Lögberg


Lögberg - 01.07.1915, Qupperneq 6

Lögberg - 01.07.1915, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚLl 1915 Á vœngjum morgunroðans. Eftir LOUIS TRACY. Jenks stóö í sömu sporunum og togaSi nú í taug- sér. ina. Riffilskot rei& af skamt í burtu. Harin sá glampann af skotinu á milli trjánna. Rétt í sama bili gaus upp skær blossi hjá bergsnösinni andspænis og lýsti upp slakkann sení leiftur hafSi birst frá himni. Þegar bjarmann sló á bergib var Iris a5 hverfa inn fyrir pallbrúnina og Jenks og ræningjarn ir sáust greinilega. Um leið og ljósið skein varö svo stórkostleg sprenging, að loft og jörg titruðu; grjó-t skriða hrundi úr klettabeltinu og steinflísar og blý steyptust yfir sléttuna eins og skæðadrífa og drap, særði og lemstraði alt sem lífsanda dró í grendinni, brosandi. “Hefirðu náð andanum svo aö þú getir sagt mér hvers vegna þú komst ofan?” “Eg varð frá mér numin af hræðslu þegar eg sá að þú varst farin. Eg hélt að þú hefðir særst og fallið niður af pallinum. Hvað gat eg annað gert en að fylgja þér, annaðhvort til að hjálpa, þér, eða, ef það var mér um megn, þá—” Hann tók hönd hennar og þrýsti henni að vörum “Fyrirgefðu mér,” sagði hann. “Þessi skýring nægir. Eg fór heimskulega að ráði mínu. Eg hefði auðvitað átt að gera þér aðvart. En, élsku Iris, mesta hættan var afstaðin fyrir viku.” ■ “Hvemig má það vera?” “Eg sagði þér að steirtninn hefði egið á hvellhett- unni. Þú veist hve vandfarið er með þær, ef þær eiga ekki að springa. Eg var lánsmaður að bíða ekki bana þegar eg var að koma steininum fyrir. Eg þóttist vel hafa gert, að komast þaðan heill á húfi. Ef steinninn hefði lent of hart á einhvern nvellhett- Fuglarnir. sem fyrir löngu voru gengnir til náða, flugu upp með gargi og góli og ræningjamir ráku upp skerandi hljóð af örvænting og ótta. Þegar sjómaðurinn kom upp á brúnina fann hann Iris liggjandi þar, dauða eða meðvitundarlausa. Hon- tun varð svo mikið um þetta, að hann fann að hann fölnaði í andliti. Hann dró upp stigann og lagðist svol á hné við hlið stúlkunnar. Hann tók hana í fang sér. Það var svarta myrk- ur. Hann gat hvorki séð augu hennar né varir. Það leit helzt út fyrir að hún hefði fallð i yfirlið, því andardrátturinn var óreglulegur. En hann hafði ekki svo mikið sem vatn og því síður gat hann beitt öðr- um ráðum er oft koma að góðu liði þegar líkt stend- ur á. Hann varð að láta það nægja, að halla 'henni að brjósti sér og bíða. Og meðan hann beið flaug hugurinn um óraveg ókomna tímans og hann spurði sjálfan sig hve mikið hann mundi eiga fyrir höndum að þola og missa áður en hin langþráða lausnarstund rynni upp. Að lítilli stundu liðinni leið djúpt andvarp upp frá vörum hennar. Lífsmagn færðist um limi hennar og hún titraði. “Guði sé lof-” sagði hann og hneigði 'höfuðið. Þótt sólin hefði verið í hádegisstað, hefði hann ekki séð hana, því augu hans voru móðu hulin. “Robert!” hvíslaði hún. “Já, góða.” “Ertu heill á 'húfi?” “Já, elsku Iris. En hugsaðu ekki um mig. Hugs- aðu um sjálfa þig. Hvað vildi þér til?” “Það leið yfir mig—held eg. Eg saknaði þín, Það var eins og þvi væri hvíslað að mér, að þú værir farinn. Eg fór til að hjálpa þér og deyja með þér, ef til þess kæmi. Svo kom hávaðinn! Og leiftrin! Hvað gerðirðu?” Hann svaraði spurningunni með eldheitum kossi. Svo bar hann hana þangað sem vistaforði þeirra var og þreifaði fyrir sér þangað til hann fann brennivíns flösku. Hún bragðaði á drykknum og hrestist svo við hann, að hún gat hlustað á sögu Jenks, eftir að hann hafði dregið upp stigann. Hann hafði fest hlaðna byssu í hátt tré og miðað henni á lausan stein í hamrabeltinu fyrir ofan kletta- snösina sem ræningjarnir höfðu valið sér að vígi og gerðu áhlaupin frá. Undir steininn hafði hann látið hrúgu af hvellhettum er hann hafði dregið úr skot- .stiklum. Þá hafði hann Ixirað tuttugu og fjögra þumlunga djúpa holu inn í bergið, fylt hana með púðri og stráð púðri á leiðina milli holuopsins og steinsins. Þegar byssukúlan lenti á steininum, gat ekki hjá því farið að nokkrar af hvellhettunum spryngju og kveiktu í púðrinu í holunni. En af byssunni hleypti hann með þvi móti að kippa í streng- inn, er var festur við gikkinn, en að öðru leyti falinn við rætur trésins. Þegar kviknaði í púðrinu og berg- ið sprakk, rigndi smásteinum vfir snösina eins og skæðaflrifa félli og hrakti ræningjana i burtu og varð mörgum þeirra að bana. Og sennilegt var, að þeir sem af komust, vcguðu ekki í bráð að koma á þennan óttalega stað. Iris hlustaði þegjandi á sögu hans, en var þó að hugsa um alt annað. Hún var að hugsa um það, að Robert hafði skilið hana eftir og gert þetta án þess að láta hana vita fyrirætluri sína.. Hún fyrirgaf honum það vegna þess að hún vissi að honum gelck gott eitt til, en hann mátti aldréi, aldrei framar gera annað eins og þetta. Hún gat ekki þolað það. Iris var þungt í skapi og virtist hrygg í huga. Hann hafði þvi góða ástæðu til að gæla við hana. Hann þrýsti henni svo fast að brjósti sér, að hún i hætti að snökta, reyndi að losa um sig og sagði bros- andi: “RoJært, mér er ekki svo létt um andardráttinn — eftir alt þetta — sem á hefir gengið. Góði — lofaðu mér að — draga andann!” XIV. KAPITULL “fregar neyðin er strerst er hjálpin næst”. “Þú ert ósanngjöm stúlka, Iris.,” sagði Jenks unni — ja, þú veist hvernig farið hefði.” Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDIAÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI “Má eg spyrja þig hve mörg önnur heimskupör þú gerðir, án þess eg vissi um það?” “Eitt annað og það var miklu stærra. Eg fékk ást á þér.” “Bull!” sagði hún stuttlega. “Þú þurftir ekki að segja rriér það; eg vissi það fyrir löngu. Jig vissi það áður en þú vildir kannast við það fyrir sjáifum þér.” “Vildirðu gera svo vel að nefna stund og stað?” “Til þess að byrja á upphafinu, þá get eg bent þér á það, að þér leist sæmilega vel á mig þegar við vor- um bæðii á Sirdar. Er það ekki rétt?” Þannig töluðu þau um hluti, sem engan varðaði nema þau ein. En þau umræðuefni sem fáa skiftir, em oft ekki óskemtilegri en hin er almenning varðar. Tíminn leið óðfluga þangað til máninn reis úr sæ og skugga af hæðinni bar á hvítan fjörusandinn. Skugginn styttist og færðist stöðugt nær berginu.' Jenks var vanur að taka eftir afstöðu stjarnanna; hann sagði Iris, að nú væri komið fast að miðnSetti. Þau lögðust niður á pallinn og hlustuðu og störðu niður á sléttuna til að gæta að, hvort þau sæju nokk- ur merki mannlegra hreyfinga eða athafna. En Regnbogaeyja var þögul sem gröfin. Þeir sem særst höfðu, höfðu verið fluttir í burtu, en hinir dauðu lágu þar sem þeir höfðu fallið. Hafið raulaði vöggulag við sandrifin og golan suðaði við laufblöð skógarins. “Þeir hafa kannske farið!” sagði Iris 'lágt. Sjómaðurinn vafði handleggnum um háls hennar og lagði fingurna á varimar á henni. Hann 'hafði nóg til að afsaka með það athæfi sitt, en honum var ant um að nú væriþögult. Ef Múhameðstrúarmað- urinn stóð við loforð sitt, mátti búast við honum á hverri stundu. En óvæntur gestur rauf þögnina. Gamli kunn- ingi þeirra, bjallan, fór suðandi yfir sléttuna. Iris dauðlangaði til að minna Jenks á stundina, þegar þau fyrst) rákust á þetta háværa dýr; en þau rrtáttu ekki láta á sér bæra, svo mikið sem við lá; vatn urðu þau að fá. Þá heyrðu þau hljóð eins og höggormur hvæsti. Sá sem éinu sinni hefir heyrt þáð, gleymir því al- drei. Það er engu öðru hljóði líkt. Iris skeytti þvi engu. Jenks vissi að höggormar vom ekki á eynni. Hann skreið fram á pallbrúnina, hvæsti og tókst furðu vel að likja eftir hljóðinu. Indverjinn stóð fyrir neðan. Minna hafði borið á hreyfingum hans vegna hávaða skordýrsins. “Sahib!” Iris kiptist við er hún heyrði 'hið óvænta kall. “Já”, sagði Jenks hljóðlega. “Band, sahib.” Sjómaðurinn lét band síga niður. Eitthvað var fest við endann er hann kom niður. Það var ber- sýnilegt að Indverjinn var ekki hræddur um að til sín sæist. “Taktu í, sahib”. “Venjulega er það ‘sahibinn', sem gefur þessar skipanir, en alt fer eftir ástæðum,” sagði Jenks. Bagginn var þungur í drætti — geitarskinn fult af köldu vatni. Hann helti víninu niður úr tinbollan- um og fylti hann með vatni. Þegar hann var að rétta Iris bollann, datt honum í hug að hér kynnu að vera brögð í tafli. “Lofaðu mér að smakka fyrst á því,” sagði hann. Hann hélt að skeð gæti, að Indverjinn væri að svíkja þau á vald ræningjanna. Margt ólíklegra hafði skeð. Var ekki hugsanlegt að vatnið væri eitri blandað eða svefnlyfjum? Hann drap tungu í vatnið. Það var bragðslæmt og ólystugt því það hafði verið þvj nær tvo daga 1 belgnum. En ekkert fann hann gmnsamt við það. Það glaðnaði yfir honum og hann rétti Iris bollann; en ekki gat hann að sér gert að brosa, er hún( þreif bollann og tæmdi hann í 'einum teig. Þá bar ekki mikið á tepruskapnum sem kvenfólk er að jafnaði sakað um. “Drektu nú sjálfur og gefðu mér svo meira,” sagði hún. “Þú færð ekki meira í bili.” “Hvers vegna ekki strax?” I “Vertu róleg, góða. Þú skalt fá eins mikið af I vatni og þú vilt eftir dálitla stund. En þú verður | veik, ef þú drekkur meira i senn.” mannsins. Hún minti hann að eins á það, að sleppa ekki stiganum; sjálf ætlaði hún að liggja upp á pall- inum og hlusta. Sjómaðurinn hafði marghleypu með sér og járnkarl í hendinni. Því næst læddist hann hljóðlega niður. Þegar Jenks kom niður í stigann, lagði Indverjinn hendina á ennið i kveðju skyni, að Austurlanda sið; hann var vopnlaus. Veslings mann- inum virtist mjög ant um að verða þeim Iris að ein- hverju liði. “Hvað heitirðu?” spurði sjómaðurinn. “Mirí Jan, sahib, fyrverandi naih” (=undirfor- ingi). “Hve nær yfirgafstu herdeild þina?” “Fyrir tveimur árum, sahib. Eg drap —” “Hvað hét ofurstinn sem þú stóðst undir?” “Kurnal Spence, hetja hin mesta, en engmn riddari.” Jenks mundi vel eftir Spence ofursta; hann var lágur vexti og feitlaginn, en valt af hestinum ef hann leit til hægri eða vinstri. Mir Jan sagði satt. “Þú segir satt, Mir Jan. En hvað hefst Taung S’Ali að ?” “Hann blótar og formælir og þylur buslubænir. Menn hans eru mjög óttaslegnir. Hann vildi láta þá reyna aftur að skjóta' eiturörvum; en þeir þver-neit- uðu því. Hann gat ekki gert það hjálparlaust, því hann er ekki enn gróinn sára sinna og getur ekki hreyft hægri hendina; auk þess særðist hann þegar bergið sprakk. Þú varst líka rétt búinn að gera út af við mig. En það var, svei mér, laglega af sér vikið.” “Ætla þeir þá að fara og láta svo búið standa?” “Nei, sahib. Hundarnir hafa verið svo illa leikn- ir, að þeir heimta hefnd. Þeir segja að gagnslaust sé að skjóta á ykkur, en þeir hafa strengt þess 'heit, að ganga af ykkur báðum dauðurn, eða hafa stúlk- una á braut með sér. ef hún kemst lífs af úr áhlaup- ínuv | Iris beið á meðan hann drakk. “Hvers vegna —” tók hún til máls. En hann gægðist fram yfir brúnina. “Koi hai!” (= halló, eða heyrðu). “Sahib!” “Hafa þeir ekki elt þig?” Eg held ekki. En talaðu samt ekki of hátt~ þéir eru refum slægari. Þeir segja, að þú hafir stiga, sahib. Viltu ekki koma niður? Eg hefi margt að segjá þér.” Iris hafði ekki á móti því, að Jenks léti að óskum “Hvaða áhlaupi?” “Vemdari hinna veiku. Þeir eru að smíða stiga — fjóra talsins. Skömmu eftir dögun ætla þeir að gera áhlaupið. Þeir búast við að þú drepir nokkra, en halda, að þér takist aldrei að hlaða. sextíu manns. Taung S’Ali hefir lofað hverjum sem af kemst tauk (= austurrískur skrautgripur) úr gulli, ef þeir sigra. Þeir eru búnir að rífa niður sjómerkið sem þú hefir reistj á Sjónarhóli og eru að smíða stigana úr því. þeirn þykir gaman að geta beitt þig þínum eigin vopnum.” Þetta vorui slæmar fréttir og alvarlegar. Áhlaup- ið gat orðið þeim hættulegt. En ef það mishepnaðist, mátti telja víst, að ræningjarnir létu þá staðar num- ið og hættu við svo búið. Hitt var verra, að sjó- merkiði var niður rifið! Ef skip fór fram hjá í björtu, hlutu skipsmenn að taka eftir þvi. Nú var einnig úti um þá bjargráða von. “Sahib, eg hefi aðra enn verri sögu að segja, sagði Mir Jan. “Haltu áfram!” “Áður en þeir reisa upp stigana, ætla þeir að kynda bál og bera að blautan við og láta reykinn leggja á pallinn. Þá sérðu ekki til að miða. Þéir hafa komist að því, að þú hittir jafnan markið.” “Það virðist þá fokið í flest skjól fyrir mér.” “Já, það er óttalegt, sahib. Ef við bara hefðum fáeina 'hermenn, þá, þá —” En þe'ir höfðu það ekki, og þeir voru svo sokknir niður í samtalið, að þeir gleymdu voðanum sem vofði yíir höfðum þeirra. Iris var í þetta sinn aðgætnari. Henni heyrðist hún heyra kvik í skógintun til hægri handar. Hún teygði sig fram á brúnina og kallaði bældri rckldu til Jenks. Hann hljóp upp í miöjan stigann. “Já, Iris,” sagði hann. “Eg held að einhver hreyfing sé í skóginum á bak við húsið.” “Gott, góða. ,Eg skal hafa augun hjá mér. Heyrirðu orðaskil, þegar við erum að tala saman niðri Y’ “Varla. Verðurðu lengi í burtu?” “Nei, örfá augnablik.” Hann fór aftur niður og sagði Mir Jan hvað stúlkan hafði sagt honum. Indverjinn ætlaði að fara og leita af sér gruninn, en Jenks tafði hann. “Hérna,” sagði hann og rétti honum marghleyp- una, “eg býzt við, að þú kunnir að beita þessu vopni.” Mir Jan tók þegjandi við vopninu og Jenks þótt- ist nú hafa afplánað þann ótrygðagrun, er hann hafði haft á honum. Indverjinn læddist á bak við húsið og leitaði í runnunum og komst alt niður undir sjávarmál. Eftir litla stund kom hann aftur og kvað öllu óhætt. Enginn maður hefir þó liklega komist jafn nærri hliðum Heljar, þeirra er þaðan hafa aftur snúið. Hann virtist gleyma því, að félagar hans voru lævísir sem refar og refar geta látið lítið á sér bera, e,f þeir með því móti sjá sér leik á borði. Mir Jan skilaði aftur marghleypunni. “Sahib”, mælti 'hann og hneigði sig djúpt, “eg veit að sumiri kalla mig ódreng; en ef þú vilt lofa mér að koma upp með þér, þá skal eg berjast við hlið þér þangað til eg missi báðar hendurnar. Mér leiðist að lifa með þessum þjófum. Ógæfan varpaði mér í hóp þeirra. ISg þrái að losna við þá. Ef þú vilt ekki lofa mér að koma upp á pallinn, þá geturðu þó að minsta kosti fengið mér byssu í hönd. Eg fel mig í skcginuml og þú getur reitt þig á það, að þeir týna tölunni áður en þeir finna mig. Neitaðu mér ekki um þetta, sahib. Ef þú gerir mér þann greiða, að skrifa Kumer Spence og segir honum með hverjum hætti Mir Jan dó, þá er eg ánægður.” Honum virtist vera mjög mikið niðri fyrir. Hann gerði þetta af skyldutilfinningu er hann hafði numið í hemum. Anstruther herforingi var í hættu stadd- ur. Mir Jan, undirforingi, varð að gera sitt ýtrasta til að hjálpa honum. Jenks fanst mikið til um einlægni Indverjans. Hann fór að hugsa um á hvern hátt hann gæti bezt notað sér) aðstoð' sjálfboðans, án þess að kasta hon- um í opinn dauðann. Indverjinn misskildi þögnina. “Eg er enginn óþokki,” sagði hann alvarlega. “Eg drap mann til að forða —” "Heyrðu, Mir Jan. Þú getur ekki betur boðið. Ertu viss um að þeir ráðist ekkí á okkur fyr en i dögun ?” “Þeir eruí búnir að bera þá særðu niður að bát- unum og eru að smíða stigana. Þegar eg sveikst frá þeim, gerðu þeir ráð fyrir að bíða dagsbirtunnar.” “En sakna þeir þin ekki?” “Þeir sakna geitarbelgsins, sahib. Það var síð- asti ósnerti belgurinn.” “Mir Jan,' ef þú vilt fara að ráðum mínum, þá færðu aftur að sjá Delhi. Hefurðu nokkurn tíma farið með Lee-Metford ?” "Eg 'hefi séð þá, sahib. En eg er vanari Mahtini.” Eg skal lána þér riffil og nóg af skotfærum. Farðu inn í hellinn og —” Mir Jan hrökk við. “Þangað sem draugurinn er, sahib?” “Draugur, það er grila til aö hræða með böm. Það er enginn draugur i hellinum, ekkert nema fáein bein úr manni sem sætt hefir sömu forlögum og okk- ur em ætluð. Hefurðu nokkurn mat?” “Dálítið af hrísgrjónum, sahib, nóg til eins dags, eða tveggja ef í nauðir rekur.” “Það er gott! Við getum náð vatni úr brunnin- um. Þegar áhlaupið hefst í dögun, þá skjóttu á hvern mann sem þú sérð. Farðu ekki út hvað sem á genguf, þá fá þeir ekkert mein unnið þér. Bíddu mín'hérna!” “Eg hélt þú ætlaðir ekki að láta mig sjá þig aft- ur,” sagði Iris þegar Jenks kom upp. “Eg hefi verið svo dauðhrædd. Eg er alveg viss um að þeir leyn- ast í skóginum. Má eg ekki smakka á vatninu?” Sjómaðufinn hafði skilið jámkarlinn eftir niðri. Hann tók eina byssuna og talsvert af skothylkjum og sagði Iris hvað Mir Jan ætlaðist fyrir. Hún fagnaði mjög þeim fréttum og hræðslan hvarf í bili. Og nún drakk skál hans í fullum bolla af vatni. Hún heyrði unnusta sinn tala við Mir Jan og sá þá koma fram í tunglskinið. Jenks var að keima hon- um að fara með byssuna. Iris 'hrestist við drykkinn. Skilningarvit hennar voru orðin svo skörp, að fáar stúlkur á hennar aldri, sem alið hafa aldur sinn i skrautstofvun og danssölum mundu trúa því og hún taldi það skyldu sína að taka að sér varðmanns stöð- una á meðan þeir Jenks ræddust við. Þ.vi var það að hún varð fyrst til að taka eftir ræningja hóp, er skreið i skugganum undir berginu og færðist stöðugt nær. Þeir læddust eins og rándýr er situr um bráð sína. “Robert!” kallaði hún. Ræningjarnir eru að korna! Til vinstri!” Iris var farin að læra að gæta varúðar og beita kænsku. Hún greip byssu, áður en hún kallaði. Og þegar hún haföi varað Jenks við, lét hún skotin dynja jyjA RKET JJOTEL ViB sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Vinna fyrir 60 menn Sextlu manns geta fengiS aSgang að lœra rakaraiSn undir eins. Tll þess að verða fullnuma þarf a8 ein» 8 vikur. Áhðld ókeypis og kaup borgaB meðan verið er að iœra. Nem- endur fá. staði að enduðu námi fyrlr $1S til $20 á viku. Vér höfum hundr- uð af stöðum þar sem þér getið byrj- að á eigin reikning. Eftirspurn eftlr rökurnm er æflnlega mikil. Skrifið eftir ókeypis lista eða komlð ef þér eigið hægt með. Til þess að verða góðir rakarar verðið þér að skrlfast út frá Alþjóða rakarafélasL™. Internatlonal Barber College Alexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnipeg. Ý ; i r ■' ! 1 L i u ri i l l 1 k- : n H„/ 1 J. c. MacKinnon 1 ELECTRICAL CONTRACTOR Sher. 3019 588 Sherbrooke St. Bjór sem vert er að biðja um og bjór sem vert er að hafa á heimili á v alt I merkur- eða pottflöskum, hjá vín8Ölum eða beint frá E. L. DREWRY, Ltd. Winnipeg út í myrkrið. Tvær kúlur lentu í berginu svo blý- agna regn dundi á þeim sem fremstir fóru. Því miður var byssan sem Jenks hélt á óhlaðin, þvi hann hafði verið að kenna Mir Jan að beita henni. Jenks þreif því til marghleypu sinnar. “Inn í hellinn!” hrópaði hann. Þótt Mir Jan langaði ekki til að mæta draugnum, gat hann ekki staðið kyr er hann sá óvinina nálgast og Jenks skip- aði honum að fara. Flann hljóp því sem fætur tog- uðu að hellismunnanum. Jenks lét skotin dynja og hljóp áleiðis að stigan- um. En í sama bili sem hann náði í stigann með vinstri hendi, var byssan tóm. Þrír ræningjar voru þá komnir svo nærri, að óðs manns æði hefði verið að halda upp stigann. Hann kastaði því vopninu í nas- ir þess er fyrstur fór, þvi svo var dimt, að hann gat ekki vikið sér undan send'ingunni. Þegar Jenks snéri sér við og ætlaði að hlaupa inn í hellinn til að ná í byssuna, rak hann fótlegginn í járnkarlinn, er stóð upp við bergið. Hann þreif áhaldið, sveiflaði þvi i loft upp og hafði mann fyrir sér. Ekki vissi Jenks hvar höggið lenti á mann’inum, en þegar það reið af, brakaði í einhverju elns og skurn á eggi hefði brotnað. Hann hafði ekki tíma til að reiða aftur til höggs, en lagði járnkarlinn fyrir kverkar annars, sem var i þann veginn að höggva til hans með sverði. Sá féll! fyrir fætur þess er stóð næst fyrir aftan hann, svo báðir1 duttu. Jenks greip tækifærið; hann hljóp eins og köttur upp í stigann. Þegar hann einu sinni var lagður á stað varð hann að haldá áfram. Síðar kannaðist 'hann við það, að sér hefði fundistl nálum ogi títuprjónum' vera stungið í bakið á sér, á meðan hann var á leiðinni upp. En hann komastj alla leið heill og ómeiddur. Það sem nú hefir verið frá sagt, gerðist alt á svipstundu. Innan fjörutíu augnablika frá því Iris hafði kallað til hans, var hann hálfur kominn upp á pallinn og kallaði til hennar: “Laglega af sér vikið, kerling mín.” Þetta gamansyrði hafði talsverð áhrif á hana. Hún, sem var blíðlyndið sjálft, og vildi ekki viljandi gera minsta dýri mein, var grimm sem tígrisdýr er ver unga sína, á meðan Jenks var niðri. Robert varð hún að frelsa. Hún mundi með köldu blóði hafa drepið hvern ræningja til hins síðasta manns, ef hún hefði mátt því við koma og lif hans hefði legið við. Nú stó^ hann við hlið hennar, lieill og glaður í bragði, eins og hans var vandi þegar 'hann gekk sigri hrósandi af hólminum. Nú stóð hann við hlið henn- ar með byssu í hönd og ræningjarnir flúðu hver um annan þveran fyrir skothríðinni er dundi á þeim. En örfáum augnablikum eftir að hann kom upp lagði 'hún frá sér byssuna, hné niður með þungum ekka, en grét þó ekki. Hún hné fyrir ofurvaldi þeirra afla, er stríddu i sál hennar. Skömmu seinna var alt orðið þögult sem fyr niðri á sléttunni og ekkert heyrðist nema stunur særðra manna er reyndu að komast í óhultan stað. Þá gat Jenks sint stúlkunni. Hann reyndi að sefa hana og honum tókst það, því nú brutust tárin fram úr augum hennar og hún hjúfr- aði sig að brjósti hans. Hún vissi að það var heimska að ávíta hann. Enginn gat séð þetta fyrir og hún hafði sjálf leyft honum a^ fara niður. En líf hans var dýrkeypt! Isabel Cleaning& Pressing Establishment J. W. QUINN, eigandi Kunna manna bezt að fara með Loðskinnaföt Viðgerðir og breyt- ingar á fatnaði. Garry 1098 83 isabel St. horni McDermot Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. J. S. Wium, Upþam, N.D. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Paul Bjarnason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olg. Friðriksson, Glenboro, Albert Oliver, Brú P.°., Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man_ Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. OI. Johnson, Winnipegosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurðsson, Burnt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.