Lögberg - 06.07.1916, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.07.1916, Blaðsíða 8
8 LOUJBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚLI 1916 The Swan Manufacturing Co. Býr til hinar velþektu súgræmur "Swan Weather Strips.” Gerir viS allskonar húsgögn. Leysir af hendi ýmiskonar trésmiSar. Sérstök athygli veitt flugnavírsgluggum, hurS- um og sólbyrgjum. Vtnnustofa að 676 Sargent Ave. Talsími Sherbr. 494 HALLDOR METHXJSALEMS Or bænum Ólafur bóndi Thorlacius frá NarrowsbygS var einn fulltrúinn á kirkjuþinginu. Hann dvakii um kyrt í tvo daga eftir aö því var lok- iS til þess að heimsækja gamla kunningja. Heimili Ólafs er annál- a« fyrir gestrisni og mátti hann því víSa koma. Eg hefi nú nægar byrgíir af “granite” legsteinunum “góöu” stöSugt viS hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg a8 biöja þá, sem hafa verið aö biöja mig um um legsteina, og þá, sem ætla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Yðar einlægur. A. S. Bardal. Þ. Þ. Þorsteinsson skáld hefir selt mynd þá sem lýst var í síðasta blaði. Ivar Hjartarson keypti hana; er nú Þorsteinn tekinn til að mála aðra af sömu gerð og má vænta þess að margir vilji eignast þessa einkennilegu mynd. Nú er kominn út fyrirlestur Dr. Guðmundar Finnbogasonar, sá fyrri er hann flutti hér um viðhald íslenzks þjóðernis í Vesturheimi. Er það lítil bók snotur og vel prent- uð á góðan pappír í ágætri kápu og kostar 25 cent. Bókin er til sölu hjá prentfélagi Lögbergs, H. S. Bardal o.fl. Ættu sem flestir að eignast hana, því þar er mikið af heilbrigðu viti og vekjandi orðum. Benedikt Benjamínsson og Eiríka Goodman, bæði frá Árborg hér í fylkinu, voru gefin saman í hjóna- band í húsi Mr. og Mrs. A. John- son, að 735 Alverstone stræti hér í bænum þann 27. júni. Séra Jóhann Bjamason framdi hjónavigsluna. Framtíðar heimili þeirra Mr. og Mrs. Benjamínsson verður i Ár- borg. ___________________ Þessir voru á síðasta kifkjuþingi kosnir í stjómamefnd fyrir gamal- menna heimilið “Betel”: Dr. B. J. Brandson, Jónas Jóhannesson, J. J. Swanson, séra Carl J. Olson og Thordur Thordarson. Nefndin hélt sinn fyrsta fund á Gimli síðastlið- inn laugardag, og skifti með sér verkum þannig að Dr. Brandson er forseti, Jónas Jóhannesson féhirðir, og séra Carl J. Olson skrifari. — Þetta er fólk beðið að athuga, sem bréfa viðskifti á við nefndina. Fimtudaginn 29. júní voru þau Henry Duplissa og Anna Steinunn Goodman, bæði til heimilis í Winni- peg, gefin saman í hjónaband að 403 Lipton St. af séra Rúnólfi Marteinssyni. . Frú Bentína kona séra Friðriks Hallgrimssonar var hér í bænum með manni sinum um kirkjuþingið. “Baldur Gazette” getur þess að húsfrú Reykdal hafi fengið bréf frá Englandi með þeirri frétt að húsfrú Cox systir hennar sé látin í Exlinborg á Skotlandi. Hún var 47 ára gömul og lætur eftir sig 4 börn og ekkjumann. Bræðrakveld í stúkunni Heklu næsta föstudagskveld. Allir með- limir sem í borginni eru nú, eru á- mintir um að vera þar, og láta það ekki bregðast. Skemtiskráin er löng og fjörug, og til þess að missa ekki neitt, þá komið þið tímanlega. Það borgar sig fyrir ykkur að koma á þetta bræðrakveld, borða með okkur ísrjóma og sjá og heyra alt sem þar verður flutt fram, bæði fyrir framan og innan fortjaldið. — Komið öll. Kostar ekkert nema tíma. Oss er skrifað frá Lundar að þar verði stórt leikfimissamkvæmi á laugardaginn þann 15. þessa mán- aðar undir umsjón Grettis A.A.C. Ö'llum verzlunarstöðum verður Iokað á Lundar þann dag og búist er við að mikið fjölmenni verði saman komið. Allskonar íþróttir fara fram fyrir börn, fullorðna og gamla; einnig “Baseball” á milli Lundar og Eriksdale og River View. Einnig “Ladies indoor baseball”. Munið eftir deginum og að í- þróttimar byrja klukkan 10 f. h. Kvæði eftir Jónas Guðlaugsson birtist í blaðinu “Ved Amen” í vik- unm sem leið; það heitir “Hafið” og er tileinkað íslenzkum sjómönn- um. Kvæðið er einkar fallegt. Eymundur bóndi Jackson frá Elfros var á ferð í bænum á föstu- daginn var. Hann kom hingað með þlaðinn járnbrautarvagn af gripum fyrir búnaðarfélagið í Elfros bygð. Hann fór vestur aftur á mánudag- jnn. Jackson kvað vorverk hafa verið mjög sein þar vestra og alt að minsta kosti þremur vikum seinna en vant var. Kvað hann þorfa til vandræða ef ekki skifti brátt um til hlýinda því þá yrði kornið ekki fullþroskað áður en þaustfrost kæmu. En siðan hefir einmitt skift svo um að liklegt er að þetta breytist. ar mílur austur af Árborg. Var hún þar að synda ásamt fleiri stúlk- um, en féll í ána, sem er þar mjög djúp, og skaut ekki upp. Líkið var slætt upp á sunnudaginn. Sömuleiðis sagði hann þá frétt að Galizíu kona hefði nýlega dáið af slysum rétt hjá Árborg. Hún hét Roman Lisowzka. Var hún á feíð með manni sínum í kerru. Þurfti hann að víkja hestunum við í keldu, en gerði það svo óliðlega að kerran steyptist um og konan varð undir; var hún dfuknuð í keldunni áður en manninum tókst að snúa kerrunni við. Theodora Hermann, hjúkrunar- kona á hospitalinu í Winnipeg, fór vestur að hafi á sunnudagskveldið og dvelur þar um mánaðartíma. í íör með henni voru þær mæðgur ungfrú Ross, læknir við hospitalið og móðir hennar. Theodora hættir pú þeirri stöðu sem hún hefir haft p hospítalinu og tekur við öðru starfi. Hún hefir verið yfirum sjónarkona í uppskurðardeildinni, en tekur nú við nýju embætti sem þar hefir verið stofnað, og er bæði hægara og betur launað; það er að svæfa fólk sem upp er skorið. Að- allega' fóru þær stallsystur til Skagaway í Alaska. Séra Albert Kristjánsson frá Lundar kom norðan frá Gimli á mánudaginn; hafði. farið þangað norður fyrir helgina. Hann lét vel af liðan manna í Grunnavatnsbygð að því undanskyldu að sumir væru áhyggjufullir vegna þess hve blautt væri og óþurkasamt. Bjamþór Lífmannn ferðasali var á ferð í bænum á mánudaginn. Húsfrú H. Johnson hljómleikari héðan úr bænum kom vestan frá Vatnabygðum á sunnudaginn ásamt húsfrú Olson móður sinni. Þær mæðgur hafa dvalið þar vestra um mánaðartíma. Þau hjónin Ivan Hamley og Sarah (Wopni) kona hans, eru ný- flutt í bæinn. Heimili þeirra er að 815 Ingersoll St. í blaðinu frá Báldur sést það að nokkrir íslenzkir unglingar hafa tekið sumarprófun við skólann þar með lofi. Þeir eru þessir: Ásgeir Jakobsson, Sigurður Jakobsson, Hálfdán Jakobsson, Ása Joel og Carl Reykdal. Guðmundur Johnson klæðskeri frá Pembina kom til bæjarins á mánudaginn og fór heim aftur í gær. Hann hefir saumastofu í Pembina og hefir þar nóg að gera. Hann tók sér hvíld um frelsishá- tíðina, 4. júlí. 1 gjafalistanum til “Betel” i síð- asta blaði er talin $635 upphæð frá B. L. Baldwinson. Það er mishermi, vátti að vera: “Peningar úr ekkju- sjóðinum, afhentir af B. L. Bald- winson.” Swain Swainson kom til bæjar- ins á föstudaginn norðan frá Ár- borg, þar sem hann hefir verið á heimilisréttar landi sinu. Hann dvelur i bænum um tíma. Björn Lindal póstmeistari frá Markland var hér á ferð á þriðju- daginn og fer heim aftur á morgun. Hann sagði tíð góða og hagstæða að öðru leyti en því að bleytur væru of miklar. Grasvöxtur í bezta lagi og uppskeru horfur einnig góðar, sér- staklega ef hitar héldust nú um tíma. Guðmundur Sturluson frá West bourne kom til bæjarins á föstudag- inn og dvaldi hér fram yfir helgina. Hann sagði eins og aðrir að of miklar blevtur væru úti á landinu eftir rigningarnar, en að öðru leyti væri útlitið hið bezta. Séra B. B. Jónsson prédikaði a sunnudagsmorguninn í Fyrstu lút. kirkjunni fyrir skandinavisku her- fnennina og fór messan fram á Ensku. Þessir Islendingar hafa særst í striðinu: S. Sölvason frá West- bourne, sonur Sigurðar Sölvasonar aktýjasmiðs, Tryggvi Thorsteinsson frá Winnipeg, bróðir Kolskeggs ;Thorsteinssonar, Konráð Johnson frá Kandahar og einhver Mundi Goodman frá Kolbrúnar bygging- unni i Winnipeg. Sú frétt barst hingað þegar sið- asta blað var í vélinni að kona Jóns Veum kaupmanns í Foam Lake væri látin. Hún hafði verið heilsu- tæp um langan tíma. Hún var dótt- ir Tómasar jámsmiðs Hördals að Kristnesi. Barnastúkan á Gimli er sjö ára gömul í dag fftmtU(L§;mn 6. júlí) og heldur hún hátið í tilefni af því. Skrúðganga fer fram út i skemti- garð bæjarins, og þar verða alls konar skemtanir. Góð verðlaun, veitingar og ræðuhöld og allir vel komnir þangað. Það er vafalaust að Gimlibúar vonast eftir mörgum frá Winnipeg á þessa hátíð og sér- staklega bömum frá Æskunni. — Það er aðdáunarvert hversu miklu verki barnastúkan á Gimli hefir afkastað undir handleiðslu húsfrú Chiswel], og er vonandi að margir héðan verði til þess að taka þátt i skemtuninni og gera hana sem há- tíðlegasta. Þessa visu sendi S. G. Gislason á Lundar með vísubotnum : Læt eg fljóta þessa að þér þulins ferju lina; botna ljóta legg inn hér, lítið verri en hina. ólafur Pétursson fór vestur til Foam Lake í vikunni sem leið og dvaldi þar nokkra daga. Var hann við jarðarför húsfrú Veum. Hann kom heim aftur á föstudaginn og Jón Veum með honum. Hinn 13. júni síðastliðinn andað- ist að Ashern Point við Manitoba- vatn Aurora Anderson 11 ára að aldri, dóttir Andrésar Árr.asonar og Jónínu konu hans. Var hún iarðsett 18. sama mánaðar. Að- standendur hinnar látnu biðja I-ög- berg að flytja hjartans þakklæti öllum þeim er hluttekningu sýndu og veittu þeim aðstoð við þetta sorgartilfelli. Hinnar látnu verður nánar getið síðar. f ritgerð Jónasar Þorbergssonar “Samkvæmislif” stendur þetta: “Fái menn allar sínar andlegu lifs- hreyfingar að, lamast og hverfur prkan til sjálfstæðis og sérkennilegs sveitalifs”, en í handritinu var: “— hugsanalífs einstaklinga og fé- lagsheilda”. Menn geri s\o vel að athuga þetta. Síðastliðinn mai mánuð seldi New York Life 3024 lifsábyrgðar skýrteini fyrir $7,331,893 meira en í maimánuði 1915, eftir því sem stendur i blaðinu “Canadian In- surance Office and Field”. Góð vinnukona óskast í ágæta vist í skemtilegri bygð hjá íslend- ingum skamt frá Winnipeg. — Rit- stjóri vísar á. Iþróttir á íslendinga- deginum Listi af íþróttum [Sports] sem þreytt verða á ís- lendingadaginn undir reglum A. A. U, of C. STANDARD EVENTS FOR POINTS 1. 100 yard Dash. 2. One Mile Run. 3. Running Broad Jump. 4. Putting 16 lb. Shot. 5. Low Hurdles. 120 yd. 6. 220 yard Run. 7. Hop, Step and Jump. 8. Half Mile Run. 9. Running High Jump. 10. Discus. 11. Standing Broad Jump. 12. Pole Vault. 13. Five Mile Run. Mile Run. Icelandic Wrestling (iov belt). 14. 15- Þe8SÍ "sports" eru fyrir alla Islendirga. Medalíur gefnar eins og áður. Sá sem hæðsta vinninga fser tekureinnig Hanson bikarinn stóra ryrirárið. Glímur verða al-íslenzkar undir glímureglum íþróttafélags Islands. Þátttakendur geta fengið eyðublöð bjá undirskrifuðum, einn- ig bjá H, Axford, 223. herdeild; Capt. J. B. Skaptason, 108. kerdeild; Lieut. Leifur Oddson; 197. herdeild. Eyðublöðin verða að vera útfylt á vanalegan hátt og komin i hendur ritara íþróttanefndarinnar fyrir 15. Júlí næstk. ásamt 25c fyrir hverja fþrótt sem þátttakandi vill keppa um Einnig verða vanaleg hlaup fyrir drengi og stúlkur, karla og konur. Góð verðlaun gefin. LADIES BASEBALL Stúlkur ! Spyrjið hann Arinbjörn , Bardal um Ladies Ðaseball. Hann gefur ykkur allar upplýsingar. KAÐAL-TOG á milli hermanna og borgara, 7 á hlið. Hverjir ætli hafi betut? Allar frekari upplýsingar gefur S. D. B. STEPHANSON Ritari Iþrótta-nefnda innar P.O.Box 3171, WINNIPEG 729 SHERBROOKE ST., Séra Rúnólfur Marteinsson fór norður til Breiðuvíkur á föstudag- inn og dvelur þar um tíma á sum- arbústað sínum. New York grein Aðalsteins Krist jánssonar hefir ekki haldið áfram að undanfömu i nokkrum blöðum; er það fyrir þá sök að hann er ekki viðstaddur og verður fjarverandi um tíma. Nokkrir menn hafa spurt að því í bréfum hvort ekki sé von á áframhaldi. Vér vitum ekki bet- ur en að greinin komi út áður en langt um líður sérprentuð í bók í vandaðri útgáfu, og þá öll í einni heild. Símskeyti kom nýlega frá ís- landi til Árna Eggertssonar þar sem honum var tilkynt að hann hefði verið kjörinn í stjóm Eimskipafé- lagsins. Frétt frá Elfros' getur þess að Avel Jónasson -rg Camilla McNab liafi nýlega verið gefin saman í hjónaband. Stúkan Hekla er i miklum unclir- búningi fyrir föstudagskveldið. Bræðurnir i stúkunni hafa stjórn á öllu það kveld og má búast við að þeir geri vel við systurnar, því þær hafa sannarlega unnið fyrir því. Bréf kom nýlega frá Jóhanm Magnússyni frá 688 Home stræti. Hann er eins og getið var um síð- ast í hospitali í Bristol á Englandi. Segir hann í þessu bréfi frá því hvernig hann særðist. Hann var í orustu og kom afarmikil sprengi- kúlna hríð sem rótaði upp jörðinni og umsneri öllu. Hafði hann graf- ist í sandi og leðju og var grafinn upp þaðan meðvitundarlaus. Segir hann að fjöldi manna missi lífið á þann hátt að þeir grafist þannig lifandi. f Látin Ekkjan BJÖRG ÖGMUNDSDÓTTIR Jarðarförin fer fram frá heimili hennar, 597 Bannatyne Avenue, kl. 2 e. h. í dag (fimtudag). — Nánar í næsta blaði. Það er beðið að senda ekki blóm. 223. Canadíska-Skandi- nava herdeildin. (Frá. fréttaritara deildarinnar). 22. júní voru þau Narfi A. Narfa son bóndi og Jakobína G. Jason- son að kristnesi í Vatnabygðum gefin saman í hjónaband af séra Jakobi Kristinssyni. Húsfrú H. A. Bergmann fór ^uður til Gardar í Norður Dakota nýlega og dvelur þar um tíma hjá foreldrum sínum. Emma Jóhannesson kennari fór vestur til Wynyard í vikunni sem leið og verður þar um tíma. Hún á þar marga vini og kunningja síð- an hún var þar skólakennari. Sigfús Sigfússon búnaðar ráða- nautur stjórnarinnar kom norðan frá Árborg á mánudaginn; sagði hann þær fréttir meðal annara að unglings stúlka Guðný Hallgrims- dóttir að nafni, dóttir Hallgríms Bjömssonar i Isafoldarbygð hefði druknað í ánni á laugardaginn fjór- Andrés Árnason frá Reykjavík- urbygð kom til bæjarins fyrra mið- vikudag og fór heim aftur á fimtu- daginn. Hann sagði miklar bleyt- ur og rigningar þar ytra; annars liðan góð. Sá er vita kynni um heimilisíang Árna Jakobssonar fsíðast í Port- land, Oregon) geri svo vel að td- kynna það húsfrú Josephson í 12. ibúð í Vínborg á Agnes stræti i Winnipeg. Bréf kom nýlega frá Lárusi Pét- urssyni (syni Magnúsar Einarsson- ar og Rósu Árnadóttur konu hans) hér í bænum. Hann var þá á Eng- landi og bjóst við að herdeild sú, er hann er i, 61. yrði bráðlega send á vígvöllinn. Lárus er annar æðsti maður í lúðraflokki þeirrar deild- ar; hann lætur vel af sér í bréfinu. Thos. H. Johnson ráðherra og kona hans fóru á föstudaginn suð- ur til Minneapolis og búast við að verða þar fjarverandi um mánaðar tima. Nokkurn hluta þess tíma verða þau við Minnitonkavatn hjá Minneapolis. Halldór Valdason, sem dvalið hefir úti i Kenora við málningu fyr- ir C. P. R. félagið, kom til bæjar- ins á föstudaginn og dvaldi heima fram yfir helgina. Fór hann þá þangað út aftur og verður þar um fíma. Halldór Jóhannsson og Ragnheið- ur kona hans' fóru norður til Mikl- eyjar á mánudaginn var, ásamt þörnum sínum. Með þeim fór Halldóra Jóhannesson systir Ragn- heiðar og börn hénnar. Þær sýst- ur fóru að finna föður sinn Þor- berg Fjeldsted. Ólafur Jónsson og Johann John- son fóru héðan úr bænum á mánu- daginn út til Rice Lake héraðs, þar sem hinar nýju gullnámur eru. Ætla þeir að reyna þar lukkuna. Húsfrá Guðný Kristjánsson frá Kandahar var hér á ferð um helg- ina; kom norðan frá Gimli þar sem hún hefir dvalið mánaðartíma hjá systkinum sínum og öðrum vanda- mönnum. Hún fór heimleiðis á mánudaginn. Húsfrú Guðrun Olson frá Gimli var a ferð í bænum á föstudaginn og dvaldi hér til þriðjudags. Var hún að fylgja áleiðis systur sinni Guðnýju Kristjánsson frá Kanda- har. G Ritstjóri Lögbergs skrapp norð- ur til Árborgar á þriðjudagskveldið og kom aftur á miðvikudaginn. Alt lítur ágætlega út þar nyrðra; hafir þornað mikið síðan hann var þar á ferð síðast og alt kafloðið af grasi. Verið er að byggja eitt verzlunarhúsið enn í Árborg. Benedikt kaupm. Rafnkelsson frá Oak Point var á ferð í bænum um síðastliðna helgi í verzlunarer- indum. Jón kaupmaður Hallgrímsson frá Elfros er nýlega kominn til bæjar- ins. Hefir hann gengið i 223. her- deildina. heldur skemtun í Wonderland leik- húsinu á Sargent Ave. á sunnu- dagskveldið kemur kl. 8.30. Þar verða sýndar tvennar ágætar hreyfi- myndir. Hljómleikara 'flokkur og ágætir fiðluleikar skemta þar. All- ir vinir deildarinnar boðnir og vel- komnir. Deildin lagði fram heiðursvörð þegar rikisstjórinn var hér á ferð inni á fimtudaginn. Þeir sem 1 verðinum voru þóttu bæði ásjálegir og miklir vexti. Voru þeir að með- altali 5 fet og 10 þuml. Verið er að búa til mynd af þeim sem vörðinn skipuðu og kem ur hún í næsta blaði. Ríkisstjórinn jauk miklu lofi á mennina fyrir tigulega framkomu. Lúðraflokkur deildarinnar með 30 manns mætti hans hátign ríkisstjóranum á járn- brautarstöðinni. Eftir að ríkis- stjórinn hafði skoðað heiðursvörð- inn kannaði hann liðið í. Winnipeg á háskólavöllunum. 223. deildin undir stjórn Albrechtsen hershöfð- ingja var meðal þeirra deilda sem kannaðar voru og þótti mikið til hennar koma. Á morgun fföstudaginn 7. júlí) eftir hádegið og um kveldið frá kl. 4 verður varðsýning og hergöngu- sýning haldin undir umsjón 223. deildarinnar hjá Adanac klúbbnum á Broadway í Winnipeg. Sýning- in verður haldin undir heiðurs for- ustu hans hátignar Fylkisstjórans, Sir James Aikins og konu hans; Húsfrú H. N. Ruttans, konu Rutt- ans herforingja, og húsfrú Geo. A. Carruthers. Þessi staður er svo vel til fallinn að þar verður ágætt til skemtana, sem bæði verða f jölbreyttar og ein- kennilegar. Búðir verða þar marg- ar undir umsjón heiðurskvenna og ungra meyja. S’kemtanir ágætar verða þar sýndar frá Pantages leik- húsinu og Stewart White. Te verður veitt í hinum stóra sal og á hinum forsæluriku sólvöllum klúbbsins. Hljómleikaflokkur hr. McLaskys, herra Dalmanns, ung- frú Sweatmanns og fleiri beztu hljómleikara í Winnipeg skemta þar meðan teið er drukkið. Hin mikla matstofa klúbbsins verður notuð fyrir dans, allskonar skemti- og skrautdansar fara þar fram og er almenningi einnig boðið að taka þátt í dansinum. Borðknattsalurinn og fleiri skrautherbergi klúbbsins auka að hátíðleik þessarar stundar. Máltíð verður þar einnig frá 6.30 og er þekking hinnar alkunnu for- stöðukonu nóg trygging fyrir því að vel verði veitt fyrir hæfilegt verð. NOTIÐ ROYAL CROWN SAPU; hún er bezt. Safnið Royal Crown miðum og nöfnum. Eignist fallega nytsama muni kostnaðar- laust. Ef þú ert ekki þegar byrjaður að safna miðum, þ& byrjaðu tafarlaust. Þú verður forviða á því hversu fljótt þú getur safnað nógu miklu til þess að afla ágæts hlutar. Einhvers sem mikils er virði. Royal Crown munir eru úr bezta efni. Þeir eru valdir með mikilli varfærni. Þeir eru margs konar; eitthvað sem v'el kemur sér fyrir alla. NAIÐ í NÝJA VERÐLISTANN OKKAR. Það kostar ekkert nema aðeins að biðja um hann. Ef þú sendir bréf eða póstspjald, þá færðu hann með næsta pósti og borgað undir hann. Allir munir sem eru auglýstir eða sýndir fyrir fyrsta maí 1916 eru nú teknir af listanum. Þegar þú velur einhvern hlut, þá v'ertu viss um að velja eftir nýja listanum. Áritan: THE ROYAL CROWN SOAPS Limited PREMIUM DEPARTMENT - WINNIPEG, MAN. Norsk-Ameriska Linan Ný og fullkomin nútlSar &ufu- skip til pðstflutninga og farþega frá New Tork belna lei8 til Nor- egs, þannig: “Kristianafjord” 15. Júlt. “Bergensfjord”, 5. Agúst. “Kristiansfjord” 26. Agúst. “Bergensfjord” 16. Sept. “Kristianiafjord” 7. Okt. “Bergensfjord” 28. Okt. Gufuskipln koma fyrst til Bergen I Noregi og eru fertSlr til |slands þægilegar þaSan. Farþegar geta fariC eftir Baltl- more og Ohio járibrautinni frá Chicago tll New York, og þannlg er tækifæri áC dvelja I Washlng- ton án aukagjalds. LeaitlC upplýsinga um fargjald og annaC hjá HOBE & CO., G.N.W.A. 123 S. 3rd Street, Minneapolis, eða H. S. BARDAL, 892 Sherbrooke Street, Winnipeg. Þær konur sem hér segir hafa teklð að sér forstöðu hinna ýmsu skemtana: Húsfrú E. M. Wood, húsfrú Beadford Campbell; húsfrú E. Hansson, húsfrú P. C. B. Schioler, húsfrú T- Lund, húsfrú Hamilton, húsfrú L. W. Leisner o’g húsfrú Holroyd. Aðstoð allra kvenna sem unna deildinni er þákksamlega meðtekin, og ef þær komast í samvinnu við einhverja af ofannefndum konum verður þjónusta þeirra færð sér í nyt á sem hagfeldastan hátt. Skemtunin, dansinn og alt annað verður algerlega frjálst. Aðgöngu- fé að leiksviðinu verður io cents. Seðlar fást við hliðið og hjá deild- inni. Ágóðinn rennur til deildarinnar. 223. Skandinaviska deildin hélt kirkjugöngu á sunnudaginn var; fór hún í Fyrstu lútersku kirkjuna á hominu á Bannatyne og Sher- brooke stræta. Séra B. B. Jónsson prédikaði; var ræðan stórkostlega hvetjandi og hafði auðsjáanlega áhrif á tilheyrendur. Söngflokkur- inn söng sérlega fagran söng. Öll guðsþjónustan fór fram á Ensku. pakkarávarp. H. EMERY, hornl Notre Dame og Gertle sts. TABS. GARRY 48 ÆtllB þér aC flytja yður? Bf yCur er ant um aB húsbúnaBur yfiar skemmlst ekkl I flutnlngn- um, þá finniB oss. Vér leggjum aérstaklega stund á þá IBnaBar- greln og ábyrgjumst aB þér verB- 18 ánægB. Kol og vlBur seR Isegsta verBl. Baggage and Expresa •AFETY Öryggishnífar skerptir RAZO Ef þér er ant um að fá góða brýnslu, þá höfum við sérstaklega gott tækifæri að brýna fyrir þig rakhnífa og skæri. “Gilett’s” ör- yggisblöð eru endurbrýnd og “D»p- lex” einnig, 30c. fyrir tylftina; ein- föld blöð 25c. tylftina. Ef rakhnif- ur þinn bítur ekki, þá láttu okkur sýna þér hversu auðvelt það er að raka þegar vér höfum endurbrýnt blöðin. — Einföld blöð einnig lög- uð og bætt. — Einnig brýnum við skæri fyrir lOc.—75c. The Razor & Shear Sharpening Co. 4. lofti, 614 Builder* Exchange Grinding Dpt. 333i Portage Are., Winnipeg Eg finn mér bæði Ijúft og skylt að votta Dr. Brandson mitt innileg- asta þakklæti fyrir hinn stóra upp- skurð sem hann gerði á mér þann 17. maí þ. á., sem tókst mæta vel eftir liðan minni að dæma og breytingn á heilsufari mínu og sjá- anlega bót á margra ára sjúkdóm, og fyrir hans umhyggju og þau miklu kærleiksverk sem hann hefir gert bæði á mér og öðrum, þar sem engir peningar hafa verið í aðra hönd. Vildi eg óska að hann fengi borgun á einhvern hátt, þegar hon- um lægi mest á. Þess hins sama vildi eg óska þeim mörgu kunningj- um og vinum minum, sem sýndu bæði mér og börnum mínum ein- Jæga hluttekningu og góðvild alt í gegn um mina hættulegu legu. Virðingarfylst. Oddný Helgason, nr. 20 Claremont Court,, Burnell St Winnipeg. Sameinaður fundur verður haldinn í Bændafélaginu og Kornyrkjumanna félaginu í Geysi- þygð, verður haldinn að Geysir Hall, laugardaginn 15. júlí. Til umræðu verður stofnun bún- aðarfélags og fleira. S. Sigfússon verður á fundinum og gefur upplýsingar. Áríðandi að allir sem pantað hafa bindaratvinna fyrir milligöngu Akuryrkjufélags- ins sæki fundinn og sem flestir aðr- ir. Fyrir hönd félaganna. Bjarni Jóhannsson, ritari Bændafélagsins, Valdimar Sigvaldason ritari Akuryrkjufélagsins. Bezta tegund ÍSRJÓMA í pundsstykkjuni til sölu virka daga og helga hjá WHALEYS LYFJABUÐ Phone She'br. 258 og 1130 Horni Sargent Ave. og Agnes St. Ef eitthvað gengur að úriuu þínu þá er þér langbezt a« sead* það til hans G. Thomas. Haua er í Bardals byggingunni og þú mátt trúa því að úrin kasta eílibelgn- um í höndunum á honum. Máiverk. [“Pastel’ og olíumálverk] af mönnum og landslagi býr tilog selur með sanngjörnu verði. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, 732 McGee St. Tals. G. 4997 Tilboð óskast til að plægja 35 til 50 ekrur á £ section af landi sem er 6 mílur fyrir vestan Gimli. Ðorgun út Í hönd þegar verkinu er lokið.. Tilboðum veitt móttaka af undirrituðum. M. KATZ, 91 Lusted St., - Winnipeg TILBOÐUM um að kenna við Hnausa skóla nr. 588 verður veitt móttaka þar til 20. þ. m. Kensla á að byrja 1. sept. Umsækjendur tiltaki kaup er þeir æskja, sömu- leiðis hvað þeir hafi lengi kent og ^einnig hvaða “certificate” þeir hafa Skrifið: B. Marteinsson, Sec. Treas. Hnausa P.O., Man. STAKA. Kalt er að róla hól af hól; heljar njólu kyrir, ef þú kjóla sólna sól sé(r mér bóli fyrir. J. G. G. KENNARA vantar við Fram- nes skóla nr. 1293, í fjóra mánuði, frá 1. sept n. k. og lengur ef um semur. Umsækjendur tiltaki menta- stig, æfingu við kenslu og kaup, sem óskað er eftir. Undirritaður veitir tilboðum móttöku. Pramnes, Man., 29. júní 1916. Jón Jónsson. KENNARA vantar fyrir Geysir skóla nr. 776, fyrir sjö mánuði. Kenslutímabil frá 1. okt. 1916 til 30 júní 1917. Tilboðum er tílgreina kaup, æfingu og mentastig, verður veitt móttaka af undirrituðum ti1 10. ágúst 1916. Th. J. Pálsson, Sec. Treas Árborg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.