Lögberg - 08.06.1916, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚNI 1916.
CANADISK
SKANDINAVA HERDEILD
(Overseas Battalion)
Undir stjórn
■
:í ■ f': wÆ*
m
Lt.-Col. Albrechtsen.
Lt.-Col. ALBRECHTSEN,
Aðal-skrifstofa:
1004 Union Trust Building,
Winnipeg:
Stjómað eingöngu af Skandinövum og lið-
safnaður allur undir þeirra umsjón.
SKANDINAVAR ERU BEÐNIR AÐ GANGA I ÞESSA DEILD
INNRITIST STRAX
Gerist kaupandi Lögbergs
þér sem lesið það en
hafið ekki enn skrif-
að yður fyrir því.
HEILBRIGÐI.
Brot
Allir vilja hraustir vera og
ánægöir, en fáir vilja nokkuS fyrir
því hafa. Menn ætlast til að guö
sjái fyrir því, eins og öðru fleiru.
Menn hugsa um hunda og hesta,
en ekki um sína eigin heilsu. Þeir
hugsa ekki um líkamann, heldur
klæðnaðinn. Þeir hugsa ekki um
að vitkast, en vilja sýnast vitrir.
“Maður veit hvað heilsan kostar
þegar hún er farin”, segja þeir, sem
verða að leita á náðir læknanna,
Menn kunna ekki að meta heilsuna
fyr en þeir hafa mist hana.
Þegar fólkið
falskar tennur,
nota tannbursta.
hefir -fengið sér
fer það fyrst að
“Við lifum eins og hinir, sem
fara í bað á hverjum degi”, segja
þeir, sem baða sig einu sinni á ári,
eða koma jafnvel aldrei í vatn alla
æfina. Já, þið lifið. En þið þekk-
ið ekki muninn á ykkar lífi og okk-
ar.
f Sumarbl”).
Lögmál heilsunnar.
Lög heilsunnar eru fá, einföld
og auðlærð. Hver maður er fær
um að breyta eftir þeim ef hann
vill. Engi veit hvað átt hefir fyrr
en mist hefir.
Þegar heilsan hefir snúið við
mönnum bakinu, þá berja þeir sér
á brjóst og ávita sjálfa sig fyrir að
hafa ekki gert það, sem þurfti til
þess að halda henni við.
Þessi óskráðu lög hljóða srvo:
Hreint loft. Vinna. Böð. íþróttir.
(Geðgæði). Þeir sem þessu fylgja
verða hraustir, ánægðir og langlífir
í landinu.
Maðurinn er eins og jurt, sem
ekki getur Iifað án lofts og sólar.
Hann getur verið án fæðu i 40
daga, en hann getur ekki með góðu
móti verið án lofts í 40 sek., og sé
hann 4 mínútur án k>fts er líf hans
ekki túskildings virði.
Dragið andann djúpt (í gegnum
nefiðj, þegar þið komið út í hreint
loft. Loftið er það lífsmeðal sem
hver getur notað eftir vild og engi
þarf að kaupa.
Temjið yður jafnan andardrátt.
Það gerir blóðráisna regluelga.
Reiöist ekki, það er ekki samboð-
ið skynsömum mönnúm. Það gerir
líka andardráttinn óreglulegan,
raskar ró ykkar og gerir því lifið
skemmra en ella.
Farið oft í bað. Það gerir húðina
sterka og ókulvísa.
Auk hinnar daglegu vinnu þá
hafið ætið eitthvað til skemtunar,
svo sem göngur, knattleika, hlaup,
sund, bækur. Lesið ætíð eitthvað á
hverjum degi í góðri bók.
Notið meðul náttúrunnar og engi
önnur.
Starfið á daginn. Hvílið yður á
næturnar. (“Sumarbl”.).
■ óiitini.
I 6 L 8 I I I,
Sólböð.
Við sem byggjum norðurhluta
veraldar og sjáum ekki sólina nema
einstöku sinnum, höfum vanið okk-
ur á að búast þröngum og þykkum
klæðum til þess að verjast kuldan-
um. En þessi þykku klæði hindra
mjög hina eðlilegu starfsemi lif-
færanna og gera menn kveifaralega
og kulvísa. Þess vegna ættu allir
að læra að nota þá fáu sólskinsdaga
sem hér koma á sumrinu og blessa
þá eins og hverja aðra guðsgjöf.
Menn eiga að færa sér þessa guðs-
gjöf í nyt á þann hátt að kasta af
sér klæðum og lofa sólargeislunum
að leika um líkamann allsnakinn.
Þar sem sólin skín þarf ekki
læknis við, segir gamalt máltæki.
Sólargeislamir sótthreinsa húðina.
Þeir drepa gerla sem kunna að vera
að búa um sig í henni. Þeir gera
svitaleiðsluna auðveldari. En húð-
in er sá hluti líkamans sem þarfn-
ast mestrar umönnunar. Margir
kvillar og sjúkdómar eiga
rót sína að rekja til þess, að menn
hafa ekki hirt húðina sem skyldi.
Þeir sem eru blóðlitlir, máttfarn-
ir, daufir og sinnulausir ættu ekki
að láta neitt færi ónotað, sem þeim
gefst, að fá sér sólbað. Það hefir
lifgandi og styrkjandi áhrif á tauga-
kerfið. Það gerir menn framtaks-
samari, kvikari og glaðari en þeir
voru áður. Við sólarhitann streym-
i,r blóð út í húðina og léttir við það
starfið fyrir hinum innri líffærum.
Þeir menn sem sólböð þekkja af
eigin reynd, telja það eitt af því
dýrlegasta sem þeir geta veitt ,sér.
Sólbað er alstaðar hægt að fá sér
þar sem sólin skín og skjól er fyrir
vindi og óvelkomnum gestum. —
Menn ættu aldrei að gleyma að taka
sér sólbað þegar þeir eru á skemti-
göngu á heitum sólskinsdegi.
Þáð er ekki holt að taka sólbað
rétt á undan eða eftir máltið. Og
varlega verða menn að fara í fyrstu
ef heitt er sólskinið og þeir vilja
ekki verða fyrir neinum óþægind-
um. Er því ráðlegt í fyrstunni að
snúa sér svo sem aðra hvora min-
útu og vera ekki meira en 8—10
minútur í senn. Með tímanum geta
menn látið sér nægja að snúa sér
svo sem fimtu hverja mínútu og er
þeim óhætt sem vanir eru, að vera
í sólbaði alt að klukkutima.
Ef farið er óvarlega í fyrstu,
eiga menn á hættu að brenna sig.
Að vísu er sá bruni ekki hættulegur
en getur þó verið all óþægilegur
vegna kláða og sviða, sem af hon-
um leiðir í nokkra daga á eftir.
Eftir sólbað eiga menn að fá sér
kalt vatnsbað, ef þess er kostur, til
þess að hressa sig. Einkanlega er
gott að synda dálítinn spöl á eftir.
“En erfiðleikarnir—erfiðleikarn-
ir”, finst mér eg heyra einhvem
segja sem þetta les. Eg segi: þú get-
ur það sem þú vilt. Ef þú vilt gera
þetta, þá finnirðu ekki til erfiðleik-
anna sem af þvi leiða. Ef þú vilt
gera þetta þá finnurðu allastaðar
skjól og alstaðar sólskin.
(“Sumarbl.” ).
Œfingareglur.
Markmið iþróttaiðkana er að gera
I »
ung nýgift hjón og áttu ekkert barn.
þeim þótti gaman að Árna, þvi hann
var ljómandi fallegur og skemti-
legur drengur. Þau voru að tala
um hvað þau ættu að gera við hann.
“Eg vildi helzt hafa hann áfram
héma og kalla hann drenginn okk-
ar”, sagði konan. Og svo fékk
hún honum myndabækur, kubba og
alls konar glingur; en Ámi gat al-
drei haldið áf ram að leika sér; hann
var altaf að hugsa um eitthvað ann-
að en gullin sin. Hann kallaði alt-
af öðru hvoru á mömmu.
Svo fór maðurinn að syngja og
þá lyftist Árni litli allur upp af
fögnuði; honum þótti auðsjáanlega
gaman að þvi: “Eg ætla að leika
svolítið á hljóðfærið” sagði konan.
“Kannske honum þyki gaman að
þvi”. Og svo settist hún við hljóð-
færið og lék lagið: “Eldgamla fsa-
fold”.
Árni slepti strax gullunum sin-
um og hlustaði og baðaði út hönd-
unum af fögnuði. Honum þótli
virkilega gaman að þessu. Maður-
inn sat i hægindastóli rétt hjá Árna
þar sem hann lék sér á gólfinu og
horfði á hann.
“Sá verður einhvem tíma gefinn
fyrir hljóðfæraslátt’' sagði maður-
inn.
En alt í einu var barið að dymrn.
Maðurinn gekk fram og lauk upp.
Við dyrnar var miðaldra kona og
mórauður hundur með henni. Und-
ir eins og maðurinn lauk upp tróðst
hundurinn inn hjá honum og vis'si
hann þá hver konan mundi vera.
“Þú ert víst móðir drengsins sem
héma er?” sagði hann.
“Ó, hamingjunni sé lof! er hann
Ámi minn þá lifandi?” svaraði
konan.
“Já, hann er bráðlifandi” svaraði
maðurinn. “Komdu -bara inn og
sjáðu hann!”
Konan fylgdi honiun inn og Ámi
breiddi út faðminn á móti mömmu
sinni, himinlifandi af gleði, en Móri
hoppaði og dansaði alt í kring og
réði sér ekki fyrir kæti. Það var
eiginlega hann sem bjargaði lífi
bamsins. Ef Móri hefði ekki farið
heim að húsinu, þá hefði Ámi litlr
að likindum dáið úti.
Nú era liðin sex ár síðan Anna
týndi bróður sínum. Hún lofaði
sjálfri sér því þegar þetta vildi til
að hún skyldi altaf hugsa vel um
alt sem hún ætti að gera og aldrei
skilja hann Áma litla einan cftir.
Hún hefir haldið það loforð. Eng-
in litil stúlka hefir séð eins mikið
eftir að svíkjast um eins og Anna
sá eftir því að hafa farið frá Áma
og týnt honum; engin litil stúlka
hefir verið mömmu sinni þægari en
Anna hefir verið síðan, og engir
betri vinir eru til en Ámi og Móri.
Huldubörnin.
Ósgröf heitir efsti bær í Land-
sveit, im> með Þjórsá að austan.
Var hann töluvert innar er þessi
saga gerðist, en hann er nú, því
hann var fluttur vegna sands-
ágangs suður með ósnum, sem bær-
inn dregur nafn af, og er nú ör-
stutt frá Skarfanesi.
Vorið 1882, “harða vorið”, sem
síðan hefir verið kallað, bjuggu í
Ósgröf Árni Jónsson frá Skarði á
Landi og Þórunn Guðlaugsdóttir
frá Hellum í sömu sveit. Dreng
áttu þau tveggja ára, Guðmund að
nafni og vinnukonu höfðu þau er
Sigríður hét'Teitsdóttir; vora því
fjórir manns í heimili. Menn voru
þá enn vanir því að setja skepnur
sínar á útiganginn, og þá lika á
Landi og Rangárvöllum, engu
minna en í nærliggjandi sveitum.
Veturinn 1881—82 var seigharð-
ur; bjuggust menn þvi við að missa
af megurð eittvað af skepnum sín-
um, einkum á upp Landinu, og var
Árni bóndi í Ósgröf einn af þeim
sem bjóst við því, þó vorið hefði
orðið bærilegt. En þetta vor dundi
yfir voða veður, sem varð átakan-
legast á Rangárvöllum og Landi.
því þótt alstaðar væri afspyrnu rok
og gaddbylur, var þar sandbylur
samfara, sem setti í æði marga
læki á Landi og Rangárvöllum.
Ámi var talinn efnaður maður,
en þrátt fyrir það dró hann þó
ekki næga björg að handa heimili
sínu, og þegar hann fór til sjávar
um veturinn, sá hann að matarforð-
inn var næsta lítill orðinn. Sagði
hann þá konunni að hirða kjöt af
fénaði þeim sem kynni að deyja um
vorið og brúka það til heimilisins,
handa fófkinu að lifa á.
Eina kú höfðu þau, mjög mjólk-
urlága. Gerði hún ekki betur en
fæða drenginn, sem var mesta efn-
is barn. Árni mun hafa farið i
verið nálægt miðri góu. Veður-
blíða kom á Pálmasunnudag og
hélzt hún þar til annan i páskum.
Þá var Þórunn prðin alveg bjarg-
arlaus. Tók hún; það til bragðs að
senda Sigríði vinnukonu sína suð-
ur að Mörk til efnaðra hjóna að
fá eitthvað af mat til láns. Bjóst
hún við að Sigriður kæmi daginn
eftir, en það tókst nú öðruvísi til;
hún var þar tept í Sandbyl í marga
daga.
Nú verður varla með orðum lýst
hvað dagar þórunnar voru erfiðir.
Hún var alein með barnið sitt á
afskektum bæ, bjargarlaus. Hún
var og hrædd um að Sigriður hefði
orðið úti. Hana langaði til að
reyna að bjarga einhverju af
skepnunum, en sá að litlu mundi
him fá áorkað að koma skepnum
sínum heim á móti þvílíku ofurefli,
sem veðrið var. En það voru helzt
hrossin sem hún vonaði að geta
bjargað, þó mögur væru orðin. Um
sauðféð var ekki ið hugsa, ómögu
legt mundi að reka það á móti veðr-
inu, enda mundi það flest hrakið
undan. Hiin vissi að allir mundu
reynu að bjarga skepnunum sínum,
og það langaði hana til að gera líka.
En að skilja við barnið aleitt, það
var þyngri þrautin. . Hún vissi að
drengurinn var frábærlega stiltur,
enda vanur einveru við og við. Um
þetta hugsar hún nóttina og daginn
fyrsta. Þegar hún því sér sér fært
leggur hún af stað alein. Gengur
henni vel frá bænum, og guði fól
hún barn sitt á hönd, biður hann
um styrk til að geta bjargað ein-
hverju af skepnunum og að hún um
fram alt nái heim til bamsins síns
að kveldi og hitti litla drenginn sinn
heilan og glaðan.
Fyrsta daginn gat hún bjargað
hryssu frá dauða, hætti hún ekki
fyrri en hún kom henni heim, og
þurfti mikið þrek til þess. Varð þá
fagnaðar fundur, þegar hún fann
bamið sitt, drenginn, glaðan og
hreykinn. Sagði hann að sér'hefði
ekkert leiðst, því þegar hún hefði
verið farin, hefðu komið með sér
þrjú böm með gullin sín og verið
hjá sér að leika við sig þar, til að
hún hefði komið heim, þá hefðu
þau horfið undir borðið. Þetta
hughreysti hana svo að hún lagði
af stað dag hvern og bjargaði fyrir
líkamann sterkan og þol-
góðan.
Leikfimi er undirstaða allra íþrótta.
Menn eiga að bera sig vel við allar
iþróttir. Sogið brjóst,
hvelfdar herðar og dott-
andi höfuð, á aldrei að
sjást með íþróttamönn-
um.
1. Æfðu þig aldrei þegar þú ert
ekki vel heill eða þreyttur eftir
vinnu.
2. Láttu lækni skoða þig áður
en þú byrjar að æfa þig, hafirðu
einhvem tíma verið alvarlega veik-
ur.
3. Sofðu í hreinu lofti, að minsta
kosti 8 tíma á sólarhring.
4. Borðaðu góðan og auðmeltan
mat. Borðaðu með hægð og tygðu
fæðuna vel. Vertu aldrei of mettur
Borðaðu ekki strax eftir þreytandi
►ífingar.
5. Farðu oft í bað, en vertu ekki
lengi í senn í heitu eða köldu vatni.
6. Neyttu hvorki áfengis né
tóbaks.
7. Reyndu að draga andann
djúpt við allar æfingar. Eftir
þreytandi æfingar þá dragðu and-
ann djúpt nokkrum sinnum svo sem
eina mínútu.
Æfðu þig ekki þegar þú ert
svangur eða mettur.
9. í fyrstunni eiga æfingarnar
að vera auðveldar, en þyngjast
smátt og smátt.
10. Varastu að láta þér veröa
kalt. Vertu aldrei kyr þegar þú
ert sveittur eftir æfingu.
11. Drektu lítið þegar þú ert að
æfingum og þá að eins smá sopa í
hvert skifti. Betra að drekka þvi
oftar ef heitt er.
12. Drektu aldrei ískaldan
drykk.
13. Eftir æfingar eiga menn að fá
sér kalt bað, ef þess er lcostur, ann-
ars er gott að nudda sig með grófu
handklæði.
14. Æfðu þig skynsamlega.
Sértu þrekaður (hafirðu æft þig
mu of) þá verðurðu að hætta um
stundarsakir, þangað til þú hefir
náð þér alveg aftur.
15. Hafirðu þurft að leggja
niður æfingar um stundarsakir, þá
reyndu ekki að vinna þær upp með
því að æfa þig strangar þegar þú
ert heill orðinn, heldur áttu að fara
gætilega og ná þeim smátt og smátt.
Menn eiga að æfa sig skynsam-
lega og setja ekki máttartaugar
heilsu sinnar í munn úlfaldanum
með því að skella skolleyrunum við
heilum ráðum og þörfum.
Hafið þessi ráð hugföst og
breytið eftir þeim.
/þróttafélag Reykjavíkur.
$1,000,000 í boði:
Hver vill reyna?
í New York er auglýsingamanna-
félag sem heitir “The Sphinx Club”
Það hefir heitið $1,000,000 verð-
launum hverjum þeim sem finni
upp eitthvað af því sem hér er tal-
ið.
1. Nýtt eldsneyti fyrir bifreiðar
ódýrara en gasolin en eins gott.
2. Bifreiðar hringa sem ekki
geti göt stungist á og sem bíti sig
fasta og rífi sig áfram í bleytu eins
og hringar með keðju gera nú.
3. Lindarpenna sem ekki leki
með bleklind1 sem ekki geti helzt úr.
4. Skó sem kræktir s'éu að fæt-
inum með tveimur krókum en
hvorki reimum né hnöppum.
5. Kvennvesti (Corset), sem sé
þröngt og lagi sig eftir vextinum,
en ekki þurfi að reima.
6. Fataskáp sem pöddur eða
melur komist ekki í; með útbúnaði
til þess að eyða lykt.
7. Sjálfvinnandi vél til þess að
berja með gólfdúka, sem gangi fyr-
ir rafmagni og berji rykið úr dúk-
unum.
8. Gluggavímet sem vefjist upp
eins og blæja og auðvelt sé að taka
frá.
9. Gluggablæjukróka, örugga,
sem auðvelt sé að taka burt og ekki
skemmi viðinn.
10. Hálskraga (collar) sem ekki
þrengi að andrúminu og ekki þurfi
að hneppa.
11. Tvöfelt joðglas með beztu
gerladeyðandi og sóttverjandi lyfi
og bezta efni til þess að ná fljótt
úr blettum.
12. Ráð til þess að nota niður-
skomar rófur (carrots) í stað hveiti
eða mais svo að þær séu betri en
hitt hvort um sig.
Þrœlahald í Winnipeg.
Stúlka ein hér í Wininpeg heitir
Ida Bauslaugh. Hún er ein af
skoðunarkonum verksmiðjanna hér
í fylkinu. Fyrir fáum dögum
flutti hún ræðu á fundi háskóla-
kvenna hér í bænum. Skýrði hún
frá því að ungir menn og konur
ynnu hér í 54 stundir á viku eða
9 tíma á dag fyrir $2,00 til $3.00 i
kaup yfir alla vikuna eða um fjög-
ur cent á klukkutímann að meðal-
tali.
Flest er þetta fólk svokallaðir
útlendingar, en það er einnig nokk-
uð á meðal enskra.
Winnipeg hefir stækkað óðtun í
seinni tíð; hefir eftirlitið ekki verið
samfara vextinum og því ýmsar ó-
hæfur komist hér inn, sem tíðkast
í stærri bæjum heimsins og sem
verið er nú að reyna að eyðileggja.
En það er auðveldara að halda þess
háttar í burtu í fyrstu, en að upp-
ræta það þegar það hefir náð sér
niðri
Manneskja sem látin er vinna
fyrir 4 cent um klukkutíann er
sannarlega ekki betur haldin en
þrælar voru í fyrri daga, og er þetta
mál sem krefst skjótrar rannsókn-
ar og hálfvelgjulausrar endurbótar.
Flestir munu kannast við kvæðið
hans Tomasar Hood “Skyrtusöng-
inn”. Sú saga sem þar er sögð og
sú mynd sem þar er dregin, þykir
lýsa einum ljótasta bletti sem ver-
öldin eigi og nú er hann að ná sér
niður hér í Winnipeg.
Sir Ernest Shackleton.
Stríðið svo að segja gleipir alla
aðra viðburði, jafnvel þá sem allan
heiminn varðar um og í öl'lum lönd-
um væri á hvers manns vörum und-
ir eðlilegum kringumstæðum.
Sir Ernst Shackleton brezkur
landkönnunarmaður hefir verið í
suðurheimsskauts för og voru allir
prðnir úrkuia vonar um það að
hann kæmi aftur. Nú hafa þó loks-
ins komið boð frá honum og er
hann heill á húfi; er ta'Iið liklegt
eftir skeytum að dæma að allir
menn hans haldi lífi, þótt ekki sé
það með öllu víst.
Hann er staddur í Fort Stanley
á Falklandseyjum þegar hann send-
ir skeytið. Skipið sem hann fór á
hét “Endurance” og fórst það.í ís-
um, eða brotnaði svo að hann varð
að yfirgefa það í Waddelshafi 20.
nóvember í haust. Sjálfur komst
Shackleton og menn hans til
Elephant eyjar 14. apríl á bátum
eftir hungur og aUs konar hörmung-
ar og hrakninga. Þar gátu þeir
tæpast haldist við; fór því Shackle-
ton af stað og ætlaði til Suður
Georgia; voru 260 mi'lur að fara,
en hann skildi flesta menn sína eft-
ir á Elephant eyju undir forustu
manns, er Frank Wild hét. .
Shackleton fór af stað i þá för
24. apríl og fimm sjálfboðar með
honum. Áttu þeir útivist langa og
afar harða, en sáu loksins vestur-
strönd Suður Georgiu. Komust
þeir loksins í Hákonarfjörð. 19.
mai lögðu þeir af stað yfir eyna og
komu að hvalveiðastöðunum við
Straumnes 20. mai. Þar sömdu
þeir um það við norskt hvalveiða-
skip að fara og sækja hina menn-
ina. Um það vita menn ekki enn
hvemig sú ferð hefir gengið. Menn
Shackletons höfðu vistir til fimm
vikna þegar hann yfirgaf þá og leið
öllum vel.
Shacldeton segir frá þvi að hann
hafi fundið nýtt land; fór hann
Jram með ströndum þess við
Weddel hafið á 200 mílna svæði, og
er ströndin kölluð Caird strönd.
Eru jöklar, fjöll og fimindi á þessu
tlýja landi, og verður það viðbót við
Bretaveldi.
Frekari fréttir hafa ekki fengist
af förinni enn sem komið er, en al-
menn gleði er yfir því að Shackle-
ton skuli vera lífs og menn hans að
líkindum einnig.
Margt smátt gerir eitt stórt
jafnvel þegar um eldspítur er að ræða, þá ættu menn
að Kafa augun á smámunum. Viðartegundin, gæði
brennisteinsins, hversu hægt er að kveikja á þeim
EDDY’S ELDSPÍTUR
eru búnar til úr sterkum hreinum furuviði og svo vel
gerðar að í þeim kviknar frábærlega vel. Eddys eld-
spítur hafa verið til sölu í sextíu og fimm ár það er því
ekki að undra þó þetta félag kunni að búa til eldspít-
ur. Það er altaf óhætt að reiða sig á vörur sem Eddy
félagið býr til.