Lögberg


Lögberg - 25.05.1916, Qupperneq 4

Lögberg - 25.05.1916, Qupperneq 4
LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 25. MAí 1915. pgbetg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mzui. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Otanáskrift til blaðsins: THE OOLUMBI/V PRESI, Itd., Box 3172. Winnipeg, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um ári#. Erum vér að úrœttast. Eitt meðal þess sem bezt knýr áfram einstak- linga, stéttir og þjóðir, er samanburður. Samanburðar gáfan er meira virði en flest annað sem oss er gefið af hendi náttúrunnar. Að bera saman það sem yfir stendur við hitt sem liðjð er og ekki sízt það sem hugsjónunum finst að í framtíðinni mætti verða, það er sá sproti sem til ílestra framkvæmda hefir hrtindið. Bamið byrjar á því að bera sjálft sig og alt sitt saman við nágranna bömin. Einstaklingamir grafa sérstaklega ættir úr rústum fomaldar sagnanna til þess að geta borið forfeður sína saman við aðra. pjóðimar gera það sama. pað hefir lengi ver- ið bent á það meðal vor að íslenzka þjóðin ætti hrausta og vitra forfeður og göfugar formæður í samanburði við aðrar þjóðir, og hefir það jafn- vel orðið að sérstakri viðurkendri vísindagrein. En það er með þetta eins og annað að vel þarf þess að gæta að ávextir samanburðarins verði heilbrigðir og stefnan með hann skynsamleg. Sé þar aðallega látið stjómast af sjálfbyrg- ingsskap og blindni, þá er ekki góðs að vænta; slík foreldri geta aldrei af sér góð afkvæmi. Ef ættir einstaklingsins eru raktar í þeim til- gangi einum að sýna að hann sé betri en aðrir menn og þurfi því ekki að vanda sig eða leggja fram krafta sína til sjálfsbótar, þá er ver farið en heima setið. Slíkt leiðir æfinlega til afturfar- ar þess einstaklings sem um er að ræða. En sá var þó löngum tilgangur ættartalnanna heima. þær voru til þess hafðar að valda flokka- skiftum; skapa hinar svokölluðu höfðingjastéttir og halda þeim við sem æðra flokki, gnæfandi hátt að hæfileikum og atgerfi yfir höfuð alþýðunnar. pessi trú var langt fram á aldir—jafnvel fram á vora daga—ríkjandi og ráðandi, ekki einungis hjá höfðingjaættunum sjálfum, heldur einnig meðal alþýðunnar; hún lét kúga sig til þess að trúa því að þetta væri virkileikur. Nú er slíkt að breytast. Nú eru þeir menn óð- um að koma fram á sjónarsviðið heima, sem brent hafa þessa heimskufjötra og lækkað vegg- inn, sem margra alda hroki hafði hlaðið milli stétt- anna. í þessu atriði er gæfa íslands fólgin ekki hvað minst. pað er ótalið og óreiknað hvílíkt tjón það var lýð og landi sem af stéttasamanburðinum stafaði heima; þar sem annars vegar var saman- burðurinn til þess ætlaður að hækka það háa—í illri merkingu, en hins vegar til þess að lækka það lága; hækka gildi höfðingjastéttanna og hroka þeirra, en lækka alþýðuna í öllum skilningi. Með öðrum orðum markmið samanburðarins var ójöfnuður. Og þetta var gert með samþykki og aðstoð alþýðunnar. par réði fávizkan. Nútíðar stefnan yfir höfuð í ýmsum skilningi er sú að jafna, og vinna þeir aðallega að henni sem jafnaðarmenn eru kallaðir. Nú hefir þannig breyzt heima fyrir að í stað- inn fyrir það sem að ofan er talið hefir komið MÖguleg rannsókn til þess að sýna uppruna þjóð- arinnar allrar og bera störf hennar saman við stofna annara þjóða. Tilgangurinn er sá að brenna það á heila og hjarta þjóðarinnar að hún sé af sterkum stofni sprottin, með heilbrigðum, frjósömum og ódrepandi rótum; sýna henni sjálfa sig þannig að hún viti hver hún er; viti að hún eigi í sjálfri sér afl og þrótt, sem hún hafi tekið í eríðir og fylgi henni eins lengi og hún lifi, ef hún ekki stigi neitt það óheilla spor, sem til þess leiði að hún úrættist. Jón sagnfræðingur hefir í þessu tilliti verið stórvirkari en flestir aðrir, að undanteknum skáld- unum. Hann hefir rakið hvern þráðinn á fætur öðrum að uppruna drenglyndis og göfgis, ekki síð- ur en hreysti og harðfengis. Hann hefir ekki bor- ið Islendinga saman við aðrar þjóðir með þeim at- hugasemdum að þeir gætu látið sér nægja að lifa á fomri frægð; afreksverk feðra þeirra og mæðra voru ekki til þess að miklast af og halda á lofti hvemig sem þeir væru sjálfir. Nei, þvert á móti; hann hefir brugðið upp Ijós- mynd fyrri frægðar og sagt um leið með sterkri rödd alvöruþrunginni: “pama sjáið þér mjmd forfeðra yðar og formæðra! slíkur er stofninn sem þér hafið runnið upp af. En hvemig eruð þér sjálfir? eruð þér jafnokar hinna liðnu? er kjarkur yðar hinn sami og þeirra? er drenglyndi yðar í hvívetna með svo sterkum ættarmótum að enginn villist á? hafið þér ávaxtað það mikla pund sem yður var fengið til gæzlu? hvar er Njáll? hvar er Gunnar? hvar er Snorri Sturluson? hvar er Egill Skallagrímsson ? hvar eru þeir í nútíð endurfædd- ir sem fortíðin segir af fegurstu sögumar og mestu hreystiverkin ? Er þjóðin í afturför eða heldur hún fast við hin fomu drenglyndis ein- kenni og kjark? pannig spyr Jón sagnfræðingur og þær spum- ingar fara frá manni til manns úr Reykjavík, höfuðstað landsins, og efst upp í dali og lengst út I á homstrendur; og þessar spumingar móta sig í hugsanir manna og kvenna og skapa hjá þeim heitstrengingar. peir strengja þess heit að samanburður nútíð- arinnar við fortíðina skuli verða eins glæsilegur og frekast sé kostur á; þeir strengja þess heit að gera sitt bezta til þess að þjóðin í heild sinni skuli ekki úrættast eða henni hnigna. Og aldrei verða þau áhrif mæld, sem hvatir Jóns hafa haft á íslenzku þjóðina með þessum heilbrigða samanburði. En hvemig er það hér vestra ? Hvemig stönd- umst vér sem nú lifum samanburð við feður vora og mæður, sem til moldar era gengin hér? Vér segjum feður og mæður því um forfeður og for- mæður hér er tæpast að tala þar sem nútíðar fólk- ið er aðeins önnur kynslóðin og hún á bemsku skeiði, að nokkru leyti undir vemd hinnar fyrstu og í skjóli hennar. Já, hvemig stöndumst vér samanburðinn ? Eða gefum vér oss ekki tíma til þess að bera sam- an kjör þeirra og vor? pað er auðsætt að ef samanburður genginna kynslóða við þær sem uppi era hefir hvetjandi gildi yfir höfuð, þá er þar um sömu lög að ræða með Vestur-íslendinga. peir sem ferðast hér vestra um íslenzkar ný- lendur og kynna sér líf þeirra og kringumstæður sem hér bygðu fyrstir; þeirra sem lögðu grund- völlinn að tilvera vorri, þá þarf ekki lengi að leita né djúpt að grafa til þess að sjá í huga sér hvílík- ar hörmungar og eldraunir þeir urðu að þola, og vér hljótum að láta höfuð hníga í lotningu fyrir því þreki, sem til þess þurfti að vinna þann sigur sem unninn hefir verið oss til handa af fyrstu kynslóðinni. Og þegar vér svo berum saman þau tækifæri sem feður vorir höfðu við þau sem oss eru í hend- ur lögð, verða þá ekki verk vor létt á voginni hlutfallslega við þeirra? pað er satt að vér höfum náð fastari tökum á tungu og siðum þessa lands; það er satt að vér getum fylgst betur með ýmsu hérlendu; það er satt að vér höfum fínni rétti á borðum og búum á dýrari húsum; það er satt að oss era fleiri vegir færir. En hverjum eigum vér það að þakka? pess er vert að minnast að það eru aðallega ávext- ir þess sem þeir sáðu sem nú annaðhvort liggja kaldir í gröf sinni eða standa á grafarbarminum. Erum vér svo þegar alt kemur til alls, þrátt fyrir öll tækifærin til þess færir að mæta eins sterkum óvinum ef þá ber að garði, og feður vorir mættu hér fyrstu árin, og sigrast á þeim eins og þeir gerðu? Er íslenzki pilturinn á skrifstofunni eins miklum kröftum gæddur og eins vel til þess búinn að verja sig og hann faðir hans var, sem gekk um götur Winnipeg bæjar með skófluna á öxlinni og mokaði leir, eða hafðist við úti í skóg- um og hjó við? Er íslenzki stóreignamaðurinn inni í skraut- hýsinu eins vel við öllu búinn, eins miklum kröft- um gæddur, eins fær í allan sjó og faðir hans var sem alla sína tíð átti heima í litlum bjálkakofa og sat þar á trébekk ? Er ungi pilturinn íslenzki sera yfirgefur for- eldrahúsin með háa mentun og nægilegt fé, eins viss um það að hvað sem fyrir komi verði honum ekki ráðafátt, eins og hann faðir hans var þegar hann kom hingað mállaus með tvær hendur tómar? Er það víst að íslenzka stúlkan sem hér er alin upp við alls nægtir og notið getur allrar þeirrar mentunar og upplýsingar sem hana fýsir og hún er fær um að taka á móti—er það víst að hún sé eins fær til þess að mæta erfiðleikum lífsins og taka þeim með jafnaðargeði eins og hún móðir hennar var, sem margs varð að fara á mis ? Og það er ekki nóg þótt þessum spumingum yrði öllum svarað játandi. pað er ekki nóg að vér séum jafnfærir um að sigrast í hvaða lífsbar- áttu sem að höndum ber og feður vorir voru; vér verðum að vera þeim mun færari til þess sem vér höfum haft betri og fleiri tækifæri til þess að búa oss undir lífið. Hver höfuðstóll á að gefa þeim mun meiri vexti sem hann er stærri, og gild- ir það ekki einungis þegar um peninga er að ræða heldur einnig í öllu öðru, bæði andlega og líkam- Iega. “Af þeim sem mikið er lánað verður mikils krafist”, og á það ekki einungis við um nátturu- hæfileika, heldur einnig um tækifæri og kringum- stæður. (Frh.). Heimska. i. Niðurlag á fyrsta kafla. Dæmin sem tekin voru í síðasta blaði, eru auð- vitað tilbúin, eins og frá er skýrt, af ýmsum mönn- um, til þess að leiða athygli að því hversu illa má fara jafnvel með það sem gott er og nytsamt. Verzlunarlífið er svo víðtækt og mikill þáttur af öllu lífi þessa lands, að mikils er um vert að sem flestir færi sér það í nyt á skynsamlegan hátt og hagkvæman, jafnframt sanngirni og samvizku- semi. pað er skylda blaðanna að leiðbeina almenningi í sem flestum efnum eftir beztu föngum. Gildir það um verzlunarmál ekki síður en annað. Á því er enginn efi að verzlunarsamkepnin er ein af lífæðum landsins og lyftistöng þjóðanna, eins og fyrirkomulagið er nú. Til dæmis verður það víst ekki með tölum talið hversu mikill hagnaður mörgu fátæku fólki hefir verið að því að Eaton verzlunin kom hingað til Winnipeg; enda var hún ekki litin hýru auga af keppinautum sínum og er jafnvel ekki enn. Vöruverð fór alment lækkandi og mátti bein- línis rekja það til þessarar verzlunar. Auk þess hafa vöramar sem í boði vora orðið bæði betri og fjölbreyttari síðan; og þótt slíkt sé, ef til vill að nokkra leyti alda sem yfir alt gengur, þá er það Eatons félagið sem það er mest að þakka hér. pað eru einnig ómetanleg þægindi að geta fengið heim til sín á vissum tímum fullkomna skrá yfir svo að segja alt mögulegt sem verzlað er með og sent eftir því hvar sem maður á heima, án þess þó að vera skuldbundinn til þess að nota vöruna, ef kaupandinn er ekki ánægður með hana þegar hún er komin. pessi þægindi geta verið stórmikils virði, og eru það í flestum tilfellum, en atriðið sem hér hefir verið reynt að draga fram er það að þetta er vanbrúkað. Rockerfeller var einhverju sinni spurður hvað það væri eitt fremur en annað sem héldi flestu fólki fátæku. Hann svaraði því að ekkert stæði eins mörgum fyrir auðsafni og það að þeir létu centin renna sér úr greipum jafnótt og þau öfluðust. “Allur fjöldi fólks” sagði hann, “kaupir fjórum sinnum fleira og meira en það þarf á að halda, eða með öðrum orðum kaupir ýmislegt sem það gæti með góðu móti komist af án. Sann- leikurinn er sá að bæði menn og konur hafa þann stóra veikleika svo að segja undantekningarlaust að vilja “sæta kjörkaupum”, hvenær sem færi gefst, án þess að alt af sé um það spurt hvort þörf sé fyrir hlutinn sem um er að ræða. pessi veik- leiki heldur mörgu fólki fátæku og stendur því fyr’ir þrifum.” Rockerfeller veit hvað hann syngur og segir þegar hann talar um fjármál, og munu þeir vera margir sem ekki þurfa annað en fara í eigin barm til þess að sjá sannleikann í orðum hans, sem hér vora tilfærð. Og enn í bróðerni. Árni Sveinsson vinur vor skrifar enn í Kringlu. Hann gefur oss nú þá upplýsingu að nóg sé til að prenta sem sé fræðandi, gott og göfugt og til upp- byggingar fyrir mannfélagið, og ef Columbia fé- lagið prenti það aðeins en sleppi hinu sem sé sið- spillandi og skaðlegt, muni vinsældir þess yaxa. Um þetta munu allir vera hjartanlega sam- mála, en það leysir ekki gátuna um það hver eða hverjir eigi að vera dómendur um hvað gott sé og göfugt og hvað sé siðspillandi og skaðlegt. Um það greinir menn á óendanlega, eins nú og verið hefir. Vér teljum sumt ef til vill gott og göfugt sem vinur vor Ámi Sveinsson er and- stæður; hann telur ef til vill ýmislegt siðspillandi og skaðlegt sem vér teljum saklaust. pað eru aðeins til örfá atriði sem allir játa góð eða allir telja ill. Vér höfum til dæmis þá skoðun að allir menn eigi að hafa fult frelsi til þess að láta óhindrað í ljósi skoðun sína á öllum málum og fylgja fram sinni hlið, jafnvel þótt þeir séu meðmæltir erki- óvini mannkynsins, brennivíninu. Ámi Sveinsson hefir þar aðra skoðun. Svo fylgja sumir hans stefnu og aðrir vorri; líklega nokkuð margir báðu- megin. par sem ekki er til föst ákveðin og viðurkend regla eða sérstök lög, verður það því undir álitum komið oft og einatt hvað sæmilegt sé og hvað ekki. Stefnumunur sá sem Árni Sveinsson segir að geti átt sér stað innan Goodtemplarafélagsins er ljós vottur um það að þessi skoðanamunur er eðli- legur; en báðir verða að viðurkenna skoðanarétt hins. Vér viðurkennum það t. d. fullkomlega að Ámi Sveinsson hefir rétt til þess að halda því fram að mönnum eigi að vera bannað málfrelsi og ritfrelsi í vissum málum, en vér teljum oss það jafnheimilt að mótmæla þeirri skoðun hans og halda fram hinu gagnstæða. Árna Sveinssyni finst það koma í bága hvað við annað þegar vér segjum í einni greininni að svo að segja öll blöð landsins hafi flutt eindregið ritgerðir með bindindishliðinni en á móti hinni og sum tekið þá stefnu að hleypa engu í dálka sína sem brennivínsmenn þóttust hafa fram að færa sínu máli til afsökunar, en í hinni greininni segj- um vér að sömu ritin sem prentuð voru í Columbia prentsmiðjunni hafi verið prentuð í prentsmiðj- um á svo að segja hverju öðru máli landsins. Vini vorum finst þetta ósamkvæmni. En hvar sú ó- samkvæmni er mun flestum ráðgáta. Var það nokkuð í sambandi við það sem birtist í dálkum blaðanna þó prentuð væru sérstök rit í sömu prentsmiðju sem blöðin voru prentuð í? Vér get- um ekki séð að svo sé. Dettur Áma Sveinssyni annars í hug að nokk- urt prentfélag sé til í þessu landi, þar sem eig- endur eða stjómendur prentsmiðjunnar séu að skoðun til samþykkir öllu sem þar er prentað ? Vinur vor Ámi Sveinsson kveður það lítt mögu- legt að binda mótstöðumann sinn áður en hann fái að beita vamarvopnum sínum. Jú, því miður er það ekki einungis mögulegt, heldur algengt. Margt gott og þarflegt málefni hefir þannig verið kæft í fæðingunni og vopnin hafa verið tekin úr hönd- um flytjenda þeirra og þeir bundnir áður en þeir gátu komist á aðalhólmgöngustaðinn. pað er níð- ingsverk, en þó oft til þess gripið. Ámi Sveinsson spyr hvort vér mundum láta hann taka af oss vamarvopnin áður en orastan byrjaði, ef við ætluðum að berjast. Svarið er nei, það er að segja ef vér gætum varist því. En hnefarétturinn spyr aldrei um það hvað rétt sé í raun og vera. Ef svo stæði á að við Ámi Sveins- son ætluðum að berjast og ef hann væri nógu sterkur til þess að taka af oss vopnið áður en or- ustan byrjaði og ef hann væri nógu mikill hnefa- réttarmaður til þess að geta fengið af sér að gera það og vilja þiggja svokallaðan sigur á þann hátt, þá yrðum vér að þola það. Slíkur er ávalt hnefa- rétturinn. Honum finst það ekki líklegt að vér mundum smíða vopn fyrir mótstöðumann vom, ef hann ætlaði að berjast við oss og hefði ekki vopn sjálfur. En það getum vér sagt með góðri samvizku að svo mikið eigum vér af íslenzkum ærlegheitum að vér mundum einmitt gera það. Værum vér sjálfir vopnaðir og óvinur vor ekki, þá mundum vér telja oss það helga drenglyndisskyldu að fá honum fyrst vopn í hendur og ganga síðan á hólm við hann, en alls ekki tyrri. Ef vel er leitað í sögum THE DOMINION BANK SWJXB B. MLU, M. F, Pn» _______ G. A. BOGEBT. tíeoerai Manager. Borgaður höfuðstóll..............<•,000,000 Varasjóður og óakUtur ábati .. .. $7,300,000 SPARISJÓÐSDKII.D $1.00 e8a meíra. Vanalegir vextlr grelddlr. patS er óhultur og þægilegur geymslustaCur íyrlr spari- skildinga yCar. forfeðra vorra þá munu þess einnig finnast dæmi að slíkt hafi verið gert, og mun það aldrei hafa verið lastað. Hitt hefir jafnan þótt bæði löðurmannlegt og níðinglegt að vega að vopn- lausum manni, hver sem hann er. pað er satt að vér tökum ekki allar greinar sem blaðinu berast “hversu auðvirðilegar sem þær eru”, eins og vinur vor kemst að orði. En vér erum svo mikill jafnréttismaður að ef tveir deila um mál sem almenning varðar, þá teljum vér það rangt að taka alt frá annars penna en ekkert frá hins, aðeins vegna þess að vér séum öðrum samdóma en and stæðir hinum. Vinur vor Ámi Sveinsson mundi ekki kalla það sanngimi né jafnrétti. Annars búumst vér við að mál- ið verði hér með útrætt frá vorri hálfu. pað hefir verið nokkum veginn útskýrt og liggur nú fyr- ir almenningi til sýnis. Ámi Sveinsson er svo sérstak- ur maður að því leyti að hann getur kapprætt og kappritað án þess að fara út í nokkuð ósæmi- legt eða óhreint, og þess vegna er það að vér höfum alls ekki veigrað oss við að ræða við hann málið til þrautar; en skoðun vor er að öllu leyti óhögguð enn. +*++■♦ T ♦ ■!' ♦ ♦ 'T' ♦ T' ♦ ♦ I | Búnaðarmál | Bindara tvinna hnýtt unt háls bænda. Margt er það undarlegt sem fyr- ir kemur í búuaðarheiminum. Og búna'Sarblöðin svo aö segja stein- þegja. IÞau vinna aö velmegun bóndans og tala mál hans aöeins ef þaS kemur ekki í bága viS auglýs- ignarnar, sem þau flytja. Ef tekinn er í burtu leirinn og mölin sem blandaS er viS áburöinn til þess aö fylla upp í smálestina sem þarf að selja bóndanum, þá kostar áburöurinn í ár 300% meira en í fyrra. QÞýzkt öskusalt er álls ekki til og köfnunarefni frá Chile kost- ar $75 smálestin. Þetta er hvort- tveggja áburSur, eins og menn vita. Ef bóndinn keypti köfnunarefni frá Chile hreint og óblandaö og bland- aöi það sjálfur með moldinni sem hann hefir borgað fyrir $30 smá- lestina, þá gæti hann keypt áburö ódýrara en í fyrra. Bóndinn þarf 200 pund í ekruna eða einn tíunda úr smálest. Ef hann keypti hreint öskusalt, þá kostaði það hann $7.50 í ekruna. Ef hann sáir höfrum og fær 40 mæla, sem hann selur fyrir 50 cent mælirinn, þá fær hann $20 ef ekr- unni. En fyrir hesta og vinnu þarf hann að borga $7 á ekruna. Út- sæðið kostar hann $1.00 á ekruna, og hefir hann þá aðeins eftir $4.50 í ágóða af ekrunni. Nú verður bóndinn að græða $10 eða vel það, ef hann á ekki að tapa; er því áburðar-spursmáliö afar mikilsvert bóndanum í austur- og suðurlandinu. Eina ráðið fyrir hann til þess að leysa þá gátu er að kaupa hreint köfnunarefni frá Chile sjálfur og blanda það við moldina, sem hann getur fengið ókeypis. Athugið þetta vel! Reglulegur áburður er 300% dýrari en hann hefir nokkru sinni verið áður. Þýzkur áburður fæst ekki fyrir nokkra peninga. Flutningsgjald undir alt sem bóndinn selur og kaupir hefir hækkað um 5% til 15%. Mjólkurverð er það lægsta sem dæmi séu til í sögu landsins. Vinnulaun eru 20% hærri en þau hafa verið. Lántraust bóndans sem átti að gera honum alt mögulegt hefir ver- ið látið sofna í þinghúsinu á meðan þingmennimir — fulltrúamir hafa leikið sér að pólitík, í þess orðs verstu merkingu. Bóndinn er einn þriðji af öllum íbúum landsins. Þessi einn þriðji fæðir, hýsir og klæðir tvo þriðju af allri þjóöinni. Hveitið frá Ameríku hefir bjarg- að stríðsþjóðunum í ár; oss hefir meira að segja verið sagt að bónd- inn sé miðdepill amerískrar vel- sældar í ár. Það er alt hveitinu að þakka. I viðbót við alla þá steina sem Iagðir em í veginn fyrir bóndann í ár, kemur upp einokun á bindara tvinna. Hveitið þótti of arðasmt fyrir bóndann. Það var talið ó- hætt að klípa dálítið utan úr ágóð- anum af því, og þetta sem utan úr því er klipið kostar hvert einasta hveitiræktunarriki 1,000,000 árið 1916. Það er að segja allir hveiti- ræktarbændur til samans eru þann- ig látnir borga $10,000,000 í ár. Og hvernig borga þeir það ? Til nokkurra amerískra banka- manna sem gengu í dálitla klíku, sem hafa náð haldi á dálítilli klíku af hampræktendum í Yucatan. Það er ekki nóg að Amerika verði að úthella blóði (sínu til þess að hreinsa Mexico, heldur verður hún einnig að borga okurtoll til samsær- isflokks nokkurra fjárglæframanna. Vér skulum athuga hvemig far- ið er að því að koma svikunum til Ieiðar. 85% af bindaratvinna þeim sem vér notum er búinn til úr hampi sem ræktaður er í Ýucatan. Yucatan hampurinn er í höndum nokkurra bankamanna í Ameríku og hampræktarmanna í Yucatan. Einokunamerzlunin með hamp- inn er vernduð af herstjóranum í Ýucatan með aðstoð Garranza stjómarinnar í Mexico. Fé er lagt fram til þes's af fáum bankamönn- um í Ameríku og félögum þeirra, sem hafa samþykt að lána stjóm- amefndinni alt að' $10,000,000 í sumar, og er það nægilegt til þess að halda burtu af markaðinum allri hampuppskerunni eins og hún legg- ur sig. Auk allra vaxta á þessu láni með nægu veði fá þessir fjár- málamenn umboðslaun eftir því sem fram kom fyrir þinginu, og nema þau umboðslaun ekki minna en $400,000 á ári af $1,000,000 höfuðstúl, sem fyrir er lagður. Hampur er 85% af öllu efni í bindara tvinna í Ameriku og nú setur einokunin á hann það verð sem henni sýnist. Einokunin hefir þegar hækkað verðið frá 5y2 centi, eins og það var vant að vera, upp í 7}i cents pundið í New York. Sumir tvinnagerðarmenn hafa verið látnir vita það frá hampeinok- uninni eða umboðsmönnum hennar að verðið muni verða 9 cent í júlí mánuði. Því hefir opinberlega verið lýst yfir af embættismönnum einokunamefndarinnar að hún geti hækkað verðið upp í io cent pundið ef ehnni sýnist svo. ‘Það er beinlínis og einungis af- leiðing af verðhækkun hampsins sem einokunin er völd að, því að verksm. í Ameriku verða neydd- ar til jþess að hækka hlutfalls'lega eins verð á bindaratvinna. Fang- elsis nefndin í Kansas hefir lýst því yfir að hún selja bindaratvinna 1916 fyrir 9)4 cent pundið í stað þess að hún hefir selt það fyrir 6^4 að undanfömu, eru það 2^2 cetnum hærra pundið en verið hefir. Eftir þessu borgar bóndinn í Kansas einn saman nálega miljón dölum meira fyrir tvinna í ár en hann gerði í fyrra. Einokunarfélagið kveðst hafa gert þetta í þeim eina tilgangi að vernda hag vesalings hamprækt- endanna í Yucatan. En eftir þeirra eigin vitnisburði er það sannað að þótt verkamenn eða daglaunamenn hafi sáralátt kaup, þá eru Ýucatan hampræktarmennimir stórauðugir. Öll hampuppskeran í Yucatan er ræktuð af 200 manns. Ársverð hennar er um $20,000,000. (Tramh.). _ ......—....................... ^............... NORTHERN CROWN BANK Höfuðxtóll löggiltur $6.000,000 HöfuSstóII gr.iddur $1,431.200 Varasjóðu......$ 715,600 Formaður...........- - - Sir D. H. McMMjAN, K.O.M.O. Vara-formaður................. - Capt. WM. ROBINSON Sir D. O. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISII CAMPBEIjIv, JOHN STOVEIj Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til Kvaða staðar acm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn spnrisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum aollar. Rentur lagðarjvið á hverjum aex mánuðum. T. E. THORSTEIN9SON, RáðamaðJT ~ Cor. William Ave. og SherbrookejSt., ó b - Winnipeg, Man. % si

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.