Lögberg


Lögberg - 10.06.1915, Qupperneq 2

Lögberg - 10.06.1915, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1915. Æskuminningar Eftir Önnu Thorlacius. Spil fengum við aldrei nema ann- aö hvort ár. Þá gekk nokkuð á fyr- ir jólin með aS yngja upp spilin. Hvernig er fariö aö því? spyrja unglingarnir núngi, sem fá spil, þeg- ar þeir v'ilja, á hvaöa tíma sem er. AöíerSin er þessi: Þaö er tekinn tólgarmoli og nuddaö eftir spilunum beggja megin, og svo nuddaö með ofurlitlu togi, nokkuð fast, um spilin, unz þau eru orðin hrein; þau síðan pressuð lítið eitt og lögð stundarkorn á ofninn- Verða þau þá linari en ný spil, vitaskuld, en fullgóð fyrir krakka. Auðvitað átti pabbi altaf ný spil, sem hann spilaði með við gesti sína. Hvaöa spil tíðkuðust? spyrja hinir ungu nú. Þaö var danskt “treikort” og "picket”, sem faðir minn spilaöi við séra Einar á Setbergi og Árna sýslumann Thorsteinsson í Kross- nesi. Eg held þeir hafi lært ýms spil hjá Hans A. Clausen í Ólafsvík, því hann hélt tíðum gildi, og meðal boðsmanna voru ætíð faðir minn og Árni sýslumaður. Clausen var gleði- maður meö afbrigðum og þau hjón, Ása dóttir Óla Sandholts, er lengi rak verzlun suður í Keflavík. Þá var nú komandi í Ólafsvik, á hans dögum. .Einnig var þar oft boðinn umboðsmaður Árni Thorlacius í Stykkishólmi, tengdafaöir minn, og Árni Sandholt, sem þá var verzlun- arstjóri á Búðum, og var bróðir frú Ásu Clausen. Á giftingardag Clau- sens var ætíð boð mikið og skemtun. Voru þá hafðir flugeldar og skotið púðri úr byssum. — Síðan þessir gleöifundir voru hjá Clausen í Ólafs- vík, eru nú liðin um 74 ár, en það man eg, að mjög saknaði faðir minn Clausens. Viðskifti hafði hann mik- il viö hann og farnaðist vel; því hann var ágætismaður í hvívetna um sína daga. Eftir hann kom í Ólafs- vík einhver Wúlf- Þá sagði faðir min noft: “Kalla má nú, að kominn sé köttur í bjarnar staö.” Það var siður flestra að sofa ber- ir, fara úr öllum fötum, hve kalt sem var. En ekki gerðu foreldrar mínir það né létu börn sín gera; því þau álitu það meira að segja óholt. Eg man eitt sinn, að eg var send upp til ljósu okkar; varð að ganga fram- loftið, til að komast inn í herbergi hennar, og voru rúm til beggja handa. Þetta var um sláttinn, seint um kvöld. Fólkið var flest sofnað, og fiöfðu ýzt til brekönin, svo að sá i berar bringurnar og handleggina, alt bert. Eg varð hálfhrædd og flýtti mér til ljósu minnar. “Því er fólkið svona frammi?” spurði eg. — ‘ Það vill nú vera svona, af vana,” svaraði hún. Eg var þá 7 vetra, og hafði aldrei séð slikt fyr. Svo signdi það sig áður en það fór í skyrtuna á morgnana, og það áttum við einnig að gera og gerðum. Bænir sínar las hver maður áður en hann sofnaði, og aldrei máttum við sofna svo nokkurt kvöld, að við ekki lfsum bænirnar okkar og signdtim okkur. og stóð nióðir okkar yfir okkur til skiftis, til að hafa gaít'ur á, hvort engin bæn né vers væri eftir skilið. Éinnig á ntorgnana áttum við að lesa morgun- bæn, sem byrjar svona: “f þinu nafni uppvaknaður — er eg, Jesús, guð og maður.” En þegar út var komið signdum við okkur, og vissi eg ekki annað, en að Jætta væri siður á hverjum bæ í sveit minni- — En nú kttnna börn í kauptúnum að minsta kosti ekki að signa sig, hvað þá held- ur rneira. Uppi á loftinu hjá okkur var nú dálitið önnur aðferð við bænakensl- ttna Þar var rneðal annars fólks kerling ein, er kölluð var Halla. Hún mun hafa heitið Hallfríður. Hjá henni svaf fósturbarn hennar, 5—6 vetra. Oft stóðum við á stigapallin- um, að hlusta á Höllu gömlu. Hún byrjaði svona: “Hana nú, farðu nú að lesa !” Drengurinn segir: “Faðir vor,” rnjög dræmt. Þá segir kerl- ing: “Nú tekur hann til.” Og Jtetta gerði hún við hverja setningu, nfl. að segja eitthvað; en Stundum sagði hún : “B..... nautið þitt, skamrn- astu þín!” Aldrei held eg að það barn hefði lært þessa bæn, ef mamma hefði ekki kent honum hana á dag- inn. \ Þessi kerling var meistari í að klóra á baki; þvi það var siður, ef konur syfjaðr, að hressa sig upp með })ví að láta klóra á sér bakið, og flúði svefninn þá tafarlaust- Svo var strokið með lófunum um bakið til og frá á eftir. Hefir mér dottið þetta í hug síðan eg las “Mín að- ferð”, eftir I. P. Múller, að J>að væri eitthvað í áttina til þess, er hann segir. Ekki var J>að þó gert nema við bakið. Virðast þessar bakstrok- og bakklór hafa verið leifar af bak- eldum og bakstrpkum fornmanna, er lesa má um í sögunum, og flestum munu minnisstæðar frá sögunni um Gretti, er hann átti að strjúka bak föður síns, Ásmundar hærulangs, og beitti að lokum fyrir sig ullarkömb- um, er karli þótti hann ekki strjúka nógu fast með höndunum einum. Það var siður i þann tíð, að láta börnin fara snemma að stafa. Við systkinin vorum þriggja ára, er byrj- að var á því, og sagði faðir minn, að við ættum að vera orðin læs 5 ára. Og það voru bræður mínir, en eg var víst 7 ára, er eg var orðin læs; því nóg var letin, og misjafn- lega gekk það fyrir sumum. Man eg það, að á tveim bæjum í sveitinni voru börnin ekki vel læs á ferming- araldri, og var þeim komið til okk- ar. Faðir minn sagði, að nú kæmi að notum að vera læs, hafa byrjað snemma- Eg var þá 8 ára, en Stef- án bróðir minn 10, og urSum við að fara aö kenna 12—13 v'etra krökk- um. Stefán bróðir var óhneigður til þess verks. Eg man þá, að sagt var við hann: “Þ.ú sýnist stiltari en Anna, samt er hún furðu silt við þetta.” Eftir ferminguna var stundum komið fyrir unglingum hjá föður mínum, til að læra talnafræði, skrift, mannkynssögu, landafræði og dönsku hið sama og hann kendi sonum sín- um. Öll lærðum við systkinin að skrifa með fjaðrapenna. Landa- fræði Oddsens, sem faðir minn hafði til kenslu, var stór og þykk bók; en faðir minn dró út úr henni það nauðsynlegasta.' Heimilisiðnaður, biíningar, o. fl. Alt voru það piltar, sem komið var til pabba, aldrei stúlkur. Þær þyrftu þess ekki, nóg að þær kynnu að elda graut. Það var annars Viðkvæðið þetta: “að koma ull í fat og mjólk í mat” Sú stúlka þótti fær i flestan sjó, er þetta kunni. Þó var einstöku stúlkun komið til móður minnar, til að læra knipl-baldíringu. Varð hún að hafa til þess ýmislega litan silki- tvinna. Ekki fékst vír hjá föður mínum nema of grófur, og eg efast am, að hann hafi þá fengist i höfuð- borginni. Þ.á kendi hún og blómst- ursaum og flos og sauma, eða að búa til saumhnappa, og voru ýmist gyltir og svartir, eða gyltir og græn- ir; einnig svartir og hvítir, með 8 blaða rós. Það þótti fallegt í skraut- vesti, er oft v'oru úr svörtu atlaski eða rósóttu. Og enn þá kann eg, man eg, hvernig á að sauma þessa hnappa og gæti kent það, ef nokkur vildi. Piltum voru oft gefnir þessir hnappar í sumargjöf. Kvenmönnum voru oft gefnir baldíraðir borðar með silkitvinna, og stundum með þræði, sem spunninn var á snældu, allavega litur, og var afarfínn og linur. Einnig var í þá daga spunn- inn þráður úr v'el kembdu svörtu' togi; og aldrei var hafður silkitvinni í hnezlur eða hnappagöt, heldur tog- þráður, enda þótt klæðisföt væru- En hann leit líka út sem strengsilki, því svo jafn var hann og snöggur og hólalaus, væri hann rétt spunninn. Eitt sinn kom Bjarni amtmaður á Stapa í Grundarfjörð, og var þá Haflið( kaupmaður þar, móðurbróð- ir föður míns. Kona hans hét Kristín, sú hin sama og séra Jón Steingrímsson vildi eiga (sjá “Sögur frá Skaftáreldum”J. Þá gaf Kristín þessi Bjarna amtmanni þráðarlegg, sem hún hafði sjálf spunnið. Og þegar amtmaður kom heim, gaf hann konu sinni, frú Þórunni, legginn og sagðist hún hafa saumað með þeim }>ræði hnappagöt á klæðisföt amt manns. Miður þykir mér það sæma slíkri hefðarkonu, sem móðir mín sagði Kristínu vera, að láta hana drekka tvímenning með séra Jóni; }>vl eg ef- ast um, að hún hafi bragðað brenni- vín, og því síður borið. það á sér. Hefði móðir mín lifað, mundi henni hafa mislíkað þetta stórum; því hún var samtiða henni fyrsta veturinn, sem hún var gift föður minum, með- an hann bygði hús sitt, og hældi hún henni sem merkiskonu, er verið hefði sérlega góð manni sínum og eftirlát. Já, já, þá sný eg mér að }>ræðin- um aftur. Aldrei var undið á annað en -leggi, hvorki skóþráður né hör. Því hör var hafður í stað tvinna, nú á dögum, er fæst í hv'erri sölubúð. En þá fékst hör í búðunum, og var hann spunninn til þess að gera spari- skó, en hespaður og litaður svartur úr brúnspón og “viktríóli”, áður hellulitur kæmi. Var hann J>á hafð- ur ýmist eða þá sortulitur. Sortuliturinn var þannig: Tekin var sorta, er sumir kölluðu at; ]>að fæst i mýrum, en þó ekki öllum. Það er svartgræn leðja, svo þykk, að hún varla hnigur. Var þetta nú geymt í potti eða bala, og veitt upp úr mosi og önnur ónýt efni. Síðan var tekið sortulyng og látið liggja í köldu vatni, mig minnir einn sólarhring. Svo var það sett á eld með nægu vatni og soðið 2—3 tíma. Þá var atinu steypt út í pottinn, og átti nú, að mig minnír, að sjóða fjóra tíma. Þá var vaðmálið látið niður í. og soðið enn 3 tíma. Litur þessi var aldrei viðhafður hjá foreldrum mínum, það eg man, nema tvisvar sinnum. Og eg man, að mamma sagði, að þetta væri ekki tilvinnandi verk, hvorki vegna eldi- viðar né tímaspillis, að verða að standa þarna allan daginn, til að hræra í. Eg man, að hún gerði það úti, og v'ar vaðmálið kolsvart. En það hélt ekki lit; því þegar klæðnað- ur úr }>essu vaðmáli fór að snjást, varð hann mórauður. Og eg man eftir fatadyngjum, sem karlar og konur voru að koma með til mömmu I tíl þess að drekkja því í eftirlit, en hún litaði úr brúnspónslit. Það var að biðja að drekkja þessum buxum, }>essum silkiklút, þessu vesti. — Almenningur eignaðist alls ekki ])ennan lit fyrst framan af. Hann þótti of dýr. Og svo þessi sífelda hugsun, sem líka réði mestu um, að nota a‘lt af jörðinni, sem unt væri; að Iita gult úr sóley og heimilisnjóla fheimuluj, og ögn af álúnsdufti sam- an við; grœnan lit með því, að dýfa gulu ullinni ofan í indigólit; rautt með því, að sjóða dúkinn, ullina, eða hvað það nú v'ar, í fjallagrösúm, láta það síðan liggja í kúaþvagi viku eða meir, og varð það þá rautt. Auðvitað varð sú rauða ekki fögur, en fullgóð þótti hún þá í svuntudúka og ýmislegt annað. Einu sinni óf eg gólfábreiðu, sem í voru tómir íslenzkir litir; og mosa- tft.aðar randir voru líka í henni, og einnig svartar. Sendi eg það suður í Rvík og lét vefa í hegningarhúsinu. Það eru nú ækki meira en 28 ár síð- an. Gólfábreiða þessi þótti falleg, þótt ekki gæti maður sagt, að lit- irnir væru fagrir. Litunarmosi sá, sem brúnt er litað úr, fæst ekki alstaðar. Hv'ergi fæst hann mér vitanlega í Eyrarsveit; nema í kringum Grundarrétt er nóg af honum.; hann tók eg og litaði úr honum, og varð fallega brúnt. Já, togið í þennan saumþráð, er eg áður gat um, var ekki kembt í vanalegum kömbum, heldur í járn- kömbum, sem eru þannig tilbúnir, að járnteinar, 4 þuml. langir, eru festir eða kveiktir á flata járnþynnu, og sett skaft á. Þá er toginu vöðlað saman í annan kambinn (8 tennur í hverjum kambij, og hinn kamburinn tekinn, og rifið í hann togið úr hin- um, og svo koll af kolli, unz seigt er orðið í því og engir hnökrar. Þá var byrjað að lyppa ofan í lyppulár- inn, og svo fín eða mjó átti lyppan að v'era, að lítið þyrfti að teygja hana, er spunnið var, — nema saum- þráðinn, hann varð að teygja vel og jafnt, enda var hann svo jafn, sem i vél væri spunninn. Alt var þetta spunnið á snældu, en ekki á rokk. Hvernig er hún? mun unga fólkð spyrja, og skal því ögn frá því skýrt. Tekin er spýta, 2^4 kvartil á lengd, tálguð eða rend síVöl neðst, og það kallað snœlduhali. Síðan er tekinn látúnsvír, beygður á krókur og rekinn ofan í di^rari endann. Svo kemur snúðurinn, þykkur um miðj- una, en randirnar þunnar. Gat er á miðjum snúð, og þar er digrari enda snælduhalans stungið inn í. Ofurlít- ið af toginu eða ullinni er nú fest í þennan krók, sem heitir hnokki. Svo 'er farið að snúa snældunni, þannig, að snælduhalinn er lagður á hægra hnéð, og halanum snúið með hægri handar lófanum, honum því næst slept, og snýst hann þá áfram. Þá er farið að mylkja, sem kallað er, þ. e. að teygja úr lopanum, snældunni aftur snúið i hrinu, og svo áfrm. Á þennan hátt spunnu konur t fornöld langa vefi, Sem sjá má i sögunt forfeðra vorra, er gáfu kon- ungum langskips-segl, er öll voru ofin í islenzka vefstólnum gamla. En engin kona gat ofið eina alin á dag, og var hún þá búin að ganga þingmannaleið. Þetta sagði föðuramma mín mér, er dó 1860, og var þá níræð, nfl., að sá, sent óf, varð altaf að v'era á ferð- inni, ganga hringinn í kringum vef- staðinn allan daginn, og sagði amma það álitið vera þingmannaleið, er gengið væri, enda þótt vegurinn væri að eins kringum vefstólinn, vor- langan daginn. Sýnishorn af þess- um vefstól, á að vera á Fommenja- safninu, þvi árið 1873—74 gaf eg Jóni sál. Árnasyni hann, smíðaðan eftir tilsögn móður minnar, er þá var um sjötugt, og hafði séð og lært að v'efa í honum 15 vetra gömul, en síðan aldrei litið hann nema á mynd. En niinnug var hún engu síður en eg. Hún dó 1882. Á hverjum ^bæ varð að hafa smiðju, þvi þá var siður að dengja þar ljáina á hverjum degi. Og hverri smiðju var stokkur, nór, tveggja álna langur, fullur af vatni, sem ljáirnir voru hertir í og annað járn. Var járnið gert glóandi og niður brytt með silki. Og var svo í slík- um blöðrum haft allskonar smá- skraut. Stórgripablöðrur voru oft hafðar undir reyktóbak. Ein trúin var sú, ef eitthvað gekk að skepnum, þá skyldi taka sokka- band sitt og ríða á sigurhnút yfir bakinu á skepnunni, eða sigurlykkju. Hvorttveggja þetta kann eg enn, en enga trú hefi eg á því, og heldur ekki höfðu foreldrar mínir það. Allar reimar, er fallegar áttu að v'era og sterkar, t.d. upphlutsreimar<* voru krílaðar. En nú er hlaupið sem fætur toga í búðirnar og búðarsvein- ar kófsveittir við að leita að ýmis- legum reimum, sem þær eru að krunka ýfir, þessar hálfmentuðu meyjar, eða vart það. Glingur þetta sem þær sækja svo rnjög eftir og borga hve dýrt sem et, gætu þær sjálfar búið til með lítilli fyrirhöfn. Því það má hafa þessar reimar alla- vega litar og svo breiðar sem vill. Þá verður að kríla á 9, nfl. þættirnir v'erða þá 18. Má gera þetta ýmist úr bandi, silkitvinna eða baðmullar- garni. Nokkuð öðruvísi er farið að, að stíma. Þá eru hafðir tveir litir. Þetta kann eg hvorttveggja enn, því æfingin var nóg í æsku. Það var auðvitað ekki siður þá, að ganga með leggingar á eldhús- svuntunum. En vel hefði það mátt sæma. Heldur ekki v'oru barna- svuntur né kjólar lagðir með þess- háttar óþarfa, held eg gömlu kon- urnar hefðu sagt. Þá voru að eins samfellur lagðar með símuðum reimum, úr grænum silkitvinna, eða snöggum þræði, rauðum eða græn- um, og lagt með ýmsum rósum, nfl. saumað niður á pilsið. Og líka voru gömlu kragarnir lagðir með svona snúrum. En þær voru íslenzkar, og því er nú orðin skömm að þeim og engin prýði. Það er margreynt, ef látið er eitthvað heimaunnið í sölu- búðir, og þær, þessar nýtízku-meyj- ar, halda, að það sé íslenjikt, þá snerta þær ekki á því — nema því að eins, að þeim sé sagt, að það hafi komið með þessu eða þessu skipi, og sé úr dönsku, ensku eða þýzku garni, og afar laust prjónað eða “heklað”, sem allra ónýtast; að það geti hald- ið í mánuð, er alveg nóg. Það er nú reyndar engin von, að þær vilji bera utan á sér neina flík úr íslenzkri ull, því óhætt er að fullyrða, að fá- ar sveitastúlkur geta verið þektar fyrir að klæðast í aðrar prjónaskyrt- ur inst klæða, en þessar silunganets- skyrtur, sem fult er af í sölubúðun- um, flegnar ofan á axlir og erma- lausar. En konur, sem hafa meiri menningu, en að vera hálfmentaðar, klæðast flestar islenzikum ullar- skyrtum, án þess að bera kinnroða fyrir. j Þessar áður nefndu snúrur, ýmist voru stímaðar eða krílaðar, voru hafðar til að leggja með krag- ann á faldbúningnum gamla, sem var kræktur með einum krók að framan. Flauel var i kraganum, og stóð hann út i loftið, því pappi eða eitthvað stint var inttan í. Svona var það haft við gamla skautbúning- inn. Það skraut var hátt, og lítill laglegur krókur efst uppi, en 3—4 spaðar út úr honum neðst- Var nú byrjað að skauta eða falda, með því meira en ag næja þessa spaða (úr lérefti voru þeirj ofan í hárið; síðan var það fháriðj greitt upp undir faldinn vel og vandlega, svo að ekki sæist hár niður undan. Þá var tekið mjalla- hvítt traf og því vafið snyrtilega um höfuðið, en þó svo haganlega, að sýlingar skyldu myndast á enninu, og Var það mestur vándinn. Þetta kölluðu þær blesa. Að hafa blesa var fallegra, en að viðhafa skýlu. Þá var tekinn dökkleitur silkiklútur og brotinn saman nokkuð og lagður yfir skýluna, og var alt nælt með stórum títuprjónum, er geymdir voru í prjónakoddanum, sem var útsaum- aður og bryddur utan með silki- pjötlu. Man eg, að amma sáluga, Ingibjörg móðir föður míns, hafði ætíð skýlu. Eitt sinn spurði eg hana hví hún hefði þessa skýlu, sem feldi blesann (eg var þá barnj. Þá sagði gamla konan: “Eg er ekkja, mér 1 ber að hafa hana, því svo eiga ekkj- ur að búa sig.” Eg minti hana á ekkju eina þar í sveitinni, sem ekki hefði skýlu. Þá segir amma: “Hún ætlar sér líklega, Anna mín, að vera breiðum, svörtum eða rauðrósóttum borðum. Þrír voru þeir hafðir á hverri samfellu, eða þær voru lagðar með snúrum, ýmislega litum, er voru krílaðar áður. Þetta kríl var gert þannig, að rakið^er band á alla fing- urna, þannig, að Iykkja er á hverjum fingri, og heldur annar maður á; en einn fingur verður að vera laus, og því er ekki hægt að kríla nema á 9 lykkjum. • Niðurlag næst. Ferðapistlar. Eftir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. (Frh.) Eins og minst var á síðast, er það ein aðal þrautin i öllum sveitum, að halda unga fólkinu þar kyrru og á- nægðu. Það er svo margt, er dreg- ur það inn í bæina, að erfitt er að vinna á móti því afli. Gestur sál. Pálsson talar um það í fyrirlestri sínum “Reykjavíkurlífið”, hversu voldugt og hættulegt þetta afl sé heima á Islandi. Enda má svo segja, að þar séu sumstaðar stórauðnir í sveitum fyrir þá sök. Sést aðdrátt- arafl bæjanna glöggast, þegar þess er gætt, að í einum bænum, Reykja- vík, er nálega sjötti hv'er maður allra landsbúa. Og sömu söguna má segja alstaðar. Stórbæjasókn og sveita- fælni er regluleg landplága. Hún nagar rótina undan sveitabúskapn- um og þar með undan þjóðarbú- skapnum- Og hún eyðileggur bæj- arlífið líka, þegar vel er að gætt. í sveitunum rænir hún vinnukraftin- um, en í bæjunum má svo segja, að hver éti annan í öllum verkum. Helmingur þeirra verka, sem þarf að vinna úti á landi, eír annað hvort óunninn eða ekki nema hálfunninn, og helmingur allra verkamanna bæjunum er vinnulaus helminginn af tímanum. Sveitabúskapurinn borgar sig ekki fyrir þá sök, að bændur fá ekki vinnufólk nema fyrir upp sprengt og ósanngjarnt kaup, en auður hrúgast saman í fárra manna höndum í bæjum sökum þess, að fleiri sækja um vinnu en fengið geta og ganga því að allskonar afarkost- um, að því er kaup snertir. Þetta er miklu alvarlegra efni og yfirgrips meira en ihugað er í fljótu bragði. En það er ekki til neins að skamma unga fólkið fyrir bæjarsóknina án þess að finna aðdráttarafl í sveitinni sem haldi því með huga og sál. Aðal orsökin fyrir óyndi þess sveitinni er misskilningur. Gamla fólkið misskilur unga fólkið og það unga misskilur það ^gamla. Æskan og ellin fara hvor sína leið, og hafa of lítið saman að sælda, og kenna svo hvor annari um misskilninginn. því svo skjótlega brugðið mður i þaS ekki lengi, en eg ætla að vera vatnið. Á þessu svokallaða herzlu- vatni var höfð mikil trú. Ekki mátti hella því úr stokknum, heldur jafnan bæta við það, eftir því sem það eyddist. Vatn þetta átti að lækna dofa, ef limur var þveginn upp úr því. Og það gerði það líka, sögðu gömlu konurnar. Alt var þá notað, sem hægt var að nota sér. Það var hvorki þotið suður í Reykjavík, Stykkishólm né Búðardal til læknis, heldur reynt alt heima fyrir, er hönd varð á fest. Við kaun var t.d. lögð undasúra, er sumir kalla hundasúru, fífa og sauðasmjör. En ef ekki dugði, þá var fenginn plástur. Þá nýtni þekkir enginn nú á dög- um, að hirða blöðrur og líknarbelgi. Hvorttveggja var þvegið vandlega, og siðan blásið upp og hert. Og þegar búið var að herða t.d. blöðr- una, var hún elt sv'o vel, að hún var eins hvít og álúnsskinn. Þá var klipt op á liana hæfilega vítt, og það ekkja, meðan eg lifi-” Treyjan v'ar lögð líkt og nú gerist, nema það var legging á miðju bak- inu líka. Borðar voru bæði á erm- um og börmum, ýmist vírborðar, baldíraðir borðar, eða kniplaðir úr gyltum eða hvitum vír. • Það er rangt sagt að framan hjá mér um blesann, því nú man eg, að hann v'ar látinn myndast með þessum dökka silkiklút, er seinast var látinn á höfuðið. En amma lét ekki blesann myndast, heldur hafði klútinn beinan yfir mitt ennið. Ermahnappar voru hafðir í treyj- um af hinum. efnaðri. og. skraut- gjörnu. Þeir voru ýmist 6 eða 9, og náðu upp undir olnboga. Lauf var niður úr hv'erjum hnappi, er hringl- aði i við hreyfingu. Samfellan (pils- iðj var oftast úr dökkbláu klæði, en stundum úr damaski, með sama Iit eða þá grænu, lögð að neðan með er Það er þar eins og í kvæðinu hans | Einars Hjörleifssonar “Vinirnir.” Annan dreymdi þar um himinhá fjöll en hinn um græna völlu og skóga, og þessir ólíku draumar urðu þeim að ósætti. Það er eðli æskunnar, að þroskast og njóta, stækka og læra; leita alls þess, er fullnægt geti ó- sljófguðum tilfinningum og þrám- Hún er alt af á ferð og flugi; það er eðli heilbrigðrar æsku og verður aldrei við hana skilið. Ellin er aftur á móti kyrlát og værukær. Hún er eins og hverfandi glóðir á arni, þar sem eldsneytið er að mestu útbrunn- ið. Hún skilur ekki nógu vel þann lífseld, sem logar í æskumannssál- inni. Eitt aðal einkenni ellinnar er það, að minnið sljófgast; og það sem menn virðast gleyma fyrst er það, að þeir hafi nokkurn tíma verið börn sjálfir; hjá engum kemur það greinilegar í Ijós, en hjá kennurum. Enginn getur verið góður kennari án þess að setja sjálfan sig í spor ung- lingsins, sem er að læra. Það er eins með uppeldi og kenslu unglinganna. En er það þá mögulegt, að eyða þessum misskilningi? Er nokkurt efni til, sem bygð verði úr brú yfir það haf, sem aðskilur ellina og æsk- una? Við skulum fyrst lita á heim- ilin hið ytra, þvi það, sem auganu mætir hið ytra, hefir talsverð áhrif. Sveitabóndinn hefir oft mörgum störfum að gegna og lítinn tíma af- gangs; en eg held, að mér sé óhætt að fulyrða, að ef ungur bóndi tæki sér þá stefnu að verja stuttri stund á hverjum degi að sumrinu til þess að prýða búgarð sinn og héldi þeirri reglu til elliára, t.d. í 10—30 ár, og aðrir bændur i sveitinni fylgdu dæmi hans, þá væri gátan að miklu leyti ráðin. Eftir 15—20 ár sæist ávöxt- ur þessarar stuttu stundar á þann hátt, að fögur og regluleg skógar- belti skýldu húsum og áhöldum. Ef partur af landinu i kringum íbúðar- húsið—nokkrar ekrur að stærð— væri plægður og unninn þannig að gerður v'æri virkilegur skemtigarður mieð eins breytilegu jnáttúruskrauti og hægt væri eftir efnum og tíma, landslagi og veðráttu, þá yrði heim- ilið hið ytra endurfætt og gjörbreytt- Við höfum flest séð það í skemti- görðum í bæjum, hversu mannshönd- in hefir gengið í fóstbræðralag við náttúruna í því að framleiða blóm- skraut. F.g minnist þess, að eg sá í Edinborg á Skotlandi fegursta blóm- skrúðið, sem eg hefi nokkru sinni litið. Það var kjukka afarstór, ekki minna en ekra að flatarmáli, gerð úr eintómum blómum. Tölustafim- Albert Gough Supply Co. Wall Street and Kildonan West ALSKONAR BYGGINGAEFNI Talsimar: Sher. 3089 og: St. Jonn 2904 Kirkjuþingið 24-29. Júní. (Áætluð dagskrá.) Fimtudagur, 24. Júní : 1. Þingsetning (guðsþjónusta og altarisganga) kl. 11 f. h. 2. Starfsfundur (ársskýrslur — kosning embættis- manna) kl. 3. e.h. 3. Fyrirlestur (séra Hjörtur J. Leó) kl. 8 e.h. Föstudagur, 25. Júní : 1. Starfsfundur, kl. 9. f. h. 2. Starfsfundur, kl. 2 e. h. 3. ’ Konsert (söngflokkur Fyrsta lút. safnaðar), kl. 8 e. h. Laugardagur, 26. Júní: 1. Starfsfundur, ld. 9 f. h. 2. Sarfsfundur, kl. 2 e. h. 3. Fyrirlestur (séra N. Steingr. Thorláksson), kl. 8 e. h. Sunnudagur, 27. Júní: 1. Guðsþjónusta (séra Guttormur Guttormsson), kl. 11 f. h. 2. Sunnudagsskóla-fundur (öllum sd.sk. kennurum sérstaklega hoðið), kl. 3 e. h. 3. Ungmenna-guðsþjónusta (séra Carl J. Ólson og séra Friðrik Friðrilísson), kl. 7 e. h. Mánudagur, 28. Júní: 1. Starfsfundur, kl. 9 f. h. 2. Starfsfundur, kl. 1J4 e. h. 3. Bandalagsfundur, kl. 3 e. h. 4. Trúmálafundur (efni: Kirkjulegar méinsemdir; málshefjandi: séra Har. Sigmar), kl. 8 e. li. Þriðjudagur, 29. Júnf: 1. Starfsfundur, kl. 9 f. h. 2. Starfsfundur, kl. 2 e. h. 3. Þingslit, kl. 5 e. h. 4i Heimboð til Fvrsta lút, safnaðar, ld. 6 e. li. Björn B. Jónsson, forseti k.fél. ir, vísirnir og. rósir á skífunni, alt búið til úf mismunandi blómum. í einum garðinum í New York var blómmynd af Abraham Lincoln í miklu meira en fullri stærð. Auk þess er algengt að skreyta skemti- garða með blómklukkum, blómhjört- um, blómakkerum, auk allskonar blómaleturs. Alt þetta er miklu hægra að gera úti á landi, en í bæj- um. Þar er svo að segja takmarka- laust landrými til þess og því hægt að hafa það í stærra stíl. Hugsum okkur heimili, þar sem plöntuð væri með blómum bezti keyrsluhesturinn J og bezta mjólkurkýrin, hundurinn, kötturinn og nokrir fuglar og nöfnin þess alls í stóru bláu letri, og svo til dæmis í einu horni blómreitsins klukka, í öðru hjarta, því þriðja akkeri og þv'í fjórða brauð. Þessu mætti breyta árlega, eftir því sem mönnum dytti í hug. Ef hvert heim- ili í sveitinni keptist yið að hafa þess konar blett sem fegurstan og breyti- legastan; alt af eitthvað nýtt á) hverju vori, þá yki það samkepni, | sem leiddi gott af sér. Ef vetrinum væri varið til þess að hugsa um það að reyna að hafa blómmyndirnar sem tilkomumestar, þá fengi unga fólkið nokkuð til þess að halda hug- anum við. Það teiknaði á blað að vetrinum og klipti út snið af því sem það ætlaði að planta. Það hugsaði sér setningar og orð til þess að planta með blómum í þessa skraut- bletti- Ef einhv'er bóndi tæki sér þetta fyrir hendur, mundu fleiri á eftir fara, og reynslan mundi sýna, að það héldi þugum unga fólksins frá bæjarsýkinni. En þetta er að eins eitt atriðið til þess að halda fólkinu heima í sveitinni, gera heimilin vist- legri; á fleiri atriði verður minst síðar. Ekki er til neins oð hafa þá mótbáru, að menn kunni ekki til með þesskonar blómplantanir, því ó- dýr blöð og tímarit eru gefin út svo tugum skiftir, sem kenna það ná- kvæmlega. JFrh.J Fremstur í flokki. 23 W. Wabasha St., Duluth Minn. 4 júní 1915. Heiðraði ritstjóri T,ögbergs! Af því að eg veit með vissu að blað yðar vjll halda uppi heiðri Islendinga, hvar í veröld sem þeir eru, þá sendi eg yður útklippu úr stærsta blaðinu hér í borginni “The Herald”, sem kom út ann- an júní síðlastl., svo hljóðandi; “Á leikvelli i Minneapolis, þar- sem skólasveinar reyndu með sér 29. mai, vann Skúli Hrútfjörð svo fræga sigra, að öllum skólasvein- um hér þykir vænt um, og frá öll- um áttum streyndu til hans lukku óskir fyrir hans ágætu framgöngu. Hann vann tvö hæstu verðlaun, silfurbikar og ein næst þeim hæstu, silfurmedaliu, í þeim þrem raunuro, sem hann tók þátt í, en þau voru 220 yards hlaup, lang- stökk og 100 yards hlaup. | því síðastnefnda hefði Skuli án alls vafa náð hæstu verðlaunum, ef honum hefði tekist eins vel í þetta sinn einsog oft áður í Duluth. Svo fór að Skúli og annar skóla- piltur náði jafnháu stigi í íþrótt- um yfir alt ríkið, 13 points hvor. Skúli flutti heim hingað með sér tvo fagra bikara af silfri og eina medaliu.” Drengur þessi er fæddur hér í Duluth en faðir hans lifir 'í Canada; hann gengur hér á Mið- háskólann og að afloknu prófi þetta sumar á hann eftir eitt ár. Skúli vanrækir ekki sitt bóklega nám og getur þess vegna sint íþrótta hæfileikum sínum sem bezt. Með virðingu Sifffús Magm'isson. Bréf úr Bandaríkjum. Herra ritstjóri Lögbergs! í tilefni af hinni svæsnu og ósann- gjörnu ádeilugrein á Woodrow Wil- son, forseta Bandaríkjanna, er blað yðar, dags. 20. Maí, flutti, langar mig til að biðja yður að þýða á ís- lenzku og birta í blaði yðar þá ræðu hans, sem eg sendi hér með. Það er ekki óhugsandi, að ein- hver af lesendum blaðs yðar, sem ekki er læs á enska tungu eða af öðr- um ástæðum þekkir lítið eða ekkert til Woodrow Wilsons, kunni út af á- minstri ádeilugrein að fá rangt álit á því göfuga mikilmenni, er nú skipar forsetasess vors kæra og volduga lýðveldis. Þó Mr. Wilson ætlaðist ekki til, að meðfylgjandi ræða væri beint svar við áðurnefndri grein, þá er hún þó óbeinlínis mótmæli gegn henni og sannar, að ákærur þær, sem á hann eru bornar í henni, eru ó- sannar. Mér finst því öll sanngirni mæla tneð því, að þér v'erðið við þeirri bón minni að þýða þessa ræðu og birta hana í blaði yðar. Ræðan er og líka vel þess virði sjálf, því hún flytur göfugar og nytsamar hugsjón- ir í fögrum búningi. Kolbeinn Sæmundsson. Point Roberts, Wash., 30. Maí 1915- DANARFREGN. Þ.ann 20. Apríl síðastl. urðum við hjón fyrir þeirri sorg að missa dótt- ur okkar, Rósbjörgu, 7 ára gamla, úr lífhimnubólgu, mjög efnilega stúlku, og var hún jarðsungin 22. Apríl af séra Jóni Jónssyni frá Lundar, suður í enska bygðar-grafreitnum við hlið afa síns og ömmu, Sigfúsar heitins og Ólafar. — Blessuð sé minning hennar, sem geymd er í elskandi hjörtum foreldra, systkina og ömmu. Mary Hill P.O., 2. Júní 1915. Sigurður Sigurðsson, Sigrtður Sigurðsson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.