Lögberg - 20.07.1916, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.07.1916, Blaðsíða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlua Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar og prýddar sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. c. HJALIVIARSON, Eigandi, 1 1 66-8 Ingfersoll 8t. Tals. G. 4140 i. ÞETTA PLÁSS ER TIL SÖLU 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FfMTUDAGINN 20. JÚLÍ 1916 NUMER 29 ENGLENDINGAR HAFA TEKIÐ 12,000 FANGA SÍÐAN 1. JOLI. MÓÐVERJAR Á UNDANHALDI Rússar taka þrjár járnbrautir sem liggja inn í Ungverjaland. Ungverjar krefjast sérstaks friðar. Linsingen herforingi Þjóðverja verð- ur að hörfa með lið sitt yfir ána Lipa. Rúss- ar taka 13,000 fanga og 30 fallbyssur. Kur- opatkin hershöfðingi Rússa og Hindenberg mœtast. Bandamenn hafa inxniö stöSugt á öllum hliSum hersvæSanna siöan í vikunni sem leið, þott hvergi,hafi veriö eins grimmar orustur né stór- ir vinningar og næstu viku á undan, og ekkert gerst sem verulegum stór- tíðindum saeti. Rússar hafa unnið meðfram Kirlibaba-Marma'ros jámbrautinni og hafa nú náð á srtt vald fjórum járnbrautum sem mikils virði eru og liggja inn í Ungverjaland. Hef- ir þegar komið svo mikill óhugur í Ungverja að flokkur hefir mynd- ast þar sem krefst sérstakra friðar samninga við Rússa. í Riga héraðinu hafa Rússar herjað á óvini sína af miklu afli og unnið talsvert á, en ekkert til neinna úrslita. Linsingen hershöfðingi Þjóðverja hefir hörfað með lið sitt yf:r ána Uipa, og er það talið mikils vert fyrir Rússa, því með því kveða þeir sér það í lófa lagið að ráðast á Lemberg. Á vestur herstöðvunum hefir bandamönnum einnig veitt b'etur1 ekki frétt emn. yfirleitt. Þjóðverjar hafa fært her- línu sína allmikið til baka og þar af leiðandi bæði tapað af þvi landi, sem þeir höfðu tekið og sýnt það að þeir treystast ekki til að veita nægilega mótstöðu þar sem þeir voru. Engleddingar hafa hertekið 12,- öoo manns síðan 1. júlí. Yfir höfuð er þannig háttað að engin stór tíðmdi hafa gerst, síð- an blaðið kom út seinast, en sókn hefir verið af höndum bandamanna og nokkrir vinningar allstaðar, en vöm og tap á hina hliðina, eftir fréttum að dæma. Á sunnudaginn hertóku Rússar 13.000 Austurríkis- menn og 30 fallbyssur, en á mánu- daginn lenti þeim saman í Dvína héraðinu Kuropatkin hershöfðingja Rússa og Hindenbtirg. Kuropatkin er nafnkutmur úr Japana stríðinu, en Hindenburg fyrir þann mikla sigttr er hann vann á Rússum i fyrra. Um úrslitin milli þeirra er Stórkostlegur bruni. Eldur kom upp nýlega i Grikk- landi þar sem Totoi skógur heitir. Brann skógurinn allur frá jaðri til jaðars, og var það stærsti og feg- ursti skógur í landinu. Margar byggingar brunnu einnig; þar á meðal sumarhöll Constantinusar konungs, konungur var staddur i skóginum á bifreið þegar bálið barst þangað og vissi hann ekki fyrri til en bálið var komið um- hverfis hann. Brá hann við tafar- laust og stökk fótgangandi út fyr- ir eldinn og bjargaðist þannig — skyldi bifreiðina eftir. Ejöldi fólks fórst í eldinum og þar á meðal ýmsir leiðandi menn. Skaðinn er metinn á 40,000,000 franka. Er sagt að eldurinn muni hafa kvíknað af því að ferðamaður hafi kastað vindlingsstúfi með eldi og hafi kviknað í þurru grasinu. Manntjón og skemdir Vatnavextir eru meiri í Rauðánni i ár en dæmi séu til um langan ald- ur. Hún hefir flóð yfir bakka viða og stórir landflákar liggja til og frá undir vatni. Þannig eru 20,000 ekrnr af akurlendi undir vatni í grend við Davenport, og uppskera þar gersamlega eyðilögð. Margir hafa druknað í sumar í Rauðánni og þeim sprænum sem í hana renna. Jóhannes S.Thorláksson fallinn. Nýr sjúkdómur. Úrskurður Bandaríkja- Bœjarstjórinn leggur niður embættl Mikið kveður orðið að nýjum sjúkdómi, sem upp hefir komið í sambandi við stríðið. Veit enginn hvers' eðlis hann er né hver sé or- SÖkin, en svo segja herlæknar að hann muni koma frá rottum sem séu í skotgröfunum og valköstun- um. Veiki þessi er ekki ósvipuð barnaveíki; mtmnur og ikverkar bólgna og gráhvít skóf safnast á slímhimnuna. Veikin er orðin all- útbreidd bæði í liði Þjóðverja og bandamanna. Dr. Lidney McCallin frá Chicago sem nú er í herlæknaliði Breta, hefir hafið rannsókn á veiki þess- ari. Telur hann víst að hún stafi af gerlum og er aðallega verið að rannsaka það við efnafræðisstofn- anir í Chicago. Veikinni hefir enn ekkert vísindalegt nafn verið gefið, en sín á milli kalla hermenn hana “Skotgrafamunn”. Fjögur börn brenna til dauðs með- an foreldrarnir eru á dansleik Skamt frá bænum Munson í Al- berta vildi það til 14. þ.m. að hjón sem heita James M. Tumbull voru á dansleik. Þau áttu fjögur börn og skildu þau eftir heima, en höfðu beðið nágrannakonu sína — gamla konu — að gæta þeirra. Hún hafði sofnað og vaknaði við það að kvikn- að var í húsinu; komst hún út með naumindum en gat engu bamínu bjargað; þau brunnu öll til dauðs. Yngsta barnið var tveggja ára og það elzta sjö. Enginn veit hvernig eldurinn hefir kviknað. Þetta slys og mörg önnur ættu að verða foreldrum íhugunarefni sem hafa það fyrir sið að skilja börn sín eftir—stundum jafnvel al- ein. manna. Hagl. Um það voru skiftar skoðanir hvort neðansjávarskipið “Deutsch- land” væri stfíðsskip eða vöruflutn- inga skip aðeins. Settu Bandaríkja- menn nefnd manna til þess að skoða skipið nákvæmlega og ákveða um þetta atriði. Varð niðurstaðan sú að það sé aðéins flutningaskip og sé þvi þess vegna heimilt að fara i friði hvert sem vera vilji. Polk, sem nú gegnir utanríkis- skrifara störfum lýsti því yfir að þetta gilti aðeins um þetta skip, en komi fleiri samskonar verði þau l1rtl skoðuð sérstaklega. Einkennilegur sigur. í New York skeði einkennileg saga 14. þ.m. Kona nokkur, sem Carso heitir, kom út úr húsi, sem hún átti heima í og sá að grimmur hundur hafði ráðist á litla stúlku er hún átti, sem hét Gertrude og var tveggja ára gömul. Hundur- inn hafði læst í hana tönnunum og hristi hana af mestu grimd. Kon- an reyndi alt mögulegt til þess að lata hundinn sleppa stúlkunni, en það kom fyrir ekki. Hún gerði sér þá hægt um hönd og réðst á hund- inn þannig að hún beit utan um nasirnar á honum svo hann ætlaði bœði að missa andann og kvaldist af sársauka. Varð honum þannig við þetta að hann slepti barninu osf flýði. 8 Litla stúlkan var mikið meidd, en talið er víst að hún verði jafngóð. Er þetta talið hugrekki með af- brigðum. Það sýnir ekki einungis það hvemig móðurástin gefur þrek til þess að leggja út í hvaða hættu sem er, heldur einnig kom þar fram svo skynsamlegt ráð, að fæst- um mundi hafa komið til hugar. Waugh bæjarstjóri í Wmnípeg hefir verið skipaður formaður vatnsléiðslunefndarinnar með $5000 launum. Hann leggur því niður embætfi sitt sem bæjarstjóri. Kosn- ingar ættu áð sjálfsögðu að fara fram, en það á ekki að verða. Bæjarstjörnin vinnur hvert gjör- ræðið á fætur öðru og gengur fram hjá rétti fólksins. Hún ákvað trma- færsluna eða klukkufærsluna, þvert ofan I vdja fjölda fólks — líklega meiri hlutans — án þess að leita á- lits þess, og nú ætlar borgarstjóri að fara úr þeirri kápu sem kjós- endur sniðu honum og engum öðr- og láta hana þegjandi og hljóðalaust á herðar öðrum manní, sem engin trygging er fyrir að bæj- armenn séu alment ánægðir með. Cockbum heitir sá er við á að taka. Auðvitað hefir Waugh þegar tekið við hinu embættinu og er þar- afleiðandi ekki nema að nafninu þjónandi bæjarstjóri, en hann ætlar að halda því embætti að nafninu til þangað til 1. október; þá á Cock- born að taka við. Að sjálfsögðu átti Waugh að segja af sér tafarlaust þegar hann tók hitt embættið og nýjar kosning- ar að fara fram. Sú sorgarfregn kom í síðustu viku að fallið hefði á vígvellinum 2. júlí, Jóhannes S. Thorlaksson frá Churchbridge, Sask. — Hann var 28 ára gamall, fæddur á ís- landi, en fluttist sama ár og hann fæddist, 1888, hingað til lands með foreldrum sinum, Stefáni Thorlaks- syni og Jóhönnu Magnúsdóttur, ættuðum úr Vestmannaeyjum, og settust þau að í smábæ nálægt New York, en dvöl þeirra þar var ekki nema hálft þriðja ár; fluttust þau hingað vestur og settust að i Lögbergs-nýl'endu og þar misti Jó- hannes föður sinn, en móðir hans giftist nokkrum árum siðar og býr hún með manni sínum G. Bryn- jólfssyni á land i Þingvalla-ný- lendu, s‘em Jóhanes heitinn hafði keypt. Hann stundaði nám á Manitoba Agricúltural College veturna 1913 til 1915, en vann á landi sínu þess á milli. Hann var duglegur og verklaginn maður, og eftirtektar- samur mjög og fljótur til lærdóms. Hann innritaðist í 44. herdeild- ina hér í Winnipeg snemma í mai 1915, ásamt tveimur bróðurson- um sínum, Stefán og Edward, sem nú eru á Frakklandi, og var hann sendur til Englands í sama mánuði, ásamt fleirum úr þeirri deild, en í skotgrafirnar var hann kominn í ágúst síðastliðinn; svo hann hafði verið þar tæpt ár. — I síðustu bréf- um frá honum bjóst hann við að fá sig lausan um tíma, og ætlaði þá að nota tímann til að ganga á “Divis- ional School” fyrir hærri stöðu i hernum, en það átti ekki að verða. Auk sártsyrgjandi móður skilur hann eftir eina systur, Steinunni, konu J. W. Magnússonar í Winni- peg, fyrir utan margt annað skyld- fólk. Verzlun Bandaríkjanna við útlönd. Samkvæmt nýkomnum skýrslum í Bandaríkjunum hefir verzlunar- magnið þar við önnur lönd verið ótrúlegt árið sem leið. Alls hefir sú verzlun numið $6,525,000,000 (sex biljónum, fimm hundruð, tutt- ugu og fimm miljónum). Útflutt- ar vörur námu $4,345,000,000 (fjórum biljónum, þrjú- hundruð fjörutíu og fimm miljónum). Jám og stál var flutt út fyrir $618,000,- 000, sprengiefni fyrir $493,000,- 000; baðmull fyrir $376,000,000; hveiti og mél fyrir $428,000,000; kjöt fyrir $270,000,000; koparvör- ur fyrir $170,000,000; jarðolía fyr- ir $165,000,000; málmblendingur og vörur úr honum fyrir $126,000,000; bifreiðar fyrir $123,000,000; með- ul fyrir $123,000,000; unnin baðm ull fyrir $112,000,000. Móti stríði. Aðalfundur félags þess í Banda- ríkjunum sem kallar sig “Vinafélag trúaðra manna” samþykti áskorun í dag til allra manna, og helzt þeirra sem telja sig kristna, þess efnið að viðurkenna í'engu réttmæti striðs og neita því að það geti skorið sanngjamlega úr málum. Félagið lýsti því einnig yfir að það sé eindregið á móti heræfingum eða hemaðarkenslu í skólum. “Telegram” 13. júlí. Búnaðarskóla rannsókn. Galt dómari hefir verið til þess kvaddur að rannsaka búnaðarskóla- bvggingarnar. Lögmaður hefir enn ekki verið útnefndur af hálfu stjórnarinnar fyrir þá rannsókn. Álitið er að álika óráðvendni hafi átt sér stað í sambandi við þessar byggingar eins og við þinghúsið, og er ákveðið að rannsóknin verði eins nákvæm og hægt er. Ekki er ólík- legt, ef dómarinn gengur vel fram að Bobert Rogers volgni undir ugg- um áður en lokið er. þótt þar sé um stórfisk að ræða. Sólslag. í Melita kom haglstormur afar- svæsinn 14. þ. m. Akrar stór- skemdust, gluggar brotnuðu og yfir höfuð varð stórskaði að ýmsu leyti. Haglið er sagt að hafi verið eins [ en allmörg börn hafa verið flutt stórt og lítil egg. Flokksþing Liberala. Framsóknarmenn hófu flokksþing sitt í Ottawa á þriðjudaginn var. Eru þar mættir fulltrúar frá öllum fylkjunum í Canada og verða öll helztu mál þar til umræðu sem þjóð- ina varðar. Mörg börn i Winnipeg hafa fengið snert af sólslagi að undan- förnu. Hitarnir hafa verið stöð- ugir og svæsnir. Engir hafa þó dá- , en allmörg börn hafa verið flu veik á sjúkrahúsin og Iiggja þar. $5,000,000 brú. 15. þ. m. var vígð brú sem nýlega var lokið við að smíða yfir Missi- sippi ána hjá bænum Memplis. AIls er brúin um þrjár mílur á lengd, en yfir ána er hún 2,600 fet. Brúin var byrjuð árið 1913 og kostar $5,000,000. Þjóðverjar hafa í heit- ingum. Svo segja fréttir á laugardaginn að Þjóðverjar hafi lýst því yfir, að ef þeir verði að yfirgefa Belgiu og Frakkland, þá muni þeir skilja svo við að þar verði alt í kalda koli. Kveðast þeir munu flytja heim til Þýzkalands alla vinnufæra menn frakkneska og belgiska; þeir hafa þegar flutt burt svo margt fólk þaðan, bæði unga menn og úngar konur til uppskeruvinnu í Þýzka- landi að alvarlegt er talið. Samt er því haldið fram af bandamönnum að þessar hótanir Þjóðverja hafi enga verulega þýðingu. Kveðast þeir þegar hafa borið saman ráð sín og komist að niðurstöðu um það hvernig þeír skuli byggja upp aftur löndin þegar stríðinu sé lokið, bæði að því er húsabyggingar, vegalagningti, játnb’rautargerð og liðveizlu við þjóðina snertir. Særðir Islendingar. Carl Anderson frá Selkirk, bróð ir Ólafs Andersonar háskólakenn- ara hér í bænum, særðist 3. júní í orustunni miklu við Ypres'. Átta piltar frá Selkirk voru þar saman og kom ein sprengikúla í þá er særði sex, deyddi einn og einn fanst ekki. Carl var eini Islend ingurinn og særðist hann allmikið í báðar mjaðmirnar; var lengi hospítali en er nú á batavegi. Alex Johnson, frá Selkirk, sonur Jóns Jónssonar trésmiðs þar, særð- ist rétt um mánaðarmótin júní og júlí. Var hann skotinn í mjöðm- ina öðrumegin og liggur í sárum. Jón Ölafsson látinn. Sú frétt barst hingað vestur á föstudaginn með símskeyti, að Jón ólafsson alþingismaður, rithöfundur og skáld hefði andast 11. júlí. Hans verður ítarlega getið í næsta blaði. Til fslands 1882. Drottinn, þökk sé þér þú að fylgdir mér aftur hingað heim; eg hér vil þreyja. Nýtt hvað í mér er ísland, helga eg þér, fyrir þig er ljúft að lifa, og—deyja. Jón ólafsson. Úr kveðju til íslands 1878. Eg kveð þig, ísland. Verði þér alt að veg og veiti guð þér stóra framtíð enn og marga sonu, er elska þig sem eg, en eru meiri skapstillinga menn. Jón ólafsson. Til Kvöldstjörnunnar. Stjarna blíð sem blás um geim brautu hvatar þinni, frá mér kveðju flyt þú heim fósturjörðu minni. Gott átt þú að geta séð ,■ gamla landið hvíta. Ó, að mætti eg þér með ættjörð mína líta. Jón ólafsson 1872. Úr “Leiðindum”. Ef sex feta grænan blett get eg, Garðarsey, fengið hjá þér, nógu víð þá fyrst verður veröldin handa mér. því leiðast mér dagar, mig langar til landsins míns heim á ný, því hvergi í heiminum finn eg hvíld nema gröfinni í. Jón ólafsson 1894. Sér H. Leo talar um æfi Páls postula, þýðingu hans og starf, á hverju mánudagskveldi kl. 8 í þrjár vikur í Skjaldborgarkirkju. Allir velkomnir; sérlega fróðlegt og skemtilegt. Stórkostleg stofnun. Félag eitt hér í fylkinu sem D. B. McDonell er einn aÖalmaSurinn i, ætlar að setja á stofn pappírs- verzlun og sögunarmylnur hjá Grand Rapids (Stóru fossum). Aðalskrifstofur félagsins eiga a5 verða í Winnipeg og á félagíð ab taka til starfa nú þegar; er til þess ætlast að sögunarmylnan verði komin á laggirnar eftir fáar vikur, en pappírsmylnan næsta vor. Sex hundruð manns er áætlað að burfi í vinnu við stofnunina og verða þar búnar til hundrað smálestir pappírs á hverjum degi. Grand Ropids er 250 mílur N.-vestur frá Winnipæg. Marteinn Jónasson kaupmaður frá Vidi var hér á ferð um helgina. Var hann í sendinefndum hingað ásamt fleirum, bæði til þess að reyna að fá talsima framlengdan þar nyrðra og fara þess á leit við fylkisstjórnina að hún héldi áfram fyrirmyndarbúi því, sem verið hef- ir að Árborg. Nefndimar voru tvær, en voru í félagi þegar hingað kom. VlGA HROTTINN. Hans mun gjörður hugur — þá Hræi í svörðinn éljar — Niflheims-vörður, norðaná Nætur-görðum Heljar. Stephan G. Stephansson. Guðmundur Kamban hefir sam- komu (framsögn og myndasýningu) í Winnipeg á fimtudaginn (27. þ. m.). Nánar í næsta blaði. Skólapróf voru auglýst í fyrra- dag, um það birtist greinileg skýrsla í næsta blaði. — Um eina stúlku verður þó að geta hér. Hún heitir May Helga Anderson, dótt- urdóttir Olafs Nordals í Selkirk og systir Ólafs Andersonar háskóla- kennara. Hún tók tvö skólapróf; hlaut hún $60 verðlaun í öðru og ágætiseinkunn með lofi í hinu. — Meira næst. Bæjarfréttir. Þorlákur Guðnason og kona hans frá Baldur komu til bæjarins um helgina. Þorvaldur sagði útlit þar gott nú orðið, eftir því sem við hefði mátt búast. Samt sagði hann að í allra bezta lagi gæti uppskera orðið í meðallagi. Guðm. Kamban. Meðlimir skólaráðt Jón Bjarna- son shóla eru beðnir að muna eftir fundi skólaráðsins á skrifstofu dr. Brandsonar þ. 27. þ. m. kl. e. m. N. Stgr. Thorláksson, form. skólaráðsins. íslenzkar hjúkrunarkonur. Þessar hjúkrunarkonur hafa út- skrifast alveg nýlega í Winnipeg. Christine Thorvaldson, systir Efemiu Thorvaldson, með 1 B eink. Stella Sigurðson, einnig með 1 B einkunn, (eí til vill fleiri). Landfarsóttin í N. York 2,000 börn hafa þegar veikst af máttleysisveikinni í New York og 400 dáið. Rockerfeller vísindafé- lagið hefir þegar veitt $50,000 til þess að vinna á móti útbreiðslu veik- innar og hefir Mitchell borgarstjóri í Néw York það fé til útbýtingar. Þótt veikin hafi farið til St. Louis, Chicago, St. Paul og Minne- apolis', Detroit og fleiri borga, þá hefir hún hvergi orðið skæð enn sem komið er nema í New York. Nokkrar konur og stúlkur komu saman að heimili ungfrú Guðrúnar Johnson að 88 Isabell stræti á þriðjudagskveldið 18. júlí. Guð- rún er að búa sig til ferðar vestur að hafi; á hún margar vinkonur hér, sem vildu kveðja hana áður en hún færi. Gestirnir færðu henni vandaða regnhlif að gjöf og fóru fram ýmsar skemtanir, svo sem söngur og hljóðfærasláttur. Húsfrú Ottenson flutti tölu, Carolina Dal- man las upp frumort kvæði, Efemia Thorvaldson söng einsöng og Sig- ríður Priðriksson lék á hljóðfæri. — Jódís Sigurðsson hafði aðallega gengist fyrir þessari heimsókn. - Guðrún þakkaði fyrir gjöfina og þá ánægju er þetta kveld hefbi veitt sér. Hann kom hingað frá New Ýork á þriðjudaginn, og dvelur hér fram yfir þjóðminningardag. Guðmundur er eini íslendingur- inn, sem lært hefir þá fögru og áhrifamiklu list að “segja fram", eins og þeir kalla það heima. Hélt íann þess konar samkomur Reykjavík í mörg kveld í röð og var altaf húsfyllir; seldi hann þó þar aðgang miklu hærra verði en dæmi voru til. Guðmundur hefir hlotið lof mik- ið fyrir skáldskap sinn; einkum þó leikritið “Haddapadda”, enda er það að verðleikum. Allmargir ís lendingar hafa lesið það og gezt flestum vel að. Leikurinn er sér- lega áhrifamikill og verður hans itarlega minst í næsta blaði. Guðmundur er nýkvæntur danskri stúlku, þau giftust 1. júní. Hún er leikstúlka og lék Kristrúnu í Haddapöddu, þegar hún var leik- in á konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Þess má vænta að marga fýsi aö heyra Kamban hér vestra. O. S. Thorgeirsson prentari fór vestur til Lundar fyrir helgina og kom heim aftur á mánudaginn. Hann var á skemtisamkomu þeirra Lundarmanna og lét vel af í alla staði. Fréttr frá félaginu “Jón Sig urðsson” bárust blaðinu, en verða xö bíða næsta blaðs sökum rúmleys- is. •' | Prestafélag kirkjufélagsins held- ur ársfund sinn í kirkju Selkirk- safnaðar 28. og 29. þ.m. 1 sam- bandi við fundinn verða trúmála- fundir í kirkjunni bæði kveldin. Hið fyrra verður rætt um kirkju- sókn, hið síðara um heiðingjatrú- boð. Báðir þeir fundir eru opnir fyrir alla og þeir boðnir velkomnir. Sunnudagurinn verður sérstakur hátíðisdagur. Verður þá við guðs- þjónustu í kirkjunni, sem byrjar kl. 2.30 e.h., trúboðanum, séra O. O. Thorláksson, fengið með hátíð- legri athöfn trúboðsembættið i bendur og hann sendur af stað til trúboðsstarfsins með bænum og blessunaróskum kirkjunnar. Dr. L. G. Abrahamson frá Rock Island, III., formaður heiðingjatrúboðs- ráðs Gen. Councils, framkvæmir þá athöfn, ásamt með formanni vorum, séra K. K. Ólafssyni. N. Stgr. Thorláksson, forseti prestafélgsins. BITAR Kellybræður voru nýlega kallaðir fyrir Prendergast dómara til þess að bera vitni og leggja fram skjöl. Þeir neituöu að hlýða. Lögmaður stjómarinnar kvað vera hægt að neyða þá til þess. Dómarinn játti því en sagðist vonast til að stjórnin neytti ekki þess réttar. — Dómar- inn lýsti því yfir í sínu heilaga sæti að hann vonaðist eítir að tveimur mönnum sé liðið að þverskallast gegn lögtun landsins, boðum stjórn- arinnar og réttarfarsins. — Þeir telji þetta heiðarlegt sem vilja. Mörgum hefir orðið ilt af einum bitanum í Lögbergi síðast. Það er líka eðlilegt, þegar margir gleypa sama bitann. Kelly var kærður um marga glæpi og fundinn sekur í einu hljóði af tólf manna kviðdómi, en samt fellir dómarinn ekki úrskurð. — Æþli hann hefði veigrað sér við því ef einhver fátækur borgari hefði átt í hlut? Gjaldþrot. Samkvæmt nýútkomnum skýrsl- um frá Dun fjárhags upplýsinga- félaginu hafa 1031 verzlanir orðið gjaldþrota frá 1. janúar til síðasta júní 1916 í Canada. í fyrra urðu gjaldþrota 1450 félög á sama tíma. Skuldir þessara verzlana í ár námu $15,868,941, en í fyrra $23,- 421,615. Kona sem Sis Fraser kallast var tekin föst fyrir ólifnað í vikunni sem leið. Hjá henni voru þá 10 mikilsvirtir menn í opinberri stöðu frá Winnipeg. Hvers vegna er nöfnum þeirra haldið leyndum? Hvers vegna er þeim ekki hegnt? öruggasta ráðið til þess að stöðva þennan ófögnuð er það að birta nöfn slíkra óþrifa gemlinga og hegna þeim. — Því þeir voru að brjóta lög.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.