Lögberg - 05.08.1915, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.08.1915, Blaðsíða 6
« LOGBEEG, FIMTUDAGINN 5. AGÚST 1915. Á vœngjum morgunroðans. Eftir LOUIS TRACY. “Hvað hefir komið fyrir, Miss Deane?” spurði hann. “Er frökenin nú fyrst að komast i skilning um hve ágætan föður hún á?” Skipseigandinn hló kuklahlátur. "Þú átt sann- arlega kollgátuna," sagði hann, Lord Ventnor var ekki ánaegður með þetta svar. “Eg býst við að þú ætlir Iris að dvelja í Smith's Hótel?” spurði hann kuldalega. “Já. Pabbi var að bjóða Robert að koma þangað líka. Hvert farið þér?” Honum sámaði svo að1 heyra hana nefna An- stmther þessu nafni, að liann gat varla stilt sig. “Sir Arthur Deane virðist hafa ráðið fram úr mörgum málum siðustu stundina, sagði hann gremju- kga. “Já,” svaraöi skipseigandinn þurlega. “Eg hefi ásett mér að v'inna að heill og hamingju dóttur minn ar það sem eftir er æfinnar. Alt annað verður að vikja fyrir þei^ ásetningi.” Lord Ventnor fölnaði af þræði. Það var sem eldur brynni úr augum hans og röddin titraði. “Þ.á verð eg að óska yður til hamingju, Miss Deane. Yður virðist ætlað að lifa æfintýra lifi. Þér liðuð skipbrot við Regnbogaeyju. Þegar þér stigið hér á land^igið þér annað skipbrot í vændum.” Þegar liann hafði þetta mælt vék hann frá þeim. Robert hafði staðið hjá og horft þegjandi á. Hann var innilega glaður og hann hafði enga ástæðu til að láta hrakyrði Ventnors ganga sér til hjarta. En hann vissi að meðb'iðill sinn mundi ekkert til spara) að láta spádóm sinn rætast. Robert lagði höndina kurteislega á öxl barónsins. “Við hvað átti Lord Ventnor?” spurði hann. S!ir Arthur Deane brosti. “Það er óþarft að fara út í þá sálma hér,” mœlti hann. “Við skulum skjóta því á frest, þangað til við komum í náttstað.” Fregnin flaug eins og eldur í synu um alla borg- ina, að Orient væri komin. Skipið lagðist í lagi sitt og báti var skotð út til að flytja farþega á land Þótt skipverjar hefðu umgengisti Anstruther eins og jafningja sinn á leiðinni, gátu þeir ekki, stöðu sinnar vegna, boðið honum til fundar við s'ig síðar meir. Eftir að hann var einu sinni kominn á 'land máttui þeir ekkert framar hafa saman við hann að sælda. Lord Ventnor var þetta ljóst og hugði að nota sér það. “Mr. Fitzroy,” sagði hann og snéri sér við þegar hann kom út á borðstokkinn og ætlaði að fara niður i bátinn. “Eg vonast til að þú gerir mér þá ánægju að borða með’ mér miðdagsverð í kvled og hefir eins marga með þér og komið geta.” Fitzroy; svaraði með uppgerðar kurteisi og blíðu: “Þakka þér fyrír, en eg get engu lofað fyr en eg veit hvaða fyrirskipanir bíða mín hér.” Það er engin von. En þið kopiið, ef þið getið?” “Já; viðl skulum' hafa það svo.” “Þetta var kurteisleg, en engu að siður ákteðirt höfnun á boð'inu og Lord Ventnor skildi það. Og ekki batnaði hann i skapinu við það, er hann rak fótinn í annan olíubrúsann, sem Robert hafði fylt af smásteinum. Báturinn lagði frá skipinu. A landi stóð lítill hópur og læið bátsins. Tveir úr hój>num höfðu hraðað sér til strandar alt er þeir máttu,,þegar þeir höfðu hevrt, að Orient væri komin. Það var auð- séð á ö'lrum þeirra. að hann var háttsettur embættis- maðttr i hernum, en hinn var bersýnilega ferðalang- ur, sem ekki hafði dvalið lengi í Singapore. Þeir sem kunnugir voru í borginni mtundu hafa efast um að hann gæti fengið þar svo dýr og fín föt. Og það Rólegur, Anstruther! Þú manst hverju þú lof- aðir. Eg verð að fá aö eiga við Lord Ventnor. Eg verð að fá að hefna mín fyrst. Hvað er þetta? Jú, svo sannarlega — eg held — já. Það er Anstruther! Bróðursonur þinn situr við hliðina á stúlkunni!” Kíkirinn féll niður og brotnaði. Rauðleita andlit- ið á stóra manninum fölnaði. Hann þreif i hand- legginn á vini sínum til að verjast falli. “Þér hefir þó ekki missýnst?” sagði hann hásum rómi. “1 guðsbænum, gættu betur að, heyrirðu ekki maður! Vertu viss í þinni sök áður en þú segir mér meira! Talaðu! Talaöú!” “Reyndu að vera rólegur, Anstruther. Eg get fullvissað þig um, að svo sannarlega sem eg er lif- andi, þá er það Robert og enginn annar. Heldurðu að eg þekki hann ekki veslings manninn, sem eg eins og alhr aðrir hrinti frá mér, þegar honumt reið mest á' En eg hafði ástæðu. Nei, vertu rólegur. Eg meina það ekki. Það Íeit út fyrir, að eg hefði ástæðu. Robert verður síðastur allra til að kasta steini á okk- Gat nokkur lifandi maður trúaðí því, að nokk- ur. urri manneskju dytti í hug, að1 gera s\o svjvirðilegt samsæri gegn saklausum manni? Og síst af öllu gat eg trúað því um konuna mína.” Báturinn skreið léttilega upp að. tröppuniun við bryggjuna og Playdon hljóp á land til að hjálpa Iris upp úr bátnum. Það er hægast að skýra frá því sem fram fór eftir það með Playdons eigin orðum. Þeg- ar hann kom aftur út á skipið sagði hann skipsverjum þessa sögu: "Þegaft við komum að landi, ruddust tveir menn í gegnum’ hópinn sem á bryggjunni stóð með hávaða og gauragangi. Annar þeirra ruddist aðl Lord Ventnor, þreif i hálsmálið á skyrtu hans og hótaði að mola í honum hvert bein, ef hann vildi ekki hlusta á sig; þetta var ,Costobell ofursti. Eg var í þann veg inn að skerast í leikinn, en hætti vijð. það þegar eg heyrði fyrstu orðin sem Costobell sagði. Eftir það skyldi eg með ánægju hafa hjálpað til að hengja milnustein um hálsinn á Ventnor og kasta honum langt út á höfn. Okkur félll aldrei við hann. Eða or það ekki satt?” “Engar spurningar, Pompey; haltu áfram með sögu þína,” sagði einn í hópnum. “Mrs. Costobell er dáin,” mælti Playdon.- “Hún veiktist viku eftir að Orient lagði á stað og dó fjór- um dögum seinna. En áður en hún dó gerði hún játning sína.” Hann þagnaði og horfði óblíðlega fram undan sér. Enginn hreyfði legg eða lið. “Mrs. Costobell”, hélt hann áfram, “bað bónda sinn fyrirgefningar og kvaðst með aðstoð Lord Ventnors hafa sett saman lygasöguna um Robert, seml hann var dæmdur eftir. Það hlýtur að hafa verið níðingslegt samsæri, því Mr. Costobell var sveittur af bræði, þótt or*n sem hann sagði væru nógu köld. Þið hefðuð bara átfi að sjá svipinn á Ventnor, þegar Costobell las yfir honum svarinn vitn- isburð konu sinnar um falskan framburð og játningu nokkurra kínverskra þjóna sem Ventor hafði mútað til að bidra ljúgvitni. Hann hafði lofað aðl giftast Mrs. Costobell ef maður 'hennar dæi, eða, ef henni þætti hann lifa of lengi, þá að láta hann skilja við hana. En þá komst Mrs. Costobell að þvi, að hann var að elta Miss Iris og þaö mun hafa flýtt fyrir dauða hennar. Mr. Costobell sagði, að sig hefði langað til að liakla þessu leyndul vegna konu sinnar. En hann varð að breinsa nafn Anstruthers og ekki síst vegna þess að hann hitti gamla Johnnie, sem — “Pompey, þú ert svo æstur að þú veist ekki hvað þú segir. Hver er þessi ‘gamlli Johnnie’?” spurði einn i hópnum. “Sagði eg ykkur það ekki? Nú, það er auðvitað föðurbróðir Anstruthers, stór og gerfilegur karl og talar Yorkshire mállýsku. Eg komst að því, að hann gerði bróðurson sinn arflausan, þegar hann frétti, áð hann hefði verið dæmdur fyrir herrétti. En hann sá sig um ‘hönd og sendi hvert símskeytið af öðru. En var auðheyrt, að hann var ekki hrifinn af Austur-( j)eg-ar hann fékk ekkert svar, gerir hann sér lítið löndum. Hann bölvaði loftslaginu, borginni og fólk- inu. Nú var hann mjög æstur í skapi. Hann var hár vexti, gildur að sama skapi og mjög rauður í andliti. Hann tók upp stóra sjónpipu og reyndi að leggja hana í jafnvægi á öxlina á innlendum þjóni. “Geturðu ekki staðið kyr, herjans asninn þinn!” grenjaði hann; hann var að reyna að koma auga á bátinn. “Eða á eg að strjúka þér um eyrun?” Félagi hans, emibættismaðurinn í hernum, horfði á bátinn í smáum sjónauka. “Sem‘ eg er lifandi!” hrópaði hann. “Eg sé Sir Arthur Deane og stúlkuna sem er mljög lík dóttur hans. Og þarna er árans þorparinn hann Ventnor Hka.” Stóri maðurinn hrinti þjóninum til hliðar og lyfti upp kikinum eins og hand væri gönguprik. “Þetta .herjans svín! Hann rak veslings dreng- inn minn út í eymd og’dauða. En honum hefir þó ekki tekist að stúta honum. Eg sé hann er heill á húfi. Biðið þið bara við þangað til eg ‘hitti hann. Eg skal —” Lögberqs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVl AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXl fyrir og kemur austur að leita að honum. Hann hitti Mr. Costobell daginn eftir að konai hans dó og þeir strengdu þess heit að hefna sin á Ventnor og hreinsa Anstruther af lygaáburðinum hvort sem hann væri lifs eða liðinn. Eg vorkendi veslings gamla mann- um. Hann grét eins og barn þegar hanni bað bróð- urson sinn fyrirgefningar. Það var áhrifamikil sjón. Eg skal segja ykkur —” Playdon þagnaði og fór að leita að vasaklút sín- um. 1 “Haltu áfram sögunni eða þú skalt fá að kenna á því,’" kallaði einn í hópnum. “Lofið þið mér að anda og gefið þið mér að drekka- Ykkur nægir ekkert minna en fónógraf. Bíðum nú við. Já, Costobell ofursti endaði með þvi, að skýra Lord Ventnor frá því, að dómur Anstruth- ers væri þegar aftur kállaður og innan skamms fengi hann aftur stöðu sína í hernum. Það væri irndir Anstruther komið hvort hann vildi hefja sakamál á hendur Ventnors eða ekki fyrir samsæri. Vitið þið hvaða samsæri —?” “Þú ert páfagaukur! Hvað gerðrí Miss Deane?” “Stóð hjá Anstruther og hélt í handlegginn á hon- um og grét eins og engill og kysti alla þegar Ventnor slæptist í burtu. Nú, nú, verið þið rólegir. Eg á við það, að hún kysti föður sinn, Anstruther og föður- bróðuír hans. Því miður var eg ekki í tölu þeirra sem hún kysti. En hvemig sem á því stóð, þá var eins og allur hópurinn ætlað að rífa af mér hendina og áhorfendurnir hrópuðu þrefalt 'húrra þegar þau fóru í burtu. Er nú enginn svo brjóstgóðlur að vilja gefa mér að drekka?” Þegar þau Anstruther komu í hótelið, greip Sir Arthur Deane fyrsta tækifærið til að skýra þeim frá ástæðum sínum fjárhagslega og benti þeim á, að enn hefði I/>rd Ventnor hættulegt vopn í höndum. Mr. William Anstruther hlustaði á með athygli. Robert langaði til að leggja til málanna, en frændi lians fékk hann til að þegja. “F.g skal ráða fram úr þessu,” sagði hann. “Eg beyrði talsvert talað um fyrirætlan'ir Sir Arthurs, og ef helmingurinn af því sem sagt var er satt, þá ætti ekki að vera erfitt að fá alt það fé sem með þarf. Sestu niður, Sir Arthur, og segðu okku.r frá fyrir- ætlunum þínum.” * Hann lét ekki þurfa að segja sér það tvisvar. Hann sagði þeim í stuttu mál'i frá hinum fyrirhuguöu verzlunar fyrirtækjum sínum og endaði, með þeim) spádómi, að innan sex mánaða, mundi London, Paris og Berlin keppast um að bjóða, þeim alt það fé er þeir þyrftu og meira til. Þótt gaml’i maðurinn væri ekki sérlega vel lyntur, þá var liann skarpskygn í verzlunarsökum. Þegar Sir Arthur hafði lokið sögu sinni krefti hann hnef- ann og rak hann svo hart niðfur, að brakaði í borðinu. “Sendu félaginu simskeyti, Sir Arthur,” hrópaði hann, “og segðti þeim, að tilvonandi tengdasonur þinn leggi til þessi tíu þúsund pund sterling, sem þú segir að þig vanti og þú getur bætt því við,( að önnur tíu þúslmd verði til þegar hin eru upp gengin, ef á þarf að halda. F.g fór einu s'inni skammarlega illa með strákinn. En eg held eg sé nú að bæta ’úr þvi.” “Þú segir satt,” sagði faðir stúlkunnar. “Þetta fé fjórfaldast á tveim árúm.” “Því meiri ástæða til að láta hann fá tuttugu þús- unlir, en ekki tíú,” sagði gamli maðurinn og néri saman höndunum af ánægju. “En þið eruð að tala u,m að láta sakir við' Ventnor falla. Er ekki rétt að segja honum strax að við þurfum ekki hans miuna með, áður en hann hefir tíma til þess áð rægja ykkur í Lundúnum? Hann er í netinu. Láturn hann ekki sleppa.” Iris gat ekki varist brosi. Loksins fékk Robert að taka til máls. “Þið talið eins og þig séuð stóreignamennirnir í |æssum litla hóp,” mælti hann. “Mér virðlst sem þið hafið komið máluan okkar í gott horf og mér kemur ekki til hugar, að mótmæla einu orði sem þið hafið sagt. En eg get glatt ykkur meS því að við Iris er- um stóreignamennirnir í hópnuim. Þlið voruð a,ð tala um, að þið þyrftuð að fá banka á Englandi til að standa á bak við ykkur. Þið þurfið þess ekki. Við gettim staðið sem banki á bak Við ykkur.” Barónninn skellihló. Robert sá að Iris átti ekki langt aö' sækja glaðlyndið. "LEtlaröu að selja eyjuna ykkar?” spurði hann og gat varla komið út orðunum fyrir hlátri. “Eg treysti varla Iris, hvað þá öðrum, til að getá gynt neinn til aö kaupa hana.” “En elsku, bezti pabbi,” greip Iris fram í með mikilli alvöru, “það er alveg satt sem Robert segir. Það er gullnáma á eynni. Hún er svo auðug, að þú trúir því ekki fyr en að því kemur, að þú getur ekki um það efast. Eg býst við, að þess vegna hafi Robert ekki viljað láta mig minnast fyr á hana við “Nei, Iris; sú var ekki ástæðan,” sagði hann svo alvarlega, að gömlu mennína tók að gruna, að þetta væri ekki einber gamanleikur. “Ást þin var mér meira virði en alt gull veraldarinnar. Eg ihafði unn- ið þig mér til handa. Og eg ætlaði ekkij að sleppa þér, en eg vildi ekki kaupa þig.” Hann snéri sér að föður hennar og talaili eins og sá sem ekki getur lengur dulið tilfinndngar sínar. “Mér hefir ekki gefist færi á að þakka þér fyrir það sem þú sagðir, rétt áður en Við fórum á land. En eg gleymi því ekki á meðan! eg lifi. Eg| var fá- tækur, fyrirlitinn og útskúfaður; samt gafstu mér dóttur þína. Eg veit hvers vegna þú gerðir það. Þú gerðir það vegna þess, að þú matst hamingju hennár meir en auð og metorð. Alig iðrar j>ess nú, aðl eg sagði þér ekki fyr hvernig í öllu lá. Með því hefði eg getað sparað l>ér óþarft hugarstríð. En áhyggj- umar hafa orðið eins og illur draumur. rokiðl i burtu eins og ský fyrir sólu. Eg veit því að þú erf- ir það ekki við mig. Eg er bundinn þér sterkari viðj- um en úr stáli verða gjörðar. Og eg er líka, þakk- látur þér, frændi. Þú ferðaðlist þúsundir mílna til að hjálpa mér, þegar ógæfan virtist hafa sigrast á mér. Þú vorkendir mér, ef eg kynni að verá eins illur og sagt var; þú ætlaðir að draga mig upp úr djúpi örvæntingar og smánar. Og hvers vegna skyldi eg hata Lord Ventnor? Hver hefði getað gert mér annan eins greiða og hann hefir gert? Hánn hefir átt sinn þátt i því að við Iris hittumst, Hann í raun og veru gaf mér hana. Hann mýkti skap frænda míns þegar mest reið á. 'Hata hann! Eg vildi setja myndastyttu af honum úr-, marmara á háan stall, sem sýnilegt tákn þess, hve mikið gott getur leitt af illu — til að sýna það og sanna, að vegir guðs eru órannsakanlegir, að hann getur snúið böli i blessun.” “Hættu þessu,” grenjaði Anstruther. “Hvað gengur að þér? Eg hefi aldrei heyrt þig tala þessu líkt!” Gannli maðurinu var svo æstur og hlægilegur að umtalsefnið breyttist ósjálfrátt. Robert varð rólegri og tók að segja þeirn æfintýri, sem líktist miklu meira ótrúlegustu sögunni úr Þúsund og eimii nótt, en sannri sögu. En þegar sýnishornið af málmblendingnum í brúsunum var rannsakað, sannfærðust þeir um, að saga Roberts var ekki ýkt. Rannsóknin fór fram næsta dag. Var hér um bil 500 punda Virði af gulli í málmblendingnum, semi í brúsunum var. Var sýnishornið þó ekki tekið þar, sem líklegt var að náman væri auðúgust. Nú er ekki, margt eftir ósagt um Regnbogaeyj- una og þaú tvö sem bíðu þar skipbrot. Daginn sem það var opinberlega tilkynt, að Robert Anstruther hefði aftur hlotið tign sína og stöðu í hemum, gift- ist hann Iris. Athöfnin fór fram í ensku kirkjunni i Hong Kong. Iris Vildi svo vera láta. Honium þótti það og vel við eigandi, að ’hann setti upp sigurhjálm- inn á sama stað og hann hafði verið rændur heiðri sinum. Playdon var svaramaður og öll skipshöfnin af Oricnt var viðstödd. Skömmu seinna slepti Robert stöðu sinni i hern- am; Hann tók það nærri sér. En nýjar skyldur kölluðu að; þeim varð liann að gegna. Hann útveg- aöi námuverkfræðinga, verkamenn, matvæii, vélar og önnur áhöld og hélt á tveim skipum hlöðnum fólki og flutningi til Regnbogaeyjar. Það var að kveldi dags snemma í júlí mánuði, að bæði skipinj köstuðu akkerum fyrir utan Pálmaklett. Mir Jan hljóp aftur og fram utn ströndina. Hann gat bersýnilega ekki haldið kyrru fyrir. Hann réði sér ekki fyrir fögnuöi. Robert hafði góð tíðindi að segja honumi. yEðsti jy[ARKET JJOTEL Viö sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Furniture Overland embættismaðurinn i Hong Kong 'hafði haldið að öllumi sanngjörnum kröfum sem Anstruther gerði fyrir hönd Mir Jans mundi verða sint ef mögulegti væri. Anstruther haf'ði talað svo vel máH Múhameðs- trúar mannsins við stjóm Indlands, að á því gat lít- ill vafi leikið, að með næsta pósti fengi hann til- kynning frá stjórninni um það, að Mir Jan morð- ingja væru gefnar upp sakir. Náman reyndist jafnvel auðlugri en Robert hafði vogað sér að vona að hún væri. Málmurinn var of- arlega í jörðu og litlu þurfti að ryðja ofan af. Áður en sólarhringur var liðinn var búið að veita hinu eitraða gasi úr holunni og líkamir dýra og manna þeirra er þar lágu voru fluttit í burtu. Þegar hið glæsilega skip létti akkerum daginn eftir og klauf Ijósbláar bylgjurnar úti fyrir Pálnmkletti, heyrði Iris stunur vélatma sem teknar voru að starfa á landi. Robert hafði verið önnum kafinn til síðustu stundar. Viðstöðutíminn var stuttur en margs að gæta. Margir höfðu tekið sér far með skipinu og hann vildi ekki tefja þá lengur en nauðsyn krefði, þótt allin væru fúsir til að fara að vilja hans og þörfum. Nú hafði hann lokið við þann hluta undirbúnings- ins, sem hann þurft'i' að hafa hönd í bagga með. Kona hans, Sir Arthur og gamli Anstruther stóðu saman á þilfarinu og ræddust við. Robert bar þar að; og sagði þeim að síðasta verk sitt á eynni hefði verið það, að biðija verkstjórann að biggja vita á Sjónarhóli, eins fljótt og því yrði við kornið. “Mig langar ekki til,” sagði hann brosandi, “að eiga í vændum samskonar svaðilfarir og þær sem eg lenti í þegar eg kom hingað í fyrsta sinn. Þáð getur viljað til að við komum hingað að næturlagi.” Iris1 svaraði ekki. Ilún starði bláu djúpu augun- um á klettana og rifin, sem óðunn hurfu sýn.” “Heyrðu góða,” sagði maður hennar, “livers vegna ertu svona hljóð?” - Hún snéri sér við og leit á hann. Ljós hinnar hnígandi kveldsólar varpaði gullnum roða á andlit hennar. “Af þvi eg er svo glöð,” sagði hún. “Elskuj Robert, — svo glöð og svo þakklát.” * * * Bftirrit. Síðústu fregnir af Mr. og Mrs. Anstruther má lesal i bréfi, frá gamalli meykerlingu í Yorkriiire til vinkonu hennar í Lundúnum. Það er dagsett fjór- um árum eftir að þeir atburðir skeðu, sem nú hefir verið frá skýrt. Þótt frásögn bréfsins sé i molum og að ýmsu Ieyti miður rétt, þá munti ]>eir sem hafa fylgst með þeim Robert á æfintýrabraut þeirra, geta metið frásögn bréfsins að verðleikum. Þegar bréfritarititr skýrir frá staðreyndum þarf vitanlega ekki að efast um sannleiksgildi orða hennar, en dómar hennar eru mið- ur ábvggilegir. Bréfið er á þessa leið: “Elsku Helena! Eg hefi ekkert frétt af þér svo lengi, að eg hefi engan frið1 í mínum beinum fyr en eg er búin að segja þér! frá ]>ví sem er að gerast í kringum mig. Þú manst vist eftir því, að Anstruther nokkur keypti Fai'rlawn fasteignina, sem er skamt frá þorpinu okk- ar, fyrir hér um bil þremur árum. Þau hjón eru, eins og þú vest, ákaflega rík. Læknirinn hefir sagt mér, að þegar þau séu ekki að p’ressa peninga út v’tr veslings Kínverjum, þá grafi þaut gullið í vagnhlöss- wn' upp úr einhverri galdra eyju langt út í Atlants- hafi eða Kyrrahafi — eg man ekki hvort heldur er. En hvað Sem því liðúr, þá gætu þau haft fleiri heimboð en þau gera. Mrs. Anstruther er ákaflega fríð og aðlaðandi kona og gæti staðið frernst í flokki í samjkvæmislífinu, ef hún vildi; en hún viröist ekki skeyta um neitt fólk nema bóndal sinn og böm sín. Hún á dreng og stúlku, yndisleg börn, það má eg játa og þau eru alt af hjá henni. Þau hafa ' tvær franskar þjónustustúlkur og óttalega ljóta mann- eskju — Múhameðstrúar mann, að eg held. Hann er altaf og alstaðar á höttunum og lætur eins og hann sé tilbúinn að hálshöggva hverja manneskju, seml vogar aðj líta á bömin. Þú hefir aldrei séð anrtað eins samsafn! Það er heimskulegt af Mrs. Anstruth- er að elska rnann sinn eins og hún gerir. Hanni er stór og myndarlegur maður og það sópar af honum. En í þau fámskfti sem eg hefi talað við hann, fanst mér íhann fremur fálátur. En eftir því áð dæma hvemig hún litur á hann, þó ekki sé meira, þá mætti ætía, að hann ætti engan jafningja í allri veröldinni! J. C. MacKinnon ELECTRICAL CONTRACTOR Sher. 3019 588 Sherbrooke St. ER SVALANDI VIÐ ÞORSTA— I merkur- eða pottflöskum, hjá vínsölum eða beint frá E. L. DREWRY, Ltd. Winnipeg Isabel Cleaningfif Pressing Establishment J. W. QUINN, eigandi Kunna manna bezt að fara með Loðskinnaföt Viðgerðir og breyt- ingar á fatnaði. Garry 1098 83 isabel St. horni McDermot Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. J. S. Wium, Upham, N.D. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Paul Bjarnason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olg. Friðriksson, Glenboro, Albert Oliver, Brú P.°., Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. OI. Johnson, Winnipegosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurðsson, Burnt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wasb. S. J. Mýrdal, Point Roberts. Sigurður Jónsson, Bantry, N.D. Aðeins $2.00 á ári fyrir Lögberg og premíu þar að auki Greiðið atkvœði með Iþing- mannsefnum Liberalflokksins stærsta íslenzka fréttablað í heimi gjörist kaupandi þess.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.