Lögberg - 08.06.1916, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚNI 1916.
JJögberg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor
J. J. VOPNI, BÚsiness Manaaer
Utanáskrift til blaðsins:
THE 00LUN|BIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Mar|.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M»n-
VERÐ BLAÐSINS: >2.00 um áriS.
Hrœkir í andlit móður sinnar.
Frá því er sagt í gamalli sögu að piltur einn
hafi verið móður sinni svo ósonarlegur að hann
hafi hrækt í andlit henni. Getur sagan þess að
drengurinn hafi orðið mesti ógæfumaður síðar,
enda sé það eðlilegt, að hegning hafi komið fyr-
ir slíkt athæfi.
Þess er oft minst hér, sérstaklega í sam-
kvæmum, að fullorðna fólkið beri hlýjan hug
til ættjarðar sinnar—Islands og vilji um fram
alt sjá hag hennar og heiður í hvívetna.
Það mun líka vera óhætt að fullyrða að fá-
ir séu þeir sem fæðst hafa heima og alist þar
upp, sem ekki taki það sárt ef í einhverju sé á
Island hallað. Það hefir ávalt og alstaðar ver-
ið talið mesta ódrenglyndi að kasta hnútum að
ættjörðu sinni, og aldrei hefir það komið betur
fram annarsstaðar en hjá forfeðrum vorum.
Þegar þeir gistu höfðingja eða konunga er-
lendis þá var þeim það ávalt hugarhaldið að
halda uppi heiðri þjóðar sinnar, og hversu
sterkum sifjaböndum sem þeir tengdust annars-
staðar, var ísland þó æfinlega það landið sem
sonartilfinningarnar átti í hjörtum þeirra.
Það er einn þáttur hins forna drenglyndis
og var sá talinn afhrak annara manna, er ekki .
tók svari íslands og hóf heiður þess, hvar sem
var og hvernig sem á stóð.
Þetta drenglyndis einkenni hafa flestir
þeirra Islendinga erft er hingað fluttu og er
það sérstaklega rótgróið og lífseigt hjá eldri
kynslóðinni. Flestir eldri menn og eldri konur
eiga hughlýjar endurminningar um Island og
heitar óskir því til handa.
Engin regla er þó án undantekningar, og það
sannast hér. 1 síðustu Heimsk., sem út kom 1.
júní þ. á., birtist ritstjórnargrein með fyrir-
sögninni: “Að fljúga á lánuðum vængjum”.
Er þar ódrengilega ráðist á ættjörð vora
og heimaþjóð og hrækt í andlit móður vorrar.
Yestur-lslendingar hafa það þegjandi á
meðvitundinni að því blaði sem hér er um að
ræða sé þannig stjórnað og hafi verið um nokk-
urn tíma, að engu skifti hvað það flytji. Er af
fjölmörgum t, d. bent á hið svokallaða “Svar til
Hjálmars” Gíslasonar því til sönnunar að rit-
stjórinn geti ekki verið með öllum mjalla, og sé
það hans eina afsökun.
En svo langt geta jafnvel brjálaðir menn
farið að ekki sé rétt að ganga fram hjá athuga-
semdalaust, og svo er hér, að sá væri ekki sann-
ur Islendingur sem þegði.
Grein sú sem hér er sérstaklega um að ræða
er af því sprottin, að í “Free Press” er sagt að
staðið hafi 22. maí að 27 Islendingar séu komnir
í herinn. Segir ritstjórinn, sem er, að þetta sé
ranghermi, af hverju sem það stafi.
En svo heldur hann áfram að leita að ástæð-
unni fyrir því, og kemst að þeirri niðurstöðu að
ekki séu fleiri lslendingar taldir sökum þess að
hinir hafi ekki kallað sig Islendinga, heldur
Dani eða Skandinava eða Canadamenn.
Líklegast þykir honum að þeir hafi kallað
sig Canadamenn, þar sem þeir séu bornir og
barnfæddir í Canada og ekkert annað land sé
þeirra fósturjörð eða móðurland. Island geti
þar ekki komið til greina. Svo fræðir ritstjór-
inn oss á því að skógarnir í Canada séu ekki á
Islandi, akrarnir í Ganada ekki á íslandi, og
vötnin í Canada ekki á Islandi. Auðvitað mun
nú þetta hafa verið flestum kunnugt áður.
Eftir allan þennan fróðleik segir hann: “En
skyldi það nú vera svo að öll þessi mörgu
hundruð manna af íslenzku kyni hefðu skrifað
sig Canadamenn að undanteknum 27, hver get-
ur láð þeim það? og hvað eru menn að lá þeim
það?”-------“Og ef það er satt að fjöldinn
hinna ungu manna af íslenzku kyni hafi gengið
í herinn sem Canadamenn, þá sýnir það að hin
unga kynslóð er að renna inn í þjóð þessa með
stórum heiðri — — enginn getur með réttu
synjað þeim virðingar og ástar fyrir alla
þeirra framkomu. Þeir eru hinni nýju Canada-
þjóð til ævarandi sóma.-------Vér elskum þá
sem Canadamenn, en ekki Islendinga.”
1 þau rúm fjörutíu ár sem Islendingar hafa
verið hér í landi, hefir það verið stefna þeirra
að koma fram sem íslendingar og skammast
sín ekki fyrir þjóðerni sitt. Jafnvel á meðan
erfiðleikarnir voru sem mestir, þótti það sjálf-
sagt að reynast sannur íslendingur. Blóðið
ólgaði í æðum öldunganna þegar þeir heyrðu
ættjörðu sinni hallmælt eða hana lítilsvirta, og
sérstök þjóðræktar samkoma var haldin á ári
hverju til þess að brýna það fyrir sjálfum sér
og öðrum að sem mest og flest væri það látið
verða þjóð vorri og ættjörð til heiðurs er osa
auðnaðist að gera vel hér. Þá krupu menn við
minninga altari íslenzkra helgidóma með dreypi-
fórn heitra sonatára og endurnýjuðu þar heit
sín um trygð og órjúfandi ást við móður sína.
En nú gengur fram öldungur vor á meðal,
sem allir töldu íslenzkan og þjóðhollan, og hrós-
ar því að menn kasti þjóðerni sínu og kannist
ekki við móður sína; Jiann getur nú ekki elskað
■ bræður sína sem Islendinga; þeir verða að
tengja sig við eitthvert annað þjóðerni, kenna
sig við eitthvert annað land, til þess að hann
geti virt þá; með öðrum orðum þeir verða að
hrækja framan í móður sína ef hann á að vera
þektur fyrir það að kallast bróðir þeirra.
Hann telur það vel að Islendingar hætti sem
fyrst að vera Islendingar, ekki einungis í þeim
skilningi að leggja niður málið, heldur einnig
að bera á móti því og láta það gleymast að þeir
séu af íslenzku bergi brotnir.
Hve ólíkt þetta er skáldinu sem segir:
“Þótt þú langförull legðir” o.s.frv.
Eða hversu mjög það stingur í stúf við kvæðið
hans Steingríms:
“Svo traust við Island mig tengja bönd
að trúrri ei binda son við móður,
og þótt eg færi yfir fegurst lönd
að fagnað yrði mér sem bróður,
mér yrði gleðin aðeins veitt til hálfs,
á ættjörð minni nýt eg fyrst mín sjálfs,
þar elska eg flest, þar uni eg bezt
við land og fólk og feðra tungu.”
Það var eins ástatt fyrir Steingrími Thor-
steinson þegar hann orti, þetta kvæði og oss
hér. Hann var búsettur erlendis um langan
tíma. En hvnlíkt djúp það er sem staðfest er
milli hugsana þeirra sem hann á í kvæðinu og
hinna sem liggja á bak við Heimsk. greinina!
Er það furða þótt óvirðing falli á þjóðerni
vort hér, þegar eldri leiðtogar vorir taka sér
það göfuga starf fyrir hendur að vekja viðbjóð
á því sem íslenzkt er og hvetja oss til þess að
láta ekkert á oss bera; telja það lífsspursmál að
hverfa sem allra fyrst og reyna að láta það
gleymast að vér séum Islendingar?
Hér er ekki verið að tala um það að erfitt
sé að halda við íslenzkri tungu og tala um ráð
henni til viðreisnar; ekki heldur að barma sér
yfir því að hún muni líða undir lok og íslenkzt
þjóðerni með henni. Nei, það er beinlínis bar-
ist fvrir þeirri stefnu að Islendingar hætti að
láta vita af því að þeir séu til, eða hafi verið til.
Þeir sem lengst hafa farið áður í vantrú á
viðhaldi málsins, hafa þó alt af lagt áhrezlu á
það að framtíðin og komandi kjmslóðir vissu
af því að vér hefðum verið hér; þeir lögðu
áherzlu á það að vér ynnum þjóð vorri heima
og ættlandi sem glæsilegast nafn og rituðum
nöfn vor í sögu þessa lands með stóru íslenzku
letri, sem aldrei yrði mislesið.
Sem betur fer munu þeir verða fáir, sem
skipa sér í þann ódrengja flokk, sem hér er verið
að safna liði til, og því trúum vér vart að það
sé satt sem Heimsk. gefur í skyn að allur fjöldi
íslenzkra liermanna vilji láta það gleymast af
hvaða bergi þeir séu brotnir. Einhverjir þeirra
geta ef til vill svarað því sjálfir, hvort sú að-
dróttun til þeirra sé rétt.
Það er ekkert hreysti- né hermannsmerki að
hrækja í andlit móður sinnar.
Meðferð á föngum.
n.
Það er tiltölulega stutt síðan farið var að
íhuga þetta mál. Aður fyr þótti það sjálfsagt
að allir þeir sem eitthvað brutu gegn settum
þjóðfélagsreglum, hversu heimskulegar sem
þær voru ættu að brennimerkjast sem afhrak
veraldar og rekast svo að segja út úr mannlegu
félagi.
Þégar hugsað er um meðferð þessara manna
og hún borin saman við kenningar kristninnar,
þá er tæpast hægt að skilja hvernig það á að
samrýmast. Takmarkalausar kærleiks- og fyr-
irgefningar kenningar í orðum, en hóflaus blóð-
þorsti og hefnigirni í verkum.
Það þótti lengi ekki meira í það varið að taka
mann sem eitthvað hafði orðið á og svifta hann
lífi, en að taka einhvern dauðan hlut og kasta
honum í eldinn.
Og þetta er ekki siður sem úr gildi sé num-
inn. Enn þann dag í dag er farið með villuráf-
andi bræður vora og systur eins og óarga dýr
eða tilfinningalausa hluti. Enn þann dag í dag
eru menn pintaðir og píndir á alla vegu. Enn
þann dag í dag eru þeir menn og þær konur
sviftar öllu sannarlegu lífslofti og ylgeislum,
sem helzt þurfa þess við.
Þar sem mörg börn eru í heimili, er venju-
lega glöggast auga haft á því barni sem veikl-
aðast er; reynt að hlynna að því með öllu móti;
því er hlíft við öllu er heilsu þess megi granda
og alt gert til þess að styrkja það. Og ef sjúk-
dóm ber að hendi, þá er veika barninu hjúkrað
og því leitað allra mögulegra lækninga; alt gert
til þess að styrkja það og koma því til heillar
heilsu aftur.
Því er við brugðið hversu hrein og sterk
móðurástin komi í ljós einmitt þá, þegar eitt
barnið er að einhverju leyti veiklaðra en hin.
En hvernig er það með stjómirnar okkar?
þessi kjörnu tímabils foreldri þjóðanna? Er
það ekki heilög skylda þeirra að vernda svo
einstaklingana í þjóðar heildinni sem frekast er
unt? Er það ekki skylda þeirra að líta sérstak-
lega eftir heill þeirra og velferð, sem að ein-
hverju leyti fara villir vegar eða eru vanheilir,
hvort sem það er á sál eða líkama? Vissulega
er svo.
Einstakir menn hafa að undanförnu hafist
handa og rannsakað ástæðurnar fyrir því að
glæpir eru unnir. Það hefir nú orðið svo að
segja sérstök vísindagrein, og nær hún meiri og
meiri fullkomnun með ári hverju.
Það er .eins með þetta og hvað annað, að
ekki nægir að skoða yfirborðið og fella dóma án
rannsóknar; en sú hefir verið aðferðin og er
enn, nema aðeins hjá þeim er sérstaklega gefa
þessu máli gaum.
Menn hafa komist að því með rannsóknum
og daglegri eftirtekt að svokallaðir glæpir eru
alt annars eðlis en haldið hefir verið og fyrir
þeim alt aðrar ástæður en alment er álitið.
Mannfélags fyrirkomulagið hefir frá alda
öðli verið svo bágborið í ýmsum skilningi, að
það hefir skapað glæpamenn. Kringumstæð-
urnar hafa verið þannig að börnin hafa fæðst
inn í það líf sem leiddi þau út á glapstigu, hvern-
ig sem eðli þeirra var annars vegar, og í öðru
lagi hefir erfðasynd í gegn um margar kynslóð-
ir fylgt einstaklingum eins óaðskiljanlega og
lyndiseinkunnirnar.
En hvort sem um það er að ræða að menn
séu fæddir með glæphneygðu eðli, sem þeir hafa
tekið í erfðir, eða þeir hafa orðið glæphneygðir
vegna kringumstæðanna, þá er það víst að lækn-
ingin er ekki ill meðferð, og allra sfzt morð, eins
og nú'tíðkast.
Aðalhugsunin þegar einhver veikist er eða
á að vera sú, hvernig hann eða hún verði lækn-
uð; hvernig hægt sé að bæta heilsuna, bæði til
þess að einstaklingnum líði betur og til þess að
heimurinn fái hans sem fyrst not.
Þegar einhver er siðferðislamaður og á þann
hátt veikur, þá ætti sama regla að gilda. Aðal-
atriðið ætti ekki að vera það að hefna sín á þeim
er braut, heldur hitt að bæta hann og laga; leið-
beina honum og vísa á réttan veg, bæði til þess
að líf hans geti orðið honum ánægjulegt, og eins
til hins að hann mætti aftur verða þjóðfélaginu
að sem fyrstum og fylstum notum.
Það á að vera hlutverk hinnar svokölluðu
réttvísi þegar hún tekur viltan mann, að láta
hann átta sig og kenna honum að taka nýja og
rétta stefnu; réttvísin á að leiðbeina honum og
skila honum sem færari og óhultari ferðamanni
á lífsbrautinni.
En þetta hefir hún sannarlega vanrækt.
Þegar eitthvað af börnum þjóðarinnar verður
sekt um villu, þá er lækningin venjulega fólgin
í annari villu enn þá stærri og alvarlegri. Vér
segjum villu, því það er ekkert efamál að flest
sem rangt er gert, stafar af einhvers konar mis-
skilningi upphaflega.
Það er margt sem oss gengur illa að skilja,
en erfiðast af öllu er það og hefir ávalt verið
að skilja sjálfa mennina. Að rekja það og skil-
greina sem ræður gerðum manna og framferði,
það er aðal hlutverk allra þeirra, sem dæma í
einhverjum skilningi.
Þegar maður eða kona eru kærð fyrir eitt-
livert brot á móti landslögunum, þá er sá í meiri
vanda sem dómarasætið skipar en margur hygg-
ur, og oftast í meiri vanda en hann sjálfan
grunar.
Ef það þykir sannað með gögnum eða jafn-
vel líkum að yfirsjónin sem um var kært hafi
verið framin, þá hafa lög landsins ákveðna
hegningu eða réttara sagt hefnd á reiðum hönd-
um, eftir því hvert brotið er; það er nokkurs
konar taxti eða verðlagskrá; það kostar ákveðna
tölu fangelsis ára að vinna eina sérstaka tegnnd
yfirsjóna. Það kostar vissa fjárupphæð að
villast af einhverri vissri götu og aðra f járupp-
hæð að villast af annari, og eins kostar það
dauðahegningu að villast af einni eða annari
aðal götu o.s.frv.
En þegar verið er að reikna út þessar skýrsl-
ur með köldu blóði, er þá réttvísin að gæta
skyldu sinnar? er hún að vinna þjóðfélaginu
hag. er hún að breyta rétt? er hún að fylgja
siðareglum kristindómsins? hugsar hún málið
og rannsakar eins og vera ber ? skilur hún köll-
un sína? Nei, og aftur nei.
Enginn dómari gætir skyldu sinnar; enginn
dómari getur dæmt réttan dóm nema því að eins
að hann í hverju einstöku tilfelli setji sjálfan sig
í spor hins ákærða. Hann verður að spyrja
sjálfan sig þessara samvizkuspurninga:
“Hvers konar fólk voru foreldrar og forfor-
eldrar þessa manns? hvernig var uppeldi hans?
hvaða tækifæri hefir hann haft? hvaða mentun
hefir hann hlotið? í hvaða félagsskap hafa
kringumstæðurnar skipað honum? út á hvaða
brautir hefir tilviljunin leitt hann? hvað var
það sem knúði maninnn til að vinna það verk,
sem hann er kærður um? hvað mundi eg hafa
gert hefði eg fengið sama uppeldi, sömu ment-
un, og verið leiddur út á sömu vegi? hvað mundi
eg hafa gert í þeim sporum sem þessi maður var
í þegar hann vann verkið? Og hvernig mundu
hugsanir mínar vera nú ef eg stæði fyrir rétti
kærður um þetta brot? hvernig mundi eg vilja
láta fara með mig í sambandi við það? eg er
maður sem fylgi þeirri reglu að það sem vér
viljum að mennirnir geri oss, það eigum vér
einnig þeim að gera; eg er maður sem játa þá
kenningu að rétt sé og sjálfsagt að fyrirgefa
sjötíu sinnum sjö sinnum. Eg er maður sem
dáist að dæmisögunni þar sem talað er um að
sá skuli fyrstur kasta steininum sem viti sjálf-
an sig alsaklausan. Hefir það verið reynt að
siðbæta þennan mann? hefir hann ekki reynt að
leita gæfunnar eins og eg? hefir hann ekki valið
þá vegi sem honum fundust réttir? hefir hann
ekki bara vilst? og ef svo skyldi vera, er það
þá ekki skylda mín og okkar allra að leiðbeina
honum? getur það ekki skeð að þessi maður
verði þjóðfélaginu til einhvers gagns, ef hann
fær að lifa undir heilbrigðum áhrifum? hefi eg
eða aðrir dómarar nokkurn siðferðislegan rétt
til að l'áta reka þennan bróður minn úr úr mann-
legu félagi? er það ekki ómannlegt, er það ekki
níðingslegt þar sem margir eru á ferð, að berja
þann sem þreyttur verður og hrynda þeim sem
valtur er á fótunum? er það ekki ljótt að synja
þeim um lækning sem veikur er, ef það er mögu-
legt að hann geti orðið heill heilsu?
Gildir ekki sama siðalögmál í breytni ríkis-
ins við börn þjóðarinnar eins og það sem menn
eiga að fylgja í prívat breytni sinni hver við
THE DOMINION BANK
■IMHWD B. OMtB, M. P. Fns W. D.
C. A. BCXJKRT. General Maiiutger.
Varasjóður og ósklftur gróði.. . . >7,800,000
Stofnsjóður.................>6,000,000
BYRJA MA SPARISJÓÐSREIKNIN G MEÐ >1.00
Pað er ekkl nauðsynlegt fyrir þig aC b(Ca þangraC til þú
útt álitlega upphæS til þess a* byrja sparisjðCsreikning viC
þennan banka. ViCskifti m& byrja meC $1.00 eCa meiru, og
eru rentur borgaCar tvisvar & áxi.
Notre Dame Branch—W. M. HAMU/TON, Manager.
Selklrk Branch—M. S. HURGER, Manager.
anna ? er þessi maður einn sek-
ur um það sem hann er kærður
um? ef ekki, hversu stór part-
ur sektarinnar ber honum þá
með réttu? hversu stór partur
ber einhverjum öðrum? og
hversu stór partur ber þjóðfé-
lags fyrirkomulaginu — hinni
svo kölluðu réttvísi, sem á
sjálf að dæma?”
Hvernig mundi úrskurður
dómaranna verða ef þeir gerðu
sér það að reglu að spyrja
sjálfa sig allra þessara spurn-
inga og nokkurra fleiri áður en
dómur félli? Mundi þá ekki
margt koma til greina sem
venjulega er hvorki hugsað um
né minst á?
A gömlu góðu máli heita
fangelsi betrunarhús. A hvað
bendir það? ber það nafn ekki
með sér hugmynd þess að þau
eigi að bæta mennina? Þau
séu eða eigi að vera nokkurs
konar andlegar og líkamlegar
sjúkrastofnanir? uppeldis heim
ili? eða skólar? eða alt þetta
til samans?
Sú er nú hugsjón allra mann-
vina og að því stefnir meir og
meir.
Aðkomumenn.
íMánudaginn 22. næstlitSmn, hélt
Dr. Guðmundur Finnbogason fyr-
irlestur sinn, hér að Markerville,
eins og á var ætlað. Fylgdarmaður
hans hingað, var W. H. Paulson,
þingmaður frá Saskatchewan, gam-
all góSkunningi margra bygSar-
manna hér, og fagnaSar gestur aS
fornu fari og nýju. Islenzka fá-
menniS hérna, fjölmenti all-ræki-
lega aS erindi Dr. GuSmundar, það
leyndi sér ekki að almenningur
þekti svo til rithöfundarins, aS þar
átti hann góSs ræðumanns vísa von,
og engan hefi eg síSan heyrt barma
sér um vonbrigði með það.
AS sjálfsögðu kvaddi íslenzki
þingmaðurinn íslenzka doktornum
hljóSs, fyrst þó með því, að æskja
þess að almenningur syngi með séí
“HvaS er svo glatt”. Undir það
var vel tekið. Ein af uppalningum
sveitarinnar, ungfrú Lára Bene-
dictson, lék lagiS fyrir á slaghörpu.
Allir sem heyrt hafa, vita að Vil-
helm Paulson er vel máli farinn.
Hann hóf mál á þvi, að minnast
fornra kynna við heimamenn, alt á
betra veg, og mun þó ekki hafa leit-
ast við að láta neitt ofsagt. Hann
kvað það gleSja sig, að koma nú
svo færandi hendi, að hafa Dr.
Guðmund Finnbogason aS föru-
naut. Gat um hvert erindi hann
ætti, og af hvers völdum hann væri
hingaS kominn, og hvern orðstír
hann hefir sem ræðumaður og rit-
höfundur. Skrumlaust sýndist þaS
alt mælt vera, og þó drap ræðu-
maSur á, aS GuSmundur hefSi sett
ofaní viS sig, í inngangsræðu ein-
hverri, sem hann hafði flutt hon-
um fyr. Dr. GuSmundur tók svo
upp erindi sitt, að boSi formæland-
ans.
Ekki situr þaS nú á mér, að fara
hér meS fyrirlestur Dr. GuSmund-
ar. Fjöldi fær aS iheyra hann,
fleiri fá aS lesa hann, því væntan-
lega verður hann prentaður. En
ýmsir eru aS biSja sér bygðafrétta
í blöðunum. Koma þeirra GuS-
mundar og Vilhelms var viSburður,
og “HeyriS þér hvemig Hellna-
menn Halda boSorðin tiu” .... nei,
nei: Hvernig afdælingar í Alberta
sitja samkomur, því það ætla eg að
segja mönnum, og hitt líka, hversu
mér gazt að gestunum.
Maður getur stundum hugsaS og
heyrt, þó annar sé aS tala. Þegar
GuSmundur var tekinn til að tala,
datt mér í hug íslenzk þýðing á
þýzku kvæSi, sem Kristján Jónsson
kvaS upp, af tungu Heinrick
Heine’s. í kvæði því er skáldiS út-
lagi og erlendis og yrkir til stúlku,
sem fer ekki fjarri því sem ef
Heine er sagt. Fyrsta vísan er
svona. minnir mig:
Þegar morgun-sólin sæla
Signir alt með ljósi gljáu,
Geng eg fram hjá glugga þínum,
GleSja mig þin augun bláu.
AuSskiliS er, aS hvorki voru þau
kunnug kvæSishöfundurinn og
stúlkan, né töluSust við, öðruvísi en
þegjandi, en í bláu augunum, sem
glöddu skáldið, las hann þessa
spurningu:
Hvaðan ertu, útlendingur,
Og hvaS liggur þér á hjarta?
Helgimynd hildarleiksins*
Duna við herlúðrar, hamslaus og ærð
hildarþjóð veður fram stríðsblóði nærð.
Andskotar fylkja þar andskotum mót
— ættgreinar sömu: frá pólverskri rót.
Bræður mót bræðrum á bræðranna grund
berjast nú fjendur á örlagastund. —
Tveir sækjast hermenn á heiptlega, fast,
horfast í augu með dauðaglott hvast.
Pólverjar báðir, en sinn hverri úr sveit:
Zarsins og keisarans lögstolna reit.
Þjóðástin glötuð í þrælkunar vist,
Þjóðböndin slitin og ætternið mist.
Byssustingur brjóstið annars smaug,
blóði hálfkæfð stundi hann orðin þaug,
‘ ‘ Jesú María! ’ ’ jörðu er fallinn lá:
“Jesú María, smábörn fimm eg á!”
Sigrandinn heyrði in síðustu orð,
samvizkan rumskaðist—kærði hann um morð.
Lögmæti drápsins ei líknaði sál,
lamaðist aflið og förlaðist mál.
Hjarta hans nístist af harmsárri kvöl,
hugurinn sturlaðist—þoldi ei það böl.
Síðan á geðveikra hælinu, hann
hljóður nú starir og þekkir ei mann.
Angistin mænir úr andliti grá,
augað er tárlaust en sokkið und brá.
Friðræntur (ljúgeiðum lífsæran seld),
líkt og hann þrammi um helvítis eld.
Nótt og dag er grafin gröfin hans —
gæfuleysið eini sigurkrans. —
Jafnt og þétt hann játning muldrar þá:
“Jesú María, smábörn fimm eg á!”
Þ. Þ. Þ.
*) Atviki þessu skýrCl tónsnillingurinn frægi,
Paderewski, frá, á einni af samkomum þeim, sem
hann héit til hjálpar samlöndum sinum, Pólverjum.
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuSstólI gr.iddur $1,431.200
Varasjóðu......$ 715,600
Formaður.............- - - Sir D. H. McMHdOAN, K.C.M.G.
Vara-formaður - - ------- Oapt. WM. ROBINSON
Slr D. C. OAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN, H. T. CHAMPION
E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEhL, JOHN STOVEB
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða
félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er
á Islandi. bertakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með
einum dollar. Rentur lagðar viðá hverjum sex mánuðum.
T. E. THORSTEIN3SON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og SherbrookelSt., 8 8 - Winnipeg, Man.