Lögberg


Lögberg - 23.11.1916, Qupperneq 3

Lögberg - 23.11.1916, Qupperneq 3
LOOBEKG, FTMTUDAGTNN 23. NOVEMBER 1916 3 EKKI ER ALT SEM SYNIST Eftir Charles Garvice > “Þaö er líklega enginn efi á því aö hún sé dáin?” sagiSi Bertie alvarlegur og varkár. “Nei, — ó, nei, eg sá hana sjálfur. Eg sá kápuna hennar — auk þess, en fyrirgefðu mér, eg get ekki talaö um þetta. ViS skulum spjalla um eitihvað ann- aS. HaldiS þér aS ungu stúlkunni sé þaS á móti skapi aB eg komi og heilsi henni?” “Nei, þaö er henni alls enginn ami”, sagSi Bertie meö lágri röddu. — “Williars sagöi hann litlu síöar, “hvernig er ástatt meö taugar þínar nú sem stendur? Heldur þú — aS þú getir þolaö riddaraáhlaup?” “Eg er eins rólegur og ómóttækilegur og jarSfast bjarg”, svaraöi Stuart Williars brosandi og rétti út hendi sina. “Hefir þú riddaraáhlaup eöa óvæntan smell, eSa hvaS þú vilt kalla þaS, í vændum lianda mér, þú leyndardóma prangari?” “Já, þaS hefi eg”, svaraSi Bertie. En eg ætla ekki aS segja þér hvaS þaS er. ÞaS mundi ranghvolfa áformum mínum og koma upp um ungfrú Mazurka — hún er hættuleg persóna aS eiga í ófriSi viS. En þaS bíSa þin brögö og smellur — og eg aSvara þig aS vera viS því búinn”. “Og eg segi þér þaS satt, góöi vinur minn”, sagSi Stuart Williars þrosandi, aS ekkert riddaraáhlaup, enginn smellur, brögS eSa brellur hafa nein áhrif á mig. Eg er tilfinningarlaus fyrir öllu, kæri Bertie minn. Já—ef þú gætir vakiö upp dauöa—en nú ekki meira um þaö. — En hvaS gamla heimiliS lítur vel út. Eg hefSi veriö hreykinn yfir þvi, ef hún heföi lifaS og eg heföi getaS séö hana þar, sem drotningu þess og mina. En nú skil eg viS þaö án nokkurrar sorgar. AS sjá þaö vekur hjá mér sárar endurminningar. Þetta veröur í siöasta sinni sem eg kem til Deercombe”. “Heldur þú þaö ” sagöi Bertie. “Nú, nú erum viS komnir þangaS. ViS skulum fara inn um aftari dyrnar—hvar eru þær?” “Þá skulum viö fara þessa leiS”, sagSi Stuart Williars. “Hún liggur til þeirra herbergja sem eg notaöi, þegar eg dvaldi hér siöast”. Þeir gengu aö þeim armi hússins, sem herbergin voru x, er hann bjó í áöur en hann flúSi meS Jóönu, og Craddock gamli opnaði dyrnar, alveg eins og hann hefSi búist viS komu þeirra. "Ó, hr. Craddock”, sagöi Stuart Williars þreytu- lega. “EruS þér hérna? ÞaS var sannarlega vel gert af yöur. Eg átti alls ekki von á því”. “Mér hefir komiS illa og þótt afarleitt aS heyra um fjármunamissirinn, sem þér hafiS oröiS fyrir, lá- varður—” “Þökk fyrir hluttekningu yöar og samhvgS, hr. Craddock. Eg óska og vona aö þér veröiö góður og tryggur aSstoSarmaSur og ráöanautur hins nýja eig- anda”, sagöi hann. “Ungfrú Trevelyan getur ekki veitt þér móttöku fyr en eftir dagverö”, sagSi Bertie. “Finst þér þaö vera nógu snemt?” “Já, meira en nógu snemt, eg hefi ekkert viö tim- ann aS gera, hvort sem er”, sagöi Stuart Williars kæruleikislega. “Hún sagSi aS þú mættir hafa þennan arm hússins til þinna umráSa ef þú vildir”, sagöi Bertie enn frem- ur, “heldurðu aö þú getir unaS þét í garðinum eina klukkustxmd meS vindil?” “Já — það verður ekki í fyrsta sinni sem eg dvel þar”, sagöi Williars og stundi viö endurminninguna um þaö, að hann og Jóan höföu gengiS saman um þessar mjúku grasflatir. “Nú, jæja”, sagSi Bertie glaSlega, en meö eifls konar innri geöshræringu, sem hann gerSi sér ekkert ómak til aö dylja. “Þá ætla eg að yfirgefa þig — eg hefi fáein bréf, sem eg þarf aö skrifa”. Stuart Williars kinkaSi kolli, kveikti í vindli og labbaði út um glerdymar út á hiS opna pláss, og sökti sér niður í hugsanir um Jóan. ÞaS var aS sönnu einkennilegt — en þenna dag gat hann aS eins hugsaS um hana sem lifandi. Sýnin í likhúsinu varS exns og í þoku fyrir augum hans, svo hann sá hana óglögt, en þar á móti sá hann lxina lifandi Jóönu, sem hafSi geng- iS meö honum um garðinn, eins glögt og hún væri þar enn þá. “Ó, elskan mín”, sagöi hann ofur lágt viS sjálfan sig. “Eg hefi aS eins eina von enn þá.— þá von, aS eg fái aS finna þig þarna uppi”. Hann leit upp i kveldhimininn meö þeirri lotningu, sem hingaö til hafði veriS honum ókunn. En á sama augnabliki og hann ætlaSi aö ganga inn í húsið aftur, sá hann granna, beinvaxna unga stúlku koma inn um garðshliSiö. Það var áh'rifamikil yndis- leg persóna, og þaS var eins og eitthvaS héldi honum kyrrum þar sem hann stóS, hann gat ekki hreyft sig þó hann reyndi til þess. Hún kom nær og nær, en sneri ávalt höföinu frá honum, og eftir því sem hún nálgaSist meira vafningsviSar klæddu veggi hússins, og sást glöggar og glöggjtr, fanst honúm sem einhver hönd frá öðrum, ósýnilegum heimi væri lögö á brjóst sitt. Þetta var vaxtarlag Jóönu. Já, þaö var hennar yndislega sköpulag, það var hennar fagra, þekkilega lmakkasveifla — hver hreyfing krösslögSu armanna var hennar, Jóönu. Hjarta hans hætti aö slá, aS hon- um fanst, og andlit hans varö kríthvitt — hvers konar ímyndanir voru þó þetta í huga hans? Hægt og horfandi til jaröar nálgaðist hún hann — nálgaöist hann svo mikiS aS hann gat nséstum snert hana — nálgaSist hann svo mikiö, aS hún hlaut að sjá hann ef hann hreyfði sig hiS minsta. Á þessu augnabliki laut hún niður til aö taka upp blóm, og þegar hún rétti úr sér aftur sneri hún andlitinu að honum. Og með háværu hljóSi, sem hinn sárt kvaldi hugur hans fram leiddi ósjálfrátt, sté hann áfram tvö skref og nefndi nafn hennar. “Jóan”. Hún hrökk viö, misti blómin og þrýsti höndunum aö hjarta sínu, og þannig stóSu þau þessi tvö og störöu hvort á annað. Náföl og skjálfandi eins og strá í vindi rétti hann hinar nötrandi hendur sinar fram. Hann var sannfærSur urn að þetta var opin- benin. Loks höfSu hinar ofþreyttu taugar hans gefist upp — hann var orðinn brjálaöur — brjálaöur. Já — þetta voru brjálaös manns missýningar eða skynvill- ingar. Og þó — hamingjan góöa — hvaS hún var lík henni. Þetta var Jóan — hin gam’.a Jóan — en enn þá fegurri, enn þá yndislegri, enn þá elskuverSari en hún var áður. __ “Ó, guð minn góSur”, sagöi hann loksins i hásum róm. “Eg hlýt aö vera brjálaður, og þó — hver sem þú ert, þá svaraðu mér. Þú líkist einni — einni stúlku, sem eg hefi þekt og elskaö. í guöanna bæn- um — svaraSu mér”. Föl og skjálfandi leit Jóan upp. “Eg er jóan Ormsby, lávarður Williars”, sagSi hún. “Ó, nei — nei”, hrópaði hann. “Tæl ’u mig ekki. ÞaS getur ekki veriS mögulegt — mín Jóan er dáin — fyrir löngu dáin”. “Eg er ekki dáin”, sagði hún. “Eg er Jóan — eg er ógæfusama stúlkan, sem þér einu sinni köUuöuS Jóönu og sem þér ætluöuð að táldraga — lávaröur Williars, hvaS hafiö þér að segja mér?” “Ekki dáin?” hrópaði hann. “LofaSu mér aö snerta þig — talaðu aftur. Góði guS, góSi guð — lifandi, ekki dáin”. Hún stóö fyry- framan hann, og þaS brá fyrir mildari svip í harSa og stranga augnatillitinu. “Eg er Jóan Ormsby — eg er Ida Trrfvelyan”, sagSi hún. “Þér eruS kominn í því skyni aS heilsa mér — hér er eg”. Hann sté eitt skref áfram og tók hana í faSm sinn, og tárin runnu niður kinnar hans. Fáein augnablik lá hún, hrifin af ástaránægju, kyr í faSmi hans, en svo losaði hún sig. “Þetta — þetta er móBgun”, stundi hún. “EruS þér búinn aS gleyma þeim rangindum, sem þér ætluS- uð að beita gegn mér, lávarður Williars?” “Gleyma? Rangindum?” endurtók hann meö ákafa miklum. “HvaS ert þú að segja. Vert þú þolinmóS við mig, Jóan. Það hringsnýst alt i heilan- um á mér, eg veit hvorki upp eSa niður, alt er á ringulreið — og hjarta mitt brennur sem eldur. — Vertu þolinmóð —” “Eg er Jóan Ormsby sagSi hún og reyrUi að tala kuldalega og láta hörku heyrast í rómnum. “Þér vilduð fá að sjá mig”. MeSan hún talaði gekk hún inn í herbergiö, og hann fór á eftir henni í eins konar leiðslu, alveg utan við sig og án þess að vita hvað hann geröi. “Jóan, Jóan lifir”, var alt sem hann gat sagt, og hann horfði á hana með ólýsanlegri ánægju. “Nú”, sagöi hún um leið og hún nam staðar við arninn og horfði á hann. “Hvaö-hafiö þér að segja mér?” Hann hallaði sér aS borðinu- þegjandi, og hendur hans skulfu mikiS. “Á eg þá aS tala? Nú. Þér ei’uð kominn, lávarður Williars, til aS afhenda mér þær eignir sem eg á með réttu og lögum sam- kvæmt. Er þaS ekki þannig?” Hann laut höfSi sinu. ÞaS leit svo út, að hann hefði aS eins heyrt og skilið helminginn af þvi sem hún sagBi. “Eg er Jóan Orms- by, dótturdóttir lávarðar Arrowfields. Fasteignimar eru nú lögleg eign min og sömuleiöis peningamir, alt þetta, sem veriö hefir eign yöar, er nú oröin mín eign. Þannig er um það skrifaö í erfSaskránni”: Meðan hún talaði tók hún upp úr vasa sínum erfSaskrána og rétti honum hana. Hann hneigöi sig samþykkjandi og sagði: “Já, það er þin eign, Jóan, alt saman er það þín eign; en hvers vegna talar þú þannig við mig?” “Hvers vegna?” sagði hún beiskjulega og reiSi- glampa brá fyrir í augum hennar. “Af því eg vil endurgjalda yður þau rangindi, sem þér ætluðuð einu sinni aS fremja gegn mér. Sko, hérna er erföaskráin, sem heimilar mér að taka í mína eigu alt sem þér hafiö átt. En eg vil ekki taka viS því af þeim manni, sem hefir ætlað að fremja blóSug rangindi gagnvart mér. Takið þér við yöar peningum aftur, lávarður Williars, eg vil ekki eiga þá. Hvér einasti skildingur mundi minna mig á þann mann, sem eg treysti al- gerlega og sem þó tældi mig”. Hún leit upp og fleygði erfðaskránni á eldinn. Stuart Williars stóð hreyfingarlaus og horföi á hana. “Eg — eg aS tæla þig? Eg framiö blóöug rangindi gagnvart þér?” hrópaöi hann hásum róm. “Guð minn góður — hvaS er þetta? Eg sem hefi elskaö þig heit- ara en nokkur maöur hefir nokkru sinni elskað nokkra kvenpersónu? Eg — tælt þig?” “Já”, sagði hún og bandaði hendinni ásakandi. “Þér hafið framiö óbætanleg rangindi xfíö mig, ef ekki ófyrirsjáanleg tilviljun hefSi komið upp hinum slæmu áformum yðar mér viövíkjandi. Lávaröur Williars — lítiö þér í augu mín — litiö þér fast og hiklaust í augu mín — og neitiö því svo, ef þér getið”. “Miskunnsami guð, hvaö er þetta?” tautaði hann i dimmum róm. En svo var eins og hann áttaöi sig alt í einu — hann greip meS hendinni niður i vasann og tók upp samanbrotið skjal. “Tóan”, sagöi hann. “Nú fer eg aS skilja þig — og hér — hér er svar mitt”. MeS rólegri og göfugri hegðan rétti hann henni skjalið. Hún tók við því og opnaSi þaS — en þá varð henni svo bilt viS að hún var nærri dottin og stokk- roönaSi. Þetta var giftingar leyfisbréf þeirra. “Jóan”, sagði hann. “Mín elskaSa Jóan. Hélstu að eg ætláöi að tæla þig — eg, sem heföi viljað fórna lífi minu til aS frelsa þig frá augnabliks mótlæti? Ó, Jóan, Jóan, það ert þú sem hefir gert mér blóðug rangindi”. Hún stóö nokkrar sekúndur og starði á föla, magra, fallega andlitiö og á samanbrotna leyfisbréfið, sem hún hélt á i hendi sinni, svo lyfti hún höndum sínum með lágu hljóði og riöaöi fram og aftur um leið og hún sagði: “Fyrirgeföu—fyrirgeföu”. Hann greip hana i faðm sinn og þrýsti henni aö brjósti sinu, en á meðan ríkti algerð þögn, sem sagði meira en orö gátu lýst. Og meðan þau sátu við arin- eldinn og hann hélt henni kyrri í faSmi sínum, sagði hann henni hina hryggilegu sögu um hennar imyndaöa dauða, og hún sagSi honum hvernig Bertie gegn betri vitund hefði aðskilið þau. Hve undarleg þessi saga var fyrir ungu stúlkuna, sem hann hélt sig aS hafa mist, veröur ekki lýst. Hve undarlega forlögin höfðu notaS Mordaunt Royce fvrir áhald sitt. En nú var búið að dreifa dimmu skýjunum, og himininn var aft- ur blár og bjartur meS sólskini fyrir framtiðar gæfuna. “Eftir nótt kemur morgun og eftir sorg kemur gleöin”, sagöi Jóan. “Góöi nxinn, hafi sorg ekki veitt okkur annað gott, þá hefir hún þó sýnt okkur hve sönn og staðföst ást okkar hefir verið, því hún hefir staðiö af st'r slorminn og hiS voSalega óveöur, sem geysaö hefir yfir höfSum okkar”. “Æ ’, sagði hann og stundi, þvi hugsunin um alt það mótlæti sem hann hafði orðið fyrir, skygöi snögg- vast á ánægju hans. “Hún var komin að því aö liöa skipbrot, Jóan. Við vorum aö þvi komin að farast” Mínúturnar liöu án þess aö þau vissu — dagverðar- bjallan hringdi, en þau heyrðu það ekki. Þegar klukkan var hálf átta, var bariB að dyrum ofur hægt, og Bertie, ungfrú Mazurka og Emily komu inn. Jóan reyrUi að losa sig úr faðmi hans, en hann hélt henni þá enn fastara. “KomiS þiS inn, vinir minir”, sagöi Williars. “komiö þið inn og njótið ánægjunnar meö okkur. Ó, Bertie — þú aövarðaðir mig við smelli, skelli — og fleiri nöfn gafst þú þvi sem eg man nú ekki — og eg þló að þér, en þetta var næstum því of mikiö fvrir mig. Ungfrú Mazurka, ef það er sönn gæfa að sjá þetta lán sem við höfum sjálf skapað, þá ættuö þér nú aö vera ánægðar. Hana, sem eg elskaöi og eg áleit vera dána, hefi eg nú fundið aftur”. Hann lyfti höfSi Jóönu aö vörum sinum, og kysti hana. Nokkrum mánuðum siðar kom greifi og greifa- inna Williars til Genua, þau voru á brúðkaupsferB Sannir gæfugeislar léku um andlit þeirra. Þetta var seint aS kveldi dags. Koma hinna ungu hjóna hafði vakið mikla eftirtekt, sökum hinnar rómantísku sögu þeirra. og nú voru þau á skemtigöngu til að njóta ein- verunnar i hinu svalandi kveldlofti. því hin skraut- legu herbergi þeirra í “Hótel Italíu”, gátu ekki veitt þeim hana. “En hvað kveldiö er indælt”, sagði Jóan, studdist við arm manns síns og leit til himins. “Já”, sagði hann. “GuS veit hvort það er eins fagurt í Englandi. Við kvörtum alt af yfir enska loftslaginu, en eg held það sé naumast verra þar en annarsstaöar”. “Eg veit ekki hvernig veðriö er i Englandi nú”. sagði Jóan. “Emily hefir ekkert minst á það i bréfum sínum. En eg vona aB það sé gott og verði þaS, þegar við komum heim í næstu viku. Emily skrifar að rós- irnar séu aS spretta upp, og aS grasflatirnar séu eins mjúkt og flauel”. “Emily er hrifin yfir öllu í The Wold”, sagði hann brosandi. “Varö góður árangur af nýja leiknum?” “Já”, sagBi Jóan brosandi, “og nú er ungfrú Montressor uppáhaldsgoð almennings í stað Idu Trevelyans”. “Eg hefi lika fengið bréf”, sagði hann. “GeturSu gizkað á frá hverjum?” “ÞaS held eg sannarlega”, sagöi hún og roönaöi ofurlitið, en horfði hreinskilnislega og hiklaust á hann. “Frá lávaröi Dewsbury?” “Já — frá Bertie”, sagSi hann, og brosti ánægju- lega. “í því er líka nýung. GeturSu lika getið hennar?” Hún hugsaði sig ofurlítiö um, og á meSan strauk hann hendi hennar bliðlega. “ÞaS er viövikjandi ungfrú Mazurka — er það ekki?” sagSi hún svo. “Þú gazt rétt aftur. Hann beiddi hennar fyrir viku síðan og þau ætla aö giftast þegar viS komum heim. Þannig endaði samsæri þeirra. Nú — eg óska þeim allrar mögulegrar gæfu”. “ÞaS geri eg líka af heilum huga”, hvíslaði hún og þrýsti sér að honum. “Stuart, ef þessir vinir hefðu ekki hjálpað okkur, þá værum vjð ekki á skemtigöngu hér á þessari stundu”. Hann laut niður og kysti hana, svo gengu þau heim aö hótelinu aftur. ENDIR. Pollyanna Eftir Eleanor H. Porter. I. KAPÍTULI. Unafrú Polly. Ungfrú Polly HaiTÍngton kom fram í eldhúsið sitt einn júnímorgun. Hún kom meS allmiklum hráða. Það var ekki venja ungfrú Pollys aS ganga mjög hratt eða aö hreyfa sig hastarlega; hún var hreykin vfir hinni rólegu og sjálfstæðu framkomu sinni, en í dag flýtti hún sér — já, hún reglulega flýtti sér. Nancy, sem stóð viS gluggann og var að.þvo mat- arilátin eftir morgunverðinn, leit undrandi upp frá vinnu sinni. Hún hafði að eins verið tvo mánuði hjá ungfrú Polly, en hún haföi á þessum tíma komist aö þeirri niöurstöðu, aS húsmóðir hennar var ekki vön aö flýta sér. “Nancy!” “Já, ungfrú.” Nancy svaraði vingjarnlega og kurteislega, en hún hélt áfram aS þurka skálina, sem hún hélt á. “Nancy”, rödd ungfrú Pollys var nú hörkuleg —, “þegar eg tala til þín, þá vil eg að þú hættir að vinna og hlustir á það, sem eg ætla að segja þér.” Nancy blóöroðnaöi. Hún lét skálina, undir eins á boröiö, aS hálfu leyti umvafði af þurkunni, svo hún var nærri búin að fella hana á gólfið þegar hún dró hendina að sér, sem ekki mundi hafa minkaS vandræöi hennar. “Já, ungfrú — já, þaö skal eg gera, ungfrú,” stamaSi hún um leið og hún greip skálina og lét hana óhulta á eldhúsbekkinn. Svo sneri hún sér snögglega við. “Eg hélt að eins áfram aS vinna, ungfrú, af því þér sögðuö í morgun aö eg skyldi hraöa mér aB þvo upp, eins og þér rnuniö.” Húsmóðirin hnyklaöi brýrnar. “Það er ekki nauðsynlegt aö koma meö neinar skýringar, Nancy. Þetta er ekkert sem eg hefi beðiö um. Eg sagði að þú skyldir hlusta á það, sem eg ætlaöi aB segja þér.” “Já, ungfrú.” Nancy byrgöi niöri í sér stunu. Hún var efandi urn það, aö hún gæti nokkru sinni gert þessari hús- móöur sinni nokkuö til geös. Nancy hafði aldrei verið i vist fyrri, en þar eö móöir hennar, sem var veikbvgð kona, varS alt i einu ekkja með þrjú yngri börn en Nancy, þá var hún neydd til aö útvega sér vinnu til þess, að geta hjálpað framleiöslu fjölskyldunnar, og hún varð svo fegin þegar hún fékk vist i stóra húsinu . á Lin ’arbakka. Nancy var úr Króknum, i tveggja milna fjarlægS, og þekti ekki annaö til txngfrú Polly Harrington, en aS hún var eigandi gamla höfðingja- setursins Lindarbakka, og ein af rikustu konunum i h: raðinu. Þannig var þaö fyrir tveim mánuBum síð- an. Nú þekti Nancy ungfrú Polly sem stranga, al- varlega konu, sem hniklaði brýrnar ef hnifur datt á gólfiö, eða hurð var skelt, en brosti aldrei, þó enginn hnífur dytti og engri hurð væri skelt. “Þegar þú ert búin aö þvo upp, Nancy,” sagöi ung- frú Polly, “þá getur þú farið upp og þvegið litla her- bergiS á hægra lofti, og búið um barnsrúmiö sem þar er. Þú sópar og þværS herbergiö vel — auðvitað tekur þú fyrst út koffortin og hattöskjumar sem þar eru. Það má láta þaö inn í eitthvert af fatnaöar- klefunum.” “Já, ungfrú. í hvorn klefann af fataklefunum?” “í þann til hægri handar.” Ungfrú Polly þagnaði snöggvast, en bætti svo viö: “Já, það er máske réttast að eg segi það um leiö, Nancy, eg á von á lítilli svstur- dóttur, ungfrú Pollyanna Whittier, sem ætlar að koma hingaS og vera hjá mér. Hún er ellefu ára gömul, og á að sofa i herberginu uppi á loftinu.” “Lítil stúlka — sem á aö kopia hingað? Nei, verð- ur það ekki gaman, ungfrú,” hrópaöi Nancy; henni kom til hugar sólskinið, sem ávalt fylgdi litlu systkin unum hennar heima i Króknum.” “Gaman Nú, þaö er nú ekki einmitt það orð, sem eg vil nota,” svaraöi ungfrú Polly. “En hvernig sem alt gengur, þá reyni eg að gera eins mikiö gott og rptt og eg get. Eg held aB eg sé svo fullkomin mnn- eskja, að eg viti hvaS er skylda min.” Aftur blóSroðnaði Nancy. “Já, auövitaö, ungfrú. Eg hugsaði aS eins um það. aö litla stúlkan mundi — mundi — framleiSa dálitið fjör í húsinu fyrir ySur,” stamaði hún. “Þökk fyrir þína góöu meiningu,” svaraSi ungfrú Polly þurlega, “en eg get ekki séð, að hér sé nokkur bein nauðsyn fyrir þaS.” “Jæja — jæja —, en þér hlakkiö eflaust til komu hennar? systurdóttur ySar?” stamaði Nancy með óljós- um grun um, aB hún yrSi aS undirbúa gleBilega komu hinnar litlu, einmanalegu, ókunnu, ungu stúlku. Ungfrú Polly teygði úr sér og varð fremur hnakka- kert. “Nú—nú, eg verS að segja það, Nancv, að þó eg af tilviljun hafi átt systur, sem var nógu heimsk til að gifta sig og láta óþarft barn inn í heiminn, sem áöur var fullur af börnum, þá get eg ekki séö hvers vegna eg ætti aö gleSjast yfir því, aö auka mfr fyrirhöfn rneð það barn, sem eg á ekki sjálf, og sem að líkum hefði aldrei átt aS fæöast. En, eins og eg sagöi áöan, eg veit hvaS eg var skyldug til að gera. Gættu þess nú að þvo vel i ölltim homum, Nancy,;’ bætti hún viö hörkulega, um leiS og hún fór úr eldhúsinu. “Já, ungfrú,” svaraði Nancy auðmjúk og tók hálf- þurkuðu skálina — sem nú var svo köld aB hún varS aö þvo hana aítur. Þegar ungfrú Polly var komin inn í stofuna sina aftur, tók hún enn þá einu sinni bréfið, sem hún hafði fengið fyrir tveim dögum frá fjarlægum bæ í vestrinu, og sem kom svo óþægilega flatt upp á hana. Áritun bréfsins var til ungfrú Polly Harrington. Beldingsville, Vermont, og hljóðaöi þannig: HeiSraSa ungfrú! Mér þykir leitt að verða aö segja ySur það með þessu bréfi, að séra John Whittíter er dáinn fyrir hálf- um mánuði síSan, og hefir skiliö eftir eitt einasta barn, ellefu ára gamla stúlku. Aö öðru leyti hefir séra Whittier ekkert skiliö eftir, nema fáeinar bækur; eins og þér eflaust vitiö, var hann prestur við trúboösstöð | hérna við lág laun. Að svo miklu leyti sem mér er kunnugt var hann giftur systur yöar, sem er fyrir nokkrum árum dáin: en hafi eg skiliö hann rétt, þá gaf hann í skyn aö samkomulag fjölskyldu yöar og hans, hefSi ekki veriS sem bezt. Hann áleit samt aö þér, sökum systur ySar, munduð taka barnið þeirra, dg veita því þaS uppeldi sem sæmdi fjölskyldu yðar. Þetta er orsök þess aS eg sný mér til yöar. Litla stúlkan veröur feröbúin aB fara héðan þegar þér fáið þetta bréf, og ef þér eruð fúsar til að veita henni móttöku, þá erum við vongóðar yfir því, aö þér skrifið okkur undir eins og segiS, að hún megi koma strax, þvi hér eru gömul hjón, sem ætla að fara austur, og þau mundu taka hana með sér til Boston og sjá um, að hún kæmist óhult á lestina til Beldingsville. Eg skal þá auSvitað láta yður vita hvaða dag og meS hvaða lest þér megiö vænta Pollyönnu litlu. Vo'nandi að fá ánægjulegt svar frá yður hið bráö- asta, er eg yðar með viröingu /. 0. White. \ | A RKKT | I ()TEL '7i6 sölutorgxC og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Furniture Overland Sólarlag. Hljótt óg fagurt haustsins kvöld hrífur sérhvem göfgan anda, þegar heilög himinvöld hengja gullbrydd skuggatjöld yfir heimsins arinskjöld af sem bjartir geislar standa. Hreint er þetta haustsins kvöld hrífur sérhvem göfgan anda. Svona fagurt sólarlag sjaldan lýðir fá að skoða. Rósalini lögSu’ á stag líkist sérhvert skýja ’rag. Eftir slíkan drottinsdag dimman blandast fögrum roða. Svona fagurt sólarlag sannarleg er nautn að skoða. Fyr en sólvagn ekur ótt oían bláa himinvega, fagurbúin frjálst og rótt, faðmast sjáum dag og nótt. Alt i kring er kyrt og hljótt, kvssast þau svo hjartanlega. Fvr en sólvagn ekur ótt ofan bláa himinvega. Svona fagurt sólarlag sofin vekur hugarfæri. Iliartað sérhvert hlær við slag l.rifið kvöldsins tignar-brag. Ó, aS lífsins eftir dag, — Yzt við dauðans landamæri — hvers manns síðast sólarlag svona rótt og dýrðlegt væri. í'orsktbítur. —Skuggsjá. Jóhannes Jósefsson. Glimukappinn frægi skrifaði ný- lega Halldóri Metúsalemssyni hér i bæ og segir hann þar ýmislegt af högum sínum. Hann hefir verið með Ringling Brothers í sumar; hefir hann veriö þar í sérstakri skotraunadeild við áttunda mann: 2 Ameríkana, 1 Eng- lending, 1 ítala, 1 Ungverja, 1 Frakka og 1 Mexicomann. Tvenn verðlaun voru veitt þeim er beztir reyndust i skotrauninni • æfSu þeir sig i tvær vikur og stóö svo skotraunin yfir i 4 daga; skaut hver þeirra 25 skotum á dag eða roo skotum í alt. VerSlaunin voru 2 heiöurspen- ingar úr gulli og skotmeistaranafn- bót með annari. Vann Jóhannes fyrstu verðlaun og nafnbótina; hæfði hann 97 sinnum af 100. Jóhannes er listamaöur i fleiru en aflraunum og glímum. Viðbót. 26 október flutti Lögberg skýrslu ”m is’enzk heimili í ýmstxm bygö- um, eftir upplýsingum frá ögmundi Sigurössyni. Ögmundur er ný- ’ ominn úr ferð norðan frá Lundar, Dog Creek og Sighxnesi og hefir 'mnn góðfúslega látið oss i té þær tukaupplýsingar, sem hér segir. Á Lundar, Marv Hill, Markland, Clarkleigh og Cold Springs eru 80 heimili. í Vatnabvgöum: Foam Lake, Leslie, Elfros, Mozart, Wynvard, Kandahar og Dafoe eru 785 ísl. heimili. í Brandon eru 10 sl. heimili. Með bvi að reikna fimm manns í heimili veröa þetta 1875 manns i viðbót við það sem áður var talið, en þær upplýsingar gefa kunnugir menn að óhætt muni að telja 6 manns i heimili og yrSi þá tala len’inga á þeim heimilum fi8o8 heimilumj sem Ögmundur hefir heimsótt 10,848. Ögmundur lætur vel af viðtök- unum þar. sem hann ferðaðist og biöur Lögberg að ^kila þakklæti ti'I þeirra er hann heimsótti. 100 manns geta fengiS aS nema smtðar og aðgerSir á bifreifum og flutningsvögnum I bezta gasvjela- skólanum i Canada. Kent bætSi aö degi og kveldi. Vér kennum fuli- komlega afS gera vitS blfreiCar og vagna og aC stjérna þeim, sömuleiKis allskonar vélar & sjó og landi. Vér böum ytSur undir stötiu og hjálpum .vtSur til atS nfi í hana, annað hvort sem bifreitiarstjórar, atigerSamenn eða vélstjórar. KomitS etia skrifitS eftir vorri fallegu upplýsingabók.— Hemphill's Motor Schools, 643 Main st., Winnipeg: 1715 Broad St., Re- gina; 10262 First St„ Edmonton. Vór þurfum menn atS læra rakara- ItSn. Rakaraskortur er nö allsstaðar melri en nokkru sinni fifsur. Vér kennum ytSur iðnina fi 8 vikum, borg- um gott kaup meðan þér eruC atS læra og ftbyrgjumst ytSur stfiðu atS þv! loknu fyrir $15 til $26 fi viku eða vér hjfilpum ytSur til þess atS byrja fyrtr sjftlfan yður gegn Ifigrl mftnatsarborg- un. Sérstök hlunnlndl fyrlr Þfi 8*. -em fyrstir koma Skrifið eða knmttS eftir ókeypis upplýsingabók. Hemp- bill’s Moler Barber Colleges, Paelfic Ave., Winnipeg. frtibö 171R Broad Str.. Regina og 10262 First St, Ed- monton.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.