Lögberg - 08.06.1916, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚNI 1916.
The Swan Manufacturing Co.
býr til hinar velþektu súgræmur „Swan
Weather Strips“. Gerir við allskonar hús-
gögn. Leysir af hendi ýmiskonar trésmíð-
ar. Sérstök athygli veitt flugnavírsgluggum
hurðum og sólbirgjum (Verandas).
Vinnustofa að 676 Sargent Ave. Tals. S. 494
HALLDOR METHUSALEMS
Or bænum
Séra H. J. Leo prédikar í Skjald-
borg næsta sunnudagskveld kl. 7-
Þeir sem enn eiga ógerða
skilagrein fyrir þær kirkju-
þings gjorðabækur er þeim
hafa verið sendar til) útsölu,
eru hér með vinsamlega beðnir
að gera það hið allra fyrsta til
féhirðis kirkjufélagsins.
Steingrímur K. Hall hljómleika
kennari og kona hans fóru suöur til
NortSur Dakota og héldu þar söng-
og hljómleika samkomu 22. maí a5
Gardar; er mikiö látiö af því þar
syöra hversu vel þeim hafi tekist.
J. S. Thorsteinsson leikhússtjóri
frá Wynyard kom hingað nýlega;
kona hans var veik hér á spítalan-
um. Henni líður nú vel.
Jóhannes Jóhannesson frá Wyn-
yard kom til bæjarins fyrra þriöju-
dag; hefir veriö þar í vinnu um
tima en er nú aö fara vestur til
Sewell með 108. herdeildinni. —
Sáning sagöi hann að væri svo aö
segja um garö gengin þar vestra
og útlit hiö allra bezta.
var þar vinnumaöur í eitt ár.
(Þeir Þorsteinn Jónsson frá
Siglunesi og FriÖfinnur Jónsson
frá Reykjavík komu til bæjarins
nýlega. Voru þeir á ferö út aö
Winnipegvatni og ætla aö dvelja
þar í sumar viö fiskiveiðar.
Dr. Guömundur Finnbogason
kom vestan frá Argyle á miðviku-
daginn; hafði haldið þar fyrirlestur
á ýmsum stööum og aösókn allstað-
^r verið ágæt. A. S. Bardal var
með honum i þeirri för.
Menn eru beðnir aö hafa þaö í
huga að ekkert verður hér eftir
tekiö í blaðið nafnlaust, hvort sem
þaö er í bundnu eöa óbundnu máli,
ef það er aö einhverju leyti per-
sónulegt.
Hallgrimur Jósephson frá Elfros
kom til hæjarins 31. maí og fór
heim aftur 2. júní. Hann hefir leigt
lönd sin í þrjú ár og gengiö í herinn,
223. deildina. Verður hann vestur
frá um tíma og kemur svo aftur
alfarinn hingað. Útlit vestur frá
sagöi hann hiö allra bezta.
F. W. Finnsson frá Wynyard
Jcom sunnan frá Dakota 31. maí
ásamt ungum syni sinum. Hafði
hann verið þar syöra um mánaðar
tíma hjá vinum og skyldfólki. For-
eldrar hans Sigfinnur og Sigurlaug
frá Milton og dóttir þeirra komu
með Finnssyni og eru aö flytja al-
farin til Wynyard. Finnsson sagöi
sáningu hafa verið i seinna lagi i
Dakota sökum rigninga.
Opinbert uppboð
á Gimli
Uppboö verður haldið á húsgögn
um og áhöldum Como hótelsins á
Gimli, Man. þar á staðnum 17. júní
næstkomandi og byrjar kl. 2 e.h.
Á meðal þess, sem selt verður á
þessu uppboði eru 12 drykkju-
stofustólar, 14 glugga hengjur
(curtains); olíugólfdúkar, diskar,
matstofu borö, matstofu stólar,
borödúkar, rúmföt, eldavél, mynd-
ir, nafnabók fyrir hótel, glös,
gluggablæjur, lampar, þvotta áhöld.
rúmstæði, kommóður og þvotta-
standar, og margt fleira, sem of
langt yröi hér upp að telja.
Til frekari upplýsinga er mönn-
um vísað á Hull, Sparling &
Sparling, 325 Main St., Winnipeg.
Ef þig langar til að eignast mál
verk af sveitinni þinni eöa sam-
erðamanninum—einhverju þvi, sem
er þær svo kært, að þú vilt geyma
en glata eigi, þá getur þú fengið
smámynd' þinni (ljósmynd) bréf-
spjaldi, o. s. frv.) breytt í stóra
mynd, fyrir mjög sanngjamt verö,
hjá Þorsteini Þ. Þorsteinssyni, og
hýrgað upp herbergið þitt, meö lífi
því, sem höndin og litirnir skapa.
í æfiminningu Alberts Þiöriks-
sonar í Lögbergi er sagt að þau
hjón hafi búið eitt ár á Hólum í . .
Hjaltadal, en þaö er ekki rétt. Hann ins * laugardagmn og dvaldi her
Guttormur Guttormsson skáld
frá Islendingafljóti kom til bæjar-
fram yfir helgina. Hann heimsótti
Þorstein Þorsteinsson á sunnudag-
inn og er sagt að fokið hafi kviö-
lingar óspart þá stundina
Bamastúkan “Æskan’' heldur
skemtiför (Picnic) á laugardaginn.
Veröur safnast saman heima hjá
Guörún Búason á Victor stræti kl
2,15 e.h. og farið þaðan út í skemti-
garö bæjarins fCity Park). Öll
börn stúkunnar ættu að vera meö i
þessari ferö—það verður regluleg
skemtiferö.
Sigurbjörn Jóhannssbn frá Fóta-
skinni kvaö eitt sinn þessa vísu, að
fögn Jóns Friöfinnssonar:
Vínið hressir hyggjuveldi,
hlekkjum böls eg vefst;
þó—aö slökkva eld meö eldi
illa flestum gefst.
Ritstjóri Lögbergs skrapp norö-
ur til Árborgar á föstudaginn til
þess aö vera þar á skemtisamkomu,
er kvenfélagið hélt og kom hann
aftur næsta dag. Þaö var glatt á
hjalla þar um kveldið, eins og
vænta mátti. Samkoman var sér-
lega íslenzk. Þorsteinn Sveinsson
las upp tvö kvæði eftir Pál Jóns-
son og lék samhliða lestrinum ;
höfðu menn því kvæðisins miklu
fyllri not en ella. Mrs. Tr. Ingjalds-
son Ias upp kvæði og flutti stutta
tölu í sambandi viö þaö. Kvaðst
hún sjálf hafa þekt persónulega
konu þá sem kvæöið heföi verið ort
um og væri það svo aö segja bók
staflega sannsögulegt. Islenzkir
söngvar vora sungnir af vel æföum
flokki er Mrs. S. Sigurðsson lék
undir á hljóðfæri. Samkoman var
fjölmenn.
Eg hefi nú nægar byrgðir af
granite” legsteinunum “góðu”
stööugt viö hendina handa öllum,
sem þurfa. Svo nú ætla eg aö biðja
þá, sem hafa verið aö biöja mig um
legsteina, og þá, sem ætla að fá sér
legsteina í sumar, aö finna mig sem
fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist aö
gera eins vel og aðrir, ef ekki betur.
Yðar einlægur.
A. S. Bardal.
Eins og auglýst var í síðasta
blaði fer fram barnaskemtun í
Goodtemplarahúsinu í kveld
(fi'mtudag), undir umsjón barna-
stúkunnar Æskan. Skemtiskráin í
siðasta blaði ber það með sér aö
vandað hefir verið til þessarar
samkomu. Unglingarnir keppa þar
um heiðurspening fyrir bezta fram-
sögu og ýmsar sýningar fara fram,
bæði íslenzkar og aðrar er fróöleik
færa og þjóðræknistilfinningu
vekja. Húsiö ætti að veröa troð
fult, því þeir era fáir sem ekki hafa
unun af að horfa á börn og heyra
þau, þegar þau koma fram vel æfö
Wynyard Advance segir frá því
aö ungfrú Ester Sveinsson (dóttir
Sveins Kristjánssonar og systur-
dóttir séra Jóhanns dómkirkju
prests) hafi gifst hermanni er
Schuntz heitir og er undirliðsfor
ingi, frá Sampman í Sask.
Ásm. P. Jóhannsson fór vestur
til Vatnabygða í gær, til þess aö
selja hluti og safna fé fyrir Eim
skipafélagiö.
Sveinn læknir Björnsson kom
vestan frá Leslie á föstudaginn og
er á ferð austur til Toronto, þar
sem hann ætlar aö taka próf í
læknisfræði er lækningaheimild
veiti um alla Canada.
Eins og getið var um að stæði til
er Stephan D. B. Stephanson nú aö
taka við ráðsmensku Heimskringlu.
— Ritstjóri Lögbergs óskar honum
til hamingju viö þaö starf; þeir eru
fomir starfsbræöur vestan frá
Leslie. Stephan er þeim störfum
vaxinn betur flestum öörum, er vcr
þekkjum.
Utanáskrift til Stoney Olafsson
er sem fylgir:
Pte. Stoney Olafson
No 14747 I9th Alberta Dragoons
ist Canadian Devision, France.
CONCERT
Undir nmsjón The Riverton Orchestra
verður haldið að
Riverton Hall, Riverton,Man.
Fimtudagskveldið 15. Júní 1916
Byrjar klukkan 9 síðdegis.
Aðgangur 35c fyrir fullorðna 25c fyrir böm
PROGRAM.
1. March “The Periscope”.....Thos. S. Allan
2. Violin Solo Selected... Mr. O. Thorsteinson
3. Waltz “Loin du baP’...........E. Gillet
4. Vocal Solo Selected.....Miss G. Johnson
5. Overture “Golden Sceptre”.R. Schlepegrill
6. Violin Solo Selected ...Mré Jón Guðjónsson
7. Idyl “The Third Girls Dream” .... Aug. Lapitsky
8. Kvæði ...............Gutt. J. Guttormsson
9. Selection “Flower Song”...Gustaf Lange
10. Violin Duet Selected .... Messrs Tliorsteinson and
Guðjónsson
11. Overture “Eagles Nest”....Emil Isenman
12. Tone Picture “Apple Blossome” .. K. A. Roberts
13. God Save the King
14. Dance. Music furnished by Orchestra.
VEITINGAR SELDAR.
VERÐLAUN
þar af leiöandi minni viöbót við
vinnukraft en vant er. Kauphækk-
un eru aðalkröfurnar sem fariö
hefir verið fram á.
Þjóðrœkniujóður.
Ágóði af samkomu í Mikley
sem konur bygðarinnar
stóöu fyrir.............$03-75
Sent af Mrs Th. C. Erlendson.
T. E. Thorsteinson
féh. ísl. nefndarinnar.
mn
Þau íslenzk iþróttafélög, er
keppa vilja um verðlaun á Islend-
ingadeginum i sumar, eru beðin að
tilkynna það til ritara íþróttanefnd-
arinnar fyrir 15. júní næstk. Allar
upplýsingar þar að lútandi fúslega
gefnar.
S. D. B. Stephanson.
729 Sherbrooke St., Winnipeg.
íslendingadags nefndin 1916
heldur fund næstkomandi mánu-
dagskveld, 12. júní, á skrifstofu Dr.
Björnson og Brandson, kl. 8 e.h.
/. /. Swanson,
ritari nefndarinnar.
Björn Walterson frá Argyle kom
til bæjarins fyrir helgina og dvelur
hér um tíma hjá dóttur sinni og
tengdasyni.
Þéir sem vilja eignast blaðið
“The Canadian Liberal Monthly”
fyrir aöeins 25 cents um áriö, geta
pantað þaö hjá ráðsmanni Lög-
bergs.
Þorleifur Jackson frá Selkirk
kom vestan frá Baldur á fimtudag-
inn, hefir hann veriö þar um nokk-
urn tima aö undanförnu; Þorleifur
kvaöst aldrei fyr hafa komið
Argylebygð, en hann á þar marga
fornkunningja og vini. Hann fór
heim til sín á föstudaginn.
Guörún May Björnsson og Friö-
rik Campbell farandsali voru gefin
saman i hjónaband 24. maí að heim
ili systur brúögumans aö 1042
Corydon Ave. Brúðhjónin lögöu
af stað daginn eftir í skemtiferð til
Minneapolis og St. Paul, en komu
heim þaöan aftur 30. maí. Séra
Jones presbyterana prestur gaf þau
saman.
Stefán Danielsson frá Otto koip
til bæjarins á laugardaginn og fór
heim aftur eftir helgina.
Skjaldborgar safnaðarfólk ætti
aö fjölmenna á safnaðarfundinn
sem haldinn veröur föstudagskv.
1 í þessari viku.
Séra Steingrímur Thorláksson
kom hingað til bæjarins á fimtudag-
inn, til þess aö vera við uppsögn
Jóns Bjamasonar skóla.
Jón K. Ólafsson frá Gardar
Norður Dakota var hér á ferð i
vikunni sem leið; hann var að koma
með gamlan mann, sem Jón Hrút-
fjörð heitir og er aö fara á gamal-
menna heimilið “Betel”. Er þessi
gamli maöur kominn á níræöisaldur
og hefir verið hér í landi yfir fjöru-
tíu ár.
Söfnuðir séra Friðriks Hall-
grimssonar í Argyle heimsóttu
hann nýlega 0g gáfu honum nýja
bifreið. Hann hefir veriö þjón-
1 andi prestur þeirra í 13 ár og er
einkar vinsæll.
Mrs. R. Marteinsson fer norður
fið Hnausum á morgun (föstudag)
ásamt bömum sínum og tengdaföð-
ur; þau verða þar til haustsins á
sumarbústað sínum.
Magnús Bjarnason jámsmiður
frá Wynyard var á ferö í bænum
núna í vikunni.
Mœlst til endnrfunda.
Hér meö era allir þeir, sem fyrir
árið 1891 voru meðlimir í félagi
hinna yngri kennara í sunnudaga-
skóla Fyrsta lút. safnaðar í Wpg,
hvort sem þeir nú heyri þessum
söfnuði til eða ekki, vinsamlega
beðnir og boönir að mæta í húsi
undirritaðs næsta mánudagskveld
(annan í hvítasunnu) til endur-
funds.
S. Sigurjónsson.
724 Beverley stræti, Winnipeg.
Ferming fer fram viö morgun
jguösþjónustuna á sunnudaginn
(hvítasunnudag) í Fyrstu lút.
kirkju, en altarisganga aö kveldinu.
Miss Sigriöur Friðriksson heldur
samspil með nemendum sínum
(Pupils Recital), þriðjudagskveld-
iö þann 20. þ.m. — Nánar auglýst
i næsta blaði.
Opið bréf frá J. Þ. í næsta blaði.
Menn era óöum aö skrifa sig í
223. herdeildina skandinavisku. —
Tuttugu manns gengu í hana í síð-
ustu viku.
Siðbótafélagið í Manitoba hélt
ársþing sitt 6. og 7. þ.m. í Y.M.C.A.
óyggingunni. Voru þar geröar
ýmsar samþyktir, sem ekki er rúm
fyrir hér um.
Frá íslandi.
Dr. Alexander Jóhannesson flutti
fyrirlestur i Reykjavík 3o. apríl.
Var efnið nýjar uppgötvanir um
mannsröddina.
Olifnaðarhús í Winnipeg.
Tvö ólifnaðarhús rétt hjá Winni-
peg fundUst á laugardaginn og
voru allir teknir fastir sem í þeim
vora. Var þaö um miðja nótt svo
að segja og veriö að halda dans x
báöum. Fát mikið kom á þá sem
inni voru, og var það fjöldi karla
og kvenna, fleira kvenfólk. Sumt
fór út um glugga, en flest náöist.
Dr. Beland Iátinn laus.
Frakkneski læknirinn frá Can-
ada, Dr. Beland, fyrverandi póst-
málastjóri í Canada og þingmaður,
var á brúðkaupsferð í Belgíu þeg-
ar stríðið hófst. Hann var tekinn)
fangi þegar Þjóöverjar hertóku
Antwerp, en hefir nú verið látinn
laus.
Böm fermd viö Hayland Hall
við Manitobavatn sunnudaginn 28.
maí: Lárus Davíðsson Gíslason,
Emma Sigurbjörg Sveinsdóttir
Skaftfell, Grimhildur Guörún Sig-
riður Gunnarsdóttir Hólm, Jónina
Sveinsdóttir Skaftfell, og Sólborg
Davíðsdóttir Gíslason.
Sig. S. Christopherson.
Föstudaginn 9. júní verður fund-
ur haldinn í Sléttusöfnuði oö
Mozzart, kl. 2 e.h. — Áríðandi aö
safnaðarmenn mæti.
Sunnudagskveldið 11. júní,
fundur í Elfros kl. 7 e.h. til aö ræöa
um safnaðarmyndun þar.
H. Sigmar.
Glaðar stundir
V iðskif tabákur.
Þeir sem beðið hafa Lögberg um
eyöublöð þau og upplýsingar sem
búnaðarráðherrann er að gefa út
viðvíkjandi kúnum, eru hér meö
látnir vita að þau fást með því aö
senda beiðni til: “Hon. Valentine
Winkler, Minister of Agriculture,
Man.”.
Samsœti
hélt skólaráð “Jóns Bjarnasonar”
skóla Dr. Guðmundi Finnbogasyni
á þriðjudaginn í “Royal Alexandra”
hótelinu og bauð þangað 50 manns.
Séra Steingrímur Thorlaksson
stýrði samsætinu. Séra Rúnólfur
Marteinsson hélt ræöu um íslenzkt
þjóöerni og skólann; séra Björn B.
Jónsson mælti fyrir minni heiðurs-
gestsins; Páll Bardal söng tvö
kvæði og Steingrimur Hall lék á
hljóðfæri. Dr. Guðmundur Finn-
bogason flutti ræðu langa og snjalla.
Séra B. B. Jónsson afhenti heið-
ursgestimun gullúr að gjöf frá
skólaráöinu. Rúmið leyfir ekki út-
drátt ræðanna, í þetta skifti, en
hann kemur síðar, því þar var margt
vel sagt.
Kirkjuþing verður haldiö í
Winnipeg í sumar; byrjar þaö 22.
júni og fer fram í Fyrstu Iútersku
kirkjunni. — Þessir voru kosnir
fulltrúar á þingið frá Fyrsta lút-
söfnuði: Dr. B. J. Brandson, J.
J. Bíldfell, H. Bardal, og Jónas
Jóhannesson.
Nýtt fyrirtæki segir “Vísir” að
konur séu að hefja þar heima; er
>að námsskeiö fyrir kvenfólk sams-
konar og það sem haft hefir veriö
um nokkur ár fyrir karlmenn. Þetta
byrjaöi í Reykjavík 15. maí; var
frumkvööull þess stúlka, er Soffía
Jónsdóttir heitir, og námið byrjað í
bamaskólahúsinu.
Paul Reykdal kaupmaður frá
Lundar kom til bæjarins á þriðju-
daginn í verzlunarerindum.
Almennar fréttir.
1069 verkföll hafa verið gerð í
Bandarikjunum á síðastliðnum 6
mánuðum, þar af 268 í april mán-
uði. Ástæðurnar eru afar mikil
vinna á hergagna verksmiðjum,
minkaður innflutningur fólks og
,.The Canadian Liberal Monthly”
Þeir sem vilja fá glögga hug-
mynd um hvaö fram fer í stjóm-
málum í Canada, og er þaö í stutt-
um greinilegum frásögnum, ættu aö
kaupa þetta rit. Það er óefaö ó-
dýrasta rit sem kostur er á, aðeins
25 cents á ári fyrir þá sem kaupa
það nú. í því eru auk áreiðanlegra
og skýrra frétta, alls konar myndir,
gerðar af mikilli list, til skýringar
því sem um er ö ræða.
Blaðið má panta hjá ráösmanni
Lögbergs.
Guðsþjónustur.
Á hvítasunnudag (11. júníj. (1)
í Wynyard kl. 11. (2) í Kandahar
kl. 2 e.h. (3) í Mozart kl. 5 e.h.
H. Sigmar.
Hún var sannglöð stundin i
Goodtemplarahúsinu fyrra miðviku-
dagskveld.
Goodtemplarar höföu fjölment
þar á skuldarfundi til þess að kasta
moldum á Bakkus. Hafði þaö ver-
ið ákveðið aö halda samkomunni
fram yfir ,kl. 12 um miðnætti, því
þá var þaö sem lögin virkilega
gengu i gildi.
Fundurinn byrjaöi meö því að 12
nýir meðlimir vora bomir upp í
stúkunni og svo fór fram venjuleg-
ur fundur. Aö því búnu kallaði
Guömundur Sigurjónsson leikfim-
iskennari, sem nú er æöstitemplar,
á séra Rúnólf Marteinsson til þess
að flytja líkræðuna eöa húskveðj-
una; fórst honum þaö sérlega
myndarlega, enda er séra Rúnólfur
heima hjá sér þegar hann talar um
bindindismálið og áfengisbölið.
Hann kvaöst vera í stórum vanda
staddur, því þaö væri siður í lik-
ræöum að segja aðeins frá því lof-
samlega um hinn látna, en minnast
ekki á neitt það er særa mætti til-
finningar eftirlifandi ástvina.
Auövitaö stæöi hér nokkuð ein-
kennilega á, þar sem fæstir af
hinum nánustu hins látna mundu
vera hér staddir. Samt sagðist
hann mundu fylgja gömlu reglunni
góöu, og aðeins minnast þess er
lofsvert mætti telja.
Flutti hann því næst snjalla
ræöu og góða um það hversu dug-
legur, áhugasamur, sívakandi og af-
kastamikill hinn framliðni hefði
verið. Þótti honum sem bindindis
menn mættu þar margt af honum
læra og langt ættu þeir í land tii
þess aö ná honum í því atriði.
Hvatti hann menn eindregið til þess
að vera á verði, sívakandi og sí-
aögætandi, til þess aö sjá um aö
hinn jarðsetti ekki risi upp úr gröf
sinni. Kvað hann vera svo líf-
seigan aö furðu gegndi og líkti hon
um i því tilliti við jötunuxann, sem
skera mætti í stykki og skriði aftur
saman.
Séra Rúnólfur lýsti því hvemig
þessi látni ölduugnr hefði haft víö-
tæk áhrif; hversu hann hefði verið
tiður gestur í kotum hinna lágu,
jafnt sem í höllum hinna háu.
Hann hefði oft verið hæstráðandi
hjá stjórnum landanna og á þing-
um; sniðiö alt eftir sínu höfði á
heimilunum; komið áhrifum sínum
inn í söfnuði og kirkjufélög og yf-
ir höfuð hefði honum enginn stað-
ur þótt ofgóður.
Að afstaðinni líkræðu flutti
Gunnlaugur Jóhannsson gamalt
kvæöi eftir Sig. Júl. Jóhannesson
og sagði nokkrar skritlur; voru þær
svo vel valdar og skemtilegar aö
veggir hússins hlógu hvaö þá fólk-
ið sjálft.
Þá las Carolina Dalmann upp
kvæði alllangt, voru það erfiljóð
eftir hinn látna, og var þar víða
hnyttilega að orði komist eins og
Carolina á vanda til. Sá eldur og
það f jör sem einkennir þann kven-
öldung, er svo aö segja einstakt í
sinni röð.
Eitt er það hér sem altaf verður
að fylgja þegar dauðsfall ber að
höndum, það er líkskoöun og lækn-
Safnlð Itoyal Crown sápu umbúðum og Coupons, og eignlst eina
af hinum mörgu og fögru g.jöfum, sem gcfnar eru fyrir ekki neitt til
þeirra, sem brúka
ROYAL CROWN SÁPU
eg þeim, sem eru nógu rcglusamir að safna umbúðunum. Byrjið
strax. Yður mun undra hvað fljótt yður liepnast að safna þeim til
þess að eignast cigulega og verðmæta hluti. sem þér annars þyrftuð
að borga mikla penlnga fyrir.
Fáið eintak af vorum nýjasta verðlaunalista; hann er sendur, yð-
ur kostnaðarlaust, með pósti. SENDID EFTIK HONUM STRAX.
Verðiaun þau, sem auglýst voru í listanum er gefinn var út fyrir
1. Maí, eru nú afturkölluð- Verið því vissir með að fá nýja listann.
THE ROYAL CROWN SOAPS
Limited
PREMIUM DEPARTMENT - WINNIPEG, MAN.
Norsk-Ameriska Linan
Ný og fullkomin nútiðar gufu-
skip til póstflutninga og farþega
frá New Tork beina leið til Nor-
egs, þannig:
“Kristianafjord” 3. Júni.
"BERGENSFJORD”, 24. Júni
"Krlstianafjord” 16. Júli.
"Bergensfjord”, 5. Agúst.
"Kristiansfjord” 26. Ágúst.
“BERGENSFJORD,” 16. Sept.
Gufuskipin koma fyrst til Bergen
I Noregl og eru ferðir til |slands
þægilegar þaðan.
Farþegar geta farið eftlr Balti-
more og Ohio járibrautlnni frá
Chicago til New York, og þannig
er tækifæri að dvelja I Washing-
ton án aukagjalds.
Leaitið upplýsinga um fargjald
og annað hjá
HOBE & CO., G.N.W.A.
123 S. 3rd Street, Minneapolis, eða
H. S. BARDAL,
892 Sherbrooke Street, Winnipeg.
C. H. DIXON,
Lögfrœðingur, Notary Public
Lánar peninga, Rentar hús,
Innheimtir skuldir
265 Portage Ave.
TalsM 1734 Wínnípee;
H. EMERY,
homi Notre Dame og Gertie Sis.
TAI,S GARRY 48
Ætllð þér að flytja yður? Ef
yður er ant um að húsbúnaður
yðar skemmist ekkl f flutnlngn-
um, þá finnið oss. Vér leggjum
sérstaklega stund á þá iðn&ðar-
greln og ábyrgjumst að þér verð-
lð ánægð. Kol og viður aelt
lægsta verði.
Baggage and Express
Lœrið símritun
Lærið slmritun; járnbrautar og
verzlunarmönnum kent. Verk-
leg kensla. Engar námsdeildir.
Einstaklings kensla. Skrifið eft-
ir boðsriti. Dept. "G", Westem
Schools. Telegraphy and Rail-
roading, 607 Builders’ Excliange,
Winnipeg. Nýir umsjónarmenn.
Málverk.
Handmálaðar
1 i t my nd i,r
[“Postel” og olíumálverk] af
mönnum og landslagi.
Ðýr tilog selur með sanngjörnu verði.
Þorsteiin Þ. Þorsteinsson,
732 McGee St. Tals. G. 4997
Þakklæti.
öllum þeim mörgu, fjær og
nær, sem liltittekningu sýndu
viö fráfall konunnar minnnr sál,
hæði með því að vera við jarðar-
för liennar, með blómagjöfiim og
á ýmsan annan liátt, votta eg
hér með lnnilegasta þakklæti.
AVinnipeg, 7. Júní 1916-
H. SKAFTFELD.
isvottorö, hafði Dr. Brandson ver-
iö beðinn að framkvæma það, en
haföi öðrum störfum aö sinna og
gat ekki komið. Dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson gerði það því í hans stað
og eftir nákvæöa skoöun fann
hann þaö að sá sem verið var aö
jaröa væri ekki dauður; líf mundi
leynast meÖ honum enn og hvatti
hann alla til þess að vaka yfir lík-
inu og gera því þau skil sem þyrfti,
ef lífsmark sæist með þvi. Hann
fór nokkrum oröum um baráttu
hinna trúu og sigur þann, sem þeir
hefðu hlotið. Þaö þóttu engin
gleöitíöindi þegar líkskoöunin kom
því í ljós aö hér væri ekki um full-
kominn dauða aö ræða, og á meðan
verið var aö ráða þaö viö sig hvaö
gera skyldi, söng Efemia Thor-
valdson fagurt kvæöi og varö hún
að koma fram í annað skifti, en
SigríÖur Friöriksson lék undir á
hljóðfæri. Þá söng Óskar Sigurös-
son nýort kýmniskvæöi á vestur-
heims íslenzku, og þótti mönnum
svo skemtilegt aö hann varö aö
syngja þaö alt aftur. Á meðan aö
þessu stóö var sezt aö snæðingi, því
þaö þótti óhæfa er jafn kunnur
þjóöhöföingi var grafinn aö drekka
ekki og eta erfi hans; og þótt sú
erfisdrykkja stæöi ekki yfir í þrjá
daga eöa viku, eins og fyrrum tíðk-
aöist, þá er óhætt aö fullyröa aö
“svikalaust var veitt og feimnislaust
neytt”, eins og þar segir.
Klukkan tólf mintust menn þess
aö eitthvað yröi til bragös aö taka,
þar sem komið heföi verið saman
til jaröarfarar, og því lýst yfir aö
meö líkinu mundi leynats líf.
Viö skulum bara kviksetja ?ræl-
inn”, sagði einhver. Var þvi vel
tekið og kallaöi samkvæmisstjór-
[inn tafarlaust á A. S. Bardal útfar-
arstjóra; var hann látinn reka
sterka nagla í kistulokið, renna kist-
unni ofan í gröfina og fylla mold;
mælti hann nokkur viöeigandi orö
meðan sú athöfn fór fram, en aö
því búnu var hafinn gleðidans um-
hverfis gröfina.
Var þetta einhver sannglaöasta
stund sem menn hafa lifað hér,
lengi.
•AFETY
Öryggishnífar
skerptir
RAZOR8
Ef þér er ant um að fá góða
brýnslu, þá höfum viö sérstaklega
gott tækifæri að brýna fyrir þig
rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör-
yggisblöö eru endurbrýnd og “Dujv
lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein-
föld blöö 25c. tylftina. Ef rakhníf-
ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur
sýna þér hversu auðvelt þaö er aö
raka þegar Vér höfum endurbrýnt
blöðin. — Einföld blöö einnig lög-
uö og bætt. — Einnig brýnum við
skæri fyrir lOc.—75c.
The Razor & Shear Sharpening Co.
4. lofti, 614 Ðuilders Elxchange Grinding Dpt.
333J Portage Are., Winnipeg
Til
mmnis.
Fundur í Skuld á hverjum miðviku
degi kl. 8 e. h.
Fundur í Heklu á hverjum föstu-
degi kl. 8 e. h.
Fundur i barnastúkunni “Æ,skan’>
á hverjum laugardegi kl. 4 e. h.
Fundur i framkvœmdarnefnd stór-
stúkunnar annan þriðjudag í
hverjum mánuöi.
Fundur i Bandalagi Fyrsta lúterska
safnaðar á hverjum fimtudegi
kl. 8 e. h.
Fundur i Bjarma (bandal. Skjald-
borgar) á hverjum þriöjudegi
kl. 8 e. h.
Fundur í bandatagi Tjaldbúðar
safnaðar á hverjum þriöjudegi
kl. 8 e. h.
Fundur { Unglingafélagi Onltara
annanhvom fimtudag ici. 8 e. n.
Járnbrautarlest til lslendingafljóts
á hverjum degi nema sunnu-
dögum kl. 2.40 e. h.
Járnbrautarlest til Arborgar á
hverjum degi nema sunnudögum
kl. 5.40 e. h.
Járnbrautarlest til Vatnabygða á
hverjum degi kl. 11.40 e. h.
Réttur árangur.
Hann er trygSur ef meðöl aem þér notiS
ið eru blönduð ráttum Iyfjum; *em
rétt er er meir en það sem eett er saman
eftir vissum maell af vissum tegundum
það sem rétt er f þessu snmbandi er ba®
bezta sem mðgulegt er að fá. Forskriftir
vorar eru rétt útlátnar, vér höfum aðerna
útlærða menn í þeirri grein 0g lítum svo
eftir að ómögulegt er að mistök verði á.
WHALEYS LYFJABÚÐ
Phone She*-br. 258 og 1130
Horni Sargent Ave. og Agnes St.
KENNARA vantar fyrir Krist-
nes S.D. No 1267. Kenslutími frá
15. júní til jóla. Umsækjendur til-
taki mentastig, kaup og reynslu;
einnig gefi meömæli.
N. A. Narfason, Sec. Treas.,
Kristnes P.O., Sask.
Ef eitthvaö gengur aö úrinu
þínu þá er þér langbezt að senda
þaö til hans G. Thomas. Hama cr
i Bardals byggingunni og þú mátt
trúa því tið úrin kasta ellibelgn-
um í höndunum á honum.