Lögberg - 28.10.1915, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.10.1915, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1915. Kvenréttindi í Banda- ríkjunum. BlaSið “Literary Digest” gerði nýlega tilraun til þess aö komast eftir hvernig kvenrettmdamálið stæði í Bandaríkjunum. Það reyndi að finna út nákvæmlega hve mikill hundraðshluti af fóik- * inu yfirleitt væri með því og hve mikill á móti, og eins hversu margir blaðamenn væru á hvorri hlið. Hér fer á eftir grein sem blaðið flytur 9. október um þá niður- stöðu, sem það komst að í málinu. “Fyrsta verulega atkvæða- greiðsla blaðamanna x Bandaríkj- unum um kvenréttinramálið, er rétt nýlega afstaðin. Þangað til fyrir fáum árum létu menn sér þetta mai i léttu rúmi liggja. Sumir skoðuðu það sem stór- hættulegt fyrir heimilið, glötun fyrir ríkið og grundvallarröskun alls þjóðfélags fyrirkomulags. Aðrir litu á það eins og annan barnaskap eða vitleysu. En allur fjöldinn lét sér það í léttu rúmi liggja; taldi það einskis virði. Samt sem áður er svo langt komið að tólf hinna stærri vestur- ríkjanna hafa veitt konum at- kvæði og í haust verða greidd at- kvæði um það í fjórum hinum stærstu þeirra þrettán ríkja, er upphaflega mynduðu Bandaríkin. Eru það New York, New Jersey, Pensylvania og Massachusettes. Þannig hafa nú hjólin snúist að þetta mál er orðið eitt mesta áhugamál þjóðarinnar. Þátttöku- leysið og deyfðin eru horfin og eldlegur áhugi vaknaður í þeirra stað. Og er mönnum að skiljast það betur og betur að sá tími er i nánd, þegar þingið verður að skera úr þessu máli með eins mik- illi alvöru og það varð að skera úr atkvæðamáli karlmanna. Konan sem í gær var stjómar- farslegt núll, er í dag að klifra upp á sömu hæð og maður hennar stendur á. Þess er nú alls ekki hægt að dyljast að málið er að ryðja sér braut til fullkomins sig- urs. “Þegar konur einu sinni hafa öðlast atkvæðisrétt,” segir ritstjóri einn, sem er á móti því, “þá sleppa þær honum aldrei aftur.” Það er alveg eins og þetta mál sé næmt (contageous). Það er eins og hvert ríkið smittist af öðru. Aðeins með einni undan- I tekningu hefir það verið þannig í vesturfylkjunum að hvert riki sem hefir samþykt kvenréttindi hefir verið nágrannaríki annars, sem þegar hefir reynt það. Literary Digest sendi bréf til 1000 ritstjóra, í Bandaríkjunum, til þess að komast að sannleikan- um um skoðun manna á málinu. Blaðamennirnir vom beðnir að svara tveimur spumingum; önnur var sú hvort þeir væm sjálfir með málinu eða móti því, hin hvaða stefnu fólkið í grendinni við hvert blað um sig hefði. Auðvitað er þetta ekki nákvæmt, en þó býsna nærri. Blöðin sem skrifað var era í mismunandi rikjum og var skrif- að í öll ríkin. Svar kom frá öllum ríkjuntxm. 526 ritstjórar svöruðu og voru 394 eindregið með kvenréttindum, 97 voru andstæðir, en 38 áókveðn- ir. Að þvi er fólkið snertir þá var það með kvenréttindum í 237 til- fellum, óákveðið í 133 og á móti í 156. 1 þeim ríkjum þar sem kven- réttindi eru komin a vlrðast menn vera sérlega ánægðir með þau. Þar vora 99 ritstjórar með þeim, en 12 á móti og 103 héruð með, en 6 á móti. Það sem eftirtektaverðast er um þessar skýrslur eða svör rit- stjóranna er nálega einróma álit þeirra að þar sem konur hafi fengið atkvæðisrétt hati stjórnmál tekið stórum stakkaskiftum til hins betra. Mútum hefir tæplega bólað á, pólitiskar aðferðir og kosningar hafa orðið hreinni. Hagsmuna fólksins hefir verið gætt betur, en flokkaskiftingin hefir orðið óglöggari. Eftir því sem kvenréttindi hafa verið lengur reynd í rikjunum, eftir því hafa þau gefist betxxr og þess mundi alls enginn kostur að fá meiri hluta nokkurs kvenrétt- indaríkis til þess ao nætta við þau. Jafnvel þótt karlmenn einir væru látnir skera þar úr málum. Vitnisburð^r um þetta t. d. frá Washington * í Spokane Daily Chroniele, þar sem málið hefir fimm ára reynslu, er á þessa leið: “Fimm ára reynsla kvenrétt- indamálsins hefir ekki breytt Washington ríki í syndlausan og höggormslausan aldingarð, en hún hefir sett í hreyfingu og til virki- legra framkvæmda afar þungan straum til ráðvendni og heiðar- leika; hún hefir stórum bætt sið- ferðið, aukið bindindi og gert ibúa rikisins andlega og líkamlega hreinni. Hún hefir dregið úr flokkaskiftingnum og axxkið óháð- ar skoðanir og sjálfstæði. Hún hefir vakið gleggri meðvitund um skyldur stjómarinnar gagnvart þeim fátæku, veikluðu og ógæfu- sömu. Hún hefir reist upp nýjan og ábyggilegan styrk að baki hvers heiðvirðs löggjafa og hvers ein- asta manns í opinberri stöðu, sem vill gæta skyldu sinnar. Hún hefir verið beitt vopn i hendi hvers áhrifamanns, sém meira virðir hag þjóðarinnar en dollarinn. Hún hefir gert það ómögulegt fyrir þá að ná kosningu, sem annaðhvort hafa ekki lofað eindregið stuðn- | ingi sínum góðum málum til liðs ' eða hafa reynst óheiðarlegir í em- i bætti. Washingtonbúar era ef til vill ekki allir með kvenréttindum, en allur fjöldi þeirra og það af heil- j um hug. Allir góðir og sannir borgarar i Washington era með jafnrétti kvenna í crag og á morg- un og um alla 'ókomna tíð, eins lengi og Bandaríkin verða til.” Andrés einhenti. Sumarið var rétt að kveðja; eg var á ferð í einni blómlegustu bygðinni í Canada og ók ásamt! kunningja mínum eftir sléttum vegi á kerru með fjörugum hest- j um fyrir. Veðrið var undur fag- urt, og mér fanst eins og það hlyti altaf að vera þannig í þess- ari bygð, svo fögur var hún og .unaðsleg. Þar sýndist náttúran eiga það alt í skauti sínu, sem til þess þarf að gera mann sælan — já, alt nema eitt; alt nema það að • eg var ekki fæddur þar og átti þar ekki æskudaga mina. Allar aðrar unaðsraddir náttúrunnar mega hljóma x eyrum mínum; fossaniðurinn heima og báru- hljóðið við strendur landsins míns tekur þeim öllum fram. Öll önn- ur sjáanleg fegurð má bera mér fyrir augu, ekkert jafnast mér við fegurð fjallanna minna frónsku. Þótt eg lifði í hundrað ár verða þær minningar fegurst- ar og þeir hljómarnir sætastir, sem mótuðust í huga minn þegar eg var barn heima. En þessi sveit, sem eg var staddur í, var sú fegursta, sem eg hefi litið hér vestra. Við kxxnn- ■ ingi minn ókum fram hjá hverju J bændabýlinu á fætur öðru, sem öll báru vott xxm auðsæld og vel- líðan. En ósjálfrátt varð hugur-1 inn að staðnæmast til þess að ihuga alt það starf, alla þá þolin- 1 mæði og alt það þrek, sem til þess I hafði þurft, að koma þessum miklu búgörðum í það lag sem þeir nú voru- komnir. Og ekki varð hjá því komist að horfa í huga sér á ýmsar myndir erfið- j leikanna og sársaukans úr liðnu lífi þeirra starfsömu manna og kvenna, sem nú eyddu kveldi æfi sinnar í friði eftir unninn og vtrðskuldaðan sigur. Þeir sem þarna búa höfðu kvatt ættjörðu sína fyrir mörgum árum og orðið að slíta sig andlega og likafmlega frá öllu því, sem þeim var kærast. Með opnum sárum og viðkvæm- um höfðu þeir byrjað braut sína hér í landi og horfst í augu við óútmálardega erfiðleika; og enn þá þurfi ekki annað en minnast einhvers að heiman, til þess að röddin klökknaði og jafnvel að augun vöknuðu. Það er eitthvað í eðli manns sem heldur honum föstum á æskustöðvunum, alla leið til grafarinnar; eitthvað sem hann getur ekki gert sér grein. fyrir; eitthvað sem oft virðist sofa vært í djúpi sálar hans; en sem er þó eins og svefnstygt barn og vaknar þegar minst varir og setur sama svipinn á andlit hins fullorðna eins og þann sem bömin eiga, þegar þau hrökkva upp af svefni; beygja- af og kalla á mömmu sína. Við sem fullorðnir höfum kom- ið hingað getum reynt að telja okkur trú um það að við höfum slitið okkur svo upp með rótum úr átthögunum heima og gróður- sett okkur hér, svo djúpt og trútt að allar rætur séu hér lifandi og fastar í frjóum jarðvegi; já, við getum reynt að telja okkur trú um þetta, en það verður aldrei virki- leiki. Partur af okkar andlega manni verður altaf heima. .Til þess að sannfærast um þetta þarf ekki annað en að horfa yfir hóp- inn á þjóðhátíðardögunum hér vestra. Þegar minst er ættjarð- arinnar er eins og sorgblandinn helgisvipur færist yfir andlit hinna eldri manna og kvenna, og sé æskustöðvunum lýst nokkum veginn hlýlega, er arinaðhvort vasaklút eða treyjuhomi bragðið upp að augunum. Eg minnist í þessu sambandi þess sem gömul kona ságði við mig einu sinni: “Þegar eg flyt héðan,” sagði hún, j “vona eg að vegurinn til himna- ríkis liggi yfir ísland; eg held hann hljóti að gera það; vegurinn þangað hlýtur að liggja þar yfir sem fegurst er.” Og hún sagði þetta rétt eins og hún væri að tala um eitthvað virkilegt. Svona er það með okkur öll, sem full- orðin kvöddum landið okkar. Þeir sem ekki þekkja þessar tilfinn- ingar hlægja að þeim, ef til vill; en þær eru jafnsannar og jafn- helgar fyrir því. Sá sem svo er kaldur að hann hefir aldrei orðið snortinn af neins konar ást, get- ur gert gys að hinum, sem henn- ar njóta, með öllum þeim söknuði og allri þeirri sorg, sem sælu { hennar er oft . samfara, en það breytir ekki virkileika ástarinnar. Ástfanginn maður sér fegurð í svip og gangi unnustu sinnar. Bros hennar er honum öðruvísi en annara kvenna. Hann heyrir : töfrandi Wæ í máli hennar, sem enginn annar veit af. Sé hann hjá henni finnur hann einhverja ólýsanlega fullnægju í sínum innra manni, en sé hann fjarri henni ríkir í huga hans einhver ! kveljandi tómleiki; einhver nag- andi vansæla. Þetta þekkja allir þeir sem elskað hafa — og þeir era flestir. Svipaða tilfinningu j eiga þeir sem kvatt hafa ættjörðu sína eftir að þeir voru komnir til j fullorðins ára. — En hví er eg að ! tala hér um alt þetta? Af því eg sá það alt, eða réttara sagt fann það í huga mér, þegar eg hugsaði um frumbýlingsár þeirra, sem nú réðu þessari blómlegu bygð. Eg fann að þeir höfðu flestir átt þær tilfinningar, sem eg hefi lýst hér að framan. — Við ókum fram hjá litlu húsi og fremur fátæklegu mitt á milli stórbýlanna og höfuðbýlanna. Skamt frá húsinu var maður, sem plægði akur. Hafði hann aðeins einn hest fyrir plógnum og hafði j eg aldrei áéð það xyiri. vegar j við komum nær manninum, sá eg að hann var einhentur; hafði mist höndina langt fyrir ofan úlflið. Eg spurði kunningja minn hvort hann þekti þennan mann, ! og kvað hann svo vera. “Þessi maður,” sagði hann, “er að mörgu leyti merkilegasti mað- 1 urinn i bygðinni okkar. Fyrir! íhörgum árum varð hann alvar- . lega veikur. Hann var lengi á sjúkrahúsi. En þegar hann tnsk- aðist kom hann hingað og keypti land. Hann slasaðist þannig að hann misti aðra höndina, en vinn- ur samt öll þau störf sem hann þarf á jörð sinni. Hann er ein- búi, og vinnur allan akurinn með einum hesti; samt er akurinn ekki minni en 40 ekrur. Snemma á morgnana og seint á kveldin má j sjá Andrés einhenta vera að vinna. Við rigningu og uppskeru hefir hann vinnuskifti við bændurna í nágrenninu, en að öðru leyti hefir hann lítið saman við þá að sælda. Hann er fáskiftinn og útsláttar- laus, en hvenær sem gesti ber að garði er hann þíður í viðmóti, ræðinn og alúðlegur. Andrés ein- henti lifir algerlega út af fyrir sig og svo' að segja út úr heimin- um, þó hann eigi heima í miðri sveit, umkringdur nábúum á allar hliðar. Hann á engan óvin, hann er algerlega sjálfstæður, upp á engan mann kominn, skuldar eng- um neitt og virðist vera fullkom- lega sáttur við alt og alla.” Eg gat ekki annað en hugsað um Andrés einhenta um kveldið þegar eg var háttaður. Hann var undarlegur maður að mörgu leyti. Undarlegur Og aðdáanlegur. Við hinir sem erum heilhentir þykj- umst eiga fult í fangi og finst það erfitt að afla viðurværis, en þessi maður neytti annarar handar að- eins og skifti einungis við nátt- J úrana. Við hin sem erum um- ! kringd vinum og vandamönnum á j heimilum okkar, erum mislynd og 1 stirð í skapi, en þessi einbúi átti bros á vör og blítt viomot hvenær sem gesti bar að garði. En hver veit um allan tilfinningaheim An- ! drésar einhenta? Hver veit um allar þær vonir sem hann hefir fylgt til grafar á lífsleiðinni ? ELDSPÍTNA TAL Vér höfum nú búið til eldspítur í 64 ár, til dag- legrar brúkunar og áðrar tegundir. Vorar sérstöku eldspítur eru “The Gaslighter“ sem er 4 1-4 þml. á lengd [brennur í 35 sekúndir í hvaða veðri sem er] “Wax Vestas“ fyrir þann sem reykir og margar aðrar tegundir. Til heimabrúkunar eru mest notaðar ”SlLÉNT 5“ Til allrar brúkunar, biðjið kaupmann yðar um EDDY'S ELDSPlTUR Hver veit hvað sál hans hefir lið- ið þegar hann hefir hugsað um öll afreksverkin sem hann hafði hugsað sér að vinna áður en hann misti höndina Hven veit hversu j einverustundirnar eru honum j langar? Hver hefir mælt dýpt þeirrar sorgar, sem gagntekið hef- ir hjarta hans, þegar hann hefir borið kjör sin saman við kjör þeirra, sem hamingjan hefir unn- að tveggja handa og vinríkra heimila? Hver veit um alla þá fögru drauma, sem hann dreymdi þegar hann var ungur maður? Hver hefir séð byggingarnar, sem hann hefir reist í huga sér og áttu að verða heimilið hans—og henn- ar? Hver þekkir sorgina, sem gagntók sál hans, þegar hann bar það heimili saman við einbúa kof- ann sinn? Gaman væri að sjá langt kvæði eftir “Fjallaskáldið” okkar góða um hann Andrés ein- henta. Það væri fagurt yrkisefni úr heimi virkileikans. Sig. Júl. Jóhannesson. hann hefði ekki kynst Mr. Sow- ton nema örlítið, að hann mundi miklu góðu til vegar koma í starfi sínu. S ó L. S K I N. Ýkkur þykir mörgum skemtilegt að hlusta á þegar vel er leikið á hljóðfæri og sum ykkar geta gert það sjálf, og það er nú enn þá skemtilegra. En manni þykir gaman að vita sem mest um alt í kringum sig. Við vildum helzt geta vitað alla skajxaða hluti. Börnin spyrja oft pabba sinn og mömmu hve nig standi á þessu eða hinu; hvemig þetta eða hitt sé búið til; hvaðan þetta og þetta komi, og hvert þetta eða hitt fari. Einu sinni spurði t. d. barn móður sína hvaðan sólin kæmi á morgnana og hvert hún færi á kveldin. Annað bam spurði hvar stjömumar væru á daginn og hvaðan myrkrið kæmi á kveldin. Stundum getur mamma eða pabbi svarað þessum spurnmgum, en stundum ekki. Það er alveg rétt af bömunum að spyrja um alt sem þau vilja vita. Ef það er t. d. eitthvað sem ykkur langar til að vita og mamma ykkar eða pabbi ykkar getur ekki sagt ykkur það, þá megið þið spyrja “Sólskin” um það, og það skal segja ykkur það ef það getur. Þið getið skrifað spuminguna á blað og sent það til Lögbergs. — En það var hljóðfærið, sem við ætluðum að tala um. Fyrir löngu—löngu voru búin til hljóðfæri, sem kölluð voru Ælusar harpa. Henni var gefið það nafn, af því vindguðinn var kallaður Æolus, og þegar hvast var, þá hvein í skógargreinunum og ýlfraði í stránum og það var sagt að vindguðinn væri að syngja. Þessi Æolusar harpa var nokkurs konar strengja hljóðfæri, sem var þannig útbúið að það var hengt upp i tré, og þegar vindurinn blés og lék txm strengina, þá mynd- aðist hljóð. Þá sögðu menn að vindguðinn væri að leika á hljóð- færið. Það er sagt að Davíð konxmgur hafi áft svoleiðis hörpu og hengt hana upp í tré fyrir ofan hvílu- bekk, sem hann lá á og hafði vind- urinn leikið á hörpuna fyrir hann um næ^tr, þegar hann þaut eftir strengjunum á henni. fMeira næstj. Draumurinn hennar Dísu. Ég man hvað ég kvaldi’ hana kisu — hún kisa mín var þó svo góð — Ég stríddi’ henni, kleip hana’ og kreisti, af kvölunum rak hún upp hljóð. Og þegar hún flýtti sér frá mér og fór undir borð eða stól, þá reif eg í rófuna’ á henni og reiddist, og lét eins og fól. En hvernig sem kvaldi ég kisu, þá klóraði hún aldrei né beit; en stundum var sársauki’ í svipn- um, það sá eg, ef á mig hún leit. En svo var það einn dag um sumar í sólskini’ og veðrið var heitt hjá kisu ég sat úti’ í sandi og safnaði — ég var svo þreytt. Mig dreymdi svo skrítið •— svo skrítið, og skýrt gæti’ eg ei fyrir þér þá kvöl; eg var orðin að kisu og kisa var orðin að mér. Nú beitti’ hún mig öllum þeim brögðum, S ó L S lí I X. I sem beitti eg við hana fyr; hún hlæjandi reitti’ af mér hárið og henti mér út fyrir dyr. Og alt, sem eg ætlaði’ að reyna var ónýtt og vamarlaust fálm. Hún barði mig, kleip mig og kreisti, af kvölunum rak ég upp mjálm. Svo hátt að eg vaknaði við það, en var þó í draumlöndum hálf. Ó hvað eg var farsæl og fegin að finna’ að ég var þama sjálf. O.i'líl ð j.'íf i sólskinsbarnanna Sólskinsbörn—? Hvað er það? hvað er meint með því? Sólskins- böm í vanalegri merkingu era þeir menn kallaðir, sem eru börn ham- ingjunnar; gæfumenn á lífsleið- inni. Einnig era það þau börn, sem eiga góða, umvöndtmarsama og ástríka foreldra, og sem þá aftur eru þeim hlýðin, auðsveip og hjálpsöm: því að þau börn verða öll hamingjumenn á fullorð- ins-áranum. En nú er það sérstaklega, að eg ávarpa ykkur sem sólskinsbörn; þið, — sem fáið barnablaðið: “Sólskin”, sem klippið það út úr hlaðinu “Lögbergi” til að eiga það, — halda því saman í bók, sem þið máske látið binda, þegar tímar líða. — Nokkrir smádrengir og litlar stúlkur hafa sýnt mér litla blaðið sitt: “Sólskin”, og verið glöð yfir því. En svo hefir það aftur glatt mig að sjá glaðlega andlitið á þeim, — 0g sérstaklega er það eitt, sem#eg þá, tek eftir, — og það er: hvemig blöðin líta út, hvort þau eru vel klipt úr, vel brotin og hrein^ laus við alla bletti og óhreinku. Þegar þau fblöðinj era þannig: vel klipt, snoturlega Jjrotin og laus við óhreinindi öll, þykir mér mjög vænt urri; því þá dettur mér í hug: að óhætt sé að skoða innra mann- inn eftir því. — Því þar, sem er útvortis hreinlæti án tildurs og hégóma, má eiga það víst að innri hreinleiki eigi þar einnig heima; — hvort sem um böm eða full- orðna er að ræða. Spakyrði eitt er til, er þannig hljóðar: Barns-hjartanu má líkja við hvítt pappírsblað, sem að tekur á móti illu ög góðu eftir því, sem á það er skrifað. — Því er vand- farið með ykkur, kæru börn, bæði hvað fullorðna fólkið snertir og ykkur sjálf, ykkar á milli. Litla “Sólskins-blaðið” ykkar má ekki óhreinkast, og um fram alt ekki litla barnshjartað ykkar eða þið sjálf; því þegar talað er um hjarta í svipuðu sambandi og þetta er venjulega meint sameinað hugsanalíf mannsins (maðurinn sjálfur). Hreinleiki, hreinleiki, ytra og innra, ætti að vera ykkar einkunnarorð, eða orð, sem ætti ávalt að vaka, og halda vörð í huga ykkar. Þá getið þið haft sólskin í sál ykkar, alla ykkar æfi, jafnvel þá daga, sem ekki sér til sólar; því ávalt koma þannig dagar. — Svo, sólskins-börn I kveður ykkur: ykkar margra, margra gamall vinur . /. Briem. Hjálprœðisherirm. Ein hinna allra þarflegustu og lofsamlegustu stofnana mannfé- lagsins er óefað Hjálpræðisherinn. Eins og alt annað nýtt, sem bága brýtur við rótgrónar venjur, áttil hann erfitt uppdráttar lengi vel. Þótti það tæpast öðum sæmandi en þeim er lægstir voru taldir að gefa honum nokkuru gaum. lin þeir sem á fyrirtækinu byrjuðu voru einbeittir menn og áhugasam- ar konur og létu sér engar hindr- anir í augum vaxa. Háðsyrði fólksins, fyrirlitningu hinna svo- kölluðu æðri; hrakspár almenn- ings og sleggjudóma létu þeir eins 0g vind um eyran þjóta. Líknarþrá og líknarstarfsemi liafði gagntekið hugi þeirra og lííerni með djúpri alvöra og þeirri einbeittni sem æfinlega leiðir til sigurs. Eins og í öllum öðrum storbæj- um, hefir Hjálpræðisherinn náð mikilli fótfestu og unnið þarft starf hér i Winnipeg. Núna þessa dagana hefir staðið yfir nokkurs konar þing félagsins. Hefir nýr maður tekið við forustu, er Stow- ton heitir og þykir mælskur mjög. Það er gleðiefni hversu mörg siðbótamerki það eru sem sjást hér í fylkinu síðan Norrisstjórnin komst að. Hún hefir þegar látið gera gagnskör að því að rannsaka fangejsi og fangavist og er að und- irbúa ýmsar mikilvægar umbætur í sambandi við það. Nú hefir hún tekið saman höndum við Hjálp- rræðisherinn að því er hún frek- ast getur til þess að efla siðferði og bæta kjör þeirra, er liðs þarfn- ast. Það liggur x augum uppi, að verk annars eins siðbótafélags og Hjálpræðishersins, er mikið undir því komið, hvort stjórn landsins er því vinveitt eða andstæð; hvort hún er reiðubúin til þess að vinna með því eða, hún beitir sér á móti því. Þegar herinn kom til Islands fyrir mörgum árum, þótti það undram sæta að Hallgrimur Sveinsson biskup og Þórhallur Bjarnarson núverandi 'biskup tóku honum vinsamlega og buðu hann velkominn. Þótti sumum það jafnvel miður fara, þar sem þetta var stofnun, sem flest heldra fólk leit niður á. Á þingfundi Hjálpræðishersins, sem haldinn var hér í Winnipeg á sunnudaginn, var Thos. H. John- son forseti, sem forsætisráðherra í fjærveru Norrisar. »Var honum fagnað þar og óskað langra og starfsríkra daga í stjórn fylkosins. Að því búnu lýsti hann ánægju sinni yfir þeirri góðu samvixmu sem ætti sér stáð milli þessa sið- bótafélags og stjómarinnar; sér- staklega sumra deilda hennar, svo sem búnaðardeildarinnar og menta- máladeildarinnar. Hann kvað það á allra vitund að Hjálpræðis- herinn væri að eflast að starfs- kröftum og áliti um allan heim og lýsti ánægju sinni yfir því að ný og óháð deild hans væri að myndast hér. í Manitoba. Taldi hann það engan efa, þótt Frá íslandi. 5000 kr.^hvort árið vora veitt ar Ragnari Lundborg rithöfundi. til þess að gera Island kunnugt erlendis. Feld var 13.000 kr. fjárveiting til áveitu á Miklavatnsmýri. “Bifröst” heitir vélabátur, sem ís- firðingar létu smíða í Haugasundi í Noregi í sumar og kom hann til Is- lands 17. Sept. Var hann rúmlega mánuð á leiðinni, því hann var tek- inn af ensku herskipi í hafi og flutt- ur til Lerwick; tafðist hann þar í 11 daga. Þegar hann kom heim undir Island var hann enn stöðvaður af ensku herskipi en þá slept aftur. Báturinn er 30 smálestir og vandað- ur vel. Hermann j’Iijartansson guðfræð- ingur var vígður til prests á Hólum í Hjaltadal nýlega, sem aðstoðar- prestur séra Jóns Halldórssonar á Sauðanesi. Séra Geir Sæmundsson vígslubiskup vígði; voru 8 prestar viðstaddir og 500 manns. Er þetta fyrsta prestsvígsla á Hólum síðan 1795. Sú frétt flaug um alt ísland og birtist í blöðunum, að Gullfoss hefði verið skotinn niður af þýzkum neð- ansjávarbáti; sem betur fór reyndist það ósatt. ^ryggvi Gunnorsson var áttræður fyrra mánudag, hefir þess sjálf- sagt verið hátíðlega minst heima að verðleikum, því Tryggvi er einn allra merkustu manna þjóðarinnar. Nýr vélabátur var smíðaður í sumar í Svíþjóð fyrir menn í Rvík. Báturinn heitir “Svea” og kipstjór- inn Ingólfur Jónsson. Hann kom frá Svíþjóð á tæpum 10 dögum. Samsæti var séra Matthíasi Joch- umssyni og konu hans haldið í Rvík 13 Sept. Fyrir minni hans talaði Árni- Pálsson bókavörður, en fyrir minni konu Mattiasar Indriði Ein- arsson. Einnig talaði Hannes Haf- stein fyrir minni skáldsins, en Ólafur Björnsson niintist Steingríms sál. Thorsteinssonar. Magnús Torfason sýslumaður er að undirbúa félagsstofnun til þess að koma á síldarveiði og síldarverzlun í Höfn í Sléttuhreppi. Síðasta alþingi löggilti þar verzlunarstað, en Magn- ús er eigandi jarðarinnar. Styrkur til sandgræðslu var færður niður úr 5000 kr. í 3000 kr. hvort árið. 1 Laun fyrir gerlarannsóknir færðar niður um 300 kr. hvort ár ið. úr 1500 kr. í 1200 kr. 1500 kr. hvart árið veittar td leiðbeiningar með ullarverkun og til þess að koma ullarmatslögunum í framkvæmd. Sömuleiðis gert ráð fyrir 400 kr. ferðakostnaði ullarmatsmanns hvort árið. Eg vil aldrei vera án þeirra. Það sem Mrs. A. Averson segir Dodds Kidney pillur. Alljerta kona telur það skyldu sína að segla vinum sínum af þeirri blessun, sem licnni lilotnaðist af því að brúka Ðodds Kidney Pills. paith, Alberta, ------------- (Sér- stakt).—“Eg vil aldrei vera án Dodds Kidney Pills,” bannig kemst Mrs. A. Averon að orði, og hún er ein hinna elztu og viríingarverSustu borgara hér. "Eg er gömul kona, sextíu og átta ára gömul,” segir Mrs. Averon, “og: eg var nýrnaveik 1 20 ár. Eg hafSi veiklaS hjarta, vöSvakrampa og bak- verk. Fluggigt jók á heilsuleysi mitt. Dodd’s Kidney Pills eru þaS eina meSal, sem hefir reynst mér vel og get eg ekki mælt meS þvl eins og verSugt er. Eg tel þaS skyldu mína, aS segja vinum mínum frá þvl, hvaS Dodd’s Kidney Pills reyndust mér ágætlega.” Dodd’s Kidney Pills eru uppáhalds- meSal gamals fólks. þær lækna nýr- un, sem eru fyrsta llffæri llkamans, er ellimörkin þjá. MeS þvl aS lækna nýrun, tryggja Dodd’s Kidney Pills hreint blóS og hreint blóS veitir nýtt líf og þr6tt öllum llkamanum. þetta er ástæSan fyrir þvl, aS gamalt f61k stegir: “Doddfs Kidney Pills yngja mig upp aftur.” Dodd’s Kidney Pills kosta 50c. askjan eSa 6 öskjur fyrir kosta 50c. dösin eSa 6 dósir fyrir $2.50, allstaSar I búSum eSa hjá The Dodd’s Medicine Co„ Ltd„ Toronto, Ont. / >

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.