Lögberg - 05.08.1915, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.08.1915, Blaðsíða 7
LOGBEEG, FIMTUDAGINN 5. AGÚST 1915. f Stefnuskrá frjálslynda flokksins í Manitoba. Stefnuskrá liberala flokksins í Manitoba er hin merki- legasta, sem nokkur þingflokkur hér í landi hefir brugðið á loft sem fána og sóknarmarki í pólitískri baráttu. Hún eí bygð á þeirri liugsjón allra sann-liberal manna, að fólkið eigi að hafa völdin, alt fólkið eigi að ráða, og stefnir að merkileg- um umbótum og framkvæmdum framfara mála. Stefnuskrá- in er í stuttu máli sú: Að lögtaka skólaskyldu ungdómsins og þar með sjá liverju barni fyrir undirstöðu þekking, sem eng- inn borgari rná án vera, að rétta bindindismönnum liönd til að afnema vínsölu, eða, ef það liefst ekki, þá að stjórna veitinga og vínsölulögunum samvizkusamlega; að stuðla að því, að bændur liafi greiðan aðgang að ódýrum lánum; að kvenfólk fái jafnan rétt til kosninga á við karlmenn; að lögunum sé rétti- lega fram fylgt; og að sjá réttindum og liag verkamanna borg- ið, að svo miklu leyti, sem það er unt með löggjöf. Auk þessa ætlar stjórnin að heimta lönd og aðrar fylkiseignir úr liöndum Dominion stjórnarinnar undir umráð fylkisins. Stefnuskráin hrópar til allra þeirra, sem unna lýðstjórn í Manitoba. Hún tekur til allra, sem unna upplýsingu ungdómsins. Hún er sem fáni og heróp til hvers eins, sem vill vinna gegn ofnautn áfengis. Hún heldur því á loft, að liver borgari, bæði karl og kona, eigi að njóta þeirra sjálfsögðu réttindá að taka þátt í stjórn fylkismála, með atkvæði sínu—að fólkið lmfi ráðin, alt fóíkið, og eigi að liafa ráðin. Hin merkilega stefnuskrá liberala flokksins í Manitoba, frá 1914, hljóðar sem fylgir : l.ögski|>uð skólaskylila og mnbætiii* á skólakenslu. Þetta fulltrúaþing harmar ásig- komulag skólafræðslu í þessu fylki og fordæmir þaö, aö vegna þess, hve skólalögin eru ófullkomin og þeim illa fylgt, (a) Fara hroöalega mörg börn á skólaaldri á mis við kenslu. (b) í mörgum skólunum er bömun- um ekkiskent að lesa ensku. Þess v'egna er liberal flokkurinn, ef hann kemst til valda, því heiti bundinn: Að halda uppi óskoruöum allsherj- ar lögum um skólakenslu í fylkinu flög frá 1897). Aö gera stjórninni að skyldu fyrst og fremst, að gefa öllum börnum og unglingum í fylkinu fullgott færi á að njóta skóla tilsagnar. Að gera hæfilega kenslu í enskri tungu aö skyldu í öllum opinberum skólum. Að lögtaka breytingu á gildandi skólalögum á þá leiö, að lögskylda skólagöngu barna, er gangi ekki nærri persónulegum réttindum og trúarskoðunum einstaklinga, en leggi þó þá skyldu á heröar foreldrum og forsvarsmönnum barna, að öll börn fái hæfilega undirstöðumentun, ann- aö hvort með því að sækja barna- skóla hins opinbera eða með öðru móti. Að auka kenslukrafta sveitaskóla með því að veita þeim miklu riflegri styrk af fylkisfé fekki minna en $200 fyrir hvern kennara á ári í sveitaskólumj og með nákvæmara eftirliti. Að nema úr lögum hreytingar Cokhvells á skólalöggjöfinni. Bintlindis löggjiif. Að þessi fundur vítir framkvæmd vínveitinga- og vínsölu-laganna, með því að lögunum er afar slælega fram fylgt, ranglega beitt, og með hlut- drægni, og lýsir þvt, að Roblinstjórn- in beri ábyrgðina á þvi, og eigi þess vegna og vegna mótstöðu sinnar gegn öllum umbótum, fordæming skylda af öllum borgurum, sem unna góðum siðum og vilja láta fram- fylgja lögunum hlutdrægnislaust. Að liberali flokkurinn, með því að hann sér að alvarlegt böl, ó- spektir og ill áhrif eru samfara vín- sölu, einkanlega á veitingastöðum, og þvi, að hver veitir og þiggur þar af öðrum, þá tekur hann enn upp þá yfirlýsing, að hann sé bindindisstarf- sentinni hlyntur og heitir því: (X) Að samþykkja lög um afnám veitingastaða, er alþekt bindind- issamtök láta, semja og bera slík lög undir atkvæði allra fylkis- búa, og skulu slík lög fá fullan kraft og framkvæmd, ef samþykt eru af kjósendum, og skal liber- ali flokkurinn veita þeim lögum örugt fylgi til framkvæmd^r. (2) Að breyta vínsölulögum á þá leið, að fækka stórum vínsölu- leyfum, að afnema “club” leyfi einstakra manna og banna vín- sölu á jóladaginn, föstudaginn langa og þakklætishátðardaginn. (3) Að breyta “local option” lögun- um á þá leið, að hvert sveitar- félag hafi v’ald til: (a) Að tak- marka, minka eða afnema hvers konar vinsöluleyfi, svo og að stytta þann tírna, er vín rnegi selja; (b) að búsettir kjósendur einir skuli hafa atkvæðisrétt; og (c) að engin vinsöluleyfi skuli veitt, þar sem “local option” hefir verið samþykt og síðar hnekt vegna formgalla. Bðnstofmm linnda bændiim. Með því að velmegun landsins er nátengd velgengni bændastéttarinnar, og með því að svo illa hefir tekist til, að stjórnin hefir engar fullnægj- andi ráðstafanir gert til að bæta úr fjárþörf fylkisins, þá heitir liberali flokkurinn því, ef hann nær völdum: Að byrja og koma í framkvæmd framfaraatriðum búskap viðkom- andi, þar á meðal: Að umbæta og auka búnaðar- fræðslu með hentugri sýningar- eða fyrirmyndar búum og með beinni kenslu, þannig, að búnaðarkenslan verði færð heim í sveitimar. Að örva með leiðbeiningu, aðstoð og peninga framlögum, samvinnu bænda til kaupskapar á nauðsynjum og sölu á afurðum, svo og að útv'ega nauðsynlegt fé til búnaðar fram- kvæmda með hagkvæmari kjörum, heldur en nú á sér stað. Að setja strax upp slátrunarhús, almenningi til afnota. Réttindi kvenna. Lúberali flokkurinn trúir því, að engar réttvísar ástæður séu til að bægja kvenfólki frá atkvæðisrétti, og mun setja lög um jafnan rétt karla og kvenna til atkvæðagreiðslu, þegar sannað er með bænarskrá, að fulltíða kvenfólk óskar þess , svo margt, að nemi 15 per cent. af öllum greiddum atkvæðum við undan- gengnar kosningar í fylkinu. Bein löggjöf. Að ]>etta fulltrúaþing fylgir stefnu beínnar löggjafar, um upptöku al- mennings til laga og atkvæðaúrskurð allra kjósenda um þingsamin lög, með því að fundurinn álítur, að al- menningur geti með því móti miklu betur komið sínum vilja fram, og sé því fyllilega samkvæmt lýðstjórnar- stefnu flokksins og í samræmi við brezkt stjórnarfyrirkomulag. Dómsniíila-stjórn. Þetta þing harmar það, hv'ersu stöðugt og ákaft stjórn Roblins hefir misbeitt lögunum , flokksþarfir, og að hún hefir sífeldlega neitað að bæta úr þeim mörgu og stóru glopp- um, sem á kosningalögunum eru, svo og að lögsækja þá, sem gert hafa sig seka í kosningasvikum, og heitir flokkurinn því: \(X) aið stjórna dóm.^málum trúlega og hlutdrægnislaust í fylkinu; (2) Að breyta svo kosninga löggjöf- inni, að hæfileg hegning sé lögð við kosningasvikum og að beita ]>eim viðuka Iaganna í fram- kvæmd; (3) Að breyta svo lögum um kær- ur út af kosningum, að málsókn- ir verði auðveldari og fljótari, en nú á sér stað. Vra verkamenn. Fundurinn lýsir þvi, að hann sé fyigjandi frantfara löggjöf i þá átt, að liðsinna og vernda daglaunamenn og umbæta kjör þeirra; að ^beita fyrirmælunum um sanngjörn verka- Iaun á alla stjórnarvinnu, að þvinga þá með sektum eða á annan hátt, sem stjórnarvinnu framkvæma til að borga verkalaun á réttum tímum, að unnið sé i átta stundir að eins við stjórnarvinnu, og að breyta lögum um slysatrygging verkamanna á þá leið, að þeir fái hæfilegar skaða- bætur og greiðlega borgaðar. Góðar brautlr. Með þvi að velgengni fylkisbúa er að miklu leyti komin undir góðum brautum, þá heldur liberali flokkur- inn fast bið ]iá stefnu sína, að taka höndum saman við sveitirnar til vega gerðar og lýsir yfir þvi, að öllum fjárframlögum til þeirra hluta af fylkisfé, skuli vera ráðstafað af sv'eitastjórnum. Skattlög og- sveitir. Fundurinn ályktar að lýsa fylgi sínu við þá löggjöf, er gefi sveitum “Iocal option” til að flokka eignir til skattgreiðslu. Fylkisnytjar. Liberali flokkurinn, samankominn á fulltrúaþingi, lofast til að gera all- ar mögulegar ráðstafanir til þess að koma því til leiðar, að Dominion- stjórnin skili fylkinu löndum og öðr- um fylkiseignum í Manitoba. Breytingar á stjórnar- skránni. (Eftir LögréttuJ Hér fer á eftir yfirlit yfir helztu breytingar, sem nú eru orðnar á stjórnarskrá íslands. Þeirn má skifta í tvo flokka. Breyt- ingarnar í öðrum flokkinum vita að- allega út á við. Hinar inn á við Breytingar, sem aðallega horfa út á við, eru þessar: 1. Konungur vinnur eið að stjórn- arskrá íslands. 2. Konungur er ábyrgðarlaus og friðhelgur. Þessi ákvæði eiga að miða í þá átt að marka skýrara réttindi lands- ins, sýna, að þó að þau standi í grundvallarlögum Dana, verði líka að tak þau fram í stjórnarskipunar- lögum íslands. 3. Ákvæðið um, að embættismenn verði að hafa rétt innborinna manna, er felt burt. 4. Fæðing hér á landi eða visiferli um síðastliðið 5 ára skeið áður kosn- ing fer fram, or orðið kosningarrétt- ar skilyrði tii alþingis. Heimilis- festa innanlands or orðið kjörgeng- iskilyrði. 5. Alþingi er lýst friðheilagt, og engmn má raska friði þess né frelsi. Þessu ákvæði mun vera líkt farið og 1. og 2. lið hér að ofan að því leyti, að það eigi að vera bending um, að samsv'arandi fyrirmæli í grundvall- arlögum Dana gildi hér ekki. 6. Ef alþingi samþykkir breytingu á sambandi íslands og Danmerkur, skal leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í land- inu til samþyktar eða synjunar og atkvæðagreiðslan verða leynileg. 7. Loks er það atriðið, 'Sem mest- ir vafningarnir hafa orðið út af: 1 stað þess sem staðið hefir síðan 1903, að ráðherra íslands skuli bera upp fyrir konungi lög og mikilvægar stjórnarráðsta fanir “í ríkisráðinu”, er nú svo ákveðið, að þetta skuli ráð- herra gera “þar sem konungur á- kveður.” Þá eru breytingarnar, sem aðal- lega horfa inn á við : 1. Ráðherra má fjölga með al- rnennum lögum, og verði það gert, legst landritaraembættið niður. 2. Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef fjárlög fyrir fjárhags- tímabilið eru samþykt af alþingi. 3. Ef meiri hluti þingmanna hvorr- ar deildar krefst þess, að aukaþing sé haldið, kveður konungur saman aukaþing. Með þvl er akinn réttur þingmanna milli þinga. 4. Y f irskoðunarmenn landsreikn- inganna verða þrír (í stað tveggja að undanförnuý, kosnir í sameinuðu þingi með hlutfallskosningum. Minni hlutanum þar gerður kostur á auknu eftirliti. 5. Breyta má með lögum ''því stjórnarskrárákvæði, að hin evangel- iska lúterska kirkja skuli vera þjóð- kirkja íslands og að hið opinbera skuli að því leyti styðja hana og vernda. Auk þess er svo ákveðið, að utanþjóðkirkjumenn, sem ekki heyra til öðrum trúarflokkum, er viðurkendur er í landinu, skuli gjalda til háskóla íslands eða einhvers styrktarsjóðs við þann skóla, eftir því sem á verður kveðið, þau gjöld, er þeim hefði iieililai iiiiiiii riðítati er þeirri hefði ella borið að greiða til þjóðkirkjunnar. Þá koma þær breytingar, sem flestum mun þykja mest um vert. Önnur er: 0. Breyting á skipun þingsins. Konungkjörnir þingmenn hverfa úr sýf>unni* f þeirra stað koma 6 þjóð- kjörnir alþingismenn, kosnir til efri deildar með hlutfallskosningpim í einu lagi um land alt. VTið þær kosningar er kjörgengi og kosningarréttur bundinn við 35 ára aldur. Þessir þingmenn, sem kósnir eru hlutbundn- um kosningum, skulu kosnir til 12 ára, og fer helmingur þeirra frá sjotta hvert ár, fyrsta skiftið eftir hlutkesti. Þingrof nær ekki til þess- ara þingmanna. Enn fremur er sú breyting gerð, að kjördæmakosnu þingmennina 8, er sameinað þing kýs til efri deildar, má kjósa hlut- bundnum kosningum. i. Síðasta atriðið, sem vér nefn- um hér, virðist mikilvægara en nokk- urt hinna. Það er hin mikla rýmkun kosningarréttar og kjörgengis, sem gengur í gildi með hinni nýju stjórn- arskrá. Fyrst og fremst bætast við smámsaman allar konur, giftar og ó- giftar, eftir sömu reglum og karlar, sem nú hafa kosningarrétt, og þar að auki vinnuhjú, bæði karlar og konur, þannig, að fyrst bætast .við þeir nýir kjósendur einir, sem eru 40 ára tða eldri. Næsta ár þeir, sem eru 39 ára og svo koll af kolli, ald- urstakmarkið lækkað um eitt ár í hvert sinn, til þess að þeir allir, sem kosningarréttur er ætlaður, hafi náð honum. Jafnframt eru kjörgengis- skilyrðin þrengd að því leyti, að dómarar, sem ekki hafa umboðsstörf með höndum, verða ekki kjörgengir. Þó tekur það ákvæði ekki til þeirra dómara, sem nú skipa landsyfirrétt- inn. Auðvitað eru breytingarnar nokkr- ar fleiri. En þessar eru helztar. Hjúkrun Barker’s hjúkrunarkonu Heimili fjTir allskonar sjúklinga. Fullkomnar hjúkrunarkonur og góð aðhlynning og læknir til ráða. Sanngjöm borgun. Vér útvegum hjúkrunarkonur. ókeypis ráðleggingar. KONUK, FARIÐ TIL NURSE BARKER—Ráðleggingar við kvillum og truflun. Mörg lmndruð liafa fengið bata við vesöld fyrir mína lækningu, sem tekln er í ábyrgð. Bréflega $2.50 og $5.00. Til viðtals kl. 3—7.30 eða efiir umtali. Sendið frímerki fjTir merkilegt kver. — 137 Carlton Street. - Phone Main 3104 SYSTKININ FRÁ C.ILHAGA Magnas Þorsteinsson og Sœunn Þorsteinsdóttir. ANDLÁTSFREGN. Það eru nú meira en 40 ár síðan eg sá þau heima á Islandi, hin góð- kunnu systkin frá Gilhaga í Skaga- firði, Magnús og Sæunni, og um 30 ár síðan eg heyrði, að þau hefðu bæði flutt hingað til Ameríku. Það var i bruðkaupsveizlu þeirra beggja árið 1869, sem eg sá þau, og var eg þá irínan við fermingaraldur. Mér fanst það því næstum undravert, að finna þau bæði á lífi og allvel hress, þegar forlögin höfðu líka nýlega flutt mig hingað til lands og í þessa bygð. En nú eru þau bæði horfin og varð ekki langt á milli þeirra. Hann and- aðist 6. Júní næstl. 76 ára; og hún rúmum mánuði síðar, 14. Júlí, 73 ára. Var hann jarðaður 8. Júni í grafreit þessarar bygðar, en hún var jörðuð 16. JÚIÍ í hinum eldri grafreit Hall- son-bygðar, hjá seinni manni sínum, sem þar hvílir. Magnús var fæddur 10. Jan. 1839, en, Sæunn var. fædd 17. Ágúst 1841. Bæði voru þau fædd í Gilhaga og uppalin þar. Voru foreldrar þeirra hjónin Þorsteinn Magnússon og Oddný Þorsteinsdóttir. Magnús, faðir Þorsteins í Gilhaga var sonur Þorsteins eldra í Gilhaga Jónssonar prests í Goðdölum Sveinssonar. Móð- ir Þorsteins yngra í Gilhaga var Rut Konráðsdóttir, systir Jóns prófasts Konráðssonar á Mælifelli. Þorsteinn faðir Oddnýar í Gilhaga var Jónsson Erlendssonar á Silfrastöðum. Magnús sál. giptist, eins og áður er getið, árið 1869, 7. Júlí, frænd- stúlku sinni Oddnýju Þorsteinsdótt- ur, og er hún enn á lífi. Bjuggu þau hjón siðan í Gilhaga, meðan þau voru á íslandi, og var Gilhagi því hið eina heimili, sem hann átti heima á ættjörðinni. Árið 1887 flutt- ust þau með fjölskyldu sinni hingað til lands, og settust að í Halllson- bygð í N..Dak. , því að þangað var Sæunn systir hans og maður hennar kominn nokkrum árum áður. Þaðan fluttust þau svo hingað til Morden- bygðar árið 1902 og bjuggu hér siðan. Börn þeirra hjóna eru: Sæunn, gift Kristjáni Stáágfjörð; Steinunn, gift Halldóri Skagfjörð, dáin 1903; Jónína Oddný, ógift hjá móður sinni og Guðbjörg, ógipt í Seattle. Magnús sál. var vel skynsamur maður, iðjumaður einstakur og trú- virkur. Það mun allra mál, er kyntust honum, að vandaðri mann til orða og v’erka, hafi ]>eir eigi þekt, eður meiri góðvildarmann við alla, er hann gat sýnt einhvern greiða. Miklu betra að líða talsvert sjálfur, en að hjálpa ekki þeim, setn honum fanst þurfa þess. Orð hans og lof- orð þóttu i öllum viðskiftum eins góð og gull, þótt aldrei ætti hann yfir mikilli auðlegð að ráða; en nægilegri þó, sér og sínum kæru ástvinum til framfæris. Sæunn sál. giftist i fyrra sinni tví- tug að aldri, árið 1861, Guðmundi Guðmundssyni frá Bjarnarstaðahlið, en misti hann eftir 4 ára sambúð og eftir langvinnar þjáningar, er hann leið. Þau bjuggu í Gilhaga og eign- uðust tvö börn, er bæði dóu ung. 1 síðara sinn giptist hún árið 1869 Jóni Gíslasyni frá Flatatungu. Bjuggu þau hjón fyrst 1 ár í Gilhaga, svo tvö ár á Arastöðum og síðan 11 ár í Flatartungu,, þar til þau fluttust hingað til Ameríku árið 1883. Sett- ust |þau þá að í Hallson-bygð, N.- Dak., og þar andaðist Jón Gíslason 10 árum siðar. Eftir andlát hans var Sæunn enn 5 ár í Hallson, en fluttist þá hingað til Brown-bygðar ásamt börnm sínum árið 1898. Hér dvaldi hún síðan til dauðadags hjá syni sínum, Þorsteini kaupmanni á Brown. í seinna hjónabandi eign. aðist hún 9 börn og eru 5 þeirra á lífi: Annna Ingibjörg, kona J. S. Gillis, bónda í Brown; Þorsteinn, kaupmaður i Brown: Gísli Guðmund- ur, læknir i Grand Forks; Oddný, ó- gipt bústýra hjá fósturbróður sinum; Jón Magnús, bóndi i Brown. “Ein af allra merkustu islenzkum landnámskonum hér vestra,” sagði nákunnugur maður nýlega í bréfi um Sæunni sál., og þa ðer án efa rétt sagt. Hún var ein af merkustu kon- um, hvar sem hún var, heima á ls- landi og eins i þessu nýja heimkynni tslendinga hér. Mannkostirnir voru allstaðar og ávalt þeir sömu. Skyldu rækni í öllum greinum, áhugi í þvi að alt væri vel gert, sem gera bar, hreinlyndi hið innra og hreinlæti hið ytra, kærleiksrík lund og ástúðlegt viðmót. Allir, sem kyntust henni, sakna hennar. Þó er það án efa einn flokkur öðrum fremur; það eru þeir, sem bágt eiga. Henni var svo ijúft að hafa hugann hjá iþeim, alt af að hugsa um, hvernig hún gæti liætt úr raunum þeirra og létt byrð- ina. Hún var ör á hjálpinni, þegar efnin voru góð; og þegar þau voru lítil, þá líktist hún hinni ekkjunni, sem gaf einn pening, en gaf þó í rauninni meira en nokkur sem ríkur var, Þau eru nú sofnuð, blessuð góðu systkinin frá Gilhaga. Fríðari og sviphreinni gamalmenni hefi eg ekki séð. Það duldist ekki, hið skæra ljós, sem brann í huga þeirra og hjörtum. “Sælir eru hreinhjartaðir, þvi þeir niunu guð sjá.” Brown. 25. Júlí 1915. /. O. M. — $2,500 hefir stjórn Egypta- lands heitið þeim er finnur mann þann er veitti Khedivannm barta- tilræði fyrir skemstu. Meðal þeirra sem grunaðir eru, er egypskur stúdent sem stundað hefir nám í Konstantinopel og oft hefir verið uppvöðslusamur. Hann situr í varðhalli ásarnt nokkrum öðrum. — Robert Rosenthal, þýzkur spæjari var sekur fundinn og af lifi tekinn i London 15. júlí. Hann kannaðist við að hermálastjórnin þýzka 'hefði sent sig til Englands og að hann hefði fengið vegabréf sitt i skrifstofu sendiherra Banda- ríkjanna i Berlín. Ekki kvaðgt hann samt vera ameriskur ]>egn, heldur hefði hann svarið rangan eið til að ná í vegabréfið'. Sálmabókin. Hin nýja sálmabók ldrkjufé- Iagsins er nú til sölu hjá féhirði félagsins herra Jóni J. Vopna. Utanáskrift Box 3144 Winnipeg, Man. Afgreiðsla á skrifstofu Lögbergs. Bókin er sérstaklega vönduð að öllum frágangi. Kostar $1.50, $2.25, $275, eftir gæðum bands- ins; allar í leðurbandi. — Söfn- uðir kirkjufélagsins, sem panta 20 bækur eða fleiri, fá 25% af- slátt að frádregnu burðargjaldi. Þessi sálmabók inniheldUr alla Passiusálma Hallgríms Pétursson- ar og einnig hiö viðtekna messu- form kirkjufélagsins og margt fleira, sem ekki hefir verið prent- að áður í neinni íslenzkri sálma- bók. Business and Professional Cards Dr. Bearman, Þekkir vel á Augna, eyrna, nef, kverka sjúkdóma og gleraugu. Skrifstofutímar: 10-12, 2-5 og 7-8 Tals. M. 4370 215 8:merset Blk THOS, H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfræBiagar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur l Building, Portage Avenue Áritun: p. O. Box 1650. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Dr.R. L. HUR5T, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskrifaSur af Royal College of Physlcians, London. SérfræSlngur f brjðst- tauga- og kven-sjúkdðmum. —Skrifst. 305 Kennedy Bldg., Portage Ave. (& mðti Eaton’s). Tals. M. 814. Heimili M. 2696. Timi til vlBtals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. GARLAND & ANDERS0N Ami Anderson E. P Garlaná lögfræðingar 801 Electric Railway Chambara Phone: M&in 1561 Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Teiephone garrv 380 Okpicb-Tímar: 2—3 Heimili: 776 Victor St. Telephone garry 321 Winnipeg, Man. 1 1 Joseph T. Thorson islenzkur Iögfræðingur Arltun: CIMPBELL, PITBUBO & COMPANY Farmer Buildirig. • Winnipeg Man. Phona Main 7640 Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor, Sherbrooke & William rEIÆPHONElGARRY 33« Office-tímar: 2—-3 HEIMILI: 764 Victor Str«et Telephonei garry T63 Winnipeg, Man. Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Kornf Toronto og Notre Dame Dr. W. J. MacTAVISH Officb 724J 5'argent Ave. Telephone .Therbr. 940. ( 10-12 f. m. Office tfmar < 3-5 e. m. ( 7-9 e. m. — Heimili 467 Toronto Street — WINNIPEG TELEPHONB Sherbr. 432 J. J. BILDFELL FASTEIQNASALI Room 520 Union Bank - TEL. 2985 Selur hús og lóðir og annast alt þar aOlútandi. PeDÍngalán J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir 0. fl. 504 The Kensington.Port.ASmlth Phone Maln 2597 Dr- J. Stefánsson 401 BOTD BLDG. Cor. Portage and Edmonton Stundar eingöngu augna, ejrna, nef og kverka sjúkdðma. — Hr aS hitta fr& kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. — Talsfml: Main 4748. Helmlll: 105 OUvla St. Talsfml: Garry 2315. , * ~ - 8. A. 8IQURDSON Tajs gherbr 2786 S. A. SIGURÐSSON & CO. BYCCIflCANlE(tN og FI\STEICN/\SALAB Skrifstofa: Talsími M 4464 208 Carlton Blk. Winnipeg J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave 8t Suite 313. Tals. main 5302. Columbia Grain Co. Ltd. H. J.LINDAL L. J. HALL6RIMS0N íslenzkir hveitikaupmenn 140 Grain Exchange Bldg. — A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, sebir líkkistur og annast nm úiJarir. Allur útbún- aOur sá bezti. Ennfrem- nr selur bann allskonar minnisvarOa og legsteina ra's. HS'inlMQarryllSI „ Otflco „ 300 08 878 Dr. A. A. Garfat, TANNLÆKNIR 614 Somerset Bldg. Phoqe Main 67 WINNIPEC, MAN. Skrifstofutímar: Tals. 1524 10-12 f.h. og 2-4 e.h. G. Glenn Murphy, D.O. Osteopathic Phyeician 637-639 Somerset Blk. Wlnnipeg Tals. G. 2292 McFarlane & Cairns æfðustu skraddarar I Wianipeg 335 ftotre Ðams Avs. * dyr tyrir vastan Winnip.x leikhús Vér leggjum sérstaka Aherslu á aB selja meCöI eftir forskrlftam laekna. Hln beztu melöl, sem hægt er aB fá, eru notuB eingöngu. pegar þér kom- 18 meS forskriftlna tll vor, meglB þér ▼era viss um aB fá rétt þa8 seta læknlrinn tekur tU. COLCUKUGH * OO. Notre Dame Ava og Sherbrooke IL Phone Garry 3690 og 8691. Qiftlngaleyflebréf seld. D. GEORGE Gerir við allskonar Kúsbúnað og býr til að nýju. Tekur upp gólfteppi og leggur þau á aftur Sanngjarnt verð Tils. G. 3112 3B3 Shertarsoke St. The London S New York TailorinK Oo.]co Kvenna og karla skraddarar og loðfata salar. Loðföt sniðin upp, hreinsuð ete. Kvenfötum breytt eftir nýjasta móð. IFöt Kreinsuð og presouð. M2 Iherkrooke SL. Tats. Barry '2331 Lœrið símritun LæriS stmritun; Járnbrautar og verzlunarmönnum kent. Verk- leg kensla. Engar námsdeildir. Einstaklings kensla. SkrifiB eft- ir boBsriti. Dept. “G”, Western Schools, Telegraphy and Rail- roading, 27 Avoca Block, Sargent Ave., near Central Park, Winni- peg. Nýir umsjðnarmenn. Thorsteinsson Bros. & Company flyggja hús, teljs lóðir, útvegs lin og eldtáby rgB Fóa: lf. 999«. S15 fl n—l Hsfaoaf.: C. TSS. Wlntj—, Maa Mrs. E. Coates-Coleman, Sérfraeðingur Eyðir hári á andliti, vörtum og fæðingarblettum, styrkir veikar taugar með rafmagni o. s. frv. Nuddar andlit og hársvörð, Biðjið um bækling Phone M. 996. 224 Smith St. E. J. Skjöld, Lyfsali Horni Simcoe & Welliafton Tál«. Girry 43U

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.