Lögberg


Lögberg - 28.10.1915, Qupperneq 1

Lögberg - 28.10.1915, Qupperneq 1
Þarf að fá undireins Skólabækur frá öllum skólum landsins. Vér borpum bæsta verð fyrir þær, þó þær hafi verið brólafar og séu nú úr gildi. Vér seljum og brúkaðar skólakækur og skift- um á þeim. “Ye Olde Book Shop”, 253 Notre Dame Ave. Gegnt Grace Church* Tals. G. 3118 Két með stjórnareftirliti. Búnaðar stjórnardeild Canada lætur stimpla két af öllum ske num, sem slátrað e*- f þeim stofnunum, sem hún hefir eftirlit með: „Canada approved.** Vor aðferð er að selja aðeins két af heilbrigðum skepnum. Gætið að stimplinum. FORT GARRY MARKET CO., Limited 330-336 Garry St. Phone M. 9200 28. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 28. OKTÖER 1915 NUMER 44 - iHawsp—4S Islendingur fremstur í __ flokki á heimssýningunni MERKILEG UPPGÖTVUN /ERUR iíl D ÞAR um að dreifa rafmagns- Eins og öllum er kunnugt stendur yfir heimssýning í bænum San Francisco i Bandaríkjunum. Eru þar auövitað sýnd flest þau undur sem heimurinn á og nokkru þykja skifta. Þar er ekki til neins fyrir þá aö koma meö uppfyndn- ingar sýnar, smíöar eöa vinnu, sem ekki hafa eitthvað betra að bjóða en almennt gerist. Þar eru færustu menn allra þjóöa sem keppa um frægö og fé í öllum efnum. Það er því ekki neinn smávegis heiður eða traust sem þeim er sýnt sem þangað er boöið að koma og ærnu fé varið til þess að fá þangað. Samt sem áöur hefir íslending- ur orðið þess heiðurs aðnjótandi. Herra C. H. Thordarson raf- magnsfræðingur frá Chicago hef- ir þar á sýningunni merkileg áhöld til þess að dreifa þoku með rafmagni. Og sýnir það bezt hversu rnikið þykir til þessarar uppfyndningar koma að sýningar- nefndin varði $7000' til þess að byggja sérstakan sýningarskála fyrir áhöldin. Blaðið “San Franrisco Examin- er” flytur eftirfarandi grein þetta efni 8. október. “Rafmagn til þess þoku”. Sterkasti straumur sem nokkru sinni hefir verið notað, verður haft til þess að breyta þykkri þoku í regn. Miljón rafmagnseininga (valts) verða sendar út í loftið til þess að svifta burt þokunni, sem er hindrun og meinvættur allri skipagöngu. Sýningin ætlar að gera tilraumr í þessa átt, sem kosta mörg þúsund dali. Innan fárra daga verður reynt að svifta burt þokunni af Francis- co firðinum með sterkasta rai- magni, sem nokkru sinni hefir verið notað. Verður þetta gert frá tilraunastöð Panama-Kyrra- hafs alþjóðasýningarinnar. Ef tilraunin hepnast, þá mynd- ast nýtt tímabil í rafmagnsfræð- inni frá sýningunni í San Franc- isco, og verða sjóferðir eftir það mun hættuminni, þar sem fjarða- þoka er. Miljón eininga rafmagnsfram- leiðir verður notaður, og er það meira afl, en hingað til hefir ver- ið haldið að mögulegt væri að framleiða. Byrjunar tilraunirnar verða geröar á næturþeli þegar engir eru í sýningargarðinum. Miljön ein- inga rafmagnsframleiðir er ekkert leikfang; sérstaklega þegar þeir sem með fara vita ekki nákvæm- lega hverju það heljarafl kann að valda. Allir þeir sem mest og bezt þekkja til rafmagns, allir vísinda- menn við sýninguna, eru á sama máli um það að geysimiklar þrum- ur og eldingar ’ framleiðist af þessu heljarafli. En það er minst um vert á móts við annað, er vél- in kann að gera. Útbúnaðurinn hefir verið fullkomnaður til þess að skemta sýningargestum á hverju kveldi með tilbúnum þrumum og eldingum. Skáli hefir verið gerður úr við eingöngu; er þar tæpast nokkur nagli eða annað úr málmi. Er skáli þessi norðaustur af vólahöll- inni, og þar er rafmagnsvélin sýnd. Er hún skoðuð sem nokk- urs konar leyndardómströll, sem enginn veit hverju getur komið til leiðar. Rafaflvekjarinn hefir ver- ið skorðaður í steinsteypuskál eða hólk afarmiklum, og verður skál- in fylt með olíu, sem þekur allan ra f a f lsvek j arann. Rafmagnsframleiðarinn á að skjóta þessum heljarstraumi eftir nokkurs konar fjöðrum, sem fest- ar eru á háa staura, en fjaðrirnar eru í hring rétt hjá skálanum. Tilraunirnar verða gerðar þannig að eldingum verður haldið innan vissra takmarka og verður það gert undir umsjón C. H. Thordarsonar frá Chicago, sem hefir fundið upp |>essi áhöld og búið þau til. Professor F. G. Cottrell frá háskólanum í Leland Stamford og fleiri verða honum til aðstoðar. Thordarson, sem er talinn einn hinna allra merkustu vísinda- manna núlifandi í rafmagnsfræði, vill ekki segja neitt ákveðið um tilraunaverk sín og uppfundning- ar. Professor Cottrell, sem einnig er þjóðfrægur rafmagnsfræðingur sagði: “Fyrir hér um bil 15—20 árum dreifði Sir Oliver Lodge þokunni í Lundúnaborg á nokkurra þuml- unga svæði eða jafnvel nokkurra feta. Notaði hann til þess afllít- inn rafmagnsvekjara. Með sterk- asta rafmagnsframleiðara sem nokkurn tíma hefir verið búinn til. ætti það að vera mögulegt að dreifa þoku á stóru svæði. Eðli vélarinnar er hið sama og aðterð- in sú sama eins og sú sem höfð er við reykháfa og aðra innilukta staði til þess að dreifa reyk. Ef það hepnast að eyða þoku; á stór- um svæðum, þá er það stórkost- legur sigur, og þá má vera að það verði gert mögulegt skipum að hafa innanborðs sterkan raf- magnsframleiði til þess að dreifa þoku þar sem þau ferðast meðfram ströndum, eða á hættulegum stöð- um. Gæti slikt komið í veg fyrir árekstur og manntjón.” Stríðsfréttir Þar gengur hvorki né rekur svo teljandi sé. Margar orustur hafa verið háðar á öllum takmörkum stríðssvæðisins, en þótt allmikið mannfall hafi orðið þá hefir eng- inn ákveðinn né afgerandi sigur hlotist. Skiftar eru skoðanir um það hvort líkur séu til að stríðið end- ist enn þá langt eða akamt. Telja sumir þess öll merki að til enda dragi, en aðrir álíta aldrei hafa ófriðlegar litið út en nú. Virðast hvorir tveggja hafa allmikið til síns máls. Þeir sem stríðsloka vænta byggja á þvi sem hér segir: 1. Þjóðverjar hafa nú lýst því yf- ir að þeir séu reiðubúnir að taka friði ef skilmálar séu sann- gjarnir frá þeirra sjónarmiði. Hafa þeir sent þá yfirlýsing til hlutlausu þjóðanna. Skilmálar þeirra hafa enn ekki vérið opin- beraðir; en þessa sáttfýsi þeirra skoða menn þannig að þeir sjái sitt óvænna og muni þegar að þrotum komnir bæði að mönn- um, vistum og vopnum. 2. Einstakir áhrifamenn í öllum löndum, jafnvel í sumum stríðs- löndunum sjálfum, eru teknir Þeir geta það tæplega sóma sins vegna. 2. Hatur og heift hefir komist á svo hátt stig milli þeirra sem berjast, að sættir geta aldrei komist á, nema með algerðum sigri annara og algerðum ósigri hinna. 3. Ef bandamenn taka sáttum og semja frið án þess að Þjóðverj- ar séu með öllu yfirunnir og úr sögunni sem stórveldi, þá fitja þeir aftur upp á nýjum leik að vörmu spori og hefja svo annað stríðið enn þá ægilegra þegar þeir þykjast hafa komið ár sinni þannig fyrir borð að sig- urvænlegt sé. 4. Einmitt nú eru ýmsar aðrar þjóðir að dragast inn í stríðið, sem hingað til hafa verið hlut- lausar, og lýtur helzt út fyrir að öll Evrópulöndin lendi í þvi áður en lýkur. Búlgaria er þegar komin í orustuna með Þjóðverjum, Rúmenar má bú- ast við að dragist inn i það á hverri stundu; ekkert líklegra en að Þjóðverjar neyði þá til þess að ganga í lið með sér. Og þá er tæplega hægt fyrir Grikki að sitja hjá svo löngum tíma nemi. Að líkindum verða þeir bandamanna megin ef til kem- ur, þó það sé ekki með öllu víst. Konungur þeirra virðist ráða þar mestu, en hann er á' milli steins og sleggju. Þjóðin, eða meiri hluti hennar og margir helztu stjórnmálamenn Grikkja eru bandamanna megin, en drotningin er systir Þýzkalands keisara. Má því svo segja að konungur sé bundinn í bóða skó og geti í hvorugan fótinn stigið. 5. Þá er það á alfra vitund að Svíar lita hornauga til Rússa og hafa lengi gert. Virðast þeir hafa hallast á sveifina Þjóð- verjum í hag fremur en banda- mönnum. Noregur er aftur hinna megin. Er talið líklegt að ekki þurfi mikið út af að bera til þess að Skandinavisku þjóð- irnar drágist inn í hringiðuna. Alt þetta finst sumum mæla á móti bráðum friði og er erfitt að segja hvorir hafa meira til síns máls. að beita sér af alvöru fyrir því að koma á friði. Nefndir máls- metandi manna hafa myndast i þvi skyni og allmargar tilraunir gerðar. Má þar til telja al- þjóðafriðarnefnd þá er Jane Adams stendur fyrir og getið var um í síðasta blaði Lögbergs. 3. Fulltrúar þeirra sem frið vilja, hafa átt tal við fulltrúa allra Evrópuþjóðanna og Bandaríkj- anna, og nú loksins er svo langt komið að þeir eru því allir með- mæltir — að minsta kosti engir andstæðir — að sættir séu reyndar. 4. Veturinn er að ganga í garð með alla sína erfiðleika, og bú- ast menn við að stríðsþjóðunum þyki ekki fýsilegt að horfast 1 augu við hann á ný. Þær muni hafa fengið nóg af heljartök- um hans í fyrra. Alt þetta virðist þeim benda á friðarhorfur, sem sjá í huga sér stríðið á enda í náinni framtíð. Þeir aftnr á móti, sem gagn- stæða skoðun hafa, færa rök fyrir máli sínu á þessa leið: 1. Stríðið hefir þegar kostað svo mikið bæði í fé og mannslífum að óhugsandi er að bandamenn taki nokkrum sáttum tyr en hm- ir eru gersamlega að velli lagðir. Á vesturkanti stríðsvallarins hefir fremúr lítið borið til tiðinda. Brezk herskip skutu lengi á strendur Belgiu og eyðilögðu virki á föstudaginn og laugardaginn, að- allega var ráðist á Ostend, Westende og Zeebrugge, svo mikl- ar skemdir urðu af. Mörg vígi Þjóðverja þar voru eyðilögð og önnur allmikið skemd. Sprengikúlu var kastað af loft- skipi niður á neðansjávarstöð Þjóðverja í Zeebrugge, og olli hún allmiklum skemdum. Að austanverðu virðast Þjóð- verjar hafa hægt á sér og Rússar sótt sig. Von Hindenburg hefir unnið talsvert nálægt Mitan. Tók hann þar til fanga fimm hershöfð- ingja og 1000 hermanna. Hann á enn alllangt í land til Riga, og er yfir forarflóa að fara áður en hann kemst til Dvina. í nánd við Dvinsk lenti í allsnarpar orustur og mistu Þjóðverjar þar fjölda manns. Nikulás herforingi Rússa hefir unnið sigur á Tyrkjum i tveim or- ustum, en þeir hafa sent nýjar herdeildir í stað hinna föllnu. Þó er eins og afl þeirra sé að veikjast. Að sunnanverðu liefir verið dá- lítið tíðindaríkara en að undan- förnu. Italir áttu orustur við Austurríkismenn hjá vatni er Gerda heitir og tóku þar bæinn Pregasina, sem var umkringdur skotgröfum og vírnetum. Þaðan héldu þeir áfram og náðu hæð við Ledro dalinn. Þetta er talinn mikilverðasti sigur Itala siðan þeir fóru í stríðið. í Dardanella sundinu hefir svo að segja ekkert gerst. Bretar hafa þegar mist þar nálega 100,000 manns, og Astraliumenn 28,000. Hamilton hershöfðingi Breta þar eystra hefir verið. kallaður heim, eins og skýrt var frá síðast. Þykir sumum sem hann hafi reynst miður en við var búist. Á Englandi er talsverð sundr- ung meðal leiðandi manna. North- chliff lávarður, sem er einhver áhrifamesti blaðamaður á Bret- landi hefir vakið mikið umtal. Hann hefir í blöðum sínum ráðist á einstaka menn stjómarinnar og borið þeim það á brýn að þeir séu liðléttir og framkvæmdalitlir. Vill hann láta Asquith stjórnar- formann segja af sér og kjósa annan í hans stað. Hótar því jafnvel að mynda nýjan stjóm- málaflokk ef ekki sé breytt um. Sum blöðin á Englandi telja þetta landráð og hafa farið svo langt að leggja það til að Northchliff lá- varður sé kærður fyrir herrétti og skotinn sem landráðamaður. Hann heldur því fram altur á móti að sjálfsagt sé að reka úr embætti Stanley B. Von Donopj yfirhermálastjóra Breta. Hann er af þýzkum ættum og frændi hans er hershöfðingi i þýzka hernum. Kitchener lávarður heldur fast með Von Donop, en sagt er að Lloyd George villi gjama sjá hann leggja niður tignina. Sá sem stjóm tók austur í sundinu í stað Hamiltons heitir Charles Mic- hael Manpa. Bretar, Frakkar og Serbar gerðu sameiginlega árás á Búlgara og tóku þar bæinn Strumasta, er hann 50 mílur norðvestur af Salonika. Bandamenn bönnuðu allan aðgang að ströndum Ægina hafsins þegar Búlgaria fór í stríð- ið. Miklu umtali hefir það valdið að leyndarbréfum frá Þýzkalands- keisara kvað hafa verið stolið frá Grikkjakonungi. Hafði skrifborð hans verið opnað með fölskum lykli og skjölunum stolið þaðan. Um það hefir verið mikið deilt á Englandi hvort taka ætti upp skyldu hergöngu eða ekki. Voru verkamenn nálega allir því and- stæðir og hefir sú stefnan orðið ofan á enn sem komið er að treysta á sþálfboöalið. Miss Elith Cavell, ensk hjúkr- unarkona í Belgiu var skotin eftir Úrskurði þýzks herréttar fyrir það að hún hafði hjálpað belgiskum föngum til þess að komast til Englands. Hafði hún falið menn- ina í liúsi sínu, gefið þeim pen- inga og líknað þeim á alla lund eftir mætti. Þegar hún hafði verið dæmd til dauða og átti að skjótast leið vfir hana, en foringi hinna þýzku he-.rtanna skaut hana í gegnum höfuðið, þar sem hún lá i yfirliði. Hefir þetta mælst afar- illa fyrir. Kosningar í Suður Afríku. fóru fram fyrra miðvikudag. Skiftist þjóðin á milli tveggja stefna. Annar flokkurinn fylgdi Botha eindrengið og Englending- um; hinir kallast Nationalistar og voru á móti því að ráðist væri á Þjóðverja í Suður Afríku. Botha flokksmenn voru kosnir með stór- um meiri hluta. Uppskeran í Canada. Hveitið í Canada er í ár 336,- 258,000 mæla. Það er meira en helmingi meira en i fyrra og 45% meira en það hefir verið mest áður. Af þessu er gert ráð fyrir að 2,000,00ö mæla verði seldir. Tollurinn af því (10 cent á hvem mæli) nemur $200,000. Það er alt borgað beinlínis úr vasa bóndans. Robert Rogers kom hingað til winnipeg á mánu- daginn og dvelur hér um tíma. Kveður hann stjómina bera hag bænda sérstaklega fyrir brjósti og vilja gera alt sem í hennar valdi stendur til þess að bæta hag þeirra. Sé það satt þá ætti hún að leyfa þeim að selja sitt eigið hveiti á næsta markaði, án þess að sekta þá fyrir. Það stendur í hennar valdi. Bœjarfréttir. Hon. Thos. H. Johnson, sem gegn- ir forsætisráðherrastörfum í fjarveru Norrisar, fór út til Sewell á föstudag- inn. Er verið að flytja herbúðirnar þaðan hingað inn til Winnipeg. Sigurður J. Jóhannesson kom neð- an frá Gitnli á föstudaginn; hafði dvalið þar nokkra daga að finna kunningja sína. Bandaríkja kaupendur Lögbegs eru beðnir að muna eftir því að senda andvirði blaðsins ékki í banka- ávísun (checksj því á þeim eru 17 centa afföll hversu litlar sem þær eru. Gerið svo vel að senda í póst- ávísunum eða seðlum. Víða búið að þeskja og hveiti bæði mikið og fremur gott. Þetta er ó- efað bezta ár bygðarinnar, síðan hún hófst. Pétur fékk 23,000 rnæla af korni. Benedikt Frímannsson fráGimli var á ferð í bænum fyrir helgina. Guðlaugur Erlendsson frá Edin- burg, N.D., sem dvalið hefir hér í bænum um tíma, fór heim aftur á laugardaginn. Hann var að leita sér lækninga; Dr. Brandson skar hann UPP °S var Erlendsson allhraustur þegar hann fór. Hallgrímur Benson frá Narrows kom til bæjarins á laugardaginn norðan frá íslendingafljóti. Var hann þar í kynnisferð hjá frænd- konu sinni, konu Jóhanns Guðmunds- sonar frá Stangarholti. Hallgrímur fór heimleiðis aftur á mánudaginn. Árni Gíslason, lögmaður frá Min- esota kom til bæjarins á þriðjudag- inn. Hann var að koma með Sig- valda föðurbróður sinn á Gamal- mennaheimilið á Gimli. Lítur iit fyrir, að aðsóknin ætli að Verða mikil að þeirri stofnun. Gíslason býst við að dvelja nokkra daga hér nyrðra og bregða sér svo vestur í Islendinga- bygðirnar í Saskatchewan áður en hann fer suður aftur. Thórdur Thorsteinsson (StgrímsJ kom vestan frá Argyle á mánudag- inn. Hefir hann dvalið þar um tíma og unnið að þreskingu. Snjór hafði fallið talsverður i Argylebygð og kom það sér illa, því sumir eiga korn sitt enn óþreskt, þótt flestir séu búnir. Kristján Johnson frá Baldur og kona hans Voru i bænum á þriðju- daginn. Kristján er í nefnd þeirri, sem ákveður gæðastig (gradej hveit- is á hverju ári og var hann hér í þeim erindagerðum. Mr. H. Hermann, starfsmaður Lögbergs, sem fór vestur til Sas- katchewan á sunnudaginn, sendi nokkrar línur frá Dauphin. María dóttir hans er þar hjúkrunarkona, og þar er einnig ein íslenzk kona, gift skozkum manni, er Bogie heitir. Iiafði hún ekki séð íslendinga né heyrt í 23 ár þangað til hún frétti að Miss Hermann væri íslcuzk. Kor.:. þessi er bróðimlóttir Sigfúsar Ey- mundssonar. Hermann fór ásamt dóttur sinni heim til þeirra hjóna og borgaði fyrir sig með því að selja konunni Lögberg; taldi hann það gott verk og hún ekki síður. Segir Hermann að hjónin séu bæði “lif- and'” liberalar. Botnia í New York. Ólafur Johnsen umboðsmaður á henni. Bréf kom frá New York til H. S. Bardals á mánudaginn með þeirri frétt að Botnia hefði komið hlaðin síld til New York 21. þ. m. og að Ólafur Johnson væri um- boðsmaður hennar. Bréfið getur þess einnig að ekki sé þumlungs farrými fáanlegt á skipinu heim aftur, og á það víst að skiljast þannig, að þegar hafi verið keypt hleðsla af vörum. Sambandskosningar í nœsta mánuði? Ýmislegt virðist benda til þess að sambandskosningar séu í nánd; verði jafnvel í næsta mánuði. Um það hefir verið allmikil deila milli flokksforingjanna hvort ástæður væru til kosninga og hvort þær væru heppilegar. Kjörtíma- bilið er ekki úti fyr en að ári og virðist þvi engin nauðsyn reka til flýtis. Þeir sem mestu ráða í liberal flokknum eru allir á einu máli um Ólafur S. Thorgeirsson hefir gef- ið út póstspjöld með íslenzka fánan- um nýja með réttum litum og rétt- um hlutföllum; er hann gljáprentað- ur og sérlega vandaður. Eins og menn vita var fáninn staðfestur i sumar af konungi, og löggiltur. —. Grunnurinn er blár en rauður kross í miðju með hvítum krossi utanum rauða krossinn. Neðan undir mynd? inni er þetta prentað: Islandsfáni. “Bend oss, send oss styrk til ljóssins starfa, styð oss, greið oss leið í röðulátt! Ger oss stóra, stolta, hugumdjarfa. stæl þú viljans himinborinn mátt.” —Þessi orð eru úr hinu gullfagra kvæði Guðmundar Guðmundssonar. Ólafur hefir póstspjöldin til sölu og er óhugsandi annað, en þau seljist vel. W-‘ "• Pétur Anderson frá Leslie er hér staddur og segir velíðan þar vestra. Ot á land. Akuryrkjumála ráðherrann i Manitoba, Valentine Winkler, hefir með höndum það starf að koma sem flestum fátækum fjöl- skyklumönnum út á land: ætlar stjórnin að verja um $750,000 til hjálpar á þann hátt. Áformið er að kaupa kýr og láta þá hafa þær sem út á land fara og eru ekki þannig efnum búnir að þeir geti keypt þær sjálfir. Þess er óskandi að þetta kom- ist í framkvæmd, enda engin ástæða til þess að ætla annað. Það er vafasamt hvort með nokkr- um ráðum er hægt að setja fæt- urnar undir fátæka menn á praktiskari hátt en einmitt með þessu . Lögberg vill alvarlega skora á fátæka fjölskyldumenn íslenzka hér í bæ sem ekki hafa stuðuga eða trygga atvinnu að verða ekki of seinir að færa sér þetta í nyt, þegar það byrjar. Margir Islend- ingar eru nú góðum efnuin búnir, sem fyrir nokkrum árum byrjuðu búskap í sveit með engin efni. Má þó nærri geta hversu erfitt þeir hafa átt uppdráttar fyrstu ár- in. En þessi hjálp er svo mikil og þess eðlis að hún gerir búskapar- byrjunina óendanlega auðveldari. Stjórnmálafélag frjáls- lyndra manna. (The Liberal ClubJ. Flest félög hafa hvílst yfir sumartímann, sum að öllu leyti, önnur aðeins að nokkru. Nú þegar annir minka og fólk kemur í bæinn aftur, t. d. skólafólk; þá fara þau að halda aftur fundi sína og þá fara þau að afla sér nýrra og fleiri félaga. Fyrsta skilyrðið til þess að verða starfandi og nýtur borgari hvaða þjóðfélags sem er, hefir altaf verið og verður altaf það, að taka þátt í opinberum málum; lesa imi þau, heyra um þau talað, hugsa um þau og ræða þau. Bera sinn skilning á þeim saman við skilning annara og reyna að fá yfir þau sem glöggast yfirlit í huga sér. Stjómmálafélögin eiga að vera til þess að gera menn að fróðari og áhugameiri og betri borgurum; þar fara fram ræður og kappræð- ur; fyrirlestrar, bréfaskriftir o. fl. Þar spyrja menn og svara, fræðast og læra. Stjómmála félag frjálslyndra manna byrjar vetrarstarf sitt það að kosningar ættu ekki að næsta mánudagskveld. Heldur fara fram fyr en stríðið er á enda; Þ®® |)a ^yrs^a ársfund sinn i neðri finst þeim eins og er, að ekki veiti sal Goodtemplara hússins kl. 8. af sameinuðum kröftum á meðan ,^a® tal*® v*st a® óvenjulega stríðið stendur yfir og álíta að nn^'® fj°r ver®i * þessu félagi í kosningabarátta yrði til þess að ar’ s°^um Þess a® það hefir ýmis- dreifa kröftum, sundra og draga a Prjónunum. Formað athygli frá hermálunum. Conservativar aftur á móti halda því fram að þvi að eins geti þeir frestað kosningum að liberal- ar láti allar þeirra gerðir í sam- bandi við hermálin afskiítalausar, finni ekki að neinu fremur en ef þeir vissu að stjómin væri skipuð óskeikulum veram. Telja þeir það landráðum næst að segja ekki já og amen við öllum þeirra framr- kvæmdum og framkvæmdarleysi. Fara þeir fram á að liiberalar bin list þeim loforðum að con- servativar megi sitja að völdum þangað til tveim árum eftir að friðarsamningar hafa komist á í Evrópu. Sjá allir hvílik fjarstæða slíkt er. Liberalar aftur á móti eru fúsir til að leyfa conserva- tivum að sitja við völd, þangað til stríðið er um garð gengið, hversu lant sem það kann að verða. Yirðist það sýna og sanna svo einlæg-ni þeirra að ekki þurfi neins frekar. Því hafa liberalar einmg stung- ið upp á að sambandsstjóm sé mynduð 1 landinu á meðan stríðið stendur yfir, þar sem teknir séu beztu menn beggja flokkanna, þannig þó að conservativar séu í nægum meirihluta til þess að koma fram öllum sínum fyrirætl- unum. Þessi aðferð hefir verið tekin upp í sumum öðram stríðs- löndum, þar á meðal Englandi. En conservativar krefjast einræð- is og neita að taka nokkrum ráð- um. Með öðrum orðum, þeir krefjast þess að mega fara með fé og fólk eftir eigin geðþótta og vera undanskildir uuum athuga- semdum. Þeir krefjast rnesta ein- ræðis, sem veröldin hefir þekt nokkru landi á nokkruni tíma. Nú er það talið líklegd að sam- I bandskostningum verði slengt á ur þess J. J. Swanson er framúr- skarandi skyldurækinn og áhuga- samur foringi og alt af glaðvak- andi yfir vexti þess og viðgangi. Eitt af því sem félagið ætlar að byrja á i haust, era þingleikar (Mock Parliament). Þeir hafa í öðram löndum reynst einliver bezta pólitíska mentastofnun, sem fundin hefir verið upp. Þar er mönnum skipað í tvær deildir, aðra þá er stjóminni fylgja og hina skipa andstæðingar hennar. Stjórnardeildin kýs sér leiðtoga og er iiann iorsætisráðherra. Hin deildin kýs sér einnig leiðtoga. Svo eru settir þingfundir og farið nákvæmlega eftir þingsköp- um. Mál flutt og frumvörp rædd frá báðum hliðum og yfir höfuð alt látið vera sem líkast því að verulegt þing væri. Þetta hefir óútreiknanlegt fræðslugildi ef vel er á haldið. Menn læra þingsköp og þingregl- ur og málin skýrast og lýsast ótrú- Iega. Munið eftir að koma á fundinn á mánudagskveldið; hann er öll- um opinn. Áskorun til almennings Svo sem öllum er nú kunnugt orðði, þá er Gamalmenna-heimilið á Gimli komið á fót. Þörfin á slíkri stofnun reyndist jatnvel meiri en menn höfðu búizt við. 22 gamalmenni hafa þegar fengið inngöngu, og má búast við aö taka þurfi á móti enn teliram. En það hefir kostað ærið fé að kaupa 1 húsið og gera það úr garði svo það sé notalegt heimili. Og starfs- , | rækslu-kostnaður er all-mikill, sem næsta mánuði og hefir sá orðróm- Seta ma nærri. Enda er reynt að ur við sterk rök að styðjast. En veúa gamalmennunum öll þau verði þeim þrælatökuin beitt sem Þæ&’ndi, sem unt er. ætlað er, þá ætti að verða mann- | Nú er svo komið að forstöðu- lega tekið á móti. nefndin finnur sig knúða til þess Liberalar hafa sannarlega boðið allar þær málamiðlanir sem hægt er að krefjast af nokkrum þjóð- hollum mönnum og sé þeim öllum hafnað þá er flokkurinn fremur að leita til almennings og biðjí um mikla og fljóta hjálp. Það ei óhjákvæmanlegt að safna miklv fé á þessu hausti, svo líknarstan Þetta fái haldið áfram. Einn með borinn fyrir brjósti hjá stjóminni lima stjómarnefndarinnar, hr. ( en heill ríkisins. BITAR Þegar liberalstjórnm tók við af afturhaldsstjórninni 1896, var hátt upp i miljón dollara tap árlega á póstmáladeildinni (78,1,152); þeg- ar afturhaldsstjórnin tók við af liberalstjórninni 1911, var mikið á aðra miljón árlega í ágóða af sömu deild ($1,192,729). Þegar aftur- haldsstjómin hefir setið að völd- um i fjögur ár 1915. cr cftur or«i« “‘“‘“"f1' ,me"n «* hátt á a«ra miljón dollan, tap á '"J6”' v? 1'«•<»» þessari sömu deild ($1.909,366). °g ‘e™a trara fe I>essa Skiftir um hver á heldur. P. Thordarson hefir góðfúsleg: tekið að sér að ferðast um nær J’&gjaadi bygðir Islendinga oj leita fjárframlaga hjá almenningi Mr. Thordarson hefir ávalt látii sig mál þetta miklu varða. Ham hefir sjálfur gefið nær þúsuni dollara til þessarar stofnunar oj sýnir það bezt, hve honum liggu velgengni Gamalmenna-heimilisin þungt á hjarta. Nefndin skorar nú á alla góð íslendinga, menn og konur, Það er eins og Heimskringla haldi að breytni Bordenstjómar- innar við Andrés Freeman geti afplánað allar hennar syndir, eða sannað það að hún sé syndlaus. úðar-fyrirtækis og sýna það verki að brjóstgæði og höfðing skapur einkenna ennþá íslenzl lund. Winnipeg, 27. okt. 1915. B. J. Branason. formaður stjómamefndarinnar

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.