Lögberg - 15.04.1915, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.04.1915, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. APRIL 1915 5 IS-TÍMI SUMAR- sins byrjar 1 Maí næstk. Þá byrjum vér að flytja ís heim á heimili hvar sem er í borginni. The Arctic Ice Company LIMITED I 56 Bell Avenue Mið-bæjar starfstofa á neðsta gólfi í Lindsay Ðldg. Eftir öllum upplýsingum ber að síma til FORT ROUGE 981 ( 5 lines) Það kostaryður EKKERl að reyna Record áfiur en þér knupið rjómaskilvinclu. AeCORD er einmitt skilvindan, nem bezt á vitB f.vrlr bændur, er hafa ekkl fleiri eu 6 KÝR Waar þér reynift þetwa vél, niunuft þér brátt sannfæraMt um, aft hún tekur öllum öftrum fram af sömu Mtærft og verfti. Ef þér notift RECORD, fáift þér raeira smjör, hún er auftveldari meftferftar, traustari, aufthreinsaftri og Held nvo lájcu verfti, aft aftrir jpeta ekki eftir lc-ikift. Skrifift eftir söjuHkilmálum og öll- um upplýsinRum, tii The Swedish Canadian Sales Ltd. 234 I.osran Avenue, Wlunlpeg. í þá aS Skagfeld. svo komnu, sagSi Mr. — Einkennilegri aðferð 'hafa þýzk blöS í Bandaríkjunum beitt til aS vinna fylgi og hylli þýzkara er búa noröan landamœra. Bjóöa þau hverjum er láta vill fingurgull sitt af hendi rakna, járnhring að minjum. Þaö er látiö i veöri vaka, aö gullhringimir veröi send- ir til Þýzkalands og gangi andviröi ])eirra í sjóö Rauða krossins, en lialdið er aö það lendi í fjárhirzl- um keisarans. A járnhringinn eru þessi orð rituð á þýzku: Eg gaf gamla ættlandinu, á neyöartímunx þess, gull fyrir þetta jám, til aö sýna því hollustu mina.” Sagt er aö margir í Bandaríkjunum hafi fengið jámkross þennan, en póst- stjómin hér í landi hefir eftir föngum heft ]>essa verzlun, — Skamt frá New Foundland voru stórskip á selaveiöum; 150 manns lögöu frá því á ísa, aö drepa sel, bylur skall á þá um dag- inn með sterkviðri, sem leysti sundur ísinn, þá rak á stóreflis jaka allan daginn og nóttina og hugðu sér ekki líf, en svo vildi vel til, að annað skip fór ]>ar nærri daginn eftir, sem jakann rak og bjargaði öllum mönnum. í fyrra fórast 175 menn með þessu móti á þessum sömu slóöum. Frá íslandi. Aðfaranótt 8. marz strandaði Ixitnvörpuskipið “Tribuhe” frá Hull fram undan Hafnarbergi á Reykjanesi, á skeri skamt frá landi. Ólafur Ketilsson á Kal- manstjöm bjargaði skipsmönnum á bátum úr landi, en skipið er sagt gereyðilagt. Dáinn er 4. marz Einar Magn- ússon óðalsbóndi á Steindórsstöð- um i Reykholtsdal, nál. hálfsjöt- ugur að aldri, efnaður maður og lengi oddviti í sveit sinni. Fyrsta marz hvarf vólarbáturinn “Haffarinn” frá Sandlgerð, eign Guðm. Þórðarsonar. Hann hafði verið úti við veiðar, en kom ekki til hafnar að kveldi. Var flóab'át- urinn “Ingólfur” ]>á fenginn til þess að leita hans, en kom aftur svo búinn. Þá fór björgunarskip- ið “Geir” út í sömu erindúm og með því Jóhann hreppstjóri á Akranesi. Fann “Geir” bátinn 50 sjómílur undan Reykjanesi. Það var fimtudaginn 4. marz og hafði báturmn verið nær ])rjá sólar- hringa i þessum hrakningum. V'élin hafði bilað og seglið söfðu bátsmenn mist fyrstu nóttina, en þá var stormurinn á norðan. Þeir vom fjórir á bátnum og allir heil- brigðir, er hann fanst. Kom “Geir” með bátinn til Sandgerðis' á fimtu- dagskveldið og var þeiin tekið þar með fögnuði, því menn höfðu ekki gert sér miklar vonir urn, að blát- urinn væri enn ofan sjávar og mennimir á lífi. Nýlega er dáin kona í Vest- mannaeyjum, Sigurbjörg að nafni Sigurðardóttir, og hetir það kom- ið fram við læknisrannsókn, að bún hafi dáið af eitri. Hún var bú- stýra hjá Þorsteini Sigttrðssyni út- vegsbónda á Sæbergi og höfðu þau átt saman eitt barn, sem nú er átta vikna. Þau Sigurbjörg og Þor- steinn liöfðu getigið til svefns á venjulegum tíma kveicttö 3. marz. En vegna gráts í barni þeir“ra um nóttina, varð fólk, sem býr í sama húsinu, þess vart, að þau sváfu fastara en venja var til, og er reynt var aö vekja þau, var það alls ekki.hægt. Þórsteinn vakrtaði þó eftir 30 kl.t. svefn, en Sigur- björg andaðist í svefni, er hún hafði sofið í 40 kl.t. Þorsteinn varð síðan aíhress, en hefir verið settur í gæzlu meðan á rannsókn málsins stendur. Lík Sigu'rbjarg- ar kvað eiga að sendast hingað til Rvíkur til frekari rannsóknar. Ellefta febr. var Sigurjóni Markússyni veitt sýslumannsem- bættið í Skaftafellssýslu, er hann hefir gegnt um hríð. Sama d!ag var Guðm. Thoroddsen skipaður héraðslæknir í Húsavíkurhéraði, Pálmi Pálsson skipaður yfirkenn- ari við Mentaskólann og Böðvar Kristji,ínssoii fastur kennari þar, en var áður aukakennari. Fyrir nokkrum dögurn átti að senda héðan 200 poka af land- sjóðshveiti tneð norskum vélbáti austur til Víkur í Mýrdal. En er báturinn var að leggja á stað, rakst hann á sker skamt frá Völundar- bryggjunni og brotnaði svo, að sjór gekk inn í hann og rnikill liluti af vörunum skemdlst. Vör- umar voru vátrygðar. —Lögjétta. Klæðaverksmiðjan Iðunn var seld á uppboði á laugardag. Hæsta 1x>ð átti nýstofnað hlutafélag “Nýja Iðunn”, 39,500 kr. Var eignin síðan lögð til Landsbankan- um samkvæmt kröfu hans. — Hið nýja Iðunnar-félag hefir 50,000 króna hlutafé í 500 og 100 kl. hlutum. íslenzk kol frá Dufansdal voru seld hér í bænum á mánudag. Seldust þau upp á örstuttum tíma. Skpd. var selt á kr. 4.75. Sjötugsafmæli |á frú Anna Pét- ursson, móðir dr. Helga Péturss., á laugardag. Frú Anna er mörg- um góðkunn fyrir píanókenslu um mörg ár. Til stendur að henni verði haldið samsæti á Hótel Reykjaví'k á afmælisdaginn. Ikínntr er nýiega kvefrtnn upp I undirrétti Vestmannaeyja í máli, sem Gunnar Egilsson sTapamlðlari höfðaði gegn Brillouinsfélaginu þar í Evjum fyrir samnlngsrof. — Voru Gunnari dæmdar 11000 kr. i skaðabætur fyrir óheimil sarnn- ingsrof. Nú er tekið að vinna að raf- lýsing Pósthússins. Fimtán hesta hreyfivél hefir verið keypt til reksturs. Pósthúsið og landsínna- stöðin verða saman um raflýsing- una og auk þess Guðjón Sigurðs- son fyrir húseign sína, Ingólfá- hvol. Guðm. Hlíðdal hefir útveg- að tæki öll, en Jón Sigurðsson frá Elatey sér um útbúnaðinn. Póst- húsið verður naumast fullgert fyr en i maimánuði. Nýlega hefir stjómarráðið á- kveðið að enginn skuli fá meira selt í senn af kólum en 3 skp. í stað 5 áður. Er ]>etta gert til ]>ess að reyna að girða fyrir það að ein- stakir menn birgi sig upp óþarf- lega mikið og birgðimar gangi of fljótt til þurðar. —Isafold. Bréf úr Mikley. Herra ritstjóri! Vegna þess að nú fyrir langan tíma hefir ekki sézt nokkur frétt í blöðunum úr eynni frægu, sem e'r út t Winnipeg vatni og sem nefnist Mikley þá datt ntér í hug að senda þér nokkrar lrnur i þeirri von, að þú birtir þær í þínu heiðraða blaði. Á því ska! byrjað, að líðan og heilsufar okkar eyjarbúa er fremur gott. Fiskafli var tæplega í meðallagi þennan vetur, en verð á sumum fiski var með betra móti, sv'o sem birting, og var það aðallega sá fiskttr sem hér fiskaði þenan vetur. Skemtanir hafa verið hér með meira móti. Fyrst hélt kvenfélagiö “tJndína" skemtisamkomu 31. Okt. síðastl. og var sú samkoma sæmilega sótt. Næst héklu ungu stúlkurnar "social" og dans, og enn fremur var leikið á þeirri skemtun leikrit, er nefndist “Alt í hvínandi fartinni”. Arður af þeirri samkomu gekk til Þjóðræknissjóðsins. Ennfremur var haldin samkoma fyrir lestrarfélagið “Morgunstjarnan” þann 25. Febrúar og var leikið hið nafnfræga leikrit “Jeppi á Fjalli.” Var það ekki að furða, þó sú samkoma væri vel sótt, því prógram var með bezta móti auglýst, eins og að venju hér. Leik- endur yfirleitt leystu sitt hlutverk prýðis vel af hendi, að allflestra dómi, enda þótt leikendur værtt lítt vanir, þá tókst það mjög myndar- lega; sérstaklega vil eg minnast á herra Gest Paulson; hann lék hdut- verk sitt aðdáanlega vel, enda þarf hann ekki að sækja þá list langt, því faðir hans, Paul Jackson, var talinn hér áður fyrri rnanna færastur i þeirri list. Engar byggingar hafa verið reist - ar sem teljandi eru, síðan hið stóra hús herra Jacksonar var reist. Það er eitthvert það fullkomnasta hús í allri sv'eitinni. Það er málað að innan með ýinsum myndum af Is- landi. Já, margt hefir breyzt hér í seinni tíð. Áður fyrri þótti okkur gott að komast til bæjar á sjö til átta tímum, en nú getum við farið upp til River- ton á tveimur klukkutímum að nteð- altali; en samt er hér nýkeyptur hestur, sem er eign Paul Jackson- ar, er eg áður mintist og sem er einn mesti stórbóndinn hér um slóðir, og liefi eg heyrt að skepna þessi mundi fara mílu hverja á einni og hálfri (lyi) mínútu, það er að segja án þess að sé hert á hestinum. Það er því mikið gagn, að hafa slíkan hest í jafn afskektri bygð, þar sem enginn telefón er, og því hægt að ná í læknir ef á liggur á stuttum tíma.. Nýlega hafa synir Páls sett upp greiðasöluhús á landi Jóns Thorláks- sonar fHay PointJ. Stofnun þessi verður opnuð næstkomandi haust; i sambandi við hana eru þeir að byggja fjós fyrir tuttugu til þrjátíu hesta-“team”. öll matreiðsla mun eiga að gerast Tteima hjá hr. Jack- son, en svo bara skjökt yfir á greiða- sölustaðinn með matinn heitan á hestinum nýkeypta. Eg óska þessum myndarmönnum mestu hamingju og að þeim megi hlotnast heiður af slíku fyrirtæki í framtíðinni. Sveitarráðsfundur var haldinn að Hecla 10. Marz og voru ýms mál rædd þar. Þar á meðal var línu- málið tekið til umtals og v’oru lög í þeirri grein lesin og þýdd fyrir al- menningi. Ástæðan var, að töluverð óánægja var í sumum eyjarbúum út af því, að sveitin Bifröst gaf manni hér leyfi til að höggva skóg af veg- arstæðinu, og bar einn hálærður upp á sveitina, að hún fsveitinj stæli öllum slíkunt við og að eins stjórnin í Ottawa hefði með sltkt að gera. Svo voru lög þessi lesin upp og þýdd eins og áður er sagt, svo v'onandi er að slíkt komist í skilning. , Að endingu óska eg þínu heiðraða blaði alls góðs og að það megi breið- ast út meir og nieir á hvert íslenzkt Reimili. Mikleyingur. “Eg á engan föður. hann er clá- inn fyrir löngu.” “Hvar er móðir þín þá?” “Hún er heima, liggur veik í rúminu og systir mín liggur í spítalánum,” svaraði drengurinn. “Eg verð að vinna fyrir móður minni og systur, því þær geta ekk- ert unnið. Þess vegna fór eg nið- ttr á innflytjenda skrifstofu og út vegaði mér þar vinnu út á land'i. Hérna er borgunin fyrir farbréfið. Eg fékk liana fyrir að hreinsa í kringum hús hjá konu sem eg þekki.” Farbréfasalinn hvarf; hélt drengurinn að hann væri að n|á í farseðil. En farbréfasalinn sagði fyrst sögu drengsins nokkrum samverkamönnum sínum og fékk frá þeim einn dollar til að gefa drengnum. Því næst rétti bann drengnum farbréfið ásamt dollars seðli. “Þetta er ekki rétt — er ])að?” spurði drengurinn. “Já, það er rétt; þú getur keypt handa móður þinni áður en þú ferð, eitthvað sem bana vanbagar ttm. “Þetta er undarlegt,’ ’sagði pilt- urinn við dreng sem tneð honum var. “Þeir sögðu mér þarna nið- ur á innflytjendastofunni að far- bréfið kostaði tvo dali.” CANAOfll FINEST THEATtt AI.I.A NÆSTU VIKU Mats. Miðvd. og' Laugd. A. R. Woods sýnir “an up-to-date- garment” I þremur hlutum POTASH and PERLMUTTEE gert af vorum sérst»ka "designer” eftir hinum frægu sögum I Satur- day Evenlng Post — skorin ná- kvæmlega og af öllum stæröum. Sætasala hyrjar á föstudag 2. Apr. klukkan 10, I leikhúsi. Kveld $1.50 til 25c.. Mats. $1 tU 25c. 3 IvVEI.I) OG BYRJAR MÁNUDAG 12. APRÍIj—Mat. á Miðv. JOHN CORT kemur þá með eina hlna frægustu leikkonu Englands MARIE TEMPEST sem hefir sér til aðstoöar eigin leik- flokk sinn frá London, og þar meö W. GRAHAM BROWNE I hinum velþekta og vinsæla gamanleik “THE MAItRIAGE OF KITTIE” Pantiö þegar meö pósti. Sætasala i leikhúsi byrjar föstudaginn 9. Apríl kl. 10 aö morgni. VeröiÖ er þetta:— Kveld: Orchestra $2 og $1.50, Bal- cony Clrcle $1 og 75c.; Balcony 50c. Gailery 25c. Box Seats $2. — Matinee vcrð: Orch. $1.50 og $1; Balc. Circle 75c. Balc. 50c. Gall. 25c. Box $1.50. Flugurnar vakna. Suntarið er í nánd og innan skatnms skríða flugurnar úr fylgsn- utn sínum. Þær ferðast á margan hátt, með járnbrautum, vögnum, skipum og á Iikömum dýra og jafn- vel manna. Af sjálfsdáðum fara þær sjaldan lengra frá fæðingarstað sínum en þær þurfa til að finna æti og skjól; í bæjum og borgum fljúga þær sjaldan lengra en 400 faðma frá hreiðri sínu. Mest er af flugum í Júlí og Ágúst. Þegar fram á haustið kemur, deyja þær flestar og rneiri hluti eggjanna eyðilegst í vetrarkuldanum. Margar flugur lifa þó í hlýjum fjárhúsum, og í upphituðum mannabústöðum, í sprungum og rifutn á veggjum, á bak við stóla og legubekki, laust vegg- fóður og víðar. Það er jafnvel ekki óhugsandi, að flugur skríði stundum úr eggjum að vetrarlagi, þótt lofts- lag sé kalt, ef eggin lenda á hentug- um stað. Þegar vel árar byrja flugur að v'erpa eggjunt í Aprílmánuði. Hver fluga verpir 100 til 150 eggjum í hvert skifti. Verpa þær einkum í rifur og sprungttr á húsveggjum, í allskonar rusl og hroða og sorp- hauga og rotnaðar dýraleifar. Ef alt gengur að óskurn, er eggið tíu daga að ungast út. Tíu dögum eftir að flugan skríður úr púpunni, verpir hún 100 til 150 eggjum og getur gert það fjórum sinnum 10 til 14 daga millibili. Ef fluga yrði úr hverju eggi, og yki kyn sitt á þennan hátt, mundu afkvæmi einnar flugu verða 5,598,000,000 á einu sumri. Flugur eru hættulegir sóttberar og halda sig helzt og auka mest kyn sitt þar sem rusl er og hroði. Það er því ekki einskisvert að þrifa og hreinsa til í kringum bústaöi vora er vorið fer í hönd. Úr bænum, Á föstudagskveld kl. 8.30 ætl- ar hinn norski lúterski söfnuður að halda samkomu i Fyrstu lút- ersku kirkju, til arð fyrir fátæka menn í söfnuðinum. Gott pró- gram verður þar og hin bezta skemtun, sem föng eru á. Herra. Andrés. Skagfeld frá Hove P. O. kom til borgar í vik- unni. Hann segir megna þurka í sinni bygð, aldrei kemur dropi úr lofti og snjór, það lítill sem 'hann var, horfinn fyrir löngn. Akrar voru með bezta móti undirbúnir á hinu hagstæða liausti, en svo þurir eru þeir, að ekki er til neins að sá “Bro^aftur bros.“ Fyrir nokkrum mánuðum birtist greinarkorn í Lögbergi með þessari yfirskrift; tók “Vísir” sem út kemur j Reykjavík á íslarfdi, það upp. í næst síðasta blaði “Heimskringlu” er greinin enn prentuð og kveðst blaðið taka hana upp eftir “Vísi.” Lög- bergi var það mikið gleðiefni, les- enda blaðsins vegna, að sjá greinar- stúf þennan birtast í Heimskringlu, þvi það er mála sannast sem einum lesanda hennar varð að orði, að "margir mánuðir væru nú liðnir síð- an jafn læsileg grein hefði birzt í ‘Kringlu’.” Óvæntir vinir. Fátæklega búinn drengur á fermingaralclri kom fyriij skömmu á jámbrautarstöð Canadian North- ern félagsins, bað um farbréf suð- vestur í fylki og lagði tvo dali á borðið. “Hvers vegna ætlar þú út i sveit?” spurði farbréfasalinn, því honutn þótti kynlegt að svo ungur drengur skyldi ætla einn síns liðs alla þá leið. “Eg hefi ' fengið vinnu hjá bónda,” svaraði drengurinn glað- lega. “Hver er faðir þinn — getur hann eklei hjálpað þér eða ætlar hann ekki með þér?” Fagur fótaburður Margt er það sem vetiur fólk á aS beina fótunum meira út á við en góðú hófi gegnir. Sumir leik- fimiskennarar hvetja börn og ung- linga til þess; þeir sem ctans iðka til muna venjast á það í dans- salnum; en flestir læra það á því að ganga á hælaliiáum og támjóum skóm. Sjaldan þarf lengi að leita á strætum úti til að sjá fólk sem vaggar sér eins og endur eða trítl- ar eins og mariuertlur, vegna þess að þröngir og hælaháir stór bafa afmyndað fætuma og veikt þá og vanið fólk á Ijótt og óheilnæmt göngulag. Fyrir því ættu allir, bæði karlar og konur, að ganga á hælalágum skóm með breiðúm tám. Þá, en annars ekki, er hægt að ætlast til að fæturnir vinni það verk vel, sern þeim er ætlað að vinna; að bera líkamann og flytja hann úr einum stað í annan. Hið minsta sem ætlast má til af hverri einustu manneskju til þess að hún láti síður freistast af skrumaug- lýsingum um pillur og meltingar- lyf, er það, að 'hún gangi að minsta kosti tvær tnílur á dag. En það er ekki nóg að ganga einhverja ákveðna vegalengd. Eins mikið er um ]iað vert að ganga eðlilega og fallega; að öllum jafnaði er það fallegt sem er eðli- legt og lieilnæmt. Það er sagt að Friðrik áttundi Danakonungur hafi gengið inikið og hann hafi vitað hvemig hollast er að ganga. Hann gekk eins og þeir, semi hvorki láta móð né venju hafa sig til að brjóta heilnæmis og fegurð- arboð< náttúrunnar. Fyrsta reglan sem ausr ættu að muna er sú, að snúa tánum þvi nær tráðbeint fram, þar næst að snerta jöröina léttilega fyrst með hælnutn og því næst með fremri hluta fótsins. Þanú veg er sjald- an gengið í danssöluni. Þar er tánum snúið sem rnest út á við og hoppað á táberginti. Et» á götum úti rekast háu hælarnir eins hart í strætin og þau séu barin trtcð sleggju og tærnar snúa til beggja liliða, en ekki fram. Til þess er tekið bve Elizabet Austurríkisdrotning bafi haft fall- egt göngulag. Henni nægði ekki að dáðst að fegurð náttúrunnar út um vagnglugga, heldur gekk hún langar leiðir daglega um merkur og engi. Hún hlýddi lögumi nátt- úrunnar; hún beindi tánum fram en ekki til hliðar, þegar hún var á gangi. Á þann hátt varði hún heilbrigði sína og fegurð. Saknaðarljóð eftir Margrcti Guðimntdsdóttur. Dáin 3. Apríl 1915. (Undir nafni eiginmanns hennar Jóns Björnssonar.J Þú hjartans liljan ljúfa, þú lífs míns perla skær, nú burt frá hlið mér hafa þig hrifið dauðans klær, Þú varst mín hjálp og hjástoð á hálli jarðlífs braut, og götu ntína greiddir í gleði jafnt sem þraut. Ó, hve mér sáran svíða þau sorga djúpu ör, er hneit mér bert við hjarta sá heljar beitti dör. Já, þú ert héðan hafin og horfin líkams sjón, minn andi samt þig eygir hjá alvalds dýrðar trón. Og þar um eilífð alla með engilskæra brá þín sæl mun sálin búa og sigurkransinn fá. Nú er min huggun æðsta að eg nutni finna þig nær grafar til er genginn um grýttan æfistig. Ei þá við þurfum skílja né þrauta hevja stríð, þars alsæl unað fáum um ómælandi tið. Svo kveð eg þig, mín kæra, í kærri ást og trú og bið þig drottinn blessa; mín bænin heyrð mun sú. S. /. lóhannesson. DANARFREGN. Mánudaginh 29. Marz andaðist heiðurskonan Sesselía Rakel fSveins- dóttirj Christianson að heimili sínu i grend við Wynyard, Sask. Bana- mein hennar var lungnabólga. Hún var um 52 ára að aldri, er dauða hennar bar að höndum. Hún eftir- skilur eiginmann sinn, Geir Christi- anson, og fjögur börn, sem komin eru á fullorðins aldur: Wilhjálm, Sigríði, Halldóru og Björgu. Einnig lifa hana niu systkini; fjögur hér í landi og fimm heima á íslandi: Gísli og Páll, bændur í grend við Gimli, Man. og Björg og Sigurlaug, báðar í Bandarikjunum, svo og Helga, Jór- unn, Guðrún, Kristján og Guðlaug á íslandi. Rakel sál. fæddist á Starrastöðum í Mælifells-sókn í Skagafirði; voru foreldrar hennar þau Sveinn Ás- mundsson frá írafelli og Sigríður Jónsdóttir frá Kýrholti. Hún ólst upp í foreldrahúsum þar til hún var 18. ára að aldri. Liðlega tvítug fluttist hún til Ameríku og bjó þá fyrst í Pembina, N.D. Þar giftist hún eftirlifandi manni sínurn fyrir 25 árttm. Frá Pembina fluttust þau hjón til Grand Forks, N.D., og bjuggu þar um 15 ár. En árið 1905 fluttust þau í Vatnabygðina í grend við Wynyard, voru með allra fyrstu innflytjendum sem þangað komu, og hafa búið hér stóru og myndarlegu búi ávalt síðan ; og hefir þeimi auðn ast á þeint tíma, þrátt fyrir örðug- leika í fyrstu, að koma börnum sínum talsvert til menta. Rakel sál. var hin ágætasta kona í alla staöi: sérstaklega elskurík og umhyggjusöm móðir og eiginkona; hún var dugleg og starfsöm, og þeir, sem til þektu, dá góðsemi hennar og gestrisni. Guð blessi minningu hennar. Vinur. Sérstök sala á lokkum um"7„tshllta Hárlokkar sem áður kostuðu $3 og QCI-, $4, kosta nú .........................UOC Skriflegum pöntunum sérstakur gaumur gefinn. Send eftir verðrská Manitoba Hair Goods Co. M Person ráðsm. Nvrioif timbur, fjalviður af öllum ílýjar vorubirgöír tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar með margvís- legri tilbreytni. Komið og sjáið vörur vorar. Ætíð glaðir aðsýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG BARNAÞURKUR—Vatnsheldar Þ«*MHnr |uirkur $»kal leKKja utan yfir vunalugar liurkur. Þær eru gerftar úr á- Rietu toRleftrl, hægt aft þvo J>ær or marg- borRa sig A Hköinmum tíma, þvf þær halda uærfötum hama hreinum og þurrum. — Semlar meft pónti hurftarRjaldN frítt f.vrir 40<*. ef horRaft er fyrirfram. O. L. BOYD 312 BGYD BLDG., WINNIPEG —Eg hefi mjög álitlega atvinnu 1 bofti fyrir mann, sem vill fara um í Winnipeg og nágrenninu og sýna vörur. — Finnið mig aft máli milli 11 og 12 f. m. Kosningar fara fram 15. Júní 1915 að Lögbergi Atkvæðagreiðslan byrjar nú þegar. Hr. H. Hermann, bók- haldari félagsins, The Columbia Press, er kjörstjórinn; hann tekur á móti öllum atkvæðum, sem send verða til hans í lokuðum umslög- um, frá þessum degi til 15. Júní, að þeim degi meðtöldum. Klippið úr kjörseðilinn fyllið hann inn sem fyrst og sendið hann ásamt peningum, samkvæmt þessu kostaboði, til Mr. H. Hermanns, Columbia PreSS, Ltd., Winnipeg Man. — Seðlarnir verða v'andlega geymdir og taldir á ofannefndum degi og verðlaunum úthlutað. REGLUGERÐ UM GILDI ATKVÆÐA. $1.00 fyrirframborgun í 6 ntán. fyrir blaðið Lögberg. . 50 atkv. 2.00 fyrirfram borgun í 6 mán., 2 kaupendur....... 150 atkv. 2.00 fyrirfram borgun í eitt ár, 1 kaupandi...... 200 atkv. 3.00 fyrirfram borgun í 6 mán., 3 kaupendur....... 400 atkv. 4.00 fyrirfram borgun í tv'ö ár, 2 kaupendur...... 450 atkv. 6.00 fyrirfram borgun í þrjú ár, 3 kaupendur.. 700 atkv. 8.00 fyrirfram borgun í fjögur ár, 4 kaupendur . . .. .. 950 atkv. 10.00 fyrirfram borgun í fimm ár, 5 kaupendur.. 1200 atkv. Fyrir hvern kaupanda, sem sendir eru af sama umkepp- anda ásamt $2 fyrifram borgun, yfir tíu doll... 500 atkv. Ekki þarf að senda öll atkvæði í einu, því hver sá, sem um þetta keppir, fær, eftir ofangreindri reglugerð, fyrir öll þau áskriftargjöld sem hann sendir inn, alveg eins þótt atkvæðaseðlarnir komi ekki allir í einu. 900 atkvæði minst til að geta kept utn 3 fyrstu verðl. VERDLAUNA-SKRÁIN. Fyrstu verðl.—ávísun upp á $10 virði af ljósmyndum og $5 í pen. Önur verðl.—$15.00 ávísun upp á ljósmyndir. Þriðju verðl.—$10.00 ávísun upp á ljósmyndir. Fjórðu verðl.—tvær borðklukkur. Fimtu verðl.—Sjálfblekingur og Varinn Rakhnifur. Sjöttu verðl.—Fjórar bækur, eftir frjálsu vali úr bókaskrá sem prentuð er í þessu blaði. Sjöundu verðl.—þrjár bækur úr áðurnefndri skrá. Áttundu verðl.—borðklukka. Níundu verðl.—varinn rakhnífur. Tíundu verðl.—sjálfblekingut —Allir þeir, seni senda inn einn eða fleiri seðla, með borgun ' fyrir blaðið, en ekki ná ofannefndum verðlaunum mega velja um tvær bækur eða sjálfblekung eða varinn rakhníf í verðlaun. — Þann- ig fá allir verðlaun, sem eitthvað ssenda. GILDI VERÐLAUNANNA. Boröklukkka, "forsilfruð”, með góðu verki, $2.50. Snoturt vasaúr í “nickel" kassa '>1.50. Varinn rakhnifur í umbúðum, $1.50. Sjálfblekungur, $1.00. Bókaskráin er þessi:— Útlendingurinn, saga úr Saskatchewan, eftir Ralph Connor, 75 centa virði. Fátæki ráðsmaðurinn, saga eftir Octave Feulllet, 40c. virði Fölvar rósir, ljóðabók eftir Bjarna Lyngholt, með mynd höf- undarins, 75c. virði. Kjördóttirin, skáldsaga í þrem þáttum, eftir Archibald Gunter, 75c, virði. Miljónir Brewsters, eftir G. B. McCutcheon, 35c, virði. María, eftir H. Rider Haggard, 50c. virði. Lávarðarnir í norðrinu, eftir Agnes C. Laut, 50r. virði. í herbúðum Napóleons, eftir Sir Conan Doyle, 35c. virði. Svikamylnan, eftir A. W. Marchmond, 50c. virði. Fanginn í Zenda, eftir Anthony Hope, 40c. virði. Allan Quatermain, eftir Rider Haggard, 50c. virði. Hefnd Marionis, eftir E. Phillips Oppenheim, 40c. v'irði. Ólíkir erfingjar, eftir Guy Boothby, 35c. virði. Gulleyjan, eftir R. L. Stevenson, 35c. virði. Rupert Hentzau, 40c. virði. Hulda, smásaga, 25c. virði. Dalurinn tninn, rslenzk sveitasaga eftir Þorstein Jóhannes- son, 25c. virði. Sýnishorn af kjörseðli: COLUMBIA PRESS, LTD., P. O. Box 3172, Winnipeg, Man. Innlagðir $.......... fyrir .......... áskrifendur Lögbergs. — Atkvæðin séu innfærð í minn reikning, sam- kvæmt atkvæðisgreiðslu-reglum yðar við verðlauna um- kepni. Nafn með fullttm stöfum............................ Pósthús ...................................... Fylki ...................................... Þennan miða niá klippa úr blaðinu, undirskrifa og senda oss eða gera afskrift af honum, ssm gildir alveg hið sama.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.