Lögberg - 25.05.1916, Side 1

Lögberg - 25.05.1916, Side 1
Peerless Bakeries Heildsoluverzlui Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að kafa það sem ljúffengast. Giftingar kðkur búnar •g prýddar súrstaklega vel af manni sem er meistari iþeirri ðn. Kringlur og tvibökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 InssrsollSt. - Tals. Cl. 4140 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FfMTUDAGINN 25. MAÍ 1916 NÚMER 21 RIDDARALIÐ ROSSA KEMST TIL BREZKA HERSINS VIÐ TIGRIS Rússar hafa komist meö herliS til móts viS Breta austur til Tyrkja- landa í Asiu; hafa þeir sameinaö her sinn á bökkum Tigrisárinnar skamt frá Kut-el-Amara. Flestum er þaö huliö hvernig þetta liö Rússa hefir komist eða hvaöa leiö þaö hefir fariö. Halda sumir aö þaö hafi komiö yfir Tigris dalinn fram hjá Bagdad, en aörir telja líklegra aö þaö hafi fariö yfir Persiu. Tyrkir hafa yfirgefiö bæinn Bethatessa á Tigrisbökkum. Stríðsfréttir Þýzkalandskeisari hefir látiö Bemstorf fulltrúa sinn í Bandarikj- unum tilkynna öllum undir fulltrú- um Þýzzkalands þar að hlutast til um að þýzkir menn brjóti ekki lög aö neinu leyti i sambandi við striö- iö. Er þessi tilkynning gefin i til- efni af því að sumir Þjóöverjar syöra hafa ekki haldið þær re.dur sem borgarar hlutlauss la’.ds eiga aö gæta og jafnvel unniö ofbeldis- verk. En keisarinn lýsir því yfir að þau verk séu aö engi. leyti af hvötum þýzku stjórnarinnar og ekki henni geöfeld. — Líta Bandarikja- menn svo á aö þessi yíirlýsing hefði átt aö koma fyrir löngu. en fagna því þó mjög aö hún s'kuli nú hafa komið. 17. þessa mánaöar var hnrður slagur milli Frakka og ÞjúCverja og náðu Frakkar allmiklum skot- gröfum frá óvinum sínum á hinni svo kölluðu 304. hæð. Eftir j.að réðust Frakkar á aöra þýzka her- deild á 287. hæö, feldu þar marga og tóku aöra til fanga og náöu þar skotgröfum. Austurríkismenn réöust á Itali í Tyrol 17. þ. m. og unnu talsvert á; varö nokkurt mannfall á báöar hlið- ar, en ítalir létu undan siga, þar sem }>eir voru miklu liðfærri. Svo reikna Bretar aö þeir hafi grætt $34,250,000 á skipum og vör- um er þeir hafi tekiö fat frá Þjóö- verjum. Rauöa kross konumar í Mani- toba hafa sent austur til Evrópu $55)988 viröi á 18 mánuöum. Er þaö hlutfallslega hæst allra fylkj- anna. Á föstudaginn réöust þýzk loftskip einnig á Dunkirk; særöust þar n manns og fimm mistu lífið. Frakkar skutu sprengi- kúlum á herbúðir Þjóöverja til hefnda fyrir það og ollu talsveröu tjóni. Rétt um sama leyti réöust þýzkar herdeildir á Frakka viö Yser skuröinn, og reyndu að kom- ast yfir hann, en þaö tókst ekki. Rússum gekk miður á föstudag- 'nn í Asíu en aö undanförnu; veittu Tyrkir snarpa mótstöðu svo hinum vanst lítiö á, en héldu þó sínu. ítalir biöu ósigur fyrir Austur- rikismönnum viö Trent á föstudag- inn. UrÖu aö yfirgefa þar skot- grafir sinar á nokkru svæöi; þeir mistu hald sitt á Zegnatorta, Laga- rinadalnum fyrir sunnan Trent og svæöinu milli Terragnola dalsins og efri Asilioo. Aftur á móti unnu ftalir á Austurríkismönnum hjá Adamello, tóku }>eir þar allmarga fanga, vistir og herbúöir. Þrjú þýzk loftskip réöust á aust- urströnd Englands á föstudaginn; köstuöu þau 39 sprengikúlum er uröu 3—4 mönnum aö bana og særöu n'okkra. Eignatjón varö talsvert, en eitt loftskipiö var skot- iö niður skamt frá-st’-öndum Belgiu. Englendingar hafa lýst því yfir aö þeir breyti ekki um hársbreidd stefnu sinni aö því er þaö snertir aö svelta Þjóðverja inni með aö- flutningshindrun, þrátt fyrir þaö }>ótt þeir lofi aö hætta neöansjáv- arhernaöi ef verzlunarhindrunin sé stöövuö. Halda Englendingar því fram aö verzlunarhindrun og þjóö- svelta á þann hátt komi hvergi í bága við alþjóða lög. Fréttir frá Kalmarborg í Svíþjóö á mánudaginn segja frá sjóorustu milli Rússa og Þjóðverja. Frétt- irnar eru jx> óljósar og segja ekk- ert greinilegt; er búist viö einhverju sögulegu siðar. Hollendingar eru að senda harö- orðar kröfur til Þjóöverja viðvíkj- andi því aö þeir söktu skipinu “Tubanita”. Heimta þeir þaö aö þýzka stjómin taki þar á sig fulla ábyrgö, og neita aö taka gild svörin sem Þjóöverjar hafa gefiö viövikj- andi því. Fréttir sem berast frá ítalíu segja að hungursneyö vofi yfir Austurríkismönnum, og er þaö sagt að Joseph Austurrikiskeisari ætli að mótmæla því viö páfann í Róma- borg að Bretar hafi vald til þess aö svelta þjóöi • hans meö verzlunar- hindrun. Henry Morgenthau fyrverandi sendiherra í Tyrklandi sagöi frá því á fjölmennri samkomu á laug- ardagskveldiö aö til oröa heföi kom- iö að ,Tyrkir seldu landiö helga eft- ir stríöið til þess aö borga herskuld- ir sínar. Austurríkismenn og Ungverjar áttu í haröri hriö viö ítali hjá Tyrol. Náöu Austurrikismenn hæsta tind- inum á Armentara hæðunum 21. maí. Tóku þeir 3000 ítali til fanga og nokkra smábæi; 25 byssur og 8 vélabyssur. Meö því hefir veriö mælt aö séra E. J. Brooks hershöföingi frá Falmouth í Nova Scotia verði sæmdur heiðursmerki fyrir frábæra frammistöðu meö vélabyssu í or- ustunni viö Ypres. 137 særöir hermenn komu til Quebec á laugardaginn á C. P. R. skipinu Metagama. Æjtla sumir þeirra aftur í stríðið er sár þeirra gróa. Almennar fréttir. Flotaforingja skifti uröu í Bandarikjunum 19. þ. m. Fletcher flotaforingi sagði af sér, en i hans staö tók viö Henry T. Mayo, sem áöur var aðstoðar flotaforingi. hans stööu aftur á móti tekur Dewett Coffman flotadeildar for- ingi. Mayo er sá sem hélt fram þeirri stefnu aö Mexicomenn yröu aö hlýöa þeirri skipun árið 1914 aö sýna Bandaríkjaflagginu virðingu hjá Vera Cruz. Vinir Kellys hafa skrifaö undir bœnarskrá til fylkisstjónarinnar þar sem þeir fara þess á leit að hann sé látinn laus gegn veöfé. Kol frá Islandi til Danmerkur. í dönsku blaöi er jæss getið aö til vandræöa horfi þar meö kol. Er þaö vegna stríðsins og lítur eftir því ver út sem lengra liður. Blaö- iö segir frá því aö samtök séu að myndast til þess að fara aö vinna hinar nýju kolanámur á íslandi og koma á kolaflutningi þaöan til Dan- merkur. Veröi Jætta aö fram- kvæmdum og reynist kolin bærilega og séu mikil aö vöxtunum, þá virð- ist nýtt tímabil vera aö myndast i sögu landsins1. F y Ikiskosningarnar í Quebec. 74 liberalar kosnir en aðein 7 conservativar Kosningar fóru fram í fylkinu Quebec á mánudaginn, og unnu liberalar stórkostlegan sigur, voru 74 liberalar kosnir, en hinir náöu aðeins 7 sætum. T. H. Johnson ráðherra kom heim aftur á mánudaginn sunnan frá Indianapolis, þar sem hann sat á þingi, og öörum stööum í Bandaríkjunum. Þingiö var fjöl- sótt mjög, um 3000 manns og var þar aðallega fjallað um fyrirkomu- lag á styrk og hjálp tll þurfa- fólks. Ýmsar hliöar þess máls ræddar og skýrðar og komiö fram meö margar mikilsveröar tillögur. Sá sem sendi vísuna í “Bitum” siðast haföi ekki munað hana rétt. Hún er svona: Vítt má heimsku vefinn þenja, en vart eru dæmi þessu lík ef únítarism á aö venja undir gelda dogma/íAr. — TYLFT AF TIKTÚRUM til porsteins Oddssonar. fe Nú er fátt af föngum til, fegurð vors sem nærir; sumar þetta oss sólaryl seint og illa færir. Frostnótt yfir frjóknapp gín — frystir moldarhreysið. Garðinn minn með gullin sín gleypir sólarleysið. Lækka gleði ljósin há, landsins kraftar þverra, kuldinn bætist ofan á annað stærra og verra. Hjartans æðsta, insta þrá á sér völdin hærri, gegnum móðu mænir á morgun fegri, stærri. pegar hugur heldur frá hversdags svöhim löndum, þá er sælt að una á óska sinna ströndum. Vera þar sem vorsól skín vísu á hraðri tungu: Hylla gömlu goðin sín — gleðjast með þeim ungu. Par, á flest sem friðar oss fombýll ertu, nafni; þú átt mæt og markverð hnoss minninga í safni. Mund þín hugul mörgum hjá minning geymir hlýja sumardegi fyrsta frá fram að hinum nýja. Lýsigull, sem liggur kjurt lætur gæfu bresta. — Geislar þeir, sem gafstu burt gefa yndið mesta. þótt þeir máske lýsi lágt leynist í þeim hiti; jafnvel þeim sem þakkarsmátt þáði spónn og biti.------- J?ó að illra ára her öllu megin sæki, hepnin fylgi og hjálpi þér hvert við fyrirtæki. Yfir starf og stríð og frið (stefnan bein er handan), fyrst 0g seinast syngjum við: “Send oss, faðir, andann!” . porsteinn p. porsteinsson. Dr. Guðmundur Finn- bogason flytur fyrirlestur á þessum stöð- um: f íslenzku kirkjunni í Selkirk, föstudaginn 26. þ.m., kl. 8. e.h. í kirkjunni að Brú í Argyle- bygð, mánudaginn 29. þ. m. kl. 2 e. h. í Glenboro, sama dag kl. 8 að kveldinu. f kirkjunni að Grund, þriðju- daginn 30. þ.m. kl. 2 e.h. í íslenzku kirkjunni í Baldur, sama dag kl. 8 að kveldinu. Á skólahátíð Jóns Bjarnason- ar skóla í Fyrstu lút. kirkju, fimtudaginn 1. júní kl. 8 e. h. Efni þess fyrirlestrar er: “ís- lenzkur drengskapur”. Irland. Verið er aö rannsaka uppreistar- málin á írlandi. Asquith er kom- inn heim aftur eftir heimsóknina þangaö. Atti hann tal viö fjölda marga leiðandi menn þar af öllum flokkum og er nú talið líklegast aö úrausnin veröi sú aö heimastjórn veröi veitt irum aö undanskildum Ulstermönnum. Þessi frétt kom út í ensku blööunum á mánudaginn og verÖa málin rædd í þir^inu bráö- lega. Asquith hefir boriö ráö sín saman viö hina áhrifamestu menn heima fyrir, þar á meðal Lloyd George. Skattar í Winnipeg hækka. Skattar í Winnipeg veröa 15,5 af þúsundi næsta ár; í fyrra voru þeir þó ekki nema 14 af þúsundi. Þetta þýöir þaö aö maður sem á eign virta á $4,000 veröur aö borga $62.00 í eignaskatt. Segist bærinn þurfa á $4,743,000 að halda næsta ár. Frá Isianv’u. Matthías Einarsson læknir í Reykjavik og kona hans hafa verið á ferð erlendis, aöallega i Noregi og Svíþjóð. Þau komu heim aftur um 20. apríl og láta vel af ferðinni. “Rósir” heitir bók sem Einar Helgason jarðyrkju fræöingur hef- ir samiö og gefið út um ræktun inniblóma. Málverkasýningu hefir Ásgrim- ur málari nýlega haldiö í Reykjavík. Voru þar margar merkar myndir og einkennilegar. Má þar á meðal telja jæssar. Mynd af Eiriki Ragn- arssyni loöbrókar, sem kaus sér þann dauödaga aö vera borinn á spjótsoddum. önnur myndin er af bænum Múlakoti meö Eyjafjalla- jökli sólroönum framundan, ein af Hraunsási í Borgarfiröi meö Eir- íksjökli í baksýn og er sagt að jök- ullinn líkist voldugu musteri meö hvolfþaki og er mikiö látiÖ af þeirri mynd. Landssjóöur hefir ýmsar vörur til sölu og selur j>ær meö eins sann- gjörnu verði og hægt er. kolin sel- ur hann fyrir 9 kr. og 60 aura skip- pundiö. Fiskiskipiö “Júlíus” frá Eyja- firði, eign Jakobs Havsteens, rak á land viö Önundarfjörö í ofsaveðri og brotnaöi í spón. Annað fiski- skip “Orion”, eign sameinuöu ís- lenzku verzlananna á Siglufirði rak á land undan íshroöa viö Norö- urfjörð á Ströndum. Hríðarveöur og mikill snjór á Akureyri 21. apríl, sömuleiðis í Skagafirði og hyeskortur fyrirsjá- anlegur. Jóhann Bjömsson bróöir Einars Björnssonar verzlunarstjóra í Rvík druknaöi nýlega; var aö vitja um hrognkelsa net í Hafnarfirði og hvolídi bátnum. Sextíu ær voru nýlega selda- í Dölum fyrir 50 krónur hver; genu- ingar eru seldir þar á 32 krónur Gullfoss var tekinn af Englend- ingum og fariö meö hann til Ler- wick 22. apríl, tekinn af honum all- ur póstur og 200 smálestir af salt- fiski, sem áttu aö fara til þriggja kaupmanna í Danmörku. 25. april komu botnvörpungar allmargir inn meö ágætan afla frá 6,000 upp i 10,000. Hjálpræðisherinn er að rifa bygg- ingu sína á hominu viö Kirkjustræti og ætlar aö reisa þar stcra byggingu og veglega. . Kaupmannafélagiö i Reykjavík hefir i hyggju aö koma upp kaup- höll bráðlega og er áætlaö aö árs- kostnaður viö þaö mmii veröa um 11,000 krónur. Nýtt vikublað á aö fara að gefa út á Siglufirði. í erfiljóðum sem Jens Sæmunds- son hefir ort eftir Símon Dalaskáld eru þessar fallegu vísur: “Gígjan ljóða glumdi snjöll, glöddust fljóð og halir. — Kváöu óö þinn Islands fjöll og þess góöu dalir. Snjöll um hauður lifa ljóö — list- er auður, kæri: Honum dauöum þakkar þjóö þótt hann snauöur væri.” Látinn er á Stokkseyri Lúövík Jónsson ver7lunirn’aöur, sonur Jóns Helgasonar áður kaupmanns í Reykjavík. Gunnar Gunnarsson rithöfundur dvelur heima á íslandi um jæssar mundir. Jóhann Sigurjónsson skáld er að semja nýtt leikrit út af Njálu, og má þar mikils vænta. Látinn er merkisbóndinn Sigurö- ur Jónsson á Hofstööum í Skaga- firöi. Hann var ættaður frá Brúna- stööum í Fljótum. Jón Trausti hefir nýlega samið tvær sögur sem bráðlega veröa prent aöar. Önntir heitir “Sýöur á keip- um”, en hin “Krossinn helgi i Kaldaöamesi”. Þessi vísa birtist i Lögréttu: Til Jóns Trausta. Þú sagöir mér, vinur, sögur; Mörg sagan var ljómandi fögur; en svo er um flest að finna má brest; og aular sem ekkert geta annaö en ropa og freta, þeir unna því mest sem er allra verst. Skeyttu’ ekki um skammirnar. góöi, þvi þakkimar—jxer koma í hljóði. Gjörræði. Sambandsstjórnin hefir skipað Dr. Simpson í hátt og heiöarlegt embætti. Manitobastjómin hefir kært þennan mann um glæp og hann af alvarleg- ustu tegund; hann er fangi, aöeins laus gegn háu veöi og með ströngu eftirliti. Hann á aö koma fram til þess aö svara kærum sínum innan skamms. Þaö mun vera dæmafátt—- ef ekki dæmalaust í sögu nokkurrar þjóöar—já, jafnvel í sögu Canada, þar sem margt skrítið kemur fyrir, aö fangi sé settur í eins ábyrgöarmik- iö embætti og hér er um aö ræöa. Út frá því er sjálfsagt aö ganga aö Dr. Simpson geti verið sýkn, þangað til annaö hefir sannast, ef þaö á ekki aö kallast sönnun sem fram hefir komiö þegar. Þaö er því ekkert viö jxiö aÖ athuga þxótt hann væri ekki sviftur þeirri tign sem hann þegar haföi, enda þótt þaö mundi jafnvel víða hafa veriö gert. Engum dettur heldur j hug aö ef- ast um aö hann sé fær um aö gegna þeirri stööu sem hér er um aö ræöa, og því síöur þarf aö vantreysta hon- um til þess aö leysa hana vel af hendi, en þaö er stefna Ottawa stjómarinn- ar sem fordæma verður í þessu tilliti. Útnefning Dr. Simpsons Veröur ekki ööruvísi skoðuð en storkun til henn- ar og lítilsverðing á lögum og siðvenjum ríkisins, auk dæmafárrar fyrirlitningar fyrir þjóöinni. Jafn- vel á stríöstímum og í striösefnum verður aö gæta vissra takmarka og sýna vott um samvizkusemi, og þaö meira aö segja þótt þeir stóru eigi hlut aö máli; annars er alt réttlæti og lagavernd hér í veði.. Hvers vegna ? Konunglegn rannsóknamefndinni í Ottawa er einungis leyft aö rann- saka fjóra samninga í sambandi viö skotfærakaup. það eru alt samn- ingar sem geröir voru við félög í Bandaríkjunum; henni er bannað að grenslast eftir því sem fram fór í Canada. Samningamir era þessir. 1. Samningur viö Alþjóða skot- færafélagiö um tilbúning 2,500,000 eldvaka (fuses). 2. Samningur viö Ameriska skotfærafélagið um tilbúning 2,- 500,000 eldvaka, einnig 3. Samningur sem sagt var aö átt hefði aö vera viö Edward spjald- félagiö í Chicago um tilbúning á skotfærakössum. 4. Samningur sem einnig var sagt aö gerður heföi veriö viö Providence efnafræöisfélagið. Þessar pantanir námu $22,000,- 000. Skotfæranefndin haföi alls meö höndum $300,000,000 fþrjú hund- ruð miljónir). Rannsóknarnefndinni er strang- lega bannað aö rannaska nokkuö nema aöeins þaö sem viökomi Bandaríkjunum og er það minna en einn tíundi af þeirri verzlun sem nefndin geröi. Samkvæmt fyrirmælum Bordens getur nefndin ekki og má ekki fara lengra en þetta. Sir Wilfrid Laurier kraföist þess aö þingnefnd yröi falið að rannsaka fullkomlega aíla verzlun skotfæra- nefndarinnar. Þaö var felt meö meiri hluta Bordensinna í þinginu. Síðar kraföist Kyte þingmaður þess aö vald rannsóknamefndar- innar væri aukiö, en þaö var einn- ig felt. Hver er ástœðan? (Liberal Monthly). BITAR ( íslenzkur fræöimaöur er aö semja tvær nýjar bækur, sem eiga að koma út eftir stríöiö, annaö er ný landafræði en hitt lífeölisfræöi. Allar heimildir i bækumar eru tekn- ar úr stríösfréttum Heimskringlu. Fyrst neitaði sambandsstjómin að leyfa nokkra rannsókn; kvaö hennar ekki þurfa. síðar leyfði hún að rannsaka nokkuð af kærunum, en ekki þær allar. Er ekki þetta endurtekin saga Roblinstjórnarinnar ? Hér er þrísöngur “Trio”, sem gaman væri aö fá lag viö. Snjólfur krunkar krafsandi: “Kra, kra, kra, kra, kra, kra,” Lárus vellur lafsandi: “La, la, la, la, la, la,” Tryggvi gelur tafsandi: “Ta, ta, ta, ta, ta, ta.” Allison heiður shershöföingi sam- bandsstjórnarinnar lét stúlku sem var skrifari hjá honum fá $105,- 000 (hundraö og fimm þúsund dali) af ágóðanum sem hann hafði í sambandi við skotfæra söluna. — Þessir karlar eru ekki smátækir! Samband'sstjómin sæla haföi meö höndum $300,000,000, keypti fyrir i-io’. af því i Bandaríkjunum. Þann part kaupanna leyföi sam- bandsstjómin aö rannsaka, en hitt ekki. Snjólfur er farinn aö setja Þor- stein Gíslason á kné sér í blaða- mensku. Þorsteinn segir frá því í Lögréttu að bankinn ætli aö byggja sér hús, en þaö þykir ekki gott mál á Snjólfskunni. ---) Þrír menn höföu komiö sér sam- an um það fyrir fram aö skifta á milli sin 1,000,000 (þúsund þúsund dollara) af skotfæra fénu, fyrir þaö aö vera milligöngumenn milli hermála ráðherrans og þeirra sem vöramar bjuggu til. — Og samt segja þeir aö alt sé hvítt. ”Hamilton bankinn ætlar að byggja stórbyggingu”, segir “Free Press”, “Telegram” og “Tribune”. Þau hafa ekki farið eftir Snjólfsku málfræðinni. En svo er nú ekki aö marka þaö enn þá; það tekur tíma fyrir alt nýtt og merkilegt aö ná viðurkenningu. Þannig var fé þjóðarinnar variö nýlega að af ágóöa af skotfsera- sölusamningum féUu $237,500 í hlut John Wedeys Allisons. Ung- frú M. G. Edward skrifari hans fékk $105,000, Eugene Lignanti $50,000, William McBain $30,000 Georg Washington Stephens $10,- 000 og Craven $30,000. Þetta sór B. F. Yoakum frá New Ýork fyrir rétti í Ottawa 12. mai. — Og samt var engin }>örf á rannsókn. Tryggvi hefir loksins fundiö tvær villur í Lögbergi og þykir það sæta furöu. Náttúrlega hefði honum þótt þaö eölilegt heföu þær verið í Heimsk. Ef stríðsfréttimar í Heimsk væru allar réttar, þá hlyti fyrst og fremst aö vera búiö að breyta öllu manneöli, til dæmis þeg- ar menn brölta upp úr skotgröf- unum eftir aö af þeim era slitnir handleggir, fætur og höfuö. Þeir hljóta aö hafa lifað á “Fróðafæðu” 9em svo eru lífseigir. Tolltekjur í Winnipeg minkuöu um $500,000 milli 1911 og 1915, en toll- þjónum var samt fjölgaö frá 106 upp í 129, auk 21 sem voru í hernum, og kaup borgaö í þessari deild hækkaöi úr $110,000 upp í $150,000. /—1 1 ............ 11. Komair í hermannabúning V. Sigfússon. V. Davíðsson. Farnir í herinn. Wild Oak, Man. 2. maí 1916. Þessir, eftirgreindir menn úr Big Point bygö og frá Langruth kauptúni, hafa nú fyrir skömmu (seinni hluta vetrarins), gengiö “í herinn”; flestir í skandinavisku herdeildina nr. 223. Mennirnir taldir eftir stafrófsröö. 1. Björn Gestsson Christiansson frá Langruth. ætt hans er ókunn þeim sem þessar línur ritar, Björn er fóstursonur þeirra hjóna: Bjarna sál. Kristjánssonar og eftirlifandi konu hans Bjarneyjar Guömundsdóttur, sem um allmörg ár bjuggu í West- bourne, Man. 2. Friðlundur Jónsson. Miðfirö- ingur aö uppruna, hefir verið bóndi skamt frá Winnipeg og víðar í Mani- toba. Kona hans er Helga Hinriks- dóttir, á Núpi í Miðfirði, Gunnlaugs- sonar. Friölundur hefir átt heima hér í bygö um síðastliðiö ár. 3. Guðmundur Ingimundsson ól- afsson. Sonur Ingimundar Ólafsson- ar, (nr. 5), og látinnar konu hans Katrínar Tómasdóttur. 4. Gunnlaugur Þórhallsson Good- man. Foreldrar Þórhallur Guð- mundsson og kona hans Ragnheiður Guömundsdóttir, búandi hjón hér í bygð, ættuö úr Skaftafellssýslu. 5. Ingimundur Ólafsson, ættaöur úr Strandasýslu, kom til Ameríku 1888, um allmörg ár bóndi í Big Point bygð. Ingimundur er ekkjumaöur, kona hans var Katrín (d. 4. janúar 1911), Tómasdó((tir Ingimundssonar frá Efstadal í Laugardal í Arnessýslu. 6. Jón Sigurösson Finnbogason. Foreldrar: Siguröur Finnbogason, ættaður úr Noröur-Múlasýslu, og kona hans Þóra Sigurðardóttir, æft- uö ur Þingeyjarsýslu. Þau bjuggu aö Langruth. 7. Karl Sigfússon Bjarnason. Foreldrar: Sigfús Björnsson og kona hans Guöfinna Bjarnadóttir, búandi hjón hér í bygö; ættuö úr Suöur- Múlasýslu. 8. Óli Sigurjónsson Lyngholt. Foreldrar: Sigurjón Sigurösson Lyngholt og kona hans Anna Péturs- dóttir, (fööurnafn önnu skrifað eftir minni), búandi hjón hér í bygö. Ætt- uö úr Noröur-Þingeyjarsýslu. 9. Pétur Þiðriksson Eyvindarson. Foreldra-: Þiörik Eyvindarson og kona hans Guörún Pétursdóttir, bú- andi hjón, eiga heima skamt fyrir noröan Westbourne, ættuð úr Árnes- sýslu. 10. Soffanias Jósefsson Helgason kaupmaður aö Langruth. Foreldrar: Jósef Helgason (d. 9. sept. 1912) og kona hans Guðrún Árnadóttir. Guö- rún er búandi hér í bygð. Þau hjón eni ættuð ur Noröur-Þingeyjarsvslu. H. Valdimar Davíösson Valdi- marsson. Foeeldrar: Daviö Valdi- marsson og kona hans Guöbjörg Jónsdóttir, bóandi hjón her í bygö, ættuð ur Suður-Þingeyjarsýslu. 12. Valdimar Erlendsson. For- eldrar: Erlendur Guömundur Er- lendsson, ættaöur úr Reykjavík, og kona hans Margrét Finnbogadóttir, ættuö úr Rangárvallasýslu, búandi hjón hér í bygð. 13. Valdimar ívarsson Björnsson. Foreldrar: ívar Björnsson, ættaður úr Gullbringusýslu og kona hans Anna Valtýsdóttir, ættuö úr Norður- Múlasýslu, búandi hjón aö Langruth. 14. Valdimar Sigfússon Bjarna- son, bróðir Karls Sigfússonar (nr.7) 15. Þórarinn SigurÖsson Finn- bogason, bróöir Jóns Sigurössonar, nr. 6). Aths.: Allir þessir menn, að und- anskildum Pétri ÞiÖrikssyni nr. 9), áttu heimilisfang í Big Point bygö og aö Langruth kauptúni, áöur en þeir fóru i herinn. Pétur átti heima hjá foreldrum sinum, sem búa skamt fyrir noröan Westboume. Áöur famir héöan í herinn þrír menn: Július Jónsson Alfred, Tómas Jónsson Thordarson og Þorvaröur Sveinbjörnsson. Þeirra allra getiö í Lögbergi.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.