Lögberg - 18.01.1917, Blaðsíða 2
2
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 18. JANÚAR 1917
Til
vina minna.
pökk fyrir alt, eg er á förum
í austurveg, að hermanns sið.
Að taka þátt í köldum kjörum,
sem koma öllum heimi við.
pið beinduð yl á brautu mína,
þá baráttan mér reyndist köld.
pað ritar hver einn sögu sína,
á sinnar eigin tíðar spjöld.
Á þrautatímum þrekið prófast,
er þyngjast skyldubyrðamar.
“öndverðir þegar emir klóast”
af vilj'a reitast fjaðrimar.
Hvar sem minn banaboði springur,
og bylta örlög mér um heim.
Til eilífðar verð eg íslendingur,
enginn fær svift mig rétti þeim.
Gæfan um ykkur greipi mundir
og greiði hvert spor til hagsældar.
pað verða eflaust endurfundir,
en enginn getur sagt mér — hvar.
Bjöm Pétursson.
Seattle, Wash.
2. janúar 1917.
Eitt áriö er enn frá okkur fariö
og kemur aldrei aftur, en endur-
minningar um margt sem á því
skeði lifa lengi í hugum manna, og
verða 'mörgum ógleymanlegar. —
Eg ætla ekki að fara aö skrifa sögu
ársins sem út rann síðast, en fárra
atriða mætti minnast héðan úr
Seattle borg og hvemig árið fór
með okkur hér yfirleitt. — Þrátt
fyrir öll stríð og styrjaldir, nær og
f jær, má þó heita að afkoma manna
og atvinna hér á árinu alt í gegn,
væri fult svo góð og verið hefði
mörg árin undanfarandi. Ýmislegt
hefir borið vott um á þessn ári, að
breyting sé að verða til batnaðar í
veriklegum skilningi og nýir vegir
að opnast, og þó hægt fari í þeim
efnum og mörgu sé ábótavant enn,
þá stendur hugur margra hátt nú,
að nú sé farið að rofa fyrir betri
tímum en verið hafa lengi hér á
vesturströndinni, og margir hér
þykjast sjá framundán sér að þetta
nýja ár verði mim betra fyrir
Seattlie bæ, en árið sem leið. En
hinir, sem sjá sikemur, óska að eins
að sú framsýn reynist rétt f>g sönn.
En eitt er víst, og nú þegar í ljós
komrð, að nýir atvinnuvegir hafa
ripnast til muna í borginni árið sem
leið, sem vert er að minnast síðar.
' -* Heilsufar og veðrátta.
Tíðin ihefir verið yfirleitt góð
þetta 'haust og vetur, sem af er;
nætifrfrost komu hér }>ó óvanalega
snemma í haust, en þurviðri og
hreinviðri fylgdu þeim fyrst. Síð-
ustu tvo mánuði ársins var veðrið
oft talsvert breytilegt og umhleyp-
ingasamt. Skiftist á með bleytum
og kulda, svo að oft fraus um næt-
ur. Seint í des. s.l. komst frostið
hér mest niður í 22 gráður fyrir
ofan zero, sem J>ótti hart frost í
Seattle! ! Fjögra þumlunga snjór
féll hér í nóvember, en hvarf aftur
eftir tvo daga. Seinni part desem-
ber leit oft snjólega út, svo margir
fóru að óttast að 'sama mundi dynja
vfir oss ströndunga hér í vetur, og
í fyrra vetur, þegar þriggja feta
snjó lagði vfir alt i byrjun ársins.
En snjó hafa menn ekkert not fvrir
hér, nema að moka honum burt
aftur, sem svo tiltölulega fáir hafa
atvinnu við, af öllum þeim fjölda
sem ]>á má hakla að sér höndum.
Á ganilárskveld kom hér skæða-
drífa, fáar minútur, en loftið_.yar
l>á svo hlýtt að ekki festi. Nú er
blíðviðri mesta, en ■sud'd’a veður, og
ekkert útlit fyrir snjó eða kulda
sem stendur. Regnfall i vetur,
heldur minna en vanalega gerist
hér, eftir veðurSkýrsluip borgarinn-
ar að dæma.
Kvef og influenza hefir verið
mjög algengt hér á jæssum vetri og
í haust, sem búist er við að stafað
hafi af breytilegri veðráttu. Nokkr-
ir urðu frá verkum um tima fyrir
hið sama, en mikið er sú vesöld aft-
ur að hverfa i fólki og nýtt fjör að
koma í staðinn með nýju ári
Samkontur og félagslíf.
1 21. desemberblaði Heimskr.
siðasta árs stendur í fréttagrein
héðan: “Félagslíf í Jx>lanlegtt lagi,
}x> betur gæti farið” o.s.frv. —
Þétta mun vera eins mikið og hægt
er að s'egja islenzkum félagsskap
hér til gildis nú sem stendur. Þó
finst mér félagslífinu heldur förl-
ast, ár frá ári, og ekkert nýtt kem-
ur aftur, fyrir það sem gengur úr
sér. Fyrir tveimur árum síðan
sfeptum við haldi á kirkjulegum fé-
lagsskap, og fyrir ekki ári siðan
rann Goodtemplarafélagið úr greip-
ttm akkar, og þáð sem verst er, að
ökkert mót er á þvi, sem stendur.
að hvorugt Jæssaja félaga komi til
okkar aftur. Ef það væri ekki
fyrir lestrarfélagið. “Vestri” og
kvenfélagið “Eining”, sem eru einu
ganghjólin nú i okkar félagslifi, þá
værum við andlega dauðir menn,
rnargt af okkur, sem ekki tökum
neinn þátt í annara manna félags-
skap. En einmitt fyrir hin áminstu
félög ertim við i|>ó með félagslegu Báturinn fanst rekinn, en maðurinn
lifsmarki enn. hefir ekki fundist. Talið er víst að
Mestan og beztan þátt á “Vestri”
í samkomum okkar hér, og þó }>ær
séu strjálar, þá eru þær oftast góð-
ar, því Vestri hefir mannval gott,
manna og kvenna, og tekur ekki af
verra endanum þegar hann er að
stofna til samkvæma. Síðasta sam-
koman sem Vestri stofnaði til, var
áramótasamkoman, sem var nú í
þetta sinn með talsvert breyttu
sniði, sem eðlilegt var, þar sem
gamlársdaginn bar upp á sunnudag.
Fallegt og myndarlegt prógram
byrjaði kl. 9 á gamlárskveld, sem
forseti fél. Vestri stýrði, Séra J. A.
Sigurðs'son, og að því loknu byrjaði
aftansöngur, sem stóð yfir einn
kluikkutima, frá kl. 11 til kl. 12.
Þá var veitt kaffi og brauð og unga
fólkið brá sér snöggvast i dans,
eftir ikl. 12, en hefir víst fundist
það á móti lögunum og hietti þvi
fljótt. — Samkoma- Jæssi var ein
af okkar fjölmennustu samkomum
og uppbyggifegustu, J>ví Vestri kast-
ar ekki hendinni til J>ess' sem hann
gerir, Jægar hann vill vanda sig.
Á jóladaginn messaði séra Jónas
fyrir okkur kl. 3 e. h. í norskri
kirkju; sjálfur bauð liann J>á }>jón-
uistu sina, á nefndarfundi, litlu fyr-
ir jólin, og var }>vi boði tekið þakk-
samlega af öllum. Um 60 íslend-
ingar sóttu kirkju í }>etta sinn, og
hefðu orðið fleiri ef allir hefðu ver-
ið frtskir og loftið dálitið hlýrra
J>ann dag. — Við aftansönginn á
gamlárskveld flutti séra Jónas einn-
ig ræðu, langa og sköruglega; þar
voru yfir hundrað manns viðstaddir.
Nokkrir ísfendingar hafa koniið
íhingað til bæjarins á síðastliðnum
mánuði, sumir hafa sezt að og aðr-
ir eru á ferð. Mrs. Þuríður Magn-
ússon og synir hennar tvein Guð-
inundur og Jón hafa sezt hér að.
Mrs. Magnússon og Jón komu
hingað frá Blaine laust fyrir jólin.
en Guðmundur 'hefir verið hér í
‘kring um Seattle í nokkur ár. v—-•
Miss Jónina Gunnlaugsson frá
Clarkfield, Minnesota, er hér á
ferð og dvelur um einhveni óá-
kveðinn tíma hjá frændkonu sinni
Mrs. A. P. Goödman. Mr. Jóliann
Bjömsson frá Innisfeil, Alberta
var hér á ferð um nýjárið, með
dóttur sinni og stjúpdóttur, sem
eiga heima hér vestur á strönd, og
hann vár að heimsækja. Mr. Bjöm-
son var með okkur á nýjárs sam-
komunni, og liafði ]>ar laglega tölu
fyrir okkur. Hann er maður hnig-
inn á efra aldur, en skýr og gáfað-
ur. — Mr. og Mrs. Skagfjörðs
familían, sem flutti sig héðan sið-
astliðið vor austur í Yacima dalinn
á land sitt þar, kom aftur hingað
laust fýrir jólin og verður hér i
vetur í l>ænum, en hvort }>au fara
afttrr á land sitt með næsta vori er
óráðið enn. Margir fleiri fandar
hafa komið hingað í haust og vetur,
sem verið hafa á ferð, og fáir vita
um, og sumir setjast að, }>ótt fáir
yiti.
Um miðjan ágúst s. 1. komu
hingað vestur til strandarinnar séra 'afi menn eru af alvöru farnir
Steingrimur Thorláksson og kona
hans frá Selkirk, Manitoba. Einn-
ig voru í för með þeim séra Octaví-
us sonur Jæirra og kona hans, sem
voru á leið til Japan, en forddram-
ir komu að fylgja }>eim vestur að
hafinu. Dvöldu þau hér til j>ess 8.
sept. að séra Qctavíus og kona hans
lögðu á skip, en eldri hjónin fóra
samdægurs hdmleiðis. Lengst af
timanum dvaldi alt Jætta fólk í
Blaine, því kona séra Octavíusar
veiktist og lá þar um tíma. Séra
Steingrimur var að eins tvær vikur
hér í Seattle og prédikaði hér einn
sunnudag( Hann átti hér marga
góða kunningja, og }>au bæði hjón-
in, frá gamalli tíð, seih höfðu stóra
ánægju af komu þeirra hingað
vestur/. Fylgi }>eim hjónum ávalt
hamingjan.
Dauffsföll.
Tveir íslendingar hafa dáið hér
í bænum seint á árinu sem leið, Jón
Jósefsson 26. nóv., 62 ára gamall,
sem áður hefir verið getið í báðum
blöðunum vestur-islenzku. Hinn
er Sigurður Sigurðsson, sem hvarf
af róðrarbáti Jxinn 20. des. hér á
Seattle höfninni, 25 ára gamall.
hann hafi druknað. — Maðurinn
var einn á bátnum við fiskiveiðar,
en fátt segir af einum á stundum.
Sjálfsagt verður ]>essa manns get-
ið nánar síðar, af einhverjum sem
hann bezt þektu, ef sú frétt er ekki
nú J>egar á leiðinni til blaðanna is-
lenzku. —— Engar aðrar slysfarir
hafa orðið meðal íslendinga hér,
sem eg man eftir nú.
Almenn líðan meðal íslendinga á
árinu sem leið var heldur góð.
Margir af ]>eim höfðu stöðuga at-
vinnu mikinn part af árinu, og sum-
ir þeirra halda henni enn. Útlitið
er heldur gott nú, að nægilega vinnu
verði að fá hér J>etta ár, fyrir alla
sem vilja og geta borið sig eftir
henni, því Seattle borg vex óðum
og stígur stórt framfara-spor með
ári hverju; leiðir það af sér mikið
verkefni fyrir mikinn fjölda af
fólki. Stærsta framfarasporið sem
borgin steig á árinu var }>að, að
ihenni bœttust 3—4 stórskipa verk-
stæði, sem gáfu mörgum þúsund-
um manna atvinnu af öllum stétt-
um. Og eitt af Jæssum verkstæð-
um færir nú bráðum svo út kvíarn-
ar að það bœtir við sig fimtán
hundruð manns, og annað um eitt
]>úsund. Nokkrum vöruflutninga-
skipum, 8,000 smálestir að stærð og
þar um, var hleypt af stokkunum
hér árið s'etn leið, en fast að þrjá-
tiu sikip hafa þessi verkstæði
tekið að sér að smíða nú, af öllum
tegundum, sum úr timbri, en fleiri
þó úr járni. Eitt herskip hefir ver-
ið samið um að smíða hér fyrir
“Uncle Sam”, sem kostar nærfelt
fimm miljónir dollara og annað
fyrir 3^ miljón dollara fneðan-
sjávar skip) fyrir sama. Skipa-
garðar }>essir geta haft tvö eða
fleiri skip í smíðum í dnu, eftir því
Iwað þau eru stór, og géta þess
vegna tékið á móti grúa af verka-
mönnum hver. Svo mikið er gert
út af viðaukning á tilbúning haf-
færra skipa, að Seattle er talin að
hafa bráðum skipasimiðastöð næst
Jæirri stærstu í landinu,, sem er
New York. En hvað sem hæft
kann nú að vera i því, þá er það
víst að J>essi atvimfugrein, sem má
telja nýja fyrir fjöldan'n sem sækir
}>angað vinnu, er strax orðinn á-
þreifanlegur hagur fyrir yijgri sem
eldri. Drengir frá 15 til 20 ára
vinna þar í 'hundraða tali og fá upp
til 4 dali á dag fyrir stykkjavinnu,
eftir Jxví hvað mikið }>eir gera.
Þetta er alt í miklu stærri stíl en
fyrir einu ári síðan. Öll er J>essi
vinna undir sambandsstjórn éUni-
on). — Mörg smáfélög eru hér einn-
ig, og fjölgar þeim stöðugt, sem
smíða smá skip, fyrir fiskimenn og
aðra; hafa þau flest stöðvar sínar
í norðurenda bæjarins, Ballard. en
hin 'eru öll i suður og vestur hlutan-
unr.
Sumarvertíð fiskimanna borgaði
sig illa hér árið sem leið, fyrir
flestum. en haustaflinn varð mikið
betri. íslendingar héldu ekki úti
bátum sínum nú til laxveiða, að
undanteknum tveimur, Sveinbirni
Guðjónseu og Ragnari Sigtryggs,
og fengu J>eir talsverðan fisk á
handfæri, úti í 'hafi, 'en hepnaðist
illa með bát sinn, vélin bilaði hvað
eftir annað, sem orsakaði þeim
bæði kostnað f>g timatöf. Svo veikt-
ist Sveinbjöm í auga, sem kvað svo
mikið að, að hann varð að hætta og
fara heim, en mun nú vera hér um
bil jafngóður af þvi. En Ragnar
hélt úti bátnum með öðrum manni
nokkru lengur. — Hinir landamir
leigðu báta sína alt sumarið til
Norðmanna, fyrir sprökuveiðar, og
fengti stóra eftirtekju, því spröku-
afli var góður síðastliðið ár og bet-
ur borgaður en nokkru sinni áður.
Næsta sumar er stórgöngutími
laxsins þ.e.a.s. viss tegund af laxi
gengur þá uppað ströndinni hér,
sem kallast Suckege, og er allra
fiska dýrastur; búast margir íslend-
ingar þá við að fara út á djúpið.
Að endingu þakka eg Lögbergi
-fyrir alla heilnæma fæðu, sem það
flutti á árinu sem leið og jafnframt
bví óska eg því heilla og hamingju
á }>essu nýja ári, og að því bætist
margir nýir vinir og velgerðamenn.
H. Th.
Dýrtíð.
Verðhsökkunin, sem á þessurr
síðustu og verstu tímum hefir át'
sér stað á flestum, ef ekki öllurr
nauðsynjavörum, hefir leitt til þess
íhuga efni sín og ástæður, og vif
'iafa meiri nýtni og sparsemi er
áður. Því er einu sinni svo varið
að það þurfa allir á einhéerju að
lifa, eitthvað að “éta”. Og það, aí
J>urfa að “éta”, felur margt annaf
í sér. Eins og allir vita, eru á
hvterju heimili ótal margir
hlutir, sem ekki verða “étnir”
Visindin, siem gera þjóðunum
mögulegt, að afla sér allra þessara
hluta og lífsviðurværis síns rétt, og
i samræmi við kröfur tímanna, err
kölluð þjóðmegunar fræði. Þau
fræði eru hinn nauðsynlegasti hlut-
ur fyrir hvern borgara landsins, a?
geta brugðið fyrir sig, og í raun
réttri fyrsta lífsskilyrði hans, ekk
'siður en þjóðanna, en þó um leið
eitt af því, sem hann lætur sig yfir-
feitt minstu skifta.
ViIIiþjóðir allar gera litlan serr
engar kröfur, fram yfir það, sem
þarf til þess að halda í þeim lifi.
fáskrúðugu og fátæku eins og það
er. Þarfir villi-Indíánanna voru
aðeins fæði, klæðnaður 0g skýli yfir
sig. Þeir gátu á mjög auðveldan
hátt veitt sér þetta. Með ofur til-
‘ og Árni Garborg loemst að orði,
mqnu komast að raun um, að “sú
náttúrunnar þeim alt þetta í té.
En eftir því sem menningin eykst
og vex, eftir því aukast og marg-
faldast þarfirnar. Þegar þjóðirn-
ar þroskast, “fella stiklana — og
hljóta með heilanum vinna”, en
“með hornunum dálítið minna”,
eins og skáldið St. G. St. segir, þá
fjölga þarfirnar næstum i það óend-
anlega. Fólkið heimtar: meira,
meira. Það er menningin. Þetta
auðkennir hana frá fáfræði og villu-
dómi. Hivernig eigi að uppfylla
allar þessar þarfir á vileigandi og
skynsamlegan hátt, það er það sem
færri kunna, en allir verða þó að
læra, því það þurfa allir að kunna
“listina að lifa”. En þrátt fyrir
það, hve þörfin á þessu hlýtur að
vera öllum ljós, láta þeir, er leið-
togar lýðsins teljast, sér annara um
að fræða fólkið um alla skapaða
hluti aðra en þá, er að þessu lúta.
Já, þeir láta sig jafnviel miklu meira
skifta,- að fræða unga og gamla um
það, hve marga fætur froskurinn
hefir, eða hvemig fuglar, flugur
eða flær lifa, heldur en um það
hvemig maðurinn geti lifað sam-
kvæmt auknum þörfum tímans og
menningarinnar. Hann má ekkert
um það vita. Það er forboðna epl-
ið, sem ekki má éta af. Augu hans
mundu þá, ef til vill, ljúkast upp,
og feyndardómurinn, að geta lifað
laus' við basl og hungur, verða öll-
um ljós. En það er ætlað hinum
háu og stóru einum, embættis-lýð
vorum, lýðskrumurum og sjálf-
boðnum spámyíinum. Þáð er svo
óaðskiljanlegt stöðum .þeirra, að
þær eru naumast til án þess. En
stöður alþýðunnar og verkalýðsins
eru ekki í þessu fólgnar. Það er
því óþarfi, að þarfir þeirra, er þær
s'kipa, séu eins miklar og eins ríku-
Ilega uppfyltar og þarfir annara
stétta manna. Með því er einnig
strax nokkuð unnið í sparsemis-
áttina. Hitt dettur þeim ekki í hug,
að það geti valdið nokkru foreldri
sársauka, þótt bamshnokkinn
}>eirra litli yndislegi biðji þau um
að gefa sér einu sinni epli að borða,
og þau verði að segja við hann:
“Góða barn. Við eigum lengin epli
til í eigu okkar. Þau eru svo dýr,
að við getum ekki keýpt þati”. —
Vissulega ættu bænir barnanna okk-
ar að koma okkur til þess að hugsa
um þetta, ]>ó ekkert annað gerði það.
Einn stærsti agnúinn sem er á
þvi að koma mönnum í réttan
skilning um þetta, er það, hve erf-
itt ier að fá þá til þess að gæta þess
og skilja ]>að, að peningar eru
hvorki gulh silfur eða bréfsnuddur,
heldur “rauði }>ráðurinn” í æðum
allra starfandi manna. Þeir eru
lífsblóðið sjálft. Það eru allir pen-
ingar “blóðpeningar ’. Dollarinn í
vasa okkar aflar oss svo eða svo
mikiliar fæðu, svo eða svo mikils
klæðnaðar, og svo eða svo mikils af
einhverju af því er mannshöndin er
lögð á eða framleiðir, Það má því
siegja, að }>etta, eða afl þeirra hluta
sem gera skal, sé æðaslög líkamans.
Þtegar æðaslögin dvína eða hætta,
þá er hvorki sáð né uppskorið, unn
Ið né spunnið eða framleiðslan auk-
in á neinn hátt. Á meðan oss
rennur blóð í æðum, framleiðir
líkaminn eitthvað eða aflar peninga,
sem svo tákna flest, ef ekki alt ann-
að ien vér þörfnumst. Llfandi,
hugsandi, starfandi menn eru höf-
undar framleiðslunnar. Peningar
eða auðsmagn er því viðurkenning
fyrir vinnu, vinnu sem kostað hef-
ir einhvern svo eða svo marga blóð-
dropa. Að vísu kostar dollarinn
sem þú annaðhvort finnur á götu úti
eða rignir til þín ofan úr skýjunum
ekkert af sjálfs þins virði, en hann
táknar erfiði lein'hvers. Þegar vér
kaupum eitthvað, kaupum vér það
ekki fyrir peningana sem vér höld-
um á í hendinni, heldur fyrir vinnu
sem mannshöndin hefir afkastað.
Fyrsti kostnaður við alt sem fram-
leitt er og aflað, er vinna. Ef ekk-
ert er unnið, er ekkert framleitt.
Hver einasti hlutur á sölutorginu,
er til fyrir vinnu einnverra, fyrir
það að einhverjir hafa “sveizt
blóði” við að búa þá til. Upprun^
peninganna er því auðsær. Þeir
sem leita uppi “gullsins lindir”, eins
og prédikarar þeir er þegja um
þetta! Er það svo fjarri kjarna
kristindómsins, að launa hverjum
eftir verkum hans, að ómögulega
mégi á það minnast? Eg heyröi
mann einu sinni segja, að prestarn-
ir væru hættir að kenna, en væru í
þess stað farnir að “prédika”!
Hvaða skilning hann lagði í þetta,
skal ekkert sagt um. En mjög
nærri er mér að halda, að það sé,
ástæðan fyrir því, að svo margir
lita orðið á prédikanir prestanna,
sem nokkurs konar áhrifa-lítið og
bragðlaust lvfjagutl. Og afleiðing-
in er svo sú, að fólkið veit eftir sem
áður hvorki upp né niður um það
mikla spursmál, hvernig það eigi
að fara að þvi, að geta aflað sér
þess, sem það þarf á að halda til
þess að geta þó lekki sé nema ein-
hvemveginn fleytt fram lífinu.
Abraham Lincoln, einhver vitr-
asti stjórnpiálamaður, sem uppi
hefir verið, maður, sem manni ó-
sjálfrátt finst likjast Kristi, því
meira sem maður les’ um hann eða
kynnist honum, sagði einu sinni
þessi ógleymanlegu orð: “Hæðsta
takmark hverrar góðrar stjórnar,
ætti að vera iþað, að áfla hverjum
ntanni, eins nákvæmlega og unt er,
þess, er ‘hann vinnur fyrir”. Þessi
mikli sannleikur um verkefni
stjórnanma, er aldrei neíndur á
nafn af leiðtogum lýðsins nú á tím-
um. Niei. — Þeirra aform eru
önnur. Ef þeir geta á ksotnað og
fyrir blóðdropa annara aflað sér
og vinum sínum fjár, eru þeir
ánægðir. Vegimir standa þeim
Kaupmannahafnar
Þetta er tóbaks-asicjan sem
hefir að innihalda heimsins
bezta munntóbak.
Munntóbak
Búið til úr hin-
um beztu, elstu,
safa- mestu tó-
baks blöðum, er
ábyrgst að vera
algjörlega hreint
Hjá öllum tóbakssölum
Œfisaga
Benjamíns Franklins
Rituð af honum sjálfum.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.
fFramh.).
Eg þóttist þess viss' að French
hershöfðingi hefði komið með boð
frá ríkisstjóranum og bréf hans,
spurði eg J>ví skipstjórann eftir
bréfum 'er eg ætti að taka við.
Kjvað hann þau öll vera í einum
pdka og væri ðkki ihægt að ná þeim
sem stæði; en því hét hann, að áð-
ur en við kæmum til Englands,
slkýldi eg fá tækifæri til þes's að
tína þau úr hrúgunni.
Lét eg það gott heita í bráðina
opnir til þess. Skatta álögurnar eru I og héldum við áfram ferðinni um
lindin, er mannablóð”.
Peningar eða auður í 'hyaða mynd
sem er, eru framleiddir. með vinnu,
en er útbýtt af hinum ýmsu stjóm-
um stórum og smáum í þjóðfélag-
inu þannig, að sumir borgaramir
geta sér að meinalausu ausið út 35
þúsundum dollara fyrir hálsfesti
eða annað prjál, en öðrum er alveg
ofvakið og um megn að Veita sak
— og eitt einasta epli ppp í litla
munninn á þeim. Þet$a höfum vér
laglega fyrir oss. Það fvlgir menn-
ingunni. Á meðal villiþjóða sést
það aldrei. Það er sárt að þurfa
að segja það, en það er þó satt.
Og það sem er enn verra en það,
að þeir sem minst vinna, geta veitt
sér< hálsfestina, en þeir sem mest
erfiða og mestum þunga eru hlaðn-
;r og enga hvikl fá, þeir hafa ekki
föng á að kaupa eplið. Hvílíkt
'iróplegt ranglæti! Hvílíkt stjórn-
arfar! Hvílíkir menn og þeir er
bjóðin trúir fyrir málum sínum að
hlýðilegri vinnu lét nægtabrunnur láta þetta viðgangast! Og prestar
leiðih til þess að koma höndunum
ofan í vasa fólksins. Sveitarstjórn-
in okkar með-hönd!ar svo þúsund-
unm skiftir almenningsfé þetta
yfirstandandi ár, fylkisstjórnin svo
miljónum skiftir og sambands-
stjýrnin svo tugum miljóna skiftir.
Alt er }>etta lifsblóð borgaranna.
En svo er þessari lífslind þannig út-
ausið og deilt, að sumir borgaram-
ir mega vel við því að fleygja 35
þúsund dollara út fyrir helberan ó-
þarfa, en aðrir verða að vera án
helztu lifsnauðsynja sinna.
Þétta þarf öllum að skiljast. Á
meðan ]>jóðin hefir enga 'hugmynd
um þetta, er alt hennar raus um
dýrtíð og háan lífeyrir tilgangslaust.
Það er búið að masa um það svo
árum skiftir, og það er ekki útlit
fyrir að iþað hafi nokkurn árangur,
eða ekkert ákjósanlegt i för með
sér að minsta kosti.
Þó Lincoln verði aðeins sex n^án-
uðum af allri æfinni til skólagöngu,
virðist hann vita meira en allir
þessir háskóla menn vorra tima um
]>að, hvemig þjóðféíagið eigi að
afla sér brauðs og lífsviðurværis,
og hver afstaða stjórnanna er, eða
eigi að vera í sambandi við það.
Hann sá, að þrælahaldið, þessi við-
urstygð, að fólk væri látið ganga
kiaupum og söluni, sem skepnur, var
semt ekki nema ein hlið á þrældómi,
og að þrældómur og fátækt er eitt
og hið sama. Því sagði hann ári
áður en liann varð forseti Banda-
rikjanna orð þau er hér fara á eftir
og sem eiga svo vel við efnið sem
hér um ræðir: “Stjóm vor var
ekki skipuð til ]>es's, að hver og einn
í henni gæti farið sínu fram og gert
við aðra líka það sem honum sýnd-
ist. Eg held, að ef það er nokkuð
sem hægt er að benda á sem vilja
hins æðsta, eftir því sem sá vilji
hans opinberar sig í náttúrunni í
kring um oss, sé það, að það sem
einn maður vinnur fyrir með hönd-
um og i sveita sins andlits, skuli sá
maður neyta og gleðjast af í friði.”
Þlar sem hver maður er nú gædd-
ur einum munni til að neyta fæðu
sinnar með, og tveim höndum til
þass að afla sér fæðunnar, finst
mér það alveg ótvirætt, að vilji hins
æðsta hafi verið og sé sá, að þessi
munnur skuli saddur vera af þess-
um höndum. Að nokkur annar,
sam einnig hefir munn að seðja og
höndur að vinna með, seilist eftir
að iseðja sig á annara sveita, er ekki
réttu eðli eða lögmáli samkvæmt.
Ef nokkurn tíma hafði verið ætlast
til þess, að einn æti fyrir alla, hefði
sá hinn sami verið skapaður með
munn að eins, 'en ekki hendur. Og
ef öðrum hefði verið ætlað að vinna
og þræla fyrir alla, án þess að éta,
hefðu þeir verið skapaðir allir
hendur, en án munns. En svona
kaus slcaparinn ekki að gera mann-
:nn úr garði. Og hvað sannar það?
Það sannar það, að hver og einn
eigi að seðja munn sinn og maga
með sinum eigin höndum, hindrun-
aiilaust. Það er arfurinn, hinn ó-
lausu litlu börnunum smum eins ,. , . ...
, ,, . senanlegi rettur, gefinn mannmum
mikið — eða ollu heldur eins litið , , V . r
tvimælalaust af skapara hans og lif
gjafa.
Þegar fjöldanum skilst það, að
stjómirnar, smáar og stórar, róa
ö!lum árum að því, að koma fóturn
undir það fyrirkomulag, sem heim-
ilar fáum að lifa í vellystimnim og
“bílífi” taumlaust, en fjöldinn á
ekki málung matar i fórum sínum,
þá fyrst erf ekki fyr, ier hugsanlegt,
að ástand haús geti orðið ]>að, að
hann megi einnig veita sér lífsnauð-
synjar sínar í samræmi við fram-
farir og meitningu og kröfur tím-
ans.
Þ órir-þursasprengir.
hríð. Þeir sem með okkur voyu i
skipsklefanum vom einstaklega
skemtilegir og lifðu eins og auð-
menn; -ihafði Hamilton lagt fram
alls konar vistir og sælgæti, sem
okkur var öllum heimilt. Á þeSs-
ari ferð skapaðist vinátta milli okk-
an Denhams, sem við héldum til
dauðadagá. Að öðrú leyti var
ferðin ekki slkemtileg, því við hrept-
um andviðri og ill veður.
Þégar við komum inn í enska
sundið efndi skipstjórinn loforð
sitt við mig og leyfði mér að Skoða
í bréfapokann til }>ess ag taka bréf
ríkisstjórans. En eg fann ekkert
bréf, er mér væri falið á hendur.
Eg týndi úr 6—7 sem mér virtust
gelta verið þau bréf, er eg leitaði
að, því þar sýndist mér vera hönd
ríkisstjórans. Sérstaklega styrkti
það þessa ætlun mína að utan á eitt
bréfanna var skrifað til Basket
konunglega prentarans og annað til
einhvers pappírssala.
Við Ikomum til London 24. des-
ember 1774. Eg fór að finna
pappírssalann, því hann var nær
en prentarinn. Afhenti eg honum
bréfið, sem eg hélt að væri frá
Keith ríkisstjóra:
'“Eg þekki engan mann með því
nafni”, sagði hann. En þegar hann
opnaði bréfið, sagði hann: “Já,
hérna, þetta bréf er frá Riddles-
dén. Eg hefi komist að því nýlega
að hann er versti óþokki, og eg vil
engin frekari skifti hafa við hann;
ekki einu sinni fesa bréf frá hon-
um.” Hann braut saman bréfið,
laumaði ]>ví í lófann á mér og fór
frá mér til þess að sinna einhverj-
um viðskiftavini.
Eg var steinhissa Iþegar eg komst
að því að þetta voru ekki bréf frá
ríkisstjóranum. Síðan velti eg því
fyrir mér í huganum á allar lundir,
og loksins fór eg að efast um að
riikisstjórinn ihefði verið mér ein-
lægur. Eg fór að finna Denham
vin minn og sagði honum upp alla
söguna. Hann lýsti því fyrir méf
hvternig maður Keith væri. Kvað
(hann ]>að langlí'klegast að hann
hefði engin bréf sikrifað handa
mér, og að enginn sem þekti hann
léti sér koma til hugað að trevsta
honum í smáu né stóru. Hló hann
dátt að þeirri hugsun að Keith rí’k-
iisstjóri hefði ætlað að gefa mér
meðmælabréf til þess að veita mér
ýraust, þar sem hann hefði hvergi
neitt traust sjálfur.
Eg ráðgaðist um það við hann
hvað eg slkyldi gera og ráðlagði
hann mér að reyna að fá mér at-
vinnu við iðn mína.
“Þú getur fullkomnað þig hér hjá
prenturunum”, sagði hann. “Og
þegar þú kemur svo seinna til
Vesturheims, þá verður þú færari
um að byrja á eiginn reikning en
þú værir nú.”
Svo vildi til að við vissum það
báðir eins vel og pappírsisalinn að
Riddlesden lögmaður var erkifant-
ur. Hann hafði hálf-eyðilagt föð-
ur ungfrú Read með þVi að narra
hann til þess að ganga í ábyrgð
fyrir sig. 1 þessu bréfi var svo að
sjá sem eittihvert leynibrugg væri
á seiði til þess að gera Hamilton
tortryggilegan, en svo var ráð fyrir
gert að hann kæmi á þessu skipi
nieð okkur. Var svo að sjá s'ern
Keith væri í þessu samsæri með
Riddlesden. Það var því að nokkru
leyti af vináttu við Ihann að eg
heimsótti hann og afhenti honum
bréfið. Hann þakkaði mér inniléga
og taldi upplýsingarnar vera sér
mikils verðar, og upp frá því var
hann ávalt vinur minn, en það varð
mér til stórrar htmingju síðar við
mörg tæíkifæri.
En hvað á eg að segja um ríkis-
stjófann, að hann skyldi hegða sér
þannig? Að bjóða saklausum, fá-
tækum og fávísum unglingi aðstoð
sína og svikja liann svo eins ómann-
Idga og þetta; það var ekkert lítil-
ræði. Þetta var siður sem hann
hafði vanið sig á. Hann vildi geðj-
Umboðsmenn Lögbergs.
Jón Péturson, Gimli, Man.
Albert Oliver, Grund, Man.
Fr. Frederickson, Glenboro, Man.
Ý. Maxon, Selkirk, Man.
S. Einarson, Lundar, Man.
G. ValdimarsoTf, Wild Oak, Man.
Th. Gíslason, Brown, Man.
Kr. Pjeturson, Hayland, Man.
Oliver Johnson, Wpgosis, Man.
A. J. Skagfeld, Hove, Man.
Joseph Daviðson, Baldur, Man.
Sv. Loptson, Churchbridge, Sask.
A. A. Johnson, Mozart, Sask.
Stefán Johnson, Wynyard, Sask.
G. F. Gíslason, Elfros, Sask.
Jón Ólafson, Leslie, Sask.
Jónas Samson, Kristnes, Sask.
Guðm. Johnson, Foam Lake, Sask.
C. Paulson, Tantallon, Sask.
O. Sigurdson, Burnt Lake, Alta.
S. Mýrdal, Victoria, B.C.
Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D.
Jónas S. Bergmann, Gardar, N.D.
Sigurður Johnson, Bantry, N.D.
Olafur Einarson, Milton, N.D.
G. Leifur, Pembina, N.D.
K. S. Askdal, Minniota, Minn.
H. Thorlakson, Seattle, Wash.
TJi. Símonarson, Blaine, Wash.
Ý. /. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash.
ast öllum, og af því hann var þess
ekki megnugur að veita mikla
hjálp, gaf hann aðeins loforð og
góðar vonir. Að öðru leyti var
hann skynsamur og hygginn maður
og ritaði allvel, var góður ríkisstjóri
fyrir fólkið. Samt voru menn ekki
sem ánægðastir m'eð hann í hans
eigin kjördæmi; þótti ihann oft
fara á móti vilja kjósenda sinna.
Mörg af vorum beztu lögum voru
samin af honum og öðluðust gildi
í hans stjórnartíð.
Við Ralph vorum saman öllum
stundum. Við fengum okkur
gististað saman á “Litla Bretlandi”
fyrir þrjá sikildinga og sex peninga
á vilku — var það einis hátt og við
gátum borgað. Ralph fann nokkra
ættingja isem hann átti þar, en þeir
voru allir bláfátækir og gátu enga
aðstoð veitt honum. Hann sagði
mér nú frá því að hann ætlaði sér
að ílengjast íLondon og að hann
ætlaði aldrei aftur til Philadelphia.
Hafði hann ekki haft með sér
neina j>eninga; það litla sem hann
gat dregið saman hrökk aðeins til
borga fargjaldið. Eg átti $15.00
og lánaði eg ihonum dálítið öðru
hvtoru þegar hann var í vandræð-
urn, rétt til þess að kaupa sér fyrir
mat á meðan íhann var að Ieita sér
að atvinnu. '
Fyrst reyndi hann að komast að
vinnu við leikhús, því hann hafði
þá trú að hann væri gæddur hæfi-
lei'kum til þess að leika. Maður-
inn sem hann fór til hét Wilkes og ^
réði hann honum hreinskilnislega
frá því að hugsa um þá stöðu, því
það væri ómögulegt að honum tæk-
ist að vinna sér það álit. Þá fór
hann til manns er Roberts ihét; var
hann bókaútgefandi og átti heima
í “Paternoster Row”. Þessi maður
gaf einnig út blöð, og vildi Ralph
fá hann til Iþess að veita sér at-
vinnu við það að stjóma viikublaði,
svipuðu blaðinu “Sjæctator”. En
Ralph vildi gera það með ýmsum
slkilyfðum, sem Roberts gekk ekki
að. Þá rteyndi hann að fá vinnu
við það að endurrita skjöl fyrir
lögmenn, en það fór á sömu íeið.
Eg féklk tafarlaust vinnu hjá
manni sem Palmer hét. Var hann
eigandi nafnkunnrar prentsmiðju,
sem var i “Bartholomew Close”,
Þar var eg leitt ár. Eg var fremur
iðinn, en lét Ralph hafa talsvert af
því sem eg vann mér inn, til Iþess
að eyða á leikhúsum og öðrum
skemtistöðum. Við höfðum nú
báðir eytt öllum fimtán dollurunum
mínum og eftir það- hrökk kaupið
aðeins fyrir því, sem við eyddum.
Ralph virtist alveg gleyma kion-
imrrhsinni og baminu, og eg gleymdi
því liika smátt og smátt að eg var
trúlofaður jmgfrú Read og skrif-
aði eg henni aðeins eitt bréf, til •
þess að láta hana vita að eg mundi
ékki koma vesturaftur bráðlega.
Þétta var önnur af hinum stærstu
yfirsjónum mínum, sem eg feginn
vildi leiðrétta ef eg mætti lifa æfi-
ár mín upp aftur. Sannleikurinn
var sá að það kostaði okkur svo
mikið ao lifa að eg hafði aldrei nóg
í fargjald vestur aftur.