Lögberg - 09.09.1915, Side 1

Lögberg - 09.09.1915, Side 1
PENINGAR FYKIK BÆIÍIJK.—Hæstu prísar og skærustu skildingar borgaíir fyrir 11. útg. Encyclo- pedia Britannica, Book of Knowledge, Stoddard's Lectures, nýjar sk&ldsögur og skólabækur 1 bandi.— Bækur, frimerki, fftséSir gripir og myndir keyptar, seldar eSa teknar f skiftum. púsundir .útvaldra bóka, nýrra og gamalla, fyrir hálfvirSi eSa minna. Stærsta úrval fornra og fágætra bóka vestanlands. Sérstök kjörkaup og kaupbætir um stundars'akir. — Allir velkomnir aS skoSa. “Ye Oltle Book Shop”. 253 Kotre Bame Ave. gegnt Grace Church. Ph. G. 3118. Két stjórnareftirliti. Búnaðar stjórnardeild Canada lætur stimpla két af öllum skepnum, sem slátrað er í þeim stofnunum, sem hún hefir eftirlit með: ,,Canada approved.“ Vor aðferð er að selja aðeins két af heilbrigðum skepnum. Gætiðað stimplinum FORT GARRY MARKET CO., Limited 330-336 Garry St. Phone M. 9200 28. ARGANGUR WLNNIPEG, MANITOBA, FI.MTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1915 NÚMER 37 Stjórnin veitir fé til flug- náms í Winnipeg Hon. Thos. H. Johnson lýsir því af hendi stjórn- arinnar á fjölmennum borgarafundi. í hinum stóra samkomusal iSnsýn- ingarinnar var fundur á föstudaginn, afarfjölmennur. og voru þar saman- komnir margir helztu borgarar til þess aö ræSa um ýms atriði stríöinu v'iSkomandi og af því leiöandi. Þar lýsti Hon. Thomas Johnson því af stjórnarinnar hendi, aö hún mundi veita 10 þús. dali til fyrirhugaös flugskóla hér í bænum, gegn tillögum annarsstaöar frá, og var aö því gerð- ur mikill rómur. Þessi fjárveiting er umfram þaö fé, er stjórnin hefir boöist til aö leggja fram til aö kaupa flugvél til hernaðar og fá mann hér til aö stjórna henni, en þaö boð hef- ir þegar þegið veriö meö þökkum, og er stjórnin að gera ráðstafanir til aö kaupa þaö og senda af staö. Ræöa Mr. Johnsons er mjög lofuð af blöð- um hér og birtist ágrip af henni hér á eftir. Borgarstjórinn VVaugh bar fyrtr fundinn þaö mál, sem honum er hug- arhaldið um, en það er að liðsinna þeim mönnum, sem heim eru sendir úr hernaði, sumir illa leiknir og ó- sjálfbjarga, en slíkir eru nú að byrja að koma, einn og einn eða í smáum hópum. Félag er stofnað til að ann- ast framkvæmdir í þessu efni, það eina, sem enn er komið á- laggirnar í þessu landi, og brýndi hann fyiir fundinum, að það væri óhjákvæmileg borgaraskyldá, að hjálpa þeim mönn- um til viðurlífis og sæmilegra daga, er lagt hefðu heilsu eða limi í sölurn- ar á vígvellinum, svo og aðstandend- um þeirra, sem fallið hafa. Hann skýrði frá ýmsum drengilegum til- boðum frá einstökum mönnum, er boðist höfðu til að sjá fyrir slikum mönnum, einum eða tveimur, þar á meðal frá konu í þessu fylki, sem á tvo syni i hernuni. Hún bauðst til að sjá fyrir einum hermanni, er illa væri fær um að komast af á eigin spýtur, af áverkum. Hann kvað lög- in um styrk til örkumlaðra hermanna þurfa endurbötar við, með þvi að þeim manni væri nú ætluð 30 cent á dag, er þyrfti mann með að aka sér á hjólum til að komast úr stað. Hann kvaddi menn til að ganga i fé- lagið og leggja fram sinn skerf til að koma þessu þarfamáli á rekspöl. Hon. Mr. Johnson bað viðstaddan hermann, ofurstann Currie, er á fundinum var til að eggja menn að ganga í herinn, að bera þau boð canadisku piltanna i vígskurðunum og á spítölunum, svo og öllum al- menningi á Betlandi, að þeir í Can- ada væru með í þessari hrikalegu hríð, allir bæði karlar og konur, og mundu ekki verða annara eftirbátar. Ráðgjafinn mætti fyrir hönd Hon. T. C. Norris, og lýsti fjárveitingu af stjórnarinnar hendi til fyrirhugaðs skóla hér til að kenna að stýra flug- vélum, og v'ar því tekið með fögnuði af fundarmönnum. Hann kvað þess enga þörf, að biðja menn ákaflega að fara í leiðangur, þvi að ekki mundi ervitt vera að fá úóga menn til her- ferðar. Til þess væru nógir menn, fúsir og reiðubúnir, og menn væru hér saman komnir til að láta þá sem til vígvallar væru farnir og í þann v'eginn að fara þangað, vita af því, að borgarar í Winnipeg könnuðust vel við, hvað þeir legðu í sölurnar. Þeir vildu einnig láta það í ljós, að ekki stæði á ef fleiri manna þyrfti, jafnvel eins margra og farnir væru. Hann kvað sér hafa verið skýrt frá því, að úr þvi hersv'æði, er Winnipeg væri í, hefðu 16,000 menn gengið á vígvöll og 10 þús. af þeim hefðu komið frá Winnipeg. En engipn skyldi halda, að fyrirstaða væri á því, að fá þá 12 þús. menn, sem nú þyrfti með. Þeir mundu hæglega fást, því að nú væri um þetta að ræða: “Hverjum hlotnast sú ham- ingja, að ganga i 90. sv'eitina, 79. sveit Camerons Hálendinga eða aðr- ar sveitir, sem úr þessari borg hefðu farið. Hver ætlar að nota sér færið, að gera skyldu sina og taka þátt í frægðinni, sem hinir hugprúðu her- menn Canada hafa áunnið sjálfum sér og ríkinu.” Um óbreytta liðsmenn í Canada her kvað ráðgjafinn svo að orði, að þeir þyrftu ekki að vera fæddir í Canada, til þess að vera góðir Can- adamenn. Það væri ekki meiningin að örva hingað komna menn til að vera Canadamenn til hálfs, en einu gilti, hvar þeir væru fæddir. Allir væru velkomnir til þessa lands, en þeim sem hér settust að væri ætlað að ganga undir borgaraskyldur, eins og öllum öðrum. Úr því að þeir væru hingað komnir. væri af þeim heimtað að verða góðir þegnar Canada lands, að öðrum kosti væri ekkert sérlegt keppikefli að fá þá hingað. Margir íbúar þessa lands væru fæddir í öðrum löndum, en hefðu gengið undir skyldu sina og þá á- byrgð sem borgararétti fylgdi. Þeir vissir um aö á vigvellinum væru þeir allir Canadamenn án nokkurs manngreinarálits. Ehn tregðu i liðsafnaði væri ekki að tala, því að tiógir menn mundu bjóðast, jafnskjótt og þeirra væri leitað. En sér virtist, að þeir menn, sem nú byðu sig fram, mundu verða til þess að bera vopn inn í römmustu vigi keisarans. Þeirra, sem eftir yrðu, væri það, að sjá um að pilta- arnir á vígvéllinum hefðu engar á- hyggjur af kjörum þeirra er þeir skildu eftir. Enginn þeirra mætti skorta, íim það byði skyldan oss. Mr. Johnson lýsti því, af hendi stjórnarformannsins, að stjórnin, sem fulltrúi fylkisbúa, hefði boðið og væri þess albúin, að vera í samv'innu við herstjórnina í Ottavva, um alt sem að hernaðinum lyti, svo langt sem orka leyfði. Ofurstinn Currie lýsti nákvæmlega lífinu i vígskurðunum, en þar hefir hann stýrt 48. hersveitinni. Hann var í orustunni við Langentarck eða St. Jitlien. þar sem Þjóðverjar beittu eiturlofti í fyrsta sinn, og sagði ná- kvæmlega frá þeirri viðureign. Svö sem kunnugt er, hörfuðu þær her- sveitir, er næst voru Canadamönnum, undan eiturmóðunni og varð þá .Can- adalið 15,000 manns, að taka á móti Þjóðverja her, 250 þúsundum og halda uppi bardaga, ella var stórmik- ið í voða. Vorir menn reyndust þá svo hraustir, og harðir, að það er að ágætum haft. Þeir gerðu níu atlög- ur að fylkingum Þjóðverja, með ber- um hyssustingjum, og svo hart lögðu þeir að, að Þjóðverjar hopuðu und- an mílu v'egar. og hefði þá mikill sig- ur unnist, ef meira lið hefði verið fyrir hendi til aö hjálpa þeim. 90. sveitin í Winnipeg var í þeim bar- daga og dugði svo vel, að konungur hefir veitt þeim fyrirliðum medalíur sem herteknir voru, sem er einsdæmi. Þessi orusta var ein hin mesta, sem saga hins brezka rikis hermir frá. Þegar hinar þýzku fylkingar komu vaðandi frani, bak við eiturmökkinn, þá var svo að sjá sem allur hinn brezki her mundi v'erða eyddur. En svo fast stóðu Canadamenn fyrir, að ekki ortist á þá. Mannfallið var ógurlegt, um helmingur af liðinu varð óvígt, af eiturgasinu, en fylk- ingin canadiska vann sér og landi sínu ódauglega frægð með framgöngu sinni og ágætri hreysti, , í þeirri grimmu hríð. Ofurstinn sagði frá því, að þeirrar stundar yrði ekki langt að bíða, að þýzkir yrðu undan að láta, með þeim liðsafnaði og útbúnaði, sem nú væri fenginn, en verið hefði af skornum skamti til þessa. En meira lið þyrfti umfram alt til þeirrar síðustu hríðar, ef duga skyldi, og hvatti hann alla til að leggja ríkinu lið sitt á þeirri úr- slitastund. Vínbannslög í Nýfundna landi. I Nýfundnalandi stendur yfír rimma um það, hvort heppilegtl sé að afnema vínsölu á því eylandi og viðhafa hvorirtveggja ált kapp, bæði bindindismenn og, vínviniir. Ástæðan er sú, að í nóvember i haust á að fara fram atkvæða- greiðsla um það, hvort í lög skuli taka lagafrumvarp um vínsölu- bann, er simþykt var þar á síð- asta þingi. 40 per cent af öllum atkvæðum þarf til þess að sam- þykkja frumvarpið. Því er haldið íram, að hægt sé að aftra því, á eynni, að vín flytjist í land, miklu hægra en í vissum landspörtum á meginlandinu, sérstaklega þar sem svo stendur á, að lönd liggja sam- an, og vínsala er leyfð í sumum, en bonnuð í öðrum. til Málin byrjuð. Sakamálin á hendur f jórum j meðlimum Roblins stjórnarinnar J eru nú byrjuð með því, að lög-J menn sækjast á um sakarefni, þeir Bonnar og Andrews, og þeir sem þá aðstoða. ITinn reglulegi dóm- ari, Sir Hugh John Macdonald víkur sæti í málinu, með því að hann var meðlimur rannsóknar- nefndaúinnar er þegar hefir gefið álit sitt um sökina, er kæran er bygð á, og heitir sá og Macdonald sem sæti hans hefir tekið- Hinir sakbornu fyrv. ráðherrar mæta fyrir réttinum, en hlíft er þeim við j að f jölmenni hópist þangað, í hvert sinn, og bægir lögreglan öllurn frá, J sem ekki eiga löglegt erindi í rétt- j arsalinn. Dr. Guðm. Finnbogason A fundi þeim, er skólaráð kirkjufélagsins hélt síðastl. laug-| ardag, var ákveðið að bjóða dr. pbil. Guðm. Finnbogasyni i I Reykjavík kennara-stöðu við skóla | kirkjufélagsins, Jón B jarnason Academy. Er til þess ætlast, aðj hann kenni íslenzku og íslenzkarj bókmentir við skólann, ásamt I fleiri námsgreinum. Skólastjórn- | in hefir góða von um að dr. G. F. íaki boðinu og komi vestur áður en langt líður. Dr. Guðm. Finnbogason er lærður maður á heimspeki, við há- skólann í Danmörk og í öðrum löndum, hefir líka stundað menta- mál með opinberum, styrk og ver- ið ráðanautur stjórnarinnar á ís- landi, um stjórn mentamála þar. Flann er þjóðkunnur rithöfundur, manna bezt orðfær, bæði í ræðu og riti, og er orðlagt hversu snjalt honum mælist; þegar honum tekst upp. Ef hann heldur áfram eins og hann hefir byrjað, þá er vafa- laust að merkilegt æviverk liggur eftir hann í ritstörfum. Það má vel fagna því, að skóla- ráðið var svo stórhuga, að reyna að útvega sér þann manninn, sem ákjósanlegastur var, úr því að það leitaði kennara frá íslandi, á ann- að borð. Þeir sem eru kunnugir Dr. Guðmundi munu vera kirkju- félaginu þakklátir fyrir að ná hon- um hingað vestur, því að það er ávinningur að fá svo vel mentað- an, hugmíkinn og góðan dreng í hópinn. Þjóðræknis gjafir. Bændur í vestur Canada hafa sýnt mikinn áhuga á þvi að leggja í “Patriotic Acre” sjóðinn, sem stofnaður var í fyrra haust, skömmu eftir að stríðið í Norður- álfunni byrjaði. Mörg þúsund bændur hafa lofað að gefa afurð- irnar af einni ekru í haust. Þetta er mjög þakklætisvert. jafnvel þó ekki sé hægt að segja að mikið sé í sölurnar lagt þótt gefnar séu af- urðir af einni ekru, þegar upp- skeran er góð. Grain Growers’ Grain félagið i sér um, að auðvelt sé fyrir bænd-! ur að koma gjöfum sínum í “Patriotic Acre” sjóðinn eða aðra þjóðræknissjóði. Þeir sem hveiti rækta í Alberta, Saskatchewan og Manitoba geta þegar þeir senda vagn’nlass sitt til bændafélagsins, tekið fram hve háa upphæð þeir vilja gefa og tiltekið sjóðinn, sem þeir ætlast til að gjöfin renni í. Félagið sér um að féð komist í þann sjóð sem til er tekinn, gef- anda að kostnaðarlausu. Kvittun verður send beint frá umboðs- manni eða forstöðumanni sjóðs- ins. sem við gjöfinni tekur. — Kona í Danmörku var að reita illgresi úr garði og fann gamlan gullhring. Af tilviljun kom það í ljós, að hringirnir voru tveir, en feldir svo vel saman, að mjög lítið bar á samskeytunum. Þegar hringimir voru aðskildir sáust þessir stafir á fleti annars hringsins: R. T. B. 1704. Eflaust verður erfitt að rekja sögu þessa gamla hrings. — Kona dansks konsúls, sem lengi hefir dvalið i Brasilíu, var á ferð að heimsækja kunningja og vini í Árósum ásamt 4 bömum sínum. Það yngsta er þriggja en elzta 10 ára gamalt. Lét hún skíra þau öll sama daginn í St. Pauls kirkjunni, því fyrri hafði henni ekki tekist að ná í lúterskan prest. Lögreglan leitar hjá Kelly. Á fimtudags kveldið var hélt lögreglan til hins skrautíega íbúð- arhúss Thos Kelly og lettaði þar hátt og lágt að skjölum, er komið gætu réttvísinni að haldi í væntan- legu máli hins opinbera við hann. Og rétt af stundu gerði hún skrif- Stofu hans sömu skil. Var þar hvert plagg tekið, er málfærslu- menn stjómarinnar álitu til gagns geta orðið í málarekstrinum. Skrif- stofustjóri Kellys mótmælti rann- sókninni og neitaði að opna dyrn- ar á jámskáp, t.- þar var og fékk lögreglan því æfðan lásasmið til að reyna sig við hann. Skápurinn hafði verið smíðaður sérstaklega fyrir Kelly og var læsing hans af- ar traust og kænlega gerð. Effir margra klukkustunda viðureign tókst smiðnum loksins að opna hann, og var hann fullur af skjöl- um. Þau hirti lögreglan öll, er viðstaddir lögmenn vildu með sér hafa. Kelly er sjálfur, einsog kunn- ugt er, suður í Bandaríkjum og fæst ekki til að koma hingað til vitnisburðar. Heyrst hefir, að reynt sé við Bandaríkja stjóm að fá hann tekinn og sendan hingað, og ef svo er, mun sakamál vera höfðað gegn honum. Er svo að skilja af umsögnum blaða, að honum séu tveir kostir fyrir hönd- >im, koma hingað, af sjálfsdáðum og bera vitni fyrir hinni kgl. rannsóknarnefnd, ella verðo hand- tekinn og afhentur stjómarvöld- um hér. Sendiherra í klípn. Sendi'herra Austurríkis og Ung- verjalands í Bandaríkjum, Dr. Dumba nefndur er kominn í klipií útaf afskiftum af verkamönnum úr hinum nefndu löndum, þeim sem í Bandarikjum vinna. Hann skrífaði bréf stjórr. sinni þess efn- is, að hann starfaði að því, með öðrum mönnum sinnar þjóðar, að koma á verkfalli meðal þeirra austurrísku manna, sem vinna i hinum stóru verksmiðjum, þarsem skotfæri eru búin til handa banda- mönnum. Bréfinu ásamt fleiri skjölum kom hann á blaðamann að nafni Arch'ibald, semi lézt fara sinna erinda áleiðis til Berlinar og Vínarborgar. En Bretar tóku skipið sem flutti hann og leituðu á honum og tóku öll skjöl sem hann hafði meðferðis, og við það komst þetta ráðabrugg á loft. Sendiherrann stendur nú í þvi, að afsaka síg og aðra stundina held- ur hann því fram, að sér væru þessi afskifti leyfileg, en líklegt er talið, að endalokin verði þau, að Bandaríkja stjórn afsegi hann sem fulltrúa keisaradæmisins austnr- ríska. Sannar sögurnar. Kvenlæknir frá 1 Bandaríkjum er þangað nýlega komin eftir langa burtuveru í stríðslöndum Evrópu. Hún kom í flesta spítala þar sem sárir menn eru stundaðir í Frakklandi og sá upp á þeirra kvalir. Henni þótti þær mestar, er þeir tóku út, er orðið höfðu fyrir eiturlofti Þjóðverjá. Hún sá 700 konur fá læknishjálp, er sjúkar urðu af misþyrming þýzkra. Hún segir sögur um níðingsverk þeirra á kvenfólki ekki ýktar, hel lur sannar, og eru margar agalegar, svo sem það, að þeir gengu af stúlkubörnum dauðumi. Fátt kven- fólk segir hún að hafí komizt undan þeim á Erakklandi, þarsem þeir lögðu undir sig land, en að- farir þeirra í Belgiu segir hún þó ennþá hroðalegri. Heil herdeild vígbúin. Það er haft eftir hermála ráðgjaf- anurn Sam Hughes, að 37 þúsundir Canadantanna berjist í vígskurðum í Belgíu og á Frakklandi og 40,000 séu á Englandi fullbúnar til vígs. Það mun láta nærri, að þegar þeim flokk- um er lagt saman, verði það heil her- deild, er Alderson hershöfðingi á að hafa yfirstjóm yfir, en canadiskir hershöfðingjar standa honum næstir í herstjórninni, þeir sem vanir eru orðnir bardögum i vígskurðum. Orozco feldur. í einni af þeim hryðjum, sem j oft gerast á landamærum Mexico j og Bandarikja féll hinn nafnkendí I hershöfðingi Orozco, er fyrst réði fyrir liði Maderos og fylgdi síðan 1 Huerta. Dauða hans bar þannig að, að hann var á ferð með ein- hverjum sinna félaga, i þeim er- indum að reisa flokk til hernaðar og kom inn'í Texas, en þaðan hafði hann áður strokið úr haldi, er ‘hann var tekinn ásamt Huerta. Hann og hans menn rændu hesti hjá bónda og kúguðu hann til að járna hann. Nágrannar hans söfnuöust saman og eltu ræningj-J ana, yfir tuttugu manns, og stóð sá eltingarleikur lengi, því Mexi- j canar eru kænir að fara í króka, j en þeir sem eftirförina veittu voru enn slóttugri og komu að hinum óvörum, er þeir voru seztir fyrir við eld, i gljúfri nokkru. Er ekkij að orðlengja, að þeir voru þegar j drepnir, nema tveir, er leituðu af- j dreps á hlaupum. Féll annar á hlaupunum, dauðskotinn, og var j það Orozco, hinn tók til að kliíra j upp gilbarminn og var skotinn er hann var kominn hálfa leið, hrap- aði hann og brotnaði í honum hvert! bein, er hann komí niður. -------—-------- uJón Bjarnason Academy!, IJóns Bjarnasonar skólij byrjar, ef guð lofar, þriðja starfsár sitt fimtu- daginn 30. þ.m., kl. 10 f.h. Hingað til hefir skólinn verið hald- inn í Skjaldborg. Nú hefir hann fengið heimili í leigðu húsi á horni Beverley og Wellington stræta. Er nýgjört við alla bygginguna og er þar húsrúm svo gott og önnur þæg- indi fyrir hendi svo góð, að skólan- um ætti að farnast þar vel í vetur, enda lítur nú allvel út með góða að- sókn. Dálítið auglýsingaspjald áhrærandi skólanum hefir verið gefið út og sendist hv'erjum sem óskar þess. En vera má að einhver, sem sér það, fari að athuga, að þar eru ekki nema 27 nöfn nemenda síðastliðið ár, þar sem það hefir áður birzt, að skólann hefðu sótt 28 nemendur og er það rétt, en á skólaspjaldið vantar eitt nafn, sem af vangá hefir fallið hurt: Jóhannes Olafur Olson. Mjög líklegt er, að sumum leiki forvitni á að sj'á nákvæma skýrslu yfir það, hvernig nemendur vorir stóðu sig við hin opinberu próf síð- astliðið vor. Skal hér því sett til fróðleiks nákv'æm skýrsla um það atriði: Af 4 nemendum i efsta bekk stóðust 3 prófið, einn með 1B eink- unn ; af 10 nemendum í öðrum bekk stóðust 7 prófið. 2 með 1B einkunn; af 4 nemendum í kennaradeild stóð- ust 2 prófið. Eru það samtals 18 nemendur, sem undir próf mentamála deildarinnar gengu, en af hinum voru 8 í almennu deildinni, en 2 í undirbúningsdeild voru farnir af skóla. Ef nienn eiga kost á, geta menn gjarna borið þetta saraan við Collegiate Institute í Winnipeg, sem líklega er talinn bezti miðskóli fylk- isins, og séð hvort skóli vor líður við samanburðinn. R. Martcinssoti, 493 Lipton St. Bœndur bíða halla. Svo má sjá í blöðum um þessar mundir, að bændum sé skaði búinn í hveitiprísum á þessum tímum, er hveiti fellur stöðugt í verði á hveiti- kaupa stöðum stórborganna. Verðið mun nú v'era nálægt 70 cent, sem bændur fá, en í Liverpool er prísinn $1.65. Gufuskipafélögin hirða 30 cent fyrir hvert bushel er þau flytja yfir pollinn, og er þá auðreiknað, að járnbrautafélögin taka 65 cent a.f busheli fyrir flutning ’til hafna, en þar í telst með ábyrgð og hlöðugjald. Það er talið miður sanngjarnt, að bændurnir, sem framleiða vöruna, fá að eins 70 cent, en þeir sem flytja hana til markaðar 95 cent. Skilja má, að þeir sem hveitiprisunum vilja halda niðri, ráði nú mestu um verðið og er bændum það mikill grikkur, að það skuli koma f-yrir einmitt þegar þeir þurfa að selja vöru sína. Það er einn þátturinn í ráðagerð þeirra, sem hv'eitiprísum vilja halda sem lægst, að gera sem mest úr upp- skerunni, en það mun satt vera, að allmikið af hveiti hefir skemst við næturfrost að undanförnu, og niunar það stórmiklu hér í Manitoba, að ó- v'ilhallra manna frásögn, meðal þeirra Hon. Dr. Armstrongs, fylkis- ritara, er segir miklar skemdir orðið hafa af gaddi, á hveitiökrum hér í fylki, en hnn er málinu kunnugur eftir langt ferðalag nýafstaðið, um marga parta fylkisins. Kafbáta íloti Þjóðverja gengur saman. Tundurbátar Þjóðverja eyðast jafnóðum og bygð- ir eru, meðýmsum ráðum flotastjórnar Breta Svo er sagt, að þýzkir hafi lagt J sig fast fram um tundurbáta smíð i í seinni tíð, til þess að reyna að J fylla upp í skörðin, sem banda- menn og einkum Bretar höggva jafnt og þétt í neðansjávar flot- ann þýzka. Það hefir jafnan ver-J ið siður hinnar brezku stjórnar, að láta ekkert spyrjast frá sér, hvar og hvenær þýzkum kafþátum er| grandað, þartil nú nýlega, að hún lýsti því, að 42 þýzkir kafbátar hefðu eyðilagðir verið af brezkra manna völdum, auk þeirra, sem Frakkar og ítalir hafa séð fyrir. Síðan eru liðnar þrjár vikur ogj nokkrir kafnökkvar eru áreiðan-j lega úr sögunni síðan. Ekki vita j menn með fullri vissu hverjum ráðum er beitt, til að veiða þessa skæðu hrökkála undirdjúpsins, en talið er að í gildrur sé það gert. Stálnet eru lögð í sjóinn, þarsem kafbúta er von, kænlega gerð, og ef þeir renna á þau, geta þeir ekki losnað, svo haganlega eru stálnæt- ur þessar útbúnar. Þ.essar stál- gildrur munu víða vera í sjónum umhverfis Bretland-s eyjar. En i Ermarsundi er svo um búið með einhverjum vélum, að þýzkir kaf- bátar koma þar ekki nærri, svo að ferðir mfilli Englands og meginlands eru eins greiðar og hættulausar nú, einsog á friðartímum. Kafbátar sem þýzkir smíða nú, eru dávæn skip, miklu stærri en áður tíðk- uðust, og tvennar skipshafnir á hverjum, svo að hægt sé að kenna sem flestum meðferð þessara dýru og flóknu drápsvéla. Manntjón og eignatjón, sem þýzkum stafar af missi kafbáta sinna er stórmikið, og svo lítið vinna þeir á- um að gera verzlun Breta méin, að tæp- lega nemur 2 per cent af verzlun- arflota þeirra, er þýzkir hafa grandað. Nú er þeir liafa undir- gengist að halda víking sinni inn- an vissra takmarka, mun ennþá minna vinnast á um hemað af hendi neðansjávar flota þeirra. Stórbruni í borginni. Eldur kom upp í vöruhúsi Bright & Johnson á Bannatyne East, að kveldi verkamannadags- ins og varð það afarmikið bál, því að mikið af eldfimu efni var á efsta lofti hússins. Eldliðar um hundrað talsins gengu rösklega að því að kæfa hann og komu\ há- spennu-dælur borgarinnar að góðu haldi til þess. Þær sendu margar bunur af . Rauðárvatni í bálið, fjögra þml. gildar og svo kraft- miklar að bæði múrsteinar og gluggakistur fuku fyrir þeim. Mörg félög geymdu meira og minna af vömm í húsi þessu og er skaði þeirra allra til samans metinn 135 þús. dalir. Um upp- tök eldsins er ókunnugt, því að verkafólk hafði ekki komið þar frá því á laugardag. Keisari tekur herstjórn. Stóru fari grandað. Þýzkur tundurnökkvi brýtur stór- skip á leið til Canada og veld- ur manntjóni. Stórskipinu Hesperian, á leið frá Liverpool til Canada var grandað með tundurskoti fyrir vestan Ir- land um helgina. Það hafði 350 farþega og 300 háseta innanborðs og bjargaðist alt það fólk nema rúmir tvennir tugir, í skip, sem að komu áður en það sökk til fulls. Þetta skeði í rökkurbyrjun á sunnudagskveld og sáu því fáir tundurskeytið á leiðinni til skips- ins, en sannað er þó, að með því móti var skipinu sökt. Fólkið leitaði i bátana, en sutraim þeirra hvolfdi, einsog verða vill, er skip- inu hallar og bátum verður ekkí rent beint niður á sjóinn, og með því móti munu einhverjir hafa mist lífið. Þess er getið um einn mann, er heimfaraleyfi hafði hingað af áverkiim, að hann kom | konu sinni og barni fyrir í bát, eu Nikulás Rússakeisari hefir tekið við æztu völdum yfir stjóm herliðs síns og er kominn tU vigvallar að j er honum hvolfdi, steypti hann sér sögn. Ekki vita menn, hvortj úíbyröi8 og fékk borgið báðum á Nikulás hertogi hefir verð settur algerlega til síðu, þvi að engin frétt er um þessa ráðabreytni komin, neraa símskeyti frá keis- aranum til forseta Frakklands, er sundi, og komið i aðra báta, var þó farlama af sárafari. Skipið. var, sem sagt á vesturleið og hafði engan forboðinn varning innan- ferðs, aðeins fólk í löglegum er~ indum. Er þvi hér um ac6 ræða tuttlega ský-rir frá þessu, ásamti f rekju þýzkra til hervirkja, gagn þeim ásetningi keisara, að berjast, shteða þehn loforðum er sendiherra til þrautar og öruggri trú hans á, J I,e'rra hafði hátíðlega gefið Banda- að sigur vinnist áður lýkur. Þessu j r'hja stjórn. Skipið héízt á floti fylgdi skömmu síðar, að þýzkum ^en&' en sökk að lokum, áður veitti nú erfitt, og mundi sókn f°&að til lands. Noklkurt fólk frá Winnipeg var í þvi, og komst það alt af. þeirra linast, með þvi að Rússa- her hafí fengið nýjan hug og dug og vænkist hagur hans á hverri stundu. Það virðist auðsætt, af fréttum frá. Berlin, að Rússar haldi ekki undan orustulaust, heldur verjist hraustlega á ýmsum stöðum, svo að þýzkir vinna lítið á, nema með ógurlegu mannfalli. Eru ýmsir Þjótandi skotbákn. I síðastliðinn hálfan mánuð 'hafa fallbyssumar dunað á Frakklandi, fjalla og 'fjöru milli. Sú skothríð hefir verið ákafari og ólmari en , , ,. , , , nokkru sinni fyr, og þykjast menn staðir nefndir, þarsem bloðugir \ „ .. , , • JvarIa knniia að segja, a hvað vita bardagar standa, er þyzktr segjast' ____ • „ , „ ,. , . b ’ nj sj 1 mum, nema venð se að undirbua áhlaup á hin ramgirtu þýzku vígi, sem jafnt og þétt hafa fengið liðs- auka í seinni tíð. Þess má þó geta til, að þýzkir seu deigari til , , „ , . , áhlaupa er svo agaleg sprengi- vetrarsetu og umbunaðar, borgin , •, , , „ , , , . , r , s„ , ’ : b kulna hrið dynur a þeim an afláts. er stor og a„*„g þar er hersk,pa-i s- „„ , ,!|r af ihlall ,m „ L*T ? f , T'T^ihvorir tveggja gera á s„m„m s,ÖS- sjolei* (ra Þyzkalan<l,. En R„ss- um ^ta* þar miki6 „j hafa vinninginn í, sem líklegt ex, þarsem þeir hafa gnægð vopna og sleotfæra. Fyrir sunnan Riga eru sviftingarnar harðastar. Borg þeirri vilja þýzkir ólnfir ná, til ar vita hvað við liggur og leggja sig fast fram til mótstöðu. Stend- fall, er skotgrafir og vigf komast á ýmsra vald mörgum sinnum á ur þar í járnum, að hvorugir vinna , „ •• , . ,. ,.x__‘__x L , j viku. Þær sogur syna mikmn hetjuhug og hreysti á báða bóga. á öörum og stendur þar hvíldar-1 laus orrahríð á hinum sama víg- velli, einn sólarhringinn eftir ann- an. Sagt er, að þýzkir haldi uppi stöðugum árásum á hafnarmynnið — Þýzkir njósnarar eru furðu djarfir í Belgiu, einkum á vig- velli Breta. Einu sinni komu þrír og verði nokkuð ágengt. Þarmeð^menn í bifreið, tveir i frönskum fylgir að Pétursborgar menn hugsíi i foringja einkennisbúningi, en sá til að verja þá borg og hafi mik-j þriðji í þýzkum .einkennisfötum. inn viðbúnað til varna, ef til skyldi j Skyldi svo líta út sem hann væri þurfa að taka. En yfirleitt eru ^ hertekinn. Þeir voru því nær fréttir faorðar um þann ferlega og komnir til aðalstöðva er upp kom- hrilrcIpcrn VtíMarl^íL- A ooefm __________:i _ t . hrikalega hildarleik, sem á eystra vígvelli fer fram. ust svikin. Ekki er þess getið, hvern dóm þeir fengu.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.