Lögberg - 09.09.1915, Page 8
8
LtHyBEllG, FIMTUDAGINN 9. SEPTEMBEE 1915
Blue Ribbon
KAFFI
og Bökunarduft
Biðjið um Blue Ribbon tegund
og verið vissir um að kaupmaður-
inn gefi yður það. Öll Blue Rib-
bon vara er ábyrgst að líki. Ef
ekki þá máttu skila þeim. Blue
Ribbon kaffi og bökunarduft er það
bezta sem selt er annars væri ekki
hægt að ábyrgjast það.
Or bænum
BAZAR heldur kvenfélag Fyrsta
lút. saínaöar þriöjudag og miðviku-
dag, 5. og 6. Október. Kvenfélagiö
biður alt safnaðarfólk aðstoöar til
þess að bazarinn megi hepnast sem
bezt.
Thorleifur Hansson frá Álftavatns-
bygð kom snögga ferð til bæjarins í
vikunni. Mr. Hansson býr á landi,
er Mr. H. Halldórsson, Winnipeg, á
þar úti. — Hann lét vel af öllu úr
sinni bygð.
Þorbergur , Þorvarðsson dó þann
6. Sept. á Almenna spítalanum hér í
Winnipeg eftir þriggja mánaða legu.
Jarðarförin fer fram frá Fyrstu lút.
kirkju á fimtudaginn kl. 2.
Til frekari æfinga fóru austur í
land i þessari viku 30 hermanna
sveit, er á hjólum fara til sendiferða
og njósna. í þeirri sv'eit er einn ís-
lenzkur maður, Ragnar Johnson, son-
ur Mrs. Helgu Bjarnason að Narr-
ows, Man., af fyrra hjónabandi henn-
ar. Ragnar hefir unnið hjá Ormsby
félaginu um mörg ár.
Nýtt vikublað er byrjað að koma
út á Akureyri, er nefnist "íslend-
ingur", undir ritstjórn Ingimar Ey-
dals og Sigurðar dýralæknis. Það
flytur nákvæmar fréttir af öllu land-
inu, en einkum af Norðurlandi. Kost-
ar $1.25 um árið og fæst í bókverzl-
un Bardals. Sagt er af kunnugum,
að það sé eina blaðið, sem nú kem-
ur út á norðurlandi.
Frú Lára Bjarnason ætlaði að
leggja af stað fyrir nokkru frá
Kaupmnnnahöfn, á leiðis hingað, en
er til kom var heimtað af henni að
sýna vegabréf, og má af þvl ráða,
hve nákvæmt eftirlit er haft með
ferðafólki, jafnvel i hlutlausum lönd-
um í Evrópu. Frúin tefst við það i
tvær þrjár vikur, meðan verið er að
koma til hennar þeim skjölum sem á
þarf að halda.
Eg hefi nú nægar byrgðir af
‘granite” legsteintmum “góðu”,
stöðugt við hendina handa öllum
sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja
þá, sem hafa verið að biðja mig um
legsteina, og þá, sem ætla að fá sér
legsteina í sumar, að finna mig sem
fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að
gera eins vel og aðrir, ef ekki betur.
Yðar einlægur,
A. S. Bardal.
í Bardals Block finnið þér mig,
enn á ný reiðubúinn til að gera alt
gull og úrsmíði eins vel og ódýrt og
hægt er. Gömlu viðskiftavinir mínir
ættu ekki að gleyma þessu.
G. Thomas.
Til sölu
80 ekrur af góðu landi skamt frá
Gimli. Upplýsingar að Lögbergi hjá
ritstjóra.
Nú er aftur byrjað á byggingu
þinghússins fyrir fylkisstjórnina.
Hefir stjórnin gert bráðabirgða-
samninga um það verk við McDiar-
mid félagið hér í borg. Stendur fé-
lag þetta fyrir verkinu það sem eftir
er sumars, en með vorinu verður
kallað eftir nýjum tilboðum um
lúkningu byggingarinnar.
Hinn 4. þ.m. andaðist á Almenna
spítalanum, eftir stutta legu, Pálmi
Einarsson, hálfbróðir þeirra Kristj-
ánssona, Aðalsteins og Friðriks, korn
ungur maður ókvæntur.
Þann 5. þ.m. andaðist Sigurleif
Pétursdóttir Erlendsson að heirriili
Péturs sonar síns 692 Banning St.,
eftir stutta legu; hin framliðna var
73 ára gömul, ættuð úr Suður Múla-
sýslu.
Takið eftir auglýsingunni um sjón-
leik á öðrum stað í blaðinu. Ágóðan-
um verður varið til að hjálpa bág-
stöddum. Sækið leikinn og styrkið
með því gott málefni. Leikurinn fer
fram í Goqdtemplarahúsinu og verð-
ur sýndur 16. þ.m.
Séra Friðrik Friðriksson hefir um
Ágústmánuð þjónað Skjaldborgar-
söfnuði í fjarveru séra Rúnólfs Mar-
teinssonar, sem verið hefir að ferð-
ase um bygðir íslendinga með erindi
fyrir Jóns Bjarnasonar skóla. Séra
Friðrik fór í gær vestur til Argyle og
dvelur þar um vikutíma og gerir ráð
fyrir að standa lítið eitt við hér í
Winnipeg áður hann leggur af stað
áleiðis til íslands um Dakota og sem
leið liggur um New York.
Nú er langt.komið að gera við og
breyta hinu nýja heimili Jóns Bjarna-
sonar skóla á Beverley stræti, mun
verða fullgert um miðjan mánuðinn.
Það verður mjög vistlegt fyrir skól-
ann, kenslustofur bjartar og rúmgóð-
ar og mörg aukaherbergi til þæginda
fyrir kennara og nemendur. Skrif-
stofa skólastjóra verður þar i einu
herberginu, í öðru geymist bókasafn
kirkjufélagsins; þá er og sérstakt
herbergi er stúlkur þær er á skólann
ganga get geymt föt sín í og haft til
annara athafna sinna, og annað her-
bergi er ætlað piltum sérstaklega.
Gufuhitun er í byggingunni og önnur
nýmóðins þægindi. Alt þetta ætti að
mæla með skólanum við ungt náms-
fólk vort, sem á siíkan skóla ætlar að
ganga.
Bygging ein býsna stór stendur á
horni Portge ave. og Sherbrooke St.
hér í borg, sem um mörg ár var höfð
til afnota fyrir daufa og málhalta
unglinga o gbörn. Var skóli haldinn
þar fyrir þetta fólk að búa það undir
lífstarf þess. í fyrra var flutt úr
húsi þessu og v'estur í hin forna bún-
aðarskóla á suðurbakka Assiniboine-
ár, sem er stærri og þótti hentugri
að ýmsu leyti. Síðan hefir bygging-
in gamla á Portage Ave verið notuð
til ýmsra hluta. er fylkisstjórnin hef-
ir haft með höndum, og höfðu her-
fylkingar þar bækistöð sína um hríð.
Nú hefir hin nýja fylkisstjórn látið
endurbæta og hreinsa þessa byggingu
og ætlar að lát háskólaráðiS hafa þar
skrifstofur sínar í þeim væng er að
Sherbrooke stræti liggur. í hinum
vestari væng er gert ráð fyrir að
dómari sá er fjallar um misgerðir
unglinga f'Juvenile CourtJ hafi rétt-
arhöld sín, en áður hefir sá dómur
haft einkar óþægileg og ónóg heim-
kynni.
Vinnukona óskast í góða íslenzka
vist hér í borginni nú þegar. Ráðs-
maður Lögbergs vísar á.
Meðal íþrótta, sem reyndar voru
hér á verkamannadaginn var þriggja
mílna kapphlaup, er íslenzkur maður
vann, A. O. Magnússon, og það svo
greinilega, að hann var langt á und-
an öðrum. Steikjandi sólarhiti var
og varð flestum svo ervitt um hlaup-
in að þeir hættu i miðju kafi, að
eins þrír fyrir utan Mgnússon, hlupu
skeiðið á enda. Tími: 16.25.
Þinghúsbyggingin.
Ráðgjafi opinberra verka í fylkinu
hefir lýst því, að byggingu þinghúss-
ins verði haldið áfram með kappi það
sem eftir er sumars, og hefir falið
McDiarmid félaginu að vinna að
henni fyrir fimm percent þóknun
umfram kostnað. í ráði er að koma
norðurvæng hússins, sem lengst er á
veg kominn, undir þak, áður en hörk-
ur leggjast að, svö að starfað verði
þar að innivinnu í vetur. Verkinu er
kappsamlega haldið áfram, ekki sizt í
því skyni, að veita verkmönnum at-
vinnu í því vinnuleysi sem hér er nú
meðal þeirra, sem hafa atvinnu af
húsabyggingum.
Hvaðanæva.
— Tyrkir hafa ótrúlega grimd í
frammi við Armeniumenn. í einu
þorpi voru þúsund menn, konur og
böm lokuð inni í timburhúsum og
húsin niður brend tii ösku og
komst auðvitað enginn lífs af.
Úr öðtru stóru þorpi komust að-
eins þrjátíu og sex manneskjur
lífs af úr grimdarklóm þeirra.
Tyrkir hafa og það að Ieik, að
binda saman menn og konur og
kasta þeim í vötn og ár.
— Sjö nafntogaðir menn hafa
verið dæmdir til dauða í Vínar-
borg fyrir landráð. Meðal þeirra
voru tveir læknar og fréttaritari
blaðsins Novoe Vrernoa, sem út
er gefið í Pétursborg.
SJÓNLEIKUR
og D A N S
fer fram í GOODTEMPLARA-HÚSINU á Sargent Ave-
FIMTUDAGSKVELDIÐ 16. SEPT.
NEI-IÐ
er leikur sem allir þekkja og öllum
geÖjast að. Það verður leikið af œfð-
um leikendum. Ennfremur verða þar
ræður, einsöngvar og margt fleira. Agóðinn til þess að
hjálpa veiku fólki.
Dans á eftir
AÐGANGUR 25c.
BYRJAR KL. 8 síðd.
Dánarfregn
Hrein, góð herbergi, uppbúin og
óuppbúin, eru til leigu að 498 Victor
stræti. Húsið er vel hreint og hlýtt.
Leigan rýmileg. Upplýsingar fást í
húsinu eða með telefón Sherbrooke
2294. Komið og lítið á herbergin.
Herbergi til leigu að 724 Beverlev
stræti. óuppbúið, stórt og rúmgott,
fyrir væga borgun. Uppbúið ex
óskast. Það er í næsta húsi v'iö Jóns
Bjarnasonar skóla.
Gamalmenna-heimilið.
Um mánaðamótin síðustu flutti
kirkjufélagið líknarstofnun sína
frá bráðabirgða heimilinu i Winni-
peg til hins fasta bústaðar á Gimli,
Svo sem kunnugt er orðið, keypti
kirkjufélagið hús all-mikið á
Gimli, sem fyrirhugað hafði verið
sem gistihús (hótel), en var al-
drei til þess notað. Nú hefir hús-
ið verið stórum endurbætt af
kirkjufélaginu, bygður undir það
steinsteyju-grunnur og kjallari,
sett í það beztu hitunarfæri (Tnið-
hitun með gufuj, bygðir Við það
pallar og svalir reistar; einnig hef-
ir það verið málað innani og fleiri
umbætur gerðar, sem kostað hefir
ærið fé. Húsið er prýðilegt orðið
og notalegt.
Sunnudaginn þann, er gamal-
mennin voru síðastan hér í
borginni, 29. ágúst, var þeim ekið í
bifreiðum til kirkju. Var sú
guðsþjónusta þdim sérstaklega
helguð og neyttu þau þar altaris-
sakramentis. Á mánudaginn
fylgdu þeim margir til jámbrauta-
stöðva og nokkrir alla leið að
Gimli. Tólf vom gamalmennin
sem héðan fóru og 1 bættíist við
í Selkirk á leiðinni. Nú er stjórn-
amefndin að íhuga umsóknir
þeirra, sem sókt hafa um inntöku,
en beðið hafa vegna þess, hversu
takmarkað húsrúmið hefir verið
hingað til. Búizt er við að vist-
menn verði milli 20 og 30 í vetur.
Þær Elenóra Júlíus og Ásdís Hin-
riksson veita heimilinu forstöðu
fyrst um sinn.
Fyrirtæki þetta hefir að mak-
legleikum hlotið almenna hylli og
ber nú öllum ærlegum Islending-
um að styðja það drengilega.
Stórviðri veldur
skemdum.
Á fimtudagsnóttina gerði stór-
viðri mikið með regni og hagli er
olli æði miklum skemdum til og
frá um fylkið. Veðrið virðist
hafa verið mest á fimm mílna
svæði í vesturhluta fylkisins og
valdið þar miklu tjóni á ökrum og
húsum. Það korn sem óslegið
var, bældist og það sem í drýli var,
fauk víða vega. Útihús brotnuðu
eða færðust úr stað, bæði fjós og
hlöður. Á tveim stöðum tók
veðrið jámbrautarvagna
feykti þeim af teinum. Sumir
bændur mistu nálega alt óslegið
kom, en sumir helming, á stöku
stað lagði hagl alt óslegið korn að
jörðu. *
í bæjum brotnuðu búðarglugg.
ar. Hér í bænum laust eldingu
niður í hús í norðurbænum og
brann það og tvö önnur er hjá því
stóðu. Þrumurnar sem veðrinu
fylgdu voru sumstaðar meiri en
menn muna til.
,.Eg lœt vera þó hann Júdas vanti”
Fátt var komið til kirkjunnar,
ekki við nema ellefu. Þótti varla
mesufært, og miðaði einhver við það
að næðist ekki einu sinni postula-
talan.
En prestur skar úr og sagði: “Það
er bezt að messa. Eg læt vera, þó
hann Júdas vanti.”
Presturinn var séra Gísli Skúlason,
þá á Stóra-Núpi.—N. Kbll.
— Manntal hefir nýlega verið
tekið í North Dakota. Telst svo
til að íbúatalarx sé tæpar 632,000
eða rúmum 54,000 hærri en hún
var fyrir fimm árum.
Ekkjan Gróa Snæbjarnardóttir, ætt-
uð úr Skorradal í Borgarfjarðar-
sýslu á Islandi, andaðist eftir stutta
banalegu, nær því 82 ára gömul, að
heimili sonar síns, hr. Sn. Anderson,
1517 Main St.. hér í Winnipeg, þann
10. Ágúst síðastliðinn. Gróa sál.
flutti hingað vestur til barna sinna
(sem hingað voru komin á undan
hennij fyrir 18 árum, og dvaldi hún
síðustu árin hjá áðurnefndum syni
sínum og konu hans. Gróa sál. var
myndar og merkiskona. Blaðið “Isa-
fold” er vinsamlega beðið að birta
dánarfregn þessa, systkinum og vin-
um hinnar látnu heima á ættjörðinni.
B. M.
'RED CROSS.
Áður auglýst............$277.45
S. S. Hofteig, Sr., Cottonwood,
Minn................... $5.00
Samtals .., $282.45
T. E. Thorsteinsson,
féh. ísl. nefndarinnar.
Frá Wild Oak, Man., er ritað 1.
þ.m.,: “Þann 29. Júlí s.l. andaðist
hér í bygð merkisbóndinn Friðfinn-
ur Þorkelsson, eftir langvarandi van-
heilsu; Þingeyingur að kyni. Hann
var jarðaður 1. Ágúst; jarðarförin
mjög fjölmenn. Friðfinns verður
nánar minst í blöðunum síðar. —
Tíðin hagstæð í sumar; heyskapur
góður, því nýting hefir verið ágæt.
þó grasvöxtur hafi verið tæplega í
meðallagi. — Sláttur á ökrum langt
kominn; ef nýting verður góð lítur
út fyrir góða kornuppskeru, einkum á
hveiti. — í gærdag var byrjað að
þreskja norður hér. — Heilbrigði al-
menn.”
Andlátsfregn.
Hinn 28. Júlí síðastl. andaðist á
almenna sjúþrahælinu í Portage la
Prairie, gamalmennið Jósef Frí-
mann. Jósef var fæddur 27. Júní
1824 áGeitaskarði í Húnavatnssýslu.
Foreldrar hans: Jósef Guðmundsson
frá Móbergi, og Ingibjög Sveinsdótt-
ir frá Ýtri Löngumýri i Blönduhlíð.
Fyrir fjörutíu og einu ári síðan fór
Jósef sál. vestur um haf. Var mest-
an hluta æfi sinnar eftir það á Gimli,
þar til 11. Maí 1912 að han nfór á
áðunefnt hæli, þá mjög farinn að
heilsu sakir ellilasleika.
Jósef heitinn vann hér mikið að
smíðum, var trésmiður góður; í dag-
fari var hann jafnan glaður og óá-
leitinn, gefinn fyrir fróðleik og las
talsvert hérlend rit
Ein systir Jósefs er á lífi heima á
íslandi, Ingibjörg að nafni.
Frœndfólk hins lánta.
Þakklœti
Hérmeð þakkar Kvenr. kvenfélag-
ið “Sigurvon”, Gimli, öllum þeim, er
á einhvern hátt aðstoðuðu það við
samkomu, er það gekst fyrir að hald- j
in væri á Gimli föstudagskveldið 3.
Sept. síðastl., til arðs fyrir Red
Cross félagið. — Alls komu inn á
samkomunni $93.25. Kostnaður nam
að eins $1.65 því allir gáfu hjálp sína
og lánuðu án endurgjalds þá muni er
með þurfti. Hreinn ágóði sem afhent
ur verður C. F. Roland, Industrial
Bureau, Winnipeg, sem er móttöku-
maður Red Cross hjálparsjóðsins, er
I því $91.60. — Þökk é öllum, er unnu
að þessu og sóttu samkomuna.
Oft er þörf en nú er nauðsyn.
Djáknanefnd Fyrsta lút. safnaðar-
ins er fjárþrota, en margir sem þurfa
liknar með.
Við höfum t>eðið séra Friðrik Frið-
kisson að segja okkur sinar falleg-
ustu sögur, og því hefir hann lofað.
Svo við komum saman í kirkjunni
á miðvikudaginn þ. 15. þ.m., kl. 8
e. h.. Það verða 2 eða 3 önnur val-
in stykki á prógrami.
Svo förum við öll niður í neðri
salinn og drekkum frítt kaffi og
röbbum saman um hvers okkar líkn-
arstarf. Það v'erða tekin samskot
fyrir líknarstarfið.
Við vonum, að allir komi; já, allir,
allir, hvort þeir hafa skildinga eða
ekki.
A. S. Bardal,
forseti nefndarinnar.
— Eldur kom upp í verksmiðju
Exseí Carbon Paper fél"
Montreal og olii $15,0
Einn úr slökkviliðinu %..
háum palli og mei
ogl
*
Oskast strax.
Hjón til vinnu á sveitaheim-
ili í haust og vetur. Helzt
barnlaus. Vanalegt kaup er í
boði, ferðakostnaður lagður
fram ef vill.
H. J. Jósefsson,
Elfros, Sask.
Yfirlýsing.
Eg vil hér með opinberlegu þakka
herra kandídat Þorsteini Björnssyni
fyrir þá miklu hjálp, 68 dollara í
peningum, sem hann safnaði og færði
mér á síðastliðmjm vetri. — Það eru
auk þess nokkrar manneskjur, sem
eg verð sérstaklega að geta með
innilegu þakklæti. Jón Eggertsson
í Winnipeg safnaði og gaf mannin-
um mínum sáluga rúma 30 dollara
meðan hann lá banaleguna.
Það er að vísu langt um liðið, en
þó ekki gleymt; en vegna ýmissra
kringumstæðna hefir dregist að geta
þess fyr. Árni Eggertsson hefir gef-
ið mér alls 10 dollara. Kona ein hér
í þorpinu, sem ekki vill láta nafns
síns getið hefir gefið mér 5 dollara
í peningum og vagnhleðslu af eldi-
við o. fl. Hún hefir verið mér sú
sannasta vinkona, sem eg get hugsað
mér; skilur og þekkir mínar tilfinn-
ingar betur en nokkur annar, sem eg
hefi kynst, næst mínum framliðna
ástvin. Enn fremur hafa Austdals-
hjónin hér í þorpinu reynst mér ein-
llægir vinir; einnig gefið mér og
hjálpað á annan hátt. 'En einlæga
vini tel eg alla þá, sem halda uppi
vörn fyrir einstæðingum afheyris, þá
sumir í heiminum beita mannorðs-
raus skeytum sinum að honum. —■ En
hann, sem eg trúi á, minn elskulegi
frelsari, sem þekkir hag ekkna og
munaðarleysingja, hann bið eg láta
sína frelsandi og fullkomnustu bless-
un þeim öllum í skaut falla, sem
miskunnarverkin hafa gert á mér og
mínum. Og eg veit sannarlega, að
sá, sem ekki lætur einn vatnsdrykk ó-
launaðan, hann endurgeldur Mr.
Björnssyni og þeim öðrum, sem mér
hafa líknað, þegar þeim mest á ligg-
ur.
Selkirk, í Ágúst 1915.
Sigríðnr M. Sigurðsson.
Lot til sölu á Gimli á góðum stað
í bænum fyrir gott v'erð og með væg-
um borgunarskilmálum. Finnið
Jón Einarsson,
539 Victor stræti, Winnipeg.
Leikhúsin.
WALKER.
Walker leikhúsið v'ar aftur opnati
á mánudaginn var eítir sumarhvild-
ina og var fyrst sýndur leikurinn “A
Pair of Sixes”; hann verður leikinn
alla vikuna með “matinees” á miðv.-
dag og laugardag eins og venja er
til. Næstu viku verða kvikmyndtr
sýndar i leikhúsinu, mjög langttr
leikur “The Spoilers.” Margir munu
kannast við bókina með því nafni
eftir Rex Beach og missir sagan ekk-
ert af áhrifum sínum þótt hú sé í
myndum sýnd. Helztu hlutverkin
leika Mr. William Farnum og Miss
Kathlyn Williams, sem allir sem leik-
hús sækja kannast vel við. Miss
Williams hefir síðastliðin þrjú ár
leikið aðal hlutverkin í öllum helztu
kvikmyndum, sem komið hafa frá
Seliz félaginu. “The Spoilers” er
saga frá Alaska, og allir sem ein-
hvern grun hafa um hina gyltu
hnjúka þar nyrðra, fagna henni. —
Myndirnar verða sýndar alla næstu
viku frá 13. Sept. Tvær sýningar
daglega kl. 2.30 og 8.30.
DOMINION.
“The House.of a Thousand Can-
dles”, sagan eftir Meredith Nichol-
son um stórbýlið við Northern Indi-
ana vatnið, verður leikin í Domin-
ion leikhúsinu næstu viku. Margir
munu hafa lesið söguna og þeir munu
hrósa happi að fá að sjá helztu at-
burðina, sem frá er sagt í sögunni,
sýnda á leiksviði, því þá verða at-
burðirnir mikltt. skýrari og ljósari.
Geta má þess, að leikurinn er sér-
staklega valinn vegna þess, að í hlut-
verki “Bates” nýtur Mr. Camp svo
ágætlega leikhæfileika sinna. Winni-
pegbúar kannast við Mr. Camp og
vita hve góðum leikhæfileikum hann
er gæddur og munu geta ímyndað sér
hve vel honum muni takast að leika
“Bates”.
PANTAGES.
Bothwell Browne, hinn vel þekti
gamanleikasmiður sýnir sig í Pant-
ages næstu viku i “The Geen Nemis’
sem sagt er að sé einhver bezti af
leikjum hans.. Þeir sem leikhúsið
sækja, munu minnast Mr. Brownes
síðan hann var hér á síðastliðnum
vetri. Hann fullnægir kröfum hinna
vandlátustu áhorfenda. Eitthvert
merkilegasta atriðið í leiknum er
dans árstíðanna fjögra. Margir aðr-
ir ágætir Ieikir verða einnig sýndir
svo sem “Night at the Club”, “A
Bunch of Squirrel Food” o. fl.
ORPHEUM
Haustsýningarnar eru nú byrjaðar
í Orpheum leikhúsinu og er leikið
fyrir fullu húsi á hverjum degi.
Leikendumir eru allir nafntogaðir í
sinni grein bæði í Evrópu og Banda-
rikjunum og Asiu. Alt það bezta er
•~>rpheum. Það hefir beztu í-
búktalaraó, söngvara,
hin fræga ameríska
'iljóðfæramenn. Mrs.
til Winnipeg í næsta
WILKINSON & ELLIS
Matvöru og Kjötsalar
Horni Bannatyne og Isabel St.
Sérstök kjörkaup á hverjum Föstu- og Laugardegi. Sím-
ið oss eftir kjörkaupum á hænsum, öndum, tyrkjum,
smjöri og eggjum. GŒÐA VÖRUR FYRIR LITLA PENINGA
Tals. Garry 788
I
•f
♦
-+
*
+
V
4
-t-
t
♦
•í-
+-
+
M
W. H. Graham
KLÆDSKERI
Alt verk ábyrgst.
Síðasta tízka
m\
I
I
I
1
+-
+
4
t
+
-♦
4*
*■
4
4
i
t
4«
Slx
190 James St. Winnipeg
Tals. M. 3076
ITALS. G. 2252
Royal Oak Hotel
GHAS, GUSTAFSON, EiganDi
Eina norrœna Kótelið í bænum.
Gisting og máltíðir $1.50 á dag
Sérstakar máltíðir 35c.
Sérstakir skilmálar fyrir stöðuga gesti
281-283 Market St., Winnipeg
SENDISVEINAK.
pegar þér kaupiS einhvern hlut eSa
pantiS meSöl, þð. er ba8 ekki nauSsyn-
legt fyrir y'Sur a8 biöa ‘þangað til búi5
er a8 afgrei8a pöntunina, me8 því a8
vér sendum alla hluti, hverju nafni
sem nefnast, heim til kaupanda, án
Eruö þér reiöubúnir
aö deyja?
ef ekki, þá finnið
E. H. Williams
Insuranoe Agent
«06 Lindsay Block
Phone Maln 2075
Emboðsmaðnr fyrir: The Mut-
ual Life of Canada; The Dominion
of Canada Guar. Accident Co.; og
og einnig fyrir eldsábyrg8arfélög,
Plate Glass, BifreiBar, Burglary
og Bonds.
Viðgerðum sér.takur gaumur gefinn
Alt verk ábyrgst í 12 mánuði
R DAVÍS ^rsn,iöi">
ló. L'/A V ICJ, GullsniiÖur
Aður hjá D. R. Dingwall, Ltd.
874 Sherbrook St., Winnipeg
Nálægt William Ave.
tafar og án aukakostnaðar. Vér vilj-
um leggja kurteisi við hina mestu
rá8vendni ekki a8eins i lyfjaverzlun
inni, heldur i öllu, smáu og stóru, er
ver^iun vorri vi5kemur.
FRANKWH ALEY
ílrfgfription Uruggtðt
Phone Sheebr. 258 og 1130
Horni Sargent og Agnes St.
Meðala
ráðlegging.
SANOL LÆKNAR nýrna og
blöSru sjúkdóma. Ver8 $1.00.—
Sanol Anti-diabetes læknar þvag
sjúkdóma. Sanol Blood Build-
er enduroærir blóSið. Sanol dys-
pepsia salt bætir meltinguna.—
Rá81eggingar ókeypis. Læknis-
skoðun ef um er beðið. — Sanol
fón Sher. 4029. 465 Portage ave.
C. H. DIXON,
Lögfræðingur, Notary Public.
508 Portage Ave., W.pg
Tals. Sherbr. 4111
Lögfræðislegar ráðleggingar gefnar
fyrir 50c., með pósti fyrir$I.00,
Sakamálum sérstakur gaumur gefinn
Lán — Renta — Innheimtun
Til Leigu
Sex herbergja hús áToronto
stræti nálœgt Sargent Ave.
Verður laust I6. Sept., með
gasi og ljósum og (Hot Wat-
er Heating) fyrir $15.00 um
mánuðinn. Og 1 1 herberg-
ja hús á Alverstone Stræti,
fæst að öllu eða að parti með
afar vægum skilmálum yfir
vetrar mánuðina. Listhaf-
endur snúi sér til
Matreiðslu-stór
úr járni og stáli
Nýjar—á öllu ver51.
$1.00 við nióttöku og $1.00 á viku
Saumavélar, brúkaðar og nýjar;
mjög auSveldir borgunarskilmálar.
Allar vi8ger8ir mjög fljótt og vel af
hendi leystar. pér geti8 nota8 bif-
rei8 vora. Phone Garry 821.
J. E. BRYANS,
531 Sargent Ave., Wlnnlpeg.
H. EMERY,
liornl Notre Darae og GerUe Sts.
TALS. GARRY 48
ÆtUS þér a8 flytja y8ur? Ef
y8ur er ant um aB húsbúna8ur
y8ar skemmist ekki í flutningn-
um, þá finni8 oss. Vér leggjum
sérstaklega stund á þá i8na8ar-
grein og ábyrgjumst að þér ver5-
ið ánæg8. Kol og vi8ur selt
lægsta ver8i.
Baggage and Express
S. Vilhjálmssonar
637 ALVERSTONE ST.
Verðlisti á alifuglum.
Turkeys Bronzé, 2 hens and gobler
$7.00 or $5.00 a pair; Tolouse Geese
$5.00 a pair; Bouine Ducks, 2 ducks
and drake $3 or $1 ea. S.C. Rodge Is-
land Reds or Plymouth Rock cockrels
$2, or $5 for three to one address.
Pullets $1 each of either bird. Guar-
anteed pure bred and 1915 birds. —
Sold by Mrs. George A. Poyner, Box
517 Souris, Manitoba, Can.
mánuði og sýnir fjórða þáttinn úr
Zaza. Einnig kemur Caroline White
innan skamms. Aðgöngugjald á mat-
inees hefir verið fært niður. Aðg.-
gjald á neðsta gólfi er 25c. en uppi á
lofti 15c. Konur ættu að nota sér
þetta og skreppa inn í leikhúsið er
þær gera innkaup. Leikhúsið er svalt
og þægilegt í eftirmiðdagshitanumL
Komið og hafið sem flesta af fjöl-
skyldunni með yður.
. KENNARA VANTAR við Pine
Valley skóla, Distr. No. 1168, fyr-
ir sex mánuði. Kenslutími er frá
15. október 1915 til 15. apríl 1916.
Kennarinn verður að hafa 2ndl
Class Professional Certificate. Til-
boðum er skýra frá æfingu og
kaupi er óskað er eftir, verður veitt
móttaka af undirrituðum til 15.
september 1915.
B. Stephanson, Sec. Treas.. .
Piney, Man.