Lögberg - 19.10.1916, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.10.1916, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER 1916. DAVID BOWMAN COAL & SUPPLY Limited CO. Við seljum eftirfylgjandi kclategundir SCRANTON harð kol, YOUGHIOGHENY fyrir gufuvélar, POCOHONTAS reyklaus, VIRGINIA og LILY járnsmiðju kol Kol frá Canada fyrir gufuhitun: GREEN HILL, reykjarlaus kol tekin úr námum nálægt Crow’s Nest Pass. Til brúkunar í heimabúsum: Lethbridge Imperial Lump Kol Pembina Peerless Kol ogj Maple Leaf Souris Kol Aðalskrifstofa: Confederation Life Bldg. 461 Main 8t. Tals. Main 3326 Yards: 667 Henry Ave. Tals. Garry 2486 Kol og járn orsakir stríðsins. “Ástæían fyrir fratnförum Þýzkalands síöan 1870, er auSlegö þess í kolum og járni”, s'egir herra de Launey, hinn frægi jaröfræð- ingur Frakka. “Þetta er ekki ein- ungis ástæða fyrir vexti þess og viðgangi að undanfömu, heldur einnig fyrir hinni ótrúlegu mót- stöðu sem það veitir sameinuðu afli óvina sinna.” Herra de Launey skrifar um þetta mál i tveimur löngum ritgerð- um í blaðinu “Revue de Deux Mondes” í Paris, og fullyrðir hann það þar að framförum Frakklands hafi seinkað sökum skorts á kolum og jámi., og heldur hann því fram að stríðið verði að halda áfram þangað til Frakkar nái frá Þjóð- verjum nokkmm hluta af hinum miklu kolahéruðum, sem séu svo mikil auðsuppspretta að ekki veröi með tölum talið. Hann segir að Frakkland sé í klipu af kolaskorti og kemst þannig að orði: “Vér framleiðum tæplega tvo þriðju af þeim kolum sem vér þurf- um til eiginn iðnaðar. Og kolaafli vor er ekki helmingur af því sem vér gætum hagnýtt til þess að vera vel settir, sem vér ættum þó að vera þegar tillit er tekið til stranda vorra og hafna, dugnaðar og þekkingar sjómanna vorra og iðnaðarmanna og auðæfa vorra í jámi. Þýzkaland, sem hefir meiri kol en það getur hagnýtt sér, auðgað- ist enn þá meira síðastliðin tuttugu ár fyrir það hve jarðfræðingar fundu þar mikið af kolum. Vér erum sem afllausir í saman- burði við Þýzkaland í þessum skiln- ingi og stöndum þeim þar óendan- lega langt að baki. Aðeins er nú eitt ráð til þess að vega upp á móti þessu: Það er algerður sigur í þessu stríði, sem vér höfum verið neyddir út í af óseðjandi óvini.” Þýzkaland hefir nú á valdi sínu allar beztu kolanámur í Evrópu að frátöldu Englandi. Það sem úr námum kemur í Silesia og West- falia er innan landamæra Þjóð- verja og auk þess hafa þeir hrifsað á sitt vald bæði Belgiu og norður Frakkland. Svo heldur þessi frakkneski • höfundur áfram og segir: “Það er þessi óendanlegi auður í kolum fremur en herfrægð á liðnum öldum eða skipulagshag- sýni, sem hefir hrundið Þjóðverj- um til þessarar frægðar sem þeir hafa náð. Vilji einhver atyrða mig fyrir það að taka of djúpt í árinni, þá hefi eg sannanir á reiðum höndum. Hvernig stendur á því að latnesku þjóðimar, sem áður voru mestir menningarþjóðir heimsins, hafa dregist aftur úr, þrátt fyrir and- lega yfirburði ? Aðeins vegna þess að Italía og Spánn hafa svo að segja engin kol — og lesaranum eru þegar kunn afdrif Frakklands.” Höfundur heldur áfram að lýsa auðæfum þýzkalands og sýnir þess- ar tölur: “Árið 1880 voru framleiddar 50,000,0*00 smálestir af kolum á Þýzkalandi; árið 1890 var það komið upp í 90,000,000 smálestir; árið 1900 upp í 150,000,000 smá- lestir; árið 1912 fór það upp í 255,- 000,000 smálestir og 1913 nálega 279,000,000 smálestir. Og þetta var aðeins byrjun á vexti kolafram- leiðslunnar, þvi tæplega var þá far- ið að hreyfa við hinum auðugu námum sem nýlega eru fundnar. Og miðdepill þessarar ótæmandi auðsuppsprettu er í Westfalia og er Essen þar miðstöðvar kastali, þar eru 76,000,000,000 (sjötíu og sex biljónir) smálesta geymdar af ko!- um til framtíðarinnar. Það var tvent sem enn þá skorti: Þaö var greiðuraðgangur að Atlantzhafinu og nóg af járni — þeirri vöru sem vér erum svo ógæfusa'mir að eiga í Lothringen. Það að Þýzkaland réðist á oss eftir þeirri leið sem það valdi; það að stjórnmálamenn þess rifu í sundur hlutleysissamninginn viðj NI Belgiu og áttu það þar með á hættu 1 að Englendingar færu á móti þeim, var alt vafalaust gert til þess að koma að oss óvörum þar sem landamæri vor voru ekki nægi- lega vel varin; en þó aðallega í því skyni að ná Belgiu. Það var ekki rétt af tilviljun að Þjóðverjar tóku í sínar hendur allar verksmiðjur í Belgiu, tvo þriðju parta af kola- námum vorum í Norður Frakk- landi og járnnámur vorar i Lot- hringen. Þær hefðu auðvitað fall- ið þeim í hendur af sjálfu sér sem berfang ef Foch, Gallieni, og Joffre hefðu ekki stöðvað her þeirra við Mame. Bismark og Moltke sást yfir þennan jámkyma 1871; Beth- man—Holweg og Moltke yngri hugsuðu sér að bæta fyrir þetta glappaskot fyrirrennara sinna.” Herra de Launey heldur því fram að Frakkar verði að ná í sinn skerf af námuauðæfum Evrópu og farast honum enn fremur orð á þessa leið: “Vér höfum rétt til þess að bæta upp þau rangindi sem vér höfum orðið fyrir af hendi náttúrunnar. Vér höfum ekki í hyggju að her- taka alla Westfatiu, en vér viljum að minsta kosti ná í nokkuð af þvi sem Þjóðverjar hafa ekki þörf fyrir af því héraði, og vér viljum ná aftur í Lothringen, sem vér töp- uðum. hans: Guðjóni Ágúst Jóhannesson óbúsettur í Winnipeg) og Hólm- fríður Guðnadóttir, (dáin 1896). Haraldur fluttist með föður sínum og stjúpmóður, Margréti Pálsdótt- ur, til Canada tíu ára að ald'ri árið 1904; dvaldi í Selkirk 2 ár, en síðan í Winnipeg; gekk á barnaskóla þar til 15 ára, en byrjaði þá að læra bakaraiðn, sem hann stundaði þar til hann innritaðist í 184. herdeild- ina 26. febrúar 1916, og með henni fór hann héðan ’2. okt. 1916 áleiðis til Englands. Hann er í B Com- pany, 8th Platoon No. 874246. Hon um fylgja hugheilar óskir vanda- fólks og vina. Kominn á vígvöllinn í Belgíu Oss væri fullnægt áður en vér kæmum til Essen eða Dortmund; vér þurfum ekki að vera heimtu- frekari en svo að krefjast lands um sex mílur lengra en þangað sem landámerkin voru fyrir 1871. Þeg- ar vér höfum Thionville, þá höfum vér járnbrautirnar sem vér áttum áður, og eftir það verður Þýzka- landi ómögulegt að hafa efni fyrir Kruppverksmiðjurnar. Þá hefir landið fengið rothögg.” óskar Goodman. Hann er fæddur 1899 og á heima í Pacific Junction í Manitoba. Hann fór til Frakklands með 78. herdeild- inni í Maí í Vor, en er nú kominn til Belgiu; efnilegur piltur og dugandi. Spencer Page látinn. Haraldur Vilhelm Jóhannsson. Haraldur Vilhelm Jóhannsson er fæddur 12. sept. 1893 í Sayreville, N. J. í Bandaríkjunum. Foreldrar S. Spencer Page, þingskrifari í Saskatchewan þinginu varð bráð- kvaddur 10. október. Auk skrif- araembættisins var hann formað- ur þeirrar nefndar sem hefir um- sjón með munaðarlausum börnum í fylkinu og fyrverandi þingmaður. Púðurkerlingarnar. Eftir Plausor. Fyrir kosmngarnar 1911. Reykjavík. Guðm. Finnbogason, doktór. Þó að bannið komist kring og kollur allar springi, reyna mun eg “rommbúðing” renna niður á þingi. Halldór Daníelsson, yfirdómari. Ef hér þektist ekki vín, engin sæjust fyllisvín af því leiddi’ að óþarfar yrðu Templarstúkumar. / 1 " ...... -............... ÞAÐ BORGAR SIG EKKI að kaupa lélegar vörur til heimanotkunar, hversu lítil- fjörlegur sem hluturinn er. Það er með eldspýtur eins og með alt annað að það borgar sig að kaupa það bezta. EDDY’S “SILENT PARLOR” spara þér tíma og óþægindi, því auðveldlega kviknar á þeim, þær eru hættulausar, áreiðanlegar og hljóð- lausar. Biðjið altaf um “EDDY S“ Jón Jónsson, dósent. Ekki skortir oss á þing orðháka né fanta, en sannarlega sagnfræðing sýnist mörgum vanta. Jón porkelson, doktór. Ef eg framar ekki má öðlast þingmanns-sæti utanþings mig allir þá eiga skulu’ á fæti. Borgarf jarðarsýslu. Einar Hjörleifsson, rithöf. Á þinginu alla þreytir bull en þar mun eg reyna’ að tala orð, sem lýsa eins og gull yzt á jarðar hala. Kristján Jónsson, ráðherra. HVert sem stefnir stjómarfley, strauminn læt eg bera, þar eg línu þekki ei, sem þoli bein að vera. 'W,- — Þorst. R. Jónsson, oddviti. Bara’ ef ætti’ eg óskastund, út með því eg klingi: að hálfur væri’ eg heima á Grund og hálfur suðu’r á þingi. Mýrasýsla. Magnús Andrésson, prófastur. Hingað kominn er eg enn á honum gamla Skjóna, blessi drottinn Mýramenn, mig og alla’ hans þjóna. Haraldur Níelsson, prófessor. Látið prestinn signa sig og syngja helgar tiðir, en krotið drengir kross' við mig, sem kosninguna þýðir. Dalasýsla. Bjarni Jónsson ráðanautur. Landið draga’ er mark og mið mitt, úr Dana höndum, að því starfa’ eg út á við í öllum heimsins löndum. ísafjarðarkaupstaður. Kristján H. Jónsson, ritstjóri. Banninu góða beitu’ eg gef bara’ ef hitti’ eg miðið; alt í minni hendi’ eg hef hdmastjómarliðið. Sigfús H. Bjarnason, fyrv. konsúll. Stjórnarfarið okkar er íslenzkt bamaglingur; inn á þing eg ætla mér áður en blaðran springur. Sigurður Stefánsson, prestur. 1 sjálfstæðinu sat eg fyr, seint gekk mig að lokka, en eg er þar nú fyrir utan dyr orðinn á milli flokka. Norður-fsafjarðarsýsla. Skúli Thoroddsen, ritstjóri. Nú er bezt að sýna sig og sjá hvað megnar dugur; hver vill koma’ á hólm við mig, hér er eg almáttúgur. Strandasýsla. Guðjón Guðlaugsson, kaupfél.stj. Strandaglópur síðsta sinn sat eg og mátti kvarta, en í dag eg aftur finn il í minu hjarta. MEaSSíl'' Norður-Múlasýsla. Björn Þorláksson, prestur. Ef hér kysu allir prest uppbygging það væri mest, að þeir tæmdu öll þau vin, sem íslenzk þekkja fyllisvín. Suður-Múlasýsla. Jón Jónsson, umboðsmaður. Mín er iðja sérhvert sinn Zöllners1 boðum hlýða og heimastjórnar hópinn minn hvar sem er, að prýða. Magnús Blðndal, prestur. Heimastjórnar langa lest lízt mér sundur slíta; en gott er ei fyrir gamlan prest að ganga’ á þing að kýta. Skagafjarðarsýsla. Ami Björnsson, prófastur. iÞá eg kem í þingsins rann, — þar er ljóta sukkið — eg mun heimta algert bann á öllu sem er drukkið. Rögnvaldur Bjórnsson, bóndi. Drottni skyldi eg færa fóm: feita kú og gemlings' virði, ef hjá oss yrði heimastjóm á hverju koti í Skagafirði. Eyjafjarðarsýsla. Hannes Hafstein, bankastj. Eyfirðingar sýna sig, sinna þeir engum rógi; strákamir allir styðja mig og Stebba í Fagraskógi. Kristján Bcnjamínsson. Alt er vitlaust, ’þjóð og þing, það ætti’ að halda’ á Kleppi; og því skal eg reyna að koma’ í ef kosninguna eg hreppi. [kring Benedikt Sveinsson. ritstj. Þó að hristist heimurinn og hnötturinn sundur springi, styð eg mig fast við stólinn minn og stjórnarskrána á þingi. Norður-J?ingeyjarsýsla. Sveinn Ólafsson, umboðsmaður. Þó eg fái f júk og bil svo fjöllin yfir dyngi, að hreppa nokkuð hlakka’ eg til af hvaifjörunni’ á þingi. Rangárvallasýsla. Einar Jónsson, organisti. Heimastjómar höfðingjar holt til mála leggja; ávalt mun eg þekkjast þar, sem þeir eru innan veggja. Gullbringusýsla. Mattías Þórðarson, kaufm. Prestar vilja pota sér, peningar þeirra freista; kaupmönnunum einkum er óhætt þvi að treysta. Fagnaðarsöngur meirihlutans. Undir hinni alkunnu melódíu: “FriSer biSjum porkeli þunna." Nú er landið beztum í blóma, borgin mun af fögnuði ljóma þegar kemur þingheimur saman, þá verður hjá körlunum gaman. Öllu fáum einir að ráða, einkis metum hniflótta snáða, þótt þeir sýni krúnuna og kollinn, kaldan munum gefa þeim hrollinn. Ráðherrann og stjómina styrkjum, stöndum móti andvigum Tyrkjum, verum aldrei hikandi’ Og hálfir, hremmum alla bitlinga sjálfir. Andstæðingum ófarnað veitum alstaðar i borgum og sveitum. Auðnan veiti oss öllum sitt gengi, ísland lifi I Stjórnum því lengi. Fagnaðarsöngur minnihlutans. Undlr sömu melódíu. Grátum íslands ófarir, bræður, ekki lengur hamingjan ræður; reynum vor i hvivetna’ að hefna. — Hvert á þetta fargan að stefna? Mótlætið þó mannlega berum, Munum það, að siðaðir erum. — Blöðin svo ei liggi á liði, Iátum aldrei stjómina’ i friöi. Reynum þau með rógi að fylla, röggsamlega sjálfa’ oss að gvlla, samvinnunni’ um sjálfstæðið spilla : sannleikann ei ávalt má hylla. Stöndum undir styrjaldar merki, stöðugt því i orði og verki mein'hlutans meinvillur brjótum. — Máske síðar valdanna njótum. 2 S61SKIN 8 A Ii fi K I N 8 “Eg er vinnulaus, herra minn”, sagði hann. “Viljið þér lofa mér að innvinna mér skilding?” Um leið og hann sagði þetta tók hann ofan rifnu húfuna sína og horfði beint í augu Fletchers. Gamli maðurinn rannsakaði nákvæmlega svip og útlit piltsins og sýndist hann .vera frábærlega einlægnislegur: “Hvað heitir þú, drengur minn ?” suprði hann. “Eg heiti Jón Halifax”. “Hvaðan kemurðu?” “Frá Cornwall.” “Eru foreldrar þínir lifandi?” “Nei,” svaraði pilturinn. Fletcher spurði hann margra spuminga og svaraði hann þeim öllum einarðlega og ráðvand- lega. Sútarinn lofaði honum nokkrum skildingum ef hann færi heim með Phineas þegar stytti upp, og spurði hann um leið hvort hann vildi fá pening- ana fyrirfram: “Ekki fyr en eg hefi unnið fyrir þeim” svaraði pilturinn. Fletcher lét því peningana í lófa sonar síns og yfirgaf þá. Drengimir töluðu aðeins fáein orð saman eftir að hann fór. Svo steinþögðu þeir og Jón Halifax horfði yfir götuna á hús bæjarstjórans. Jlað var stórt hús og fallegt, með háum tröppum og sól- byrgi og fjórtán gluggum. Einn glugginn var opinn og sáust mörg lítil höfuð þar inni. Böm bæjarstjórans sýndust horfa ánægð og glöð á drengina, þar sem þeir stóðu í þakgöngun- um til þess að forðast regnið, því þeir blöstu við opna glugganum. Eftir nokkra stund sást stálpað bam í hópnum, og fóru þau þá öll skyndilega frá glugganum. Litlu síðar voru framdymar opnaðar, en það sást að einhver annar reyndi að halda þeim til baka sem opnaði og heyrðu drengirnir í þakgöng- unum hávaða í húsinu: “Eg skal — eg skal víst!” heyrðu þeir að sagt var. “pú skalt ekki, úrsúla!” var svarað.” “Eg skal hvað sem þú segir!” Og drengimir sáu litla stúlku í dyrunum með brauð í annari hendinni, en hníf í hinni. Og hún skar væna sneið af brauðinu. “Taktu við þessu veslings drengur, eg sé að þú ert svangur”, sagði hún. “Taktu við því!” En alt í einu heyrðist sársaukahljóð og dyrun- um var lokað skyndilega. Aumingja litla stúlkan' hafði skorið sig í úlfliðinn þegar hún var að skera sneiðina af brauðinu. Jón Halifax horfði á brauðsneiðina sem hafði dottið á tröppumar. Hann var aðfram kominn af hungri og eftir stundarkom fór hann yfir götuna og sótti brauðsneiðina. f þá daga smakkaði fá- tækt fólk varla nokkum tíma hveitibrauð og að líkindum hafði Jón ekki bragðað það í heilan mánuð. Hann borðaði sneiðina undur hægt og var mjög alvarlegur á maðan. petta var byrjun á allri þeirri gæfu sem átti að liggja fyrir Jóni litla, eins og við sjáum síðar. Undir eins og Phineas hafði komið auga á Jón hafði honum fallið hann vel í geð, og vegna þess að hann var einmanalegur og hafði engan dreng á sínu reki til þess að leika sér við, þráði hann að verða vinur þessa hraustlega og heiðvirða pilts, sem hann kyntist eða mætti á svo einkennilegan hátt og svo skyndilega. Jón hafði farið svo vel með kerruna og verið svo nærgætinn við veika drenginn á leiðinni að hann var viss um að sér liði vel í félagsskap við hann. Jón hafði heyrt talað um föður sinn, og hafði honum verið lýst þannig að hann hefði verið þunglyndur, alvarlegur og gefinn fyrir bækur. Honum hafði verið lýst fyrir Jóni sem lærðum manni og prúðmenni. Jón var komungur þegar faðir hans dó, og móðir hans sem var bláfátæk þegar maður hennar dó, andaðist þegar Jón var aðeins 11 ára. Frá þeim tíma hafði hann flækst manna á milli. Stundum hafði hann fengið að gera smásnúninga á bændabýlum og stundum hafði hann hálfsoltið. ' pannig hafði hann ráfað til Norton Bury, en nú átti hann Phineasi það að þakka að Fletcher gaf honum vinnu í sútunarhúsinu. pó hann vissi fyrst ekki hvort hann mætti treysta Jóni eða ekki. Samt sem áður leið ekki á löngu þangað til piltamir voru orðnir beztu vinir og voru altaf saman þegar þeir gátu. Jón Halifax kunni að lesa, en hann hafði enn ekki lært að skrifa. Phine- as hafði verið vel mentaður og tók sig því til og kendi Jóni alt sem hann kunni í staðinn fyrir þá hjálp sem Jón veitti honum. Einn góðan veðurdag var það að Jón tók leð- urhylki upp úr vasa sínum; var það fóðrað innan með svörtu silki og í því bók. petta var eini dýrgripurinn sem hann hafði haft meðferðis frá'því móðir hans dó, 0g vildi hann ekki sleppa því úr höndum sér, heldur hélt því þannig að Phineas gat séð það glögt. J?að var nýja testamentið á grísku og var þetta ritað á saurblaðið að fomum enskum sið: “Guy Halifax, bók hans. Guy Halifax, kvæntur Muriel Joyce 17. maí árið 1779. Jón Halifax sonur þeirra fæddur 18. júní -780.” Neðan undir þetta var skrifað með veikri og óæfðri hendi: “Guy Halifax dó 4. janúar 1781.” Jón fékk Phineasi penna, en slepti samt ekki bókinni, og bað hann að skrifa í viðbót við það sem þar var á sömu blaðsíðuna: “Muriel Halifax dó 1. janúar 1791.” Annað en þetta heyrði Phineas aldrei um for- eldra Jóns, enda vissi Jón ekkert frekar um þau sjálfur. Hann átti enga ættartölu og enga for- feðra sögu. Hans eigin saga byrjaði með hans eigin flekklausa nafni: “Jón Halifax”. Lífvörður konungsins. Konungur einn dvaldi úti í skógi í veiðiskála. í skálanum voru 9 her- bergi. Konungurinn svaf í miðherberginu og hafði með sér 24 hermenn, sem hann raðaði þann- ig að 9 þeirra skyldu vera í hverjum þremur herbergjum á hverja hlið; t. d. eins og sýnt er í uppdrættinum, sem hér fýlgir. pessir her- menn voru lífverðir konungsins. Var upphaflega skift þannig að 3 voru í hverju herbergi, eins og sýnt er. Nú var konungurinn lengur en hann bjóst við og hermönnunum var farið að leiðast. peir spurðu því hvort konungurinn vildi ekki leyfa þeim að heimsækja hverjir aðra, svo þeir þyrftu ekki altaf að vera aðeins þrír í hverju herbergi. Kon- ungurinn leyfði það með því skilyrði að altaf skyldu vera 9 hermenn í þremur herbergjum á hverja hlið. T. d. 9 í a, b, c; 9 í a, d, g; 9 í c, f, i, og 9 í g, h, i. Áður en konungurinn fór að hátta um kveldið eftir að þetta leyfi hafði verið gefið, hugsaði hann sér að sjá sjálfur hvort hermennirnir færu nú eftir skipun hans. Hann skoðaði því í öll herberg- in og fann að það voru 9 í hverjum þremur, eins og hann hafði mælt fyrir. pess vegna var hann viss um áð enginn af hans mönnum hefði farið og engum ókunnugum hefði verið hleypt inn. En samt höfðu fjórir af hermönnunum farið og voru því ekki nema 20. Hvemig höfðu þeir getað skift sér þannig í herbergin að 9 voru í hverjum þremur, þegar 4 voru famir? Næsta kveld fór enginn af hermönnunum burtu, en í stað þess hleyptu þeir inn fjórum af vinum sínum, þvert á móti skipun konungsins. En þegar konungurinn kom að telja, fann hann níu í hverjum þremur herbergjum, eins og átti að vera, og var því viss um að alt væri rétt. Hvemig höfðu hermennimir nú skift sér, til þess að vera ekki fleiri en níu í hverjum þremur herbergjum ? priðju kveldið hleyptu þeir inn átta kunningj- um sínum og voru því 32 í staðinn fyrir 24. En þegar konungurinn kom að telja, fann hann að- eins níu í hverjum þremur herbergjum og hélt að ekkert væri athugavert. Hvernig fóru hermennimir að þessu ? Fjórða kveldið hleyptu þeir inn tólf kunningj- um sínum og voru þeir því alls 36, en það var eins og áður að konungurinn fann aðeins 9 í hverjum þremur herbergjum. Fimta kveldið hugsuðu þeir sér að hafa það öðruvísi og sex af þeim fóru í burtu að heimsækja kunningja sína, en samt gátu þeir skift sér þannig að konungurinn fann 9 í hverjum þremur her- bergjum um kveldið, þó þeir væru nú ekki nema átján. Hvernig gátu hermennimir leikið svona á kon- unginn að láta hann altaf finna jafnmarga í hverj- um þremur herbergjum hvort sem þeir voru allir inni eða ekki, og hvort sem margir gestir vom eða enginn ? Hér er svarið við því hvemig þeir skiftu sér fyrsta kveldið. Finnið þið sjálf hvemig það var hin kveldin, þangað til Sólskin kemur næst. Hermennimir voru alls 24, eða mátulega margir til þess að vera þtír í hverju herbergi, sem er sama sem 9 í hverjum þremur her- bergjum á hverja hlið. En sá sem skifti þeim niður þegar fjórir voru farnir og ekki nema 20 eftir, fann upp á því að raða þeim eins og sýnt er í uppdrættlnum sem fylgir. Hann lét 4 í fyrsta herbergið a; 1 í b; 4 í c; 1 í d; 1 í f; 4 í g; 1 í h og 4 í i. Reiknið þið nú út hvernig hann skifti þeim hin kveldin. a) c) III iii m d) 0 iii Kongur iii e) h) i) iii III III a) b) c; 4 1 4 d) e) f) 1 Kongur 1 g) h) i) 4 1 4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.