Lögberg - 19.10.1916, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.10.1916, Blaðsíða 7
LOGBERG, FIMTlGAGINN 19. OKTÓBER 1916. Islenzk tímarit í Vestur- heimi. (Framh.) S>essi tvö blöS voru sniöin eftir blööuni sem landnámsmennimir höfðu vanist á ættjörðu sinni. En ]>egar “Heimskringla” kom út 9. september 1886 höfðu þeir fengiö miklu stærra blaS og sniöiö eftu blööum í Vesturheimi. Stofnendur þess og fyrstu rit- stpórar voru: Frimann B. Ander- son, fyrverandi styrktarmaöur Leifs, Einar Hjörleifsson, merkur rithöfundur sem nýlega var kominn aö heiman, og Eggert Jóhannsson, sem hafSi veriS aöstoöarritstjóri Leifs. 'Þeir lýstu því yfir aö Heims- kringla yrSi stærsta blaö gefið út á Islenzku máli og þaö yrSi sér- staklega hlutverk þess aö ræöa á- hugamál Vestur-lslendinga, en auk þess taka talsverSan þátt í málefn- mn fósturjaröarinnar og móöur- þjóöarinnar. BlaSið átti að flytja sögur og kvæöi og fræSandi og skemtandi ritgeröir, bæSi frum- samiö og þýtt. Ritstjórar blaSsins tóku þaö sér- staklega fram aS í engum skilningi ætti þaö aö verSa útflutningsblaö frá Islandi. Um þaS mál átti aö rita eftir sannfæringu hvers um sig, og áttu utanaSkomandi áhrif þar ekki aö eiga sér staö. ÞaS er ekk- ert efamál aö þetta blaS var stór- framför í íslenzkri blaSamensku og var þaö auðséS hvílíkt gagn slíkt blaö gæti gert frumbýlingum, ef Jwí væri vel stjómaö, þar sem þeir hlutu aö vera fáfróöir um flest málefni hér í álfu, og fjöldi þeirra gat hvorki lesiö né skiliS tungu þessa lands. Miklum hluta blaösins var varið til frétta. RitgerSir um ýms bún- aöar og heimilismál voru fræðandi og greinilega ritaðar. Nú var einnig Eægt aö verja meira rúmi til aB ræöa mál íslendinga sérstaklega; svo sem samheldni þeirra og félags- skap, tungu þeirra o. s. frv. Anderson hafSi talsveröa rit- höfunds hæfileika og haföi að því er virtist lesið miki'ð. En blaöið átti brátt erfiðleikum að mæta, og í desember 1886 varð þaö aö hætta aö koma út. í Apríl 1887 kom þaö út aftur, og síöan hefir þaö komið út viku- lega. Lengi var það fyrst aöeins fjórar blaðsíður, en seinna var þaö stækkaö svo þaö er 8 síður. í lok 1887 var Anderson orSinn einkaeigandi og ritstjóri blaðsins; en hann tapaði bezta styrktarmanni sínum, Einari Hjörleifssyni. Hann fór frá blaSinu vegna skoðanamis- munar. í byrjun ársins 1888 byrj- aöi hann vikublað, sem “Lögberg” var nefnt, í félagi meö öörum Is- lendingum; þar á meðal Sigtryggi Jónassyni. Fyrsta eintak Lögbergs kom út 14. janúar 1888. Útgefendur þess höfSu keypt pfentáhöld Framfara og Leifs; var )>ví þessi blaðstofnun að vissu leyti áframhald eða endurfæSing prent- félags Ný-lslendinga. í fyrsta eintakinu mótmæla rit- stjóramir þeim ákærum sem fram hafi komið, aS þetta blaS sé til þess stofnað aö eyöileggja vikublaöiö sem fyrir var, heldur sé stofnun þeirra og tilgangur heilbrigð sam- kepni. Segja þeir að ef í það fari að blöSin berjist fyrir tilveru sinni, j>á “haldi það velli sem hæfara sé”, en þaö kveða þeir skoðun sína að rúm sé hér fyrir fleifi blöð en eitt. Stefna Lögbergs var óhjákvæmi- lega mjög svipuS stefnu Heims- kringlu. Það byrjaði sem viku- blaö f jórar blaSsíður á stærð í stóru broti, en í byrjun þriðja árgangs varð 'það átta blaðsiður og hefir haldið þannig áfram síðan, nema um tíma þegar það kom út tvisvar í viku og var þá fjórar síöur. Einar Hjörleifsson var ritstjóri þess þangað til 1895. Þá fór hann heim til íslands. Um nokkurn tima ^1890—91) var Jón ólafsson meö- ritstjóri hans; var hann leiðandi blaðamaður Islands; en sundurlyndi kom upp milli hans og útgefend- anna; fór hann þá frá blaðinu og byrjaði blað sjálfur. Það blaö nefndi hann “Öldina”, vikulegt fréttablaS og bókmenta. Þaö var aðeins fjórar blaSsíður í litlu broti og kom út frá því i október 1890 þangaö til i febrúar 1892; var þaö 21 eintök alls. Til þess að mæta samkepni Lög- lilergs höfðu útgefendur Heims- kringlu ráðið vestur frá íslandi Gest Pálsson, söguskáld, ljóðskáld og blaðamann fyrir ritstjóra blaðs- ins. Hann tók viS stjórn í janúar 1891, en stjórn hans á blaöinu varS skamvinn, því hann dó i ágúst mán- uði sama ár. í marz 1892 varð Jón Ólafsson ritstjóri blaðsins; var þá blað hans öldin sameinað Heims- kringlu og nefnt “Heimskringla og Ötdin”. Þannig var það hér um bil í eitt ár og kom þá blaðið út tvisv- ar i viku. Jón Ólafsson var ritstj. blaðsins þangað til í marz 1894. Ariö 1898 varð Baldwin L. Bald- winson ritstjóri þess og hélt þvi þangað td 1913. AS stuttum tíma undanskildum hefir blaðinu síöan verið stjómað, fyrst af Rögnvaldi Péturssyni og síðar af Magnúsi Skaptasyni (B. L. Baldwinson var um nokkur ár útflutningsumboðs- maötir frá íslandi fyrir Canada- stjómina og frá því í júní 1891 þangað til í apríl 1894 gaf hann út blaö á Akureyri, er hann nefndi “Landnemann”, er aðalHega flutti fréttir frá Canada og íslendingum þar). Þegar Einar Hjörleifsson fór frá Lögbergi varð Sigtryggur Jónasson ritstjóri þess og hélt hann því þang- ab til 1901. Á eftir honum tók við >,ví Magnús Paulson og var ritstjóri less frá 1901 til 1905, tók þá við >ví Stefán Bjömsson, prestaskóla kandidat frá Reykjavik og var rit- stjóri frá 1905 til 1914. Og síðan hefir verið ritstjóri þess að undan- skildum stuttum tima, Sigurður Júlíus Jóhannesson skáld og læknir. Þessi tvö blöð, Beimskringla og Lögberg, voru lengi vel stærstu blöö preútuS á íslenzku máli; en nú eru stærri blöS heima síöan dag- blöðin byrjuðu. Meginhluti íslendinga í Vestur- heimi hefir óefaö orðið að reiða sig á þessi blöð að því er fréttir snerti, þar sem þeir gátu ekki lesiS ensku blöðin. Og sömuleiðis hafa þeir orðiö að byggja á þeim skoöanir sínar og ]>ekkingu í stjórnmálum og öðru. Hvort blaðið um sig hef- ir stutt annan hinna andvígu póli- tisku flokka í Canada og hvort um sig aftur notiö styrktar frá þeim. Hefir Lögberg fylgt frjálslynda flokknum og Heimskringla íhalds- flokknum. í öörum efnum hafa blöðin einnig verið andstæð. Lög- berg hefir veriö fremur íhaldssamt í trúmálum og venjulega hlynt stefnu hins isl'enzka lúterska kirkju- félags. Heimskringla aftur á móti hefir veriö frjálslyndari í þeim málum og hefir veitt alls konar trú- málaumræðum rúm i dálkum sín- um. í bindindismálum viröast blöðin hafa haft sömu stefnu. En Lögberg hefir ávalt sett sér hærra mark bókmentalega en kepplnaut- ur þess; og hefir það yfir höfuS notið stuSnings hinna mentuðu ís- lendinga. í byrjun var þaS einnig svo lán- samt aö hafa fyrir ritstjóra í mörg ár mann slem gæddur er sérlega miklum rithöfundshæfileikum; og þau fordæmi sem Einar Hjörleifs- son setti hafa síöari ritstjórar þess reynt aS fylgja, þótt það hafi stundum hepnast miður en skyldi. ÞaS sem hann lagSi blaðinu til var ávalt vel skrifað, hvort sem það voru pólitískar ritstjórnargreinar. ritdómar, sögur, þýSingar af erlend- um málum eöa árásir á óvini hans. Margar sögur blaðsins fyr meir voru þýddar af honum og valdi hann þær sjálfur; voru þær af betri tegund en síöan Wefir verið. Sögur beggj a blaöanna hafa venjulega veriö langar skáldsögur, síSar gefnar út í bókum og kallaS- ar “Bókasafn Lögbergs” og "Sögu- safn Heimskringlu”. Upp á síð- kastiö hafa það verið skáldsögur af lélegra tagi og hefir þýSingin oft veriö bágborin. Prentun blaðanna hefir venjulega verið þolanlega góS, en stundum hefir blöSunum veriö spilt með of svæsnum persónuleg- um skömmum milli ritstjóranna og annara, og svo er aS sjá sem sá siöur haldi enn áfram. I apríl 1893 byrjaði Heims- kringla að gefa út sem sérstakt timarit “Öldina”, og var Jón Ólafs- son ritstjóri hennar. ÞaS var 16 blaðsíSu rit í 8 blaöa broti. , Inni- haldiö var aöallega sögur og kvæði, bæði frumsamið og þýtt, skemtandi og fræðandi ritgeröir um ýmislegt, sérstaklega um náttúruvísindi. Stuttar ritstjórnargreinar voru í hverju eintaki frá ritstjóranum sjálfum. Mörg kvæöi birtust þar eftir Stephau G. Stephansson, höf- uSskáld Vestur-íslendinga. Kafl- ar af þýðingu Matthíasar Jochums- sonar úr “Sögum herlæknisins” eftir Topelius birtust þar einnig í fyrsta skifti. Ritstjóri tveggja síSustu eintaka af ritinu var Eggert Jóhannsson, sem þá var ritstjóri Heimskringlu, en Jón Ólafsson hélt áfram að skrifa í það. Síöast kom ritið út í deseinber mánuði 1896 og voru þá komnir af þvi þrír árgangar heilir. (Frh.). Er nú kominn í skotgrafirnar Sigurður Kagttar Crawford. Hann er sonur Björns bónda Crawfords i XVinnipegosis og Sig- ríðar Pé'tursdóttur konu hans, fæddur í Króksfirði á Breiöafiröi á íslandi 13. nóvember 1885. MóS- ir hans er látin, en þau hjón voru bæöi ættuð úr Króksfirði í Barða- sfrandasýslu og þaðan kom nafnið ; var upphaflega KróksfjörS, en breyttist svona. SigurSur vann í 6 ár hjá strætis- vagnafélaginu hér sem vagnstjóri. Hanti gekk í 101 herdeildina 8. desember 1915 og fór með henni til Englands í sumar. Hann er kvæntur enskri konu hér í bænum. Nýlega er komiö bréf frá Sig- urði og er hann þá kominn í skot- grafimar á Frakklandi. Segir af sér stjórnarformensku í Sask. HON. WALTER SCOTT. Hon. Walter Scott Walter Scott stjórnarformaSur i Saskatchewan hefir sagt af sér sökum heilsubrests. Hann hefir stjórnað fylkinu í 11 ár og hefir stjóm hans að flestu leyti verið frábærlega góð og fram- kvæmdarsöm, þrátt fyrir langa vanheilsu og alvarlega. Var hann nær dauða en lífi nokkru eftir aS hann tók viS stjómarstörfum og hefir ávalt veriö veikur siðan. Fyrir fimm árum var hann aftur þungt haldinn, og ætlaSi þá aS segja af sér, en geröi þaS fyrir þrábeiðni meðstjómenda sinna að fresta því. 1 ár hefir hann enn verið mjög veikur, fór hann nýlega til Cali- fornia og er nú stranglega fyrir- boðið af læknum hans að hana taki nokkurn þátt í opinberum málum um tíma. Hann sagði því af séV á mánudaginn var. Walter Scott var fyrsti stjómar- formaöur í Saskatch.ewan og hefir því verið það ávalt síðan fylkiö var stofnaö. Hann var fæddur i Lond- on héraði í Ontario áriS 1867 og er skozkur að ætt. ÚtskrifaSist hann af háskóla og læröi síðan prentara- iSn og fékst allmikið viS blaðaút- gáfu um langan tíma eftir aS hann kom til Vestur Canada, fyrst i Portage la Prairie, síöan í Regina og Moose Jaw og þótti ágætur rit- stjóri. Loksins keypti hann blaöið Re- gina Leader, sem þá var íhalds- blað. Árið 1900 var hann kosinn á sambandsþing fyrir Assiniboia kjördæmi undir merkjum Lauriers og var endurkosinn þar fjórum ár- um síöar. Nokkru seinna varS hann forsætisráðherra Saskatchew- an, eins og fyr er frá sagt. Hann kvæntist 1890. Þegar Scott var sambandsþing- maöur var hann framarlega í flokki þeirra rnanna, er fyrir því börðust aS myndá fylkin Alberta og Sask- atchewan. Hann átti mikinn þátt í tilbúningi kornlaganna í Manitoba sem kölluö eru, og hafa þau orðið Vesturlandinu til stórrar blessunar. Þegar hann tók viS stjórn í Saskatchewan var hann yngsti stjómarformaður í ríkinu og þótti brátt atkvæðamikill. Hann og stjóm hans var endurkosin 1908 og aftur 1912 rrteð afarmiklum meirihluta. Auk forsætisráSherra- stöSunnar var hann lengi ráðherra opinberra verka og síSar menta- málaráSherra. Af þeim málum sem mest kveða aS er Scott stjórnin leiddi til sig- urs iná nefna sérstaklega vínbanns- máliö og kvenréttindamálið. Þessa mun verða getið nánar siSar. Grikkir. Þeir eiga nú um sárt að binda Eins og allir vita voru þeir fræg- asta og nterkasta þjóð heimsins fornöld; hefir þeim stórum hnign- að i öllu tilliti á síðari öldimi. Bókmentir þeirra, listir og af- reksverk frá fyrri timum veröa ávalt í minnum höfö meðan heim- urinn stendur. Það er eins með Grikki og íslendinga aS þeir lifa anda á minningum fornrar frægðar og beztu menn þeirra nota fornöld- ina til þess aS eggja til fram- kvæmda. Hafa Grikkir lengi aliö þá von í brjósti aö framtíðin geymdi þeim samskonar frægS og sigurljóma og forfeður þeirra nutu. Á síSari tíma hafa þeir úræzt afskaplega, og samanboriS við fyrri aldir má svo segja að þar hafi um langan tíma alt legið dautt og aögeröalaust Grikkir hafa þó veriö friðsamir mjög þegar tillit er tekiö til þess að þeir eru umkringdir af mestu óeyröarþjóðum, því á Balkanskag- anum er hver höndin upp á móti annari og hefir verið um langan aldur. Sagnaritarar komast þannig að orði að fornsaga Grikkja sé fyrsti og merkasti kapítulinn í sögu Norð urálfunnar. Þegar íslendingar lesa fornsögu Grikkja og bókment ir þeirra, þá er eins og þá grípi ein hver skyldleika tilfinning og sam hygð; þeim hlýtur því aö renna til ryfja þegar örlög þeirra verSa þau sem nú eru orðin. Tveir flokkar hafa veriö í Grikk landi síSan stríðið hófst. Annar sá er hefir viljaS halda þjóSinni frá stríði að öllu leyti, og er konung urinn aðalmaSur þeirra. Hann er af dönskum konungsættum eins og kunnugt er og kvæntur systur Þýzkalandskeisara. Hinn flokkurinn hefir frá byrj un viljað stríð meö bandamönnum og heitir sá Venezelos er fyrir þeim hefir verið. Hann hefir ferðast um landið þvert og endilangt og unniS bæSi leynt og ljóst að því að telja löndum sínum hughvarf og fá >á til þess að kref jast stríðs. Hefir orðið hver stjómarbyltingin á fætur annari eSa ráðaneytisskifting af >essum ástæðum. Bandamönnum hefir auðvitað verið áhugamál að fá Grikki i stríöiö með sér og hafa unniS að því alt sem í þeirra valdi hefir staðiS. Hafa þeir sent þeim harðar kröfur hvað eftir annaö og að flestum >eirra hafa þeir gengið. SíSustu kröfuna sendi Dufoumet flotafor- ingi nýlega; hann er aðalsjóliðsfor- ingi ensk-franska flotans þar eystra. Voru þessar kröfur sendar fimtudaginn var og voru þær >annig: 1. Að bandamenn fái full yfir- ráS yfir lögregluliði Grikkja. 2. AS enginn grískur maður megi bera vopn. 3. Aö Grikkir sendi ekki hern- aöarvörur til Þessaliu. 4. Og að afnumið sé bannið gegn því að hveiti sé flutt frá Þessaliu. 5- Ag Grikkir taki sína menn af flotanum, ef þeir vilji eklci berjast með bandamönnum og afhendi >ieim hann til umráöa. Þessu gengu Grikkir að eftir heillar nætur þing og ráðagerSir. Konungurinn krefst þess þó fyrir hönd þjóöar sinnar að Englending- ar, ‘ Frakkar, ítalir og Rússar ábyrgist Grikklandi trygga fram- tíð ef að þessu sé gengið. Ummælin um ástandið á Grikk- landi í blöSunum á föstudaginn eru >annig; “Flotamálasamsœri . eyðilagt; bandamenn koma upp ráðabruggi þá átt að vtanna skip og btía út flota á bak við her bandamanna Rússar hafa hcrœfingtOá flota sem tekinn er af höfninni.” Eftir því sem fréttaritari ‘Tribunes” í Aþenuborg segir, var byrjað samsæri á Grikklandi á móti bandamönnum og átti að manna skip i Þessalíu á bak viö liö banda manna. “í dag var sorgardagur fyrir grísku sjómennina”, segir fréttin enn fremur. Þeir vita ekki nógu mikiS í pólitík til þess aS skilja hvernig á því getur staSiS að þeir verða aS yfirgefa sín eigin skip og láta þau af hendi til óviðkomandi þjóðar. Þaö var einnig þungbært fyrir flotaforingja Grikkja að horfa á það í þrjá klukkutima í dag að floti þeirra væri fluttur burt af her bandamanna. Bandamenn viðhöfðu allar mögu- legar varúSarreglur, ef svo kynni aö fara aS mótstaöa yröi veitt þeg- ar iþeir tóku griska flotann. Rússar höföu heræfingar á skipunum Averoff, Kilkis og Lemnos, en franskir herbátar fóru fram og aft- 1 ur til þess að vera til taks. Um morguninn skipuöu banda- menn öllum Grikkjum að tína burtu pjönkur sínar úr skipunum og yfirgefa þau tafarlaust. Tóku þeir þaS nærri sér, því þeir höfSu þar alt í röö og reglu og þótti und- ur vænt um skip sín og þaS sem þeim heyröi þar til. Konungurinn sendi boö út á höfnina þess efnis að hver sá sem vildi vera kvr á skipi sínu og gangi í liö meS banda- inönnum gæti gert þaö með heim- ild frá sé*r. En sagt er að hver ein- asti maður hafi héklur yfirgefið skipin en að gera það. SjóliSsforingjarnir voru síðastir að yfirgefa skipin, og höföu þeir með sér mynd konungsins og griska flaggið, en það hvorttveggja var í hverjum klefa. Ipitis sjóliðsforingi fór meö flagg sitt út á Lemnos og lokaði sig þar inni í klefa á meSan flotinn var fluttur í burt og þangaö sem bandamenn fóru með hann. Að- stoðarmaSur Ipitis benti á herskip bandamanna meS hrygðarsvip og sagði: “HívaS höfum við gert á hluta þeirra til þess að þeir fari svona með okkur?” Venezelos heldur þvi fram að þessar ófarir Grikkja séu konung- inum aS kenna. Kveðst hann ætla að mynda ráðaneyti ineð félögum sínum, leggja herskatt á þjóðina og fara í stríð gegn Búlgurum meö bandamönnum. Hefir konungur- inn veriS svo ofurliði borinn að hann hefir gefiS það eftir. Dr. R. L HURST. Member ot Royal Coll. of Surgeona, Eng., útskril’aSur af Royal College of Physiclans, London. SérfræSIngur I brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum. Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á móti Eaton’s). Tals. M. 814. Heimill M. 2696. Timi til ViStals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Tblephone gahkySSO OVFICE-TfMAR: 2—3 Heimili: 776 Victor St. Telephone garry 381 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á aS selja metSöl eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er að fá, eru notuÖ eingöngu. pegar þér komiö með forskriftina til vor, megið þér vera viss um að fá rétt það sem læknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 26S0 og 2691 Giftingaleyfisbréf seld. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir logfræöiagar, Skmfstofa:— Room 8n McArthur Building, Portage Avenue Xritun: p. o. Box 1650, Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒBI: Horni Toronio og Notre n.m. Phone Oarry 2088 Helmlll J. J. BILDFELL FA8T8IQNA8ALI Hoom 520 Union Bant . TEL. 20B5 Selur hús og lófjir og annaat alt þar aölútandi. Peningalán Dr. O. BJORN8ON Office: Cor, Sherbrooke & William ÓÍLEPHONIH GARRY 3*8 Office-tímar: 2—3 HRIMILI: 764 Victor 6t. «et rBLEPUONEl GARRY TÖ3 Winnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Building COR. PORT/yCE AYE. & EDMOftTOft ST. Stuadar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er aS hitta frákl. 10-12 f. h. og 2 -5 e. h.— Talsími: Main 3088. Heimili 105 Olivia St. Talsími: Garry 2315. J. J. Swanson & Co. Verzla með fastesgnir. Sjá um leigu á húsum. Annast íán oa eldsábyrgðir o. fl. U4 Tba Maia R68T A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selnr likkistur og annast om útiarir. Allur útbún- aöur sá berti. Ennfrem- nr selnr hann allskonar minnisvarOa og legsteina Tmla. He'mlll Oarry 21S1 n OfTlce „ 300 sg 878 Stríð. “Stríð er eyðileggingar vísindi”. — John S. C. Abbott. “Stríð er glæpur sem innibindur alla aðra glæpi.” — Bronghain. “Lögin láta ékkert á sér bera í stríði.” — Caesar. “Ef kristnar þjóðir væru þjóðir kristinna manna, þá gætu engin stríð átt sér staö.” — Soame Jenjois. “Orustur enda aldrei stríð, því þeir dauðu verða aö grafast og kostnaður ófriöarins veröur aö borgast.” — James A. Garefield. “MælikvarSi þeirrar menningar sem þjóö hefir náö sést á því hversu glöggva meövitund hún hef- ir um ranglæti striös.” — Helps. “Stríð nemur úr gildi siSferöis reglur og drenglyndisheit. Og því sem tekki er fylgt um langan tíma er hætt viS aö hverfa meS öllu; þess vegna er stríS siðferðis eyði Ieggjandi, ekki aðeins meöan það stendur yfir, heldur einnig fram vegis.” — Burke. “Strið er versta plága sem þjáS getur mannkyniö. ÞaS eySileggur rikin og heimilin. Allar plágur og drepsóttir eru þakklætisverSar hjá stríöi.” — Martin Luther. “Eg formaéli stríöi sem ókristi legu. Eg tel þaS glæpsamlegast allra mannlegra glæpaverka. Eg held því fram aö í því felist allir aðrir glæpir — ofbeldi, blóöþorsti og morð, óákírlífi, svik, þrællyndi; alt það sem eySileggur hei'lbrigSar tilfinningar; þaö gerir mennina aS villidýrum •— þeir eru ekki lengur menn þegar í stríö er komiö.” — Brongham. “Af öllu þvi böli og allri þeirri bölvun, sem mannkyniö er undir- orpiS er stríS, ef til vill, hiö hræöi- legasta; því þaö felur í sér og nær yfir alt annað ilt i allra fylsta mæli. StríS er foreldri herskaranna; þeir eru aftur orsök skulda og skatta.” — Madison. “Strið er bæSi heimskulegt og glæpsamlegt.” — Virgill. “StríS — þaS er iön skrælingj- anna.” — Napoleon. “Veslings mennirnir, sem hin ó- seðjandi hit stríðsins svelgir.” — Shakespeare. “Þegar striö er byrjaö er helvíti opnaö.” — ítalskur málsháttur. “StríSiS er leikur, sem stjórnend'- urnir gætu ekki leikiö sér aS ef fólkiö væri með fullu viti.” Cowper. “Sá djöfull sem verstur þekkist hér á jöröu og mestri eyöileggingu veldur, er stríðiS.” — Burns. Friður. Þeir munu smíSa plógskera úr sverðum sínum og spjótum sínum munu þeir breyta í uppskeru áhöld ÞjóSir munu hætta aS bera vopn á aðrar þjóSir og allur hernaöur mun i gleymsku falla.” — Isaiah. “FriSur er sigurvinning, því í sættum eru báSir partar sigraðir og hvorugur tapar.” — Shakespeare. Virkilegar og varanlegar sigur- vinningar eru þær sem með friði fást en ekki stríði.” — Emerson. “Friður og vinátta við alla menn og allar þjóðir, er skynsamlegust allra stefna. Megi oss auðnast að fylgja henni.”— Thomas Jefferson. “Kom friður! aldrei framar stríð lát drotna; kom friður! burt með hnefarétt og stríð, Kom, friðarandi! sérhvert sverð lát brotna, og sendu öllum heimi friðartið.” — Longfellow. “Ó, slkyldi vitið aldrei hefjast handa og hrynda úr sæti böðlum sérhvers lands, og byggja friðarbrú á milli landa, en brjóta vopn í liöndum morðingj- ans.” — Tennyson. “Heppilegt stríð eða óheppileg- ur friður hefir aldrei verið til.” — Benjamín Franklin. “Friður er hin sannasta og sann- gjamasta sæla.” — Channing. “Friður er hið sæla og eðlilega ásigkomulag mannsins; stríð er svivirðing lians og spilling.” — Tdiompson. “í heilagri ritningu er þeim heit- ið sælu, sem frið semja, en ekki hinum sem vinna í stríði.” — Charles. “Friður með morðvopni í hönd- um—vopnaður friður—er strið.”— Portúgalskur málsháttur. “Friður er kóróna skynseminn- ar.” — Múller. “Friöur er fyrsta skylda hvers borgara.” — Schulenburg-Kehnert greifi. “Friður veitir bóndanum björg, FLUTTIR til 151 Bannatyne Ave Horni Rörie Str. I stærri og betri verkstofur Tals. Main 3480 KanalyElectricCo Motor Repair Specialist J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Someraet Block Cor. Portage Ave. «g Donald Street Tals. main 5902. Viðbjóðslegir siðir. Eitt af verstu einkennum langvarandi magakvefs er gas í maganum og innýflum. Þetta gas veldur rotnun og sá leiðin- legi siður gerir fólk óhæft til þess að vera í félagsskap ann- ara. Triners American Elixír of Bitter Wine tekur fyrir ræt- urnar á þessum sjúkdóm. Það eru margir aðrir sjúkdómar er Triners American Elixir of Bit- ter Wine lækna, sérstaklega hægðaleysi, höfuðverkur.tauga- veiklan, blóðþynna o.s.frv. Af t>ví það er uppbyggjandi með- al er það betra en öll önnur. Verð $1.30. Fæst í lyfjahúðum Joseph Triner (Manufacturing Chemist 1333-39 S. Ashland Ave., Chicago, 111. jafnvel á hrjósturlemiinu; stríð flytur honum bágindi, jafnvel þar sem allra frjósamast er.” — Men- ander. Sá tími kemur þegar visindi eyði- leggingarinnar verða að lúta listum friðarins; þegar vitringurinn sem margfaldar afl vort, sem framleiðir nýja ávexti, sem útbreiðir þægindi og hamingj u meðal fjöldans hlýtur alment þd viðurkenningu, sem hugsun og heilbrigð skynsemi veitir honum nú þegar.” — Arago. (Þessi brot eru þýdd úr blaðinu “Our Dutnb AnimaW’.) GÓÐUR ÁRANGUR AF HVERRI KÖNNU AF ENAMEL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.