Lögberg - 25.11.1915, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.11.1915, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1915. Á bökunardögum er vissasti vegurinn að nota— n PURITy FLOUR More Bread and Better Bread ♦ ♦ | ♦ ♦ I' ♦ ^ * f Búnaður Fjölmennasta stétt íslendinga ‘ hér í landi, eins og annara þjóða, er bændastéttin. Ekki einungis er hún fjölmennust, heldur einnig sú stéttin, sem allar aörar stéttir hvíla á. Bregöist búnaöurinn pa bregst alt. Hann er undirstaöan. Væru bændurnir hór í landi samtaka — eins samtaka eins og sum pólitísk félög, þá gætu þeir ráSiS lögum og lofum þjóSarinnar. ÞaS er samtakajeysiö sem er or- sök í þvi aS fáeinir hændur fara austur til Ottawa öSru hvoru, ganga fyrir stjórnina meS auö- mýktarsvip og hattinn í hendinni og biöja stjórnarformanninn aS gera svo vel aö hlusta á sig í nokkrar mínútur, til þess aS heyra kvartanir um alls konar rán og gjörræöi auövalds og haröstjórnar. Og svo þegar stjórnin hefir allra náöarsamlegast hlustaö á þá, lætur hún þá vita það meS sléttri tungu og háö í huga aö máliö skuli verða alvarlega athugaö; en endilegt, ákveöiö svar fæst ekkert; því síö- ur nokkrar framkvæmdir. Já, þaö er af samtakaleysi aö þetta skuli líðast ár eftir ár. — Samtakaleysi og hugsunarleysi. Hefir ykkur nokkum tíma dott- iS þaö í hug, bændur góöir, hverjir þiS eruð sjálfir gagnvart stjóm- inni og hverjir þaS eru sem mynda þessa svokölluöu stjóm? Má ver'ft- aö þetta þyki hlægileg og jafnvel niörandi spurning, en því fer fjarrí aÖ svo sé. Þegar þiS komiö fram fyrir stjórnina þurfið þiö aöeins aö hafa eitt hugfast, og það er þaS, aö þiö eigið ekki aö biðja, heldur kretjast. Þið eigiö aS minnast þess að engin stjórn hefir vald annarsstað- ar að en frá ykkur. Þið: eigiö aö minnast þess aö þið eruð J>eir sem t hafiö ráöiö stjómma fyrir álcveSið, hátt kaup, til þess aS virma þau verk, er þið leggiö fyrir hana. ÞiS eigiö afe minnast J>ess að J>egar ]>ið talið viö stjómina, þá mætist ]>jónn og yfirboðari — stjóminn er þjórmmn en þiö eruð húsix’mdinn. Þannig er þaö í raun og veru. En samtakaleysi ýkkar og sKiin- I ingsleysi breytir því þannig aS I þjónninn gerist húsbóndi og hús- bóndinn verSur ekki éinu sinni aö þjóni,. heldur þrælí. ÞiS eigiö ekki aö biöja meö auS- mýktarsvip um þaS aS ykkur sé leyft að verzla meö ykkar eigin vörur viö hvern, er ykkur sýnist og þaS án allra sekta eöa útláta. Þis eigið blátt áfram að krefjast þess, en ekki biðja um þaS. Og verði kröfum ykkar ekki hlýtt, þá eigiS þiö aS rísa upp sem einn maður og vernda ykkar eigin hag. ÞiS vitiö þaS vel að svo aS segja allir bændur vesturlandsins era eindregiö meö því aö frjáls hveitiverzlun fáist viö Bandaríkin. ÞiS hafiS sent hverja nefndina á fætur annara í þeim erindum og stjómin hefir skelt skolleyrunum viö l>ænum ykkar og áskomnum. Þið vitiö þaS vel aö stjórnin hefir meö óheillastefnu sinni svift ykkur tugum miljóna jafnvel á einu ári, þar sem þiö eruð annaðhvort neyddir til aö verzla á ákveðnum staö viö ákveöinn kaupanaut, hvort sem þiö viljið eöa ekki; eöa sekt- aðir tiltölulega hárri upphæö fyrir hvern éinasta mæli sem þiö seljiö annarsstaðar. Já, þiS vitiö alt þetta, en þaö er ekki nóg. ÞaS er ekki nóg að vita að eldur er í húsinu, ef hann er ekki slöktur. Þiö megið ekki við því aö bíöa meö Jx>linmæði eftir því aS stjórnin svari kröfum ykkar eftir eigin geð- þótta og hentugjeikum. Þið þurf- ið að fá svarið tafarlaust. ÞiS vitiö þaö vel aö á hverjum degi sem þið eruð látnir bíöa, tapiö þiS tugum þúsunda, jafnvel hundruð- um þúsunda. Ef þiö tækjuð ykkur til og fær- um 2000—3000 bændur í einum hóp austur til Ottawa, hefðuö meö ykkur nesti og nýja skó til þess aS geta haldið út nokkurra daga dvöl, kreföust J>ess að fá ákveöiS svar við kröfum ykkar og færuð ekki brott fyr en svariö væri fengið, þá er bátt aS vita hvað ykkur ynn- ist. Þiö færuð auövitaö friösam- lega að i öllu. Kurteisi og alvara geta setið á sama bekk og haldist í hendur, en alvöru veröiö þiö aö beita ef þið ætlið ekki aS láta auð- vald landsins toga vklcnr alt úr greipum. Áslcoranir til sambandsstjórnar- innar um frjálsa hveitiverzlun viS Bandaríkin hafa komið frá svo mörgum og svo einbeittar í haust, að hún hefir enga afsökun fyrir því aS veita þaS ekki Til hvers kusuð þiö stjómina? Til hvers kjósiö þið stjóm yfir höfuö? Er þaö ekki til þess aö hún framkvæmi vilj a ykkar og gæti hagsmuna ykkar Hvað gerir þiS viö vinnumann, sem óhlýðnast boöum ykkar heima fyrír? Knýiö þiS hann ekki til I hlýöni ef þiö getið, eftir aS það er fullreynt aS vinsamleg tilmæli gagna ekki? Jú, vissulega. Og ef hann veröur ekki knúinn til þess aS framkvæma sanngjarn- ar skipanir ykkar, rekið þiS hann þá ekki úr vistinni, og þaö jafnvel á miöju ári? Jú, vissulega. En hvaöa ástæöa er til þess aö fara eftir öðrum reglum meS þá j vinnumenn, sem þiö hafið ráðiö i j sameiningu fyrir há laun ? Bóndinn hér í Canada er rúinn og fleginn á allar lundir og þaö er heilög skylda hans aS rísa upp einhuga og samtaka gegn þeim órétti sem hann veröur aS Jx>la. SauSfé er venjulega rúið aðeins á vorin — einu sinnj á ári — en J>aS þykir stjórn og auövaldi þessa lands of lítið. Hér er bóndinn j rúinn vor og haust. " Á vorin er j hann látinn borga okurverð fyrir J>aö sem hann þarf aS kaupa til þess aö vinna með jörðina, þá er j tekiS af honum álitlegt reiti. A , haustin er hann aftur rúinn svikalaust — þá er tekiS af honum annaS reifi, rétt undir veturínn. Og hann svo aö segja J>egir við Jæssu öllu; eða aS minsta kosti tekur því ósköp rólega. Lögberg ætlar framvegis aö ( flytja búnaðarbálk. Veröur þar ekki einungis sýnt fram á hvernig hægt sé aö framleiða sem mest úr skauti jarSarinnai^í ærlegum og skynsamlegum skiftum við náttúr- una, heldur einnig hvemig mögu- legt sé aS koma i veg fyrir að óstjórn og hnefaréttur seilist í það þegar ykkur hefir gefist þaö. Allar skýrslur og bendingar og upplýsingar viðvikjandi hverju sem er og aö búnaði lýtur em þakk- samlega meðteknar, og eru bændur sérstaklega hvattir fil aö ræSa mál sin í þessari deild blaðsins. Skyldur námsmannsins. Eftir séra Björtt B. Jónsson. [RæSa ]>essi var flutt á Stúdenta- félags-fundi í Winnipeg; nú stytt og rituð upp eftir minni, og birt fyrir áskorun ritstjóra Lögbergs og tilmæli annara.] Þegar er aS ræSa um skyldur t>er aö minnast J>ess, aS skyldur mannsins era í réttum hlutföllum við þau hlunnindi, sem maöur hef- ir notið. Þaö er algildandi lögmál. aS af manni veröur heimtaö hiut- fallslega við það, sem maður hefir þegiS. Nú ber að viðurkenna það meíi þakklæti, aö námsmaöurinn hefir mikið þegið. Hann hefir notið mikilla hlunninda fram yfir aðra menn. Hann hefir því meiri ábyrgÖ og stærri skyiuur er aðrir. Hlunnindi námsmannsins em tvennskonar; 1. Hann hefir fengxð meira atl til umráöa en aðrir menn. Ment- unin er umfram alt afl, afl ]>eirra hluta, sem gera skal. Margoft hafið þér heyrt útskýrt hið enska orð education og hina latnesku stofna J>ess orðs. En eg held ís- lenzka orðiö okkar nái hugtakinu j I betur: mentun, — mentast, komast til manns, verða maður. Meö öSr- um orðum, mentun er þaB, að þroska alla sanna eiginleika mannsins, og mentunin er mikil eða lítil hlutfallslega vlð það, sem hún hefir komið manni nærri takmarki mannlegs algjörleika. Hafi námsmaöurinn hlotiö ment- un, sem þvi miSur er þó ekki ávalt, þá hefir hann öölast meiri hæfileika, meira afl en aörir, og eru þaS dýrmæt hlunnindi. 2. Námsmaöurinn, eöa sá er námskeið fullkomnar, nýtur sér- stakra hlunninda fyrír afstöðu sina viS aöra mennv Að loknu námi, ]>. e. a. s. skólanámi, — en á náminu sjálfu er enginn endir — kemst námsmaöurinn ottast í ein- hverja þá stöðu, sem gerir tionum unt, að láta meira til sin taka, en aðrir menn, og beita því afli, sem mentimin hefir veitt honum, til áhrifa á aðra menn og kjör þeirra. Þetta gildir um kennara, lækna, lögmenn, presta og aSra þá, sem opinberum störfum gegna. Og flestir námsmenn hafa það augna- mið aö komast eitthvað þangaö, sem tækifæri er til þess aS njóta hæfileika sinna og mentunar. Hlunnindi námsmannsins, sem ber að gjalda skyldu-skatt af, era þá aflið, sem hann hefir til fram- kvæmda, og tœkifærin, sem hann hefir til þess aö beita því bræör- um sínum til blessunar. Meö þetta fyrir augiun, skal eg nefna nokkrar helztu skyldur námsmannsins. 1. Hann á að, vera málsvari mánnvitsins. — Eitt aSal-mein mannkynsins og eymdar upp- spretta er þaö, að v i t i ð fær svo litlu aö ráða. Þáð, sem fyrir mönnum ræður miklu oftar, era tilfinningar, meira eða minna æstar og meira eða minna sýktar, og þar með hleypidómar, dægur-tízka og flokksblinam. Nfámsmaðurinn á að læra að láta vitið ráöa, og hann á aö leggja þaö til mannfélagsmála, sem vitið býður. En svo hann verði vitur og geti verið málsvari mannvitsins þarf hann að kanna dýpiö, kafa djúpt í sannleikshafið eftir perl um sínum. Hann má ekki forðast sársauka, sem djúpum hu^sunum oft er samfara. Hann má ekki gleyma því, aö “ei vitkast sá, sem verður aldrei hryggur, hvert vizku- barn á sorgarbrjóstum liggur”. 2. Hann á að vera brautryðj- andi nýrra hugsjóna. — Framsókn mannkynsins er erfið. Það þarf aö höggva sér braut spor af spori inn í kletta þá, sem geyma leynd- ardóma tilverunnar, eins og náma- maðurinn, sem heggur sér braut inn í bergið til aÖ sækja þangað dýra málma. Námsmaöurinn á að vera aö sínu leyti eins og náma- maöurinn í kvæði Ibsens, er brýt- ur klettinn meö hamri sínum og hættir aldrei “Þar til náman öll er unnin, eða þráöur lífsins brunn- ínn . En hugsjónin þarf aö vera há. “Upp yfir fjöllin háu” á aS vera æfilöng ]>rá námsmannsins. Mun- um vér ekki eftir því frá fyrstu skólaárum vorum, hvemig dular- full uppstigningar-þrá fylti sálir vorar þegar sér fórum meö Kvæöi Longfellows: Excelsior. “Hærra” er einnig heróp námsmannsins, og sízt má hann þá gleyma því, að hiS hæösta háa er “Hærra, minn GuS, til þín”. 3. Hann á að vera frómuður frelsisins. — Hvemig sem vér ger- um oss grein fyrir upphafi mann- kynsins, verðum vér viS það að kannast, að frá því sögur fara fyrst af því, hefir þaS verið, meö ólik- um árangri á ýmsum tímum, sí- felt aö berjast fyrir frelsí sinu. Smám saman hefir miöaS í áttina, þrátt fyrir afturhald valdhafanna og heimsku alþýðunnar. Smám saman eru sárustu fjötramir höggnir bæði af líkama og sál. En samt er maöurinn ennþá margvis- legum viöjum vafður. ÞaS er skylduverk námsmannsins a'Ö höggva á þær viöjar. Aumur er sá námsmaður, sem ekki heyrir óaflátanlega óma inst i sál og dýpst í hjarta spámanns-oröiS: “Ánauð vér hötum, því andinn er frjáls, hvort oröum hann verst, eða sverðunum stáls”. 4. Hann á að vera afltaug í- haldsins. — Nú virðist yður stinga í stúf við það, sem áður yar sagt. Svo er ekki. Sá er munur sann- mentaðs manns og hálfmentaðs eða ómentaðs, að hann, en ekki liinn, tekur lotningarfult tillit til reynslusannleika liSins tíma. Hver kynslóö á aö standa á herðum hinnar, sem á undan gekk. Of- látungurinn hangir í lausu lotti, en sannmentaður maSur stendur á traustum grundvelli sögulegrar reynslu. GóSur námsmaSur vill skilja vel sambönd allra hluta, og slitur aldrei þá keöju, sem tengir fortíö viö nútiö og tengja á nútið viö framtíö. Góöur námsmaður telur sér skylt aö fylgja reglu postulans; rannsaka alt, og prófa jafnvel sjálfa andana. Hann er “seinn til aö kenna” og “seinn til reiði”, þ. e. seinn áð gefa sig í þrætur. Hann er staðfastur. Hann fvlgir fyrirmælum skáldsins enska; “Be not the first on whom the new be tried, nor yet the last to lay the old aside”. 5. Hann á að vera heimamaður hógvœrðarinnar. — ,Enginn maöur ætti aS vera eins hógvær og góð- ur námsmaður, því hann skilur það vegna þeirrar þekkingar, sem hann hefir aflaö sér, að enn þá eru mennimir ekki þroskaöri en það, aö jafnvel hinir lærðustu menn eru ekki annaö en börn, sem tína upp skeljabrot á ströndinni, strond hins ómælilega úthafs þekkingar- innar. En skeljarnar sínar notar hann vel, og engu vill hann gul'inu sinu glata, og glaöur verður hann eins og barn i hvert sinn, er hann finnur nýja og fallega skel, og ljúft er honum að leyfa öSrum börnum aö leika sér að skeljunum með sér. Á engum ættu jafn vel aö rætast orS Meistarans mikla. en á sönntim námsmanni r “Sælir a SÖL8SIN. S ó L S K I N. 3 hann kæmi aftur, og þá mundi hann missa tækifæriö sitt til þess að láta klukkurnar hringja. En þá kom annaS vein frá hundinum. Pétur tók hendina úr vasanum sem peningarnir voru í, tók hund- inn i fang sér og tiljop meö liann eins hratt og hann gat, heim. Þegar hann kom að dyrunum kallaöi hann á bróöur sinn: “Hans, komdu fljótt og hlauptu með peningana til kirkjunnar. Flýttu þér, Hans! *ÞaS getur ver- iö aö hún vérði; lokuð, og kluíkk- urnar hafa ekki hringt ennþá.” Svo fór hann að binda um fótinn á hundinum. Litli bróð- ur hans hljóp eins hratt og hann gat til kirkjunnar. FólkiS beið í kirkjunni og var að missa alla von um aS heyra til klukknanna, eftir því sem hver gjöfin á eftir annari var lögö á altarið. ÞaS var að standa upp til aö fara, þegar litli drengurinn kom inn í kirkjuna, blásandi af mæði eftir hlaupin og fór beint aS altarinu, þar sem hann lagði fáeina smápeninga. Alt i einu heyrðist frá kirkju- turninum undarlegur söngur, sem fylti kirkjuna, loftiö og borgina meö dýrölegum hljóm. FólkiS kraup á kné í þakklætis skyni, og menn sem ekki höföu beðist fyrir í mörg ár, lofuöu guö. Mæöur héldu litlu bömunum sin- um fast upp að hjartanu. öll borgin sýndist vera full af himn- eskri hljómfegurð og vera haldiö fast viö hjartað á guði. f glugga í bakhluta borgarinnar horföi Pétur litli út. Hans mikla 'öngun snérist í mikinn friö, því að hans litla gjöf haföi getað látiS klukkurnar hringja. Þýtt af Stefaniu E. Bjarnason. 16 ára. Nes, Man. Vísur. ViS eigum ekki að gráta og ekki’ að tala ljótt, falleg börn þá verðum við og vöxum svo fljótt. Bezt er að lesa bænirnar þá blundum við svo rótt; guö og allir englarnir sjá okkur hverja nótt. Rós Samúelson, 9 ára. Cavalier. Til Sólskinsbarnanna. Sólskinsböm! Þiö sem lesið Sólskin og þykir vænt um þaö, veriö viss um aö halda því saman, klippa þaö úr Lögbergi í hvert skifti og safna því í bók. ÞaS getur oröið skemtileg bók fyrir ykkur þegar fram í sækir. ÞaS þarf ekki svo mjög langan tíma til þess aö gera talsverða bók, Þið fáiö af því fjórár blaösíSur fimmtíu og tvisvar sinnum á ári, og þaö eru 208 glaösíður. Þaö er býsna góö bók. Tveir árgangar bundnir saman gera 416 blaðsíða bók. ÞaS gleður ritstjóra Sólskins sérstaklega mikiö hvað litla blaS- inu hefir veriö vel tekiö úti um bygöimar. Á hverjum degi koma bréf úr öllum áttum meö þökkum og lofsoröum fyrir Sólskin. Og bömin sjálf eru farin aö senda bréf daglega. Meira aö segja þau eru farin að skrifa greinar í Sólskin til prentunar. Fáeinar þeirra hafa birst og fleiri koma síSar. Sólskinsbörn; þiö þurfiö ekkert aö vera einuröarlaus; skrifiS bara þaö sem ykkur dettur í hug, og ef þiö kunnið ekki aö stafa rétt, þá( verður þaö lagaö áður en þaS er prentaö. Þegar þiB eruö orSin stórir menn og stórar konur, þá þykir ykkur gaman að líta á litla Sól- skinið og lesa þaö sem þiö sjálf skrifið núna. Haldiö þiö ekki aS honum pabba ykkar og nenni mömmu' ykkar þætti gaman að því að lesa núna þaS sem þau hefðu skrifaS, þegar þau voru 7—14 ára? Jú, þeim þætti það sérstaklega gaman. En þau höföu ekkert Sólskin, ekkert litið blað til þess aö lesa og skrifa í, og þess vegna skrifuðu þau engar greinar. Þið fáið tvö blöð af Sólskini um jólin, og þaS veröur þá enn þá margbreyttara en áður. Kannske þið getiö sjálf sent því eitthvaö í jólagjöf? Einhverja grein eða sögu eða frétt, eöa vísu, eöa gátu, eöa skrítlu, eSa draum. EitthvaS sem ykkur dettur i hug. Sólskinsböm! Þið Sem lesiö Itla blaöiS; segiö hinum bömunum frá því; segiö þeim sögur sem þiS sjáiö í þvi, eöa kvæði sem þið lær- iS i því, eSa eitthvaö sem ykkur þykir þar skemtilegt eöa fallegt. Fósturjörðin mín. Fóstur jöröin fríða’ og kæra fyrstan hjá þér kendi eg yl þér af hjarta þökk skal færa, það alt gott sem eg á til. Á brjóstum þínum barst þú mig, blessun drottins verndi þig. Það var sælt á sumar kveldi, sitja’ og hlusta’ á lækjar niö. Yfir móöur mætum feldi, mátti heyra fugla klið. Þeir sungu henni sigur ljóð, um sögu, skáld, og hetju móð. J. H. A. Jólaskir’ Ef þiö ættuö eina ósk um jólin, hvers mundiö þið þá óska ykkur? ViljiS þiö ekki senda Sólskini línu og segja því hvers þiö mund- uö helzt óska? Sólskin kemur svo méð beztu svörin í jólaðaöinu. Wild Oak p. O., Man. 19. nóv. 1915. Héiðraði ritstjóri Sólskinsins:— Ó, hvaö eg hlakka altaf til þeg- ar blöðin koma, aS lesa blessaö Sólskiniö. Stjörnumar, litlu góöu stúlkurn- ar, skáldin og listamennimir; alt er svo indælt. Eg elska litlu, bless- aSa fuglana, og hefi mikiö gaman af aö gefa litlu, blessuðu ungun- um, þegar þeir verpa í kringum húsiö mitt. Eg klippi Sólskiniö úr blaöinu og ætla aö safna því í stóra bók. MeS viröingu Aurora Harriette Johnson. Þrennir tvítugir og fjögur ár betur 64 ár er langur tími. Vara sem getur haldið tiltrú fólksins í allri Canada í 64 ár hlýtur að vera góð og áreiðanleg. EDDY'S ELDSPlTUR hafa verið sömu góðu eldspíturnar síðan 1851. Eins og trjátauga-vörur Eddy’s og þvottaboið Eddy’s eru þær af öllum sönnum Canadamönnum taldar rræli- kvarði góðra eldspítna sem búnar eru til undir merki heimatilbúinna hluta. era hógværir, því þeir munu jarS- rikiö erfa”. 6. Hann á að vera þjónn allra manna. — “Styrk þú bræSur þína”, sagöi Meistarinn við lærisveininn forSum. ÞaS er guðleg skipun til allra góðra námsmanna. Þvi mentaðri sem maSur veröur, því betur skynjar hann þaö, aö hið æösta hlutverk og hin æösta sæla sé það, aS þjóna öörum. Sannur námsmaöur óskar sér einskis æðra hlutskiftis, og því mentaðri sem hann verður, því heitar flytur hann þessa barnabæn: “Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að stySja hvern, sem þarf, unz alt það pund, sem Guð mér gaf, eg gef sem bróðurarf.” Þýðingarlítil mótmœli Eins og getiS var um í næst síS- asta blaði hélt Robson dómari langa og stranga aðfinsluræöu yfir bæjarráðinu. Kvað hann fé gjaldenda vera ráðlauslega eytt á ýmsa vegu og jafnvel grun leika á því að ekki væri alt meö feldu. Kvaö hann rann- sókn sjálfsagða og nauösynlega. Þessari •ræöu hefir nú bæjar- stjórinn svarað fyrir hönd bæjar- stjórnarinnar. Mótmælir hann öll- um aðfinslum Robsons og telur þær ýmist á engu bygðar eöa mis- skilningi og fljótfæmi. Þeir sem þekkja Robson og vita hversu samvizkusamur hann er og hversu glögt auga hann hefir fyr- ir öllum fjármálum, og þegar þess er enn fremur gætt hve nána þekkingu hann hefir af fjármál- um bagjarins, þeir eru ékki líklegir til þess aS taka trúanlegri orö bæjarstjórans en Robsons. Eina svariö sem nokkurn þunga eöa sannanagildi getur haft í þessu efni, er rannsókn. Heilar bækur af mótmælum sanna ekki neitt. Fyrverandi stjórn í Mani- toba mótmælti öllu, sem á hana var boriö, þangaö til rannsakaö var og alt kom í ljós. Bæjar- stjórinn eða bæjarstjórnin hefir ekki gert neitt annað en allir eöa flestir aðrir gera, sem sakir eru bornar á, það er að neita gildi ákæranna. Sekum mönnum er altaf hætt við aö mótmæla aöeins, en forðast rannsókn þegar á þá er borið eitthvaö rangt. Saklaus- um mönnum aftur á móti er þaS áhugamál aö rannsókn fari fram til þess aö sakleysi þeirra komist i Ijós. Bæjarbúar bíða eftir aö bæjarstjómin heimti rannsókn til þess aö hreinsa hendur sinar. A meöan hún gerir þaö ekki veröur mörgum hætt við aö trúa því að ákærur Robsons hafi haft einhver rök viö aö styðjast. Eitt er víst fS þaö er það, aö heppilegt er ávalt aö skifta um stjóm ööra hvoru; væri því vel aS kjósa nýja menn í stað hinna gömlu. Þaö er vist aö bœjarmálum hef- ir verið illa stjórnaS að ýmsu leyti, jafnvel þótt þaö væri satt að engin óráövendni heföi átt sér staö. Fimm ára skrúðganga. 7,000 hermenn fóru fyrir horn- iö á ASalstræti og Portage í skrúögöngu fyrra föstudag. Þaö tók þá 30 minútur. Þrjátíu mínútur fyrir 7,000 er sama sem klukkustund fyrir 14,- 000 eða 336,000 á sólarhring með því aö halda áfram dag og nótt, eöa 1,000,000 á þrem dögum. Bretar hafa 4,000,000 hermanna og Frakkar 5,000,000, eöa 9,000,- 000 hvorirtveggja til samans. Þessi fjöldi væri í 37 daga aö ganga fram hjá einhverjum gefn- um staö meö því að vera aö dag og nótt, helga daga og rúmhelga, ef 14,000 færa framhjá á klukku- stundinni. Alt lið bandamanna er hér um bil 16,000,000; hinir hafa nálægt 21,000,000; er þaö alls samanlagt 37,000,000. Ef 336,000 fara fram- hjá einhverjum gefnum stað á dag, tæki það ni daga fyrir allan þennan hóp, með því aö altaf væri haldiS áfram. Sé öllu sjóliSinu bætt viB, öllu hjúkrunarfólki, lækn- um og þeim sem viö striðiS vinna beinlinis, tæki það rúm tvö ár. CANADAS FINEST THEATEÍ Tvær vikur byrjar Mánudag 22. Nóv. Matinee daglega Heimsins 8. undur eftir D. W. Griffith THE BiRTH OF A NATION 5000 sýningar -- 18,000 manns Kostaði 500,000 --- 3000 hestar Heimsins mesta listaverk sem menn muns Borgir bygðar og brenéar. Stærsta atlag- an [ "'Civil War" sýnd. 30 Symphony Orchestra spilarar Póstpantanir nú þegar Kveldin $1.50 til 25c Mat. $1.00 til 25c Salan byrjar Föstud, 19. Nóv. VIKUNA FKA <i. DESEMBER leiktir í Walker hinn frægi leikari —MR. CYRIL MAIIDE— í hinum albekta leik — CJ lt U M P Y — Pantið ineð pósti nú þeí?ar.—Verð: Kveltl $2 til 25c. Mats. $1.50 tii 25c. Nú er þess að gæta að til þess aS þurfa ekki lengri tíma verður þessi fjöldi aö ganga í brdðfylk- nigum. Ef þeim væri þannig raS- að aö ekki væru saman nema fjórir og fjórir, þá tæki þaS fimm ár, eöa io ár með því að tveir og tveir gengju saman. Á móti frjálsri verzlun Sameiginlegur fundur var ný- lega haldinn 12. nóv. í Fort William af verzlunarmannafélag- inu, kaupmönnum og borgurum bæjarins til þess aS ræða um hveititollinn. Samþyktu þeir þar áskorun til stjórnarinnar þess efn- is aö leyfa ekki frjálsa kornverzl- un viö Bandaríkin. Kváöu þeir það mundi valda verzlunardeyfö. Er þetta einhver ósvífnasta áskor- un, sem fram hefir komiö hér í landi nýlega. Mennimir sem ekki hreyfa sinn minsta fingur til framleiðslu koms — verzlunar prangarar austur í Fort William — skora á stjórnina að leyfa ekki bændum í Vesturfylkjunum að selja þá vöru hiodrunarlaust og þar sem þeim sýnist, sem þeir hafa framleitt úr skauti náttúmnnar meö súrum sveita og allskonar erfiði. — ÞaS þarf einurð til þess aö samþykkja svona áskorun. Kornyrkjumenn héldu ársfund sinn í Winnipeg á föstudaginn og samþyktu þar ákveðna áskorun, til sambands- stjórnarinnar um það að taka til- boði Bandaríkjanna um ainam tolls á hveiti frá Canada. Voru fluttar margar ræður til þess aS sýna fram á þaS rangfeeti, sem stjómin sýndi bændum Vestur- landsins meS því aS neita þeim um frjálsa verzlun. Bezta meðal sem hún hefir reynt. Það sem Mrs. Sollen segir um Dodd’s Kidney Pillur.; Hún þjáðist af nýrnaveiki í mörg ár og fór að batna þegar hún liafði brúkað einar öskjur af Dodd’s Kidney IMIls. Mulvihill, Man., ----------(Sér- stakt). Mrs. John Sollen, kona mik- ilsmetins bónda, sem býr hér 1 grend- inni, hefir gefið yfirlýsingu til þess aS prentast, þar sem hön segir frá þvl, að Dodd’s Kidney pillur séu hið- bezta meðal. er hún hafi nokkurn tíma reynt. ■'Eg var alt af þreytt og slöpp; eg hafði þrautir I fótum og handleggjum og stöðugan verk I lendunum, segir ;Mrs. Sollen. ''Diðamótin voru stirð og eg hafði slfeldan bakverk. Einnig hafði eg stöðugan hjartslátt og liUa matarlyst. “Svo bættist á þetta gigtveiki: sömu- leiðis taugakrampi og gallsteinar. Eg fékk meðal hjá lækni og reyndi alt„ sem' mér kom til hugar; en ekkert ‘virtist koma aS liði, nema rétt I bráð- ina. Svo reyndi eg Dodd’s Kidney pillur, og fann eg mun á mér undir eins eftir fyrstu öskjuna.” öll sjúkdómseinkenni Mrs. Sollen benda á nýrnaveiki. þess vegna er það, að hennl batnaðl tafarlaust þegar hún fór að brúka Dodd’s Kid- ney pillur. Dodd’s Kidney Pills, 50c. öskjurnar eða 6 öskjur fyrir $2.50, fást hjá öll- um lyfsölum eða hjá The Dodd’s Me- dicine Co.. Ltd., Torona, Ont.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.