Lögberg - 20.07.1916, Page 5

Lögberg - 20.07.1916, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚLÍ 1916 5 Islendingadagurinn á Gimli, Man. MIÐVIKUDAGINN 2. ÁGÚST T6 Efnisskrá: Forseti J. P. Sólmundsson. RŒÐUMENN: Minni íslands: Séra Bjarni Thorarinsson Minni Vestur-íslendinga: Séra F. J. Bergmann Minni Nýja íslands: Séra Carl J. Olson. SKÁLD: Minni íslands: Hjálmur Þorsteinssson Mínni Vestur-íslendinga: Gutt. J. Guttoimsson Minni Gimli: Þorskabítur ÍÞRÓTTIR: Glímur, hlaup, stökk, sund, kaðaldráttur milli kvæntra og ókvæntra manna o. fl. VERÐLAUN: Fyrir glímur verður gefinn skjöldur og heiðurspeningur, fyrir kaðaltog bikar og annar fyrir sund; sömuleiðis bikar fyrir flesta vinninga Dans á eftir. Islendingadagurinn í Riverton, Man, PRQGRAM Minni íslands, Ræða, . . . . “ “ Kvæði................. “ Canada, Rœða, . . . . “ N. íslands, Ræða . . . . B. Marteinsson Gutt. Guttormsson . S. Thorvaldson . Sigtr. Jónasson Margvíslegar íþróttir: Kapphlaup, kaðaltog, glímur, stökk, o.s.frv. Verðlaun gefin vinnendum í hvert skifti. Riverton hornleikaraflokkur spilar öðru hverju allan daginn. Dans í Riverton Hall að kveldinu. Riverton Or- chestra spilar fyrir dansinum. Frá Lundar. ÞaS var glatt á Hjalla hjá þeim Lundarbúum á laugardaginn. Þeir héldu þá skemtihátíö mikla skamt frá bænum undir umsjón íþrótta- félagsins “Grettir”, sem frægt hef- ir oröið fyrir frammistööu sína; meöal annars tekiö svo aö segja öll íþróttaverölaun á fslendingadegin- um í Winnipeg aö undanförnu. Á samkomu þessari var fjöldi fólks, bæði úr bænum og bygðinni og ann- arsstaðar að. Alls konar íþróttir fóru fram og voru verðlaun veitt þeim er fram úr sköruðu í hverri grein. Kvenfélagið og Goodtemplara- félagið geksit fyrir ágættun veit- ingum, er þau seldu í tjöldum, og segja þeir sem á samkomunni voru að alt hafi farið fram prýðilega. Allmargir voVu þar frá Winnipeg, þar á meðal margir frá 223. her- deildinni. Þeir sem mest og bezt unnu að samkomunni voru: Páll Reykdal, Dr. Ágúst Blöndal, Jó- hann Halldórsson og Breikmanns bræður. Lundar er alíslenzkur bær og lag- legur; eru þar allar verzlanir ís- lenzkar. Smjörgerðarhús hafa þeir þar, sem framleiðir 3000 pund smjörs á hverjum degi; hefir þaö aðeins unnið að sumrinu, en hefir nú keypt bæði gufuvél og gerlaeyð- ingarvél og ætlar að starfa alt árið hér eftir. Forstöðumaður þessar- ar stofnunar er G. K. Breckman kaupmaður. — Verið er aö byggja nokkur hús í bænum, þar á meðal er Dr. Blöndal að byggja myndar- legt íveruhús. 223. Skandinava her- deildin. (Frá fréttaritara deildarinnarj. 223 herdeildinni hefir veriö boö- ið að flytja út á aðalherstöðvamar x Seweíl. Fyrst fara þangað tveir undirforingjar með 50 manns í dag (fimtudag), en hinir fara und- ir stjórn Albrechtsen aöalforingja á morgun. Liðssöfnunarskrifstof- unni í 802 “Union Trust” bygging- unni verður haldið áfram, undir stjórn H. M. Hannessonar undir- foringja. Skúli Hansson undrforingi kom vestan frá Saskatchewan á fimtu- daginn úr liösafnaöarferö og hefir þegar lagt af staö vestur aftur. Hefir hann á hendi liösöfnun í Suður Saskatchewan. Hann fór í þetta skifti til Swift Current. IÞ'ví er haldið fram á móti her- söfnun að menn þurfi til uppskeru í haust. í ár er 1,368,800 ekrum minna undir uppskeru en í fyrra, en samt þarf mikla vinnu við það. Hennennirnir fá frí til þess aö vinna við uppskeru og stungið er upp á að láta útlendinga af óvina- þjóðum, sem hér eru herfangar, fara í haustvinnu. Athugasemd. Um þetta efni var sent lengra mál frá deildinni, og þess einnig getið að nú riði á að rnenn héldu áfram aö skrifa sig í herinn til þess að hægt sé að fylla deildirnar, æfa þær og senda austur, svo Canada hjálpi sem mest í þeim sigurvinn- ingum, sem nú em aö byrja, og geri sitt til þess að þeim geti haldið áfram. Blaöið var fult og gat ekki tekið meira af greininni í þetta skifti. — Ritstj. Islendingadagurinn. Nú líður að hátíðinni. Oft hefir verið til hennar vandaö, en aldrei eins og nú. Einn allra nafnkendustu ræðu- manna meöal íslendinga heima hefir verið fenginn til þess að flytja ræðu. — Það er Guðmundur skáld Kamban. Hann er nú kom- inn hingað. Þá er Winnipegmönnum orðið nýtt að heyra séra Friðrik Hall- grínxsson. Ýfir liöfuö er hinn and- tegi partur hátíðarinnar svo undir- búinn að hann ætti að jafnast við það bezta sem hér hefir þekst. IÞað er nýmæli að kona flytji ræðu á hátiðinni, en nú hefir hin alþekta gáfu- og mentamær Stein- unn Stefánsson tekið aö sér að stíga þar fyrsta sporið. Margrét Benediktsson, fmm- kvöðull kvenréttindamálsins í 'Mani- toba yrkir kvæði og mun mörgum verða forvitni á að heyra hvað hún hefir nú að segja. Eitt aðal atriði hátíðarinnar verður það að allir íslenzkir her- menn verða þar saman komnir, sem hér eru til, eitthvað um 500 að minsta kosti; er þar tækifæri fyrir alla að sjá þann prúða hóp og finna þar vini sína og vandamenn meðal hermannanna, áður en þeir fara austur á vígvöllinn. Kaðaldráttur milli hermanna og heimamanna verður óefað þess virði að horfa á hann, því valdir menn verða á báðum endum og kapp mikið. Mikil áherzla hefir verið lögð á það að allar iþróttir fyrir unglinga verði aðlaðandi og verðlaun handa þeim vönduð. Yfir höfuð þarf ekki annað en benda á efnisskrána til þess að menn geti sannfærst um hversu vel er til dagsins vandað í ár. Þessi atriði mætti sérstaklega benda á: 1. Ræða flutt af íslenzku skáldi, sem aldrei hefir heyrst hér fyr — Guðmundi Kamban. 2. Einkennis hnappar búnir til fyrir þetta tækifæri, með mynd af hinum heimsfræga Islendingi V. Stefánssyni. 3. Kaðaldráttur milli hermanna og heimamanna. 4. Öllum opið að taka þátt í öll- um íþróttum. Lesið nœsta blað. Siðleysismál. Kona sem kölluð er Sis Fraser var tekin föst nýlega fyrir það að hafa ólifnaðarhús. Battley heitir siðgæzlumaður stjórnarinnar sem það gerði, en hún kærði hann um það á móti að hann hefði þegið hjá sér $15 mútu á hverjum mánuði fyrir það að hún mætti hifa þessa stofrrun í friði. Fyrir réttinum var konan fundin sek, en að því búnu kærði Battley hana um meinsæri og loginn áburð. Heldur hann því fram að konan sé í samsæri gegn sér við pólitíska andstæðinga hans, og menn sem vilji ná í stöðu hans. Hefir hann krafist þess að ákæru- málið verði rannsakað og hefir stjórnin lofað að gera það bráðlega. Undarlegt er það að þegar þessi kona var tekin föst, var því lýst yf- ir að 10 mikilsháttar verzlunarmenn í Winnipeg hefðu verið þar hjá henni, en nöfnum þeirra var leynt, ,og er það stórkostlega rangt. Einn söngurinn heitir: “Don’t You Like My Voice”, annar “Bare- foot Days” og þriðji: “On Our Way to Chicago” og “Pickininny Ball”. Næstu viku verða á Pantages sýndir Canadamenn í skotgröfun- um. Hundadagar. Þeir eru svo nefndir af heimsku og hjátrú. Forn Rómverjar kölluðu sex eða átta heitustu daga ársins hunda- daga (caniculares dies). Sam- kvæmt hugmynd þeirra var það að þegar hundstjaman (Sírius) kom upp samtímis sólunni, þá varð veðr- ið heitara. Hitinn stafaði því bæði frá sólunni og stjömunni. Hundadagarnir hjá Rómverjum voru frá 3. júlí til 11 ágúst. Sumir töldu þá frá 24. júlí til 1. september. Sírius (hundstjarnan) var svo nefnd sökum þess að hún var bjart- asta stjarnan i stjömu þyrpingunni “Stærri hundurinn’’ (Canis Major). Hvar er þetta fólk? Frá tslanái hefir undirrita’Sur ver- iS beSinn t-S útvega rétta áritun til hér eftir nefndra: 1. Halldóra Björnsdóttir, ekkja eftir SigurS Jónsson frá Brún I Svartárdal i Húnavatnssýslu; fluttist hingaS vestur með Jóni, er síðast bjð a8 Skrapatungu t sömu sýslu. — EÍnnig er GuSrún dðttir Halldóru þessarar beCin aö gefa áritun sína. 2. HólmfríSur þorgrímsdðttir frá Starrastöðum í SkagafjarSarsýslu, er fluttist vestur meS HðlmfriSi J6- hannsdðttur (Mrs. Olafson) frá Vindheimum I sömu sýslu. 3. Jðnas Jónsson Jðnassonar frá SySstavatni (nú nefnt SySravatn) í SkagafjarSarsýslu. þetta aS ofannefnda fðlk, eSa þeir aSrir, sem réttast kunna aS v'ita um áritun þess, eru vinsamlega beSnir aS senda þaS til S. Sigfússon, Oak View, Man. Unglingaleikir verða sýndir þar næstu viku. “Junior Follies” heit- ir leikur sem þar fer fram og koma þar fram unglingar með spriklandi fjöri og hæfileikum. Þar koma fyrir söngvar og dansar. Mabel Walzer heitir sú er fyrir félaginu stendur. Kristján K. Daviðsson hermaður Er sumardísin signir lönd og sólin skóginn gyllir, þá hefta andann engin bönd og ekkert sjónir villir. Þá fanst þér opið sérhvert sund, og sérhver teigur fagur. ÞVí inst í þinni æskulund var aðeins «umardagur. En dauðinn kom með berserks brag, og brandinn hvassa hristi. — Á sömu stund varð sólarlag og sveinninn taksins misti. Og sorgin fór um fold og sjá og flest hún lagði í eyði. — þá birtust geislar guði frá og gyltu hermanns-leiði! Einar P. Jónsson. Einlœgur Islendingur Það er einn maður meðal Vestur- íslendinga sem stendur í flokki sér, með hlutakaup i Eimskipafélagi ís- lands. Ekki svo mjög fyrir þá sök hve mikiö fé hann hefir lagt fram til hlutakaupa, borið saman við þá sem mest hafa lagt fram í þvi skyni, heldur fremur vegna þess að hann hefir gengið nær sinum minni efn- um til stuðnings félaginu heldur en þeir af sínum meiri efnum hafa keypt fleiri hluti í því. Þessi maður er Jón Sveinsson í Markerville i Alberta fylki. Þegar fyrst var farið að selja hluti í félaginu úti um bygðir Is- lendinga, keypti rnaður þessi 500 krónu virði af hluturn og borgaði þá þegar i stað. Það var myndar- leg upphæð frá einum bónda og vel við unandi, þó ekki hefði hann bætt við hana. Ef fjöldi annara bænda hefðu lagt fram svipaðar upphæðir eftir efnum og ástæðum. En síðan hann gerði fyrstu kaupin hefir hann sent féhirði nefndarinnar hér að minsta kosti fjórar hlutapantan- ir og borganir að fullu með hverri þeirra, þar til nú að hann á um 1200 kr. virði af hlutum í félaginu. Hann hefir sem sé jafnótt og hann hefir náð saman fé til aflögu frá heimilis þörfum, varið því til efl- ingar þeirri stofnun, sem hann tel- ur að vera þá þörfustu sem íslenzka þjóðin hafi nokkru sinni myndað. Með þessu hefir hann sýnt sanna ættjarðarást og fult traust þess' að forvígismenn eimskipafél. hafi bæði vit, vilja og þekkingu til þess að stjórna svo stofnun þessari að hún verði landi og þjóð til bless- unar. Með siðustu 5 hlutapöntunum er hann sendi nefndinni, lætur hann þess getið að sér sé það eindregið áhugamál að geta orðið félaginu að því liði sem efni hans og ástæður leyfi, og það því fremur sem sér skiljist svo að enn skorti nokkuð á aö upphæð sú sem Vestur-íslend-! ingar hafi ákveðið að leggja til fé- lagsins sé fengin. Og þó hann taki það ekki fram með beinum orðum, j er eins og það verði lesið á milli línanna í bréfi hans, að sú ákvörð- un sé rótgróin hjá honum að láta hér ekki algerlega staðar numið með hlutakaupin. Hann vottar og Ásmundi Jóhannssyni alúðar þökk sína fyrir hlutasölustarf hans í Wynyard héraðinu og vestur þar, og sömuleiðis bændum þeim öllum er svo drengilega sintu málaleitun Ásmundar, sem raun varð á, og óskar jafnframt að Islendingar í öllum bygðarlögum vildu sem fyrst hafa samtök til þess að kaupa svo hluti í félaginu að 200,000 króna upphæðin náist bráðlega að fullu. B. L. B. er okkar hamla framsókn má auðvalds grennir akurlönd. —Árstíð renni upp fegri í hönd.- Sterk og heit strengjum heit: — Stolt fram leiti drengja sveit. — Fyr en sigri að fullu er náð falli ei vígra sóknin háð. M. S. Friðelsk þjóð. “Eg fæ ótal mörg bréf, góðir hálsar”, sagði Wilson Bandaríkja- forseti nýlega. “Mörg bréf frá háttstandandi og áhrifamiklum mönnum hér í landi. En eg fæ einnig bréf frá ótal mörgum öðr- um. Eg fæ bréf frá mönnum og konum, sem eg alls ekki þekki, mönnum og konurn af öllum stétt- um; frá fólki sem aldrei hefir átt nöfn sín fyrir almennings augum og aldrei verður getið í sögunni. Og það er að eins ein bæn í öllum þess- um bréfum, og hún er svona: “Herra forseti, láttu engan telja þér trú um að fólkið í þessu landi vilji stríð við nokkra þjóð.” — Já, þetta er bæn allra bréfanna og það er gleði efni.” Úr “Telegram”. F rá Wild Oak. Hin venjulega og árlega “Fyrsta júh samkoma” var haldin hér 4. þ. m. í samkomuhúsinu ‘Herðibreið’. Þar var saman komið næst um þvi alt fólk bvgðarinnar, ungt og gam- alt og allmargt af aðkomu fólki. Veður var hið bezta. Samkoman fór hið bezta fram og voru allir ánægðir. Böövar Jónsson var for- seti samkomunnar, stýrði henni vel, með lipurð og sköruleik. Þetta var á skemtiskránni: Lúðraspil, söngur, ræðuhöld, kapp- hlaup, boltaleikur, (Base Ballj) og dans, um kveldið og frameftir nótt- unni. Lúðrafélagið frá Langruth undir forustu Carls Lindals kaup- manns skemti vel og af list, með Iúðraspili sinu. Sönginn annaðist söngflokkur. Guðbjörg Valdimars- son flutti frumsamið kvæði: ‘Ávarp til Islands’. Ræður héldu: Minni Canada: Húsfrú María S. Hannesson, all- langt erindi, snjalt og vel flutt. Minni íslands: Halldór Daniels- 3on. Minni Vestur-íslendinga: Magnús Pétursson. Minni bygð- arinnar=Big Point bygðar: Böðv- ar Jónsson. — Flestir af þeim er tóku þátt í kapphlaupunum voru börn og unglingar, en þó nokkuð af fullorðnu fólki. Verðlaun voru veitt fyrir kapphlaupin, einnig fyrir sem bezt færðan dans. Dansverð- launin hlaut ungfrú Lára Valdi- marsson. Boltaleikendur keptu um verðlaunabikar. Langruth menn unnu og hlutu bikarinn að þessu sinni. Samkomur sem þessi auka sam- heldi í bygðum. Samfundir með gleðibragði og vináttu marki vekja margar hlýjar og góðar vináttu minningar og ættu því ekki að Fggjast^ niður heldur haldast við framvegis'. \T f • •. 1 • 3c» timbur, f jalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og ala- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarin*. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG Kvæði flutt á bœndafélágs samkomu í Framnesbygð í Nýja Islandi. Bændur fram og búalið, berjumst ramma kúgun við. Frjálsri eining eflist drótt, yngist grein að nýjum þrótt. Framtíð vor finni spor fylking þéttri bænda stétt, þar sem standa stólpar lands, studdir manndóm búandans. Herjum gamlan óvin á, SEGID EKKI “EO GKT KKIvI RORGAfi TANNIiÆKHI NC.“ Vér yltum, .8 bú yen«ur ekkl alt aS 6ekum og erfltt er »8 elgnMt aklldinga. Ef tll ylll, er oea þaC fyrlr be*tu. faS kennlr ow, eem rerSum aS vtnna fyrlr hverju oentl, aS meta glldl penlnga. MINNI8T þees, aB dalur eparaBur er dalur unnlnn. MINNISrr þesa elnnlg, aS TENNTIR eru oft melra vlrOl en penlngar. HKII.RKIGDl er fyreta spor tll hamlngju. Pvl rerSlS þír aS rernda TENNDRNAR — Nú er tímlnn—hér er staSnrtnn tU nS Uta geiw rta tennnr ySar. Mikill sparnaður á vönduðu tannverki ÐNBTAKAR TINNCR $5.00 HVKR BK8TA 22 RAR. GUTJj »5.00, 22 KARAT GI IJ/TENNTTR Verfi rort áralt óbreytt. Mörg hundruS mamii notn sér his lAga verd. HVKR8 VKGNA KKKI ? Fara yðar tilbúnu tennur vel? eSa ganga þar lSulega úr skorBum? Bf þser gera þaS, flnniB þfc tann- lsekna, sem geta gert rel rlS tennur ySar fyrlr rægt verS. BX3 slnnl ySnr sjálfur—NotlS flmtÁn fcra reyndu rora rI8 tannlseknlngas (g.Ofl HVAI.BKIN OPIB A KVðLDCM TD Tí,. PAESONÖ McGRItKVY BIjOCK, PORTAGK AVR. Telefðnn M. •»*. Dppi yflr Grand Trunk farbréfa skrifstofu. S ó D S K I N vera að fylgja honum heim til sín Siffriður: Það er svo ljótt, það aftur, því hann gengi svo hægt, en er galdrabréf, það er máske eitrað, eg yrði að flýta mér heim til mín. Snertis þig ekki á þvi, eg sagðist ætla að koma við heima hjá honum, um leið og eg hlypi, og s'egja einhverju krakkanna að sækja hann. Hann biður á meðan úti i fjósi, og situr á heymeysi, Annar ágúst á Gimli." hefir öll skilyrði til þess að verða sérlega skemtilegur. Gimli er fyrsti og svo að segja eini islenzki bærinn í öllum Vesturheimi, sem virkilega kveður að. Við þann stað eru tengdar fleiri endurminningar en nokkurn annan stað hér meðal vor. Ræðumenn og skáld eru sannar- lega ekki valin af verri endanum i ár og miklu fé er þar varið til all's konar íþrótta. Fjöldi aðkomumanna er í bænum í sumar og verður þvi hátíðin fjölsótt, enda svo að segja eins hægt að sækja hana frá Winni- peg og þótt hún væri þar. Samgöng- urnar í Nýja íslandi erp orðnar svo góðar og greiöar að allir sem vetlingi geta valdið ættu að koma úr allri bygðinni. Gimli er frumrót íslenzks þjóð- ernis hér vestra og Ný-íslendingar ættu aldrei að láta það spyrjast að afturfarablær sæist þar á þjóðern- islit vorum. — Meira í næsta blaði. blessaður karlinn! borvaldur yngri: Jæja, krakk- ar, Við skulum flýta okkur. Hér korna tóbaks-dósir, blekbyttan skrítna, og litli kassinn, sem hann geymir í silfurskeiðarnar, sem hann lánar henni mömmu þegar einhver gestur kemur. Sigríður: Eg vildi að það væru hér einlægt einhverjir næturgestir, svo skeiðarnar væru einlægt x brúki. Það s'egi eg satt. Ólöf: Nei, — lítið þið á stóru bókina! Þáð er biblían, ó, hvað eltiskinnið er ljótt, sem er utan um hana. En sjáið þið! Þarna sést á gullspennur undir skinninu. Ó, hvað þær eru fallegar, nei, nei, lítið þið á! horvaldur yngri : Við skulum fletta skinninu af og skoða kjölinn líka, hann er líklega gyltur, eins og spennurnar og homin. (Björn þrífur bré'fið af Ólöfu, og fer að skoða það á alla vegu). Björn: Það vildi eg, að það væri galdrabréf, þá skyldi eg læra gald- ur> galdra að baðstofan væri orðin full af gulli, upp í mænir og niður á gólf! Sigríður: Þú ert mikill asni, Bjöm, þá værum við öllsanxan dauð esm erum hérna inni. Ef að eg ætti mér eina ósk, þá skyldi eg óska mér að eg ætti grænan silkikjól. Hvers ætlaðir þú að óska þér, Valdi ? Þorvaldur yngri: Bara ef að eg ætti mér eina ósk, skyldi eg verða svo kátur og stökkva sVo hátt upp að eg færi í gegnum þakið á bað- stofunni; og þá skyldi eg óska mér að eg væri orðinn hundrað sinnum sterkari, en eg er, þá skyldi eg fella alla stráka, sem til eru í heiminum. Ólóf: Nei, krakkar! haldið þið annars að þetta sé galdrabréf? Þorz’aldur yngri: Óhætt er að BARNABLAÐ LÖGBERGS I. AR. WINNIPEG, 20. JC’DÍ 1916 NR 42 Sigríðúr: Eg skal saurna það á skoða það, og fleiri fiafa heimild til aftur. (Þorvalclur þrifur bókina, og sprettir xxtan af henni skinn-um- búðunum). Öll börnin : /E, lof mér að skoða, ó, hvað hún er stór, og falleg! nei, litiö á! (Ólöf beygir sig niður, og tekur upp samanbrotinn pappír, sem dott- ið hefir á gólfið, og segir um leið og hún tevgir upp liaxidlegginn) : Nei! sjáið þið bréfið, sem lá utan á spjaldinu, undir skinninu, og datt niður á gólfið, það er skrifað á það. að halda á þvi, heldur en þú, Bjössi! (Þrífur það af Bimi, en það þolir ekki Björn og flýgur á Þorvald og þeir stynxpast í hálf- kælingi). (Þégar sem hæðst standa ólætin, er hurðum skelt frammi. Þær Sig- ríður og Ólöf hrökkva saman og fleygja öllu í kistilinn, en strákarn- ir hætta að fljúgast á, og halda að sér höndum. Ingibjörg móðir þeirra kennir inn). (Frarnh.) Kistillinn hans afa. Leikur handa börnum. Eftir Jakob Briem. Persónur: 1. Stefán, f&tœkur bóndi. 2. Ingibjörgr, kona hans. 3. Þorvaldur 4. Björn 5. SigrítSur Börn hjönanna 6. ólöf , , 7. Þorvaldur faöir húsfreyju, blindur karl og afi ‘barnanna. (Leikurinn fer fram í baðstofu.) Fyrsta sýning. Baðstofan, allar persónurnar inni. Þ'au hjón Stefán og Ingibjörg eru að búa sig til kirkju, bömin öll á tjá og tundri; en afi þeirra situr einn sér á rúmi og var að tægja ull. Ingibjörg: Nú verðið þið öll blessuð börn að vera heima hjá afa, og vera nú þæg og góð, munið þið nú það, og verið þið nú öll blessuð og sæl! Stcfán: Já, heyrið þið nú það krakkar, og þú Þorvaldur minn segir mér svo, þegar við komum heim aftur, hvort Ixau hafa ekki verið þekk og hlýðin börn, og verið þið nú blessuð og sæl öll saman! (Þau hjónin fara út). En þegar þau eru farin, koma allir krakkarn- ir, slá hring um afa sinn, þar sem hann situr á rúnxi sinu og er að tægja. t Öll börnins Góði, góði afi, sýndu okkur nú í kistilinn þinn, sem þú sýndir okkur i á jólunum i fyrra! Það er svo fallegt í honum, já, svo margt svo ósköp fallegt. Æi já, afi, æi já, góði afi! gerðu það. Þorvaldur gamli (birstur) : Þið fáið ekkert að sjá í hann hvemig sem þið látið. Það kostaði mig einu sinni heila jörð og það beztu jörðina hérna í sveitinni að eg lof- aði henni mömmu ykkar með fleir- um bömum, einusinni þegar hún var lítil, að rusla í kofforti, sem eg átti, og síðan liefi eg og foreldrar ykkar og þið lika lifað í fátækt og basli, þau týndu fyrir mér afsals- bréfinu fyrir jörðinni, þegar eg var nýbúinn að kaupa hana, og borga hana í eintómurn peningum. Björn: Afi minn, hvað er af- salsbréf ? horvaldur gamli: /E, þið hafið nú ekkert vit á þvi, það er bréf, sem annar skrifar til að afsala sér þeirri eign, sem hann hefir selt hin- um, og viðurkennir í því bréfi um leið að hann hafi tekið á móti borg- un. ólöf: Er bréfið týnt, elsku afi minn? Þorvaldur: Já, það er týnt, og þegið þið nú, maðurinn, sem eg keypti jörðina af bar á móti því að hann hefði nokkurntima selt mér hana, og að eg hefði borgað sér svo mikið sem einn skilding. Ölöf: Það er ljótur nxaður, afi minn, hann ætti að gráta svo hann yrði góður, og biðja þig fyrirgefn- ingar. Þorvaldur gamli: Já, það ætti

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.