Lögberg - 25.11.1915, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.11.1915, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1915. 0 g b c 1Q GefiÖ út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JÚL. JÓH ANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Maiiituer Utanáskrift til blaðsins: J\\i C0LUMBI/V PRESS, Ltd.f Box 3172, Winnipeg, Maq. Utanáskrift ritstjórans: EDIT0R L0CBERC, Box 3172 Winnipeg, IVJan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Islendingar að hurðarbaki. ÞaS þótti altaf löSurmannlegt í gamla daga aS standa að hurSarbaki, láta ekki til sín taka né aS sér kveSa; aS vera áhorfandi en ekki þátttakandi í því sem fram fór; vera núll en ekki tala. ÞaS hefir kveSiS viS hjá oss Islendingum hér í landi aS hæfileikar vorir, mentim og manndáS væri á svo háu stigi, aS vel stæSist samanburS viS aSrar þjóSir hér. Og aS vissu leyti er þaS satt. En hver er mælikvarSinn þegar um þaS er aS ræSa aS ein þjóðin standi annari jafnfætis? Er þaS ekki þátttaka hennar í málum lands og lýSs? Er það ekki áhugi hennar sýndur í framkvæmdum? Flestir menn svara því játandi. ÞaS hefir veriS stefna Islendinga aS reyna aS hafa talsmenn á þingi hvenær og hvar sem því varS viS komið. Og sú stefna er rétt þegar hægt er að fá til þess fulltrúa, er þjóðinni geta komið fram til sóma. Nú hafa íslendingar tvo þingmenn í þessu fylld og hann þriðja í Saskatchewan. Fleiri hafa þeir aldrei veriS. Ef vel væri gætu þeir veriS þrir í Manitoba, og ættu að vera það, — og verSa það. En hvemig er því variS meS þátttöku Islendinga í bæjarmálum í VVinnipeg? KveSur þar nokkuS aS þeim? ESa finst þeim aS bæjarmálin komi þeim lítiS við ? Það er álitið að í Winnipeg séu aS meSaltali 5000 manns. ÞaS er liklega meira hlutfallslega viS tölu bæjarbúa, en allir Islendingar í Manitoba hlut- fallslega viS fylkisbúa. Og í Winnipeg eru bæjar- málin orðin svo umfangsmikil og svo áríSandi aS þaS er alls ekki sama hvernig þau fara úr hendi. En sannleikurinn er sá, aS í þessum efnum virð- ast Islendingar vera sofandi. Þeir reyna örsjaldan að koma manni í bæjarráðið, og þá sjaldan þaS er, þá eru þeir ekki samtaka né samráSa, þótt undarlegt megi virSast. Þar ætti þó pólitík ekki að geta komiS til greina; bæjasrtjórnin á ekki aS skiftast í neina pólitiska flokka, og þykist ekki gera þaS, hvaS sem er í raun og veru. A því hefir veriS ymprað hvað eftir annað aS ekki væri sem ráðlegast farið með bæjarfé; ekki sem heppilegust ráSsmenska. Meira aS segja máls- metandi dómarar hafa lýst því yfir skýrt og skorin- ort aS fjárbruðlun og óforsvaranleg eyðslusemi ætti sér stað í bæjarstjóminni. ÓdugnaSur, vanþekking og kæruleysi er henni einnig borið á brýn. og þetta eru ekki ásakanir út í Ioftið af persónulegum kala sprotnar. Robson dómari vill óefaS bænum eins vel og nokkur annar borgari og hann er sjálfsagt eins fær um að vita hvaS hann fer meS, jjegar hann talar um þessi mál, og nokkur lifandi maður annar. Hann er af öllum talinn maSur gætinn, samvizkusamur og sérlega sann- gjam. Samt sem áSur er það hans óhaggaður og óhrak- inn dómur aS bæjarmálin séu i höndum ráSleysingja — ef ekki verra. Enginn hefir enn reynt aS hrekja reikníng þann, sem blaðið “Tribuni” birti í fyrra, þar sem bæjar- stjórinn hafði reiknað bænum $6,75 fyrir hverja mílu, sem hann fór um bæinn, aSeins í bifreiSar- kostnaS. Kom þaS hátt upp í þúsund dali. Þetta var auk þeirra háu launa er hann tók fyrir stöSu sína; og fylgdu aðrir bæjarráSsmenn dæmi hans. BifreiSargjald til ItæjarráSsmanna nam þvi mörgum þúsundum yfir árið. Þetta er aSeins eitt dæmi til þess að sýna hversu ráðvandlega er meS bæjarfé fariS. ÞaS kostar ekki nema 25—35 cent á míluna aS fá flutning á bifreiS, en fulltrúar bæjarins tóku þar $6,75; þaS er meira en tuttugfalt það sem sanngjamt er! Islendingar ættu að hafa vakandi auga á því ásamt öðrum borgurum bæjarins aS ekki sé þannig gálauslega sóað fé fátækra verkamanna. Sannleikurinn er sá að hinir og aðrir óhæfir menn sækja hér um bæjarstjómarstöðu, oft og tíS- um, og ná kosningu fyrir þá sök aS fólkið lætur sér ekki nógu ant um aS velja. ÞaS segir sig sjálft, aS til þess að stjóma eins stórum bæ og Winnipeg nú er orðinn, þarf aS kjósa menn sem bæSi hafa fjárhagslega þekkingu; fram- farahugsjón, óbilandi einurS og sjálfstæði og vilja til þess aS gera rétt og verSa að liði. Það getur ekki góðri lukku stýrt aS sofandi full- trúar séu kosnir af sofandi fólki; þa” er aö segja fulltrúar sofandi fyrir hag bœjarins, þótt þeir séu vakandi fyrir eigin hag. Um það fer engum tvennum sögum aS Winnipeg bær hafi aldrei átt starffærari og afkastameiri mann t stjóm siftni en Ama Eggertsson landa vom, er nú sækir um yfirráðsmannsstöSu. Honum á bærinn þaS aS þakka að hann nú hefir sína eigin aflstöS og meS því hafa græSst tugir þúsunda í vasa fólksins. Allir vita að Árni hefir hafið sig upp úr fátækt og allsleysi til j>ess aS verða meðal auðugustu og framkvæmdamestu borgara þessa bæjar. Allir vita aS hann liggur ekki á liði sínu, þegar um einhver framfara störf er aS ræSa. Allir vita að hann er ör og óhikandi þegar um verulegar umbætur er aS tefla, en allir vita þaS líka að hann er hagsýnn og hygginn í fjármálum og fer því ekki í neinar gönur. OÞaö er uppástunga hans upphaflega að laun þeirra manna er mest bera úr býtum i bæjarráöinu, séu lækkuö og fólkinu þannig spöruð álitleg upphæð; og svo mikinn þunga hefir þessi uppástunga hans aS jafnvel þeir sem nú era í æSstu embættum, lýsa því yfir, aS þeir muni verða þeirri stefnu hlyntir. Ámi hefir þannig neytt upp á bæjarstjórnina sparnaðarstefnu, jafnvel áSur en hann er kosinn. ÞaS er vanvirða og lítilmenska fyrir oss að eiga engan í bjæarstjórn. Það er ósamboöið frjálsum mönnum 5000 að tölu aS hafa enga rödd og ekkert atkvæði né fulltrúa, þegar um það er að ræSa að stjórna oss og eyöa voru eigin fé. Og þegar það lán er meö oss ab geta tengiS þann fyrir fulltrúa, sem að öllu leyti má treysta og reyndur er aS jafnmiklum dugnaði og Árni Eggerts- son, þá er það óhugsandi aS nokkhrt íslenzkt atkvæði verði á móti. Þessar línur eru því ekki skrifaSar til þess að telja íslendingum hughvarf; þaS er ekki' álitið að þess þurfi. ÞaS er svo' sem sjálfsagt að þeir ALLIR verði á einu bandi. En það er ekki nóg. tslendingar éinir geta ekki kosiS hann, þótt þeir geti hjálpað mikið til þess. Þeir eiga að beita áhrifum sínum á aðra kjósendur. íslendingar hér í bæ eru nú oröið svo kunnugir og áhrifa miklir á annara þjóða menn að þeirra krafta gætir eigi alllítiö, séu þeir samráða og ekkert tæki- færi látið ónotaS. / ÞaS er því áríðandi aS nota þennan tíma sem eftir ef til 17. desember til þess að sýna kjósendum alment fram á hvað hér er um að vera; hvaða maS- ur hér er í boði og hvaS meS honum mælir. Islendingar í Winnipeg! Kynniö yður vel starf- semi og einbeitni Árna Eggertssonar, þegar hann var i bæjarstjórninni áður; segið nágrönnum yðar frá þvi og skýrið það fyrir þeim. Ef allir Islending- ar gei^ sér það aS skyldu, þá er kosning hans áreiS- anleg. Blöðin. ÞaS er viðurkent í öllum löndum að blööin séu spegill þjóðanna. Þar láta menn hugsanir sínar í Ijós; þar birtast hinar ýmsu og mismunandi skoðan- ir allra flokka og allra stétta. Þegar vér sem nú lifum erum komnir undir græna torfu, og eftirkomendur vorir vilja fræöast um fram- kvæmdir vorar og menningu, þá verður þeim fyrst fyrir að fletta upp blööum, sem út komu á vorum dögum. Þar stendur þaS svart á hvítu hvers konar þjóS vér höfum veriS; eftir blöðunum verðum vér dæmdir fremur en eftir nokkru öðru. En sé þessu þannig variö, eins og eg held að allir samþykki að sé, þá er þaS auðsætt hversu áríöandi þaS er oss að blöðin séu sem bezt úr garði gerS og sem fullkomnust. Þegar saga Canada verður skrifuö, leggja ein- hverjir Islendingar þar hönd aö verki; jíeim verður að sjálfsögöu falið aS skrifa þann part er þeim til heyrir, eða að minsta kos'ti að gefa allar ábyggilegar upplýsingar. Og þeir byggja dóma sína á blööunum. Eftir því sem meiri menningarbragur er á blöS- unum, eftir því verður íslenzki kaflinn í Canada- sögunni glæsilegri. En hverjir eru þeir sem bera ábyrgð á því að blööin séu þaS, sem þau eiga aö vera? Það era fyrst og fremst útgefendur og ritstjórar að sjálfsögSu. ;En það eru ekki þeír einir; langt frá. ÞaS er þjóðin öll. Blaðalaust fólk er dautt fólk; blaSalaust fólk er fáfrótt fólk; blaðalaust fólk er menningarlaust fólk. Þaö ætti því að vera áhugamál ellra — allra stétta og allra einstaklinga þjóSarinnar að hlynna aS blöö- unum og kosta kapps um að þau geti verið sem full- komnust. Sumir kunna aS halda að áskriftargjald og góð orö um blöðin sé alt sem hægt sé með sanngirni aS vænta af hverjum einstaklingi. En þaS er misskiln- ingur. Skilsemi við blööin fjárhagslega og vinsemd í þeirra garð, er óneitanlega mikils virði, en þaS er ekki nóg. Til þess að blað sé skemtilegt, fróðlegtj ábyggi- legt, mentandi, víötækt og fjölbreytt, þarf þaö að- stoöar margra og á margan hátt. Og sá styrkur sem blöðum er einna mestur, er venjulega ekki útlátamikill fyrir þann sem veitir. Það kostar ekki mikið að leyfa náunga sínum aS hlýja sér Við eld er á arni logar, en það getur verið honum ómetanlegt gagn. ÞaS kostar ekki mik- ið að leyfa ókunnum ferðamanni aS verða sér sam- ferða, en honum er það stórrar þakkar virði. Það kostar ekki mikikð aS segja til vegar, en oft hefir þaS bjargaö lífi manna. Því er eins varið meS blaðamenskuna. Það sem blööum er lang mests virði frá fólkinu yfir höfuð getur þaS látiS af hendi rakna án nokkurra verulegra fjárframlaga. ÞaS er ásetningur Lögbergs, hvernig sem hann tekst, aS veröa blaö fólksins; þaS vill helzt geta orð- iS velkominn gestur á hvert heimili þar sem upp- lýsingar eru velkomnar, fróöleikur metinn, gleði virt, sólarljósiS ekki útilokaS og sannleikurinn þolaöur. Og sem betur fer, eru þau heimili mörg meðal Islendinga, bæSi hér og heima. En blööin eru nokkurs konar verksmiöjur, þar sem tekiö er viS óunnu efni og því skilaS aftur imnu. Það er hlutverk fólksins yfir höfuö að senda efniö inn á verksmiSjuna. Og með þessu er átt viS það aö fjöldi manna hefir reynslu og þekkingu á ýmsu 9em ritstjórinn eða útgefandinn hefir ekki, en sem oft er mikilsvert og þess virSi aS um þaS sé ritað. En margir veigra sér við aS senda blaðinu greinar sökum þess að þeim finst þeir ekki geta sett hugsanir sínar fram nógu greinilega. Lögberg álítur að þetta sé misskilningur, álítur aö þaS sé borgaraleg skylda hvers manns og hverrar konu að láta hugsanir sínar í ljós, ef þær mættu veröa að gagni, án tillits til þess hvort þær eru settar fram óaöfinnanlega eða ekki. ;Skylda blaöanna aftur á móti er sú, þegar þau fá greinar eða annað, að laga þær og fága eftir föngum ef efnið er þess virði, án þess að hugsun raskist, og án þess aö sýna þeim er ritar vanvirðu meS því aö rangfæra orö hans. Lögberg vonast því eftir aö allir hafi þetta hug- fast og veigri sér alls ekki viS að senda því hugsanir sínar, þótt búningurinn sé ekki sniSinn eftir vissum reglum. BlaSið skorar fyrst og fremst á bændastétt lands- ins aö láta sem oftast og sem mest til sín heyra; senda sem flestar búnaðarskýrslur og tilraunir; rita um almenn búnaðarmál, búnaöarfréttir, og um fram alt uppástungur til bóta í búnaði. Þeir sem skrifa, þurfa alls ekki aö óttast aö blaðið rangfæri vísvitandi það sem því er sent, en það áskilur sér þann rétt aS mega lagfæra mál og stilshátt, ef þurfa þykir, án þess aS raska efni eða anda. Þá er það áríðandi hverju blaði að hafa sem mest af héraösfréttum. Lögberg skorar því á menn í öllum íslenzkum héruðum aS senda fréttir um það sem við ber, og þótt þær séu ekki sem bezt stílaöar, þá er þaS sjálfsögð skylda ritstjórans að lagfæra þaS ef fréttaritarinn leyfir. Sannleikurinn er sá, þótt lítiö þyki í héraSsfréttir variS í sjálfu sér, þá er þaö misskilningur; séu þær greinilegar þá eru þær fyrst og fremst meðal þess er fólkiö yfir höfuð les flest, og í öSru lagi eru þær undirstaöa til sögusafns síðarmeir; bezta uppspretta í þá átt, sem hugsast getur. Lítil frétt í dag, sem enginn gaumur er gefinn, getur orSið þýSingarmikið atriSi fyrir einhvern í framtíðinni, sem heimild. Einn partur blaðamenskunnar hefir mjög verið vanræktur meSal Islendinga. Þaö eru málefni kvenna. Svo að segja í hverju stórblaSi annara þjóða er kafli fyrir konur, og skrifa þær helzt í hann sjálfar. Þetta vill Lögberg minna íslenzkar konur á og brýna þaS fyrir þeim aö hefjast handa og senda öðru hvoru ritgerSir um þaS sem þeim liggur á hjarta. Þó kon- ur séu óvanar að skrifa og þori það ef til vill ekki sem bezt í byrjun, þá þurfa þær alls ekki að veigra sér viö að senda það sem þeim dettur í hug; í fyrsta lagi verður það lagað, ef stórgallar eru á búningi eöa formi, og í öðru lagi þurfa þær er1 rita ekki að láta nafns síns getið fnema til ritstjórans). Lögberg hefir aS undanförnu flutt heilbrigöis- bálka, og eftir bréfum að dæma er þeim mjög vel tekiö úti um land alstaöar. Lögberg vill vinsamleg- ast mælast til þess við alla íslenzka lækna, semt nokkur tök hafa á því tímans vegna að þeir hjálpi til þess aS gera þessa deild blaösins uppbyggilega og lærdómsríka, með þvi aö senda heilbrigSisritgeröir ööru hvoru. Blaðinu veröur hér eftir stjórnaö þannig að því veröur skift niður i vissar deildir, og verða þær þessar; “Almennar réttir”, “Or bygöum Islendinga”, “Úr bænum og grendinni”, “HeilbrigSi”, “Um bún- að”, “Barnadeild”, “Málefni kvenna”, “Island”, “Bókmentir”, “SiSbóta- og félagsmál”, “Skrítlur”, “GlaSar stundir”, í þeim bálk veröur sérstaklega sagt frá skemtisamkomum, heimsóknum o. s. frv., “Bitar”. ÞaS eru vinsamleg tilmæli blaðsins til allra Vestur-ilslendinga að þeir geri sitt til þess aS hver þessara deilda út af fyrir sig geti orðið sem full- komnust. BlöSin verða að fylgjast með tímanum; blöSin verða að skifta um búning eftir því sem við á; tím- amir heimta þaö að þau standi ekki í staS. Allar aðrar stofnanir taka stakkaskiftum og breytingum, hví skyldu þau ekki eiga aS gera það sama? Blöðin sem sameina allar stofnanir i eina. ÞaS er öllum lýðum ljóst aö þjóöarhugsunin er sköpuS og mótuö af afli blaöanna. Þau eru það stórveldi, sem alstaöar komast að. Þau eru sá skóli, sem öllum kenna. Þau eru eins og þúsundeygöi ris- inn sem sá1 jafnt í allar áttir og allir vora hræddir viö. Blööin þrengja sér inn í flesta leyndardóma og óafvitandi beygja sig fyrir þeim bæöi einstaklingar og* heilar þjóöir. Þegar eSli blaöanna er þannig, þá er um að gera aS þau séu heilbrigð og trú köllun sinni og til þess þarf samvinnu allra beztu handa og allra beztu sálna, sem völ er á. Geti þaö gengiö þá má mikils vænta og þá má miklu til vegar koma. Og aö því er íslenzku blöðin snertir serstaklega, vill Lögberg taka þaS fram, aö það vill taka sér ál herðar það aukahlutverk aö færa Austur- og Vestur- Islendinga nær hvora öSrum eftir föngum. Við alt það sem á undan er taliö biöur blaðiö alla Viestur-íslendinga í eitt skifti fyrir öll aö leggja fram fult lið. Vestur-Islendingar, minnist þess að lélegt blaö er hverri þjóð til vansæmdar, en gott blaö er em nin mesta menningarstofnun sem nokkur þjóð getur átt. Hjálpið til þess aö Lögberg geti orðið þaö síöartalda og grafiS ekki pund yðar í jörðu. .1 Strengjum þess heit, Vestur-Islendingar, aö þeg- ar vér erum liðnir og lagstir til hvíldar, þá geti af- komendur vorir flett upp því sem skrifað hefir ver- ið á vorri tíö og sannfærst um að þar hafi verið þrek og kjarkur, þar hafi veriS Ijós, og ylur, þar hafi verið einurð og: sannleiksþrá, þar hafi veriS eldur á bak við hverja setningu og ljós á milli allra lína. Þar hafi í fréttunum veriS nákvæmni forfeðra vorra og trúleikur þeirra. I einu orði sagt, sjáum svo um að sanntrú Is- lendings í verki, sjáist á því sem eftir oss liggur. Bœndur, sendiö ritgeröir í búnaöarbálkinn. Konur og meyjar, skrifiö um málefni kvenna. .. Skáld og hagyrðingar, sendið ljóö yöar. Unglingar, skrifiö í Sólskin. Lceknar, styrkið heilbrigSisbálkinn. Vestur-lslendingar, muniö allir eftir aö safna, fréttum, skrítlum og bitum, og senda þaö. — Þá getur Lögberg oröiö gott og uppbyggilegt. THE DOMINION BANK Mr IU1WMD a UHLJUl. m. p„ rm w. D. C. A. BOGERT, General Manager. NOTIÐ PÓSTINN TTL BANKASTAKFA. pér þurflS ekkl aB gera ySur ferB tll borgar U1 aB f& pen- inga út & ávtsun, leggja lnn penlnga eBa taka út. NotlB pöst- inn 1 þess staB. YBur mun Þykja aBferB vor aB sinna bankastörfum bréf- lega, bæSi áreiBanleg og hentug. Leggja má inn peninga og taka út bréflega án tafar og án vansklla. KomlB eBa skrifiB ráBsmannlnum eftlr nákvæmum upplýs- ingum viBvikjandi bréflegum banka vlBskiftum. Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BORGER, Manager. Varnarstefna flokkanna Um þaS er oft talað, hvor póli- tíski flokkurinn hafi haft skyn- samlegri stefnu ríkinu til vamar, að því er hemað snerti. Eftirfarandi línur skýra það mál. Frá 1887 til 1906 voru haldnar margar ráSstefnur, þar sem cana- diskir stjórnmálamenn, bæöi lib- eral og conservative, voru mættir til þess að ræöa um landvamir og ríkisvamir. Komu þeir sér allir og altaf saman um þaö að alnk- inu væri mest hjálp í því, að Can- ada væri fær um aö verja sínar eigin strendur. Komu þeir sér saman um að Canada þjóðin væri dóttir í húsi móSur sinnar éBretlands), en húsmóðirin í sínu eigin húsi ('Can- ada). Og einnig voru þeir allir á þaö sáttir að engum alríkis lof- orðum mætti bindast, sem komiö gætu Canada í vanda eða hættu. Heimastjóm Canada yrSi að vera óskert. Jafnframt því aS leggja fram alt það sem skyldan byðí til alríkisverndar. 1906 var þaö í samræmi viö þessa stefnu aS Canada tók undir sín yfirráð skipastööina í Halifax, og 1910 flotastööina í Esqvimault. I marz 1909 bar ,Sir Foster fyrst upp spurningu um landvörn á sjó í sögu canadiskra stjórnmála. Foster dró til baka sina eigm til- lögu fyrir annari frá Wilfrid Laurier. Var Lauriers tillaga sú, að sambandsþingiö lýsti því yfir, aö peningaframlag í alríkisfjár- hirzluna sé ekki í samræmi viö sjálfstjórnarhugmynd Canada; heldur sé þ^ð heppilegra aö koma upp vörnum heima fyrir eftir svipuöum reglum og England hefir hjá sér. Meö því væri hér til staöar flotabrot ef ófriS bæri að höndum og á þyrfti aö halda. Sir George Foster var emareg- iS á móti peningaveitingu til al- ríkisfjárhirzlunnar, kvað þaö geta orðiS sundrungarefni, enda væri það í sjálfu sér ekkert annaS en lítilmótleg aðferð til þess aö borga öörum kaup til þess aS vinna vor- ar eigin skyldur og berjast fyrir oss. Hann var eindregiö meö því aS smíöa canadiskan flota. Því með því hafi landið eitthvað til þess að fleyta þióSinni; eitthvaS til þess aS fleyta líkama hennar og andlegu afli; eitthvaö til þess aö vemda viröing hennar og mann- dóm. Hann er alveg samdóma Ivaurier. Borden flytur sömu stefnu og styður skoðun Fosters. Hann bendir í því sambandi á eftirdæmi það sem Astralía gæfi meS því aö hafa sjálf full ráö flota síns. I níu mánuði eftir þaS hélt Borden áfram að prédika þessa kenningu meS eldmóöi, og'flutti ræour um það í Toronto. Hann sagöi kjós- endum í Halifax frá því að sú stefna mundi endurvekja skipa- smíSar í Nýja Skotlandi. Kvaöst hann þá ætla aS halda flotamálinu frá flokksmálum og hefja þannig sjálfan sig yfir flokkapólitík. I janúar 1910 bar Laurier upp flotamálafrumvarp sitt, þar sem hann gerir ráö fyrir 4 stórum her- skipum, einu nokkuö stóru og sex minni herskipum, sem alls ættu að kosta $11,000,000 og var árskostnaður ætlaður $2,500,000. I frumvarpinu var þaS einnig ákveðiö aö ef á þyrfti að halda, gæti Canadastjórnin afhent alrík- isstjóminni Canadaflotann eöa einhvem part af honum til sam- einingar Bretaflotanum. “Þegar Bretland er í stríði, þá er Canada einnig í stríSa,” sagði Laurier. Um þetta leyti breytir Borden huga sínum. I aukakosningunum sem fram fóru í Drummond- Arthabaska í Quebec, var kjós- endum sagt frá því aö Laurier sé of Bretahollur og vilji hafa synx þeirra aS fæðu fyrir byssukjaft- ana. Borden sér því aö stefna hans muni ekki vera vinsæl þar; hann skiftir því um ham og lag- ar hugsanir sínar eftir stefnu Nationalistanna, sem nú eru að völdum meö conservativum. “Um- fram alt verSur að sigra Laurier,” sagði nú Foster. Sambandið var myndað og fylkingar Nationalista, sem ekkert vilja hafa saman viö Bretland aö sælda, í sambandi viö conservativa, sigraðu Laurier 1911. ÁSur var um að gera, eftir kenningu Bordens, aS Canada ætti sinn eigin flota. Nú mátti ekki heyra það nefnt. Aður kvaö Borden sjálfsagt að láta smíSa Canadaflotann í lanainu sjaltu; nú var um aö gera aö smíða þar engin skip ;hann kvaö þaö nú ekki mögulegt. Samt sem áður er nú maður í Montreal er Charles Schwabb heitir, sem smíðar herskip fyrir Breta, og 'gengur vel. ÁSur benti Borden á þaö sem Astralía geröi StLauis Fur&Hide Co. 736 Banning St., Winnipeg 9 Sendið ofes húðir yðar kálfskinn og kindarskinn, ull og alskonar loðskinn. Vér getum borgað yður allra hæsta verð og borg- um út í hönd við móttöku. Vér kaupum lifandi hæns endur, gæsir, tyrkja, smjör °g egg einnig slátruðsvín Um’allar upplýsingar sem þér ósk- ið eftir má skrifa oss um á ísl. og vér svö um á yðar eigin máli. Nefn- ið Lögberg þsgar þér skrifið. Prívat veðurathuganir á hverju heimili Áreiðanlegur veðurmæl ir, nákvæmur hitamæltr. Rétt stærð er 13 þml.á hæð Óhjákvæmilegt hjá öllum bændum, verzlunarmönn- um, embættismönnum.bif reiðarmönnum, í stuttu máli öllum sem ættu að vita fyrirfr m hvernig veðrið verði. Sparar bæði peninga og tíma. Veðurmælir sem spáir v-ðri mörgum klukkustundam fyrirfram Aðeins $2 var áður $3 Sama verð í allri Canada og Bandarikj- um. Fyrirfram ljorgun. Sendið $2,00 í póstávísun eða "Ex- press" ávisun eða f trygðu bréfi og verður þá Kitamælir sendur tafarlaust. Alvin Sales Co. Dcpt. 24 - P.O. Box 56 WINNIPEG, CANADAl ;,y* ÁVJ'.vf'JiyWýV.v/.’• •< NORTHERN CROWN BANK ADALSK KIFSTOPA I WINNIPEG Höfuðstóll (löggiltur) - - - $6,000,000 Höfuðstóll (greiddur) - - - $2,850.000 STJÓRNENDUR : Formaður.........- - - Str D. H. McMILLAN, K.O.M.G. Varn-formaðiir............. - Capt. WM. ROBTNSON Sir D. C. CAMERON. K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION W. J. CHRISTIE, A. McTAVTSH CAMPBELL, JOHN STOVEL Allskonar hnnkastörf afgrelild. — Vér byrjiim relknlnga viB eln- atakllnga eða félög og sanngjarnlr skllmálur velttlr. — Avfsanlr seldar tll hvaða staðar sem er á fslandl. — Sératakur gaumnr geflnn spari- ajóðs Innlögum. sem byrja má með elnum dollar. Rentur lagfiar vlð á hverjuni sex mánuðtim. T E. THORSTEfNSSON, Rá*.ma«ur Cor. William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.