Lögberg - 19.10.1916, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER 1916.
3£öqbevq
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor
|. J. VOPNI, Business Manuuer
Otanáskrift til blaðsins:
THE C0LU»lBI/\ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg. W|an-
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
Loksins.
pað hefir verið skoðun núverandi ritstjóra
Lðgbergs frá því hann fór fyrst að skifta sér af
opinberum málum að engum bæri fremur að vinna
á móti tilbúningi, sölu og nautn áfengra drykkja
en læknum. Og hann hefir ekki verið einn um þá
kenningu, þótt læknastéttin hafi ekki alment
fengist til þess að beita sér fyrir það mál.
Guðmundur Bjðrnsson landlæknir á íslandi
hefir verið fremstur í flokki þjóðar vorrar sem
merkisberi bindindismálsins um síðastliðin 20 ár.
Dr. Knoph í New York, sem ritaði hina heims-
frægu verðlaunagrein um tæringu og vamir við
henni, hefir lengi haldið því fram að áfengisnautn-
in væri orsök tæringar í ótal mörgum tilfellum.
Dr. William Osler hinn frægi læknir og kennari
í Oxford staðhæfir að aldrei sé svo lítils neytt af
áfengi til drykkjar að það veikli ekki mótstöðuafl
líkamans og ryðji braut alls konar sjúkdómum.
Dr. Richardson, frægur enskur læknir, hefir
gert alls konar tilraunir til þess að sýna að áfengi
hefir altaf og undir öllum kringumstæðum veikl-
andi áhrif og lamandi, sé þess neytt sem drykkjar.
Sir William Horsley læknir á Englandi flutti
fyrirlestur í læknaþihgi í Lundúnaborg árið 1913,
þar sem 9000 læknar voru mættir úr öllum lönd-
um heimsins og hélt .því fram sem beinni skyldu
læknastéttarinnar að taka öflugan þátt í barátt-
unni gegn þessu heimsböli -— áfengisbölinu; og
kvað hann engin önnur ráð einhlít en algert bann.
Dr. Brandson flutti ræðu á 25 ára afmæli
Goodtemplarastúkunnar Heklu, þar sem hann
heldur því fram með réttu að læknum sé farið að
skiljast það að ekki. einungis sé áfengi hættulegt,
heldur einnig sé það óþarft í meðul eða til lækn-
inga.
Ritstjóri þessa blaðs biður því engrar fyrir-
gefningar á því þótt hann telji og hafi talið það
skyldu læknanna að fara í broddi fylkingar í því
stríði sem háð hefir verið og háð er gegn áfeng-
inu. Hann flutti langan fyrirlestur um það á
læknaþingi í Saskatchewan árið 1911 og er hann
prentaður í heilbrigðisriti Canada (The Canadian
fiealth Journal) í september 1911. Eru þar sýnd
áhrif áfengis á hin einstöku líffæri hvert fyrir sig
og haldið fram skyldu læknastéttarinnar í þessu
máli.
Nýlega er komið út hefti af læknariti hér í
Canada (The Canadian Journal of Medicine), sem
gefur'oss tilefni til að rita þessar línur.
par er ritstjómargrein um þetta efni, sem er
áskorun til lækna um það að styrkja vínsölubanns-
lögin og starfa að útrýming áfengis. í greininni
er þetta meðal annars;
“Vér skulum vona að vér (læknar) getum
staðið samhliða og óskiftir með stjóminni til
stuðnings þessum lögum — stjóminni, sem er
fólkið, sem hefir valið hana, og trúað henni fyrir
málum sínum. Látum oss vera einhuga í því að
koma þessu í framkvæmd svo greinilega að það
komi að fullum notum. Látum oss hj^lpa til þess
að bjarga þjóðinni, áður en hún steypist niður í
þá gröf, sem hún þegar hefir grafið sjálfri sér
með því að leggja á sig árleg útgjöld fyrir áfenga
drykki svo tugum miljóna nemur.
Læknirinn veit það og skilur öllum mönnum
betur að áfengisnautn, hvort sem er félagsdrykkja
eða einstakra manna sljófgar skilningarvitin,
drepur siðferðistilfinninguna, gerir þann sem á-
fengis neytir varasaman — nei, miklu fremur
hættulegan þegar um nokkuð það starf eða at-
höfn er að ræða sem hugsun og óskeikulleika þarf
til, eða heilbrigða skynsemi.”
pannig farast þessu læknablaði orð um þetta
mál. Og það bætir því við að sorgleg reynsla lið-
inna og jafnvel yfirstandandi tíma sýni það að
læknamir sjálfir sumir hverjir þurfi einmitt á
þeirri vernd að halda, sem algert vínbann veiti.
Og það segir að síðustu að eftir því hversu vel
hver læknir beiti sér fyrir þetta mikilsverða mál,
megi dæma það hversu honum takist að sýna og
sanna sína andlegu yfirburði og skyldu tilfinn-
ingu.
pað er gleðilegt að læknastéttin er loksins farin
að sjá og viðurkenna skyldu sína og köllun í
þessu efni.
Og því mætti bæta hér við að sé það nokkrum
manni hér nauðsynlegt að forðast áfengisnautn
þá er það læknirum.
pað er hættulegt að trúa manni fyrir vanda-
sömum verkum sem oft er eða getur verið undir
hinum banvænu áhrifum áfengisins, en aldrei er
það hættulegra en þá þegar um læknirinn er að
ræða.
Enginn maður hefir minni afsökun fyrir áfeng-
isnautn en læknirinn vegna þess að hann veit eða
ætti að vita það öllum öðrum betur hvílík veik-
inda uppspretta áfengisnautnin er.
Hefðu allir læknar tekið saman höndum fyrir
f jórðungi aldar í baráttu gegn áfengi, þá þektist
það nú ekki sem drykkur og jafnvel ekki sem
meðal.
Brunabótagjald í Canada.
pað er ekki aðeins brauð og smjör og aðrar
fæðutegundir sem eru óþolandi dýrar hér í
Winnipeg. Svo að segja alt ’ sem til lífsnauð-
synja heyrir kostar svo mikið að úr hófi keyrir.
pað sýnist t. d. að brunabótagjald ætti ekki að
vera miklu hærra hér en annarsstaðar, en þannig
er það þó.
Brunabótagjöld í Canada eru eftir því sem þær
skýrslur sýna, sem vér höfum náð í, miklu hærri
en nokkursstaðar á bygðu bóli.
f síðastliðin þrjú ár hefir það verið $1.18 fyrir
hverja $100.00 að meðaltali; hefir því sá sem
trygt hefir hús sitt hér fyrir $4000 orðið að greiða
$47.20 á ári. t
Til samanburðar er fróðlegt að lesa þessar
tölur sem sýna brunabótagjald í öðrum löndum.
Tölurnar sýna hversu mikið er borgað að hverjum
$100 í hverju landi fyrir sig;
Canada................$1,18
Svíþjóð................ 0,40
Austurríki......... . . 0,30
England................ 0,23
pýzkaland.............. 0,22
Frakkland.............. 0,21
Spánn.................. 0,19
ftalía................. 0,19
Ef staður í Canada sem hefir 100 manns í þjón-
ustu sinni og hefir $50,000 eldsábyrgð á verkfær-
um sínum og byggingum og menn sem hjá honum
vinna hafa að meðaltali $2000 eldsábyrgð á hús-
um sínum og húsgögnum eða alls eru eignir verk-
gefanda og vinnumanna trygðar fyrir $250,000,
þá borga þeir allir $2,950 í brunabótagjald.
Til þess að geta staðist þetta þurfa verka-
mennirnir að fá þeim mun hærra kaup að sínu
leyti, og aftur þarf vinnuveitandinn að borga þeim
mun lægra kaup að sínu leyti.
Með öðrum orðum þessir $2,950 verða að
leggjast á þessa einu hundrað manna framleiðslu
stofnun, hver sem hún er. í Svíþjóð væru það
$1950 minna eða aðeins $1000; í Austurríki væru
það ekki nema $750; í Englandi $575; í pýzka-
iandi $550; á Frakklandi $525 og á Spáni og ítalíu
$475, eða $2,475 minna en í Canada.
Og ekki er alt búið með þessu. Kostnaður
við slökkvilið í Canada er afskaplega mikill í
samanburði við önnur lönd. f París á Frakklandi
sýndu skýrslur það árið 1914 að allur slökkviliðs-
kostnaður var aðeins $656,479; þar voru þá 2,846,-
986 manns og var því þessi kostnaður 23 cents á
hvert höfuð. Á sama ári kostaði slökkviliðið í
Toronto $675,146; þar voru þá 470,144 manns og
þessi kostnaður því $1.43 á hvert höfuð.
Ef 100 manns t. d. vinna í verksmiðju í París
og borga 23 cents fyrir hvert höfuð í fjölskyldu
sinni í eldsábyrgð og hafa að meðaltali fimm í
heimili, þá borga þessir 100 manns til samans
$115.00 á ári, en jafnmargir menn fyrir jafn
mikla upphæð í Toronto borga $715.00; er þar
mismunurinn $600 á 100 heimili aðeins í þessu
eina atriði. Og Toronto er í þessu tilliti hér um
bil meðaltal af allri Canada.
Stofnun í Toronto með 100 manns og þeim
eldsábyrgðum sem til hafa verið teknar hér að
framan verður að borga til slökkviliðs viðhalds
$3,672.00, en jafnstór stofnun af sama tagi í París
með jafnmikilli eldsábyrgð ekki nema $641.00;
er það $3,031.00 munur.
Og nú komum vér að aðalatriðinu. . petta er
alt lagt á þá vöru sem framleidd er. Verksmiðju-
eigandinn telur þessi auka útgjöld (þann partinn
sem hann borgar) til kostnaðar við atvinnurekst-
urinn og leggur það á vöruna. pað er því alþýðan
sem borgar.
petta er aðeins eitt atriðið sem gerir lífsnauð-
synjar verðháar hér í Canada og þröngvar kosti
vinnulýðsins. pessi upphæð sem að framan er
talin nemur $30.00 á hvem mann sem í verksmiðj-
um vinnur (og þetta er í öllum verksmiðjum í
Canada).
Samkvæmt manntalsskýrslunum hér í landi,
árið 1911 voru 515,203 manns sem unnu í verk-
smiðjum. pegar $30 eru reiknaðir á hvert höfuð
verður það alls $15,456,090 sem iðnaðurinn verður
að bera aðeins í eldsábyrgð.
Kaup sem þessum 515,203 verkamönnum var
borgað nam $241,008,416 eða að meðaltali $467.80
á ári á mann. pað eru hér um bil $9.00 á viku,
eða $36 á mánuði. pessir $30 á mann eru því
hátt upp í mánaðarkaup af hverjum manni, og er
það gífurlegt aðeins fyrir þetta eina atriði.
pessar skýrslur eru að nokkru leyti teknar
eftir grein sem birtist í blaðinu “Tribune” 11. þ.
m. og sumpart eftir blaðinu “Conservation”, sem
gefið er út af Ottawastjóminni. pær eru því
áreiðanlega réttar, því þeim ber nákvæmlega
saman, enda bárum vér margar þeirra saman við
aðrar opinberar skýrslur.
*
Astæðurnar.
(Frh.).
Áður en stefnuskrár flokkanna eru prentaðar
hér og sýndur munur þeirra eins og þær hafa ver-
ið, væri ekki úr vegi að taka fram eitt þýðingar-
mikið atriði, sem mjög hefir verið rætt um. Er
það beint framhald og í samræmi við þann mis-
mun, sem getið var um í framkomu flokkanna
viðvíkjandi rannsókn í fylkjamálum.
pegar farið var að rannsaka búnaðarskóla-
bygginguna og ekki varð hjá því komist, ef sam-
vizkusamlega átti að að fara að Robert Rogers
yrði fyrir geislum þeirra rannsókna. Og þegar
það svo leiddi í ljós óhreinleik hans og athæfi, þá
risu upp blöð hans hér og annarsstaðar og töldu
það óhæfu að láta hann ekki í friði.
“Telegram” fór svo langt að það hótaði því að
ef frjálslyndi flokkurinn færi ag grafa upp gerðir
íhaldsstjómarinnar frá þeim tíma, þá yrði þess
hefnt með því að rannsaka athæfi Laurierstjóm-
arinnar þegar hún var við völd.
Laurier flutti ræðu skömmu síðar og skoraði
á afturhaldsmenn að halda eins fullkomnar rann-
sóknir eins og þeir frekast gætu; kvaðst hann
þess viðbúinn hvenær sem væri og altaf hafa verið
að taka öllum þeim afleiðingum sem af slíkum
rannsóknum leiddi.
Frjálslyndu blöðin skoruðu síðan á afturhalds-
menn að segja hvað það væri sem þeir ættu við
me„ dylgjum sínum.
“Telegram” og fleiri þeirra gáfu það þá í skyn
að ef Manitobastjórnin yrði svo fífldjörf að láta
rannsaka athafnir Rogers meðan hann var ráð-
herra hér, þá skyldu framsóknarmenn alment eiga
Ottawastjómina á fæti; hún mundi þá láta rann-
saka állan þjófnaðinn sem Laurier hefði gert sig
sekan í þegar hann lét byggja meginlandsbrautina
(Transcontinental). Kváðu þeir það vera auðséð
að þar heföi verið stolið að minsta kosti $40,000,-
000 af fé fólksins.
Sem svar við þessu gaf Laurier það að hann
hélt ræðu í Quebec þar sem hann skoraði á aftur-
haldsstjórnina að láta rannsaka hvert einasta at-
riði í sambandi við þessa brautarbyggingu og
hegna hlífðarlaust fyrir alla þá óráðvendni sem
þeir teldu sannaða að þeirri rannsókn lokinni.
Hér mætti geta þess að afturhaldsmenn höfðu
það sem eitt'af sínum ærlegu pólitísku meðulum
við kosningamar 1911 að Laurier væri þjófur í
sambandi við þessa umræddu braut og hefði stol-
ið að minsta kosti $40,000,000.
pegar þeir voru svo komnir til valda varð
stjórnin auðvitað til málamynda að skipa rann-
sóknarnefnd í það mál. Sú nefnd var lengi að
rannsaka og mun hafa kostað þjóðina um $60,000.
En skýrslan frá þeirri rannsókn heldur því
fram til þess að henni skuli bera saman við stað-
hæfingar stjómarinnar, að $40,000,000 hafi verið
eytt í brautarbygginguna fram yfir það sem þurft
hefði.
En hvemig er því varið með þetta fé, þegar
farið er að rannsaka skýrsluna? Hvernig gerir
hún grein fyrir því? Hafði Laurier gengið í sam-
særi til að stela því úr ríkissjóði, eins og Mani-
tobaráðherramir höfðu gert með miljónirnar sem
hurfu úr fylkissjóðnum hér? Eða hafði hann
farið með féð eins og Bordenstjórain hefir gert
l sambandi við hermálin — t. d. það sem Allison
sólundaði?
ónei, ekki gat nú nefndin látið það líta þannig
út. Hún vildi helzt sem minst um það tala hvem-
ig þessu fé hefði verið varið; aðeins gerði hún þá
staðhæfingu að $40,000,000 hefði verið eytt að
þarflausu, en ýmsir menn stjórnarinnar og fleiri
sögðu blátt áfram að Laurier hefði stolið þeim.
Og “Tribune”, sem altaf er reitt við Laurier vegna
gamalla væringa, er svo oft búið að japla á þeirri
tuggu að helzt lítur út fyrir að það sé farið að
trúa sjálfu sér.
En þegar skýrslumar eru lesnar þá sést það
að allar þær syndir sem rannsóknaraefndin getur
borið á Laurier í þessu sambandi eru í því fólgnar
að vandaðra stál hafi verið haft í brautina en
þurft hefði og þar af leiðandi dýrara; vandaðri
teinabönd og dýrari o. s. frv. Með öðrum orðum
syndir stjórnarinnar voru í því innifaldar að hún
hafði bygt vandaðri braut en nefndin áleit að
hefði þurft.
En-uð hún finni það að stjómin hafi dregið
sér eitt einasta cent, það sést hvergi.
Enda segir það sig sjálft að hvorki nefndin
né stjórnin sjálf hefir álitið að um nokkra sekt
væri hér að ræða, því hefði svo verið þá var skylda
nefndarinnar að leggja svo til að sakamálshöfðun
færi fram, eins og nefndin gerði hér í Roblin-
málunum, og þá var það einnig skylda stjómar-
innar að láta kæra mennina og hegna þeim.
En nú eru liðin 5 ár og ekkert hefir verið gert
í þá átt. Afhverju? Vitanlega af því að ekkert
fanst athugavert eða glæpsamlegt þegar rann-
sakað var.
Pegar nú “Telegram” lýsir því yfir að ef Mani-
tobastjómin Iáti ekki húsbónda þess í friði þá
verði rannsakað jámbrautarmál Lauriers, þarf
ekki lengi að bíða eftir svari hans; “Rannsakið
það, og rannsakið sem fyrst og sem fullkomnast”
segir hann. “Eg er reiðubúinn að mæta, reiðu-
búinn að svara og reiðubúinn að taka hvaða af-
leiðingum sem af þeirri rannsókn kunna að verða.
Blessaðir rannsakið það. Ef þið rannsakið ekki
og hegnið ekki þá er það sönnun þess að allar
ykkar ákærur eru lognar.”
Og svo kemur út löng og ákveðin ritstjómar-
grein í “Free Press” þar sem því er lýst yfir að
framsóknarmenn séu fúsir að láta rannsaka alt
hlífðarlaust, leiða sannleikann í ljós yfirhylming-
arlaust, og hegna hverjum sem sekur reynist
vægðarlaust.
En viti menn hvað skeður. “Telegram” birtir
þá ritstjórnargrein með þeirri makalausu kenn-
ingu að ekki sé vert að vera að rannsaka; þó eitt-
hvað komist upp; þó hægt sé að sanna að trún-
aðarmenn þjóðarinnar séu þjófar þá græði enginn
neitt á því að vera að rannsaka; bezt að láta alt
falla niður, vera ekki að vonzkast neitt út úr
þessu máli. Rannsóknir og hegningar séu ekki til
annars en óþæginda fyrir þá sem fyrir þeim verði
og til einskis gagns fyrir þjóðina né einstaklinga
hennar.
parna gægðist úlfurinn út undan sauðargær-
unni. Afturhaldsliðið ætlaði að hræða framsókn-
armenn til þess að láta Rogers og hans óhreinu
gerðir vera óhaggaðar með því að hóta þeim rann-
sókn á þeirra eigin málum.
peim datt ekki annað í hug en að það hlyti
að duga. peim gat ekki skilist það að hrein
stjómmál gætu átt sér stað í þessu landi; þeim
fanst það sjálfsagt að af því bælið hafði verið
bæði blautt og óhreint hjá þeim sjálfum hvar sem
skoðað hafði verið, þá hlyti því að vera þannig
varið hjá hinum líka. peir héldu því að ekki
þyrfti annað en að hafa þjófa aðferðina, sem sag-
an getur um, þar sem tveir höfðu stolið og hvor-
ugur þorði að kæra annan af ótta fyrir því að
hann yrði uppvís sjálfur. En þetta hreif ekki;
framsóknarmenn urðu ekki hræddir við hótan-
imar; þeim var það ekkert á móti skapi að rann-
sakað væri fullkomlega á báðar hliðar; þeir höfðu
ekkert að hræðast. Og því geta menn getið nærri
hvort ekki mundi verða rannsakað og lögsótt ef
afturhaldið hefði nokkum grun um að ekki væri
alt með feldu hinumegin. (Frh.).
THE DOMINION BANK
STOFNSETTUIt 1871
Höfuðstóll borgaður og varasjóður . . $13.000,000 j
Allar eignir................... $87.000,000 |
Beiðni bœnda um lán
til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn.
Spyrjist fyrir.
Notre Dame Branch—W. M. HAMH/TON, Manager.
Selkirk Branch—»J. 8. BTJRGER, Manager.
Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin
Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar.
Að fíta hænsn og koma þeim á markað.
Sumir Manitoba bændur eru að
selja fugla sína of snemma í haust.
Kaupmenn ieru að ferðast um land-
ið og kaupa heljar mikið af lifandi
fuglum, sem þeir flytja í bæina.
Það er ekkert efamál að sumir
þessara kaupmanna fita fuglana
áður en þeir drepa þá og selja;
sumir aftur á móti selja þá áður
en þeir eru orðnir góð markaðs-
vara og eyðileggja þannig markað-
inn með því að selja horaða fugla.
Fæstir þeirra bænda sem nú eru
að selja fugla vita það að alifuglar
verða í háu verði í haust og að verð
sem hefir verið nógu hátt fyrir
tveimur eða þremur árum er ekki
nógu hátt nú.
I>að er ekki einungis óhyggilegt
af bændum að selja alifugla núna,
á meðan þeir eru magrir, heldur
einnig er það ópraktiskt að slátra
þeim áður en þeir fitna. Ef þessir
fuglar eru af Plymouth Rock kyni
eða Vyandotte eða Rhode Island
Red eða Orpington kyni, og ef þeir
eru (einnig af góðri tegund, þá
borgar það sig vel í ár að fita þá.
M. C. Homer, prófessor í Alifugla-
rækt við búnaðarskólann í Mani-
toba segir fyrir á þennan hátt um
það hvernig eigi að fita góða fugla:
“Góðir sláturfuglar ættu að vera
lágvaxnir, þéttir, þykkir og breiðir,
bakið ætti að vera stutt og breitt
og bringubeinið fremur langt, beint
með miklum vöðvum. Sláturfugl-
ar ættu að vera skarpeygðir og
bjarteygðir, kamburinn stuttur og
þykkur; hauskúpan breið, ancllitið
fremur stórt og hálsinn stuttur og
gildur. Langt bil ætti að vera á
milli fótanna með fallegimi sterk-
um leggjum og sléttir átöku.”
Góðir sláturfuglar sem hagfræði-
lega eru fóðraðið þegar þeir eru 4
til 5 mánaða ættu að þyngjast um
eitt pund við það að éta y/2—4
puncl af korni. Þegar þeir eldast
þarf meira til þess' að þeir bæti
pundi við vigt sína. Þégar þeir
eru 5 mánaða ættu þeir að vera 4
til 6 pund lifandi. Til þess að þeir
nái þessari stærð og vaxi svona
með sem minstum tilkostnaði þurfa
þeir að vera heilbrigðir og af góðu
kyni.
Um sláturfugla segir prófessör
Homer:
“Bezta ráðið til þess að fita fugla
er að nota fitugrind: hægt er að
búa hana til úr gömlum spýtum
eða gömlum kössum. Aðalatriðið
er það að hafa botninn opinn til
þess að ekki safnist þar neitt fyrir
sem geri grindina óheilnæma.
Grind sem er 6 feta löng, 16 þuml-
unga víð og 18 þumlunga djúp
rúmar 12 hænsi. Botninn, bakið
og lokið ættu að vera úr langriml-
um, en að framan ættu rimlarnir að
vera upp og niður. Grindin ætti
að hólfast í sundur í þrent og ætti
hvert hólf að opnast að ofan til
þess að hægt sé að láta hænsin inn
og taka þau út auðveldlega. í
botninum ættu rinilarnir ekki að
vera breiðari en /» úr jjumlungi
með hér um bil /A jmmlungs milli-
bili. Að aftan, ofan og framan eru
venjulegir byggingarimlar fLath)
hentugir og ættu Jæir að vera með
tveggja þumlunga millibili. Grind-
in ætti að vera hengd með vír upp
í loftið eða vera á háum stoðum.
Litlar stoðir fyrir trogin ætti að
negla á endann á hverri grind.
Með því að nota slíka fitunar-
grind geta sláturhænsi ekki hlaup-
ið til og frá, m'eð þvi þau eru inni-
hvkt. Fæðan er j>eim gefin í litl-
um trogum meðfram grindinni að
framan.
Áður en fariö er að fita slátur-
fugla ætti að derifa dufti í fiðrið
á þeim. Séu hænsin lúsug getur
[>eim aldrei farið vel fram. Bezt
er að svelta j>au að mmsta kosti í
sólarhring áður en þeim er gefin
fyrsta máltíðin.
Einfaldasta fóður úti á landi er
að blanda saman 2 pörtum écftir
vigt) af höfrum og 1 parti af hveiti
og 1 parti af byggi; þetta þarf að
mala smátt; j>ví smærra þvi betra.
Sé J>etta gert þarf ekki að sigta úr
j>ví hýðið og svo er það auðmeltara.
Bezt er að gefa hænsum litið
fvrsta kastið, en smáauka fóðrið
þangað til að eftir vikuna sé gef-
inn fullur skamtur.
Góð regla er að gefa 1 únsu af
j>essu blandaða korni (aður en
mjólk er látin í þaðý í hvert skifti
á hvern fugl tvo dagana. Það yrði
12 únsur í grind með 12 hænsum
tvisvar á dag í tvo fyrstu dagana.
Svo má auka það um 3 únsur á
grindina í annaðhvort skifti ]>ang-
að til full gjöf er .komin. Það
sem étið er í hverri grind verður
mismunandi eftir því hvaða fugla-
kyn er í henni, mismunandi stærð
hænsanna og eftir því á hvaða tíma
fitunartimabilsins er, en venjulega
verður ]>að 24—40 únsur.
Með j>ví að bleyta eða blanda
fæðutia einni máltíð fyrir fram
hepnast fuglafitunin bezt, því þá
leysast fæðutegundirnar upp og
verða meltanlegri. Þriggja vikna
timi er nægilegur til að fita meðal
hænsi, og stundum nægja tvær vik-
ur:
Á búnaðarskólanum í Manitoba
er nú verið að fita hænsi i grindum
með samvinnufyritkomulagi fyrir
bændurna í Manitoba. 'Þessi að-
ferð var tekin upp af fuglaræktun-
ardeild búnaðarstjómarinnar í
fyrra og er haldið áfram í ár.
1 fyrra voru 1600 hænsi fituð og
seld fyrir svo að segja $1.00 hvert.
Fram að 6. október í haust hafa
hingað verið send 1000 hænsi og
nokkrir “tyrkjar”. Fyrsti hópur-
inn sem voru 21 hænsi vigtuðu 98
pund og kom 8 september og fituð
Jiangað til 27. september, en J>á
vigtuðu ]>au iii pund eftir að þau
voru slátruð og tilreidd. Þau voru
sield fyrir 25 cent pundið eða alls
fyrir $27,75 > það er um $1.30
hvert. Þegar 20 cent eru reknuð
fyrir áð fita hvert hænsi og verzla
með það, fær eigandinn $1.10
fyrir hvert.
Verið getur að þetta verð haldist
ekki alt haustið, en munurinn á ó-
fituðum hænsum og fituðum verð-
ur sá sami. Sami gróði verður ef
til vill ekki af öllum hænsum, en
yfir höfuð er altaf gróði að fita þau
og hann mikill.
Til þess að færa sér þetta í nyt,
verða bændúr að gera aðvart áður
en j>eir senda hænsi sin eða
“tyrkja”. Ekki er hægt að höndla
meira en 1300 í senn og verða menn
]>ví að bíða }>egar j>annig stendur á.
í október er ekki hægt að höndla
nema 2000. Með því að von er á
aö mikið lærist að, eru bændur á-
mintir um að senda aðeins beztu
hænsi sín og stærstu fyrst og
geyma þau smærri þangað til
seinna. Verð helzt að líkindiun
hátt alt haustið, er því betra að
geyma smærri hænsin þangað til
þau vaxa. (
Bændur eru ámintir um að hætta
að selja ungana i haust, j>eir verða
miklu meira virði siðar. Vetrar
eggin verða að koma frá ungum
sem nú eru, ætti ]>ví að ala þá en
ekki selja. Eggjaverð verður hátt
í vetur, mun J>að því borga sig að
ala imgana.
Við j>etta samvinnustarf í fugla-
fitun eru “tyrkjar” einnig teknir í
haust. Þeir ættu að vigta um 10
pund áður en þeir eru sendir.
Bændur eru ámintir um að hafa þá
eins lengi og þeir geta til þess að
þeir j>yngist sem mest. Gott er að
gefa jæirn aukagetur }>egar þeir
koma heim á kveldin.
Með því að verð helzt óefað hátt
ættu bændur aðeins að senda þá
beztu og stærstu fyrst og geyma
hina smærri þangað til seinna.
Bændur sem hafa “tyrkja” til fit-
unar eru ámintir um að semja
snemma, með því að ekki er hægt
að taka á móti nema fáum í einu.
*
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðatóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200
Varasjóðu.. . ... $ 713,600
Forniaður.............- - - Sir D. H. McMILLAN, K.O.M.G.
Vara-forma8ur . ..............Capt. WM. ROBINSON
Slr 1>. C. CAMERON, K.C.M.G., J. H. ASHDOWN.
E. F. HCTCHINGS, A. McTAVlSH CAMPBEIjIj, JOHN STOVEIj
Allsk >nar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga feða
félög og sanngjarnir skilm&lar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er
á Isiandi. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögurn, sem byrja m& með
einum dollar. Rentur lagðar við& hverjum sex mánuðum.
T. E. TH3RSTEIN3SON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og SherbrookelSt., - Winnipeg, Man.
........................................................ ■