Lögberg - 18.01.1917, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.01.1917, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JANÚAR 1917 “ÖRYGCI I’VItST" er orðtak sem hefir náð festu á öllu mcginlandi Ameríku, or hefir orðið miljónum manua til góðs. "pÆGlNDI FYRST” er orðtæki sem vér erum að festa með- al fólks í bírnum til hagnaðar fyrir þúsundir bifreiðar eigenda. Vér seljum “Ford” bifreiðar. Vér seljum “Detroit” rafmagnsbifreiðar. En aCaltilgangur vor meS verzlun vorri er sá, að veita mönnum þsegindi fremur en að selja. Aðrir verzlarar selja “Ford” vélar, en ekki á sama hátt og vér. Vér seljum “Ford” vél- ar og vér seljum þjónustu með þeim. Vér veitum yður fyrst þægindi með hagkvæmum skilmálum — skilmálum sem eiga við alla menn á öllum tím- um, fátæka sem rtka. Vér veitum yður þægindi I öðru lagi með því að útvega yður “Ford” sérfræðinga, til þess áð annast um vélar yðar eítir að þér kaupið þær. Vér veitum yður þæg- indi enn fremur með því að hafa ávalt á reiðum höndum stærstu og beztu aflvélastöð 1 öllu ríkinu. Vér veitum yður einnig þægindi með þvi, að geyma vélar yðar þegar þér þurfið þess. Vér höfum geymslurúm fyrir 150 bifreiðar. Vér h|fum mikið upp- lag af “Ford” og “Detroit” pörtum. ef eitthvað bilar. Vér höfum full- komnasta viðgerðarhús í Vestur Can- ada. Vér óskum þess ekki að þér takið vor eigin orð trúanleg fyrir þessu. Vér viljum sanna yður það. Eina ráð- ið til þess er að reyna oss. pað ætti að borga sig fyrir hvern einasta bif- reiðareiganda t Winnipeg að skoða verkstæði vort. það hlýtur að vera mönnum áhugamál. pað sýnir mönn- um hversu mikið er varið í hreinlæti og nákvæmni, og vér biðjum menn að- eins að komast að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að “Winnipeg Motor Ex- change Service” er áréiðanleg, full- komin og mikils virði hvern einasta dag ársins. þér finnið það út að allir vorir verkamenn hugsa aðallega um að “veita þægindi”. Pað eru hin ór^t- uðu lög félags vors og þvt er nákvæm- lega fylgt 1 hverri deild, af hverjum einstaklingi sem vinnur.fyrir “Winni- peg Motor Exchange”, alla leið frá forstöðumanninum til hins yngsta á verkstöðvunum. WINNIPEG M0T0R EXCHANGE City Garage Head Office Phones Portage and Victoria Main 2281-2283 Or bænum Seljið ykkar gripahúðir til E. Thorwaldsonar að Mountain, N. D., fyrir 20 til 23 cent pundið. Kristján Johnson var kosinn sveitaroddviti í Baldur sveit og annar landi Frederickson, er þar einnig í sveitarstjóminni. Þórarinn Stefánsson frá Bifröst var á ferS hér i bænum 2. þ. m. Hann kvað alt tíðinda laust, en líiS- an góða. KvenfélagiS “Hlín” atS Markland P. O. hefir sent $10.00 gjöf til Rauöakross félagsins, og var þaiS afhent af G. F. Lindal. Fyrir þetta er þakkaö. T. E. Thorsteinson, féh. Þau hjón R. A. Westdal frá Wynyard fóru hér um fyrra mánu- dag á leiö til Minneota aö heim- sækja vini og vandamenn. Ingvar Ólafsson kaupmaður hér í bænum skrapp nýlega vestur til Kandahar að lita eftir eignum sín- um. Mrs. G. B. Josephson frá Wyn- yard var flu-tt hingaö dauöveik 8. þ. m. og skorin upp viö bothlanga- bólgu. Geröi Dr. Brandson skurö- inn og líður Mrs. Josephson vel. Barney Bjömsson og fjölskylda hans frá Wynyard, sem hér var og í Selkirk hjá vinum sinum nokkr- ar vikur fór heim aftur 4. þ. m. Þorbjörn Thorláksson frá Selkirk fór vestur til Wynyard fyrir jólin og sat 'hátíðirnar hjá séra H. Sig- mar og konu hans, systur sinni. Hann kom þaðan aftur 8. þ. m. Frá Leslie er oss skrifað að Paul Revere sé aö bvrja á meðalabúð þar í bænum. Er þess getið að Dr. Neill hafi læikningastofu sina í sömu byggingunni. Segir bréfritarinn að beendur i grend'inni standi á bak við þessa nýju lyfjabúð og er Vel spáð fyrir henni. Þess var getið í síðasta blaði að Mrss Goodman hefði keypt 7 blöð af Lögbergi til þess að senda her- mönnunum. Þetta biður hún að leiðrétt sé. Hún kveöst leikki eiga ein þakfklætið skilið, heldur hafi hún keypti blöðin fyrir hönd Dork- as félagsins í Argyle. Halldór kaupmaður Rastman frá Riverton var á ferð hér t bænum fyrra miðvikudiag og fór heimleiðis aftur á föstudaginn. Halldör kvað verzlun við fljótið hafa verið sér- lega mikla í ár. Sameiginlegur fundur var hald- inn i stúkunum Heklu og Skuld á föstudaginn til þess að ræöa um is- Ienzku kten&lu. Var þar samþykt aö kenslu skyldi fara fram á hverj- um laugardegi kl. 4.30 til kl. 5.30 e. h. í Goodfemplarahtisinu. Verð- ttr nemendum skift i 6 deildir og beztu ikennarar fengnir sem völ er á; sömuleiðis Iþau kensluáhöld sem nauðsynkigust eru. Þessi kensla er öllum ókeypis og er jafnt opin þeim sem ekki ertt í félaginu og hinttm: er vonandi aö fólk færi sér þaö í nyt. Mrs. G. Búason og Mrs. O. P. Lambonrue hafa staðið fyrir kenslu barnanna aö undanfömu og er þetta aukiö áframhald af þeim skóla. Verkstofu Tais.: Heim. Tals.: Garry 2154 Garry 2948 G. L. Stephenson Plumber Ailskonar rafmagnsihöld, svo sem straujúrna víra, allar tegundir af glöstun og aflvaka (batteris). VINNUSTOFA: G7E HOME STREíT, WINNIPEG J?ar til eftir jól næstkomandi borga eg 20 til 30 cents fyrir pundið í gripahúðum. E. THORWALDSON. Stiefán Pétursson prentari Heimskringlu hefir legiö veikur aö undanfömu, en er nú á batavegi. “Baldur Gazette” segir þá frétt að látist hafi 6. þ. m. Mrs. B. Bjömsson að Brú, 63 ára gömul. Hún dó af hjartabilun. Mrs. Bjömsson kom hingað vestur fyrir 33 árum og hafði altaf verið í sama héraðinu. Hún lætur eftir sig ekkjumann og 7 börn: Mrs. H. Sigurðsson, Gísla, Geir, Mrs. A. Sigmar, Þorbjörgu, Hermann og Maríu. Jarðarförin fór fram 10. þ. m. og jarðsöng séra Friðrik 'Hallgrímsson ihina látnu. Þriðjudaginn 2. janúar voru þau Thordur Gunnarsson og Thordís Thomason bæði frá Mozart gefin saman í hjónaband af séra H. Sigmar. Á eftir hjónavígslunni var rausnarleg veizla á heimili Thordar Árnasonar og konu hans. Mörgum af ættingjum brúðhjón- anna var boðið þangað. Ungu hjón- in setjast að á búgarði brúðgumans fyrir norðan Mozart, Sask. Sunnudaginn 7. jan. andaðist Anton Sturlason, 23 ára að aldri, eftir langa legu í tæringu, á heimili foreldra sinna við Dafoe. Hann var jarðsunginn í garfreit Augustinus- arsafnaðar við Kandahar þriðju- daginn 9. jan. af séra H. Sigmar. Guðáþjónustur í prestakalli mínit sunnudaginn 21. jan. 1917: fi) í Wynyard kJ. 11 f. h. (2) I Kandahar kl. 2 e. h. — Allir vel- komnir. H. Sigmar Keewatin, Ont., 30. des. 1916. “Jón Sigurðson” félagið Winnipeg, Man. Heiðruðu félagssystur:— Nokkrar íslenzkar konur í Köe- watin, Ont. hafa myndað starfsem- is félagsskap sin á milli, til ‘hjálpar vkkar göfuga fólagsskap,' og er ósk félagsins að þeirra litla framleiðsla verði til styrktar særðum íslenzkum hermönnum. Með þesstwn línitm leggjum við hér með “Postal Note” fyrir þrjátíu og fimm dollurum. Með innilegri ósk um að vkkar göfuga fyrirtæki vegni vel á kom- andi tíma. Starfsemisfél. .slenzkra 'kvenna í Keewatin. í æfiminningtt Guðnýjar Vigfús- dóttur 52. 'blaði Lögbergs 28. des. s. 1. er sú villa að kona Vigfúsar Þorsteinssonar, sonar Guðnýjar er ntefnd Guðrún Guðmundsdóttir, en hún heitir Guðrífíur Guðmundsdótt- Guðsþjónustur við Manitobavatn. 1 Darvin skólahúsi 21. janúar. í Siglunesskólahúsi 28. janúar. — Guðsþjónusturnar byrja á vanaleg- um tíma kl. 2 e. h. Sig. S. Christophersori. Kona Ama Sigurðssonar starfs- ntanns Ixjgltergs hefir legið veik á sjúkrahúsinu í Winnipeg að undan- fömu. Dr. Brandson skar hana upp við magasári og tókst það ágætlega vel; hún er á góðum bata- vegi. Kristjana Thorarensen andaðist á sjúlcrahúsinu í Winnipeg 9. þ. m. eftir langvaran'di veikindi. Hún var jörðuð af séra F. J. Bergmann á mánudagirtn. Kristjana var vel gefin stúlka, gáfuð og mentuð. Hún var 'kunnug íslendingum hér að óþrevtandi starfsemi fyrir Good-] templara félagsskapinn; voru fáar sttúlkur sem því máli unnu betur þegar mest á lá og það átti fáa vini. Kristjana og kona séra F. J. Bergmanns munu, hafa verið þre- menningar. to. þ. m. gaf séra Bjöm B. Jóns- son saman í hjónaband þau George William Jones frá Áslhem og Bertha Sigurðson, sem átt hefir hei.ma hjá tþeim Paul Joihnson og 'konu hans á Wi'lliiam Ave. hér í hæ. Hjónavigslan fór fram á heim- ili pre.stsins að 659 William Ave. Sigurður Sigbjörnsson frá Leslie, kona ihans og dóttir 'komu hingað á þriðjudaginn. Var Sigurður að fylgja konu sinni til læknis. Dr. Brandson sker hana upp við brjóstameini bráðlega. Fæði og herbergi fyrir tvo í góðu húsi með öllum þægindttm, þar á meðal síma. — Ritstjóri Lögbergs vísar á. (B.) Goodtemplaras'túkan Hekla nr. 33 'hefir ákveöiö aö halda hluta- veltu og dans mánudagskveldið 12. febrúar í Goodtemplarahúsinu. Eru allir meðlimir og aörir viáir stúk- unnar vinsamlega beönir aö styrkja þetta fyrirtæki. GLERAUGU, SEM ERU PÆGILEG. a- w ÞEGAR ÞO ÞARFNAST GLERAUGU þá farðu til H. A. Nott hjá Strains Limited. Einn af hans beztu gleraugna sérfræðingum að 313 Portage Ave. eða 422 Main St. reynir í þér augun og lætur þig hafa við- eigandi gler af hvaðá tegund sem þú óskar. Gleraugun og skoðun kostar þig $3.00, til $5.00 eða meira eftir gæðum sem þú vilt hafa, og það er ábyrgst að þú verðir ánægður. 313 PORTAGE LIMITED OPTíCíANS Sjáið skjalið í glugganum með KROTOR SHUR-ON 422 MAIN 27. Desember 1916 hélt Jóns Sig- urðssonar félagið samsæti börnum og konum íslenzkra hermanna. Forstöðukonur félagsins voru til staðar að taka á móti gestum sínum með mikilli alúð; sv'o var samkoman sett af forseta félagsins, Mrs. Car- son, og bauð hún alla velkomna í nafni Jóns Sigurðssonar félagsins, með hlýjum orðum; mintist hún á hvað þær félagskonur hefði. langað til að kynnast konum og mæðrum íslenzku hermannanna, sem hefðu lagt svo mikið í sölurnar fyrir þetta stríð, með því að gefa menn sína og sonu og hvað þær verðskulduðu þar fyrir. Þá mintist forstöðukona fél. á þá miklu fórn, sem íslenzku her- mennirnir sýndu með því hugrekki að gefa sjálfa sig fríviljuglega, þess vegna væri heilög skylda að muna eftir þeim, þó í fjarlægð væru, og það væri gleði Jóns Sigurðssonar fé- lagsins að hafa nú getað sent jóla- kassa til allra þeirra hermanna, sem þær gátu fengið nöfn á, og ættu þær rnikið að þakka öllum þeim, sem gjafir hefðu sent til félagsins. Hún gat þess, að lítið hefðu þær þurft að biðja um hjálp, alt hefði komið svo að segja óbeðið. Svo áminti hún aðstandendur um að skrifa oft i viku ef unt væri, svo tíminn yrði styttri og ánægjulegri fyrir þá. Að I endingu tölu sinnar las hún upp bréf '• frá einttm hermanni, þar sem hann lýsti gleði sinni og þakklæti fyrir sendiniguna. Öllum börnum sem kornu til boðs- ins var gefinn sælgætispakki, svo var þeim skemt vel á eftir og þar næst var fram reitt allslags brauð, kaffi og súkkulaði. Þetta var nú reglu- leg veizla, og get eg ekki látið hjá líða að minnast með þakklæti á sam- sætið og óska Jóns Sigurðssonar fé- laginu til heilla á komanda ári 1917. S. P. J. “Gleymt er þá gleipt er” / Spyrjist fyrir í búðum eftir skóm frá RYAN. það eru skórnir sem endast vel fara vel og eru þar að auki ódýrir. H EFIRÐUheim- sótt nýu búð- ina hans Guðmundar Jónssonar á Sargent Ave.,sem hann flutti í rétt fyrir jólin Hann hefir ennþá SÉIRSTÖK KJÖRKAUP á nokkrum sér- lega vönduðum drengja og stúlkna fatnaði. T. d. drengja buxur á $1, $1.25, $1.50; ágæt tegund [Corderoy] á $1.75. Einnig karlmanna buxur ($5 virði) á $3.50, og sendast með pósti, flutningsgjald borgað. Silkitreyjur kvenmanna (blouses), gjafverð $1.25 uppí $2.50. Gleymið ekki númerinu : 696 Sargent Av. Guðm. Jónsson SKEMTI-SAMKOMA undir umsjún kvenfélags Skjaldborgar-safnaðar SKJALDB0RG Miðvikud. 24. Janúar 1917 Myndasýning, Söngvar, Music, Recitation Ávarjt forseta (séra Rúnólfur Marteinsson) Myndir frá ítalíu. Quartette—“Bjargið alda, borgin mín” (meS átta myndum). Misses E. Thorwaldson og H. Hermann Messrs. D. Jónasson og H. Methusalems Recitation—“Cúrfew shall not ring to-night” (með 12 myndum) Mrs. Lambourne Kinsöngur—“The Lost Chord” (\ íslenzkri þýðingu eftir Dr. Jóhannesson) nteð níu niyndumj—Miss E. Thorvaldson Fiólíns spil — G. Oddson. Quartette—“Frá Grænlands ísgnúp yztum (með 9 mynditm). Misses E. Thorwaldson og H. Hermann, Messrs. D. Jónasson og H. Methusalems BYRJAR KL. 8 e. h. ADGANGUR 25c. 1. 2_ 3. 4. 6. 7. Sveinn Sveinsson liggur veikur á sjúkrahúsinu hér. Dr. Brandson skar hann upp á mánttdaginn við innvortis sjúkdómi. Hann hefir veriö veikur lengi. Munið 'eftir hermiþinginu í kveld (fimtudag). Eg hefi þrjár bújarðir til sölu eða rentu, eða í skiftum fyrir bæj- areignir. Finnið mig að máli i Suite 16 Hekla Block. Sími Sh. 1907. Friðrik Kristjánsson. Söng'flokkur Skjaldborgar safn- aðar heldur söngæfingu i kveld (fimtudag), sem byrjar kl. 8 stund- víslega í húsi Jóns Austmans og konu hans að 512 Toronto St. Jóhannes Enlend'sson frá Pem- bina, kjmdari fyrir C.P.R. félagið, kom hingað til bæjarins á þriðjtt- daginn; var hann á ferð til Cenora. Faðir Jóhannesar er veikur og ætl- ar hann að reyna að fá mánaðar frí hjá félagintt fil þes? að vera heima hjá honum. Ritstjóri Lögbergs þakkar kær- lega fyrir málaða mynd er landi vor Ohristjánson sendi honum um nýj- árið frá New York. Christjánson er uppeldissonur Guölaugs Christ- jánssonar, sem hér var lengi, en er tiú i Saskatoon; en hann er sonur Mrs. Walters, efnilegur maður og vel gefinn. Er hann á lilstaskóla i New York og hefir unnið sér þar mikið álit. Myndina hefir Ohrist- jánsson málað sjálfur og er hún af fruimbýlingslegum bóndabæ aö vetrarlagi, einstaklpga einkennileg fyrir sttma parta þessa lands. Árs'fundur Skjaldborgar safnað- ar verður haldinn föstudagskveldið 19. þ. m. (\ þessari viku). — Fólk beðið að fjölmenna. í mörg ár 'hefir hinn milkilsvirti prestur lútersku kirkjunnar séra N. S. Tihorláksson verið skrifari og féhirðis s'kólaráðsins i Selkirk. ILefir hann enn þá verið valinn i þetta embætti í ár. Blaðið “Re- cord” Iætur aöeins í ljósi skoðun al- mennings þegar það spáir því að iþessi valinkunni maður og IrúVerð- ugi muni skipa þetta embætti um mörg ákomin ár eins vel og hann hefir gert það að undanfömu. “Selkirk Weekly Record”. Hjjörn Stefánsson frá Nesi var á ferð í bœnum á miðvikudaginn. Hann sagði engar fréttir aðrar en þær að verð á fiski er hærra en dæmi séu til. Björn Sigurðsson ikaupmaður frá Ámesi var á ferð hér í bænum á miðívikudaginn í verzlunarerindum. Þorsteinn Oliver, sem Dr. Jón Stefánsson skar upp nýlega, er kominn út af sjúkrahtrsinu og liður vel. Samkoma ætlar “Höme Economics Siciety” að halda að Lundar í I.O.G.T. Hall 2. febrúar 1917. Prógrammsnefnd- itt lofar ágætu prógrammi, hrífandi dansi og góðu tunglsljósi. Inn- gangur og veitingar frítt. Allir velkoninir. Mrs. Th. Eyjólfsson, skrifari. Svo var nærri farið fyrir mér í þessu máli. Árið 1898 hélt Mrs. V. Lund' (á Gimli) tvær samkomur til að stofna sjóð, í þeim tilgangi að kaupa leg- sti^in á leiði Nielsar heitins Lambert- son læknis og konu hans, sem bæði dóu hér í Winnipeg og liggja í sömu gröf í Brookside grafreitin- um. Mrs. Lurid afhenti mér sjóð- inn, sem var $14.50 og bað mig að leggja á vöxtu þar til hann stækk- aði. Eikkert ‘hefir verið gafið í þann sjóð síðan, en, bankastjórinn segir mér að 'hann sé nú með wöxtum $25.42. Eg altglýsti það í Lögbergi, þeg- ar eg tók við-þessum sjóð. En það var eins mleð hann og sjóðinn sem átti að stofna með útgáfu kvæða- bókarinnar hans Gests 'heit. Páls- sonar, hann varð ekki nógu stór til þess að kaupa fyrir hann stein yfir leiði hans, eins og ætlast var til með útgáfu kvæðanna. Að minsta kosti er enginn steinn kominn á leiði hans enn þá. Nú get eg 'eíkki látið þetta liggja svona lengur í dái,, sérstaklcga vegna þess að í vor hljóta legstein- ar að stíga í verði, ef tiil vill svo mikið sem 25%, svo eg verð áð kaupa af þeim vörum, sem ekiki liafa hækkað í verði. En leins og margan kann að gruna er ekki hægt að kaupa stóran stein fyrir þessa upphæð. Þar af leið- andi leyfi eg mér að skora á alla þá, sem k_mnu að hafa iþegið hjál]) þessa góða læknis í sinni fátækt, og ekki gátu borgað honum þá að fullu, að gleyma ekki hvað hjálpin kom sér þá vel og sýna það með því að leggja eitthvað í sjóð þenn'e fyr- ir fyrsta marz næstkomandi. Eins bið eg þá sem gætu gefið mér einlhvettjar upplýsingar við- víkjandi grafskrift á steininn, að senda mér iþær. A. S■ Bardal, 843 Sherbrooke St., Winnipeg. Aths. — Af því að minst er hér á legstein Gests Pálssonar og mér er það mál skylt, skal tækifærið notað til þess að skýra frá, að ekki hefir komið nóg inn fyrir bókina til að borga prentunarkostnaðinn. Arnór Árnason, sem lagði fram alt féö, tapaði á útgáfunni. — Ritstj. — Til meðlima stúk. “fsafold” No. 1048, I.O.F. Með því eg var á síðasta árs- fundi stúk. kosinn fjármálarit- ari, skal það auglýst hér með, að eg tek við gjöldum meðlima heima hjá mér, að 724 Beverley sræti á hverju kveldi frá kl. 7— 9 (síðustu viku hvers mánaðar, nema föstudag og sunnudag), og ekki tek eg við slíkum gjöldurh á förnum vegi eða þar sem eg er að vinnu minni. S. Sigurjónsson, Tals. G. 4448 724 Beverley St. (Jjafir til Betel. G. Strancllærg............$ 5.00 élnefndur................... 2.00 Aheit frá ónefndum . . . . 5.00 Samskot við guðsþjónustu að Framnesi.............. 4.00 Kvenfél. Sf. Pauls safnaðar, Minneota. Nýjársgjöf til Betel................... 25.00 Jón Brandson, Gardar .... 5.00 Kvenfél. “Eining” í Seattle 15-°° H. P. Tergesen, Gimli .... 10.00 Kvenfél. “Djörfung” Icte- landic River............ 25.00 Þáð er skylda mín aö biðja kven- félagið “Djörfung” fyrirgefningar á Iþví að hafa ekki kvittað fyrir þetta fyr. En þaö var algjörlega óviljandi. Gjöfin kom njeö góðum skilum til mín. Með innilegu þakklæti. J. Jóliannesson, féhirSlr. KOL KOL Ertu vel undir veturinn búinn með eldsneyti? Bíiidu ekki þangað tii alt er fult af srtjó meS það að panta kolin þtn. Gerðu þaS tafarlaust, áSur en kuldakastiS skellur á. pegar þú pantar, þá gleymdu þvl ekki, að við seljum allar beztu kolategundir. það er hiti f hverri einustu únzu of kolunum okkar, og hitinn er það sem þú þarft. Abyrgstir, harðir kolahnullungar, eldavóiakol og hnetukol á $11,25 og Bethbridge kol á $9.50 tonnið Ekkert sót, ekkert gjall; Ilrein kol og öskulitil. Reyndu þau tafar- laust og það verður til þess, að þú brennir aldrei öðrum kolum — — Við verzlum með allar kolategundir til þess að geta þóknast öllum i kröfum þeirra. — Við æskjum eftir pöntunum þinum; ábyrgjumst greiðan flutning og að gera alla ánægða. TAIiSÍMI: GARRY 2620 D. D. WOOD & SONS Limited Skrifstofa og sölutorg á horni Ross og ArUngton stræta. Auglýsið í Lögbergi Kennara vantar fyrir Pine Creek skóla No 1360. Skólinn byrjar 1. febr. 1917 (fyr ef umsækjandi óskar), og heldur áfram í 5 mánuði. — Umsækjandi tiltaki æfingu, mentastig og kaup- gjald. Skrifið til B. G. Thorvaldson, Piney P. O., Man. TIIi MINNIS. Fiimliir í Skuld á hverjum miðviku- degi kl. 8 e.h. Fundur í Ileklu á hverjum föstudegi kl. 8 e.h. Fundnr í barnastúkunni á hverjum laugardegi kl. 3.30 e.h. Fundur í liberal klúbbnum á hverju mánudagskvcldi kl. 8. Fundur í eonservatív klúbhnum á hverju fimtudagskveldi kl. 8. Fundur í Bandalagi Fyrsta lút. safn. á hverju fimtudagskveldi ki. 8. Fundur í Bjarma á hverju þriðju- dagskveldi kl. 8. Ilermiþing á hverju fimtudagskveldi kl. 8. íslenzkukensla £ Fyrstu lút. klrkju á föstudagskveldi frá kl. 7 til 8. fslen/.k 11 kensia í Skjaldborg á hverju þriðjudagskveldi kl. 7. fsleu/.kukcnsla í goodtemplaralmsinii á hverjum laugardegi kl. 3 e.h. Járnbrautarlest til VVynyard (i hverj- um degi kl. 11.40 e.b. .Tárnbraiitarlost frá VVynyard á hverj- um degi kl. 7 f.h. MULLIGAN’S Matvörubúð—selt fyrir peninga aðeins Með þakklæti til minna islenzku viðskiftavina bið eg þá að muna að eg hefi góðar vörur á sanngjörnu verði og ætið nýbökuð brauð og góðgæti frá The Peerless Bakeries. MULLIGAN. Cor. Notre Darae and Arllngson VVINNIPEG Ef eitthvað gengur að úriuu þínu þá er þér langbezt að scada það til hans G. Thomas. Haun er LBardals byggingunni og þú mátt trúa því að úrin kasta eflibelgn- um í höndunum á honum. Ert ÞÚ hneigður fyrir hljómfrœði? Ef svo er þá komdu og findu okkur áður en þú kaupir annarsstaðar. Vtð höfum mesta úrval allra fyrir vest- an Toronto af Söngvum, Kensln-áhöldum, Lúðranótum, Sálmuni og Söngvuni, Hljóðfæraáhöldum. o.sfrv. Reynsla vor er til reiðu þér til hagn- aðer. Vér óskum eítir fyrlrspurn þinni og þær kosta ekkert. WRAY’S MUSIC STORE 247 Notre Darae Ave. Plione Garry 688 Winnipeg Eg hefi nú nægar byrgðir af “granite” legsteinunum “góðu” stöðugt við hendina handa öllum, sem þurfa. Svo nú ætla eg að biðja þá, sem hafa verið aö biöja mig um legsteina, og þá, sem setla að fá sér legsteina í sumar, að finna mig sem fyrst eða skrifa. Eg ábyrgist að gera eins vel og aðri^, ef ekki bctur Yðar einlægur. A. S. Bardal. VJER KAUPUM SELJUM OG SKIFTUM GÖMUL FRIMERKI frá öllum löndiim, nema ckkl þessi vanalcgu 1 og 2 centa frá Oanada og Banilaríkjunufn. V?ki-ifið á ensku. O. K. PRESS, Printers, Rm. 1, 340 Main St. VVinnlpeg Nýasta aðferð að ' lœkna kvef. Kvef, slímhimnubólga Og lungnapípu- sjúkdómur læknast bezt með gerladrep- andi, græðandi Iegi »em notað er með gufudreifng og innsognun. Þessi aðferð læknar höfuðkvef og hálslasleika, og ef það er notað reglulega, þá læknar þaðsjúk- dóma þótt gamlir séu. Biðjið um góð lyf við hvaða sérstakri veikt sem er. WHALEYS LYFJABÚÐ Phone Sheebr. 268 og 1130 Horni Sargent Ave. og Agnea St. /—..... ......... Þúsundföld þægindi KOL og VIDUR Thof. Jackson& Sons Skrifstofa . . . . 370 Colony St. Talsími Sherb. 62 og 64 Vestur Yards.....Wall St. Tals. Sbr. 63 Fort Rouge Yard . . í Ft. Rouge Tals. Ft. R. 1615 Elmwood Yard . . . . í Elmwood Tals. St. John 498 *— "" A. CARRUTHERS CO., Ltd. verzla með Húðir, Sauðar gærur, Ull, Tólg, Seneca rót og óunnar húðir af öllum tegundum Borgað fyrirfram. Merkimiðar gefnir. SKRIFSTOFA: VÖRUHÚS: 124 King Street. Logan Ave. Winnipeg UTIBU: Brandon, Man. Eldmonton, Alta. Lethbridge, Alta, Saskatoon Sask. Moose Jaw, Sark, Manitoba Dairy Lunch Cor. Main og Market St. Á hverjum degi er hægt að fá máltíðir hjá oss eins og hér segir: Special Lunch frá kl. 12 til kl. 2 e.h.’ og Special Dinner frá kl. 5 til kl. 7-30 e.h. Þetta eru máltíðir af beztu tegund og seldar sanngjörnu verði. Komið Landar. I. Einarsson. Bókbindari ANDRES HELGAS0N, Baldur, Man. Hefir til sölu íslenzkar bækur. Skiftir á bókum fyrir bókband eða bækur. Valdimar Eiríksson frá Ottobygö kom hingaö til bæjarins á laugar- daginn var. Hann sagöi engar fréttir aörar en þær að Vilhjálmur bróðir hans sem er í hernum sé særður og liggi á ‘sjúkrahúsi t LiverpoöÍ 4 Englandi. Var hann sllcotinn í kálfann, en býst við að verða herfær aftur og fara innan sikamms til Frakklands á vígvöll- inn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.