Lögberg - 20.07.1916, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.07.1916, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚLl 1916 lögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Prets, Ltd.,fCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor f. J. VOPNI, Business Manager (Jtanáskrift til blaðtinc TlfE 00LUMBIH PfjESJ, Itd., Box 3172, Wintiipeg, M»n- Utanáekrift ritatjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M|an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Vinátta. i. “llvað er svo íflatt nem góðra vina fund-ur”—J. H. Fátt er sælla í þessum heimi en það að eiga góðan vin; vin sem treysta megi og trúa; vin sem þá sé öruggastur þegar mest á reynir. Um það éru til margar sagnir og sögur að fomu og nýju að slík vinátta er til milli manns og konu. Ástin hefir ávalt svo heita neista og svo björt Ijós að enginn vetrarkuldi né næturdimma hefir áunnið. pað er að segja hún hefir ávalt birst þannig á stöku stöðum og í vissum tilfellum, þótt hún í fjölda tilfella sé og hafi verið gerð að nokk- urs konar verzlnnarvöru, líkt og mannlegar verur voru á meðan þrælasalan átti sér stað, eða þar sem hún enn á sér stað. Allir sem lesið hafa sögur vorar—eða einhverj- ar aðrar sögur—minnast þess að feður seldu dæt- ur sínar eða gáfu til svokallaðs hjónabands. Hjúskapur í þá daga var fremur skoðaður sem verzlun en nokkuð annað. Hugur hjarta eða til- finningar þeirra sem í sannleika áttu hlut að máli voru ekki spurð ráða í þeim efnum. Kæmi einhver veldugur maður eða virðinga- mikill, auðugur eða hraustur til bónda sem átti álitlega dóttur og bæði hennar sér til handa, þá var það svo að segja sjálfsagt að erindið gengi vel, ef föður stúlkunnar leizt á gjaforðið. Hvort hún feldi sjálf hug til mannsins eða hafði andstygð á honum, það skifti engu. “Eg hefi lofað honum Pétri eða Páli að gifta þig honum”, sögðu feðurnir við dætur sínar; og við það varð að sitja. pað var rétt eins og þegar þeir seldu einhvern gripinn úr fjósinu sínu einhverjum sem hafa vildi og borgað gat. pað kom gripnum ekkert við; hann var leiddur út úr einu fjésinu og inn í annað —tekinn af honum einn klafinn og annar látinn á hann í staðinn. Svona var farfð með ástamálin fyr á tímum. En þrátt fyrir það átti ástin alt af einhvers staðar nógu sterka neista til þess að kveikja elda, er svo skært loguðn að bjarmi sæist í gegn um helmyrkur þessa síðhelgaða þrælahalds. En það var ekki vináttan mHli manns og konu —ástin—sem þessar línur áttu að fjalla um, held- ur vinátta milli manns og manns, konu og konu, pilts og pilts, stúlku og stúlku; eða vinátta milli tveggja samkynja persóna. pegar lesin er mannkynssagan, þá eru það alt- af vissir þræðir sem halda öllu saman—uppistöðu- þræðir í hinum mikla vef þessa margbreytilega lífs. Sumir þessara þráða eru biksvartir og setja skuggablæ á alla voðina; aðrir eru ljósleitir, bjart- ir og hvítir og með öllum þeim litum sem hin al- haga hönd náttú:'jinar hefir málað með brúna milli himins og jaroar. pað er hinn rauði ljósþráður sannrar vináttu sem altaf og alstaðar hefir “öðrum þræði” slegið fögrum blæ á voðina. Vinátta milli manns og manns hefir frá alda öðli komið fram svo sterk og óblandin milli vissra einstaklinga að hugurinn hlýtur að hitna og ljóma í birtu þegar um það er lesið. Einhver fegursta mynd vináttunnar milli manns og manns frá þeim elztu tímum sem sögur eiga, kemur fram í frásögninni um Davíð og Jónatan. Hreinni vináttu, sterkari, dýpri og einlægari getur hvergi. pessa vini “kennir til” hvorn vegna annars. pað sem annan særir, særir hinn. Líf þeirra er tvinnað saman svo óskiljanlegum vináttuböndum að ekkert — hvorki tími né rúm — greinir þau í sundur. Sögu þeirra Davíðs og Jónatans þarf ekki að segja hér; hún er öllum kunn og kær. En vér þurfum ekki að fara svo langt aftur í tímann til þess að finna óslitna vináttu milli sam- kynja fólks. Vér þurfum ekki annað en líta yfir íslendinga- sögumar. pær eru einkennilega ríkar af þess konar vináttu. pað er vafasamt hvort nokkur þjóð í heimi á til í eigu sinni alveg samskonar vináttusambönd og “fóstbræðralagið” íslenzka. “Sórust þeir í fóstbræðralag”, segir oft í sög- um vorum. Og þegar einhverjir menn höfðu “svarist í fóstbræðralag”, þá var það sjálfsagt að sama gengi yfir báða;, sjálfsagt að hvor verndaði hinn hvað sem fyrir kæmi;sjálfsagt að ekkert—ekki einu sinni lífið—væri til þess sparað að verja heið- ur og hag fóstbróður síns. Og það var einkennileg athöfn sem fylgdi þessu fóstbræðralagi. J7eir sem í það sórust opnuðu sér æðar og létu blóð sitt renna saman; þeir “blönduðu blóði sínu”, eins og það var nefnt. Átti þetta að vera hið ytra tákn hinnar innri staðfestu og einlægni. Og þetta var meira en skynhelgisathöfn. J7að var alvörutákn þar sem öll tilvera mannanna stóð á bak við. íslendingasögurnar eru ríkar af dæmum þess- arar fóstbræðra vináttu, og hún kemur svo fagur- lega í ljós við mörg tækifæri að undrum sætir. pað er, ef til vill, ekki margt í sögum vorum sem gefur þeim meiri áhrif, en einmitt þetta atriði. Vér sjáum það í sögum annara þjóða að vin- áttan er talin ekki einungis ein af aðaldygðum manna, heldur eitt helgasta sæluskilyrðið. Sumstaðar er hún gerð að vísindagrein og ungum mönnum kend vináttufræði. Svo er það meðal Japana. Japans keisari, eitt af stórskáld- um heimsins, flutti ræðu og kvæði á nemenda fundi í Tokio árið 1905. Var hún um “vináttu”, ekki svo mjög sem sælu atriði eða tilfinninga, heldur sem andlegan eiginleika er beina mætti í réttar áttir og rangar og nota sem annað afl lífinu til fullkomnunar, sérstaklega í því skyni að skapa fullkomnari borgara og betri þjóð. Talaði hann einkum um það hversu afaráríðandi það væri að vera vandur að vinavali. Tvær vísumar í kvæði hans eru þessar: Sé vatni helt í bikar, bolla, skál, það breytir lögun eftir kringumstæðum. Á vinatengd vér töpum eða græðum; — því til hins verra og betra—eftir gæðum— af þeirra valdi mótast mannleg sál. J?ér ungu vinir,—vonir þessa lands,— í vinakjöri takið skyn til ráða, og forðist svipi stormi og straumi háða, en stórum sálum tengist fast. — Til dáða þær knýja fram með svipu sannleikans. Vér skulum líta augnablik á fóstbræðralagið— foma vinátuformið íslenzka. í Fóstbræðra sögu er frá því sagt, að þormóð- ur Kolbrúnarskáld hafði svarist í fóstbræðralag við þorgeir Hávarðsson. þorgeir var grófur í sér, ruddamenni og lítt dæll; átti í óeyrðum við ýmsa og var loks veginn árið 1024 af manni er porgrím- ur hét frá Grænlandi. peir pormóður og porgeir höfðu fyrir löngu skilið félagsskap í samveru—skilið að borði og sæng—ef svo mætti segja í þessu sambandi, en þó taldi pormóður sér það skylt að hefna vinar síns vegna fóstbræðralagsins. Fór hann til Grænlands í því skyni og rak þar erindi sitt þangað til því var lokið. Úr þeirri ferð fór hann til Noregs og kyntist Ólafi konungi Haraldssyni. Og þótt ekki yrðu þeir fóstbræður, varð vinátta milli skáldsins og konungsins svo mikil að pormóður var þess fús að leggja líf í sölur fyrir. Hann fylgdi ólafi konungi í útlegð, og þegar konungur reyndi að vinna ríkið aftur 1030, þá las pormóður upp kvæðið “Bjarka- mál”, til þess að hvetja og hughreysta liðið í Stikl- arstaðaorustu. pegar pormóður hafði barist sem hetja fyrir þennan nýja vin sinn, var ör skotið í gegn um hann og féll hann með hálfort ljóð á vörum. pormóður orti erfidrápu eftir porgeir fóst- bróður sinn og er hún þrungin af djúpri sorg og takmarkalausri vináttu. pá er áhrifamakið atriði í sögu Gísla skálds Súrssonar. Hann stofnaði frelsi sínu og lífi í hættu til þess að efna fóstbræðraeið er hann hafði svarið Vésteini. Var Vésteinn myrtur af porgrími goða tengdabróður Gísla, og má nærri geta hvílík ofraun það hefir verið fyrir hann að deyða eigin- rrann systur sinnar; en vináttueiðurinn krafðist þess að ærlegir menn hefðu engin undanbrögð hversu sem á stóð; og því vann Gísli verkið. Varð hann að lifa í þrettán ára útlegð fyrir bragðið. Eru þær hörmungar sem hann þar leið málað- ar með þeim orðum í sögunni, sem hljóta að færa mönnum tár í auga. pá muna víst flestir íslendingar eftir vináttu og fóstbræðra lagi þeirra Harðar og Geirs. Hvern- ig þeir stóðu ávalt vio hvor annars hlið í blíðu og stríðu og urðu hvorki aðskildir með útlegð né neinum öðrum hörmungum. Vinátta milli manna í fyrri daga var svo ein- læg og fölskvalaus sem mest mátti verða. Fornsögur vorar eru auðugar af mörgum fögrum dygðum, þær eru sá skóli sem mörgum mætti að haldi koma, ef þær væru lesnar og efni þeirra lært. En vafasamt er það hvort þær eru lærdómsríkari í nokkru öðru en einmitt því hversu trúir “vinir” menn voru í þá daga. Vináttan er ein hinna mikilsverðustu dygða mannkynsins, þegar hún er hrein og fölskvalaus. Já, fornsögur vorar eiga óþrjótandi námu ríkra kenninga, sem svo að segja eru huldar og grafn- ar þannig að núverandi kynslóð hefir þeirra engin not—þessar námur liggja óunnar og óhagnýttar vegna þess að þær eru ekki á því máli sem yngri kynslóðin skilur eða hefir full not af þótt hún læsi þær. Einhverjir góðir menn — sannir íslendingar þyrftu að taka sig til og gefa út alþýðlegar út- gáfur, þar' sem sagðar væru fomsögur vorar eða kjami þeirra á léttu, vel rituðu og alþýðlegu nú- tíðarmáli; máli sem allir hefðu full not, er á annað borð skildu mælta íslenzka tungu. pað er ólíklegt að “fóstbræðralagið” íslenzka hefði ekki áhrif á unga menn vor á meðal, væru slíkar bækur til; það er skoðun vor að þær gætu blátt áfram umskapað eða endurfætt hugsanir þeirrar kynslóðar sem nú er á þroskaskeiði. Vináttan í fornsögunum er eitt af þeim þjóð- areinkennum sem mest bar á í þá daga. Vináttan milli manna þekti engin takmörk; fórnfæringar- fúsleikinn í sambandi við vináttu var engu háður. Menn fundu sælu og sálarfrið jafnvel í því að líða sem mest fyrir fóstbræður sína og vini. pað að eiga þann vin sem maður vill leggja alt í sölurnar fyrir, er stórgöfgandi; það gerir manninn æðri og fullkomnari. Og því fleiri einstaklinga sem þjóðin á er slíka vináttu beri sér í brjósti, því betri og fullkomnari verður hún. En hvemig er þessu varið vor á meðal nú á dögum? Hefir íslenzka þjóðin haldið þessu dýrð- areinkenni sálar sinnar? hefir hún borið þetta ljúfa ljós svo hátt að það hafi kastað geislum á himinn hennar fram á þennan tíma og geri það enn? Eða hefir hún sett það undir mæliker? Eða hefir það sloknað í stormi og kulda seinni tíðar baráttu ? Um það verður rætt í næsta kafla. Hvort er líklegra? ii. Eins og drepið er á í síðasta kafla, er ætt- jarðarástinni á sama veg farið og móðurástinni. Hún er þá heitust þegar föðurlandið er í einhverj- um bágindum statt. Enda er þetta aðaleinkenni allrar sannrar ást- ar, hverju nafni sem nefnist; eða við það kemur styrkleiki ástarinnar í ljós. Á þvi er enginn efi að þeir sem í stríð fara— margir hverjir—í hvaða landi sem er, leggja þar líf sitt í sölur; yfirgefa ástvini sína til þess að ganga út í opinn dauðann fyrir þá ástæðu að þeir unna svo heitt þjóð sinni og landi. pótt sumir fari í stríðið nú á tímum af öðrum hvötum og annarlegri, þá er það víst að þessi er hvötin sem knýr marga. Og það er ekki persónuleg vörn beinlínis sem þar er aðalatriðið; menn eru ekki einungis—jafn- vel ekki aðallega—að hugsa um að verja sinn ein- staklingshag. pað er þjóðin og landið—þjóðin þeirra og land- ío þeirra—sem þeir geta ekki séð misboðið né hnekt að nokkru leyti. Hver sannur borgari sér ættjörð sína og þjóð sem persónu, er hann ímyndar sér, og þær renna báðar saman í eitt fyrir hugaraugum hans. Hann horfir á ættjörðu sína með augum unnustans— augum ástfangins manns. Fjöllin eru þar tignarlegri og svipfallegri af því þau eru á landinu hans, en ef þau væru á ein- hverju öðru landi. Fossahljóðið lætur honum ljúfar í eyra heima fyrir cn annarsstaðar, þótt það í eðli sínu sé hið sama. Stjömur himinsins verða honum vinaraugu . þegar hann sér þær frá sínu eigin landi, þótt hann veiti þeim ekki eftirtekt annarsstaðar. Ástin breiðir einhverja töfrablæju yfir alt heima fyrir í augum þess er ættjarðarástin hefir snortið. Benedikt Gröndal segir frá því að þegar piltur vilji vita fyrir víst hvort hann sé skotinn í alvöru, J-á sé það auðfundið: * “pú þarft ekki annað” sagði hann, “en rann- saka huga þinn. Ef þér sýnist hatturinn hennar fallegri—eitthvað öðruvísi fallegri—en aðrir hatt- ar; hversu ljótur sem hann er í raun og veru; ef þér sýnist kápan hennar eða hvað sem henni heyr- ir til hafa cinhvern annan svip en önnur föt; ef þér sýnist jörðin helgari þar sem hún hefir stigið, þá ertu skotinn; þá ertu vissulega ástfanginn.” petta sagði Benedikt Gröndal á gleðifundi heima hjá sér í viðræðum við Guðmund Guðmundsson skáld og fleiri, árið 1896. Svona er það með ættjarðarástina. Hvort sem það er virkilegt eða ekki þá finst þeim sem eitt- hvert íand elska að það fullnægja hans tilfinning- um betur en nokkur annar blettur jarðarinnar. Ættjörðin mín getur verið ófrjórri en mörg önnur lönd, en hún getur samt sem áður verið mér kærri og betur til þess fallin að framleiða í mín- um hugsunum það bezta sem eg á til, en nokkurt annað land. Hún getur staðið sumum öðrum löndum að baki í ýmsu, en þar kemur aðalkjarninn til greina sem felst á bak við orðin hans porgeirs í Vík, þegar hann segir: “Hún var þó alt um það mín”. pað þarf enginn að halda að Pólland verði lagt í eyði þegar stríðið er úti. Tilfinningin sem stend- . ur á bak við kvæðið: “pú guð, sem vorri ættjörð stýrðir áður”, blossar upp með meiri hita en fyr þegar stríðið er um garð gengið. Ættjarðarástin kemst þar þá á hæðsta stig sem hún nokkru sinni hefir komist. Allar pólskar hendur og allir pólsk- ir hugir tengjast þá saman til þess að græða flög- in—græða sár jarðarinnar. Pólland hefir svo mikið móðurhald á börnum sínum að þau kennir til vegna landsins síns. pau virkilega finna til í sinni eigin sál þegar þau horfa á móðursár jarðarinnar. Pólverjar verða því kyrrii heima—þeir sem ekki hafa fallið—þeir safna saman öllum kröftum sem þeir eiga eftir, til þess að korna öllu sem fyrst í samt lag aftur. peir flýja ekki úr landi burt; þeir koma ekki til Canada. Ef skapleg verða málalok stríðsins, þá verður Pólland sjálfstætt ríki og engum háð; þá hefir ræzt margra alda draumur þeirrar þjáðu þjóðar og þá verður tekið til óspiltra starfsmála heima fyrir. Alveg sama máli verður að gegna með hin stríðslöndin. Ást þjóðanna heima fyrir, hverrar á sínu eigin landi, logar upp með hita og birtu og slýkri dýpt og hæð að mannkynssagan hefir al- d ei þekt neitt því líkt. Dýpsta og helgasta hugsun allra þjóða verður sú að græða sárin heima fyrir í öllum skilningi; endurrækta jörðina; byggja upp alla helgidóma, koma öllu aftur í röð ög reglu. pegar Chicago brann hér um árið, sögðu New Ýork búar að sá bær væri úr sögunni; en Chicago- rnenn sögðu, nei; við byggjum bæinn aftur og strengjum þess heit að hann skal verða enn þá voldugri en fyr; eldurinn vinnur á við og ýmsum líkamlegum efnum, en hann vinnur ekki á hug- i-ekki Chicagobúa; og hann vinnur ekki á þeirri ást sem við berum til þessa bæjar; nú fyrst skal hér unnið af alvöru. Og þessi heitstrenging var efnd. Enginn bær í víðri veröld hefir vaxið eins fljótt og Chicago gerði eftir brunann mikla; þá fóru hugir manna og hendur fyrst að vinna þar saman. Og reynslan verður eins í Evrópulöndunum eftir stríðið. i THE DOMINION BANK mr MDMUWD B. WLU, BC. F, Ptm W. D. HATTHEW8 O. A. BOJKRT, Genení Muacnr. Bankastörf öll fljótt og samvlzkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögS á að gera skiftavinum sem þægilegust viSskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextfr borgaSir eSa þeim bætt viS innstæSur frá $1.00 eSa meira. tvisvar á ári—30. Júnf og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. 11AMII/1T)N, Manager. SQ Selklrk Branch—M. S. BURGER, Managcr. fjn Af þessu leiðir það að inn- flutningur hingað verður að lík- indum ekki mikill, og peningar hér í landi verða mjög sennilega af skomum skamti. Auðfélögin hafa að undanförnu sent pen- inga sína hingað til þess að vexta þá, af því að hér hefir landið verið að byggjast upp og peningaþörf til alls konar fram- kvæmda. pað er af engri sérstakri góð- vild að peningamennirnir í Evrópu hafa verið fúsir að senda fé sitt hingað til ávaxta; það er blátt áfram fyrir þá sök að það var þeirra eiginn hagur. Nú þarf á þessu fé að halda í Evrópu; nú verður verið að byggja upp aftur þar; nú verður hægt að fá þar háa vexti fyrir fé sitt og nú verður þar þörf á svo miklum peningum að svo að segja engin takmörk þekkjast. pað fjör og sá gauragangur sem hér átti sér stað fyrir stríð- ið með peninga og brask, kemur því ekki aftur að stríðinu loknu. Hér verður aðallega bygt á iðnað. og framleiðslu jarðar — með öðrum orðum nytsama vinnu í stað fjárglæfra, sem var aðalatvinna fjölda manns áður. peir sem hugsa sér að taka til fjárglæfrastarfa aftur eftir að friður kemst á; þeir sem hugsa sér þúsundir húsa bygð í hverj- um bæ í vesturlandinu; þeir sem hugsa sér straum af útlendum peningum inn í landið til ávöxt- unar frá auðmönnum í Evrópu, eins og áður var; þeir sem hugsa sér innflutningastrauminn frá Evrópu endurnýjaðan og jafnvel meiri en nokkru sinni áður, þeir mega láta brúnir síga, því þeim er hætt við vonbrigðum. Eimskipafélag Islands Um síöustu helgi fékk Árni Egg- ertsson, hinn nýkjörni stjórnar- nefndarmaöur eimskipafélagsins, símskeyti um þaö að skipið “Gull- foss” fari frá Reykjavík í byrjun september til New York, og aö í byrjun október n.k. fari skipið “Goðafoss” frá Reykjavík áleiðis' til New York. Sikipin bæði fara svo frá New York beint til ís- lands og taka farþega þangað með sama verði og auglýst var í fyrra, en það er fyrir hvern farþega á fyrsta farrými 250 kr. og á öðru farrými 150 kr, Fargjald frá Winnipeg til New York $35-00 að $3.00 viðbættum, sem er herskattur. Auk þessa borga farþegar fæði á skipum félagsins frá New York til Reykjavíkur um 4 kr. á dag á fyrsta farrými og 2 kr. á öðru farrými. Herra Eggertsson selur farbréf- in alla leið frá Winnipeg til íslands og segir kostnaðinn muni verða um íjáo.oo á öðru farrými, en $110 á fyrsta farrými, á landi og sjó og að herskaitinum meðtöldum. Vænt- anlega verður hann fær um að aug- lýsa eitthvað nánar um jtetta síðar. Þeir sem vildu rita honum um far- bréfakaup geta áritað þannig: Herra Árni Eggertson 302 Trust and Loan Building Winnipeg, Man. Þeir sem vilja fá fólk sitt frá íslandi út hingað geta og samið um það við herra rtggertson sem selur farbréf þaðan hingað vestur, alt eins og farbréf héðan austur þang- að. ■Herra Eggertson hefir fengið nokkra nýja hluthafa í félagið síð- an ársreikningar þess' voru birtir hér vestra, og óskar jafnframt eftir að þeir sem vilja hlynna að félag- inu með frekari hlutakaupum, vildu gera það svo tímanlega að hægt verði að senda borganir á þá hluti með Gullfoss frá New York í sept- ember næstkomandi. Hagur sá sem orðið hefir af starfi eimskipafélagsins fram • að jiessum tima er svo vænlegur að hann ætti að hvetja menn og konur sem unna félaginu, til þess að kaupa sem flesta hluti í því og sem allra fyrst. B. L. Baldwinson. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu.. ... $ 715,600 Formaður.............- - - Slr D. H. VtcMlIJAX, K.O.M.G Vara-íormaður................... - Capt. WM. ROBINSON Str D. O. CAMERON. K.O.M.G., J. H. ASHDOW’N. E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMI’BELL, JOIIN STOVED Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög Og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsanir seldar til hvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar viðá hverjum sex mánuðum. T. E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og SherbrookelSt., . Winnipeg, Man. Heiðurssveit 223. skandinavisku deildarinnar. petta er úrvalalið sem myndaði heiðursvörð land stjórans þegar hann var hér.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.