Lögberg - 28.10.1915, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.10.1915, Blaðsíða 4
4 LÖGKBERG, FIMTUDAGÍNN 28. OKTÓBER 1915. 3C o q b e i q Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., Cor. William Ave. & Sherbraok Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JÚL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOP.NI, Business Manauer Utanáskrift ti! blaðsins: THE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, l*larj. Uianáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, IRan. VERÐ BLAÐSINS: $2 00 um árið. Bein löggjöf. Bein löggjöf er eitt þeirra mála, sem ekki hefir veriS nægilega skýrt fyrir almenningi. Ekki svo aö skilja aö þaS sé nýtt mál, því fer fjarri; þaö hefir verið einn aðalþátturinn í stjórnmálakeðju sumra þjóða í meira en hálfa öld. En það hefir vor á meðal ýmist veriS misskiliS eSa alls ekki skiliS; þótt undarlegt megi virSast, þegar þess er gætt að þaS er auSskildara en flest önnur mál, sem almenning varSa. 1 beinni lökgjöf eru aðallega þrjú atriSi. ÞaS er tillöguréttur kjósenda (Jnitiative), neitunarréttur kjósenda (Referendum) og endurköllun embættis- manna (Reeall). Til þess aS skýra þessi atriSi nægir þaS sem hér segir. MeS tillöguréttinum veitist þjóðinni — eSa veitir þjóSin sjálfri sér — leyfi til þess aS búa til hvaSa lög, sem hún telur sér hagkvæm, og heilla- vænleg. ÞjóSfélagiS er aSeins stórt félag, sem setur sér fastar reglur að fylgja, kýs sér menn til þess aS standa fyrir framkvæmd mála sinna og starfa, alveg eins og hvert annaS félag. Nú er þaS öllum auSsætt aS þessir starfsmenn, sem þannig eru kosnir, eSa stjómendur, eins og þeir eru kallaSir, eru ekkert annaS en umboSsmenn þjóS- arinnar til þeás aS fara meS fé hennar og málefni eftir því, sem hún telur sér til beztra heilla. PjóS- félagið er yfir starfsmönnum sínum, eSa á aS vera þaS, alveg eins og t. d. verzlunar- eða verksmiSju- eigandi er yfir þeim, sem viS verzlunina vinna, þótt þeir ef til vill hafi þar mikið framkvæmdarvald, hver i sinni deild. Þessu virðast stjórnendur oft gleyma; þeir virS- ast hafa hausavíxl á virkileikanum og skoSa sjálfa sig sem yfirmenn þjóSfélagsins meS takmarkalitlu valdi. MeS öðrum orðum, þjónninn fer upp í hús-- bóndastólinn og lætur honum sitt sæti. ,Nú eru menn kosnir til þingsetu og löggjafar um fjögra til fimm ára tímabil. Á þeim tíma getur margt komið fyrir. Einhverjum framsýnum og þjóðhollum ættjarSarvini getur komiS til hugar aS heill og hamingja landsins sé undir því komin aS samin séu ný lög eSa ákvæSi um eitthvert atriSi Ef hann er ekki þingmaSur, þá hefir hann engin ráð meS aS koma máli sínu fram, undir því fyrirkomu- lagi sem nú er. Sem einn meSlimur þjóSfélags þess er hann heyrir til, á hann aS sjálfsögSu aS hafa rétt til þess aS koma fram meS velferSar tillögu, hvenær sem hann kýs ; þar sem tíllöguréttur þjóSarinnar er í gildi samkvæmt beinni löggjöf hefir hann þennan rétt. En til þess að tryggja alvöru og einlægni í málinu verS.ur hann aS fá ákveSna tölu stuSnings- manna aS tillögu sinni, alveg eins og í hverju öSru féiagi. En sökum þess aS hér er um stærra verksviS aS ræða en í prívatfélögum verSa stuSningsmennirn- ir að vera fleiri. ÞaS er því venjulegt aS io% til 15% af kjósendum þurfi til þess aS krefjast upptöku máls. Sá er fyrstur kemur fram meS hugmyndina er tillögumaSurinn, en hinir sem undir skrifa eru stuSningsmennirnir. Þetta virSist vera svo einfalt og auSskiliS að engum geti dulist. Tökum dæmi': MaSur sem kosningarétt hefir í Manitoba fær þá hugmynd og sannfæringu aS þjóS- inni væri holt aS banna vínsölu. Hann hefst handa og skrifar upp tillögu sína á löglegt eyðublaS til þess ætlaS og fær svo ákveSinn fjölda af kjósendum fylk- isins sem stuSningsmenn. Tillagan er send stjórnar formanninum, forseta félagsins og hann verSur aS bera hana upp; bera hana undir atkvæSi. Sé hún samþykt verSur hún aS lögum, sé hún feld, þá setur alt viS þaS serni áður var. ÞaS þætti skritið félag prívatmanna, þar sem fé- lagsmenn hefSu ekki rétt til þess að bera upp fram- komna og studda tillögu, en þannig er ástatt í því þjóSfélagi, sem neitar sjálfu sér um beina löggjöf eSa tillögurétt. Eins og þaS virSist sanngjarnt aS kjósendur hafi tillögurétt um sín eigin mál, eins ætti þeim aS vera þaS heimilt aS neita staSfesting laga, sem þeir eru sannfærSir um að séu til óheilla — þeir ættu aS hafa neitunarvald — hafa vald til þess aS neita starfs- mönnum sínum um þaS aS þvinga upp á þá lögum. sem þeim eru ógeSfeld. Sá sem ekki telur þetta sanngjamt, hann hefir einkennilegan hugsunarhátt, ug sá sem ekki þykist skilja þaS, getur tæplega þekt nótt frá degi. Tökum dæmi: Setjum sem svo aS starfsmenn þjóSarinnar — stjómin — sæi sér einhvern persónu- legan hag í því aS veita sérstöku auSfélagi stórfé úr vasa fólksins. Góður og framkvæmdarsamur kjós- andi skrifar áskorun þess efnis aS þjóSinni gefist kostur á aS lýsa skoðun sinni á málinu — synja því eSa staSfesta. Hann fær ákveSna tölu kjósenda til þess aS skrifa undir þessa áskomn, hún er fengin í hendur formanni þjóSfélagsins — stjómarformann- inum, — og hann verður aS bera hana upp til at- kvæSa. Samþykki fólkið geröir stjórnarinnar þá standa þær óbreyttar, neiti þaS þeim, þá falla lögin. ÞaS er þjóSin sjálf sem á að sjálfsögSu aS ráSa því hvort hún vill verja sínu eigin fé til þessa eSa hins. Starfsmenn þjóðarinnar — stjómin •— eru vinnu- menn hennar, sem hún geldur fult kaup til þess aS vinna þau störf, sem hún þarf aS láta vinna og vill láta vinna. Þegar þjónar þjóSfélagsins semja öll þau lög og taka upp öll þau mál, sem þjóSin óskar, þá þarf ekki á tillögurétti kjósenda aS halda. Þegar starfsmenn hennar búa ekki til lög eða vinna á móti kjósendum, þá þarf ekki á neitunarvaldi kjósenda aS halda. Þetta hvorttveggja er því trygging fyrir því aS löggjafarnir geri sitt bezta, og gæti skyldu sinnar samvizkusamlega. Undir beinni löggjöf vita þeir þaS, aS ef þeir framkvæma ekki vilja þjóSarinnar, þá neitir hún tillöguréttar sins, og ef þeir misbjóða valdi sínu til þess að vinna þjóðinni óheill, þá tekur hún til neitunarvaldsins. En er ekki þetta nákvæmlega þaS sama sem á sét staS í öllum félögum, sem bezt er stjómaS? Tökum t. d. C. P. R. félagiS; ef þaS vill láta ein- hvern embættismann sinn taka upp einhver nýmæli, þá segir þaS honum frá því aS hann verði aS gera þaS eða missa stöSuna. Ef aftur á móti einhver embættismaður þess byrjar á nýrri aSferS án ráða- Ieitunar viS félagiS og félagiS telur þá aðferS óheppi- lega eða skaðsama, þá skipar það embættismanninum aS hætta aðferðinni og taka upp aðra, eða missa stöðuna aS öðrum kosti. Þótt þjóðin kjósi þingmenn og stjóm til fjögra ára, þá á þaS ekki að vera þar meS sagt, aS þeim sé gefiS einveldi allan þann tíma. Nei, þingmenn og stjórn eru aðeins framkvæmdarnefnd í málum þjóS- arinnar, sem eiga aS vinna í samræmi og samráði viS hana. Ef maður er ráðinn til búðarstarfa um árstíma, þá er þaS ekki þar meS sagt að hann geti fariS meS alt í búSinni eftir eigin geSþótta, allan þann tíma án þess að húsbóndinn hefSi þar nokkuS um aS segja. En þannig virSast sumir líta á löggjafar valdiS. Stjómin er talin einráð og ábyrgðarlaus og yfir þaS hafin aS ráðgast um mál við þjóðina — húsbónda sinn. Norrisstjórnin hafði margt fagurt og framfara- vænlegt á stefnuskrá sinni, og enginn sem þá menn þekkir, seml nú skipa hana efast um aS viS loforðin verði staðiS; en það er eitt atriðiS, sem tekur öllum hinum fram — það er bein löggjöf. ÞaS aS hún var óhrædd aS lofa beinni löggjöf, er fullgild sönnun þess aS hún hefir ásett sér aS breyta rétt og gera vel. GóSar stjórnir og samvizkusamar, era aldrei hræddar viS beina löggjöf; svikular stjórnir og harSráðar hata beinu löggjöfina eins og heitan eldinn. ÞaS er meS stjórnirnar og beinu löggjöfina, eins og börnin og vöndinn. GóSu börnin, sem kappkosta að breyta rétt, þurfa ekki aS hræðast nann, en hin sem miSur hegða sér hræðast hann og forðast. ViS barn sem er gott og óartarlaust, þarf aldrei á vendi að halda; viS stjóm sem er samvizkusöm, þarf aldrei á beinni löggjöf aS halda. En hún þarf aS vtera til svo hægt sé aS viShafa hana ef á þarf aS halda, alveg eins og vöndurinn þarf aS vera til. Því eins og altaf fæðast öSru hvoru óartarbörn, eins myndast öðra hvora óartarstjórnir. ÞaS að Norrisstjórnin fær fólkinu í hendur vönd- inn, sýnir aS hún veit sig einlæga. Við leiði lifandi manna. Þegar gengið er meS opnum augum á þeim stöðvum, sem vígSir eru til hvíldar dánum mönnum, þá er eins og einhver þung alda þrísti á alla tilvera manns og tilfinningu. Þótt maður sé staddur í framandi landi og þekki þar engan þeirra, sem í friSi hví'la, þá klökknar samt hugur manns af einhverjum ómótstæSilegum áhrif- um. Þegar menn koma saman i kring um líkkistu eSa í kirkjugarði, þá finna þeir sjálfa sig, hversu lengi og hversu gersamlega, sem þeir hafa veriS týndir. Hver einasta manneskja er í raun og Vera bljúg og viSkvæm, þegar hún fær aS njóta sín. Það er hörkuskel óeSIilegra kringumstæða og óheiila áhrifa, sem vex utan um hinn virkilega mann og veldur því aS hann nýtur sín ekki. AS gleöjast eins og barn og hryggjast eins og barn er öllum mönnum eiginlegt, heilbrigt og nauö- synlegt. ÞaS er einkaeiginleiki óspiltra manna; allra þeirra, sem ekki hafa oröið aS taka of nærri sér aS einhverju leyti, og þannig glataS fínasta blænum af öllum sínum lífsvef. Allur fjöldi manna hefir týnt sjálfum sér og finnur sig ekki aftur nema rétt á vissum augnablik- um, viS viss tækifæri á vissum stööum. Þegar menn ferðast um fjarlæg lönd, þá skoða þeir venjulega flesta merka staSi, og einn þeirra staða era kirkjugaröarnir. Spurgeon sagöi aS hinn sanni maður hverrar þjóðar kæmi betur í ljós viS þaS, hversu ant hann léti sér um bústaði hinna dauöu, en í flestu öðru. Og þegar gengið er um stóra grafreiti í heimsborgunum, þá vill þaS oft til að maöur sést sitja á leiði og er 1 þungum hugsunum. Oftast má vera aS þaS sé einhver sem þar minn- ist ástarinnar. En þaS er þó ekki altaf. ÞaS er sagt að Victor Hugo, franska skáldiö fræga, hafi haft það fyrir reglu altaf þegar hann gat komið því viS að fara út í kirkjugarö aS minsta kosti einu sinni í hverri viku. Þegar kunningi hans spurði hann hvernig stæði á því, svaraöi hann á þessa leið: “í huga mínum á eg uppsprettulindir. Af þeim drekk eg sjálfur og af þeim veiti eg stundum öðrum svölnn. En þessar lindir eru þeim forlögum háðar aS þær stíflast, oft og jafnvel frjósa. Það er aSeins á helgum stöðum sem þær stíflur losna og ísinn þiönar. Einn þeirra helgu staða er kirkjugarðurinn.” Róin og kyröin og hátíðleikinn sem hvílir yfir hinum þögulu heimkynnum framliöinna, þar sem allir eru jafnháir; þar sem allur misskilningur og öll olnbogaskot hafa veriö lögö niður, grípur hugi hinna lifandi manna einhverjum leyndardómsfullum tökum, sem ekki er hægt að losna viS. ÞaS er engum efa bundið að bezta kirkjuferS sem farin verður er sú aS dvelja öðru hverju viö leiSi látinna vina, eða óvina; ganga þar í reiknings- skap viö sjálfan sig og setja sér fyrir hugskotssjón- ir alt þaS er maður átti saman viS þann látna aS sælda í lifanda lífi. Það er eins og hugurinn sjái sólgeisla vefjast um sum leiSi hversu dimt sem er. Minningar þeirra, sem þar hvíla brosa í gegn um gröfina og hvísla göfganli áhrifsoSrum. En dimmir skuggar og húmslæöur hylja önnur og upp af þeim sér hinn innri maöur stíga dökka svipi glataös lifs og eyddrar æfi. — En ef þaS vekur manni alvarlegar hugsanir aS horfa á leiði þeirra sem dánir eru. Hugsa um öll þau mörgu tækifæri, sem lent hafa í gröfum liðinna manna, hversu óendanlega miklu meiri alvöru hlýtur það þá að vekja oss aS standa yfir moldum þeirra sem enn eru lifandi. Og þegar eg minnist á þetta þá eru þaS vissir menn, se’m eg hefi í huga; það eru leiöi ákveðinna lifandi manna. Engum getur hlotnast meira traust en þaS aS vera kosinn af þjóð sinni til þess aS fara með hennar helgustu trúnaöarmál. Engum getur blotnast meiri gæfa en sú að reyn- ast trúir því trausti og leggja krafta sína, tima og einlægni, þjóö og landi til þrifa. Engum getur boriS meiri ógæfa aS höndum en sú, að bregðast sliku trausti og glata viröingu þjóð- arinnar aS verðleikum. Vera grafinn i þeim skugga reita þjóðar sinnar, sem enginn geisli trausts eSa til- trúar getur komist aS. Þeir menn sem fyrir því veröa og til þess hafa unniS, eru sannnefndir ógæfumenn, hversu auðugir sem þeir kunna aS vera og hversu mikiö sem þeim kann aS hlotnast af ööram verklegum gæðum. Á leiðum þessara lifandi manna hljóta allir sem mannlegar tilfinningar hafa aS vikna og klökkna. Hér í Manitoba hafa þeir sorgaratburðir boriS að höndum, sem örsjaldan eiga sér staS, eins og betur fer. Æöstu menn þjóðarinnar; méstu trúnaöarmenn íólksins; kjörnir verðir landsins; gætendur siðarétt- ar og laga bafa grafið sér sinar eigin grafir fyrir aldur fram. Fyrir fáum árum sóru þeir þá eiöa, sem flestum öSram eru helgari. Þá eiSa að standa trúlega á veröi fyrir land sitt og þjóS sína og hlýða í öllu röddum samvizku sinnar; vera trúir þjónar, réttlátir ráðsmenn. Þessir sömu menn ganga nú frá altarinu x insta helgidóm landsins og skilja þar eftir fingraför saurugra handa, spor óhreinna fóta, bergmál svik- inna loforða og rofinna eiöa. Inn í þennan helgidóm gengu þeir með upprétt- um höfðum og breiöu brosi, fullu trausti og — ef til vill — einlægum ásetningi. Út úr honum ganga þeir nú bognir og niSurlútir, meS svip þess er ósigur hefir beöið, ekki í ærlegri baráttu, heldur á orustuvelli óhlutvendni og eigin- girni. f Úti fyrir bíöur þeirra opin gröf eilífrar fyrir- litningar. Ofan í hana steypast þeir og yfir þá er mokaS moldum réttlátra dóma, þótt harðir séu. Á leiðin benda ýmsar verur meS fingrum alvar- legra ásakana. RáSvendnin kveðst hafa verið útlæg gerS úr hejgidómi þjóSarinnar á þeirra stjórnartíð. Rétt- lætiS hefir sömu sögu aS segja. Samvizkusemin kveöst þar ekkert griðland hafa haft. Sannleikur- inn staöfestir vitnisburð þeirra og kveöst hafa veriS á sama hátt leikinn. Þessir menn eru dáuSadæmdir; þeir era grafnir lifandi og blómgyðjan forSast aS snerta leiSi þeirra. En er ekki þetta hrygöarefni fyrir oss hina? Getum vér gengiS hjá leiöum þessara lifandi manna án þess aS vikna eða án hluttekningar ? Hafa þessir menn engar málsbætur, þótt stórsekir séu? Hefir þeim veriö algerlega sjálfrátt? Ekki þarf því um aS kenna að þessir menn hafi leiöst út á villigötur af fáfræöi og mentunarskorti. ÆSstu skólar landsins höfðu búiS þá undir ábyrgS-^ armiklar stöður. Þeim höfðu veriS allar leiðir opn- ar, allir vegir færir. Þeir hafa það ekki aS afsökun aö ljósi upplýsingarinnar hafi veriS haldið frá þeim, þeir voru allir góSum gáfum gæddir; þeir gátu því ekki haft það sem afsökun aS litlu pundi hefði sér veriS úthlutaS og því ekki mikils von. Nei, þeir hafa engar þess konar afsakanir. Lögin taka hörðum höndum á fáráSlingum, sem mannfélagiö hefir synjaS um ærlegt uppeldi. Þeim er vægöarlaust varpaS í fangelsi og engin miskunn sýnd ef þeim verður það á aS stíga feti út fyrir setta línu. En hér er ekki um þess konar menn aS ræða. Ekki bafa þeir það heldur sér til atsokiinar aS fátæktin hafi kreft að kjörum þeirra, og þeir hafi horfst í augu við hungur og kulda, meS konu og kveinandi börn. Nei, þeir voru hálaunaðir af fé þeirrar þjóöar, sem traust baföi borið til þeirra. ViS! því er lögS þung og löng hegning ef sultur- inn með öllum sínum svipum og ógnum rekur bjarg- arleysingjann til þess aS rétta fram höndina eftir einu brauSi, sem honum er synjaS um á löglegan hátt ,— einu brauöi til þess aS' stilla eitt augnablik — ekki sitt eigiS hungur, heldur barna sinna. En hér er um ekkert slíkt að ræöa. - 1 Hver er þá afsökunin ef hú er nokkur? Hún er í spiltum hugsunarhætti. Sú skaðlega skoðun hefir komist inn í þjóS þessa lands, eSa nokkurn hluta hennar, aS þótt ráSvendni í verzlun og viSskiftum manna á meöal sé sjálfsögS; þá sé í stjórnmálum öðru máli að gegna, þar sé sam- vizkan ekki altaf nauðsynlegur ráSanautur. Upp úr djúpi þessarar stóru syndar þarf þjóðin aS rísa; af þessum svefni samvizkuleysisins þarf hún aS vakna. Hver veit nema gæfudís hennar takist aS skrifa með eldletri í sál hennar þá heitstrenging aS slíka menn sem þessa skuli hún aldrei framleiða. ÞjóSin á að setjast á leiSi þessara lifandi manna og gráta forlög þeirra. Gráta þaS að slík ógæfa skyldi geta hent hennar egin börn. Og hún á að sverja þaS við altari einlægra áforma að fætur barna hennar skuli framvegis verndaSar frá slikum óheillasporum. Og hvert einasta bam þjóöarinnar á að horfa á leiSi þessara lifandi bræðra sinna; fella samhrygðar- tár með þeim — ef þeir era ekki spiltari en svo að réttlætiS geti unnaS þeim tára — og biðja hamingj- una að forða sér frá samskonar gröf. NORTHERN CROWN BANK AftALSKRIFSTOFA I WINNIPEG Höfuðstóll (löggiltur) - - - $6,0f0,000 Höfuðstóll (greiddur) ... $2,850.000 * STJOHNENDITR ; Fonnaður...........- - - Sir D. II. McMII.IiAN, K.O.M.G. Vara-formaður................. - Capt. WM. ROBINSON Sir I). C. CAMERON, K.C.M.G.. J. H. ASTTftOWN, II. T. CHAMPION W. J. CHRISTIE, A. McTAVISH CAMPBEI.L, JOHN STOVEIi Allakonar bankaatörf afsrreidd. — Vör byrjnm relkninga vlð ein- ataklinaa eða félög os sanngjarnir akilmálur veittlr. — Aviaanlr seklar til hvaða ataðar aem er á fslandi. — Sératakur gaumur geflnn apari- sjóða innlögum, sein byrja má með elnum dollar. Rentur lagðar við á hverjum ae.\ mánuðum. T E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man. /'•vratrisaiM/WMKiríW! /•»wwir/8cr?w:r7»-; THE DOMiiMON BANK •w umtMi B. oai i.u, n p., it™ w d. HATTUKWR Tli« rm C. A. BOGERT. General Manager. Borgaður höfuðstóll............ Vara.ajóður og ósklftur ábatl $(1.000,000 $7.300,000 BYRJA MA SPARISJÓÐSREIKNING MEÐ $1.00 pað er ekki nauðsynlegt fyrir big a8 bíða þangað til þfl átt álitlega upphæS til þess að byrja sparisjóSsreikning við þennan banka. Viðskifti má byrja meS $1.00 eSa meiru, og eru rentur borgaSar tvisvar á ári. Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BTJRGER, Manager. Vítaverð ráðsmenska. Póstmáladeildir þjóSanna eru meSal þeirra beztu tekjustofnana — alstaðar þar sem sæmilega er á haldiö. Hér í Canada var þvi emn- ig þannig háttaS til skamms tima. Þegar Laurier kom til valda 1896 var $781,152 árlegt tap á þeirri deild. Þannig haföi þaS veriS í höndum aftúrhaldsflokks- ins ; altaf stórtap. Eitt af því fyrsta sem Laurier gerði var aS færa niður burðar- gjald á bréfum um þnðjung. Þetta þótti hinum svo fjarri sanni aS Tupper taldi þaS óös manns æSi aS færa niður gjald i deild, sem ekki bæri sig. Honum fanst sjálfsagt aS hækka heldur gjaldiS. Spádómarnir vora margir og áætlanir nógar um pao o’gurlega tap sem þetta hlyti aS valda og þá þungu byrði sem fólkinu yrði lögS á heröar, þar sem um þessa deild væri aS ræða. En Laurier sá jafnlangt nefi sínu. Hann skildi þaS, og treysti því aS tvö atriði þyrfti til þess að póstmáladeildin ekki aðeins bæri sig heldur jafnvel yrSi fjárhags- leg gróöastofnun. AnnaS atriðið var það aS sem flestir notuSu hana, hitt aS henni væri ráðvandlega og skynsamlega stjórnaS. Og hann trygöi sér bæði þessi atriSi. MeS því aS færa niSur buröargjald bréfa jukust svo bréfaskriftir aS undrun sætti. Þetta er auðvelt aS sanna meS skýrslum; enda er þaS ofur skilj- anlegt. Þótt bréfasendingar hafi ekki stórútlát í för meS sér, þá dregur þaS sig saman fyrir fátækt fólk aS skrifa oft, og þaS veigrar sér viS því ef burSargjaldiS er hátt. Hitt atriðiö trygði Laurier sér meS skipun ráSvandra manna í póstmála embættin og glöggu eftir- ■ liti. Áhrifin voru heldur ekki lengi aS koma í ljós. Eins og fyr var skýrt frá var $781,152 tap á deildinni árlega þegar Laurier tók viS. Eftir sex ára stjóm 1902 var sú breyting komin á aS þar var $1,509 ágóði. Þessi ágóSi óx svo ár frá ári þangaö til 1911, þegar Laurierstjórnin lagöi niður völd, þá skilaði hún þessari deild meS $1,182,729 árlegum ágóöa. Þessi þunga foyrði sem hafSi hvilt á herðum fólksins á stjórn- arárum afturhaldsflokksins var nú orðin ein álitlegasta tekjugrein þess. Þama sáust greinilega áhrifin af breyttu búskaparlagi. En svo koma hinir til valda aft- ur. HefSi nú mátt halda aS þeir hefðu lært steo af Laurierstjórn- inni í þessu efni aS þeir gætu aS minsta kosti haldið i horfi eftir aS skútunni hafði svo greinilega veriS beint á rétta leið. En hvað skeður? Eftir þrjú ár hefir svo mikilli óhagsýni veriS beitt aS þá er ágóöinn aðeins orS- inn $134,157; meS öSrum oröum, ágóðinn hefir minkaS á þessum stutta tima um $1,058,572 á ári. Og ekki nóg meS þaS; aftur- haldiS heldur lengra, því 1913 eöa eftir 4 ára stjórn er deildin aftur orðin þjóSinni byrði, því þá er þar oröiö $1,909,366 tap (nálega tveggja miljóna tap). Eftirfarandi tölur sýna þaS hvernig Bordenstjórninni hefir tekist aS breyta póstmáladeildinni Prívat veðurathuganir á hverju heimili Áreiðanlegur veðurmæl ir, nákvæmur hitamæltr. Rétt stærð er 13 þml.á hæð óhjákvæmilegt hjá öllum bændum, verzlunarmönn- um, embættismönnum.bif reiðarmönnum, í stuttu máli öllum sem ættu að vita fyrirfram hvernig veðrið verði. Sparar bæði peninga og tíma. Veðurmælir sem spáir veðri mörgum klukkustundam fyrirfram Aðeins $2 var áður $3 Sama verð í allri Canada og Bandaríkj- um. Fyrirfram borgun. Sendið $2,00 í póstávísun eða “Ex- press” ávisun eða í trygðu bréfi og verður þá hitamælir sendur tafarlaust. Alvin Sales Co. Dept. 24 - P.O. Box 56 WINNIPEG, CANADA úr tekjustofnun í þunga útgjalda byrSi. Ár Kostn. Tekjur. Mismun. 1911 $ 7,954,222$ 9,146,952 $1192,729 1912 9,172,035 10,482,255 1,3,0,219 1913 10,852,804 12,060,476 1,177,071 1914 12,822,058 12,956,216 134,157 1915 14,956,030 13,046,664 1,909,366 Þegar þessi skýrsla er grand- gæfilega skoðuS, þá sést þaS fyrst og fremst, aS Laurier skilaði deildinni 1911 mcð einni miljón, hundrað, níutíu og tveimur þús- undum, sjö hundruð tuttugu og níu dollars ágóðo sem altaf var aS fara vaxandi, en eftir fjögra ára stjórn hefir Borden komiS henni niöur í eina miljón, níu hundruð og níu þúsund, þrjú hundruð, sextiu og ser dollara tap, sem altaf fer árlega vaxandi hjá honum. Þegar Laurier tók við varð þjóðin aS gefa þrjá fjóröu parta úr miljón meS deildinni, sem ómaga. Þegar Laurier hættir, vinnur deildin þjóSinni inn xnikið á aðra miljón dollara, þegar Borden hefir veriS viS í fjögur ár veröur þjóðin aftur aS gefa meS deildinni nálega tvær miljónir dollara. í öSru lagi sést það á skýrslun- um aS þetta tap hefir ekki orsak- ast af tekjuhalla. Ef tekjurnar hefðu einhverra hluta vegna fariS minkandi, þá væri þetta þó, ef til vill, aS einhverju leyti afsakandi, en því fer fjarri aS svo sé. 1911 voru inntektir deildarinnar aðeins $9,146,952, eftir fjögur ár, 1915, eru þær komnar upp í $13,046,664, þær hafa aukist hátt á fjórðu miljón. ÁstæSan fyrir teKjuhallanum getur því ekki verið önnur en óstjórn og eySslusemi. Útgjöldin viS stjórn póstmála- deildarinnar hafa tvöfaldast síðan Borden tók viö stjórn. Þegar Laurier tók viö 1896 sést þaS á skýrslunum aS útgjöld- in við þessa deild voru $3,752,805; þegar hann skilaöi af sér völdum voru þau $7,954,222. MeS öSram orðum, þau höfðu vaxiö um rúm- ar fjórar miljónir á 15 áram. Eftir fjögra ára Bordenstjórn eru þau komin upp í $14,956,030, meS öðram orðum, þau hafa vaxiS um nálega sjö miljónir á fjórum ár- -um. KostnaSurinn hafSi því auk- ist um aðeins ]/$ úr miljón á ári hjá Laurier, en ágoOmn orðiS mikiö á aðra miljón.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.