Lögberg - 05.08.1915, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. ÁGÚST 1915.
5
Til kjósenda í Mani-
toba-fylki.
Þegar Roblin-stjórnin sagÖi af sér embættum þann
12. Maí 1915, þá var mér falið að mynda ráðaneyti og
takast á hendur stjórn opinberra mála í Manitoba. Em-
bættisbræður mínir og eg álitum það skyldu vora, að
ráðgast við kjósendur svo fljótt sem því varð við komið.
En svo vildi til, að nauðsynlegt var að fresta því, að
leita úrsknrðar almennings. Nýjar kjörskrár var verið
að semja í kjördæmum til sveita og það var sömuleiðis
ákjósanlegt að semja nýjar kjörskrár fyrir borgirnar.
Ivonungleg rannsóknarnefnd liafði verið skipuð til
að' kanna smíði hins nýja þingliúss, og var að eins í
byrjun.
Seinna var önnur kgl. rannsóknarnefnd skipuð til
að rannsaka svonefnder kærur Fullertons. Vér álitum
því æskilegt, að þessar kærur væru rannsakaðar, áður en
til kosninga væri gengið.
1 almennum kosningum síðastliðið ár öðlaðist lib-
erali flokkurinn, eftir margra ára baráttu við Roblin-
stjórnina, umboð til að taka við stjórn fylkisins, með
meiri liluta atkvæða allra fylkisbúa. Hin fyrri stjórn
sagði af sér beint vegna atliafna liberal þingmanna á
síðasta þingi. Með fylgi og útsjón í reikningslaga nefnd
tókst þeim að hafa saman nægar sannanir fvrir illri
stjórn og afbrotum stjórnarinnar, svo að hún gat ekki
haldist í völdum lengur. Þetta ómetanlega gagn, sem
almenningi var gert með því að fletta ofan af þessum
afbrotum og óráÖvendni, hlýtur að vera öllum í augum
uppi.
Fyrsta og brýnasta skylda liinnar nýju stjórnar er
sú, að halda áfram og ljúka við þá rannsókn, sem þegar
er hafin um þá óreglu, er átt hefir sér stað í þinghúss-
bvggingunni, og gera þær ráðstafanir, er nauðsynlegar
kimna að vera, til að heimta aftur þær stóru uppliæðir,
er ólöglega hafa teknar verið úr fvlkissjóði og fá komið
lögum yfir þá seku.
En skyldan til að hreinsa og ryðja til, nær lengra.
Bráðabirgðar rannsóltn hefir sýnt, að þær kærur, er vér
höfum fram borið á umliÖnum árum, um evðslu og dug-
leysi hinnar nýförnu stjórnar, voru miklu vægari en
raun gefur vitni um. Vér áformum að lialda rannsókn-
um áfram í öllum deildum opinberra stjórnarstarfa, að
þvinga fram endurgjald liins rangtekna, að komast að
raun um, hverjir hinir seku eru og fá þeim refsað laga-
refsingu.
Merkilegasta málið, sem kjósendur liafa úr að skera,
er það, hvort þeir vilji láta mig og mína embættisbræður
starfa að rannsókn og heimta bætur fyrir það sem of-
gert er í þinghússbyggingunni, eða þá herra, sem eru
nákomnir pólitískir vinir þeirra sem ábvrgðarfullir eru
og gerðu alt, sem í þeirra valdi stóð, til að fela þær á-
virðingar sem búið var að fletta ofan af, og vernda þá,
sem afbrotin frönmdu, svo og að skemma mannorð
þeirra. sem höfðu hug og dug til að taka að sér að fletta
ofan af afbrotunum.
Hin liberala stjórn er því heiti bundin að koma í
framkvæmd, eins fljótt og mögulegt er, þeim umbótum í
löggjöf og landstjórn, er liberali flokkurinn setti í stefnu-
skrá sína á flokksfundi, er haldinn var fyrir síðustu
kosningar. Sú víðtæka framfaraskrá sýndi skoðanir og
vilja flokksins, meðan hann hafði ekki völdin. Nú, þeg-
ar hann er tekinn við völdum, lieldur hann fast við þær
umbætur, sem þar er á loft haldið og krafist. Stefnu-
skráin frá 1914 verðnr herfáni í þessari kosningabar-
áttu. nema. þar sem liberal þingmenn liafa bætt við hana
á síðasta þingi, svo sem því, að setja “ vínsölubann”
(Prohibition) í staðinn fyrir “staupasölu bann” (Ban-
ish the Bar”).
Þegar eg var kvaddur til þeirrar þungu ábyrgÖar,
að koma á ærlegri og dyggilegri stjórn í þessu fylki, og
meðhöndla hin mörgu alvarlegu viðfangsefni, er til íhug-
unar og framkvæmda mundu koma, þá tók eg til sam-
vinnu með mér menn, er vegna hæfileika og æfingar voru
vel fallnir til að veita almenningi í Manitoba það, sem
þeir óska heittt og liafa svo lengi án verið — stjórn, er
hafi til að bera sterkan liug á að vinna að almeningsheill
og hafi fyrir markmiÖ að vinna, ekki fyrir flokk manna,
heldur fyrir því, sem þjóðfélaginu er fyrir beztu.
Eg skýt máli mínu til kjósenda í Manitoba, með full-
konmu trausti þess, að þeir veiti mér lið svo mikið, að sú
stjórn, er eg hefi þann heiður að vera formaður fvrir,
geti án tafar komið í framkvæmd þeim málefnum, sem
nú var stuttlega vikið á.
Yðar einlægur,
T. C. NORRIS.
því aö eins ánægju og sóma af því
að eiga okkar menn í ábyrgðarmikl-
um trúnaöarstööum, aö, í fyrsta lagi
aÖ mennirnir, sem um þær sækja, séu
stöðunum vaxnir, ef þeir ná kosn-
ingu, það er að segja, hafi þá ment-
un og mannkosti til að bera, sem
nauðsynlegt er fyrir það verksvið,
sem hverri trúnaðarstöðu er sam-
fara; og í öðru lagi, að trúnaðar-
staðan sé fyrir svo gott málefni og
heilbrigðar hugsanir, að okkur setn
þjóðflokki sé í það minsta vansalaust
að hjálpa til að byggja upp.
Um fyrra atriðið, hvað Mr. Hann-
esson snertir persónulega, ætla eg
ekki að segja annað en það, að svo
gervilegur maður sem hann er, með
þeim gáfum og mentun sem hann
hefir orðið aðnjótandi, þá er full á-
stæða til að ætla, að hann sé fær um
þá stöðu, sem hann nú er að sækja
um. En hvað síðara atriðið snertir,
lít eg svo á, að eins og nú standa
sakir, eins og sá pólitiski flokkur sem
hann tilheyrir er nú ótvírætt þektur
í valdasessi undanfarin 15 ár, þá sé
raunalegt fyrir okkur Islendinga, að
Mr. Hannesson skuli vilja ljá þeim
flokki fylgi sitt, og meira að segja
ljá sig til að vera þar merkisberi. Þó
hann og félagar hans sé að reyna að
halda því fram, að flokkurinn sé nú
nýr, þá nær það engri átt; það sést
bezt á því, að af Roblins þingmönn-
um, sem áttu sæti á Manitoba fylkis-
þingi síðastl. vetur og v'oru að mig
minnir 26 að töju, þá eru nú til-
nefndir sem þingmannaefni á ný fyr-
ir sama flokkinn 17. Flokkurinn hef-
ir að líkindum álitið þá, þennan nær
því 2/ part af fyrverandi þingmönn-
um sínum líklegasta til að hafa kjós-
enda fylgi á ný.
Bendir þetta ekki á tvent: Fyrst,
að flokkurinn áé fátækur af álitleg-
um þingmannaefnum, og í öðru lagi,
að það sé skrum að kalla flokkinn
nýjan? Öllum er kurinugt að þeir
menn, sem tilnefndir hafa verið,
fylgdu forkólfum sínum með fyrir-
litlegri auðsveipni, ef ekki öðru
verra, að því að koma í veg fyrir, að
fjárdráttar hneykslið í sambandi við
þinghússbygginguna yrði rannsakað,
eins og þeir hefðu grun um, að það
myndi ekki verða vegsauki fyrir for-
ingja þeirra, að v'erk þeirra yrðu
þar uppvís; því varla er gerandi ráð
fyrir, að þeir hafi verið svo sljóvir
að sjá ekki; að það meinti pólitískt
sjálfsmorð af framsóknarmönnum
að heimta rannsókn í þessu efni,
hefði það svo sýnt sig að vera til-
hæfulaust. Enn fremur, eins og
kunnugt er, greiddu allir þessir þing-
menn atkvæði á móti þeim öðrum
málum framsóknarmanna, sem þeir
nú eru að reyna að sýnast við að
gera að sínu máli. Þar af skal eg
að eins nefiia eitt: Vínsölubanns-
málið. Það sem flokkana greinir nú
á í því máli, eftir því sem það lítur
út á pappírum þeirra, er þetta:
Afturhaldsmenn þykjast ætla,
þeir v'öldum, að lögleiða áfengissölu-
bann tafarlaust, þó það yrðu þving-
unarlög, móti meiri hluta fólksins.
Framsóknarmenn bjóðast til að gera
slíkt hið sama, að\ lögleiða áfengis-
sölubann, ef meirihluti fólksins vill,
tjái sig því meðmælt; og hafa sýnt ó-
tvírætt að þeir meina þetta, bæði á
þinginu í vetur, með samhljóða öll-
um atlívæðum sínum, og einnig eftir
að þeir tóku við völdum. Sjá svar
Mr. Norris, stjórnarformanns, við-
víkjandi málaleitun sendinefndar
Meþodista í vör.
Ekki þarf mikla skarpskygni til að
sjá hvor aðferðin er heppilegri í
þessu rnáli hjá flokkunum: valdboðs-
stefnan hjá afturhaldsmönnum, eða
hin frjálsmannlega þjóðræðisstefna
það sannast, að Mr. Cameron!
verðm* ekki lengi fylkisstjóri •
eftir það. Mr. Aikins og
flokkur bans mundi bráðlega
þurfa að liefna sín á honum
fyrir að bafa drýgt þann
“glæp”, að hafa stuðlað að
því, að koma upp óráðvendni
þeirra manna, sem höfðu svar-
ið að gæta hags fylkisins í
hvívetna.
Munið það, kjósendur, þeg-
ar þér komið að kosningaborð-
unum 6. Ágúst.
jSjálfum sér líkir.
Sunnan úr Minneapolis hefir Lög-
bergi verið sent fyrsta eintakið af
tlýbyrjuðu blaði, sem inniheldur,
ttndir yfirskini sanngirni og óhlut-
drægni, svívirðilegan róg, dylgjur
Og lygar um hina nýju stjórn, eink-
anlega Hon. Thos. H. Johnson. Út-
gefandi þessa rógsnepils er Ander-
Son nokkur, sem stjórnaði hér úndir
^ernd og varatekt Roblinstjórnarinn-
ar, einum af hinum alræmdu klúbb-
Um, er reyndu að veiða atkvæði með
bjór og brennivíni og hrúga á kjör-
Skrár sem flestum fölskum nöfnum.
Hans atvinna var eyðilögð með ann-
^ra fleiri hans nóta, eftir að Mr.
Johnson fletti rækilega ofan af þeim
myrkraverkum, er þeir frömdu í
skjóli valdhafanna. Þessi náungi
hefir eigi getu til, af eigin ramleik,
að halda úti níðritinu, sem vafalaust
hættir að kosningum afstöðnum,
heldur er hér um eitt sómastryk
“maskínunnar” að ræða; hún kostar
sjálfsagt þennan óþverra, sem er
stækari en svo, að birtur fengist hér,
kaupir hann og dreifir út á meðal
fólksins. Þetta er eitt bragð þeirra
pólitisku stigamanna, sem unnið hafa
kosningar að undanförnu í Manitoba
fylki. Þeim verður steypt fyrir ætt-
ernisstap, ef allir ærlegir drengir
gera skyldu sína í þetta sinn.
Mr. H. M. Hannesson.
Oft hefir þvi verið haldið fram i
íslenzku blöðunum, Lögbergi og
Heimskringlu, og einnig á manna-
mótum meðal íslendinga hér í Win-
nipeg, að íslendingar ættu að gera
sitt ítrasta til að v’eita þjóðarbræðr-
um sintint fylgi, þegar þeir sækja um
að ná kosningu í einhverjar þær
trausts og virðingarstöður, sem mik-
ið ber á í hinu borgaralega mannfé-
lagi. Þetta efni álit eg þess vert, að
það sé athugað með sanngirni og
stillingu. Við íslendingar höfum
Kœrur Fullertons og þeirra 14
dœmdar ómerkar og að
engu hafandi.
(Framh. frá 4. bls.J
gera, en uppástungur um sam-
komulag, sem þegar er lýst, kom-
ust aldrei í framkvæmd.
Sir Rodmond bar það, að í apríl
hefði hann rannsakað þinghúsmál-
ið og fundið alvarlega óreglu
Hann þóttist hafa nnst traust
fólksins og að það mundi ekki
treysta honum til neins framar.
Hann óttaðist að það sem fram
var komið fyrir rannsóknamefnd,
mundi valda því áð 'hann yrði rek-
inn og óskaði heldur að mega
segja af sér. Um kveldið þann 8.
maí fékk hann Norris til að finna
sig heima hjá sér, og tjáði honum
hvað til stæði, þeir voru vinir, þó
á öndverðum meið stæðu þeir i
pólitík. Sir Rodmond skild,i að
pólitíska framtíð ætti hann enga
framar og virðist hafa talað við
Norris kunningjalega, um ráða-
neyti hans og almennar kosningar.
Sir Rodmond bar það staðfastlega,
að hann hefði enga þóknun feng-
ið fyrir að segja. af sér og engin
var færð í tal né boðin. Þeir
miintust alls ekki á afsagnarbréfið,
né á umtal þeirra Hudsons og
Phippens. Sir Rodmond tjáði
honum að hann ætlaði að segja af
sér þingsæti og félagar hans í
ráð.aneytinu. Þeir neita báðir, að
þeir hafi samið um afsögn og við-
töku stjórnar. Norris lofaði engu
og batt sig ekkí í neinn handa máta.
Kæran í töluleð (a) hefir ekki við
neitt annað að styðjast, en þetta
samtal þessara manna á þessum
tima.
Að yfirveguðum þessum sönnunar-
gögnum, álítum vér ómögulegt að
segja, að uppástungurnar, sem hér
var drepið á, gerðar á þeim tíma og
undir þeim kringumstæðum, sem nú
var skýrt frá, væru í nokkurn stað ó-
sæmilegar. Vér álítum að allir, sem
að þeim stóðu, hafi gert eftir beztu
samvizku, og að engin rangsleitni
verði borin nokkrum þeirra á brýn.
Ef uppástungan hefði komist alger-
lega í framkvæmd, þá væri búið að
yfirheyra Thos. Kelly fyrir löngu, og
stjórnarrannsókn, undir forustu Mr.
Hudsons og hans samverkamanna,
mundi vafalaust hafa leitt í ljós mik-
ið af þeint sönnunargögnum, sem
komið hafa fram fyrir hinni kon-
unglegu rannsóknamefnd.
1. Júlí í Geysisbygð
(Frá fréttar. Lögb.J
Þjóðminningardagur landsins var
hátíðfegur haldinn þar í bygðinni
með samkonnt undir beru lofti, er
fór fram í undur fögrtun lundi á
nal landareign Erlends bónda Erlends-
sonar á Hálandi. Hlaup og aðrar í-
um þyki fyrir, að ekki gat orðið af
að þarna risi upp bær, þótt hitt sé
líklega affarasælla sem orðið er, að
brautirnar séu tvær og bæirnir á end-
unm líka tveir, sem sé Árborg og
Riverton.
Fyrir mannamóti þessu stóðu ung-
ir rnenn í Geysisbygð. Hafa þeir fé-
lagsskap með sér í því augnamiði, að
æfa sig í ræðugerð, en iðka meðfram
ýmislegt annað, er að framförum
lýtur og þroskun. íþróttamenn munu
þeir vera töluverðir. Og ef nokkuð
skal ráða af því er fram kom þenn-
an dag, má ætla, þó lágt fari, að þeir
séu, með ræðugerðinni, að æfa sig í
að yrkja. Tveir að minsta úr þess-
um hópi komu með kvæði efti sjálfa
sig á þessu móti.
Forseti dgsins vr Guðm. O. Ein-
arsson. Var hann annar sá af fé-
lagsmönnunum, er ort hafði kvæði.
Hinn var Sigursteinn bróðir hans.
Auk þeirra fluttu og kvæði þeir
Hallgrímur bóndi Friðriksson og Jó-
hannes Húnfjörð. Er hinn síðar-
nefndi vel þektur af kvæðum sínum
í Heimskringlu. Hinir eru, það eg
frekast veit, ekki neitt kunnir sem
skáld út í frá. Um Hallgrim v'ar mér
kunnugt að hann fengist við ljóða-
gerð, en tæplega, að hann væri eins
sleipur og hann er. Um ljóðagerð
þeirra bræðra var mér alls ókunnugt.
Ekki vil eg fara hér neitt út í sam-
anburð á ágæti kvæðann, en hitt get
seg sagt, að eg varð hálf-hissa á hve
smellin sum af þeim voru. Datt
mér í hug, ag Hkr. yrði roggin, ef
hún fengi svona góð kvæði til að
flytia, í staðinn fyrir leirburðinn ó-
skaplega, sem sí og æ rennur um síð-
ur hennar og allir eru orðnir stein-
leiðir á fyrir löngu.
Þrjú minni höfðu verið ákveðin:
Canada, Nýja ísland og Island.
Komu ræðumenn allir og leystu hlut-
verk sin af hendi. Fyrir minni Can-
ada talaði séra Jóhann Bjamason.
Fyrir minni Nýja Islands Gestur
Oddleifsson, og fyrif minni íslands
talaði Tómas Björnsson. Ekki heyrði
eg annars getið, en að ræðugerðin
hefði þótt farast sæmilega. Þeir
bændur, Tómas og Gestur, eru báðir
vel máli farnir og þaulæfðir ræðu-
menn. Og um prestana veit maður,
að þeim er oftast létt um að tala og
ekki þakkandi þó þeir geti talað
nokkum veginn áheyrilega, svo mikla
æfing sem þeir hljóta í þeirri grein.
Auk þessara þriggja talaði Jóhann-
es kennari Eiríksson. Er hann, sem
kunnugt er, í hópi lærðra manna og
flutti hann þarna skorinort, þarflegt
og gott erindi.
Ýmislegt af íþróttum fór fram um
daginn, en ekki vissi eg hverjir þar
báru af öðrum.
Eitt var fremur óvanalegt í sam-
bandi við þetta mannamót, og það
var hve nrikið bar á bifreiðum. Var
það fyrst í fyrra, að þær vélar komu
til nota hér á slóðir. Urðu þeir fé-
lagar, Sigurjón Sigurðsson og A. F.
Reykdal í Árborg, fyrstir til að fá
sér eina slika. Þá Sv'einn kaupmað-
ur Thorvaldson. Fleiri komu ekki
þróttir fóru þó að nokkru leyti fram
hinum megin þjóðvegar þess, er
kggur meðfram landi Erlendar norð- hér inn að því sinni. En í ár keyptu
anvert, á Þingvalla-landi, þar sem sér bifreiðar þeir Ásgeir verzlunar-
Jón sál. Sv'einsson bjó. Er pláss stjói\i Fjeldsted, Hermann Þorsteins-
jjetta beggja megin brautarinnar hið
æskilegasta fyrir skemtistað, og gæti
með litlum tilkostnaði orðið eitthvert
hið ánægjulegasta skemtisvæði, sem
eg minnist að hafa séð í nokkurri is-
lenzkri bygð hér vestanhafs. Var
einu sinni ráðgert, að Gimli-járn-
brautin yrði lögð þarna að íslend-
son, Dr. J. P. Pálsson og maður sem
Gourd heitir, allir í Árborg. Voru
allar þessar Árborgarvélar þarna á
ferðinni meira og minna um daginn,
og rauna rein í viðbót, sem enjkur
maður í Árborg hafði nýkeypt, en
skilaði aftur sökum galla. Vegur
milli Árborgar og þessa staðar í
fallegum “maple”-skógi, en fljótið í
bugðum á milli. Liggur við, að sutn-
fyrir að fá nema eina járnbraut inn
í Nýja ísland, ekki tvær eins Og nú
er orðið. Hefði bæjarstæði þarna
verið hið fegursta: háir og þurir
hjá framsóknarmönnum. Og benda /tangar tveir, með stórvöxnum og
mætti á, hvað þessi þjóðræðisstefna
hefir verið sigursæl og afaragóð
fyrir þetta mál bæði hjá löndum
okkar heima á ættjörðinni, hér vest-
ur í Albertafylkinu núna nýlega, og
víðar. Mitt álit er að við, sem til-
heyrum bindindisliðinu hér í Mani-
toba, eigum ekki skilið að fá ósk
okkar uppfylta um áfengissölubann,
ef við höfum ekki nú þegar náð í
því efni samhygð meiri hluta fólks-
ins, eða þá, fyr en við höfum náð
því takmarki. Og bindindismálinu
myndi verða hefndargjöf að áfengis-
sölubannlögunum ári v'ilja meirihluta
fólksins.
ingafljóti. Þá var ekki gert ráð Geysisbygð er hreint ágætur og má
því renna þessa vegalengd á örfum
mínútum. Voru bifreiðaeigendur
hinir greiðviknustu, fluttu fritt heila
hópa af fólki og fóru sumir margar
ferðir í þeim erindum. — Sama að-
ferð var höfð þ. 19. Júní s.l., þegar
sunnudagsskóla-“picnic” frá Árborg
Af framangreindum ástæðum og
mörguin öðrum ástæðum, sem öilum
eru kunnar, hvað snertir afstöðu
afturhaldsflokksins nú í þessum
kosningum (6. næsta mánaðarj, er
ekki hægt að sjá, að það sé virðing.
arverð staða, sem Mr. H. M. Hann-
esson er að sækjast eftir. Eg lít svo
á, að við landar hans geröum best
sóma okkar vegna, og honum stóran
greiða, í því að gefa honum ekkert
atkvæði á föstudaginn kemur; gera
með því okkar bezta til að forða
honum frá þeirri vanvirðu, að vera
merkisberi þess flokks, sem nú hefir
sýnt sv'o átakanlega, að ekki á traust
skilið, og ekki heilbrigðar framtíðar-
hugsjónir til í eigu sinni, án þess að
taka þær frá keppinaut sínum, fram-
sóknarflokknum, eftir þó pð hafa
misþyrmt þeim, bæði á þingi og
þar fyrir utan.
Winnipeg. 31. Júlí 1915.
B. Magniisson.
Islandsfáni.
F.ftir GuSmund Guðmundsson.
íslands-fáni — Heill á himinboga!
Heilagt táknið þjóðar-andans loga,
sigurför um fold og ljósa voga
frjálsrar þjóðar yfir svíf þú hátt!
Bend oss, send oss styrk til ljóssins starfa,
styð oss, greið oss leið í röðul-átt!
Ger oss stóra, stolta, hugumdjarfa,
stæl þú viljans himinborinn mátt!
íslands-fátri! — Fáni liárra vona,
frægðar-boði vorra dætra’ og sona,—
íslands sveinn og mey og karl og kona
kærleik við þig sv'erja landi’ og þjóð.
Drengskap, hreinleik lntgans mjöll þín glæðir,
hjartans elsku röður-bálsins glóð,
fjallablámans fegurð andann glæðir ,
friði, gleði, — mjúk sem vorsins ljóð.
Islands-fáni! Far um höfin eldi,
fagur-viti góðs að morgni’ og kveldi!
Tákn í framtíð vertu’ um íslands veldi
voldugt, sigur-glæst á efsta hún!
—Forna trygð með frændum Norðurlanda
festi’ í blíðu’ og stríðu krossins rún!
Gnæf þú meðan stuðla-björgin standa
Stór og frjáls við heiða morgun-brún!
Þetta erum vér
Tbe Coast Lumber
Yards, Ltd.
185 Lombard St.
Phone M. 765. Þrjú yards
fór frarn á þessum sama stað. Þá
voru bifreiðarnar í gangi fram og
aftur að flytja börnin og aðra sem
þess þurftu með, og fóru þá sumir
vélaeigendur margar ferðir öðrum
til þægðar. Get eg um þetta hér
sökum þess að skeð getur, að svona
lipurð og kurteisi v'ið heimafólk,
Iiggi ekki alstaðar í landi, þó það sé
svona í Árborg, og gæti þá þetta
orðið að einhverju leyti nokkur fyr-
rmynd þeim, sem í þessu efni kann
áfátt að vera.
Yfirleitt þótti hátíðarhald þetta
hafa vel tekist.
Það kostaryður EKKERT
að reyna
Record
á&ur en þér kaupiU rjómaskilvindu.
RECORD er einmitt skilvindan,
sem bezt á vM5 fyrir bændur, er hafa
ekki fleiri en
6 KÝR
I»eg:ar þér re>-niB þessa vél, munuíi
þér brátt sannfærast um, að hún
tekur öllum öbrum fram af sömu
stærtt og: vertSi.
Ef þér notitS RKCORD, fál« þér
meira smjör, hún er auöveldarl
metlferöar, traustari, aubhreinsaSrl
«1» seid svo lágju verbi, ab abrir gjeta
ekki eftir ieikiö.
SkrifiU eftir söiuskilmálum og öli-
um upplýsingum, til
The Swedish
Canadian Sales Ltd.
234 Logjan Avenue, Winnlpeff.
Auk þeirra nemenda við Jóns
Bjarnasonar skóla, sem getið var ný-
Iega hér í blaðinu að staðist hefðu
vorprófin, bætast nú við þær Miss
Sigríður Péturssop er lauk annars
árs (grade XJ prófi i kenaradeild
(teacher's coursej; og Miss Lára
Sigurjópsson, er lauk fyrsta árs prófi
sömu deildar.
—í Port Arthur var maður nýlega
dæmdur sannur um þá sök að kveikja
í húsi sinu og brenna það til ösku,
skömmu eftir að hann keypti á það
$5,000 ábyrgð.
Maður fanst druknaður í Assini-
boine-ánni: höfuðhlutinn í vatninu,!
fótahlutinn á landi; hann hafði
drekt sér út af því, að hann var at-
vinnulaus og átti engan að. Annar
drekti sér í Rauðánni, út af ástafari,'
ungur maður ítalskur. Hafði verið
að hugsa um að ganga í herinn, en
tók það ráð, að ganga heldur í hana 1
Rauðá. Það sýnist að vera faraldur ^
að slysum og sjálfsmorðum þessa
heiðu og vörmu sumardaga. }
—Suður í Bangor bæ við Maine-
strönd býr tinsmiður meðal annara
gildra borgara. Honum þótti strá-
battur of léftur, ullarhattar of heitir,
Panamahattar of dýrir, sv'o að hann
fór í smiðju sína, tók þynsta tinið
sem til var og smíðaði úr því hatt
með nýjasta móð, setti á hann band
eða gjörð og spásséraði svo rétt eins
og hver annar. Það blikar og glóir
á þenan forláta hatt, þegar sólin
skín og þegar rignir, dunar og glym-
ur í honum og allir staðarins inn-
byggjarar hlæja að honum, en tin-
smiðurinn lætur það ekki á sig fá;
hann kýmir, og segir ‘““s‘k‘ák þér”
við hina, sem ekki hafi heima gerða
hatta að stássa með.
„HOLLANDIA SYSTEM“
Banar veggjalús og öllum skriðkvikindum
VÉR FYLLUM EKKI ALT MEÐ^REYK NÉ
HELDUR GERUM VÉR ÍBÚUM NEINN USLA.
Engin lykt né önnur óþægindi. Öll vinna tekin
í ábyrgð um heilt ár. Símið eftir upplýsingum og
prísum. Engin borgun tekin fyrir að skoða hús.
Símið M.J6776
M. G. NIEHORSTER & C0.
508 McGreevy Blk. - Poríage Avenue
Alls ekki þýzkt félag
SEGID EKKI
“EG GET EKKI BORGAÐ TANM,ÆKXI NÚ.”
Vér vitum, að nú gengur ekki alt aB öskum og erfitt er a8 eignast
skildinga. Ef til vill. er oss þaS fyrir beztu. paS kennir oss, sem
verðum aS vinna fyrir hverju centi, aS meta gildi peninga.
MINMST þess, aC dalur sparaSur er dalur unninn.
MINNIST þess einnig, að TENNUR eru oft meira virSi en peningar.
HEILBIIIGÐI er fyrsta spor til hamingju. þ vl verCiC þér aC vernda
TENNURNAR — Nú er tíminn—hér er staðurinn til að láta gera við
tennur yðar. .
Mikill sparnaður á vönduðu tannverki
EINSTAKAR TENNUR $5.00 HVER BESTA 22 KAR. GUIAi
$5.00, 22 KARAT GUhLTENNUR
Verð vort ávalt óbreytt. Mörg hundruð manns nota sér hið lága verð
HVERS VEGNA EKKI pú ?
Fara yðar tilbúnu tennur vel?
eCa ganga þær ICulega úr skorCum? Ef þær gera þaC, finniC þ& tann-
lækna, sem geta gert vel viC tennur yCar fyrir vægt verð.
EG sinni yður sjálfur—Notið fimtán ára reynslu vora við imnWiminp.
$8.00 HVALBEIN OPIB A KVÖUDUSI
DE. PARSOKS
McGREEVY BUOCK, PORTAGE AVE. Telefónn M. 699. Cppi y«r
Grand Trunk farbréfa skrifstofu.
StærC No. 20
“E,g flyt betri hlut inn í Canada en áður
hefir þekst í landinu“
GUFU SUÐUVÉL
og BÖKUNAR0FN
IDEAL’
MeC “iDEAIi" gufu suCuvél getiC þér soCiC allan
miCdegismatinn, frá súpu til eftirmatar, ásamt
öllu, sem þar er á milli, yfir einum eldi, á hvaCa
eldavél sem vera skal; fariC i burtu; ekkert getur
brunniC, skorpnaC, þornaC, gufaC upp eSa orCið
ofsoCiC.
IDEAL. GUFU SuCuvél sparar meirl vinnu en
nokkurt annaC áCur þekt á-
hald viC
niðursuðu ávaxta og inatjurta.
Skrifið eftir verðlista og
frekari upplýsíngum.
I.OUIS McUAIN 284 Princess St. Winnipeg
UmboCsmenn fyrir Canada.
IXH.EDO COOKER CO., Toledo, Ohio, hinir einu, er
búa til “IDEAL” gufu suð-vélar.
KIippiC úr þenn-
an mlCa; hann er
$1.00 virCi sem
afborgun á Ideai
suðuvél; gildir tll
15. Júlf. — Oss
vantar umboðs-
menn í hveixi
borg.
M/nov timbur, fjalviður af öllum
í»yjar vorubirgðir tegundum, geirettur og als-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar með margvís-
legri tilbreytni. Komið og sjáið vörur vorar. Ætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
-------------------Limited ——————-------------
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG