Lögberg - 19.10.1916, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER 1916.
5
“Mamma, þetta er hveit-
iö sem frú B. K. D. sagði
að væri gott, Látum okk-
ur reyna það.“
PURITVj
FHOURl PUMTir riouiií J£„'
iÞetta kemur í veg fyrir aS of
mikið berist að í einu og gerir það
mögulegt að höndla fuglana sem
bezt.
Bændur eru ámintir um aS fylgja
þeim fjórum reglum sem hér eru
taldar í þessari fitunar samvinnu:
1. SendiS engin hænsi né ‘tyrkja’
nema því aSeins aS þér hafiS sam-
iS um áSur viS hænsaræktunar-
deildina viS búnaSarskólann í
Manitoba.
2. BiSjiS fuglaræktunardeildina
viS búnaSarháskólann í Manitoba
um eySublöS og skýrslur um þetta.
3. SkrifiS alt á Ensku.
4. SendiS ekkert nema beztu
tegund af fuglum til fitunar.
Komnir til Englands.
Þessar deildir liafa komist heilu
og höldnu til Englands samkvæmt
frétt 15. þ. m.: 151. og 175. Alberta
deildir. 132. Saskatchewan deild.
179. Hálendingar frá Winnipeg.
183. Winnipegdeild. Deildarbrot i
stórskotaliðiS, riddara-og fótgöngu-
liS og C.A.D.C. '
skyndilegum umsktiftum ástar og
haturs, ástar og hirSuleysis — alt
þetta finst lika í “Konungsglím-
unni”. Jafnvel Hjördís Ibsens
(í Víkingunum) er eins og tamin
hind í samanburSi viS Heklu, sem
á til ástriSur svo sterkar, aS þegar
þeim er fullnægt syngja þær sig
sjálfar út í innilegustu kvenlegri
auSsveipni.”
AnnaS elzta blaS Dana, “Nation-
al Tidende”, líkur ritdómi sínum á
þessa leiS um Konungsglimuna:
“Skáldskapur þess er hreinn og
viltur í senn.”
Yfir höfuS hafa dönsk blöS lof-
aS leikinn einum rómi. — ÞaS er
ekki oánmgis líklegt heldur sjálf-
sagt aS Íslendingar fylli kirkjuna
annan laugardág, iþegar Kamban
segir fram i síSasta skifti hér.
Nýtt tímarit.
“Wynyard Advance” lýsir því
yfir aS í mánaSar lokin verSi byrj-
aS gefa út mánaSarrit í Wynyard.
ÞaS á aS hdita “Skuggsjá” og
verSur ritstjóri þessi Ásgeir J.
Blöndahl, en ráSsmaSur Siigfús S.
Bergmann bæjarstjóri i Wynyard.
CANADflí
ntiEsr
THEATE*
AI.IiA PESSA VIKU
Mats. á Miðvd. og Uaugard.
pá sýnir Mr. Sliubert hinn mesUi
gamanleik ársins er heitir
—“HOBSON’S CHOICE”—
sem er hlaupársleikur eftir
Harold Brighouse
og leikur þá hiS upphaflega brezka
fjelag eftir eins árs veru i N. York,
Boston og Chicago.
Sala byrjar á föstudaginn
Kvelds $1.50 til 25c. Mat. $1 til 25c.
Samkomu heldur kvenfélag safn-
aSarins i Selkirk í kveld (fimtu-
dag); verSa þar siýndar litskugga-
myndir úr sögu David Livingstone.
Dr. Sig Júl. Jóhannesson skýrir
myndirnar; óinnig flytur hann þar
stutta ræSu.
Jack Wilson frá Selkirk og Sig-
ríSur SigurSsson frá Clarkleigh
voru gefin saman í hjónaband 14.
þ. m. i Selkirk af séra Steingrími
Thorlákssyni. Ungu hjónin lögSu
af staS samdægurs til foreldra
brúSarinnar.
SigurSur Ingjaldsson frá Gimli
kom hingaS vestan frá Argyle á
þnSjudaginn. Eins og menn vita
er hann höfundur hinnar löngu og
ítarlegu æfisögu sem nýlega var
prentuS heima á íslandi. SigurSur
hefir ferSast um flestar íslenzku
bygSimar i þeim erindum aS selja
bókina. Hann hefir fariS vestur
til Þingvalla og Lögbergs nýlenda,
Dakota og VatnabygSa, og nú siS-
ast um Argyle og svo auSvitaS um
Nýja ísland. Lætur liann vel af
gestrisni og viStökum hvar sem
hann kom og sömulerSis yfir söl-
unni. BiSur hann Lögberg aS
flytja öllum beztu kveSju og alúS-
ar þakklæti fyrir viStökurnar.
Konungsglíman.
B:ns' og auglýst er hér í blaSinu
hefir GoSmundur Kamban fram-
sögn í síSasta skifti í Skjaldborg
föstudaginn 27. þ. m.
ÞaS er nýtt sem hann þá hefir
aS flytja — nýr leikur sem hann
hefir sjálfur samiS og aldrei hefir
hevrst né sést hér. Leikur þessi er
talinn taka fram “Höddu-Pöddu”
og hefir fengiS afar mikiS lof hjá
Dönum. Var hann tekinn til leiks
á konunglega leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn tveimur dögum eftir aS
liann var afhentur af höfundinum.
Er leikurinn nýkominn út á Dönsku
en ekki prentaSur á Islenzku enn.
Georg Brandes hinn mikli rit-
dómari Dana fer svofeldum orSum
um leikinn í bréfi tíil höfundar, sem
vér höfum séS:
“Mér virSist aS þér hafiS í ySar
nýja leik skapafi nýja og frumlega
hluti, scm munu aldrei falla í
gleymskn.”
I löngum og lofsamlegum ritdóm-
um eins hélzta ritdómandans i
“Berlinske Tidende” segir:
“ÞáS sem Shakespeare henti
gaman aS í “Jónsvökudraumum”—
Bæjarfréttir,
Jónatan T. Helgason frá Ámesi
og Ing björg J. Sólmundsson frá
Gimli voru gefin saman í hjóna-
band 14. þ. m. í Selkirk af séra
Stgr. N. Thorlákssyni. BrúSurin
er dóttir séra Jóhanns P. Sólmunds-
sonar.
Kvenfélag Pyrsta lút. safnaSar
heldur útsölu (“Bazaar”) i sunnu-
dagaskólasal kirkjunnar á þriSju-
daginn 24. og miSvikudaginn 25. þ.
m. Fyrri daginn byrjar salan kl.
7.30 að kveldinu, en seinni daginn
kl. 2.30 e. li. — Eins og vant er
verða þar margir eigulegir munir
til sölu, meS góSu verði. Skál sér-
staklega mint á fatnaS af ýmsu tagi
og skrautmuni. Einnig matvæli
allskonar, bæði heimatilbúin og eins
og j>au eru seld i búSum. Þar verS-
ur einnig selt kaffi og fleiri veit-
ingar, bæði í salnum sjálfum og
einnig í sérstakri stofu, sem verSur
mjög smekklega og fallega búin og
því sérstaklega ánægjuleg fyrir
gestina. EélagiS vonast eftir mjög
miikilli aSsókn og er viS því búið.
Sigurður E. Sigurðsson flokks-
foringi í 223. herdeildinni og Mar-
grét J. Sólmundsson frá Gimli voru
gefin saman í hjónaband 14. þ. m.
í Selkirk af séra Steingrimi Thor-
lákssynjf. BrúSurin er dóttir séra
Jóhanns P. Sólmundssonar á Gimli.
Gripasýning fór nýlega fram í
Selkirk og hlutu ýmsir landar þar
verSlaun fyrir gripi sína. Þessa
höfum vér heyrt um: Sigurbjöm
I’enson fyrstu verðlaun fyrir
mjólkurkú: ÞórSur Bjamason
önnur verðlaun fyrir mjólkurkú og
fyrstu verðlaun fyrir þrjár kvígur.
Chris Haggart fyrstu verSlaun
fyrir keyrsluhest og Jón Hansson
fyrstu verSlaun fyrir hryssu.
Frumsamin velrituS saga sem
blaðlinu hefir borist birtist næst.
Susie Johnson á Edinborg, sem
varS fyrir slysinu er skýrt var frá
síSast, er á þatavegi.
Julia Samson frá Edinborg fór
til Winnipeg i vikunni sem léiS til
þess aS ganga undir uppskurS viS
botnlangabólgu, eftir því sem “Ed-
inborg Tnlnrne” segir.
Mrs. J. K. Olafsson frá Gardar
er hér í bænum um tima hjá for-
eldrum sínum, Mrs. og Mr. Her-
mann.
Helmings uppskera.
Stjórnin í Canada hefir gefiS út
áætlun um hveiti uppskeru hér í
landi í ár og er það 159,123,000
mælar, en í fyrra var þaS 370,303,-
600 mælar. AS meSaltali er upp-
skeran í ár 15% mælar af ekrunni
(10,058,300 ekrum), sem slegnar
hafa veriS, en i fyrra 29 mælar aS
meðaltali af ekrunni (i2.986>4°°
ekrur). Hafrar eru einnig miklu
minni en í fyrra. Þieir eru í ár
338,469,00 mælar af 9,795,000 ekr-
um eSa 34,55 mælar af ekrunni aS
meSaltali, en í fyrra 520,103,000
mælar af 11,365,000 ekrum, eða
45,76 mælar aS meSaltali.
Bygg var í ár 32,299,000 mælar
af 1,328,800 ekrum eSa 24,31 mælar
af ekrunni aS meðaltali, en í fyrra
43.33L300 mælar af 1,509,350
ekrum.
Misskilningur.
í ritdómi S. B. Benedictsonar
um fyrirlestra SigurSar Vilhjálms-
sonar er misskilningur einn, sem
skylt er að leiðrétta. Hann er sá
aS höfundurinn hafi tekið hug-
myndir og kenningar annara
manna og látið sem þær væru sínar
eigin.
í fyrsta lagi tekur höf. þaS ber-
lega fram aS hann hafi kenningar
sínar úr ritum frægra manna og fer
þvi í enga launkofa meS þaS aS
hugmyndirnar hafi ékki fyrst fæðst
í sínum heila.
í öSru lagi er það engan veginn
rétt aS maður sem um málefni rit-
ar eSa ræðir og heldur fram sömu
skoSun og kenningum og einhver
hefir gert áður aS þar sé neinu
hnuplaS; þar sem tveir ræSa sama
mál og hafa svipaSa skoSun er þaS
eSlilegt aS kenningarnar verði líkar.
Þess eru meira aS segja dæmi að
menn hafa ort vísu sinn í hverjum
landsfjórðungi á sarna tima um
sama efni sem hafa veriS svo aS
segja alveg eins, þótt hvorugur
vissi af öSrum og hvorugur gæti
þvi hnuplaS frá hinum eða stælt
annan. (Frh.J.
ORPHEUM.
Miss Amelia Stone og Armand
Kalisz leika þar í skopleikum eink-
ar skemtilegum. Heita leikimir
“Mon Desir” og “Mon Amour”.
“Odd Nonsense” heitir einnig
leikur sem James Mullen og Allan
Coogan leika í.
Þá verSur þar ennfremur leikið
“At Home” og leika þar Lulu Mc-
Connell og Grant Simpson.
“Disturbing the Peace” heitir
leikur sem þar verSur einnig sýnd-
ur og er hann eftir McCree.
Enn fremur “On Broadway”. —
Allir þessir leikir eru valdir að efni.
Fór með 184. herdeildinni
Tliomas Juiius' Francis Johnson.
Frá Islandi.
26. ágást segir “Vísir” aS aldrei
hafi verið annar eins landburSur af
síld á Akureyri og í sumar; hafi þá
veriS veiddar þar 300,000 tunnur.
Fr. B. Arngrímsson skrifar i
blaSiS “Islending” áskorun til
manna þar nyrðra um að nota kol-
in í Fnjóskadalnum og á Tjörnes-
inu. Einnig vill hann láta rann-
saka kolalög sem fundist hafa á
Úlfá og í Litladal í EyjafirSi og
upp á Glerá, skamt frá Akureyri.
Segir han naS kolin á Tjörnesi séu
eins hitamikil og sum ensk kol, sem
nú eru seld fyrir 60—100 kr. smá-
lestin, og eins IllugastaSakolin (í
Fnjóskadal).
Adolf Lárusson hét maðurinn
sem getiS var um siðast aS látist
hefSi í Höfn, sonur Lárusar sáluga
skósmiðs LúSvíkssonar.
MikiS tjón hafSi orðiS á Siglu-
firði af sjógangi 19. september; er
þaS taliS að minsta kosti 3,000,000
kr. skaSi. Mestur skaðinn hafSi
orSið hjá Gustav Evanger og Sören
Goos. Sömuleiðis hafði Ásgeir
Pétursson útgerSarmaSur á Akur-
eyri og Pétur J. Thorsteinsson orð-
iS fyrir miklum skemdum. —
Skemdir höfSu orSið víSar á Norð-
urlandi, brotnuSu fjórar bryggjur
á Hrisey.
Brotist var inn í bæ Baldvins
SigurSssonar bónda á Eiði á Sel-
tjarnamesi og stolið 200 krónum.
Pakkapóstur sem “GoSafoss”
hafði meðferSis 14. sept. norSur og
austur um land var tekinn úr skip-
inu í Leith til rannsóknar.
Nýr dýralæknir er kominn í vest-
uramtiS; heitir hann Hannes Jóns-
son, nýlega útskrifaSur af háskól-
anum. Hann sezt að í Stykkishólmi.
Gjafsókn hefir Erasmusi Gísla-
syni kaupmanni í Reykjavik veriS
veitt í skaðabótamáli þvi sem hann
höfðaSi gegn landsstjóminni fvrir
að hafa setiS saklaus í gæzluvarð-
haldi. Krafðist hann 30,000 kr.
skaSabóta. Magnús Jónsson bæj-
arfógeti í HafnarfirSi er dómari í
málinu.
Ný prentuS er bók eftir Jón
Trausta; hún heitir “tvær gamlar
sögur”. Lætur “Lögrétta” mikiS
af þessari bók.
VeriS er að prenta ljóðabók
Hannesar Hafsteins; má vænta
þess aS sú bók fái afarmikla sölu.
Látnir eru nokkrir merkir menn
á Islandi, þar á meSal Ásgeir Torfa-
son efnafræðingur, sonur Torfa sál.
í Ólafsdal; hámentaður maSur og
vel gefinn. Hann var 45 ára aS
aldri. SömulefSir Sig. Sigurfinns-
son fyrrum hreppstj. í Vestmanna-
eyjum og einn hinna allra ötulustu
starfsmanna bindindismálsins um
langan tima, stórgáfaSur maður og
ritfær vel; sjósóknari mikill og
þrekmaður.
Bæjarstjórnin í Reykjavík hefir
keypt 2000 tonn af kolum og hefir
O. Johnson og Kaaber útvegað þau.
Kosta þau 79 shillings tonniS og
verður þaS því 9 kr. ódýrara en
veriS hefir.
Látinn er í Reykjavík Tómas
GuSmundsson, greindur maSur vel,
og ágætlega gefinn. Hann var
kvæntur Ástrós systur Eiríks Sum-
arliðasonar hér í bæ.
GuSmundur Eggerz sýslumaður
hefir tekiS aftur embættis afsögn
sina.
Alþingiskosningar fara fram á
íslandi á laugardaginn kemur 21.
þ. m. Þ essir vitum vér aS eru í
kjöri.
/ Reykjavík : Jón Magnússon
bæjarfógeti, Knud Zimsen bæjar-
stjóri (báðir fyrir Heimastjórnar-
menn). Jörundur Brynjólfsson
kennari og ÞorvarSur ÞorvarSs-
son prentsmiSjustjóri (fyrir verka-
menn) ; Sveinn Bjömsson lögmaS-
ur og Magnús Blöndahl fram-
kvæmdarstjóri (fyrir Iangsum-
menn). Enn fremur Lárus H.
Bjarnarson háskólakennari.
/ Articssýslu: Jón Þorláksson
landsverkfræSingur og Sigurður
SigurSsson ráðanautur (fyrir
Heimastjómarmenn), Gestur Ein-
arsson á Hæli (fyrir óháSa bænd-
urj, Einar Amórsson ráSherra
(fyrir langsummenn), Árni Jónsson
í AlviSru og Jón Jónatansson.
/ Rangárvallasýslu: Jónas bóndi
á Reynifelli og séra Skúli Skúlason
í Odda (auk gömlu þingmannanna).
/ Vcstur-Skaftafellssýslu: Gísli
Sveinsson lögfræSingur og Páll
Jónsson lögfræSingur og ritstjóri
“Þ jóðstefnu”, séra Magnús á
Prestbakka og Lárus bóndi í
Klaustri.
/ Suður-Múlasýslu: Bjöm R.
Stefánsson á BúSareyri, og SigurS-
ur Hjörleifsson læknir (báSir fyrir
Heimastj.m.), Þórarinn Benedikts-
son (IxéndaflokksJ, GuBmundur
Eggerz sýslumaður (þversum) og
Sveinn Ólafsson í FirSi (óháSra
bænda).
/ NorSur-Múlasýslu: Guttormur
Vigfússon í Geitaskarði, Ingólfur
Gíslason læknir (báðir Heimastj.),
Jón á Hvanná (þingbænda), og
Þórsteinn M. Jónsson barnakenn-
ari í BorgarfirSi (þversumj.
/ EyjafjarSarsýslu: Stefán í
Fagraskógi, Jón Stefánsson rit-
stjóri á Akureyri, Páll Bergsson
kaupmaður, Einar bóndi á Eyrar-
landi og Kristján bóndi á Tjörnum.
allir Heimastj. nema Kristján
þversum.
A fsafirSi: Sigurjón Jónsson
framkvæmdarstjóri (Heimastj.) og
Magnús Torfason sýslumaBur
(langsum).
/ Dalasýslu: Séra Ásgeir Ás-
geirsson i Hvammi og séra BöSvar
Bjamason á Rafnseyri.
/ Mýrasýslu: Andrés bóndi í
Síðumúla (þversum).
/ BorgarfjarSarsýslu: Bjami
Bjarnason á Geitabergi (Heimastj.)
| Jón bóndi í Deildartungu (bænda),
Pétur Ottesen á Akurevri (þvers-
um).
A Akureyri: Magnús kaupm.
Kristjánsson (Heimastj.).
/ 'Gullbringusýslu og K jósar:
Einar Þörgilson kaupmaður í
HafnarfirSi og ÞórSur læknir
Thoroddsen (Heimastjómar), auk
gömlu þingmannanna.
/ Strandasýslu: Jósef Jónsson á
Melum.
/ Snœfcllsnessýslu: Halldór Stein
son læknir og Óskar Clausen verzl-
unarmaSur (séra SigurSur Gunn-
arsson ekki í kjöri.
timbur, fjalviður af öllum
•• 1 • timbur, rja
Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og au-
konar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar til vetrarins.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limited
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
SótSRIN
SOLSKIN
* •
Barnablað Lögbergs.
II. ÁR. WINNIPEG, MAN. 19. OKTÓBER 1916 NR. 3
Jón Halifax prúðmenni.
,,Vertu kyr við runninn þinn.‘‘
Einhverju sinni var auðugur maður spurður
hvemig hann hefði orðið ríkur. Sem svar við
þeirri spurningu sagði hann þessa sögu.
“Einu sinni þegar eg var lítill drengur ætluðu
nokkrir félagar mínir út í skóg að tína ber. Mig
dauðlangaði til þess að fara með þeim, en var
hræddur um að faðir minn leyfði það ekki.
Eg réði mér því ekki fyrir gleði, þegar eg fékk
leyfi til að fara.
Eg lagði á stað með körfu á handleggnum og
ágætt nesti. pegar eg var kominn fáa faðma frá
húsinu kallaði faðir minn á mig.
Hann tók í höndina á mér og horfði framan í
mig og sagði blíðlega, en alvarlega: “Jósef; til
hvers ætlar þú í þessa ferð ? ferðu til þess að leika
þér eða til þess að tína ber?”
“Til þess að tína ber”, svaraði eg.
“Sé það satt, drengur minn”, svaraði hann, “þá
taktu vel eftir því sem eg nú ætla að segja: peg-
ar þú finnur berjarunn, þá hlauptu ekki frá hon-
um til þess að leita að öðrum betri. Hin bömin
hlaupa til og frá og tína dálítið hrafl hér og þar
og eyða þannig mestu af tímanum í hlaup og ferða-
lag. Ef þú gerir það líka þá finnur þú ekki mikið
af berjum. Ef þú hugsar þér að tína mikið af
berjum, þá vertu kyr við runninn þinn.”
Eg fór með hinum böraunum og við skemtum
okkur ágætlega. En það fór alveg eins og faðir
minn hafði spáð. Undir eins og eitthvert þeirra
fann nýjan berjarunn, þutu öll hin þangað úr öll-
um áttum. pau voru tæplega tvö augnablik í
sama stað; heldur fóru úr einum stað í annan,
urðu dauðþreytt og komu heim með örlítið af
berjum um kveldið.
Orðin sem faðir minn sagði hljóinuðu stöðugt
í eyrum mínum, og eg var kyr hjá runninum mín-
um. pegar eg fann góðan runn, þá tíndi eg alt
sem þar var áður en eg fór að leita að öðrum.
pegar kveld var komið, hafði eg fulla körfu af
stórum, ágætum berjum; meira en öll hin bömin
til samans; og þó var eg ekki nærri eins þreyttur
og þau. Og það er ómögulegt að lýsa því hversu
glaður og ánægður eg var.
pegar eg kom heim var faðir minn orðinn
veikur. J?egar hann sá í körfuna mína, sagði hann:
“Vel gert, drengurinn minn! Fylgdu altaf
þessari reglu; vertu kyr við runninn þinn.”
Fáeinum dögum seinna dó faðir minn og varð
eg þá að vinna fyrir mér sjálfur og bjargast á
eigin spýtur, eftir því sem eg bezt gat. Eg gleymdi
aldrei orðum föður míns, og hefi altaf munað eft-
ir deginum, þegar eg var með hinum börnunum á
berjamó.
“Eg var kyr við runninn minn.”
pegar eg hafði viðunandi stöðu þá yfirgaf eg
hana ekki til þess að hlaupa í vikur eða mánuði
eftir annari sem var óviss, þó hún sýndist betri.
pegar aðrir ungir menn ætluðu að ginna mig
með sér í einhverjar heimskulegar tilraunir, þá
hristi eg höfuðuð og “var kyr við runninn minn”.
Eg byrjaði sem óbrotinn þjónn, varð síðan
hluthafandi og meðeigandi; í þeirri stöðu var eg
þangað til formaður verzlunarinnar dó, þá tók eg
við stjórninni. Stöðuglyndi mitt og úthald vann
mér traust annara manna.
pið sjáið því að eg get þakkað alt sem eg er og
alt sem eg á þeirri lífsreglu sem faðir minn gaf
mér — reglunni:
“Vertu kyr við runninn þinn”.
(pýtt úr Dönsku).
Björn Jónsson á Mountain var svo hugulsamur
að senda Sólskini þessa fallegu og lærdómsríku
sögu í úrklippu úr Decoratpostinum.
Veðurviti úr blómum.
Sólskin hefir sagt ykkur ýmislegt um blómin.
En það eru stundum búin til blóm úr allavega
litum, fínum pappír. pess konar blóm má nota til
þess að spá fyrir mann veðri. Takið bleikrauðan
og bláan skrautpappír (tissue paper) og búið til
úr honum blóm. Kaupið svo í lyfjabúð 5 centa
virði af efni sem heitir “Chloride of Cobalt”; leys-
ið það upp í vatni. pegar það er uppleyst þá dýfið
blómunum ofan í löginn og rennvætið þau; hengið
þau svo einhversstaðar þar sem þau þorna. Ef
lögurinn er ekki sterkur má dýfa blómunum otan
í hann mörgum sinnum og þurkið þau altaf á milli
í hvert skifti sem þeim er dyfið í.
Ef rakasamt veður eða regn er í nánd þá
haldast bleikrauðu blómin bleikrauð, en þegar
þurviðri er í nánd skifta þau um lit og verða rauð-
blá (purple).
Blómin sem búin eru til úr bláa pappirnum
haldast blá ef væta eða regn er í nánd, en verða
græn ef þurviðri er í vændum.
pessi veðurviti er ótrúlega nákvæmur og áreið-
anlegri en margir þeir sem keyptir eru dýru verði.
Saga með þessu nafni er einstaklega falleg, og
ættu allir unglingar að lesa hana.
En hún er svo löng að ekki er hægt að prenta
hana alla í Sólskini. Svo lítill kafli af henni er
tekinn upp í enskt barnablað og þann kafla ætlar
Sólskin að færa ykkur. Hann er svona.
“Snáfaðu úr vegi fyrir honum herra Fletcher,
litli, ljóti, lati flækingurinn þinn”. petta vom
eflaust orðin sem Sally Watkins ætlaði að segja.
En hún var hjúkrunarkona Phineas Fletchers.
En hún hafði hætt við að segja það þegar hún
leit betur á piltinn, sem ekki sýndist vera flæk-
ingur, þó hann væri óhreinn, illa klæddur og
vesældarlegur útlits.
pað var hellirigning og hafði Fletcher og
Phineas sonur hans flúið inn í þakgöng, sem lágu
heim að húsi Sallys; þau leituðu sér þar skjóls
fyrir regninu á leiðinni heim til sín.
Fletcher ýtti á undan sér handkerru inn í þak-
göngin og í henni var sonur hans lasinn og veiklu-
legur.
Illa klæddi drengurinn hafði líka leitað sér þar
skjóls og hjálpaði hann til þess að koma Phineasi
í skjólið, og svo ætlaði hann út; en Fletcher sagði
við hann blíðlega þegar hann heyrði ósköpin i
Sally: “pú þarft ekki að fara út í rigninguna,
drengur minn. Vertu þama fast upp við vegginn
og þá er nóg rúm fyrir okkur og þig.”
Fletcher var kvekari, en þeir eru flestir sér-
lega prúðir í umgengni og kurteisir menn. Hann
var vellauðugur sútari í borginni Norton Bury
og allra bezti maður að öllu leyti. pó hann væri
auðugur og hefði gengið vel í verzluninni hafði
hann reynt miklar sorgir. Hann hafði mist kon-
una sína og eina barnið þeirra sem Phineas hét
var alveg heilsulaus. Hann var nú orðinn sextán
ára gamall.
Illa klæddi pilturinn var með sjálfum sér mjög
þakklátur þessum manni fyrir það hversu vin-
gjarnlegur hann var við hann, og var hann að
hugsa um það þar sem hann stóð hreyfingarlaus
upp við vegginn og horfði út í regnið sem dundi
á stéttinni á Hástræti.
Pilturinn var hér um bil 14 ára að aldri. Og
þó hann væri alvarlegur og raunalegur í andliti
var hann hár vexti og sterklega bygður með
vöðvamikla limi og breiðar, kraftalegar herðar.
Hann leit því út fyrir að vera ekki yngri en 17 ára.
Veiki drengurinn í handkerrunni, sem var son-
ur auðmanns og hafði haft alla mögulega hjúkr-
un, horfði undrandi á illa klædda piltinn með að-
dáun yfir því hversu karlmannlegur hann var.
Sjálfur hafði hann haft alt sem peningar gátu
keypt og var samt svona veiklulegur, en þessi
piltur sem ekki hafði einu sinni viðunanleg föt
var hraustur og heilbrigðislegur.
pað er eðli allra þeirra sem eru veiklaðir að
dást að þeim sem sterkir eru og hraustir, og jafn-
vel að öfunda þá.
Eftir nokkra stund leit út fyrir að hætta mundi
að rigna. Fletcher dró stórt silfurúr upp úr vasa
sínum og leit á það. pað úr hafði aldrei gengið
rangt — hvorki flýtt sér eða seinkað. Um leið
og hann leit á úrið sagði hann: “Tuttugu og
þriggja mínútna tap við þessa skúr. Hvemig á
eg nú að koma þér heim, Phineas minn? — Nema
þú viljir fara með mér á sútunarhúsið —”
Pilturinn í handkerrunni hrysti höfuðið, og þá
kallaði faðir hans á Sally Watkins og spurði hana
hvort hún þekti nokkurn sem gæti ekið honum
heim og vildi gera það. En Sally gamla heyrði
ekki strax til hans, og þá herti illa klæddi dreng-
urinn upp hugann til þess að stama út fyrstu orð-
unum í þetta skifti: