem' til eru í ver-i öldinni. Þáu eru, eins og áður er getiS, fjögur; tvö viS hvorn enda. Þau eru hvert um sig 1150 feta löng, 148 feta breiS og 46 feta djúp. HliS Panama skurSarins eru ekki nema 1000 feta djúp, 110 feta við og 39 feta djúp. Sé hliSum Kílarskurðar lokað og vatninu dælt út, rná nota þau sem varnargarða umhverfis þurrar hafnir. Hafa ÞjóSverjar þannig jafnframt komiS sér upp fjórum, miklum þurrum höfnum sem jafnan eru til reiöu ef á þarf að halda. Svo mikiS var skurðurinn víkk- aöur, aö nú er hann hvergi minna en 334 feta breiöur. Geta skip því að ósekju mæst með fullum hraöa. á gamla skurðinum voru talsverð- ar bugður. Þegar hann var víkk- aður voru öll nes og allir tangar styttir. Enn fremur voru 11 básar grafnir inn í bakkana. Eru sumir ]>eirra alt aS 4000 feta langir. Getur fjöldi skipa legiS í þessum lásum án þess aö hindra siglingar um skuröinn. Brúum sem á skurðinum voru varð aS breyta er víkka skyldi skurSinn. Yfir hann liggja fimm járnbrautarbrýr og tvær brýr án járnbrauta. Jármbrautabrýrnar eru 150 feta háar. Redensburg brúin mun vera þeirra vönduSust. Ligg- ur hún yfir skuröinn nálægt miðju; er land þar lágt og er brúin þegar með er talið það sem upp á landi liggur báSumegin meira en míla á lengd. Á bökkunum til beggja hliöa eru sterk bogaljós meS 800 feta milli- bili. Má því heita aS jafn bjart sé á skurSinum nótt sem; dag; er því lítil hættuvon þótt veSur kunni aS vera misjafnt og nóttin dimrn. Sjónarvottur er viö var staddur vígsluna á síSast liðnu sumri, lýsti henni á þessa leið: “Keisarinn stóS í tign og veldi á þar til gerö- um palli er reistur var yfir stjóm- palli á skemtiskipi hans. Um leiS og gylt stefniS sleit þrílitan boröa, er strengdur var um þvert hliSið tók hann hinni konunglegu kveðju. MeS J>essari athöfn var skurðurinn vígður til umferöar og þrjátíu og þrjú fallbyssuskot frá þýzkum og brezkum herskipum á Kílarhöfn tilkyntu aS athöfninni væri lokið.” Um kveldið komst keisarinn í borSræðu aS oröi á þessa leiö: “Vér veröum að sýna í verkinu aS vér getum fariö eftir orðum jám- ráðgjafans; vér veröum aö lifa ]>annig, að vér getum ávalt og al- staöar sagt, aS vér Þjóðverjar ótt- umst Drottinn allsherjar — en eng- an og ekkert af jaröneskum upp- runa.” Kílarskuröurinn er ramlega víg- girtur. Eystrasalts megin gapa fallbyssurnar hver viö annari báðu- megin fjaröar er liggur inn að skurðinum. Er fjörSurinn þar ekki meir en 2600 feta breiSur. Þeim megin er aö NorSursjó veit er hann ef til vill enn betur varinn. Þar er Helgóland, Neuwerk) og Wilhelmshaven. Þótt þessi vigi séu all langt frá mynni skurðsins, eru ]>au ömgt vígi gegn árásum óvina. ÞaS er því síst að furSa, þó Vilhjálmi herkóngi, er hann leit yfir siðasta undirbúninginn undir “daginn mikla”, væri þaö efst í huga aS minna þjóð sína á aS hún skyldi ekkert óttast — ekkert nema guð einn. Frá íslandi. Reykjavík 24. febr. StjómarráöiS auglýsti í Lög- burtingablaðinu 18. febr. mánaðar, aö verölagsnefndin hefði ákveðiö útsöluverð á rúgméli í ísafjarðar- sýslu og ísafjaröarkaupstaS 34 aura og hveiti 38 aura kílógr., í Gullbringu- og Kjósarsýslu og .Vestmannaeyjum verS á hveiti 40 au. kílógr., á Eyrarbakka, Patreks- firði og Stykkishólmi verð á rúg- brauuSm 30 au. kílógr. og í Stykk- ishólmi verð á ofnkolum ^ 6 kr. skippundiö. íslenzka eimskipiS “Gullfoss” I fer aS forfallalausu til New York fyrstu ferð sína héðan, um mún- aöamótin marz—apríl. Svo mikill farmur liefir þegar boöist, að ferö-1 in mun verða farin, og er sagt, aS, ýmsir kaupsýslumenn héSan fari vestur meö skipinu. Hr. Bjarni Jónsson frá Vogi kvaS hafa sótt um þaS til stjórn- arinnar, aö hann yrSi Jægar í staS settur í griskudómsembættiS, sem alþýðutalsmannafl. stofnaði til meS fjárveitingu á síSasta þingi. En áður var umsóknarfrestur aug- lýstur til 9. marz og lögin munu ekki vera gengin í gildi enn. Haföi hann tekiS þaö fram i tunsókninni, að ungt fólk hér i bænum væn oröiS ójx>linmótt yfir því, aS geta I ekki byrjaö á náminu undir eins og tæki sér nærri, aS þurfa að bíSa eftir því fram til 9. marz, — þangaö til umsóknarfresturinn væri úti, eöa þangaS til lögin gengju i gildi. Sýnir ]>etta bezt, hve mikið er aS marka hjal þeirra manna, sem kallaö hafa embættiö óþarft, eða þá hina, sem látið hafa í ljósi, aS hr. B. J. mundi þurfa upplestrarundirbúning til þess að geta tekiS starfiS aö sér. Nokkur óværð hefir veriö í ]>eim stjórnarflokkshöföingjum og blöSum þeirra síöan þaö varö kunnugt, að H. Hafstein fór utan með Botníu síSast. Tilgáta J>eirra um þaS, að hann hafi veriö kvadd- ur af konungi til viðtals, er rétt. BotnvörpuskipiS Maí er nýkom- inn inn og haföi aflaö allvel. Und- anfarna daga hafa einnig ýmsir af botnvörpungunum komið inn og haft allgóöan afla. Snorri Sturlu- son kom í morgun úr aðgerð í Khöfn og flutti póst. Séra Siguröur Stefánsson í Vigur hefir enn ritaS langa grein i “Vestra” frá 13. febr. um miála- strandið í ríkisráöinu og fram- komu Sjálfst.fl. því viövikjandi bæöi fyr og eftir, og fá þeir strand- höfSingjarnir þar maklega ráSn- ingu. Verkakvennafélagsskapur komst á hér í bænum síSastl. haust, fyrir forgöngu frú Jónínu Jónatansdótt- ur og fleiri kvenna. 25. okt. var stofnað verkkvennafélagiö “Fram- sókn” og telur félagiö tilgang sinn, “aö styrkja verkakonur J>essa bæj- ar, auka menning þeirra og sam- eiginlega hagsmuni”. Eins og venja er slikum félögum, eru reglur settar fyrir því í lögum ]>essa félags, hvert kaup félags- konur skuli setja upp fyrir vinnu sína. 2. grein félagslaganna hljóö- ar þannig: “Alment verkakonukaup sé 25 au. um timann, hlunnindalaust, en 20 au. þar sem látin er í té soSn- ing og matreiðsla. Eftirvinna, frá kl. 6—10, borgíst með 30 au um kl.tímann, en nætur og sunnu- dagavinna með 35 au.*um tímann. Kaup þetta taka konur á aldrinum frá 16 til 60 ára.” Ekki er enn kunnugt um, hvort samkomulag er oröiS milli félags- ins og vinnuveitenda, semi einkum eru útgeröarmenn. En væntanlega verSur stilt svo til hófs bóöu meg- in, að vel fari. Og félagsskapur- inn í }>essa átt spor til vaxandi menningar, sé honum stjómaö meö skynsemi og hyggindum. | sam- anburSi viS kaup karlmanna hefir kaup kvenna verið of lágt, þar sem bæöi karlmenn og kvenmenn ganga aö sömu vinnu. —Lögrétta. GÁIÐ AÐ frekari upplýsingu um hina miklu trjáplöntu sölu sem haldin verður af ----- ■‘....■vr Prairie Nurseries, Ltd. Estevan, Sask. Eastern office : 643 Somerset Block Telephone Main 3812 I $1.00 afsláttur á tonni afkolum L.esið afsláttarmiðann. Seudið hann með pöntun yðar. Kynnist CHIN00K Ný reyklaus kol $9.50 tonoið Enginn reykur. Ekkert sót Ekkert gjall. Agaett fyrir eldavélar og ofna, einnig fyrir aðrar hitavélar haust og vor. Þetta boð vort stendur til 7. nóv- ember 1914. Pantið sem fyrst. J.G. HARGRAVE & C0., Ltd. »34 MAIN STIIEET Phonc Main 432-431 Klipp úr og sýn með pöntun. $1.00 AíslAttur $1.00 Ef þér kaupið eitt tonn af Cliinook kolurn á. J9.60, þ4 gildir þessl miðl elnn doll&r, ef einhver umboðsmaBur fé- lagslns skrlfar undir hann. J. G. IlargraTO & Co., I.Ui. Wnytur án undirskrlftar.) I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.