Lögberg - 08.06.1916, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚNI 1916.
5
AUGLÝSING
Manitoba-stjorninogalþýðumáladeildin
Greinakafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar.
Illgresislögin í Manitoba.
Ein af þeim lögum sem voru
endurskoðuö og breytt á síöasta
þingi, voru lögin um illgresi. Þessi
lög fjalla um mál sem er mjög
mikilsvert fyrir bœndurna. Og til-
gangurinn með því að semja þau
var sá aö fá lög sem sanngjamlega
væri hægt að framfylgja og vernd-
aö gætu varfæra bændur fyrir áhrif-
um hinna, sem hiröulausir eru, og
haldið framleiöslumagni jaröarinn-
ar eins fullkomnu og mögulegt væri
í Manitoba.
Það er margt í lögunum sem
sveitaráösmenn ættu sérstaklega aö
athuga, sömuleiöis járnbrautarfélög
þreskjarar og fleiri auk bændanna;
en þar er líka margt sem fjallar
um þær skyldur sem á bændunum
hvíla.
Þégar talað er um illgresi, er átt
við sílifandi þistil, Canada þistil,
rússneskan þistil og veltandi
mustarð. Telst þetta alt til fyrsta
flokks.
Þar aö auki venjulegan villi-
mustarð, haröeyrðan mustarð, vdli-
hafra, franskt illgresi, eöa óþefs
illgresi, falskan hör, stórt druslu
illgresi, smátt druslu illgresi, blá-
hafra, blákál, hrufukál, og legugras.
iÞétta heyrir alt til 2. flokks.
Ástæöan fyrir því aö þessu er
skift í tvo flokka, er sú, aö hinar
fjórar tegundir sem heyra til fyrsta
flokki breiöast fljótt út með vind-
inum, bæ frá bæ, ef þær vaxa á ein-
hverjum staö í héraði; eru því öll
lönd i hættu fyrir þeim sem eru í
nánd viö þaö svæði sem þau vaxa á.
Illgresið í öörum flokki er auð-
veldara viðureignar, þótt þaö sé
erfitt.
Þessi lög gefa mismunandi regl-
ur viö þaö sem til fyrsta flokks
telst og hitt sem tilheyrir öörum
flokki.
Það er talin skylda hvers land-
eiganda eöa ábúanda aö slá niður
og eyöileggja alt illgresi sem til-
heyrir i. flokki á landi hans og alt
illgresi sem tilheyrir hvorum
flokknum sem er á vegunum sem
meöfram liggja löndum hans, að
hálfu leyti, það er aö segja hans
megin á veginum, og gera þaö milli
i. maí og 15. nóvember, eins oft og
þurfa þykir, til þéss aö koma í veg
fyrir útbreiðslu illgresis sæðisins.
jTil þess aö framfylgja lögunum í
hverri sveit, þarf að hafa illgresis
umsjónarmenn í sveitinni, sem út-
nefndir séu af 6veitarstjóminni.
Er það skylda þessara umsjónar-
manna, þegar þeir finna illgresi,
sem líklegt er að sæöi berist frá, aö
krefjast þess aö þaö sé eyðilagt.
Ef einstaklingur sá eða það fé-
lag sem hlut á aö máli svíkst um að
eyöileggja illgresiö, þá varöar það
hegningu. Sömuleiöis hefir slíkur
umsjónarmaöur vald til þess aö fara
inn á landið og sjá um að illgresi
þaö sem talað er um og heyrir til
1. flokki sé eyðilagt, og skal kostn-
aður við þaö innheimtur meö skatti
af landinu.
Stundum getur það viljaö til aö
ekki sé hægt aö eyðileggja illgresi
nema meö því aö eyðileggja upp-
skeruna af landinu. Þegar svo vill
til þá skal umsjónarmaður tilkynna
sveitaroddvita eöa einhverjum
sveitarstjómarmanni og krefjast
þess aö þeir skoöi akurinn. Ef
sveitarstjómar manninum sýnist
svo aö eyðileggja veröi uppskeruna,
skal umsjónarmaðurinn tafarlaust
sjá um aö það veröi gert; ef ööru-
vísi er litið á, þá skal skjóta málinu
til einhvers af fylkis umboösmönn-
um fþeir eru þrír) og er úrskurður
hans algildur.
Umsjónarmaöur illgresis á aö
gefa skýrslu til skrifara sveitarinn-
ar og einnig til fylldsstjómarmanns
yfir illgresi, og skýra þeim frá öll-
um löndum eöa árbakkalóðum, sem
illgresi er á. Ákvæöi eru fyrir því
aö þar sem þess þyki þörf og land
er illa farið af illgresi, þá sé eig-
andanum bannaö aö leigja það
nokkrum öörum. Sé slíkt land leigt
og sá verður fyrir skaöa er á leigu
tekur, skal eigandinn greiöa honum
fullar skaöabætur.
Margar greinar laga þessara
fjalla um þá vernd, sem bóndinn
fær fyrir því að útæðlskaupmenn,
fóöursalar, komhlööu- og mylnu-
eigendur og aörir brjóti lögin.
Mjög mikils viröi er einn nýr
kafli laganna (35), sem hljóöar
þannig:
“(1) Hver sem er í fyikisum-
boðsnefnd fyrir illgresi, getur lagt
skatt á land sem hann veit aö ligg-
ur undir skemdum af illgresi sem
tilheyrir 1. flokki; sá skattur skal
ekki fara fram úr 50 centum á ekru
hverja af því landi sem illgresiö er
i; skal hann tilkynna skriflega eig-
anda eöa ábúanda landsins þennan
skatt, og um leið í sömu tilkynningu
skýra frá hvaöa reglum skuli fylgja
til þess að eyöileggja illgresiö; og
skal það vera skylda sveitarstjórn-
arinnar, þar sem slíkt land er, þeg-
ar hún fær þess konar tilkynningu
frá umboðsmanni fyllds'stjómarinn-
ar aö fá tilkynninguna í hendur
skrifara sveitarinnar og láta hann
koma skattinum á lista innheimtu-
manns sveitarinnar, svo hann viti
af hvaöa landi eöa löndum slíks
skatts skuli krefjast, og skal þetta
innheimt á sama hátt og aðrir
skattar, sem sveitin leggur á, án
þess aö þörf sé á nokkrum auka
lögum til þess.
"(2) Þegar eftirlitsmaður sveit-
ar vill leggja svo til, skal sveitar-
stjómin afturkalla eða endörborga
slíkan skatt eöa part af honum, sem
réttlátt þykir, ef eigandi eöa félag
hefir gert þær ráðstafanir illgresinu
til upprætingar, sem til eru teknar
í skrifuöu skjali til hans, þar sem
bent er á aðferð til upprætingar því
illgresi sem um er að ræöa, um leið
og tilkynning skattsins var send, og
skal þá innheimtan breytast sam-
kvæmt því ákvæöi.
Þessar eru sumar af aöalreglum
laganna. Þeir sem lögunum eiga
að framfylgja láta sér mjög ant um
að ikomast hjá öllum illdeilum eöa
valdboðum í sambandi viö lögin, og
ler aöalstarf þeirra aö hjálpa þeim
sem illgresi hafa á ökrum sínum til
þess aö losna viö þaö. Sveita um-
sjónarmönnum er kent að gefa
bændum alla mögulega aðstoð til
þess aö eyöileggja illgresið á hag-
kvæman hátt. En þar sem hætta
er á aö rétti einhvers sé traðkað
með því að einhver annar láti ill-
gresi vaxa í nánd viö hann, þar
verður lögunum beitt.
Heine man vel hver hann er, og með
réttu, enda ríður engum eins á því
og útlaganum. Hann hefir ort
“Þýzkaland”, þar sem Kristján
kveöur “Frón”, en svarar:
Eg er skáld, á Fróni fæddur,
Á Fróni kunnur hverjum manni—
Þégar mestu manna er getið
Mín er líka getið, svanni!
Hve maíini finst þetta dýrlegt og
djarft, eins satt og þaö líka er. En
svona má enginn tala nema skáld,
og Guðmundur Finnbogason telur
sig ekki skáld, og þá er nóg sem
nægir. Einhver má því segja þaö
sem satt er, en Guðmundi er varnaö
aö segja um sjálfan sig: Þegar
merkustu Islendinga, sem nú eru
uppi, er getiö, er hans getið.
Haldir þú eg segi þetta einungis til
að gera Guðmund gildan, máttu
þaö mín vegna. En, eg ætlaði aö
syndga stærra en þaö, og svona er
þaö: Viö höfum dubbað Vestur-
heim “tækifæranna land”, aö auk-
nefni, og eg er ekki aö deila á þaö,
með því viljum viö í ljósi láta, aö
hér þurfi góöir hæfileikar manns,
hvorki fjár né fulltingis, til þess aö
njóta sín, eins og hjá eldri þjóöun-
um. Sé maður af íslenzku bergi
brotinn, mæti maöur Guðmundi
Finnbogasyni og muni æskuhaginn
hans, vex manni dirfö og segir:
Island er líka oröið “tækifæranna
land”.
Guðmundur er góöur talsmaöur
síns máls. Á ræðupallinum sópar
af honum. Hann er skýrmæltur,
og áhuga-ylur og alvöruafl í rödd
hans. Þar bregður aldrei fyrir
tómahljóðinu, sem maöur merkir
stundum í ræöum skrúömælskustu
manna. Samt er hann faguryrtur
og svo ljósorður, að þó hann fari
meö öröugt efni, sem okkur hinum
kom aldrei í hug né hjarta fyr,
leikur hann þetta svo léttilega inn
í oklcur, að við höldum, aö vér höf-
um alténd vitaö þetta, og þökkum
honum lítiö fyrir, að vera aö bera
í bakkafullan lækinn. Þessa kennir
þó oftar i ritum hans ýmsum, en
í ræöunni hans nú, hún er meira
algengs efnis. Eins torveldur eins
og eg kvaö vera, skal eg hér kann-
,ast viö þaö, aö mig grunar, aö það
sé stundum engu minna erfiði, aö
flytja mönnum örðugt efni meö
fleiri orðum en manni sjálfum
væri þörf á, og án þess þó að fimb-
ulfamba neitt, heldur en hitt kann
aö reynast, aö “segja fá orö i fullri
meiningu”.
Þaö hlýtur aö hýrga hvem þann
sem nokkuð er kvæöakær, hvílik
ógrynni af íslenzkum ljóöum Dr.
Guðmundur Finnbogason man,
bæöi aö fornu og nýju, úr krókum
og kymum kveðskaparins okkar,
■ jafnvel þar sem maður heföi sízt
búizt viö, aö hann heföi hnýst um,
og hversu vel honum er viö þaö alt,
sé nokkurt lag á því, þó sitt sé úr
hverjum handraöanum gripiö. Þessu
bregður fyrir í ritum hans og ræö-
um. Eins og íslenzkur ræðari raul-
aöi fallega siglingavísu- viö árina,
til aö greiöa róöurinn, eins lætur
Guömundur íslenzku ljóðin sin létta
undir með sér, eða hann hvílir huga
sinn á þeim.
Mig hefir annars oft undrað,
hversu hægt heimatak íslenzkt ljóð
á, i muna heima öldu mannanna,
þeirra sem ekki þykjast yrkja
sjálfir. Þó nokkrum sinnum, hefi
eg séð það hér í kaupstað, inni i
veitingahúsi, aö aldraöur Islend-
ingur, sem einhvers er aö bíða, sezt
utanvið gestahópinn, og fer að raula
vísu viö sjálfan sig. Slæpingamir
í kringum hann, sem ekkert skilja
hvaö hann sé aö fara meö, þagna
og horfa til hans meö heimsku-
brosi, þeir ímynda sér aö hann sé
augafullur, vel á vegi aö verða vit-
laus, en efa sig við, hvemig eigi aö
taka þetta, eru flestir meinleysingj-
ar, og búast líka bráölega viö ein-
hverju stærra og greinilegra tákni
um ölæöi þessa útlendings, sem
gaman megi gera aö. En mér er
dillað, eg er sá eini sem veit, að karl-
inn er éins og hann á aö sér, enda
sér enginn ókunnugur neitt vín á
honum ef á hann er yrt, eða þegar
hann stendur upp og fer.
Þegar Dr. Guðmundur haföi lok-
ið löngu erindi og snjöllu, um viö-
hald íslenzkunnar vestan hafs', stóö
Stefán Guðmundsson upp, sneri sér
til forseta, og baöst leyfis, aö stinga
uppá, aö þakkaratkvæð'i væri veitt
Guðmundi, kirkjufélaginu og þeim
mönnum heima, sem gáfu doktorn-
um orlof til farar sinnar hingaö.
Stefán kvaöst enga ræöu ætla sérj
en gizka aðeins í hug áheyrenda,
aö þeim myndi gremjast ef enginn
bæri upp svona uppástungu, og
hugsa um sig, sem tannhvassastur
þætti, þaö sem Skarp'- — heima
hrósaöi sér af foröum, ab:
Þágað gat eg þó meö sann,
Þégar hún Skálholts kirkja brann.
Ekki þó þannig skilið, aö Guö-
mundur Finnbogason myndi vilja
brenna néina kirkju, aöra en trölla-
kirkju hleypidómanna. Við vissum
öll aö hann væri heimspekingur aö
lærdómi, en fyrir okkur veföist
stundum hverskonar speki þaö væri,
en sagt gæti maður sína ímyndun.
Viö mennirnir stæöum nú hér á of-
urlitlum skika, sem viö þektum ögn
til, en meö Kyrrahaf fortiðarinnar
að baki, og Atlanshaf ókomna
tímans fram undan. Reyndar
stæöi þessi landafræöi ögn á höföi,
en væri meö vilja gert. Þrátt fyr-
ir alla bölvun væri sin trú sú, aö
mannkynið væri enn aö ferðast móti
morgninum en ekki kveldsetrinu.
En viöfang heimspekinnar væri: frá
öllu sem viö þektum á okkar reit,
aö ráöa það af landslagi og lækja-
drögum, hvaöan uppspretturnar
kæmu og hvert þær rynnu, jafnvel
aö miða sér frá því, flóð og fjörur,
útviö strendur eilífðarinnar.
Ekki dytti manni i hug aö Guö-
mundur Finnbogason, né nokkur
annar, myndi nokkurntíma leita í
öllum vösum tilverunnar, og sýna
okkur alt sem þar lægi, enda hefði
maður grun um, aö hún værí svo
töfrótt aö hún bæri ekki alltið sama
hlutinn í sama vasanum, og af því
kynni aö geta leitt, aö heimspeking-
um ber ekki alténd saman, en mik-
iö og þakkarvert heföu þeir þó
komist yfir.
Ekki sagöist Stefán myndi fara
neinum orðum um viðhald íslenzk-
unnar hér, sveitarmenn hér vissu
vilja sinn um þaö. Fyrir mörgum
árum kvaðst hann hafa dottið ofan
á grein í blaöi. Hún var lýsing á
fólki í lítilli sveit, einhversstaöar á
ströndinni nálægt Nýju Jórvik í
Bandaríkjunum. Greinarhöfund-
inn furðaði, aö þar hét annarhvor
bóndi Jones en hinn Stnith, að kalla
mátti, og því fremur, er hann komst
að, aö upphaflega voru þeir
hollenzkir aö kyni, en svo stóö á
nöfnunum, aö endur fvrir löngu,
er frumbýlingarnir settust þar aö,
fluttust þeir yfir hafið með enskum
skipum og enskum skipstjórum, en
þegar vestur kom, vildu þeir Hol-
lendingar sem fyrst verða amerísk-
ir. Til að flýta fyrir því, lögðu þeir
niður 'hollenzku nöfnin, en tóku
hver fyrir sig upp ættamafn þess
skipherra sem hann kom með.
Amerikumaðurinn, sem um þetta
ritaði, hældi þessu fólki, sjálfsagt
með réttu, en sérstakiega þó fyrir
þessa ákefö, aö veröa sem fyrst
amerískt Eitt kvað hann þó und-
ur, um jafn merka menn, þeir heföu
ekki í manna minnum eignast
nokkurn mann sem á hefði boriö
utanhéraös, en búiö þarna þó und-
ir heila öld. Stefán, sagði, að fyrir
sitt leyti væri sér auðséð, hvers-
vegna þaö fólk ekki hefði eignast
neinn merkan mann, sem geröi sér
það svona létt fyrir, að umskapast.
Forseti bar nú upp tillöguna, var
hún samþykt, eins og siður er til
og eindregiö.
Þá gat formaöur þess, aö ekki
væri inngangseyrir settur á svona
samkomur, en samskot gætu menn
gert. Til þess buöu sína umgöngu
þeir Johann Björnsson og Ófeigur
Sigurösson.
Næst bauð forseti öllum þing-
heimi umræöur, kvaddi til þess
nokkra menn með nafni, sem svör-
uðu því ýmislega. Jóhann Björns-
son fyrrum póstafgreiðari á Tinda-
stól, vékst vel undir máliö, og talaði
lengst af ‘héraösmönnum. Kvaöst,
til dæmis, ungur hafa lofast Alberta,
en í því heitoröi heföi hvergi staö-
iö, aö hann mætti ekki láta sér ant
um móöurjörð sína ísland, enda
væri þaö ekki afbrýðis-efni, því
Alberta ein myndi að mestu leyti
erfa æfistarfiö sitt. Hér væri ís-
lenzkan býsna föst í sessi, svo aö
yngra fólkið ritaöi hana enn jafn
vel hinum eldri, en meö fegurri
hendi. Vitni um þaö bæru bréf frá
dóttur sinni, sem nú byggi í fjar-
lægð og viö enska tungu. Lestrar-
félag hér héldi líka viö, meö 500
til 600 bindum af íslenzkum bókum.
Einhverntíma myndi líka íslenzkan
vestan hafs líða undir lok, yröi þaö
okkur tjón en íslandi tekja, því þá
yröu allar sögurnar okkar þýddar
á enska tungu, svo mikið myndi
þykja til þeirra koma, aö þó málið,
sem á þeim er, hyrfi hér, myndi
kynslóðin ekki vilja án þeirra vera.
Líka flutti Jóhann doktor Guö-
mund, vísur eftir sig, en eg man
þær ekki svo eg megi með þær fara,
né fylgdi ræöu hans sem skyldi, eg
var þá að telja “collectuna” meö
S 6 L S K I N.
forsetanum, og að sýsla meö pen-
inga er eitt af mínum vandræöa
verkum. Eg bið Jóhann að fyrir-
gefa, hafi eg hraflaö hjá honum
eitthvað öfugt, hann er fréttaritari
“Lögbergs” hér, og á létt með aö
leiðrétta mig.
Undir fundarlok geröi séra Pét-
ur Hjálmsson þá tillögu, aö forset-
anum, W. H. Paulson, væri þökkuð
frammistaðan með atkvæðis-
greiöslu. Til þessa risu allir á fæt-
ur. En forseti þakkaði fólkinu
fjrrir góöa aösókn og samskotaféð.
Svo var þessu þingi slitiö, meö aö
syngja “Eldgamla ísafold”, og
“God Save the King”, en ungfrú
Lára lék lagið.
Um kveldið, kom hér einnig
Hannes M. Hannesson, lögmaöur
frá Winnipeg. Hann er nú her-
maður, undirforingi, að mig minn-
ir, í norrænu herdeildinni, sem ver-
ið er að fylkja upp í Winnipeg, og
kom hér i hennar erindum. Hannes
er ljúfmenni og vel þokkaður, hvar
sem fer, og fer eflaust vel meö slíkt
vandræöamál sem hann hefir nú á
höndum. Hann hefir aldrei komiö
hér áöur, en á hér frændlið allmargt,
auk þess sem flestir þekkja til hans
sem efnismanns. Hversu sem hug-
ir manna og hagir hér kunna aö
standa til þessarar styrjaldar,
mundu sumir hafa óskað, aö viö-
dvöl hans heföi orðið nokkru
lengri, en hann dvaldi hér ekki
nema hánóttina, því morguninn
eftir, hinn 23., kvöddu þeir okkur
gestirnir þrír, og héldu saman
norður til Edmonton.
Þegar glaöir gestir hverfa, finst
manni í svipinn, að þar sem aö þeir
dvöldu viö, komi maður nú aö kof-
unum tómum.
Stephan G. Stephansson.
Markerville, Alta., 31. maí 1916.
LEIÐRÉTTING.
I kvæði S. J. Björnssonar “Can-
ada”, eru þessar villur: I þriöja
versi, 4. hendingu, orðið Valor, les
Valour; í 5. hendingu, oröiö Noble,
les Nobly; í 7. hend., orðiö So, les
Is; í 8. hend., oröið Nur, les Our,
og síðasta oröiö Save, les Safe.
Kona nokkur, Margaret Gilmour
að nafni, sem heima átti að 437
Don Ave., hvarf frá heimili sínu
fyrir hálfum mánuði frá manni og
fjórum börnum; hefir ekkert spurst
til hennar síðan.
Um $3,000,000 er áætlað að enn
þá þurfi til þess aö fullkomna
stjómarbyggingarnar. Mikiö af
því sem Keliy haföi látiö gera var
svo svikið að það varö að rífast og
byggjast af nýju.
Einn blettnrinn enn.
Stór og svartur blettur—einn enn
—féll á Canada þjóöina á föstudag-
inn. Þá var hengdur maöur hér í
Winnipeg. Hann hét Bill Seminuk.
Var hann kærður um aö hafa myrt
mann 10. júní 1915, sem John
Wyszuowski hét; var sagt aö hann
lieföi verið í samsæri meö konu
hins myrta manns og heföi vingott
verið milli þeirra. Éngar sannanir
höfðu þó fengist í málinu. Aöal-
likurnar voru þær aö för sáust
þaö nokkrum skepnum, og altaf
sagöi drengurinn henni aö til sín
kæmu sömu bömin og væru hjá sér
meðan hún væri í burtu, en hyrfu
ætíö undir borðiö þegar mamma
hans kæmi heim.
Þegar Þórunn sagöi mér þessa
sögu, sagöi eg viö hana að dreng-
urinn hennar mundi veröi láns-
maður, aö guð mundi bjóöa engl-
um sinum aö varðveita hann á veg-
um hans. Þetta hefir ræzt. Hann
er gæfumaður þaö sem af er æfinn-
ar, vinsæll og vel efnaður, á góöa
og gáfaða konu og orðinn hrepp-
stjóri i Landsveit.
Síðastliðinn vetur talaöi eg viö
Guðmund og bar þetta þá á góma.
Mundi hann ekkert eftir þessu, sem
ekki var von til af svo ungu bami,
en móðir hans hafði sagt honum
þessa sögu þegar hann var orðinn
stálpaður. Sagöist 'hann vera viss
um aö sagan væri sönn, því móöir
sín heföi verið sannor og vönduð
í öllu. Og þann sama vitnisburð
gef eg hinni góðu, látnu konu, af
þeirri viðkynningu, sem eg haföi
af henni. Því kom okkur saman
um að láta prenta söguna.
Ritað 13. júní 1915.
Guðrún Jónsdóttir,
(frá Minna-Núpi).
Athugasemd. Rúna Guömunds-
son frá Árnesi hefir sent Sólskini
þessa sögu, skrifaða upp úr “Heim-
ilisblaöinu”. — Ritstj.
Hlýyrði til „Sólskins"
Bjarta sólskins blaöið nýtt
ibömum gæöi færir,
innihalds þess alúö prýtt
ungdóms fræði nærir.
Sólskins blaöið sáir þvi,
sálar kjarna björtum
unaðs geisla glæöir í
góöra barna hjörtum.
Þess á vegum vinsæld grær
vafiö tíum þrifa.
íslending það unun ljær
— auðnist því aö lifa. —
Sig. G. Gíslason.
Leslie, Sask., 25. febr. 1916.
Kæri ritstjóri Sólskins.
Eg eT þér hjartanlega þakklát
fyrir Sólskiniö.
Mig langar að senda Sólskini
þessa smásögu “Snjótitlingar”.
Skriftin mín er stafa stór
stílað illa letur,
hún er eins og kattar klór
eg kann þaö ekki betur.
Meö vinsemd og viröing.
Kristín Bjóla, 12 ára.
Snjótitlingar.
Litlu snjótitlingar! komið og tín-
iö brauðmolana, sem eru á fjölinni
utan viö gluggann. Þið þurfiö
ekki aö vera hræddir viö mig, eg
skal ekkert ilt gera ykkur. Eg fékk
þessa mola frammi í búri hjá
mömmu; þaö er nær aö þiö fáiö
þá en aö þeim sé fleygt. Pabbi
festi þessa f jöl fyrir utan gluggann.
Nú þarf ekki annað en opna hann,
til þess að gefa ykkur mat. Komið
þegar þið eruð svangir og kaldir,
eg skal altaf hafa mola á fjölinni
handa ykkur.
Kristín litla sendi uppdrátt með
þessu, en hann gat ekki komið. •—
Ritstj.
þangað sem lík hins dauða fanst og
reyndust skórnir af Seminuk mátu-
legir í þau. En hverjum heilvita
manni má vera þaö ljóst, aö þótt
það séu óneitanlega líkur, þá er þaö
alLs ekki sönnun, meö því að hér
eru skór keyptir af mörgum meö
sama lagi og gerö og stærö.
Dómarinn segir aö Seminuk hafi
fyrir rétti játaö á sig glæpinn, eöa
svo hafi maður sagt sem túlkaði
fyrir hann, en sjálfur bar hmn
dauðadæmdi maöur á móti því. Var
hann rólegur alla tíö og flutti 3
mínútna ræðu um leið og hann var
leiddur aö gálganum og lýsti því
yfir að hann væri meö öllu saklaus.
Maöurinn haföi verið í varðhaldi í
heilt ár og var honum borin þar
ágætlega sagan; hafði komiö sér
fyrirtaks vel. Að dæma mann til
dauða eftir sönnunum er óguðlegt
og rangt, en aö dæma mann til
dauða eftir líkum er þúsund sinn-
um verra.
Island og Danmörk.
“Nokkrir Danir og íslendingar,
sem búsettir eru í Danmörku,
hafa stofnaö félag er nefnist
“Dansk-islansk Samfund” (dansk-
ísienzka félagiö).
Tilgangur félagsins er aö breiða
út þekkingu á Islandi hjá hinni
dönsku þjóð, og þekkingu á Dan-
mörku hjá hinni íslenzku. Félag-
ið mun leita samvinnu við félög
með líku markmiði á Islandi og
annarsstaðar á Norðurlöndum.
Verkefni félagsins er:
a) Að auka fræösiu um Island í
Danmörku og um Danmörk á Is-
landi, svo sem meö blaðagreinum,
kenslu í skólum, útgáfu fræðandi
smárita og bóka, — með því að
stofna til kynnisleiðangra til ís-
lands frá Danmörku og ef til vill
einnig frá Islandi til Danmerkur, og
meö því aö gangast fyrir sending-
um danskra fyrirlestramanna til Is-
lands og íslenzkra til Danmerkur.
Félagiö vill einnig vinna að því
að þekking og lestur íslenzkrar
tungu aukist í Danmörku.
b( Aö stuðla aö því aö Islend-
ingar í Danmörku kynnist betur
en áður högum Dana, einkum í
landbúnaöi, svo sem við • lengra
eöa skemri dvalir úti um sveitir þar,
ef til vill einnig meö því aö reynt
sé að koma á námsskeiði handa ís-
lendingum viö lýðháskóla o.fl. því
um líku. Einnig með því að leiö-
beina Islendingum, sem kynnu að
leita mentunar og atvinnu í Dan-
mörku, svo og Dönum á Islandi.
Vér undirritaðir skorum hérméð
á menn, að þeir gangi í “Dansk-
islansk Samfund”, til þess að
styðja starfsemi þessa í þá átt að
efla viðkynningu hinna dönsku og
íslenzku þjóöa.
Félagsgjaldið er 2 krónur.
Þeir sem vilja ganga í félagið
snúi sér til undirritaðra.
I stjórninni eru:
—Vísir.
Aage Meyer Benedlctsen,
rithöfundur.
Frú Astrid Stampe-Feddersen.
Finnur Jónsson, Arne Möiler,
prófessor. sðknarprestur.
Alfred Ponlsen, Jón Sveinbjörnsson,
lýöháskðlastjri. kmjkr. cand. jur.
Túllníus,
íslenzkur kaupmaSur.
Nviav* irXfnkÍV/r^» timbur, fjalviður af öllum
i^yjar vorubirgðir tegundum, geirettur og ala-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarina.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
----------- Limitad ----------———
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
SEGID EKKI
“EG GET KKKI BORGAB TANNIiÆKia JíO.’*
Vtr vitum, &8 nfl gengur ekki < &B öakum og erfltt er &B elcn&et
ikHdln|& Bf til vlll, er oea þ&C fyrir beitu. p&B kennir oee, eem
rerBnm &6 Tinna fyrlr hverju centl. &8 meta glldi penluga.
MINNIST þeee. &B dalur sparaBur er d&lur .nninn.
MINNIST þess elnnlg, &8 'i'icNN ilK era oft melra vtrtt en peninanr.
HKII.BRIGÐI er fyrsta epor U1 h&mlngju. Jv! verBlB þér *8 vemda
TENNUR.NAR — Nú er timlnn—hér er staB.rinn UI &8 lita gere vM
tennur yfiar.
Mikill sparnaöur á vönduðu tannverki
KIN8TAKAR TKNNUR $5.00 HVKR BKSTA 23 KAR. GUIJj
»5.00, 22 KARAT GUIiLTENNUR
Verfl vort ávalt óbreytt. Mörg hnndruð m&nne nota eór hlti lága vesfl.
HVKRS VEGNA EKKI pC 7
Fara yðar tilbúnu tennur vel?
eB* ranga þnr lBulega ör ekorBum? Bi Þ»r *er* þ&B, flnnlB þá t&n&-
lakn&, sem reta gert vel vlB ten.ur jrB&r fyrlr veegt verfl.
EG dnnl yflnr sjálf.r—NotlB flmtán árs reynHu vora vtfl tasslirflmluss
»8.00 HVAI.BEIN OPIB A KTðhDUU
DE. PAESONS
MoGRBBVT BLOCK, PORTAGB AVB. TeMónn M. 8BB. Uppt yftr
Gr&nd Tmnk f&rbrófa sArtfstofm.
BARNABLAÐ LÖGBERGS
I. AR.
WINNIPEG, 8. JÚNÍ 1916
NR. 36.
Anna týndi bróður
sínum.
En honum var gefið aö boröa og
drekka, því hann var bæöi svangur
og þyrstur; svo var komiö meö lít-
inn kött handa honum til aö leika
Niðurlag.
Árni svaf vært og lengi, en and-
ardrátturinn var dálítið óregluleg-
ur eftir ekkann, þvi hann haföi
grátið svo mikið. Loksins vaknaöi
hann og kallaði á mömmu sína.
Hann mundi náttúrlega ekkert
eftir því aö hann haföi sofnað ann-
arsstaðar en heima hjá sér og hon-
um leið ósköp illa fyrst í staö, þeg-
ar hann sá ekkert nema ókunnugt
fólk í kringum sig.
sér við, og alls konar barnagull.
Ámi byrjaði að leika sér að öllu
sem honum var fengið, en það var
eins og hann eirði ekki við neitt;
hann kastaði því frá sér eftir stutta
stund, leit alt í kring um sig, beygði
af og fór að gráta. Helzt var þaö
samt litla kisa sem hann gat unaö
viö öönt hvoru, því þaö hittist ein-
mitt þannig á aö hún var svo lík
litla ketlingnum hans.
Fólkiö sem Ámi var nú hjá vom
i