Lögberg - 05.10.1916, Síða 1

Lögberg - 05.10.1916, Síða 1
Peerless Bakeries Heildsöluverzlun Búa til beztu tegundir af sætabrauði. Ekkert sparað til að hafa það sem ljúffengast. Giftingar kökur búnar Og prýddsr sérstaklega vel af manni sem er meistari íþeirri ðn. Kringlur og tvíbökur einnig til sölu. Pantanir frá verzlunarmönnum út um landið fljótt afgreiddar. C. HJALMARSON, Eigandi, 1156-8 lng;ersoll 8t. - Tals. G. 4140 g. W/NN/PíC'S Prbmhr IaumdR* 55-59 Pearl St. Tais. Garry 3885 Forseti, R. J. BARKER Ráðsmaður, S. D. BROWN 29. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FfMTUDAGINN 5. OKTÓBER. 1916 NÚMER 40 Tveir fyrverandi ráðherrar kosnir. Hannes Hafstein. Sigitrður Eggerz. Landskosningar á Islandi. Hannes Hafstein langhæstur. Þóríjur Sveinsson sendi Log- bergi póstspjald meö úrslitum landskosninganna og eru jiessir kosnir: Hannes Hafstein . . . . 1852 atkv. Guðjón Guölaugsson . . 1584 — Guöm. Björnson landl. 1446 — Siguröur Eggerz . . . . 1319 — Sigurður Jónsson á Felli 1241 — Hjörtur Snorrason .. 1164 — Varamenn Sigurjón Friðjónsson (1237 atkv.). Briet Bjarnhéöinsdóttir (T214) atkv.J. Jón Einarsson í Hemru (1093 atkv.). AJlir heimastjórnarmenn. Þetta sýnir þaö að Hannes Haf- stein er enn þá sá sem þjóðin trúir bezt. Vafalaust er taliö að Heima- stjómarmenn muni komast að aftur viö héraðskosningamar í haust og er Hannes Hafstein þá sjálfkjör- inn ráðherra i þriðja sinn, ef hann i tekur því. . I 4 j Atkvæðisfjöldi listanna er þann- *g: z A-listi .. . . 1950 B-listi .. .. 1339 C-listi .. .. 398 D-listi . . . . 1290 E.-listi .. .. 419 F-listi .... 435 Frá Islandi. Síðastliðinn föstudag kviknaði eldur í íbúðarhúsinu að Ketilvöll- um í Laugardal, og brann það til kaldra kola. Afspymurok var á, og hyggja menn að kviknað hafi út frá ofnpípu. Áfast við íbúðar- húsið, sem var lítið, var skemma, og brann hún og. En það tókst að verja iheyhlöðu, sem þar er skamt frá. Öllum innanstokksmunum var bjargað. Húsi'ð var vátrygt í vá- tryggingarfélagi sveitabæja. Svo sem kunnugt er, er Stóra- Norræna félagið að láta reisa tvær löftskeytastöðvar á Færeyjum. Fregn kemur nú um það, að bygg- ingarnar séu nú tilbúnar ag að Marconifélagið hafi lofað vélunum í þessuin mánuði. Stöðvar þessar verða afllitlar og að eins ætlaðar til sambands milli tveggja eyja og jafnframt fyrir skip í hafi. En að öðru leyti er litið gagn að stöðvum þessum. Eftir tillögum byggingarnefnd- arinnar hefir bæjarstjómin ákveð- ið, að gera sem fyrst gangskör að því, að tryggja bænum nægt bygg- ingarefni i framtíðinni, sérstaklega sand og möl. Var bæjarverkfræð- ingnum falið að rannsaka málið, hvar bezt sé að ná í sand og möl, og gera sem állra fyrst tillögur sínar til bæjarstjórnarinnar í samráði við borgarstjóra. — Þessi hyggilega ráðstöfun bæjarstjórnarinnar mun vekja gleði í bænum. Þó ekki hafi enn orðið tilfinnanlegur skortur á sandi og möl til húsabygginga, J>á er J>að fyrirsjáanlegt, að ef ekkert er gert til þess að tryggja bænum nægilegar byrgðir af ]>essu efni, |>á verður erfitt fyrir menn, að reisa steinsteypuihús i framtíðinni. En bæjarstjórnin þarf um fram alt að gera mönnum sem auðveldast að koma upp byggingum. Húsnæðis- leysið er orðið afskaplegt. Svo sem kunnugt er á að reisa byggingu fyrir listasafn Einars Jónssonar hér t nánd við Skóla- vörðuna. Alþingi hið síðasta veitti fé til þessa, en bærinn lætur lóðina í td. — Á bæjarstjórnarfundi i fyrrakveJd var ákveðið hvar reisa skuli húsið. Verður lóðin rétt- hyrndur ferhyrningur, 50 mtr. með- fram framlcngingu Frakkastigs og 70 mtr. til suðausturs frá stígnum, en norðurtakmörkin 75 mtr. frá Skólavörðunni og standi aðalhúsið 7 mtr. þar fyrir sunnan. Áð lik- indum verður bráðlega bvrjað að undirbúa bygginguna. Stríðið. Þar hefir lítið gerst er nokkrum verulegum breytingum valdi síðan seinasta blað kom út. Orustur hafa verið háðar viðsvegar, sérstaklega að vestan, og mannfall afarmiklð af báðum. Bandamenn vinna smátt og smátt bæði að austan og vestan og virð- ast fréttir benda á að þeim verði eftir því sýnilegri sigur sem lengra líður á. Grikkir eru enn ekki komnir í striðið, en þjóðin krefst þess enn sem fyr; hvað sem verður. ♦«»------- Kona fyrirfer sér. Kona sem Augustine Lehman hét, 57 ára að aldri hvarf frá heim- ili sínu hér í bænum fyrra sunnu- dag. Hún hafði verið geðveikluð út úr vonbrigðum í sambandi við mann er hún unni. Föt hennar fundust á árbakkanum, og var miði með þeim sem hún hafði skrifað á og látið í rjómaflösku. Bað hún þar alla menn að vægja sér í dóm- um og fyrirgefa sér þótt hún gripi til þessara ráða að stytta sér stund- ir. Óskaði hún þess að eignir sín- ar yrðu seldar og féð gefið fátæk- um. , Hún var vel efnuð. Tuttugu og fimm miljónir á ári. eru 11 ú borgaðar ekkjum og áhang- endum hermanna þeirra sem i stríðinu eru. Auk ]>ess eru $1,000,- 000 borgaöir á mánuði úr þjóð- ræknissjóðnum eða alls $37,000,000 á ári og þetta fer stöðugt vaxandi. Alt ]>etta er fyrir utan stríðskostn- aðinn sem er $1,000,000 á dag. Walter Scott veikur. Walter Scott forsætisráðherra i Saskatchewan he.fir verið veikur að undanförnu. Hann lá í lungna- bólgu fyrir nokkrum árum og hefir aldrei orðið hraustur síðan. Hann lagði af stað suður til California sér til heilsuibótar 28. september. Vatnsleiðslan frá Grunnavatni. Rannsókn hefir staðið yfir um tima í sambandi við vatnsleiðslu- pipumar frá Grunnavatni í Winni- peg. Þær höfðu sprungið og töldu sumir ]>að óvandvirkni að kenna, en aðrir héldu fram að það væri ekki. Nú hefir fengist sönn- un fyrir ]>ví samkvæmt framburði sérfræðinga að verkið var bæði óhyggilega undirbúið og sviksam- lega af hendi leyst. Þetta glappa- skot kostar bæinn tugi ]>úsunda og er það einn aúka böggullinn sem fólkið verður að pinast undir í harðærinu. Búnaðarskólarann- sóknin. Það kom í ljós fvrra miðviku- dag að gamla stjórnin hafði borgað Cárter og félagi hans $11.64 fyrir fetið i s'kurði, þar sem sérfræðing- ur sór að ek'ki hefði kostað yfir $5.00. .Með öðrum orðum meira en tvöfalt verð. Aflstöð skólans er virt á $84,- 932.51 ; er þaö hæsta v<erð eftir mati sérfróðra manna, en fyrir hann var Carter og félagi hans borgað $116,359.01, eða nálega $32,000.00 of hátt. Heilmiklu af stáli hafði veriö skilað aftur til “Vulcán” járrrfélagsins, en stjórnin hafði samt borgað fyrir það og pening- unum ekki skilað til baka. Þegar nánar var rannsakað með skurðinn og rennurnar fanst það að $87,181 hafði verið borgað fyrir það eða um $50,000 of mikið; þeg- ar það er lagt við yfirborgun fyrir aflstöðina, þá hefir verið yfirborg- að að minsta kosti $80,000 aðeins fyrir þetta tvent. John McRea, sérfræðingur í byggingnm bar það að fetið hefði verið fullhátt borgað með $5.00 í §taðinn fyrir $11.61, og fyrir bæ- inn hefði }>að aðeins kostað $1,25. Maður að nafni Robert Wilson, sem unnið hefir að samskonar verki í 30 ár, bar það að hann gæti graf- ið skurðinn og lagt til efnið og alt fyrir $1.50 og ef hann fengi $2.00 á fetið, þá væri hann að stórgræða. Annar maður sem unnið hafði einn- ig við sömu vinnu sagði að verðið fyrir fetið gæti ekki farið yfir $2.00 til $2.50. Sá heitir John Polmer. James McDiramaid kom fram sem vitni og bar það að hann hefði boðist til að gera ákveðið verk fbyggja stjórnarbyggingu skólans) •fyrir $238,500.00, en fyrir þessa söniu byggingu voru borgaðir $256,000 eða $16,500 of hátt. Á móti hernaði. Vilfrid Laurier flutti snjalla ræðu 27. sept. í Montreal. Kvaðst hann vera hræddur um að hernað- arandi og hernaðarútbúnaður mundi aukast i Englandi eftir stríðið og lýsti því yfir að ef stjórn- in þar kæmi fram með hernaðar- stefnu og tæki Canada með, þá ætl- aði hann sér að berjast á móti því af alefli. “Eg er eindregið á móti hernaði” sagði hann, “alveg eins og frjáls- lyndi flokkurinn á Frakklandi, sem nú berst fvrir tilveru og sjálfstæði Frakklands. Það eru til menn sem vilja draga oss inn i hernaðarstefnu þegar stríðinu er lokið, en á móti því skal eg berjast framvegis eins °g eg hefi gert hingað til. Það er ekki fyrir hemaðarstefnu sem framsóknarflokkurinn i Canada beitir sér. Vér búumst við að eftir stríðið verði stórfeldar breytingar, en vér ætlum að vinna að því að breytingarnar verði þjóðinni til he'lla, i samræmi við sanna sið- menningu, til fjárhagslegra og fé- lagslegra og andlegra framfara fyr- ir þetta vort land og þessa vora þjóð og til þess að bæta kjör verka- lýdSsins og hefja hann í sannri menningu.” --------------- Civj $23.00 fyrir hverja $2.00; $7751.00 fyrir $674.00. Frá þvi \ ar skýrt á öðrum stað í blaðinu að Carter félaginu hafi verið borgaðir $11.64 fyrir fetið í s'kurðinum við búnaðarskólann, en hægt sé að gera það fyrir $2.00 með góðum hagnaði. Nú hefir það ver- ið sannað fyrir réttinum að ]>etta er rangt; það eru ekki $11.64 fyrir hverja $2.00 heldur $23.00 fyrir hverja $2.00. Reikningarnir báru það með sér að félaginu hafði verið borgað fvrir 600 fet og með þvi að það væri' rétt voru það $11.64 ;l fetið, en svo var skurðurinn eða rennurnar mældar og voru þá að- eins 337 fet. Þannig verður fetið um $23 eða öll upphæðin $7751 i staðinn fyrir að hún hefði átt að vera $674, ef sanngjarnt verð hefði verið borgað. Það er svo aö segja tólffalt verð. Vel er farið með fé fól'ksins. |?rjú börn brenna til bana. 28. september brann l>ær ]>rjár milur frá Parkside í Saskatchewan til kald'ra kola. Bjuggu þar hjón er hétu Odegard með sex börn. Hjónin konmst af við illan leik með ]>rjú börnin, en ]>rjú brunnu til bana. Enginn veit um orsök elds- ins. Kristinn Stefánsson. Allir íslendingar kannast við Kristinn Stefánsson: nafni hans fylgir einhver ]>íðleiki þegar það er nefnt. Vér þektum Kristinn ekki mikið, en að þvi er oss fanst var honum svo 'vel og ré*tt lýst í ræðu þeirri er séra Friðrik J. Bergmann flutti við jarðarför hans, að vér báðum hann um hana og varð hann góð- fúslega við þeirri bón. Þar er bet- ur frá sagt en vér hefðutn getað gert, og látum vér það því nægja, því annað yrði að eins endurtekn- ing með mismunandi orðum. Séra Rögnvaldur Pétursson gaf oss auk þess fáeinar tipplýsingar og þar á meðal þær að verið sé að prenta Ijóð Kristins sál. og komi þau út bráðlega. Hér verður þvi ekki talað um skáldskap hans, sem annars hefði verið sjálfsagt; ]>að verður látið biða þangað til bókin kemur út. Kristinn Stefánsson var fæddur í júlímánuði 1856 að Egilsá í Norð- urárd&l í Skagafirði. Foreldrar lians voru þau Stefán læknir Tómasson og Vigdís Magnúsdóttir kona ltans. Er móðurætt hans sú sama og Sigtryggs Jónas'sonar, B. L. Baldwinsonar og Friðbjamar Steinssonar. Kristinn sál. ólst upp hjá móður sinni þangað til hann var 12 ára, en föður sinn misti hann þegar hann var 8 ára. Tólf ára fluttist hann að Akureyri og dvaldi þar utn fimnt ára skeið. Kont vestur til Ameríku árið 1873, þá santferða þeim B. L. Baldwinsyni og Sigurði J. Johannssyni. Settist hann fyrst að í Gntario og var þar í 8 ár, en árið 1881 flutti hann til Winnipeg og dvaldi þar til dauðadags. Árið 1884 kvæntist Kristinn Guðrúnu Jónsdóttur Árnasonar frá Tjömesi í Þingeyjarsýslu; voru þau Guðrún og séra Árni Jónsson á Skútustöðum systkinabörn. Árið 1909 var þeim hjónum lialdið veg- legt silfurbrúðkaup. Kristinn sál. veiktist í aprilmán- uði af æðakölkun og hjartveiki og jézt af heilablóðfalli 30. september. Jarðaríor'hans tór trám á föstu- daginn frá Únítárakirkjunni að við- stöddum fjölda manns og voru ræður fluttar af ]>eim séra Rögn- valdi Péturs'syni og séra Fr. J. Bergman. Kvæðabók kom út eftir Kristinn árið 1900; he’tir bókin ‘Vestanhafs’ og er gefin út í Reykjavík af Jóni Ólafssyni. Úrval af öllum ljóðum Kristins eru nú i prentun, eins og fvr var getið. Kristinn var einn af útgefendum tímaritsins “öldin” og í útgáfu félags Heimskringlu fyr meir. — Hann hefir ort mjög fögur kvæði í svo að segja öll blöð, sem út hafa verið gefin hér vestra. Ljóð hans verða ekki dæmd hér í blaðinu fyr en þau koma út, en þess' verðum vér að geta að þíðum íslenzkum blæ andar frá því sem hann yrkir. hvar sem því verður komið við. Kristinn féll frá of snemma; honum var alt af að fara fram sem skáldi. Það kvæðið sem hanh orti síðast var altaf bezt. Við jarðarför Kr. Stefánssonar Hugum-ljúf þín ljóða sál lék á braga gýgju, þitt var fagurt móðurmál mælt af hjarta hlýju. G. J. Goodntundson. Gullfoss í New York Einhver hefir verið svo hugul- samur að senda Lögbergi eintak af blaðinu “Evening Repository” frá New Yörk, sem út kom 29. september. Þar er mynd af Gull- fossi og ágætis mynd af Sigurði Péturssyni skipstjóra. Greinarkorn fylgir myndunum með fyrirsögn- inni: “Fyrsta skip frá íslandi í jooo ár kemur til New York”. Greinin er þannig: “Með íslenzka flagginu í fulla stöng skauzt skrið- hraður bátur og sterklegur inn á höfnina í New York fyrir fátim dögum, og lagðist við 8. bryggju. Þétta var fyrsta ferð fyrsta skips flota þesS, sem bygður hefir verið til þess' að ganga á milli íslands og Bandaríkjanna. Þar hafa engar samgöngur verið á milli síðan Leif- ur heppni sonur Eiriks rauða lenti vfð Þprskhöfða hér um bil árið 1000. Á skipinu sem Gullfoss heitir voru “hreinir” íslendingar. Þessi litla þjóð—íslendingar— eiga að baki sér sögu allskonar hörmunga og harðinda. Þetta land sem er norður undir heims- skauti hefir fóstrað þjóð þótt fá- menn sé, sem með dæmafárrt hreysti hefir unnið sigur og sjálf- stæði. Og koma þessa skips er í sambandi við þann sigur. Þegar Sigurðtir Pétursson skip- stjóri var spurður frétta sagði hann að á íslandi væri almenn vellíðan og væri það mest stríðinu að þakka. Hann sagði að þar væru verkföll eins og hér hjá oss. Til dæmis hefðu allir sjómenn þar gert verk- fall nýlega og hefði það verið land- inu $1,000,000 skaði. Skipstjóri sagði að annað skip islenzka flotans mundi koma til New York í byrjun næsta mánaðar. Bjargráð. Heilbrigðisráðið í Winnipeg er í undirbúningi með varnargögn gegn útbreiðslu berklaveiki. Það er $ýnt í skýrslum bæjarins að 160 manns hafa dáið af tæringu í bæn- um árið 1915 og mörg hundruð veikir af þeim sjú'kdómi. Alilar kirkjur, leikhús og önnur félög verða beðin að gera sitt til þess að leggja Iið í þessari baráttu. Prestar verða beðnir að leyfa mönn- um að flytja ræður um þesa veiki, vamir við henni og lækningu og leikihús verða læðin að sýna ýmsar myndir fræðandi eftis fysissögn heilbrigðisráðsins. Vinnufólksekla. Til vandræða horfir i Vestur- fylkjunum sökum skorts á mönnum til þess að vinna að þreskingu. Er ómögulegt að reikna út hvílíku tjóni það getur valdið ef hveiti fæst ekki ]>reskt og verður undir snjó. Mikil tíðindi og góð. Alt virðist benda í þá áttina heima á íslandi, að innan skamms, verði farið að opna þar verulegar málmnámur. Eg hefi oft áðtir vakið máls á þvi í blöðunum, bæði austan hafs og vestan, aö ísland myndi vera auðugt af allskonar málmum, bæði gulli, silfri, kojxir og ýmsum fleiri málmtegundum. Og eg hefi ekki af ástæðulausu, né út í bláinn, haldið þessu fram. Auk ]>ess, sem eg sjálfur hefi rannsakað efnafræðislega ýmsar tegimdir af íslenzkum sandi og steinum að heiman; sem allir hafa reynst mæta vel og sum sýnis- hornin jafnvel ágætlega að því er gull snertir; hafa ýmsir efnafræð- ingar erlendis, bæði frá Bretlandi, Þýzkalandi og Danmörku, einnig orðið til þess að ferðast til íslands i því skyni að afla sér upplýsinga um landið og taka með sér málm- gteina frá þeim héruðum landsins, er þeir hafa álitið að málma væri helzt að finna i. Flestir ]>essara nianna. hafa komist að ]>eirri nið- urstöðu, að á íslandi mundi vera “um auðugan garð að gresja” að því er málma snerti. En þrátt fyrir ]>etta, hefir þó aldrei verið gerð bein gangskör að því að rann- saka ís'land, til að komast eftir, hversu mikið af málmum, kunni að vera fólgið ]>ar i jörðu. — Það er fé og þekking, sem hér þarf að koma til. En fram á vora daga, hefir landsmenn skort þetta hvort- tveggja mjög tilfinnanlega. En nú sé eg, að fvrir alvöru er að rakna fram úr málmnámu rekstri Íslendinga og um leið að birta yfir landi og lýð. Norðmannablaðið: “Norröna”. sem út er gefið hér í Winnipeg. birti nýlega merkilega grein og þýðingarmikla, um jám- eða öllu heldur stálsand, sem fundist hefir nýskeð á Islandi. Greinin er rituð af M. M. Mjelde, og hefir verið þýdd á íslenzku af fyrverandi al- þingismanni, hr. Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót fyrir blaðið Lögberg. íslenzkt drenglyndi sýnir J. J. með því, að gefa löndum sínum vestan- hafs færi á að kynnast sem bezt, ]>essu afarþýðingarmikla framfara- spori á fósturjörðu vorri, með því að snara ritgerð þessari á íslenzka tungu, og það á meistaralega þýð- ingu. Önnur ritgerð um sama efni kom að heiman í morgun. Hún er í blaðinu “Isafold”, sem út kom 6. f. m. og er tekin að mestu leyti eftir Kaupmannahafnar blaðinu: “Nationaltidende”, sem út kom 17. ágúst. En það blað tekur fréttina eftir nors'ku blaði í Kristjaníu sem heitir: “Tákn tímanna”. Þessi1 Isafoldarritgerð fjallar nákvæmlega um sama efni og Norðmannablaðið í Winnipeg og íslendingar eru þegar búnir að sjá í “Lögbergi”. Báðar sanna ritgerðir þessar, að ógrynni hafi fundist af jámsandi í jökulsár-ósunum. Jökulá á upp- tök sín undir Vatnajökli og rennur þaðan til Atlantshafsins á norðvest- ur landinu, eins og mönnum er kunnugt. Samkvæmt sýnishornum þeim sem hr. Lambert, einn af helztu efnafræðingum Englands, hefir rannsakað af sandinum úr Jökulá, er fullur fjórði partur efnisins járn. og ísafold heldur því fram að ótæniandi verkefni sé þar til í ósunum, þar sé um stórkostlega auðsuppsprettu að tefla. En bezta sönnunin fyrir því, að þar muni vera um verulega jámnámu að tala, er auðvitað það, að heimsfrægt fé- lag í Lundúnum hefir boðist til að leggja fram, heila miljón pund sterling, til þess að opna námuna til fulls' og framleiða jámið þar á staðnum. Aðaleigendur félags þessa era þeir Simpson & Oviatt, miljónamæringar í hinni miklu heimsborg. Einu nafni kalla þeir félag sitt: Simpson & Oýiatt. Steel Patenters and Metal Syndicate. Einn af ötulustu og mætustu sonum tslands, hr. Þórarinn B. Guðmundsson kaupmaður á Seyð- isfirði, hefir lagt mikið kapp á að rannsaka ísland' að því er málma snertir sérstaklega. Homuu er því eingöngu að þakka, að þessu hefir miðað þannig áfram. Fyrir milli- göngu hans og fyrirhöfn, verður fyrir alvöra farið að vinna námuna að ári. Hann hefir fengið einka- leyfi til 50 ára hjá landsstjóminni, fyrir að mega framleiða járnið úr námunni En ekki er þess getið í ritgerðum blaðanna, með hvaða kjöram kaupmaðurinn og miljóna- félagið hafa fengið þennan einka- rétt. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að forfeður vorir höfðu járngerð á Islandi, bæði i Borgar- firði og víðar um land. En hitt er mönnum ekki ljóst. á hvern hátt þeir framleiddu ]>að úr jörðinni, né heldur h\-erskonar efnissam- böndum þeir unnu það úr. En það eitt er víst að þeir bræddu það og hreinsuöu. Má meðal annars sjá á gömlum annálum, að islenzkt járn var þá algengt á íslandi og úr því vora smíðaðir ýmsir nauðsynlegir hlutir. og það langt fram yfir gull- aldar timabil Islands. En hvernig sem því víkur við, hvort það er af náttúrannar völdum, eða að eins af trassaskap síðari kjmslóða, að hætt er að framleiða islenzka jámið, þá er það áreiðanlegt, að það hverfur úr sögunni, námurnar týnast og is- lenzka jámið gleymist. Það er ekki (Mnögulegt, að þessi jámsandur i ósunum, sem nú er nýfundinn heima, sé samskonar efni og víkingarnir forðum fram- leiddu og smíðuðu úr. Ekkert er eðlilegra en að svo sé, því úr al- gengum jámsteini heföi }>eim ekki getað orðið eins mikið ágengt, af þeirri einföldu ástæðu að erfiðara er að vinna jámið úr slíkum stein- um, heldur en úr sandinum, sem pinnig er mikið ríkari af jámefni, enda voru efnafræðisrannsóknir alls engar til á þeim árum. Vonandi verður þetta stórkost- lega fratnfaraspor á íslandi, sem nú hefir verið stigið; einnig til ]>ess, að fyrir alvöru verði farið að rannsaka landíð og leita annara enn dýrari málma. Gull og silfur er þar til i fjöllunum, i mikið stærri stíl en margur nú hyggur. Og sú kemur tíð að á íslandi verðttr unnið L Hraustur drengur fallinn 1 Bjarni Bjamason tæpra 36 ára gamall. Bjarni Bjarnason var fæddfir á Amarstapa í Álftaneshreppi i Mýrasýslu, sonur Bjama Sigurðs- sonar (nú að Icelandic River) og konu hans Margrétar sál. Ólafs- dóttur, er þar bjuggu um 34 ár. Systkini hans eru Sigurður og Ólafur í Winnipeg, Ásgeir að Ice- landic River, Mrs. Sólveig Þórðar- son að Stony Hill, Mrs. Salome Bakkman að Mozart, Sask., Krist- jana heima á íslandi, dáin, Kristín Reykjalín, og þrjú era dáin í æsku. Hann kom til þessa lands með foreldrum sínum og systkinum um vorið 1901 og var oftast i Winni- peg, en dvaldi um tveggja ára tima í Vaniouver, B.C. Hann gekk i 144 herdeildina í Winnipeg í okt. 1915, °S fór af stað til Englands 25. maí 1916. Kom til Frakklands i ágúst og féll þar milli 4. og 7. sept., samkvæmt hraðskeyti 21. sept. frá hiermálastjóminni. Bjami átti marga kunningja og vini, sem munu sakna hans. En ]>ó verður missirinn sárari og minnis- stæðari skyldfólki og systkinum hans, og sérstaklega hinum aldur- hnigna föður sem er 75 ára gamall, aö missa nú yngsta barnið sitt. — En mitiningin um karlmensku lifir. Ó. B. mikið gull úr jörðu. Mér er ávalt ljúft að minnast á framfarimar heima á íslandi og alt ]>að sem landinu má til sældar verða. Og eg er sannfærður um það að flestir áæstur-íslendingar bera hlýjan hug í brjc>sti til ætt- jarðar sinnar og margir þeirra unna íslandi einlæglega. Allir viljum vér íslendingar vera i raun og vera. Og hvað annað ættum vér að vilja vera? En um leið og vér köllum oss íslendinga, verðum vér að vera heilir og sannir ættjörðu okkar til handa. 660 Home St., Winnipeg., Man. 30. sept. 1916. Arnór Arnason. E. A. Rosen sekur. Kviðdómurinn í Regina hefir fundið E. A. Rosen sekan um það að hafa lofað vitnum fé, ef þau bæru ekki vitni í máli. Vegabótafé stolið. Ranns<>kn byrjaði á fimtudaginn á vegagerð i fylkinu árið 1914. Patterson dómari, sem skipaður var til að rannsaka ]>að mál, lét kalla fyrir sig fyrsta nrann er John Probizan heitir cg var eftirlitsmað- ur vega fyrir Roblinstjómina. Probizan kvaðst hafa falsað skjöl hvað eftir annað til þess að taka fé í kosningasjóð. Sagöi hann að Dr. Montague hefði sagt svo fyrir að nógir pen- ingar skyldu lagðir fram og ekkert þyrfti að spara. Hafði Probizan falsað þannig skjólin að hann lét á skrárnar nöfn manna, sem aldrei höfðu unnið að vegalxitum, heldur að kosningum. Undir suma list- ana skrifaði l\ann án þess að vita hvort þeir voru réttir eða ekki; frá $5.00 til $60.00 sagði hann að borg- aðir hefðu verið hverjum manni. Talsímagróði. Allar tekjur Manitobastjórnar- innar af símum fyrir ágúst mánuð vom $160,617.36. en öll útgjöld $ii9.235-50. Þetta er $4i,38i.8(] gróði. I níu tnánuði ársins síðan í ncw, í fyrra hafa allar tekjurnar verið $1.383.050.05, og af því voru $362.741.78 ágóði.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.