Lögberg - 25.11.1915, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.11.1915, Blaðsíða 3
LðGBERG, FIMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1915. & LUKKUHJOLIÐ. Eftir LOUIS TRACY. “Hamingjan góða, Mr. Royson! hvaS á alt þetta aöl þýða?” og hún fórnaði höndunum í allar áttir, um leið og hún sagði þetta. “Eg veit ekki,” svaraði hann. “Herra Stump og Tagg gengu i samsæri til þess að láta mig ekki vakna í tæka tíð. ÞaS eru ekki fimm minfltur siSan eg kom upp á þilfariS.” “En spurSirSu ekki neins? ertu ekki alveg frá þéií af forvitni? Hver stýrir?” “Herra Tagg stýrir; og hann veit ekki nema undan og ofan af. Hann stýrSi fram hjá Fjögra klukkna eyjum; heldur i suSaustur. ÞáS er hér um bil alt sem hann veit; eða aS minsta kosti fæst hann ekki til aS segja fleira.” “Kannske þú sért þá fær um aS geta í eySurnar. ITefurSu ekki frétt aS barónninn er á skipinu?” “Jú, ungfrú Fenshawe, eg vissi þaS í gærkveldi. Eg heyrSi þegar hann kom um borS og kvaddi þá sem fluttu hann. Eg lá vakandi í klefanum minum; rödd barónsins er auSþekt.” “ÞaS er svo aS sjá sem Mrs. Haxton hafi unnið þar áj, sem engum öSrum var mögulegt aS gera. Sástu nokkra af félögum þeirra? Var E1 Jaridiah með þeim?” “Nei, eg viSurkenni að eg opnaSi hlera og leit út. Straumurinn bar bátinn rétt fram hjá mér, þegar hún steig út úr bátnum. E1 Jaridiah eSa Abdullah, ef hann heitir þaS. var1 þar ekki.” “'Þ'etta er alt dæmalaust skrítið og óskiljanlegt,” sagSi Irene og starSi á heiSbláu fjöllin í fjárska. “ÞaS tekur mig sárt aS við gátum ekki látiS nein laun í té mannintmi sem bjargaSi okkur. Og svo hafSi eg fastákveSiS að eg skyldi kaupa Moti. Finst þér það ekki vera kraftaverki líkast aS þessi litla skepna skyldi geta boriS okkur svona vel?” “ÞaS var sannarlega aSdáunarvert,” svaraSi Dick. En hann þorSi ekki aS mæta augum Irenar, þegar hún alt í einu leit framan í liann. Af einhverjum; ástæðum var þaS aS Miss Fenshawe ásetti sér aS slá út í aSra sálma. “Ef morgunverSurinn kemur ekki bráðum, þá fer eg og ber á dyrnar hjá afa mínum,” sagSi hún. Honum fellur þaS sérlega illa aS vera ónáSaSur þeg- ar hann er aS klæSa sig. En eg hefi engan friS fyr en eg fæ að vita hvernig í öllu þessu liggur og hvert viS erum aS fara. — Mig verkjar alla síSan í gær. Mr. Royson, líttu á úlfliðina á mér.” Hún rétti honum báðar henciurnar og snéri lóf- unum niSur. Royson tók undir eins eftir því aS hún var meS ljómandi fallegan demantshring á vinstri höndinni, á löngutöng. Reglurnar sem fólk fylgir í því aS brúka hringa þekti hann ekki nákvæmlega. Sléttur gullhringur á baugfingri á kvenmanni er giftingarmerki, sem allir karlmenn jækkja, en hann hafði ekki minstu hugmynd um hvar trúloufnar- hringur er hafður, og hann þóttist vera þess fullviss að l>etta væri trúlofunarhringur, sem Irene hafSi. ITann skyldi ekki í því aS hann haföi aldrei tekiS eftir hnnum áSur. Skyldi hún hafa sett hann upp núna af ásettu ráSi til þeás að halda honum frá sér. ÞaS er mjög líklegt aö Irene sjálf hefði oröiS stein- hissa ef henni hefði verið sagt frá því aS stúlkur höföu einu sinni þann siS að auglýsa trúlofunarsælu sína meS hring á löngutöng, eins og hún hafSi nú; en hinar sem ótrúlofaðar voru höfðu þá hring á visi- fingri, er táknuðu þaö að þær voru til með að taka biöli ef hann bySist. j En hvaS sem þessu leiS var þaS víst að Royson varð eins og þrumu lostinn þegar hann sá Irene með demantshringinn. ÞaS var eins og geislarnir frá demantinum segöu honum þaS líkt og talandi augu aS hann hefði ekkert tækifæri. “Ósköp er aS sjá á þér úlfliðina.” sagSi hann. “ÞlaS fær mér meiri sorgar en svo aS eg geti lýst því.” Irene lét hendurnar hníga niSur. “Þaö er ómögulegt að þú hafir séö á mér úlf- liðina,” sagSi hún, “aS minsta kosti ekki nema þá meS hornauga. NÚ hringdi bjalla hvelt og háitt, og tók hún tafar- laust til fótanna. Dick fór inn í stjórnklefann, þar sem Stump var, hallaði sér fram á grmaurnar og horfSi út i bláinn. “Þú hefir ekki veriS lengi,” sagSi hann. Haltu skútunni i réttu horfi og stýrðu í suSaustur þangað til gamli maSurinn kemur á fætur. Kallaðu á liann ef þaS lignir.” Nú mundi Dick eftir því að Tagg hafði boSið hann aS boröaj mörgunverS áður en hann kæmi upp á þilfar. Royson sagði ekkert, en tók athugasemda- laust viS stjóminni. Tagg var haltur og vildi því heldur vera á aöalþilfarinu en uppi á stjórnarpallin- um. Þár fór hann inn í lítinn klefa, þar sem skips- ráSendur voru vanir aö snæöa. Hann kom tafar- laust þaSan út aftur. “HvaS gengur að þér?” sagði hann meS hluttekn- ingu. “Þú hefir ekkert borSað. Ertu veikur?” “Nei, nei, sussu nei,” svaraSi Royson og roSnaöi viS. “HvaS gengur þá aS þér. Ertu svona matvandur aS þú viljir ekki kaffiö og svínaketið, eftir allar veizlurnar í landi?” “Til þess að segja eins og er,” svaraöi Dick, “mætti eg Miss Fenshaweýog þaö taföi mig dálítiö.” “Er þaS gild ástæða fyrir þvi aS þú borðar ekki? Þarftu ekki eins að boröa, þó þú talaðir við Miss ! Fenshawe? er það nógur matur handa þér?” “Ónei, ekki er nú þaS. En—en—i sannleika gleymdi cg aS boröa.” “Gleymdir að boröa! — gleymdir a'S borSa! ekki | nema það þó! FarSu undir eins og fáSu þér bita.” Tagg klifraði aftur upp á stjómarpallinn, eins og api. “TrúSu oröum mínum,” sagSi hann. “LoftslagiS hérna er þannig aS ekki er holt aS vera svangur. Þú færS sólslag á augabragöi meS því lagi. FarSu undir eins ofan og neyddu nokkrum bitum ofan í þig, þótt þú hafir ekki list á því. ÞaS er bara til þess aö hressa þig. Mér er alveg sama þó eg sé héma dá- litla stund enn þá.” Roj'sou hlýddi þegjandi. Umhyggja vinar hans var eins og nokkurs konar styrkingarmeöal, sem hann virkilega þurfti, þótt hann væri þess sjálfur óafvit- andi. í fljótu bragSi leit svo út sem annan stýrimann á skipinu Aprodite varSaöi ekki mikiS um þótt Miss F'enshawe hefði hring á hendinni. Samt sem aður get hunnj ekki aö þvi gert að hann óskaði þess heitt og innilega aS hann vissi hver fingurinn á hendinni væri trúlofunarfingurinn. Rétt fyrir hádegiö kom Stump upp á stjómpallinn til þess aS taka sólarhæðina. Þetta var nokkurs konar helg athöfn fyrir honum. Þó þess sýndist engin þorf aS hafa mikla útreikninga, þegar siglt var fram meS beinni strönd í heiöskíru veöri, þá fylgdi hann öllum reglum nákvæmlega, eins og þeir væru í þoku úti á reginhafi. Þegar Stump hafði lokiS þessu og markað alt niSur, beit liann endann af vindlinum og var þess albúinn aS tala viS Royson. “ÞaS verSur ekki eins fjörugt í Aden, eins og þaS var í Massowah,” sagöi hann. “Erum viS þá á leiðinni til Aden?” “Hvert hélztu aS viS værum aS fara? til Mel- bourne kannske?” “Satt bezt áS segja vissi eg þaS ekki; en ef eg hefði átt aS geta einhvers til, þá heföi eg helzt haldið aS viS værum að íara þangaS sem viS ætluðum upp- haflega.” . • ■ “Og' hvert ætluöum viS upphaflega?” “Til fjarSar sem er spölkorn fyrir sunnan okkur, ekki langt frá Perin.” “HefirSu frétt nokkuS nýtt?" spurSi Sturnp hvatlega. “Ekki eitt einasta orS. En ef viS komumst til Aden, þá býzt eg viS ‘ að rannsóknarförinni verði hætt.” “Það er þaö sem veriS er aS ræða um rétt núna í setustofunni,” sagSi Stump, og leit aftur til þess að fuílvissa sig um aS enginn væri svo nálægt aS hann gæti heyrt til þeirra. Hann rendi út undan sér hinum glöggu sjómannsaugum, um leiS og hann leit viS »>g sá reykjarstrók nokkrar niílur í burtu. Hann hætti samtalinu tafarlaust og fór inn í klefann og kom út aftur aS vörmu spori meö sjónauka, sem hann studdi upp viS þiliS og horföi í. “ÞaS keniur gufuskip á eftir okkur og flýtir sér eins og þaS sé aS elta himinn og jörS.” Hann var búinn aS horfa lengi i sjónaukann jægar hann sagöi þetta. “Á eftir okkur?” svaraði Dick. "Ekki sé eg betur. ÞaS er frá Massowah. ÞaS kemu.r frá staS hér um bil 50 milur austur hétðan. Á eg aS segja þér nokkuS! ÞaS er fallbyssubátur- inn sem, ríkisstjórinn var aS tala um.” “Það getur tæpast veriS, þvi hann var ekki á höfninni þegar viö fórum.” “ÞaS er satt, en viS fórum fram hjá honum þegar viS komum.” “Er það svo; þeir hafa þá þekt okkur?” “Alls ekki. ViS vorum undir seglum og höfðum engin lx:>kuljós. Þegar viS beygöum af þá lét eg hylgja öll ljósin. ÞaS getur komiS sér vel á sjó stund- um aS hugsa dálítiö fram fyrir sig. Og meira aS segja. ÞaS á vel viS aö sjá svo um aö aSrir hugsi um sin eigin málefni þegar þeir vilja stinga nefinu inn í alt, sem öörum kemur viS.” “Eigum viS aS sigla áfram?” “Já, eins lengi og leiðiö leyfir,” sagöi Stump, lokaöi sjónaukanum og fór inn i setustofuna. Eftir fáeinar mínútur voru allir komnir upp á þilfar. Þegar einn tekur eftir einhverju á skipi, þá eru allir komnir utan um hann. Sú fregn flaug um alt skipiS aS fallbyssubátur elti þá, og var öllum áhugamál aS sjá hann. Mr. Fenshawe og barón von Kerber stóðu spölkorn hvor frá öörum. ÞaS var auöséö á gamla manninum aS hann var 1 illu skapi út af því að ítalía ætlaSi að fara aS hindra feröir þeirra aS nýju. Royson gekk fram og aftur um stjórnarpallinn, og sá öðru hvoru tilburSi miljóner- ans. AusturríkismaSurinn var fölleitari en hann átti aS sér; en svo gat þaS veriS af öllu því sem fyrir hann kom daginn áSur. Irene kom upp á þilfariö. Þótt hún vissi aS enginn néma skipstjórinn mætti tala viö mann, sem var aS starfa, þá hvíslaði hún feimnislega þessum orSum að Royson: “Þeir skjóta þó ekki á okkur, Mr. Royson: eSa Ihvað ?” Hann brosti glaðlega og fullvissaði hana um aö 1 þeir ger/uj>að ekki. Þegar hún hvíslaöi oröunum, var yndislegur titr- ingur í röddinni. Hann gleymdi ólukku hringnum i bráðina. . “Nei, ]>eir skjóta ekki á okkur; þaö er engin hætta á þvi, Miss Fenshawe,” sagði liann. “Annars er eg ekki reyndari sjómaöur en þú sjálf; en þú mátt vera viss um aS ítalir fylgja öllum reglum. Ef þeim er virkilega alvara meS aS stöðva okkur, þá gefa þeir merki bráðum.” iFallbyssubáturinn fór 16 vikur sjávar á klukku- tímanum, en Aphrodite 7 vikur aSeins. ÞaS dró þvi heföi bara æst afa hennar til þess aS veita mótstöSu, óöum saman meS þeim. Um klukkan eitt blakti j hvað sem fyrir kæmi og hvaS sem það kostaði. ÞaS merkið grænt, hvítt og rautt á afturstafni bátsins, og aS símskeyti hans höfStt veriS tafin, var þaS siSasta sást greinilega; fyrir neðan þaS var rauö- og hvít- röndótt merki og “I” fáninn, sem þýöir á sjóntanna- ntáli “staðnæmist, eg hefi áríðandi erindi að flytja.” Brezka merkiö var dregiS upp, og svarið á eftir. ASalseglið var dregiS niöur og vinchtrinn tekinn úr hinum og skipinu snúiS upp í vindinn; en ítalska skip- iS kom brunandi og sást þá aS þaS var “Cigno”. , Mrs. Haxton kom til Stumps og hvíslaði lágt. , “Alveg rétt, frú,” svaraði hann. Hann gekk áfram og leit á skipshöfnina, sem öll var komin fram á bátinn. “Allir nema þeir sem á verði eru fari und- ir þiljur!” grenjaöi hann. Og veriS þiS kyn þar og hafið alla hlera læsta, ÞangaS til eg skipa ykkur aS koma upp á þilfar.” Allir hlýddu þegjandi, en þó nauöugir. Þeir skildu þó ástæðumar fyrir þegsari skipun. Þegar Cigno stöðvaSist frammi fyrir Aphrodite, horfSu miklu fleiri aúgu frá Aphrodite, en Italir áttu von á. Fallbyssubáturinn setti kænu á flot. Kitthvað bilaði í hjólinu, sem hún var höluð niSur með. Kæn- an datt og sex manns féllu i sjóinn, þar á meöal formaSurinn. Þeim var brátt bjargað, en þetta slys varö sannarlega ekki til þess aS mýkja skap ítalska fyrirliðans á Cigno. Annar foringi i þurrum fötum og aörir menn meS honum voru látnir leggja bátnum að hliðinni á Aphrodite. Stump hallaðist út yfir boröstokkinn á skipinu og sagöi meS illúSlegu glotti': “HvaS gengur að, eruö þið blindfullir? getiS þiS ekki haldiö bátnum í jafnvægi?” Yfirmaðurinn svaraði á ítölsku, og reiddist Stump af því, og mælti: “Þessi strákur, sem þeir fleygðu í sjóinn, hefir liklega veriö sá eini sem kunni aS tala ensku.” En Mrs. Haxton sagöi Stump aS þeir væru aS biöja um aS stiginn væri látinn síga. Stump skipaöi tveimur sjómönnum, sem hjá honum stóSu, að henda stiganum niður, og gerðu þeir þaS svo liSlega aS viö sjálft lá aS bátnum hvolfdi í annaS sinn. YfirmaSurinn hneigSi sig rnjög kurteislega þegar hann kom upp á þilfarið. Má vera aS hann hafi ver- iS hissa aS sjá þar tvær konur forkunnar fagrar. Þó Irene talaði Itölsku, þá tók Mrs. Haxton þaS aS sér aS þýða mál þeirra. Hún sagði aö Cigno kæmi meS tvö bréf frá ríkisstjóranum í Massowah; annaS þeirra var til Mr. Fenshawe, hitt til herra skipstjórans á Aphrodite. Þessir tveir herrar vo'ru beönir aS lesa bráfin og kvitta fyrir þau. Bæöi bréfin voru embættisskjöl; þau skýröu frá því aS stranglega væri bannaS aS Aphrodite lenti í nokkurri höfn, sem tilheyrði ítalíu, eSa setti nokkurn farþega þar á land, nema þar sem tiltekiS væri og leyft af stjórninni, og voru þeir látnir vita að Cigno mundi sjá svo um aS þessum boðum yrSi hlýtt. I fyrstu þverneitaöi Fenshawe aS gefa skrifaö svait, og var hinn reiöasti, en Kerber bað hann aS gera það, og skrifaöi hann þetta: “Mr. Hiran Fenshawe leyfir sér a& tilkynna rík- isstjórnum í Erpytirea aö bann hans vlð þvi aS lenda brezku skipi í visindalegum leiSangri í nýlend- um sinum, er alveg óþarft. Mr. Hiran Fenshawe heldur því fram enn fremur að þetta bann sé eins og önnur lögleysa og ósvinna, sem hann og aSrir á skipinu Aphródite hafi orSiS fvrir á meðan þeir voru í Massowah. Aöi endingu lýsir Mr. Hiram Fenshawe því yfir, aö hann ætlar sér að leggja máliS fyrir utanrikisráö- herra Breta.” Þetta einbeitta bréf sýndi þaS greinilega, aS Mr. Fenshawe var enn þá á bandi Kerbers, hvaöa fréttir sem kynnu aS hafa veriS í bréfinu frá Lundúnaborg, sem Royson vissi af. Irene skrifaSi bréfiS fyrir afa sinn. Hún gerði ekki viS þaö neinar athugasemdir. Má vera aS henni hafi ólgað blóð í æðum, þegar hún hugsaði um heitingar ríkisstjórans. Bréf Stumps var einkennilegt. ÞaS var á þessa leiö: “P. t. Aphrodite, Breiddarst. 15°, 10" N. Lengdarst. 410, 15" A. Herra. Bréf þitt meStekið. Haga mór eftir eigin geöþótta. Yðar einl. John Stump, skipstjóri.” Þá var svörum lokiS; ítalski formaSurinn bar kveSju frá skipstjóranum á Cigno og skilaöi því meS að hann biöi Mr. Fenshawe og stúlkunum til matar. Mr. Fenshawe afsagöi þaö meS öllu; kvaðst hann ekki vilja tefja förina og fór svo báturinn leiöar sinnar. Aphrodite dró upp segl aftur og hagaSi þeim eftir vindi og var komin á hraðaskriS eftir stuttan tíma. Cigno stefndi í land aftur, en þegar fram undir kveldiS kom birtist hún aftur og var þá auðsætt aS hún ætlaði aö fylgja Aphrodite eftir aS Babel- mandeb. Um klukkan 4 ligndi og var þá tekið til vélanna. Um kveldiö hvesti þó aftur og stóð frá suöri. Ljósin á Cigno sáust greinilega í þriggja mílna fjarlægS. Hvítt siglutrésljósið horfði á Aphrodite, eins og stöðugt auga, en rauSa og græna ljósið sýndist Irene eins og glampandi skrimsli frá djúpinu, sem biSu eftir því aö ráðast á Aphrodite ef hún viltist frá réttri leiö. Irene stalst til að tala fáeinar mínútur við Roy- son. Á samtalinu var svo að heyra sem Kerber hefði talið afa hennar trú um aS Alfiere væri laun- aSur.umboðsmaSur fornfræSisfólags, sem heföi feng- iö einhverjar fréttir um Sebiska flokkinn og hepnast að ná ítölsku stjórninni á sitt band. Hún var sarm- færð um aS hin illa meöferð á þeim í Massowah sem æsti skap hans. Skipið var á ferðinni til Aden í því skyni aS hjálpa honum til þess aö kæra þessar aðfarir fyrir réttum hlutaöeigandi yfirvoiaum. En svo ætlaði skipiS aö fara tafarlaust til frakk- nesku nýlendunnar Somaliland; þar átti að fá leið- sagnarmenn og fara svo rakleitt yfir á ítölsku landa- mærin. Og Dick komst aS J>ví aS Irene sjálf var fús til þess aS vilja láta alt fara sínu fram. Hann var á sama máli og hún, enda var tæpast viS öSru aS bú- ast, þar sem hann var 24 ára aS aldri og dauöskotinn. Hann'var aS velta því fyrir sér í huganum stund- arkorn, hvernig fólk, eða sérstaklega stúlkur, brúka hringi, en liann komst að engri niSurstöðu. Irene var aS einhverju leyti ööruvísi í huga hans, en stúlk- an, sem hann hélt í faömi sér nóttina góöu, þegar hann var aS flýja á Móti. Þegar hann horföi á hana á þilfarinu á skipi afa hennar, var hún alt önnur stúlka. Hann snéri sér að Tagg og hugsaöi sér aö hafa gott af honum, til þess aö fræöast um þessi hringa- vísindi. “Hefir þú nokkurn tíma gefiö ungri stúlku hring?” spurSi hann eftir aö hann hafSi komið svo ár sinni1 fyrir borð' að þeir voru famir að tala um ástamál alment. “Já, það er nú eftir því hvemig þaö et skoöaS,” svaraSi Tagg. “Eg hefi einu sinni gefiö stúlku demantshring, af því hún hafði orð á því hvaö hann væri fallegur þegar hún sé hann í gySinga-lánbúö. Næst l>egar eg sá hana sagSi hún mér aðl hún hefði skift honum fyrir eitthvert annaS glingur. Strákur- inn sem hún var trúlofuö vildi ekki láta hana hafa hringinn af því hann var frá mér. En það skrítna var aö hún mintist ekki á þennan kærasta sinn frem- ur en hann væri ekki til þegar hún var að mælast til að fá hringinn. SíSan eg hrekkjaðist þannig hefi eg aldrei eytt peningum fyrir kvenhringi.” Royson skrifaöi niöur morgunvökuna frá kl. 4 til 8. Stump kom til hans rétt eftir birtinguna og virtist vera áhyggjufullur yfir þvi aS skipinu heföi ekki verið haldiS í rétta átt. Eftir því sem Dick bezt gat séS á landabréfinu þá voru þeir ekki í neinni hættu. Samt sem áður var formaðurinn ekki ánægS- ur fyr en hátindur fjallsins Jabel Abduli á fjallinu Jabel Ahs Ali, kom í ljós, og var þá Sanahbor eyja i vestur. Geisli blasti viS Jxim frá vitanum á meginlandinu þangaS til sólin kom upp og ekki þurfti á öðru ljósi aö halda. Cigno fylgdi þeim á eftir eins og hundur; dróst aftur úr öðru hvoru, en herti á ferðinni við og viS.. Stump lét sem hann sæi það ekki. Hann hélt áfram aö hafa stöSugt auga á ströndinni. Lág tvítinduö hæð bar á milli skipsins og hins háa Jabel Abduali. Þegar fjöllin sem í fjarlægð voru bar viö slakkann á milli tindanna, þá snéri Stump skipinu. Royson sá aS skipið stefndi í vestur og þótti hon- ttm þaS undarlegt. Þeir stefndu nú þangað sem vit- inn hafði blasað viö þeim rétt nýlega. Og í stað þess að horfa áfram, horfði nú Stump í sjónaukann stöðugt á Cigno. Stór og voldugur reykjarstrókur steig upp frá fallbyssubátnum og var þaö merki þess aO tekiö hefSi veriS eftir stefnubreytingu Aphrodite, og átti að veita henni eftirför. Fallbyssubátunnn var tá- einum milum á eftir, en þaS var ekki lengi gert aö ná Aphrodite, og tafarlaust snéri hann viö og hélt í sömu átt og hún. Bæöi héldu skipin áfram hvort í kapp við annaö rúman klukkutíma. Þá var tæplega míla á millf þeirra. Alt i einu snéri Stump Aphrodite viö þann- ig aö hún stefndi í sömu átt og upphaflega. Eftir að hann hafSi stefnt í land um stund snéri hann nú beint á sundin aftur. Þetta furðaSi ítalska bátinn auSsjáanlega og ekki var þaö siSur óskiljanlegt fyrir Royson og manninn viS stýriö. Það var eins og ekki væri alt með feldu og allir töluðu um þetta hver við annan, eins og ein- hverja ráðgátu. Alt í einu reis alda á sjónum og Stump kallaði sigri hrósandi: “Nú þori eg aS hengja mig upp lái þaö að nú er úti um bölvaSann Italann. Hann hefir haft augun of stöSugt á mé!r til þess að gæta aS því hvaö hann fór!” “Úti um liann! hvaö áttu viö?” spuröi Dick. “Hann hefir stýrt bátskriflinu upp á sker, flóniö aS tarna. Eg bjóst altaf viö því. HlustiS á hann!” þeir heyrSu köll frá fallbyssubátnum. “Hann er fástur áj skerinu, alveg eins og hann væri límdur við þaS. Hann verður búinn að fá sig fullkeyptan áSur en hann losnar þaSan aftur. Mér er sagt aö Cigno þýSi “svanur”. ÞaS væri gaman aö vita hvaS væri italska nafniS á gæs. FarSu og segöu Tagg frá þessu. SegSu honum aö koma fljótt og sjá kvikindin, þar sem þeir Itanga fastir.” J\/[ARKET JJOTEL viö sölutorgiö og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Fumiture Overland J. C. MacKinnon ELECTRICAL CONTRACTOR Sher. 3019 388 Sherbrooke St. Geristkunnu gir ]P*5 og þér munið verða lifstíðarvinir I merkur og pott flöskum Fæst í smásölubúðum eða þar sem það er búið til E. L DREWRY, Ltd. Winnipeg Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garöar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Saak. Jón ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Saak. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Paul Bjamason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Saak. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olg. Friöriksson, Glenboro. Albert Oliver, Brú P.°., Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. 01. Johnson, Winnipegosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guöbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurösson, Bumt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts. Sigurtlui Jónsson, Bantry, N.D. Ættjarðarvinir Verndið heiltuna og komitt hjá reikningum frá laeknum og sjúkra- húsum með því að eiga flötku fulla —af— RODERICK DHU Pantið tafarlaust. THE CITY LIQUOR STORE, 3(8-310 Notre Dame Ave. Garry 2286. Búðinni lokað kl. 6 Nýjustu tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Columbia Press, Llmited Book, and Commercial Frintera Pbore Garry 2156 P.O Boið172 WINNIPKG Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞV( AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAX! Aðeins $2.00 á ári fyrir Lögberg og premíu þar að auki stærsta íslenzka fréttablað í heimi gjÖrist kaupandi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.