Lögberg - 25.05.1916, Side 5

Lögberg - 25.05.1916, Side 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 25. MAí 1915. 5 Tuttugu og tveggja ára trú þjónusta í þarfir kornytkju- manna stendur á bak við nafnið: Herbert H. Winearls Aðal skrifstofa: Útibú: 237 Grain Exchange Union Bank Building WINNIPEG BRANDON Eins og að undanförnu er mér ant um að komast að sem beztum kjörum fyrir mína gömlu viðskiftamenn og geta orðið mörgum nýjum að liði í ár. SKRIFIÐ EFTIR WINEARLS: “HELPFUL HINTS TO GRAIN SH PPERS”. Nt ÚTKOMIÐ. KOSTAR IOc. VIÐSKIFTAMENN FÁ KVERIÐ ÓKEYPIS. ÞAÐ SPARAR YÐUR PEMNGA. \fr« .. 1 • ap* timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. -------------------Limited------------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG SEGID EKKI “EO GET EKKI BOROAB TANNLÆKNi NC.’* Vér vitum, .6 nú gan&ur ekkl alt ats ðskum og erfltt er aK eisnaet sklldinga. Ef til rill, er oss þaC fyrir beztu. faC kennir ou, Mm TtrCnm aO vinna fyrlr hverju centi, aC meta gildl penlnsa. MIJíNIST þess, aC d&lur sparaCur er dalur unninn. MINNIST Þeaa elnnlg, aC TENNUR eru oft meira virCl en penlngar. HETIiRRIGDI er fyrsta apor tll haminsju. þvt verCIC þér aC Vemda TENNURNAR — Nú er timlnn—hér er ataðurinn tll aO l&ta gem vW tennur yðar. Mikill sparnaður á vönduðu tannverki EINSTAKAR TENNTTR $5.00 HVER BESTA 22 KAR. GUIxL $5.00, 22 KARAT GUIiIiTENNXJR VerO vort úvalt óbreytt. Mörg hundruC manns nota sér hlC lúsa vear€. HVKRS VEGNA EKKI pO ? Fara yðar tilbúnu tennur vel? •Ca cansa þsar iCulega ðr skorCum? BJf þnr sera þaC. finnlC þé tana- lnkna, sem geta gert vel vlC tennur yCar fyrir vsegt verC. EG stnni yCnr sjálfur—Notlð flmt&n úra reynsln vora vlC tannlseknlncas $8.00 HVALBEIN OPIB A KVÖLDUM DR. PARSOKS McGRKEW BI/OCK, PORTAGE AVE. Telefónn M. «90. tJppl yOr Grand Trank farbréfa úkrlfMofu. Manitoba-stjórnin og alþýðumáladeildin GREINAKAFLÍ EFTIR STARFSMANN ALÞÝÐU- MÁLADEILDARINNAR. Löy um kynbœtur hesta í Manitoba. í ár öClast ný lög gfildi hér í fylki,, sem snerta þá sérstaklega er eiga kynbóta hesta og láta feröast meö þá í Manitoba. Er til þess ætlast meö þessum lögum aö vernda þá sem hryssur eiga frá þvi að þeir séu sviknir. Það kemur stundum fyrir að sá er á kynbóta hest, sem ekki er af full- bættu kyni, vill samt láta v’iðskifta- menn sína trúa því að svo sé; og það hefir stundum komið fyrir að und- anförnu að kynbótahestur með ein- hverjum erfðasjúkdómi hefir verið valinn af hryssu eigendunum, sem vissu ekki hvernig átti að þekkja veikina; hafa þeir því alið upp sýkt folöld í stað heilbrigðra. Kynbótalög Manitoba kveða svo á að allir kynbótahesta eigendur, sem hugsa sér að ferðast með hesta sína til almennings afnota í Manitoba, skuli árlega sækja um leyfi til bún- aðarmáladeildarinnar, áður en þær ferðir byrji og fá vottorð um skrá- setning hestsins Sömuleiðis ber hv'erjum þeim, er hingað flytur kynbóta hest, að láta skrásetja slíkan hest hjá stjóminni, áður en hann býður hestinn til sölu. Ef einhver hesteigandi vanrækir að skrásetja hest sinn, þá skal hann ekki fá prentaðar ferða áætlanir né kyn- bóta bréf fest upp; og ekki heldur skal honum heimilt að krefjast nokk- urs kynbótafjár né þiggja það. Þegar hesteigandi sækir ttm skrá- setning kynbótahests síns, þá skal hann senda búnaðardeildinni í Mani- toba ættarvottorð hestsins, sem sýni hvort hesturinn er af fullbættu kyni eða ekki, og hvort hann sé skrásett- ur í réttri bók í kynbóta bókunum í Ottawa. Sé hesturinn ekki reglulega skrá- settur í Canada sem fullkynbættur, þá getur hann ekki orðið skrásettur sem kynbótahestur í Manitoba. Vegna þessarar reglugjörðar er það ekki hægt löglega að svíkja neinn kynblendings hest inn á Mani- toba bændurna. Þegar búnaðardeildin fær umsókn, þá sendir hún dýralækni til skoðunar þangað sem hesturinn er; skoðar þessi læknir hestinn ná- kvæmlega til þess að ganga úr skugga um það, að hann hafi engan sjúkdóm sem arfgengur sé. Hann gefur einnig úrskurð um það hvort hesturinn hafi öll einkenni þess kyns sem hann er sagður af, hvort hann sé vel bygður og hvort hann sé heppilegur til undaneldis. Dýralæknirinn sendir skýrslu sína til skrásetningar-nefndarinnar, sem skipuð er þremur óháðum mönnum, og ákveður neíndin í hverju tilfelli hvort hesturinn skivli leyfður til kyn- bóta eða ekki. Þegar skrásetningar-nefndin hefir ákveðið að hestur skuli skrásetjast, gefur búnaðardeildin í Manitoba eig- andanum skrásetningar vottorð. Ef það er gert eftir að dýralæknirinn hefir skoðað hestinn, má þetta vott- orð annaðhvort vera gefið á “A” skjal eða “B” skjal. “A”-skjal hljóðar á þessa leið: Búnaðardeildin og innflutninga- deildin Skrásetningarvottorg full- kynbætts hests. No ........... “Ættarvottorð hestsins ........... No ........... sem .............. er eigandi að, hefir verið skoðaö af skrásetningar-nefndinni og er það hér með vottað að téður kynbótahestur er skrásettur í viðurkendri skrásetning- ar bók í Ottawa, og hefir hesturinn verið skoðaður af hæfum dýralækni reglulega útnefndum; hann er laus við allan erfða veikleika og er til þess gefið leyfi að hann sé notaður sem kynbóta hestur fyrir almenning í Manitoba fylki. Ráðherra búnaðar og innflutninga. Gefið út í Winnipeg, Manitoba .. ..... dag ..... mánaðar 19....... Ef hesturinn er full kynbættur, en hefir einhvern erfðasjúkdóm, má gefa út vottorð “B”, og sést þar ná- kvæmlega hvaða veiki gengur að hest- inum. Stundum kemur það fyrir þegar hestur er skoðaður að hann er illa fyrir kallaður til skoðunar, og þarf því aðra skoðun síðar; eða eigandinn sækir ef til vill um það að hesturinn sé skoðaður, en dýralækninum er það ómögulegt að koma þar við sem hest- urinn er, til þess að skoða hann á réttum tíma. Þegar þannig vill til, er í reglun- um eyðublað til útfyllingar sem kall- ast “C” og “D”. í þeim er það til- tekið sem þörf er á og sagan sögð eins og hún gekk til. Eigendur kynbóta hesta verða að festa upp afrit af skrásetningar vott- orðinu og hafa það fest upp allan kynbótatímann. Þetta vottorð verður að vera þar sem það sést v'el úti eða inni við að- aldyrnar í hverju hesthúsi eða bygg- ingu þar sem hesturinn er hafður og notaður til kynbóta. Ef hesteigandinn fer eftir öllum fyrirmælum laganna, þá hefir hann rétt til þess að taka v'eð í folaldi sem er undan hesti hans. Sé kynbóta féð ekki greitt getur hesteigandinn tekið folaldið og selt það áopinberu uppboði með 10 daga fyrirvara og fengið þannig kynbótaféð. Samkvœmislíf í Vestnr-íslenzkuin sveitum. Erindi flutt á skemtisamkomu t Argyle, 16. mars 1916. Eftir Jónas Þorbergsson. Tilheyrendur:— Þaö er haft eftir Ben. Gröndal, að vilji menn kynnast alþýðunni,— andlegu ástandi hennar og hugs- unarhætti, þá sé það bezta ráðið, að koma á samkomur hennar. •Setjum nú svo, að einhver maður kæmi á samkomur okkar Vestur- Islendinga, til þess að komast að andlegu ástandi okkar og hugsun- arhætti. Hvers mundi hann þá \eröa áskynja? Mundi hann kom- ast að raun um, að andlegt líf manna úti í vestur-íslenzkum sveit- um sé auðugt, blómlegt og beri ávexti, eða fátækt, fáskrúðugt og vaxtalítið ? Þetta er nú spurningin, sem mig langar til að leitast við að svara. Nú yrði það þrent sem hann tælci eftir. 1. Hvað færi fram á samkom- unum. 2. Hvernig það færi fram. 3. Hversu mikið væri í það spunnið. Hann mundi sjá, að sterkasta aðdráttaraflið á þessum samkomnm er dansinn, og að tiltölulega er mestum tíma varið til hans. Næst til söngs og hljóðfærasláttar, þar næst til upplestrar, og langminst til ræðuhalda. Hann mundi sjá, aö mikil áherzla er lögð á það, að alt fari vel fram, og eftir bjargföstum reglum. En hvers mundi hann þá verða var um hið þriðja atriðið? Mundi hann komast að raun um það, að bak við það, sem fram fer, standi auðugt andlegt líf? Því ætla eg ekki að svara að svo stöddu. Eg ætla nú fyrst að lýsa fýrir ykkur í fám orðum samkvæmislíf- inu í sveitinni, sem eg átti heima i á íslandi. Þegar eg man fyrst eftir, var samkomuhús sveitarinnar mjög lít- ið og ófullnægjandi. Svo brann það, og þá var hvergi hægt að skemta sér nema í svolitlu stofu- kríli, sem var á að gizka 12—14 fet á hlið. En löngun unga fólks- ins til þess að dansa fór fremur vaxandi en minkandi svo til vand- ræða horfði. Dansinn vildi ganga skrikkjótt;—sífeldir árekstrar og olnbogaskot. Og einkum urðu þeir hart leiknir, sem lítið kunnu til list- arinnar. Loks varð þörfin fyrir betri sam- komustað svo augljós og knýjandi, aö sveitarfélagið með sveitarstjóm- ina í broddi fylkingar tók sig til, og bygði samkomuhús 30 fet á lengd og 24 fet á breidd. Auk salarins voru í húsinu 7 herbergi. I einu var smíðastöð, í öðru var bókasafn sveitarinnar, þriðja var eldhús, en fjögur voru ætluð fólkinu, til þess að geyma í yfirhafnir sínar, spila þar og tefla, tala saman o.s.frv. Nú mátti unga fólkið hafa fjór- ar almennar skemtisamkomur í húsinu á ári, án þess að borga neitf fyrir húslán. Væri fleiri samkom- ur hafður þurfti að borga lítilfjör legt gjald. Nú kom það eigi all- sjaldan fyrir að fleiri samkgomur væri haldnar en þær fjórar, sem hafa mátti í húsinu án gjalds. Þið haldið náttúrlega að þá hafi verið seldur aðgangur, til þess að stand- ast þann kostnað. En þar skjátl- ast ykkur. Þeir, sem fyrir sam- komunni stóðu, hvort heldur það voru konur eða karlar, borguðu all- an kostnað úr sínum vasa. Ungu stúlkumar héldu stundum upp á yngismannadaginn með samkomu. og )mgismennirnir fóra eins að á yngismeyjadaginn. En að bjóða fólki á samkomur, til skemtana, og láta það svo borga, jiótti mjög svo ótilhlýðilegt. Slíkt var andstætt gestrisninni, sem Is- lendingum er gróin í eðli. Það Jæktist varla í sveitunum, að fólk kæmi á samkomur með það í huga að kaupa sér skemtanir fyrir vís' gjald. Miklu fremur komu margir með það í huga, að skemta öðrum fyrir ekki neitt. — Það var þörfin til þess að skemta sér og um leið öðrum, sem stóð að baki þessum samkomum; þörfin, til þess að njóta sameiginlegrar gleði og blanda saman hugum. Og nú ætla eg í fám orðum að lýsa einni almennri skemtisamkomu eins og þær gerðust, þar sem e^ þekti til heima. Það vildi til heima eins og hér, að sai íkomu- gestir voru ekki allir komnir, þegar samkorrtan skylcli hafin. Haidið þið, að þeir, sem komnir voru, hafi verið látnir sitja og morra og biða von úr viti, þangað til þeim leiddist svo mikið, að þeir fóru að klappa saman höndunum og stappa niður fótunum og gera sem mestan skark- ala, svo byrjað yrði? Nei; þeir sem áttu að spila fyrir dans', voru jafnan komnir í tíma, ef ekkert al- veg sérstakt kom fyrir þá, og þð var strax tekið til óspiltra mála og hyrjað að dansa. Gekk það til þess er ekki voru líkur til að fleiri kæmi. Þá var dansinum slitið í bráð og forseti samkomunnar steig í ræðu- stólinn og setti samkomuna. Siðan fóru fram ákveðin ræðuhöld;—þau ræðuhöld, sem ákveðin höfðu ver- ið fyrirfram. En á milli ræðanna var sungið og venjulega söngur, sem átti vel við efnið í ræðunni. Annaðhvort stakk ræðumaður sjálfur upp á laginu, eða forsetinn. Lögin, sem sungin voru, voru þjóð- kunn lög, sem því nær hvert manns- barn kunni, og það var ekki einung- is öllum frjálst, að vera með, heldur var gengið ríkt eftir því, að allir syngi, sem gæti nokkuð snngið. Væri um einsöngva og tvísöngva að ræða, fóru þeir einnig fram á milli ræðanna. Eftir þetta var aftur dansað, og er það hafði gengið alllengi, var samkomuhlé. Vatn sauð á stórum potti í eld- húsinu. Þangað fóru nú konurnar með kaffikönnur sínar og “heltu upp á”. Síðan settust menn niður í þyrpingar, hvar sem vera skyldi, og fengu sér hressingu, sem hús- mæðurnar höfðu útbúið heirna og flutt með sér á staðinn. Allir voru eins og heima hjá sér og gleðin var mikil. Og er menn höfðu mettast, komu allir saman á ný í salnum, og nú fóru fram óákveðin ræðuhöld. Þá voru allir hvattir, ungir sem gaml- ir, til þess að koma fram og segja eitthvað. Það er mjög erfitt að halda fyrstu ræðuna, en á þann hátt var leitast við að gera mönnum eins létt og frekast var unt að brjóta ís- inn. Arangurinn varð sá, að nýir ræðumenn komu fram, — ný öfl, sem blundaö höfðu, voru leyst úr læðingi. Og alt af var sungið á milli. Fáar samkomur vom haldnar, svo að ekki færi fram íþróttir. Var það íslenzka glíman og stundum hástökk. Fólkið skif>aði sér í rað- ir meðfram veggjum salarins, svo autt svið varð eftir á miðju gólfi fyrir iþróttamennina. Þegar þetta var hvorttveggja um garð gengið, var enn á ný farið að dansa og dansað til morguns. Þó kom það alloft fyrir, að hle varð á dansinum og sungið var eða leikir fóru fram til tilbreytni. Gamla fólkið, sem ekki gat tekið þátt í dansinum, né vildi horfa á hann, dró sig út úr. Gafst þvi þá færi að spila, tala við kunninðjana o.s.frv. Ef við athugum þessa lýsingu, þá sjáum við strax tvent. Það fyrst, að á bak við samkomumar stóð þörfin og þráin, til þess að skemta sér og auðga anda sinn og ekkert annað. Það annað, aö leitast svo við, að haga svo samkomum, að þær kæmi að sem beztum notum, og sem flestir gæti tekið þátt í skemtununum. Eruð þið mér sammála um það, að þetta tvent séu höfuðskilyrðin fyrir þvi, að samkomumar geti orð- ið hvorttveggja í senn, skemtandi og andlega auðgandi? Ennfremur, að þær geti dregið menn fram úr skúmaskotum einrænings'skapar og ómannblendni — fram í dagsljósið, og látið sem flesta finna til þess, að þeir eru ekki einungis þiggjandi heldur einnig veitandi, — að þeir eru ekki eins og verkfæri, sem not- uð em, til þess að sitja og hlusta og þegja og borga peninga, heldur eiga sinn þátt í því, sem fram fer; þó ekki sé í öðru, en því að taka undir lag, spila á spil o.þ.h. Nú langar mig til að athuga sam- komur eins og þær gerast hér, og sjá hvort þær ná þessum tilgangi, og ef ekki, hvort orsökin er þá sú, að skilyrði þau, sem eg nefndi áður, eru ekki fyrir hendi. Fyrsta spumingin verður þá vit- anlega sú, hvort þær séu eins skemti legar og verða mætti og vera ætti. Tek eg þá fyrst dansinn. Við hann hefi eg fátt að athuga. Hann er að vísu nokkuð ólíkur dansi heima, en eg hygg, að hann sé á engan hátt lakari og að sumu leyti betri. Dans- sporið og hreyfingin er að vísu aukaatriði, þegar um skemtun dansins er að ræða, og þykir þar flestum bezt, það sem hann hefir vanist. En aðalatriði skemtunar- innar er þetta, sem við öll þekkj- um, er dansað höfum,—fyrir okk- ur piltana að dansa við stúlkumar, og fyrir stúlkumar að dansa við piltana. Þegar piltur hefir náð sér 4 SÓIiSKIN. allar nætur, þegar alt heimilisfólkið hitt svaf inni í baðstofu, en eg varð aö hafa það hvort sem eg vildi eða ekki, eg var svo ónýtur til að vinna á daginn. Ekki var nú svo vel að eg mætti vera inni í baðstofunni, því þá þóttist fólkið ekki geta sofið, og eg var þá ekki heldur eins til taks, ef einhver skepna kynni að konia í túnið. Eg fór því út í s'kemmu sem stóð á hlaðinu og sat þar með einhverja íslenzku söguna hans pabba og las af kappi—nóttin er björt á íslandi á vorin. Frá 'klukkan ellefu til kl. eitt er dálítil dimma, en þó er nótt- in björt og indæl. Er sá tími næt- urinnar kallaður lágnætti. Þá syfj- aði mig mikið, alt var þá svo hljótt í næturkyrðinni, svo ekkert heyrðist nema hinn sífeldi niður í lækjunum og fossunum sem féllu ofan hlíð- arnar. Þessi iðandi sífelda suða, sem var svo sætur skemtihlátur að mér finst hann hljóma enn fyrir eyrum mínum. Grösin lágu í dvala, fuglarnir kúrðu og allar skepnur lágu i grasinu. Klukkan tvö var lágnættið búið og farið að elda aftur, sem það var kallað. Litlu síðar sást blessuð sól- in breiða sig yfir hæstu fjalla tind- ana, svo að þeir sýndust gulli roðn- ir. !Þá reis alt við sem í dvala hafði legið um lágnættið, laufin á grös- unum þöndust sundur, fuglamir fóm á kreik og sungu hver með sinu nefi. Kjóinn, spóinn, mýrispýtan, krían og lóan, og var unaðslegt að hlusta á alla fuglana. Þá stóðu hestarnir upp og kýrnar og æmar með lömbin sín og komu ærnar heimundir túnið. Fór eg þá á móti þeim með seppa og lét hann gelta, urðu {xer hræddar og lögðu í burtu. sáróánægðar yfir að kom- ast ekki þangað sem þær ætluðu sér. Þegar fólkið kom á fætur kl sex fór eg að hátta og svaf allan dag- inn, þangað til að sólin var komin í vestur og lýsti upp hvem krók og kyma í fjöllunum sem í norður snéru, og eftir að hún var gengin undir, sást gullfagur roði eftír hana á fjöllunum, sem er einhver hin dýrðlegasta sjón og dásamlegasta sem fyrir augun ber á ættlandinu okkar. Gaman væri nú fyrir ykkur öll Sólskinsbörn að lesa um hið fræga og fagra feðráland ykkar og kynn- ast því. Enn ríkir þar hin rólega og kyrláta sumamótt, hin fagra yndislega sólaruppkoma og hið dá- samlega aftanskyn. S. Töfraferhyrningur, I seinasta blaði var ferhymingur með 16 köflum í og tölu í hverjum kafla. Þið áttuð að skifta honum í fjóra parta og láta partana saman þannig að þegar þið leggiö saman tölumar þvers eða langs eða í hom, þá kæmi sama talan út. Héma sjáið þið hvemig það er gert. 1 1 1 6 16 8 14 3 9 15 5 1 2 2 10 4 13 7 í stúlku og stúlka í pilt, þá komast þau furðu fljótt upp á það, að bera til fætuma Ef aðalskemtunin lægi í danssporinu, mundu menn dansa einir ekkert síður heima hjá sér og jafnvel á samkomum. En pað sést víst ekki oft. Þá er söngur og hjlóðfæraslátt- ur. Eg skal strax fúslega játa, að í hljóðfæraslætti standa menn hér framar íslenzku sveitafólki. Þó er sá munur mestur í þvi fólginn, að fleiri gefa sig við listinni hér en heima. Aftur á móti er það um sönginn að segja, að fólk í sveitum hér, stendur íslenzku sveitafólki langt að baki, eftir því sem séð verður af samkomunum. Það skortir mjög mikið á, að þessi ágæta list sé eins' öflugur þáttur í skemt- unum okkar og verða mætti. Astæð- urnar em einkum tvær, að sú tízka hefir komist hér á, að syngja sömu lögin of sjaldan. Það má ekki syngja lag, ef það hefir verið sungið áður svo oft, að fólk sé far- ið að kannast við það, og muni eftir því. IÞá er um að gera að finna eitthvað nýtt. En þetta er hin mesta villa. Það eru víst ekki margir þeim gáfum gæddir, að þeir muni lög, sem þeir heyra einu sinni eða tvisvar. En þá fyrst geta menn í notið lagsins fullkomlega, er þeir fara að kannast við það. Heyri menn lagið einungis einu sinni, mun óhætt að segja að ekkert verði eftir af því í hugum alls þorra á- heyrenda. Áhrifin og gagnið af því verða því lítil eftir á. En að álíta lagið óhæft til skemtunar, þeg- ar fólkið sé farið að kannast við það er svipuð vitleysa þeirri, að hyggja kvæði missa gildi sitt, ef það er lært. —Setjum nú svo, að eg heföi hér málverk, sem eg vildi sýna ykkur. Nú brygði eg þvi upp sem snöggv- ast, og gæfi ykkur aðeins tíma til að átta ykkur á frumdráttum mál- 1 verksins, en ekki til þess að athuga litbrigði þess og þá drætti, sem list- in er einkum í fólgin. Það m>mdi ekkur ekki líka vel. En einmitt þetta er gert í söngnum, nema verra sé. Þegar lagið er búið, rankar okkur ögn við byggingu þess, t.d. hvað það steig hátt eða lágt, hvort fyrsta rödd söng ein nokkum tíma, eða þá f jórða rödd og eitthvað þess háttar. En tónskipun lagsins og sambönd tóna, sem kalla má tón- brigði þess, munum við ekki hót. En þar í er listin einkum fólgin. Það fer því um lagið eins og um myndina. Skemtunin af því verð- ur sára lítil og gagnið ekkert fyrir allan þorra manna. Hitt atriðið er það, að þátttakan í söngnum er svo frámunalega lítil, og er það að kenna fyrirkomulaginu á samkomunum. Eg er nú búinn aö vera hér á nokkuö mörgum sam- komum og hefi aldrei orðið þess var, að fólkinu væri boðið að taka þátt í söngnum—nema þjóðsöngn- um—utan aðeins í eitt skifti. Á flestum samkomum okkar eru marg ir bæði konur og karlar, sem hafa alist upp heima og geyma enn í hjarta sínu minningu þessara æsku- vina sinna — laganna, sem sungin voru heima við þjóðkvæðin, sem voru á hvers manns vörum. Enga skemtun mundu þeir sækja betri á þessar samkomur, en ef s'ungin væru sum af þessum lögum og þeir mættu vera með. Listfengi í söng er ekki öll fólgin í því, að halda réttum tónum og tíma í gegnum lagið, heldur mestmegnis í því aö tilfinningar komi fram í söngnum. Alloft hygg eg, að þeir, sem syngja bæði einsöng og i flokkum, þurfi að gera sér upp slíkar tilfinningar. En þess þyrfti gamla fólkið ekki, sem hefir elskað lögin og kvæðin í mörg ár, því við þau era tengdar ljúfar minningar, og í tónana bregðast ómar frá æskuárunum, blandnir sælu og söknuði. Emn mætti minnast á það, að þeg- ar sífeldlega eru sungin ný lög, veitti ekki af því, að lesa fyrir fólk- ið vísurnar sem sungnar eru áður söngurinn hefst, því fáir eru þeir, sem syngja svo skýrt, að almenning- ur heyri sér til gagns. Þá er næst að athuga upplestur- inn, sem allmikið tíðkast á sam- komum hér og meira en heima. Að visu var sú venja aö fara nokkuð í vöxt heima, þegar eg þekti þar til. Þó hygg eg, að fólk hér standi fólki heima framar í þeirri list og geri sér far um að nota hana meira en heima gerist. — Þá einu athuga- semd vildi eg gera við hana, að mjög sjaldan heyrast lesin íslenzk kvæði, og er það bein afleiðing af því, að unga fólkið, sem einkum gefur sig við framsögu og upplestri hagnýtir sér lítið íslenzkar bók- mentir. Þá eru ræðuhöld. Þar stendur ’fólk hér svo langt að baki fólki heima, að það er fyrir mínum sjón- um næsta alvarlegt. Eg þekki ein- ungis tvo leikmenn í þessu bygðar- lagi, sem gefa sig við því, að tala á opinberum samkomum, og þeir eru báðir aldir upp á Islandi til fullorð- insára. En af ungu fólki veit eg ekki til að nokkur gefi sig við þeirri list. Jafnvel iþótt meiri hluti af þeim ræðum, sem haldnar eru, miði til þess að skemta fólkinu, má þó segja, aö ræðuhöld séu lítilfjörleg- ur þáttur í skemtunum okkar. Nú hefi eg athugað hvert atriði, og kemst að þeirri niðurstöðu, að bæði söngur og ræöuhöld gæti ver- ið og ætti að vera öflugri þáttur i samkvæmislífi okkar en nú er, jafn- vel þótt samkomumar ætti að miða eingöngu, til þess að skemta fólki. (Tramh.). CANAMK RNEST THEATB5 Alla þessa viku Mats. Miðv.d. og laugardag Koven Opera Co. í hinum nafnfræga leik Xovens ROBIN HOOD framúrskarandi leikendur og góður kór- söngur. Vikuna sem byrjar 22. Maí Söngleikaundrið NOBODY HOME Verð á kveldin $1.50 til 25c Mat. $1 *-il x5c BARNABLAÐ LÖGBERGS L AR. WINNIPEG, 25. MAI 1916. NR. 34. eyrun á gamla Móra (Tiundinum) að hann var farinn að urra. Anna litla átti að gæta að því að Árni skemdi ekki neitt, en hún réöi ekki vel viö hann, þótt hann væri lítill; og svo var hún stundum óþekk og óhlýðin við mömmu sína og nenti ekki að líta eftir Árna. “Farðu nú út í góða veðrið stund- arkom með hann litla bróður þinn, Anna min”, sagði mamma þeirra. “Eg skal gefa ykkur epli, og svo getiö þið setið úti á flötinni og leik- iö ykkur, þangað til pabbi ke-nur úr vinnunni. Þið sjáið til hans, og þú getur leitt Áma litla upp eftir stéttinni á móti honum þegar hann kemur heim.” Þau hlýddu þessu; Anna tók bróður sinn upp í fang sér og fór með hann út; Móri gamli fór með Anna týndi bróður sínum. Þorbjörg var frammi í eldhúsi að búa til matinn. Það var undur hlýtt og gott veöur, rétt um mitt sumarig. Anna litla var i eldhús- inu hjá mömmu sinni, og sat þar í stóli með hann Árna litla bróður sinn,sem var ekki nema 18 mánaða gamall; Anna var 8 ára. Það var laugardagur og daginn eftir náttúrlega sunnudagur; en þá var von á gestum og mamma bam- anna hafði þess vegna ósköp mik- ið að gera. Ámi var búinn að skríða um alt gólfið og steypa um vatnskönnu; busla i mjölskál, fella fullan köku- disk og brjóta hann og toga svo i

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.