Lögberg - 18.01.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.01.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JANÚAR 1917 3l‘ogbcrq Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: TIJE 00LUIV1BIIV PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg, M»1- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag, ^an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. naj) 27 Friðarskilmálar Bandamanna. pess var getið fyrir skömmu að pjóðverjar hefðu farið fram á það að saminn yrði friður. Voru þau tíðindi send Wilson forseta Bandaríkj- anna og til fleiri hlutlausra þjóða. Bandarikjaforsetinn brá við tafarlaust og skrifaði öllum Evrópuþjóðunum, bæði þeim sem í stríðinu eru og hinum og spurði hverja stríðsþjóð- ina um sig hvaða skilmála hún setti til friðar. Bandaþjóðimar báru saman ráð sín tafarlaust og sömdu allar í einingu svar til forsetans. Eru aðalatriði skilmálanna þau; sem hér segir, og ber þeim svo að segja saman við það, sem áður hefir verið skýrt frá í Lögbergi. Að pjóðverjar skili aftur Belgíu og bæti að fullu skemdir þar; að þeir láti af hendi Serbíu og Montenegro og bæti allan skaða sem þau lönd hafa biðið; að þeir yfirgefi öll þau héruð sem þeir hafa tekið á Frakklandi, og bæti þar skemdir; að þeir skili aftur öllu landi teknu frá Rússum og Rúmen- um og bæti þeim að fullu; að þeir gangi að því að öll Evrópa breytist að því er stjóm og yfirráð snertir, þannig að allar þjóðir aðrar megi við una og trygging sé fengin fyrir því að þar haldist alt á föstum fótum og friður geti ríkt í álfunni; að pjóðverjar láti af hendi þær landspildur sem þeir hafa áður tekið í viðureign sinni við aðrar þjóðir; að þeir sleppi yfirráðum sínum yfir öllum Slövum, ftölum, Rúmenum og Bæheimsmönnum og að Tyrkir séu með öllu gerðir útlægir úr Evrópu. Hér er aðalefni svarsins, eins og það birtist í blöðunum á föstudaginn. Bandamenn hafa meðtekið skjalið sem þeim var sent í gegn um stjóm Bandaríkjanna 19. des- ember 1916. Hafa þeir lesið skjalið með ná- kvæmni og íhugað það vandlega; bæði vegna þess að þeir gera sér glögga grein fyrir því hvílíkt al- vörumál þetta er, og eins sökum hinnar einlægu vináttu, sem á sér stað milli bandamanna og Bandaríkjanna. Yfir höfuð vilja bandamenn láta í ljósi aðdáun sína yfir hinum göfugu og háu tilfinningum, sem skjalið ber með sér og eindregið samþykki sitt til þess að þjóðafélag sé stofnað í því skyni að tryggja framtíðar frið og réttlæti í öllum heimi. Bandamenn viðurkenna allir hvílík blessun það væri, ef komist gæti á alþjóða dómstóll, sem fram- vegis skæri úr deilum og ágreiningsatriðum. í þessum dómi yrðu ákvæði að vera gerð, sem trygðu einmitt það, sem bandamenn eru að berj- ast fyrir og það einnig að ekki yrði aðeins stundar hlé, til þess að nýjar árásir yrðu undirbúnar. En til þess að hægt sé að tala um samning og reglur til framtíðar friðar, verður fyrst að ráða þeim málum til lykta, sem nú er barist um; og þau verða að vera þannig til lykta leidd að vel megi við una. pað er eins einlægur vilja bandamanna og Bandaríkjanna að enda sem fyrst það stríð sem miðríkin — Austurríki og pýzkaland — eru völd að, og sem veldur mannkyninu hinum ósegjanlegu hörmungum. En í þeirra augum er það ómögu- legt nú sem stendur, að fá þann frið sem tryggi bandamönnum þann sigur, þær bætur og þær breytingar, sem þeir telja sig eiga heimtingu á í því stríði, sem yfirgangur miðríkjanna hratt þeim út í. pví fyrir upphafsmönnum stríðsins var og er Evrópa í hættu, og verða bandamenn því að kreijast þess að Evrópu þjóðimar geti framvegis treyst öruggum friði. Bandamenn eru sér bess meðvitandi að þeir berjast ekki af neinum eigin- gjömum hvötum, heldur berjast þeir fyrir frelsi, vemd, öryggi og jafnrétti allra þjóða, smárra sem stórra. Randamenn eru þess heldur ekki duldir hvílíku tapi og hörmungum stríðið veldur hlutlausum þjóðum, auk þess sem það steypir stríðsþjóðun- um í böl og bágindi; og oss tekur það sárt að svo skuli vera; en þeir neita því að þeir beri ábyrgð á þessu, þar sem þeir hvorki óskuðu eftir stríðinu né komu því af stað á nokkum hátt, og þeir reyna að afstýr^, öllu tjóni, eins mikið og það getur samrýmst vöm þeirra og sókn gegn hinum sam- eiginlegu f jandmönnum þeirra. pað er með mikilli gleði að bandamenn taka eftir því að þessi friðarumleitun Bandaríkjanna er etyti neitt í sambandi við það friðartal, sem barst út frá pýzkalandi 18. des. og flutt var af Bandaríkjastjórninni. Bandamenn efuðust held- ur ekki um að Bandaríkin vildu hvorki í orði né athöfnum styrkja málstað þeirra, sem að stríð- inu voru valdir. Stjómir bandamanna verða að neita á kurteis- an hátt en með öllum krafti, þeim líkingum sem gerðar eru í samanburði á hinum andstæðu stríðs- þjóðum. pessi samanburður, sem bygður er á opinberri jrfirlýsingu miðríkjanna, er í beinni mót- sögn við sannanir bæði að því er ábyrgð sne:tir í liðinni tíð og tryggingu í framtíðinni. Auðvitað er það að þegar Wilson forseti benti á þennan samanburð, hefir hann ekki hugsað sér að taka hann upp sem sinn eiginn. Ef nokkrar sögulegar sannanir eru fyrir hendi nú sem stendur, þá eru þær þessar: Að pýzka- land og Austurríki hugsuðu sér með ofbeldi að brjóta undir sig allan heiminn, bæði í verzlun og öðru. Með því að hefja stríðið; með því að brjóta hlutleysi Belgíu og Luxenburg og með hemaðar- aðferð sinni hefir pýzkaland sýnt að það bókstaf- lega virðir að vettugi allar mannlegar fyrirskipan- ir, samninga og eiða að því er smáríkin snertir. Eftir því sem stríðið hefir staðið lengur, hefir það komið í ljós betur og greinilegar, að pýzkaland og bandamenn þess hafa fótum troðið alt það sem heilagt er talið í samningum og sættum hins ment- aða heims. / pað et- nauðsynlegt að minnast hér á hörmung- arnar í Belgíu og Serbíu, þegar pjóðverjar réðust inn í þau lönd; minnast á það hversu hinum her- teknu þjóðum var þröngvað og ofboðið; dráp hundraða þúsunda Armeníumanna; svívirðingar þær sem framdar voru gegn þjóðinni í Sýríu; árásir flugskipa á varnarlausar borgir; árásir og eyðileggingar ferðamanna og flutningaskipa með neðansjávarbátum; jafnvel eyðileggingu þeirra þótt þau sigldu undir hlutlausra þjóða flaggi; grimdina sem framin var á herteknum mönnum; morð ungfrú Cavell og Fryatts skipstjóra; út- flutning og þrældóm hertekinna manna, sem ekki eru í stríðinu o.s.frv. Allir þessir óheyrðu glæpir skýra fyllilega fyrir Wilson forseta kröfur banda- manna. peir líta svo á að skjal það er þeir sendu Banda- ríkjunum, sem svar upp á skjal pjóðverja, geti verið svar við þeim spumingum sem Bandaríkja stjómin ber fram og þar séu endileg svör banda- manna þjóðanna um það, með hvaða skilyrðum stríðið geti hætt. “En Wilson forseti krefst meira; hann krefst þess að stríðsþjóðimar lýsi því yfir opinberlega fyrir hverju þær berjist. Bandamenn eiga alls ekki erfitt með að svara þeirri spumingu. Til- gangur þeirra í stríðinu er ekkert leyndarmál. pví hefir verið lýst yfir hvað eftir annað, af foringjum þeirra og stjómendum. Tilgangur þeirra í stríðinu verður ekki látinn uppi í sérstök- um atriðum með nákvæmlega tilteknum skaða- bótum og sektum fyrir skemdir, fyr en á friðar- samningastaðinn er komið. En allur hinn mentaði heimur veit hvað það er sem þeir eru að berjast fyrir; það er fyrst og fremst viðreisn Belgíu, Serbíu og Montenegro, og þær bætur sem réttar teljast; burtför pjóðverja frá Frqkklandi, Rússlandi og Rúmeníu og bætur fyrir skemdir þar. Endurskiftingu Evrópu og tryggingu fyrir öryggi þar, bygt á rétti allra þjóða smárra og stórra og frelsi þeirra í verzlun og iðnaði og sömuleiðis landamerkjum eftir sam- komulagi, þannig að allir séu óhultir fyrir árásum á sjó og landi. Að pjóðverjar láti af hendi öll þau lönd, er þeir hafa í fortíðinni hertíkið frá bandamönnum á móti vilja þjóðanna; að þeir veiti frelsi ftölum, Slövum, Rúmenum og öllum öðrum frá útlendu valdi; réttar viðurkenningu þeirra þjóða sem hafa verið undirokaðar af hinum blóðþyrstu Tyrkjum; að Tyrkir verði með öllu útlægir gerðir frá Evrópu með því að þeir hafa sannað að þeir geta ekki sam- þýðst vesturlanda menningu. Fyrirætlun hans hátignar Rússakeisara að því er Pólland snertir, hefir greinilega verið fram- sett í skjali er hann rétt nýlega hefir látið birta herliði sínu. pað segir sig sjálft að ef bandamenn vilja frelsa Evrópu frá hinum grimmúðuga hernaðar- anda Prússlands, að þá hefir það aldrei verið hugsun þeirra, eins og sumir hafa haldið fram, að afmá með öllu hina þýzku þjóð eða láta hana hverfa í pólitízkum skilningi. pað sem þeir óska fremur alls annars er að ná friði á grundvelli frelsisins og réttlætisins og með þeim sanna skiln- ingi að samningar séu heilög heit, sem ekki megi brjóta, eins og Bandaríkin hafa ávalt sýnt að þau skilja. Sameinaðir í þessu tilliti eru bandamenn ákveðnir einn fyrir alla og allir fyrir einn að beita öllu afli og fóma hverju sem vera vill til þess að vinna sigur í því stríði, sem þeir eru sannfærðir um að ekki einungis er þeirra eigin velferð og ör- yggi undir komið, heldur framtíð allrar heims- menningarinnar.” petta er svar bandamanna, en pjóðverjar segja að það sé svo hrokafult að þeir gefi því engan gaum og haldi stríðinu áfram. Fjársöfnun. íslendingar hér í álfu eru orðnir vanir því að safna fé. Fyrir ýms tækifæri hefir það verið gert og oftast hepnast vel. Málefnin sem fyrir hefir verið safnað hafa oftast verið þess eðlis að þau hafa snert hinn betri mann þjóðarinnar og allur fjöldinn hefir lagt fram af mörkum það sem kringumstæður leyfðu — mikið eða lítið eftir ástæðum. Stundum hefir verið safnað fyrir einhverja líknarstofnun, eins og t. d. Gamalmennaheimilið; stundum fyrir einstakt fólk í nauðum statt eins og ekkjur sjómannanna heima; stundum til þjóð- legra fyrirtækja, eins og Jóns Sigurðssonar minn- isvarðans, Jóns Bjamasonar skólans og Eimskipa- félagsins o.s.frv. Auk þessa hafa íslendingar safnað í ýmsa sjóði hlutfallslega við aðra þjóðflokka hér og í félagi við þá, svo sem í Rauðakrosssjóð, hjúkrun- arsjóð Belgiumanna, pjóðræknissjóð o. fl. En aðferðin hefir ávalt verið sú sama hverjir sem safnað hafa og til hvers sem safnað hefir ver- ið. Sú sama að því leyti að nöfn gefendanna og upphæðiraar hafa verið auglýstar í báðum viku- blöðunum Lögbergi og Heimskringlu, annaðhvort jafnótt og féð kom inn eða á vissum tímum með stuttu millibili. Oss vitanlega hafa blöðin ekkert tekið fyrir slíkar auglýsingar þótt þær hafi tekið upp mikið rúm, heldur hefir það verið þegjandi talið sjálf- sagt að þau væru opin hverjum sem á þyrfti að halda í því tilliti. Hafa blöðin þannig óbeinlínis gefið stór fjárupphæðir til margra fyrirtækja ef það er reiknað hvað þetta hefir kostað með vana- legu verði. Um þetta atriði datt oss í hug að rita nú sökum vissra ástæða. ; pannig er mál með vexti að kona ein — Sig- urlaug P. Johnson — hér í bæ hefir verið að safna fé um langan tíma á meðal íslendinga fyrir sjó- mannaheimili Hjálpræðishersins á íslandi. Hafa Lögbergi borist mörg bréf og margar munnlegar fyrirspumir um það hvemig á því standi að þær gjafir séu ekki auglýstar og þannig brotin sú venja sem altaf hefir viðgengfet vor á meðal. Vér höfum hvorki tíma né nenningu til að svara öllum bréfum persónulega þessu efni við- víkjandi, því þau hafa orðið svo mörg upp á síð- kastið. En hér skulu birtar þær spumingar, sem blaðið fær svo að segja daglega og svörin við þeim eftir beztu vitund. Spumingamar eru þessar: 1. Hefir Mrs. Johnson heimild frá Nokkrum einstaklingi eða félagi til þess að safna þessu fé? 2. Ef svo er hvaðan hefir hún þá heimild ? 3. Hvar geymir hún fé það sem hún innheimt- ir og undir hvers nafni, eða sendir hún það heim til íslands jafnótt og það safnast? 4. Hvers vegna auglýsir hún ekki nöfn og upp- hæðir í vikublöðunum íslenzku, eins og venja er annara sem fé safna? 5. Er það sama fyrirtækið sem hún safnar fyrir og það sem foringi Hjálpræðishersins skrif- aði um í blöðin í sumar. 6. Ef það er hvers vegna safnar hún þá ekki í félagi við samverkamenn sína? 7. Veit nokkur hversu miklu hún hefir þegar safnað ? Svör við þessum spumingum getum vér ekki veitt nema að nokkru leyti. Hún hefir sjálf sagt oss að hún hafi umboð merkra manna á íslandi til þess að safna fénu; hverjir þeir eru vitum vér ekki með vissu. Hvar hún geymir féð er oss með öllu ókunnugt, en vænta má þess að hún hafi það á banka, pf hún sendir það ekki jafnótt til íslands. Annars er mjög líklegt að eitthvað hafi þegar verið sent heim, þar sem búið er að byggja húsið sem féð átti að vera til. Hvers vegna þetta er ekki auglýst í blöðunum vitum vér ekki, en þess má geta að vér höfum minst á það atriði við Mrs. Johnson oftar en einu sinni og ráðlagt henni að auglýsa gjafimar, en hún hefir ekki fallist á það, heldur kveðst hún láta prenta nöfn og upphæðir í bók, þegar samskotun- um sé lokið. Eftir því sem vér vitum bezt er þetta sama fyrirtækið sem foringi Hjálpræðishersins auglýsti í sumar, en hversu miklu Mrs. Johnson kann að hafa safnað vitum vér alls ekki. Engin ástæða mun vera til þess að rengja þessa konu eða tortryggja hana að nokkru leyti, en hitt er satt að hún vinnur ekki að þessu máli á eins hagkvæman hátt og æskilegt. væri. pað er skoðun vor að hún ætti að taka höndum saman við félagsbræður sína hér í Hjálpræðis- hernum, sen\ eru að safna í umboði manna á fs- landi fyrir sama fyrirtækið. Vér ráðleggjum henni einnig að taka sig til og auglýsa allar með- 'teknar upphæðir í Lögbergi og Heimskringlu og biðja Th. E. Thorsteinson bankastjóra að geyma fyrir sig peningána á milli þess sem þeir eru send- ir heim, eins og flestir aðrir gera, sem hér safna fé. Fyrirtækið eða málefnið er gott og göfugt og væri vel að til þess safnaðist ríflega, en það er hverju fyrh-tæki lífsspursmál að engin tortrygni geti komist að. pví er ekki að leyna, að sumir eru þegar famir að tortryggja Mrs. S. P. Johnson, og þó það sé al- veg að ástæðulausu, þá er það jafn illa farið fyrir því, bæði hennar sjálfrar vegna og málefnisins. Finst oss það skylda hennar að kippa þessu í lag sem fyrst, þegar ekki þarf til þess annað en það sem hér hefir verið bent á. Sumir kunna að líta svo á, að hér sé verið að fara út í persónulegt málefni, sem ekki ætti að komast inn í blöðin, en það er misskilningur. Hér er um þjóðmál að ræða; mál sem snertir bæði oss hér og landa vora heima. Og það hefir auk þess þá miklu þýðingu, að ef tortryggni kemst inn hjá fólki, hvort sem hún er á rökum bygð eða ekki, þá getur það spilt fyrir öðr- um fyrirtækjum og öðrum fjársafnendum, auk þess sem það hlýtur að hnekkja þessu fyrirtæki. Vér vonum það staðfastlega að Mrs. Johnson athugi þetta mál, og taki þeim leiðbeiningum sem hér eru fram bornar, því að þær koma fram án nokkurs kala eða löngunar til þess að tortryggja hana eða spilla fyrir henni. pær koma fram af einlægni í því skyni að henni mætti ganga verkið betur og greiðara hér eftir en hingað til. B Y THE SEA. STF.INGR. THORSTEINSSON Translated from the Icetandic By R. Fjeldsted. I stayed on a cliff where the seas ever rave And gazed through the gloaming. And heavily sighing the billowing wave Was falling and foaming. The gloom of the mists and the moan of their breath The sea cliff did borrow; and then fell the darkness as silent as death And heavy as sorrow. “0 sea, where the sad waves unquietly start, And dark storms assemble, Thou strikest the innermost rocks of my heart, That echoing tremble. Thy voice is so grievous and piercing to hear, My spirit doth sicken, As were every brine drop the bitterest tear Of seas sorrow stricken. My eyes burn with tears and my grief can- not stay Its panting emotion; I would like a child weep my sorrows away, Where wails the sad ocean.” Then high on the cliff dashed the hollow- voiced sea, Not sobbing or sighing; With svift whirling waves dashing on wild and free, Ii thundered forth, crying: “I have, O frail fnortal, a power to stay Unmarred by desaster; What profit thy tears? leam, when woes come thy way, To bear them and master.” —Minneota Mascot. ! THE DOMINION BANK J STOFNSEITUII 1871 4 Í 4 4 4 f 4 4 Uppborítaður höfuðstóll og varasjóður $13.000,000 Allar elgnlr ... 87,000,000 Bankastörf öll fljótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögS á a8 gera skiftavinum sem þægilegust viöskiftin. Sparisjóðsdeild. Vextir borgaSir eöa þeim bætt viö innstæSur frá $1.00 etSa meira. tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMH/TON, Manager. Selkirk Branch—M. S. BURGER, Manager. Bókmentir. Ot um vötn og velli. fNiöurlag). Það bera kvæði Kristins með sér að hann hefir verið prúðmenni og sérlega þýður í lund; fínar og við- feldnar tilfinningar koma þar viða fram og sumstaðar jafnvel bams- legar. í kvæðinu “Haustkvöld” kemst skáldið þannig að orði: “Mér finst andi enn til mín ættarlandið draumum.” Þetta segir enginn sem ekki á þýða lund og viðkvæma, samfara ein- lægri ást til ættjarðar sinnar. Þá ler þetta erindi einkar þýtt í “Ferðaminni” til þeirra Rögnvald- ar Péturssonar og konu hans: “Þar sem hafið hringar sinn hlekk i vatnakeðju, findu, vinur, fjörðinn minn, færðu honum kveðju. Þar var og þitt bemsku ból, brosið fyrsta í tárum, okkar sté þar æfisól upp úr tímans bárum.” Þýðleiki blandaður þunglyndi er aðaleinkenni kvæðisins “Gamla húsið”. Það kvæði er stórmerkilegt í sinni röð. Höfundur hefir í huga sér og fyrir augum sér gamalt hús og einstætt frp landnámstíðinni og í sambandi við það ryfjar hann upp fyrir sér alt sem þar gierðist; yfir höfuð alt frumbyggjalífið og þær breytingar sem á hafa orðið. Hann sér hjálparhöndina á lofti hvar og hvenær sem einhver þurfti liðs við. Hann finnur til samhygðarinnar, sem einkennir frumbýlingsárin, en sem Ihverfur þegar svokölluð vel- megun kemur og samkepnin nær haldi á öllum. Hann minnist dánu samferðamannanna, seim þar liðu saman og nutu saman. Og svo endar skáldið kvæðið um gamla húsið á þessa leið: “Mér um hjarta hlýnar þegar geng eg hjá þvi hinii gamal-kunna husi finst þó eins og eigi hvergi neima, altaf sé að bíða eftir fari, hafi ikvatt og orðíð þama eftir af þeim, sem að farnir erti og horfnir.” Sama viðkvæmnin og djúpi þýð- leikinn koma fram í kvæðinu “Vi6 leiði Sigríðar Pálsdóttur”. Þar eru þessi gullfögru erindi: “En ald'rei hið sárasta hjartans hulda kvein heggur nokkur meitill inn í kaldan stein. Aldrei nokkurt móðurtár marmara í sýnt oss getur sorgirnar, sem að búa í því. Því það er altaf eitthvað i insta ihjartans ihring, í mannsandans innheim, í mannsins tilfinning, Sem aldrei kemur fram fyrir aug- ans sjónarhring því það er andans eigin, hin insta tilfinning. t stuttu lcvæði sem “Heimsúkn heitir er snildarfagurt erindi. Þar kemur höf. fram sem meira skáld, en í nokkru öðru ikvæði. Erindið er þannig: “Það kom i nótt hérna engill inn annað að sækja’ eða bæði! En þegar ihann sá að kinn við kinn við kvíldum, og hljótt var um svæði, þá sendi hann hraðboð í himininn: “Eg hrófla’ ekki við þessu næði.” I þessu eina erindi er stórkost- lega fögur saga: Engill er sendur af himnuni ofan til þess að sækja annaðhvort hjónanna eða bæði. Það er auðvitað engill dauðans. En þeg- ar ihann kemur inn i húsið þá felst honum ihugur. Hann getur ekki fengið það af sér að skilja elsk- endurna þegar hann sér þau sofa saman í helgtim friði. Jafnvel dauðinn hörfar fyrir áhrifum ást- arinnar. Erfiljóð Kristins eru sum mjög fögur og lýsa djúpri viðkvæmni. Bezt þeirra þykja oss erindin eftir Signýju Pálsdóttur Olson og Jó- hönnu Pálsson. t fyrra kvæðinu er þetta meðal annars: “Og hún.var ein af þeirri þjóð, sem þéttast veðurmegin stóð þar siam að frost og fátæktin til fósturs tóku nýbýlin. Og- þar var það sem vel Ihún vann að vefja hlýju um aumingjann. í hinu síðara er þetta: “Vertu sæl! og sólin breiði sina mildi á þitt leiði, byrgi hún mOld í blómum inni. Bjart er yfir minning þinni; skörungskona loksins lotin lílkt og eikin niðurbrotin, veðurmædd og urin árum, undir bylja slögum sárum. Líf þitt frjálst, og friðaö trygðum fult var íslands veðrabrigðum.” Merkustu og stærstu kvæðin í bókinni eru: “Við, — fyr og nú”, sem áður hefir birst í Lögbergi. Þð leir ort á 25 ára hjónabandsári þeirra skáldsins og konu hans og eitt allra fegursta kvæði í sinni röð. T>úð hlýtur að vera ekkjunni hans dýrasta eign sem hún á til. “Sum- arkvöld við vatnið”, “Gamla húsið”, sem fyr er getið, “Einbúinn”, “Hann kunningi minn”, “Til bylt- ingaskálds”. Um bók fþessa er ekki auðvelt að skrifa, sökum þess að kvæðin eru hvert fyrir sig svipuð að gildi; flest- öll lagleg, en ekki mjög stórkostleg; re því erfitt að taka dæmi er veí Iýsi bókinni eða einkennum hennar. Um jiaö er ekki vafamál aö hér hefir bæzt álitlegur skerfur viö bókmentir vorar Vestur-íslendinga og ætti bókin að veröa vel keypt af þeim er íslenzkum ljóöum unna. Almanak 0. S. Thor- geirssonar 1917 Það er nýikomið út, miklu stærra en nokkru sinni áöur, 172 blaösíður auk kápu og auglýsinga, í sama broti og vant er. Almanakiö er fróðlegt aö vanda. Fyrst er ýmiskonar fróðleikur, bundinn við ýmsa tima, þar næst er tímatal. Löng ritgerð eftir séra F. J. Biargmann, er hann kallar “Milli heims og 'hcl-jar”, er þaö um stríö- iö, eöa réttara sagt um sumar þeirra þjóöa, sem í stríðinu taka þátt. Þ'essi ritgerö er 30 blaðsíð- ur að lengd og fylgir henni ágæt mynd af Joffre hershöfðingja. Næst er stutt saga eftir J. Magnús Bjarnason er hann nefnir: “Ný- kvænti maðurinn”. Þá er safn til sögu íslandinga í Vesturheimi. Er þar skýrt frá landnámi og frumbýl- ingsárum íslendinga í Vatnabygð- um, og hefir Friðrik Guðmundsson á Mozart ritað það. Þetta sögu- brot er 40 blaðsiður með mörgum myndum, en að ýmsu leyti virðist því vera ábótavant, þó það sé vel ritað. Næst j>vi er kafli úr rit- gerlum þeim er Árni Sigurðsson hafði skrifað í Lögberg og hann kallaði “Endurminningar úr Breið- dal fyrir 60 árum”; er tekinn sá kaflinn sem segir frá nokkrum landnámsmönnum í Vatnabygðum og laks grein um Lars Hogan eftir W. H. Pauson. Þá er saga er “Stóra sleifin” heitir eftir G. Faul- koor, þýtt af G. Kamban. Grein um Brasiliuferðir eftir Jón Jóns- son frá Mýri; löng ritgerð eða öllu heldur æfisaga Sumarliði Sumar- liðasonar, gullsmiðs, færð í letur af séra F. J. Bergmann og fylgir mynd af Sumarliða. Þessi ritgerð er 34 blaðsíður að stærð með smáu letri og er í 9 köflum. Þá er rit- gerð um eldinga og þrumuleiðara. “Ljósgeislarnir sem læknismeðal”, “Manntal”, og að síðustu “Viðbæt- ir við landnámssögu þátt íslend- inga í Utah” eftir G. H. Johnson, með mvnd ff Jakob Baldvini Jóns- syni. Vér höfum ekki haft tíma til að Iesa bókina til þess að geta dæmt hana af sanngirni, en munum gera það við fyrsta tækifæri. Þetta er 23. árgangur almanaksins g er það þvi orðið nálega fjórðungs aldar gamalt. I>að er gestur sem ávalt hefir verið vel fagnað og svo mnn verða enn. 1 ..----------- NORTHERN CROWN BAN K Höfuðstóll lögjiltur Í6,009,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu......$ 713,600 Formnður - -- -- -- - Slr D» H. McMIIjLAN, K.C.M.Ö. Vara-formaður - -- -- -- -- Capt. WM. ROBINSON Slr I>. C. CAMERON, K.C.M.G. ,T. H.ASHDOIVN, W. R. BAWI.F E. F. HUTCHTNGS, A. McTAVISH CAMPBEIjIj, JOHN STOVTX Alls'onir S.a'cntlrf Vér byrjum reiknin?a viS einstaklinga eða félög og sanngjarnir ,kifmilar veittir. Avíianir seldar til hvaða staðar scm er á Islandi. Sértakur giumur gefinn spariaióðsinnlögum, sem byrja má með einum d >llar. Rentur lagðar við á hverjum sex mánuðum. T. E. T4 0*3ritNi33N, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man. ................................ ..... 'T|IIH|,Ti

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.