Lögberg - 14.09.1916, Page 5

Lögberg - 14.09.1916, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1916 s þú býrð til PURITV FCOUR r More Bread and Better Bread beygir sig í trúnni fyrir dýpt vis- dóms speki og þekkingar guSs og ætlar mannlegri Skynsemi ekki þá dul að rekja til fulls hjálpræðisvegu guðs mannkyninu til frelsis. Betrun og sáluhjálp mannsins er hjá ívjii stefnunni mannsins verk, hjá gömlu stefnunni guðs verk. “Enginn getur kallað Jesúm Krist drottin, nema heilagur andi sé með honum,” segir gamla stefnan. “Vér þekkjum ekki þá persónu,” segir nýja stefnan. BáSar þessar stefnur eiga sam- kvæmt skoðun J.H. réttmætt heim- ilisfang í evangelisk-lútersku þjóð- kirkjunni. Bæði sú sem játar og neitar meginatriðunum í trú henn- ar og kenningu. Hæstiréttur, “þessi sameiginlegi æðsti dómstóll Dana og íslend- inga”, befir staðfest þessa skoðun, segir prófessorinn. Hvað þurfum vér þá framar vitnanna við? “Þjóðkirkjan er rúmgóð, um- burðarlynd og frjálslynd stofnun.” Já, hún er rúmgóð, og rúmbetri en nokkurt annað lögbundið kirkju- félag i heiminum samkvæmt þess- um skilningi prófessorsins. Og þá er ekki að tala um um- burðarlyndið og frjálslyndið, að breiða faðminn jafnt á móti þeim þjónum sínum, sem afneita höfuð- atriðunum i trú hennar og kenn- ingu, og hinum, sem játa þeim og starfa í þjónustu hennar samkvæmt Iþeirri játningu. Það kveður við nokkuð annan tón hjá Páli postula, er hann segir við Galatamenn: “En þótt jafnvel vér eða engill frá hirmu færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður.” Ekki var nú meira frjálslyndið og umburðarlyndið hans, en hann misskildi líka fagnaðarerindið sam- kvæmt fullyrðingum n.grf. Þjóðkirkjan á að segja við verkamenn sína: “Hvort sem þú játar eða neitar fagnaðarerindi Jesú Krists eins og eg boða það, hvort þú samsafnar með mér eða sundurdrerfir, þá ertu velkominn í víngarð uinn. Eg er svo ein- staklega frjálslynd og umburðar- lynd stofnnn” Það er svo sem auðvitað, að menn nýju stefnunnar telja trú- málas'koðanir sinar hollari fyrir kristindómslíf þjóðarinnar en trú- málaskoðanir gömlu stefnunnar, annars' berðust þeir ekki eins kapp- samlega fyrir þeim. Hitt er torskildara, hvers vegna þeir viija halda dauðahaldi i þjóð- kirkjufyrirfcomulagið, sem hlýtur að valda hverjum samvizyusömum þjóðkirkjupresti og kenara úr þeirra flokki allmiklum óþægind- um. Samkvæmt trúmálaskoðunum sínum geta þeir naumast með góðri samvizku gegnt kennara- og prests- embættum í þjóðkirkjunnni, eins og sambandi hennar við ríkið er S'kipað að lögum, þótt ekíki sé á annað litið Við hverja guðsþjónustu, já, næstum því við hverja kinkjulega athöfn, mætir þjóðkirkjan þeim með alvarlegar samvizku-spurn- ingar. ' Hvernig geta þeir notað hina lög- giltu sálma þjóðkirkjunnar, sem samkvæmt skoðun þeirra eru full- ir af misskilningi og rangfærslum á höfuðatriðum kristindómsins? Hverng geta þeir uppfrætt æsku lýðinn í kristindóminum eftir hin- um löggiltu barnalærdómsbókiun þjóðkirkjunnar fullum af sömu villum?_ Hvernig gcta þeir skírt börnin í nafni heilagrar þrenningar, trú- andi þvi, að þrenningarlædómur- þjóðkirkjunnar sé tómur tilbún- ingur misviturra manna, með engri, fótfestu í heilagri ritningu? Hvernig geta þeir staðfest ung- menni þjóðkirkjunnar upp á trú á þrieinan guð, tóman mannlegan heilaspuna? * Jú, auðvitað geta þeir alt þetta, en með samvizkunnar mótmælum, nema hún sé enn þá rúmbetri en þjóðfcirkjan. Hve margir hæstaréttardómar sem leysa úr þessum spumingum nýju stefnunni i vil, hljóta þær að vakna í brjósti hvers samvizku- sams nýguðfræðings, er hann stendur i sporum þjóðkirkjuprests- ins frammi fyrir söfnuði sínnm. Ekkert lögbundið kirkjsfélag get- sr að óskertri virðing sinni leyft þær kenningar, sem eru gagnstæðar trú þess og kenningu. Enginn heiðvirður maður getur heldur látið sér það lynda, að eiga heimilisfang í því kirkjufélagi, sem hann saniifæringar sinnar og sam- vizku vegna finnur sig knúðan til að berjast á móti af því að hann telur það fara rmeð rangar kenning- ar um höfuðatriði trúarinnar. Hann ■fer óðara og afsalar sér öllum þeim hlunnindum og réttind- um, sem þeim félagsskap eru sam- fara. En þetta nær ekki til nýguðfræð- inganna í evangelisk-lútersku þjóð- kirkjunni eftir fullyrðingum J. H. Hún er svo rúmgóð, umburðarlynd og frjálslynd stofnun. En eru þá engin takmörk fyrir því frjálslyndi? iÞað er ekki auðvelt að koma auga á þau eftir skýringum pró- fessorsins. Hún á að láta sér lynda það blessað frjálslyndi hjá þjónum ^sínum er segir: “Burt með alt það úr kristindóm- jnum, sem skynsemin ekki getur gert sér grein fyrir á visindalegan Og rökfræðilegan hátt. Burt með Jesúm Krist sem guðs son, burt með kraftaverkin hans', kenningu hans, friðþæginguna hans, uppris- una hans i þeim skilningi og með þeirri þýðingu, sem kirkjan leggur í jæssi hugtök. Hún hefir frá önd- verðu miss'kilið og afbakað fagn- aðarerindið. Þar er ekkert af þessu að finna, heldur að eins spá- manninn mifcla og manninn góða, timburmannssoninn Jesúm frá Nazaret. Fagnaðarerindið er kenn- ing og lífemi þessa guðfylta manns, meira ekki, og það er lika nóg mannkyninu til hjálpræðis.” Svo segja þeir nýguðfræðingarn- ir, sem stilla í hóf árásum sínum á trú og kenningu kirkjunnar, sumir þeirra fara enn þá lengra. Biblian er auðvitað borin fyrir öllu þessu samkvæmt þeim tökum, sem hún hefir náð á sfcynsemi og samvizku þessara manna, og anda hinnar evangelisk-lútersku kirkju. En þeir segja meira þessir góðu menn: “Hæstiréttur hefir dæmt oss lög- mætt heimilisfang í hinni evangel- isk-lútersfcu þjóðkirkju, og þaðan hreyfum vér oss hvergi, þótt kenn- ingar vorar séu gagnstæðar kenn- ingum þjóðkirkjunnar, hún getur kent sinar kreddur, vér kennum vorar í skjóli og skugga ríkisvernd- arinnar. Það skiftir litlu, þótt vér kennendur og klerfcar þjóðkirfcjunn- ar bregðum hver öðrum um villu- trú og einn telji það heilagan sann- leifc, sem annar telur hjátrú og hindurvitni. Þjóðkirkjan er svo blessunarlega rúmgóð og frjálslynd stofnun og }>etta er heilsusamleg hræring vatnsins fyrir kristindóms- líf þjóðarinnar.” Slvo mörg eru: þessi orð. Svo verður þjóðkirkjan líka að láta sér það lynda, að ágreinings- málum innan vébanda hennar um höfuðatriði kristindómsins sé að síðustu sikotið undir dómsatkvæði yeraldlegs' dómstóls, sem eftir hlut- arins eðli brestur sérþekking á þeim málum, hvað sem því liður að þar geta átt sæti menn óvinveittir kirkju og kristindómi. Hann á að skera úr því, hvort kenningamar, sem um er deilt, séu samkvæmar heilagri pitningu og í anda hinnar evangel- isk-lútersku þjóðkirkju. Sjálfsagt mun hver samvizku- samur veraldlegur dómstóll hliðra sér hjá því i lengstu lög, að kveða upp slíkan dóm, eins og lika hæsti- réttur hefir gert í þessu Rasmus- sensmáli. Eri það getur jafnan komið fyr- ;ir, að hann verði að gera það. Og þeim, sem halda því fram, að “lögfræðingarnir séu slæmir guð- fræðingar”, getur naumast verið það eins mikið gleðiefm og þessi hæstaréttardómur er J. H. Þetta ástand er vinum kirkjunn- ar alt annað en gleðiefni; það er miklu fremur óvinafagnaður, og sizt vænlegt til sannra kristindóms- þrifa í landinu. Leiðin út úr því, sem allir mega vel við una, er skilnaður ríkis og fcirkju. Nýja stefnan bregður hinni gömlu um þröngsýni og ófrjáls- lyndi í trúar- og kiifcjumálum. Það má til sanns vegar færa, ef það er ófrjálslyndi og þröngsýni að una því ekki, að þjóðkirkjan sé gerð að rus'lakistu fyrir allskonar trú- málaskoðanir þjóna hennar, sem gamla stefnan telur ósamrýmanleg- ar við evangelisk-lúterksan kristin- dóm og þann stuðning og vernd, sem rífcið er að lögum skuldbundið til að veita henni. Á hinn bóginn virðist það kenna meira frjálslyndis hjá hinum frjáls- lyndu mönnum nýju stefnunnar gagnvart sjálfum sér en þjóðkirkj- unni, að vilja láta hana vera upp- eldis- og framfærslustofnun fyrir ,þá menn, er í raun og riti rífa nið- ur kenningar hennar. J. H. segir að með kenningar- frelsi prestanna sé átt við það, að kiifcjufélagið eða söfnuðirnir heimti það eitt af prestunum, að þeir kenni samkvæmt heilagri ritn- ingu eftir beztu samvizku. Ef nú söfnuði eftir beztu sam- vizku finst presturinn sinn ekki kenna (auðvitað líka eftir beztu samvizku) samkvæmt heilagri ritn- ingu, hann neitar t.d. guðdómi Krists, upprisu hans frá dauðum, friðþægingarlærdómi Páls postula eða einhverjum öðrum þýðingar- miklum atriðum, og þessi kenning hans stórhneykslar söfnuðinn, — ja — á hann samt sem áður að sitja með prestinn samkvæmt hæstarétt- ardómnum, er veitir frjálslyndinu í trúarefnum óskorafían borgararett innan kirkjunnar eftir sfcýringu J. JL? Spyr sá sem ekki veit. En mikið er þá frjálslyndið gagn- vart söfnuðum þjóðfcirkjunnar ('!). “Dogmu”-laus kristindómur og trúarjátningalaus kirkja er ein af hinum æðstu kirkjulegu hugsjónum nýju stefnunnar. Því þá ekki að hraða sér úr “dogmu”- og trúarjátningaþrengsl- um þjóðkirkjunnar í sfcaut fríkirkj- ,unnar. Þar geta hinir frjálslyndu ,menn nýju stefnunnar verið lausir við öll afskifti ríkisins af trúmála- skoðunum þeirra og allar “dogm- ur” og játningarrit, lausir við laga- aðferðir rikisins út af trúmálaskoð- unum þeirra og lausir við það ámæli að vilja lifa á kostnað þeirra, sem ökki geta felt sig við kenningar þeirra. Þeim ætti skilnaðurinn að vera hið mesta áhugamál. Þéir miklast mjög af vaxandi þjóðarinnar ár frá ári við trú- málaskoðanir þeirra. Ekki ætti skilnaðurinn við ríkið að draga úr því, heldur auka það enn þá meira, en söfnuðir þeirra geta leikið sér umhverfis hirðana í hinu græna “dogmu”-lausa og trú- arjátningaflausa haglendi n.gfr. Eins og nú er komið er skilnað- urinn æskilegasta leiðin út úr því öngþveiti, sem kirkjumál vor eru komin í. Löggjafarvaldið hefir undanfarin ár verið að leggja nýjar bætur á gamalt fat með ýmsum lög- um, sem alls ekki eiga við þjóð- ki nkj ufyrirkomulagið og standa sem niðurrifsfleygar í þjóðkirkju- byggingunni, svo koma þessar nýju trúmálastefnur, sem sigla undir fölsku flaggi þjóðkirkjunnar, en heimta af henni kaup og kosti. Þjóðkirkjan íslenzka glatar óðum virðingu sinni með allri þeirri laus- ung, léttúð, hálfvelgju og stefnu- leysi, sem ár frá ári vex á öllum sviðum trúar- og kirkjumála vorra. Hún er að verða lifandi lík i höndum kirkjustjóniar og klerk- dóms ríkisins. Vilja kirkjunnar menn heldur horfa á hana veslast upp í rikis- fjötrunum, en leysa þá í þeirri von, að lífsandinn af hæðum blási nýju lífi yfir dal hinna dauðu beina? Kristindómur þjóðar vorrar vinn- ur áreiðanlega miklu meira en hann tapar við sambandsslitin. 1 iT. 1X1 A A -■*- A. .T. A ,W. A t X ,T. -A. A Á. .W. A, ,W, 2 T *l T I TTT TTTT TTTtttTtTtj I Glaðar stundir | I. Eins og getið var um nýlega fóru Goodtemplarastúkumar skemtiferð út í skrautgarð bæjarins á verka- mannadaginn. Var þar f jöldi manns. Sig. Júl. Jóhannesson flutti ræðu um viðhald íslenzks þjóðemis og tungu. Kvað það vera skoðun sumra að nú væri starfi Goodtempl- ara lokið og þeim óhætt að taka á sig náðir um aldur og æfi. En það kvað hann vera hinn mesta misskilning. Bakkus væri að vísu rotaður, en ekki enn þá dauð- rotaður; mætti búast við að hann reyndi að rakna úr roti þegar minst varði og þá riði á að vera á verði. Á meðan hlé væri ættu Good- templarafélögin að beita sér fyrir þjóðernisvernd. Hér væri að hefj- ast • nokkurs fconar Sturlungaöld, þar sem lagt væri leynispjótum í hjartastað íslenzks þjóðernis og, mál vort og ættjörð svívirt og synir lands vors gerðust föðurlandsníð- ingar. Þéssu þyrfti og ætti að andmæla af alefli og hver sá ætti að fá sömu afdrif og Jón biskup Gerreksson er í slíku athæfi gerði sig sekan. Hann kvað bindindis- og siðbóta- menn einnig hafa annað verkefni með höndum, sem sannarlega væri Goodtemplarafélaginu skylt. Það væri að vinna á móti mannsali því sem hér ætti sér stað, þar sem tæp- lega liði svo dagur að ekki kænii upp mál þar sem það sannaðist að ungar og saklausar stúlkur hefðu verið leiddar út á glapstigu hér í bænum—í hjarta menningarinnar. Skoraði hann á alla sanna íslend- inga að hafa opin augun og útrétt- ar hendur því til varnar að slíkt ætti sér stað, og gat hann þess að engin stúlka sem nú væri að alast upp þér væri óhult fyrir þessu böli ef aðgerðarlaust væri látið. Ef orð sín væru rengd visaði •hann mönnúm á sibótafélag fylkis- ins og lögreglustöðvarnar, þar mætti fá sannanir. Séra Guðmundur Ániason talaði þar næst um afrek bindindismanna j liðinni tið; kvað þá geta litið glöð- um augum á farinn veg; þar væri miklu starfi lokið, en mikið skorti þó á að brautin væri gengiti til enda. Hivatti hann til hvíldarlausr- ar framsóknar þar til komið væri að hinu setta marki og aldrei vikið hársbreidd til bafca. Þégar hér var komið fór að syrta í lofti og regn að falla og lýsti "for- maður faarinnar því yfir að haldið yrði heim, en saman yrði safnast eftir klukkan átta að kveldinu í Goodtemplarahúsinu. Kvað hann þar verða kost á að heyra þann mann er bezt mælti á vora tungu hér vestanhafs, þar sem væri Goð- mundur skáld Kamban. Var því tekið með lófaklappi. Að kveldinu var komið saman í Goodtemplara- salnum og birtist hér í blaðinu ræða sú er Kamban flutti. Auk iþess fóru þar fram ýmsar aðrar skemt- anir og var dagurinn hinn ánægju- legasti í alla staði. II. Samkvæmi var haldið á’ Térfca- mannadaginn í Selfcirk undir um- sjón safnaðarins. Hafði Benson lögmaður boðið fólki að safnast saman að heimili sínu, sem er hið fegursta að allri umgengni. All- margt fólfc var þar saman komið þrátt fyrir skuggalegt útlit og skemtu menn sér aðallega við söngva. Séra Carl J. Olson frá Gimli flutti þar ræðu, aðallega á- varp eða hvöt til unga fólksins. Sýndi hann fram á hversu mikils- vert það væri í æsku að taka sér eitthvað ákveðið fyrir hendur. Margur liði skipbrot á framtið sinni fyrir þá skuld að hann hefði alist upp í stefnuleysi og stjórnast af óráðnum hugsunum. Ræðan var heilnæm hugvekja og þess efnis að hún ætti að festast sem flestum í minni. Sig. Júl. Jóhannesson tal- aði þar nokkur orð; sagði kafla úr mentasögu íslendinga til foma, bar það saman við oss' og nútíðina og hvatti til sameinaðrar baráttu fyrir tilveru vorri hér vestan hafs. Jónas Jónasson trésmiður talaði stutt en laglega; hvatti til þess að festa sér í minni það sem fram hefði farið á samkvæminu og láta fram- tíðar afrek sýna og sanna að ekki hefði það alt fallið í grýtta jörð, er til eggjunar hefði verið sagt, bæði æskulýðnum og hinum fullorðnu. Söngum var haldið áfram langt fram á fcveld og voru það alt íslenzk kcæði sem til þess voru valin; mest ættjarðarkvæði. Samkoman var hin sæmilegasta í alla staði. Satt eða logið? Þær fréttir hafa gengið staflaust um allar götur í hálfan annan mán- uð og magnast dag frá degi að ver- ið sé að undirbúa sameining Uni- tara safnaðarins og Tjaldbúðarinn- ar hér í bænum. Hvort sem þessar sögur eru sannar eða lognar þá er það víst að þær eru svo greinilegar að ljósar fréttir eru sagðar af sam- eiginlegum fulltrúafundum beggja safnaðanna í þessu skyni. Að þetta geti verið satt þykir flestum ótrúlegt eftir því sem á undan er gengið — og ómögu- legt án stórra stefnubreytinga ann- arshvors eða beggja, en hins vegar má það vera meira en lítil biræfni gé þessu öllu logið frá rótum og tæplega hægt að gera sér í hugar- lund í hvaða skyni það væri gert. Lögbergi hafa borist þrjár grein- ar um þéssa samninga, sem sagt er að sé i fæðingu, en sökum þess að (blaðið hefir enga vissu fyrir áreið- anleik fréttarinnar, hafa þær ekki verið teknar og verða ekki að svo stöddu. A U GL Ý S I N G Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar. Veðbréfslög þreskjara í Manitoba. Á hverri einustu þreskivél, sem notuð er í Manitoba ætti að vera spjald með áritaðri 7. gr. illgresis- laganna. Sömuleiðis er það ákveð- ið að veðbréfslög þreskjara skuli auglýst á vélunum. Þessi veðbrófslög þreskjara eru prentuð í bæklingi af Manitoba stjóminni og getur hver þreskjari fengið eintak af honum með því að skrifa til hins konunglega prentara í þinghúsinu í Winnipeg. Þár er tekið fram að hver þreskjari sem vél stjórni í Mani- toba fylki eigi að hafa lögin fest á vélina pg hver sem vanrækir að gera það er sekur um $10 sekt. Tilgangur þessara laga er sá að tryggja á báðar hliðar borgun fyrir verk sem unnið er með þreskivél- um. Lögin ákveða að þreskjarinn hafi heimild til þess að halda eftir parti af kominu sem hann hafi þreskt fyrir bónda, til þess að tryggja sér borgun fyrir þreskinguna. Upp- hæð sú af fcorni sem hann má halda eftir ier nægilega. mikil miðuð við markarðsverð til þess að borga þreskingarkaupið innan 30 daga. Þreskjarinn getur haldið korninu ■þangað til það hefir verið flutt á markað og selt, þar sem bóndinn hefir engin yfirráð yfir því. Réttur þreskjarans til þess að halda korni skal vera hærri öllum öðrum kröf- um eða veðsetningum. Það er mjög liægt fyrir þreskjarann að framfylgja rétti sínum um það að halda eftir komi. Hann getur lýst ætlun sinni annaðhvort munnlega eða skriflega, eða lögin ákveða að hann hafi rétt til þess að halda því eftir ef hann gerir eitthvað i þá átt eða hegðar sér þannig að það er sjáanlegt að hann ætlar að halda því eða hefir gert það. Þegar kom er þannig tekið þá jriá enginn annar snerta það, og liggja við þvi háar sektir. Þegar þreskjari hefir lagt hald á kom, má hann fara með það inn i hús í sínu eigin nafni, og ef bónd- inn borgar eigi fyrir þreskinguna innan 5 daga frá þeim tíma þegar kornið var fastsett, þá hefir hann heimild til þess að selja það með sanngjörnu verði, borga fyrir flutn- ing, borga sjálfum sér fyrir þresk- inguna og skila svo afgangnum til bóndans sem komið átti. Komið verður að vera selt innan 30 daga eftir að hald hefir verið lagt á það, nema þvi að eins að bóndinn sam- þykki það skriflega að því sé frest- að. En það er ekki einungis þreskjar- inn sem þessi lög vemda, þeir sem fyrir hann vinna og gera við áhöld hans eru einnig verndaðir. Innan 10 daga eftir að þreskivél hefir verið færð af landi bónda getur verkamaður eða aðgerðar- maður gefið bóndanum skrifaða ti’- kyuningu um það hversu mikið hann eigi hjá honum (bóndanum) fyrir kaup eða aðgerðarlaun, og verður sú vinna að hafa verið gerð i sambandi við þreskingu hjá bónd- anum eða aðgerðir að hafa verið gerðar á því þreskitímabili sem yfir stendur. Og hlutfallslega við þaö sem þreskjarinn vann sér inn skal bóndinn borga. Þegar bóndi txirg- ar slíka kröfu sem hann virkilega skuldar, þá verður þreskjarinn að gefa honum viðurkenningu fyrir .þeirri upphæð og draga hana frá kröfu sinni til bóndans. Þó eignarréttur þreskivélar breytist, eða þó kaup þreskjarans sé gefið öðrum sem trygging, eða tekið lögtaki, þá kemur ]>að ekki í bága við rétt vinnumannsins eða viðgerðarmannsins, nemas þvi að- eins að vinnumaðurinn eða viðgerð- armaðurinn fari lagaveginn til þess að krefjast laima sinna innan 20 daga ieftir að hann hefir tilkynt það bóndanum, þá skal hann við það tapa rétti sínum. Lögin ákveða að vinnumaður sem hjálpar til við þreskivél hafi rétt til þess hvenær sem er að krefjast af þreskjaranum skrifaðs vottorðs um tíma sem vinnumaðurinn geti kraf- ist kaups fyrir og hversu mikið kaup hann eigi að fá og þreskjarinn eða umboðsmaður hans er samkvæmt löguntim skyldur að gefa slíkt vott- orð. rleiri ákvæði eru i lögumnn, en þessi eru þau sem bændum er mest áriðandi að vita. .. 1 • timbur, fjalviður af öllum 3.r vorubirgöir tegundum, geirettur og al«- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. IComið og sjáiðvörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. —— ------------ Limlted —------------ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG S 6 Li S K X N 4 syngjandi, kveðandi, talandi og gal- andi; en á sama tíma siðprúð og orðvör. IÞað var eins og öll böm á ís- landi vissu það að þar sem séra Friðrik var, þar væri þeim sælu- staður, þar mættu þau vera glöð og leika sér, en þar mættu þau aldrei gera neitt ljótt, aldrei segja neitt Ijótt og helzt aldrei hugsa neitt Ijótt. Þegar drengjahópur sást ein- hversstaðar heima, sem léku sér og vom glaðir, en hvorkú blótuðu, rifust eða flugust á, þá vissu allir að það voru drengvrnir hans Frið- riks. Séra Friðrik er nú i Minneota, hann hefir verið þar prestur í heilt ár, en fer beim með Gullfossi og það er víst að honum verður fagn- að af stórum barnahóp, þegar hann kemur heim. Sig. Júl. Jóhannesson. Kæri ritstjóri Sólskins. Eg ætla að senda Sólskini fá- einar línur, eins og eg sé svo mörg börn gera. Eg befi svo gaman af að lesa Sólsfcinið. Lærðu gott á meðan mátt máttur þinn kann dvína brátt, brátt af láta illu átt átt Guð biðja dag sem nátt. Svo óska eg þér og Sólskininu góðra og langra lífdaga. Rafnkell S. BorgfjörS. VÍSA. Ljúfir geislaa ljóss úr geim, likt og sólarblæja, vefjast þétt um þennan heim ]>egar börnin hlæja. Sig. Jútl. Jóhannesson. Haust. Þrjár konur hafa sfcrifað Sól- skini og óskað eftir að þetta gamla fcvæði væri tekið upp i það. Nákaldur nálgast vetur nístandi fögur blóm, syngur nú sumargyðjan sorgblöndnum kveðjuróm; bliknandi blöð tíl foldar berast frá sfcógargrein; söngfugla himnesk hljóðin heyrast ei lengur nein. Náttúran höfuð hneigir, himinsins frjósa tár; vötnin af vindum gáruð, völlurinn hélugrár; himneskri hönd er leikið hinsta við sumardag hjartans á hulda strengi hrífandi sorgarlag. Alt það sem gott og göfugt guð á i þinni sál vek þú nú til að vinna, vinn fyrir drottins' mál. Viðir þó verði að hlýða vetrarins hörðum dóm lát þér í hjarta lifa . líknar og kærleiks blóm. Drottinn, ef skæðir skuggar skyggja um lönd og ál, gæddu mig lífs þíns ljósi lýsandi hverri sál. Ó, guð, ef einhver grætur — grátur ber vott um sár — breyt mér í mjúkar hendur megnandi að þerra tár. Sig. Júl. Jóhanncsson. SÓZLSZKZIUNr. BARNABLAÐ LÖGBERGS I. AR. WINNIPEG, 14. SEPTEMBER 1916 NR. 51 Vinur allra sólskinsbarna. Scra Friðrik FriSriksson. Bamavinur. Það eru tiltölulega fáir menn sem skrifa vel fyrir börnin, og enn þá færri sem geta gert það vel. Yfir þöfuð eru það fáir sem kunna að vinna fyrirvböm eða með bömum. Hjá Dönum var uppi einn maður sem sérstaklega skrifaði fyr- ir bömin og var elsfcaður af þeim; hann hét Hans Kristján Anderson. Þið hafið öll heyrt talað um æfin- týri Andersons. Sá sem mest hefir unnið meðal bamanna hjá íslendingum heitir Friðrik Friðriksson; heima hefir hann oftast og lengst verið nefnd- ur Friðrik barnavinur; hér er hann altaf kallaður séra Friðrik. Islenzku börnin hér fyrir vestan vita ekki mikið um þenna mann, en hann er sannalegur sólskins maður. Hvar sem séra Friðrik Friðriks- son er þar er sólskin. Eg hefi þekt þenna mann lengi; var með honum í skóla á íslandi fyrir 20 árum síðan og sá þá undir eins að hann var öðruvísi >en aðrir menn. E^ man eftir því að einusinni var auglyst í Reykjavík að barnaguðs- þjónusta ætti að verða í Goodtempl- arahúsinu kl. 10 næsta sunnudags- morgun. Eg fór þangað, þvi þetta þótti svo skrítið; það hafði aldrei heyrst fyr að haldnar væru sérstafc- ar guðsþjónustur fyrir börn. Húsið var svo að segja fult; og flestir komu víst af forvitni til þes's að vita hvemig hún mundi verða þessi bama guðsþjónusta. Og séra Friðrik Friðriksson átti að prédifca. Þá var hann samt ekk; orðinn prestur. Og það var skritin prédikun sem hann flutti. Það var ekki venju- leg ræða, heldur sagði hann böm- unum sögu. Og hvaða saga haldið

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.