Lögberg - 01.03.1917, Page 4

Lögberg - 01.03.1917, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MARZ 1917 lögbug Gefið út hvern Fimtudag af The C«l- umbia Pre*s, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mzm. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor |. J. VOPNI, Business Manuger Utan&akrift til blaðsins: THE C0LUM8l/\ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipag, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, hjan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. 27 Hvað á stjórnin að gera? pegar Norrisstjórnin komst til valda voru spá- dómamir margir. “peir hafa verið duglegir að finna að; duglegir að benda á gallana; duglegir að koma hinum frá og sjálfum sér að,” sögðu andstæðingar hennar. “J7eir hafa líka lofað nógu mörgu og nógu fögm, ekki vantar það !” bættu sumir við. “En nú er eftir að vita hvemig loforðin verða efnd og hvemig framkvæmdimar verða!” sögðu þeir með drýgindasvip og einhverjum þeim blæ í röddinni, sem gaf til kynna að þeir vonuðust eftir að loforðin yrðu svikin og framkvæmdimar sem minstar. Svo kom fyrsta þing eftir að stjómarskiftin urðu — framkvæmdarsamasta þing í sögu Mani- toba og jafnvel allrar Canada. Hvert stórmálið og velferðarmálið var afgreitt eftir annað. Mestu velferðarmál, sem allir betri borgarar fylkisins höfðu barist fyrir svo mörgum árum skifti voru afgreidd tafarlaust og krókalaust. Vínbannsmál- ið, kvenréttindamálið, beina löggjöfin, verkamála- löggjöfin o. fl. Ált þetta rann í gegn um þingið, eins og sil- ungur í gegn um hreint vatn. Alt þetta voru mál fólksihs og sýndi stjómin það þegar í byrjun að hún bar hag þess fyrir brjósti. Nú stendur yfir annað þing síðan stjómar- skiftin urðu. pegar þjóðin er því böli háð að búa undir stjórn, sem aldrei leysir neitt starf af hendi til þjóðþrifa án þess að fólkið verði fyrst um langan tíma að eiga í stríði um það við stjómina, eins og hún væri óvinur þess, þá er því mikil eftirtekt veitt ef eitthvert framfaraspor er stigið. J?á er það á hvers manns vörum og í hverju blaði, sem stórfréttir og gleðitíðindi. pegar aftur á móti stjómin virkilega ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti og beitir kröftum sínum, tíma og hugsun til þess að bæta hag borgaranna, þá fer alt fram í kyrð og ró; þá er ekki flaggað með það á háum stöngum þótt afrek séu fram- kvæmd á þingi. pað er með þjóðina eins og einstaklinginn. Hún tekur tæpast eftir því að hún eigi fyrir nokk- uð áð þakka þegar alt gengur Ijúft og liðugt og baráttulaust. Einstaklingur sem við alls konar plágur og hörmungar á að búa ræður sér tæplega fyrr gleði og fögnuði þær fáu stundir, sem hann getur á heilum sér tekið. Hann finnur þá mismuninn á heilbrigði og vanheilsu; mismuninn á góðri með- ferð og illri. pegar ekkert amar að og alt leikur í lyndi, þá er því tekið eins og sjálfsögðu að vel- líðanin haldi áfram. pegar vetur er eiga menn ekki á öðru von en hörku og heli; þá finst mönnum mikið til þess ef einstöku sinnum kemur mildur dagur. Á sumrin er öðru máli að gegna; þá þykir það sjálfsagt að hlýjan og heiðríkjan fari saman; þá er það ekkert tiltöku mál þó hver sólskinsdagur- inn reki annan. pað þykir þá ekkert þakkar vert — minnist enginn á það. Svona er það með stjórnirnar. pað þykja stór- tíðindi þegar einhverjar smávægilegar umbætur eru skamtaðar úr hnefa hinna harðráðu og óvönd- uðu stjórna; en hitt þykir sjálfsagt að góðar stjórnir linni ekki umbótum og framförum; þær skoða sjálfar sig þjóna fólksins, sem trúað hafi verið fyrir helgustu ■ málum þjúðarinnar og telja sér skylt að bregðast ekki því trausti, sem til þeirra var borið. petta á sér stað í Manitoba nú. Fyrir skömmu var hér svo högum háttað að engar umbætur voru fáanlegar né hugsanlegar fyr en eftir langa hríð og uppihaldslausar glímur við stjórinna. pá voru allar framfarir og réttarbætur skamtaðar úr hnefa og skomar við neglur, og því óendanleg gleði yfir öllu því litla sem fékst. Nú vinnur stjórnin að því að bæta hag fólks- ins; allar gerðir þingsins stefna að því að hrynda áfram einhverjum velferðarmálum. pað þykir nú orðið svo sjálfsagt að því er tæplega nokkur gaum- ur gefinn. Sumir þeir sem væntu þess að stjómin mundi <ekki verða eins rík af efndum og loforðum, en orð- ið hafa fyrir vonbrigðum í því efni, segja ef til vill að þessar staðhæfingar séu ekki á sterkum rökum bygðar. pá langar til þess að telja sjálf- um sér — og um fram alt öðrum — trú um það, að lítið sé aðhafst. Hér skulu því talin upp sum allra stærtsu framfaramálanna, sem stjómin er að framkvæma og hefir framkvæmt. pað má svo að orði kveða að hver ráðherrann um sig keppist við hina um það að láta sína deild verða sem framkvæmda- samasta. 1. Fjármálaráðherrann hefir komið fram með frumvarp, sem er að verða að lögum, sem hefir svo víðtæk áhrif í umbótum á líðan bænda að öllum hlýtur að vera gleðiefni. pað eru lög um hagkvæmari og ódýrari lán fyrir bændur, en þeir hafa átt að venjast. 2. Búanðarmálaráðherrann hefir komið fram með tvö eða þrjú frumvörp til laga, sem stórkost- lega bæta hag bænda. 3. Mentamálaráðherrann hefir borið upp frumvarp, sem óefað verður samþykt, þar sem svo gagngerðar breytingar eru gerðar á menta- málum þjóðarinnar að traustur framtíðargrund- völlur er lagður undir þau. petta frumvarp er með því allra mikilvægasta í löggjafar breyting- um fylkisins, sem hægt er að benda á í seinni tíð. 4. Verkamálaráðherrann hefir fengið samþykt lög til þess að bæta hag verkamanna, svo yfir- gripsmikil og sanngjörn að um þau geta ekki verið skiftar skoðanir. Verkamennimir hljóta þar svo mikla vemd að vafasamt er hvort þeir verulega gera sér grein fyrir. 5. Dómsmálaráðherrann hefir með höndum afar víðtækar breytingar viðvíkjandi siðabóta- málum. Ætlar hann að breyta gjörsamlega öllu fyrirkomulagi á fangelsum og meðferð fanga, og í samráði við verkamálaráðherrann, er hann með yfirgripsmiklar umbætur á öllu því er snertir siðferðis- og heilsuveiklað fólk. pessi mál eru bæði svo mörg og svo þýðingar- mikil að þau þurfa að skýrast fyrir alþýðu; því það er áríðandi að þjóðin viti hvað það er, sem fulltrúar^hennar eru að gera og allir borgarar landsins fylgjast með þeim breytingum, sem á verða. Skal hér byrjað að skýra lög þau sem fjár- málaráðherrann hefir með höndum, til þess að bæta lánskjör bænda. Hin málin verða svo skýrð smátt og smátt. I. Lántökulögin. Fjármálaráðherrann Brown flutti ræðu fyrra miðvikudag í þinginu og skýrði lagafrumvarp það, sem hann hefir með höndum. Málið var þá til annarar umræðu. Lögin eru eins og hér segir: Stjómin gengst fyrir því að stofnað sé hluta- félag með $1,000,000 höfuðstóli. Skiftist féð í 200,000 hluti með $5.00 í hverjum hlut. Fyrir helming hlutafjárins skrifar stjómin sig, en lán- takendur fyrir hinum helmingnum. Sjóður þessi skal vera til þess aðeins að lána mönnum peninga, sem búsettir eru úti á landi eða þangað vilja fara og byrja búnað. Enginn getur fengið meira lán en sem svarar helmingi af sanngjömu virðingaverði jarðarinnar og þeirra umbóta sem á henni eru; þar með talin hús. Lánið er veitt til 30 ára, en lántakandi má þó endurborga fyrirvaralaust og aukagjaldslaust hvenær sem honum sýnist eftir 5 ár. Rentur af peningunum eru 6%. En gert er ráð fyrir að þeir fáist fyrir 5% og 1% fari í rekst- urskostnað. pegar frá líða stundir er búist við að peningar verði ódýrari og að renta geti því lækkað. Enginn nema stjómin og lántakendur geta fengið hluti í félaginu. Enginn getur fengið hærra lán en $10.000. Landið er sem veð fyrir láninu. Ekki má verja þessum peningum íyrir annað en það, sem hér segir. 1. Að kaupa fyrir þá land til búnaðar og á- búðar. 2. Að borga áfallnar skuldir, sem á landinu hvíla. 3. Að byggja hús eða bæta húsakynni fyrir menn, skepnur eða verkfæri, eða bæta jörðina. 4. Að kaupa skepnur eða verkfæri. 5. Að borga skuldir sem lántakandi er í áður en lánið er tekið, þó þær hvíli ekki beint á jörðinni. Sá sem tekur $1,000 lán verður að borga af því 6% í rentur og ítinn hluta af höfuðstólnum; nemur það aðeins $72,65 á ári og með því móti er öll skuldin borguð upp á þrjátíu ámm, en má- borgast, ef menn geta hvenær sem er. petta félag verður undir stjóm sérstakrar nefndar, sem skipuð verður fimm mönnum. Nefnir stjómin nefndarformanninn og tvo aðra. Einn nefendarmanninn kjósa sveitafélögin og einn komræktarfélagið (Grain Growers). Félagið getur gefið út ábyrgðarbréf, sem nemi níu sinnum uppborguðum höfuðstól þess og 90% af veði því, sem J?að hefir, og ábyrgist stjóm- in slík veðbréf — bæði höfuðstól og rentur. pann- ig getur bóndi sem hefir peninga lánað nágranna sínum með ábyrgð stjómarinnar, og hver sem peninga hefir getur fengið fyrir þá 5% í stað 3%, sem nú eru á bönkum og haft fyrir þeim örugga tryggingu. Veðbréf þessi verða fyrst um sinn ekki gefin út til lengri tíma en tíu ára, því þá er talið víst að fá megi peninga með vægari kjörum en nú. pess má geta að þetta er sama fyrirkomulag og nú á sér stað í mörgum öðmm löndum. T. d. Frakklandi, pýzkalandi, ítalíu og Balkanríkjun- um. Sömuleiðis mjög svipað á íslandi. Einnig er það fyrir löngu tekið upp í Nýja Sjálandi og Ástralíu, dálítið frábreytt þessu, og í Bandaríkj- unum var það nýlega byrjað svo að segja eins og hér er ákveðið. Væntanlega verður þessum miklu umbótum vel tekið og ættu allir þeir sem geta að nota sér þær. Bændastéttin er sú, sem allra mest ríður á hér í landi, ekki síður en annars staðar, og er það lán hverri þjóð, sem á stjóm er skilur nauðsyn þess að velta steini úr vegi bændanna. Lögberg svarar fúslega í blaðinu hverju því, sem menn spyrja um í sambandi við þetta mál og því er auðið að svara. pað er ekki nóg að samin séu lög; það er áríð- andi að færa sér þau í nyt. Góð og nytsöm lög, eins og þessi, sem ekki em hágnýtt, eru eins og peningar, sem látnir eru liggja arðlausir og vaxta- lausir. Hvað Marja meinti með ,.rottur‘ Lauslega þýtt af B. p. Eg fyr var einn hinna “flónsku bænda”, fullvel það eg skil. Og fjöldi af bændum eru eins, ef alls er litið til. Eg hafði “vótað” fyrir flokkinn fimm og tuttugu ár, en fátækt min samt altaf óx, meö alt sitt basl og fár. Eg las ei blöð, því tímatöf það talsverð orðiö gat. Um stjórnmál aldrei hugsaði hót, því heimsku það eg mat. Svo aldrei gat eg í því skilið, einn eða nokkurn veg, hvernig aðrir uri5u feitir, af ])ó legði eg. Kveldið fyrir kosningarnar konuna mína eg sá; hún var að lesa, en veiztu hvað; Já, v'arð eg hissa þá. Um frjálsa verzlun! Verra samt það var hún sagði mér: “Á hverju kvöldi’ eg þetta þyl alt, þar til hátta fer.” Ogdjarfmannlega hún sagði svo, eg sannlega man það enn “Að bóndinn erjaði eins og þræll að auðga fáa menn.” Eg varast þrætur, varð að hrósa verndartollum samt. Hún hló til svars, og sagði “rottur”, sv’o að mér varð gramt. Ik * Eg æstur varð, það ergði mig svo undur mikið, sko! Að vitleysan um verzlun frjálsa vilti hana svo. Eg vatt mér út, eg vildi’ ei heyra varnargögnin tvenn. Eg breytti eins og allir góðir afturhaldsflokks menn. Það kvöld v'ið úti kveiktum eld, þar kæti og glaumur var. Og þingmaðurinn þangað kom, margt þá á góma bar. í bláttm dáta búning þar eg bara hugsi sat. Með “rottum” hvað hún Marja meinti mér ei skilist gat. Hann flutti ræðu, mælskur mjög, af móði hugur svall. Það var sem heyrðum geira gný og grimmra kúlna fa.ll. Hann bauð oss víst að “Vóta” rétt, þá við sem lúður kvað; er allir hrópuðu einum rómi upp: “Við gjörum það!” Við sungum aldin orustuljóð og átum baunagraut. Um kvöldið mörg var saga sögð af sigurfrægð og þraut. Og loksins hver sitt “ticket” tók og tilti því á sinn hatt. Með “rottum” hv'að hún Marja meinti mér ei skilist gat. Er heim eg kom var konan mín með kýmnisvip á brá, sem eitthvað væri í vændum það sem vildi eg komast hjá. “Vek mig snemma kæra kona,” kvað eg, “ljóst þá er. Á morgun verður fjörugt fyrir frjálsa verzlun hér.” Eg vaknaði snemma, fór á flakk, en furðaði hvað eg sá. Á gólfinu lágu föt mín flest, svo falleg til að sjá. Og miði hékk á hverri flík og hann með tölum var. Eg hafði ei fyrri svoddan séð, en svona las eg þar. Á nýrri skyrtu nú stóð “Tollur níutíu og fimm “per cent”. Á vesti og buxum hundrað heilt (en hvað var okkur kentý. Á treyju og hatti hundruð tvö, en hér eg líka sá: “Við þrífumst vel á verndartollum,” var þar skrifað hjá. Á þvottafatið fjörtutíu og fimm eg markað sá, á þurkuna var sama sett, því satt eg greini frá. Á sápunni stóðu tvennir tíu, trúlegt það ei var, En tuttugu og fjórir krítað kænt, það kolaskóflan bar. I ullarkjól var konan mín, það kvaldi mig að sjá að “fimmtíu og átta aðeins” stóð þar allskýrt markað á; “þrjátíu og fimm” á sokkum sá eg, sama báru skór. Með “rottum” hvað hún Marja meinti, mér nú skiljast fór. Og barnunginn hann svaf svo sætt, svo saklaus, vænn og hýr. Eg hafði altaf hugsað það að hann væri ekki dýr. En kerran, teppið, koddinn, lökin, kyntu mér nú frá, hve furðu mjög eg fleginn var, þá fyrst mér nokkuð brá. Og hvar sem leit eg, hátt eða látt, þar hengu þessi spjöld, svo stóin, diskar, skeiðar, skæri, skálar, gluggatjöld, þau sýndu hér sv'o hisuprslaust hvert hundraðsgjaldið var. Eg hafði ei þrek að hnýsast í hvað húsaleigan bar. Eg hugsaði margt á meðan át eg morgunverðinn þann. Á kjörstaðinn svo brátt eg bjóst, það bezta ráðið fann. Og þegar kvaddi’ eg konuna mína, hún kvað, og laut að mér: “Eg vona Jón, þú vitir hvernig “vóta” bezt þér er.” Eg gekk, en virtist vera fult af verkfærum þá leið á hv'erjum bæ, sem bæru spjöld, það blóðugast mér sveið. Mér heyrðist sem þau segðu öll: “Jón, sjáðu og skildu nú og trúðu því, að tollverndan er “tax”, sem borgar þú.” Eg ‘vótaði’ rétt, eg veit það eitt, eg ‘vótaði’ rétt þann dag. En hvort sem það var þáv'erandi þingmanni í hag. — Og ótalmörgum mönnum sýndi eg Marju tölu spjöld, svo þingmaðurinn þingstörf kVaddi þetta sama kvöld. Eg fyr var einn hinna “flónsku bænda”, i fimm og tuttugu ár, en síðan hefi eg hygni lært og heldur gengið skár. Eg veit nú hvað eg vil, og jafnan ‘vóta’ samkvæmt því; ef þannig gjörðu allir eins, þá yrði breyting ný. Þetta kvæði var Lögbergi sent í haust, en af gleymsku hefir það ekki birst fyr, og er þýðandinn beðinn afsök- unar á því. Kvæðið flytur meiri og sannari kenningu en margar pólitískar ræður. — Ritstj. „Þjóð-trú Þ. B’s.“ pað eg segja þori bert, pó að fáa varði: par hefir enginn eins vel gert Okkar hluta úr garði. 18. febrúar 1917. \ Stephan G. Stephansson. Núningur. Maður hafði sár á fæti, sem aldrei virtist geta gróið. Loksins var sóttur læknir, sem skoðaði manninn. Hann skipaði honum að fleygja skón- um, sem hann var á og fá sér aðra nýja og mundi þá sárið gróa. petta þótti ólæknislega mælt, en þó var ráð- inu fylgt og var sárið gróið eftir örstuttan tíma. petta dettur oss í hug, þegar vér hugsum um samband vort og bræðra vorra austan hafs. Hnútukastið, sem alt af á sér stað vor á meðal, eins og gömlu skórnir, sem héldu sárinu opnu á fætinum á manninum með stöðugum nún- ingi. Á meðan vér getum ekki skifst á bróðurleg- um orðum án þess að sundrungareitur fylgi, get- ur engrar samvinnu verið að vænta. Hér fyrir vestn hafa menn hlaupið upp á nef sér hver á fætur öðrum með allskonar stóryrðum og hnútum til Austur-íslendinga yfir hafið út af fyrirlestri eins manns. petta er sá bamaskapur, sem illar afleiðing- ar hlýtur að hafa. peir sem þeim deilum halda áfram eru alveg eins og aumingja maðurinn, sem hafði sárið á fætinum og hafði ekki hugmynd um að það var núningurinn af gamla skónum, sem hélt sárinu opnu. Fleygið gamla skóræflinum—sundrungarand- anum—sem heldur opnu óvináttusárinu á sameig- inlegum líkama Austur- og Vestur-íslendinga. 4- í THE DOMINION BANK ♦ t t + t t ■f ♦ ♦■ ♦■ -f STOFNSETTUR 1871 TJppborfraður liöfuðstóll og varasjóður $13.000,000 Allar eignir ... 87,000,000 Bankastörf öll fMótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögð á a8 gera skiftavinum sem þægilegust viðskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaðir eSa þeim bætt viS innstæSur frá $1.00 eSa meira. tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384 Notre Dame Brauch—W. M. HAMU/TON, Manager. Selklrk Branch—M. S. BURGER, Manager. 4- ♦ -♦- ■f t t > > > > NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1.431,200 Varasjóðu......$ 715,600 Formaður...........- - - Sir I). H. McMU/bAX, K.C.M.G. Vara-formaður............ Capt. WM. R0BIN80N Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. J. II. ASHDOWN, W. R. BAWLF E. F. HUTCIIINGS, A, McTAVTSH CAMPBETI,, JOHN STOVED Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga viS einstaklinga eSa félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsanir seldar til hvaSa staSar sem er á lslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparisjóSsinnlögum, sem byrja má meS einum dollar. Rentur lagSar viS á hverjum sex sem byrja má meS 1 doilar. Rentur lagSar viS á hverjum 6 mánuSum. T- E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., . Winnipeg, Man. >11 Ferðasaga. Eg skrapp suður til Dakota 14. jan. eftir beiðni stúkunnar á Mountain. Á lestinni hitti eg séra GuiSmund Árnason, sem var á fer‘5 út í Morden- byg5; sú byg5 er 15 mílur frá bænum Morden. Vi5 erum félagsbræður og þótti skemtun a5 samferðinni. Séra Guðmundur er að vinna fyrir félag, sem heitir “Scandinavian Foundation” og er að selja bækur fyr- ir þa5. Eitt þeirra rita er “Scandi- navian Review”. Næstsíðasta hefti þess er alt tileinkað íslenzkum bók- mentum. Ættu mentaSir Islendingar hér að senda þessu blaði ritgerðir öðru hvoru, landi voru og þjóð til sóma. Veitti ekki af að eitthvað víeri gert i þá átt, því lítið er til af bókum eða greinum um ísland, sem áreiðanlegar séu og ábyggilegar. Það er flest skrifað af útlendingum, sem ekki skilja land né lýð. En svo þarf nú ekki útlendinga til þess að skrifa af skilningsleysi; þarf ekki annað en að betjda á fyrirlestur séra Magnúsar Jónssonar; hefði hann gert sér meira far um að skilja, þá hefði hann skrif- að af meiri sanngirni en hann gerði. Þegar við komum til Morden, gengum við út á stjórnarbúgarðinn; fyrir honum er Iandi vor Stefán Bjarnason frá Lundar. Vann hann áður við búgarð hjá stjórninni ná- lægt Brandon. Svo mikið traust og tiltrú vann Stefán sér, að honum var trúað fy^r að byrja þennan nýja búgarð, sem á að verða fyrirmynd handa öðrum að læra af. Verður þar mest áherzla lögð á ræktun aldina, trjáa og blóma. Hefir Stefán gróðursett þar margar raðir af ungum trjám; er hann efa- laust v'el vaxinn stöðu sinni. Mikið gleðiefni er það þegar Is- lendingur skarar í einhverju frain úr öðrum mönnum í þessu landi, þar sem samkepni er svo mikil. Það er eins og að finna bróður sinn i eyði- mörku að mætá slíkum manni á með- al hérlendra manna. Þá hverfur all- ur pólitiskur rígur og jafnvel trúar- bragða. Maður hefjr það þá aðeins á meðvitundinni að hér er landi og ber virðingu fyrir honum. Þess má geta að Stefán er fús að gefa allar upplýsingar, sem til hans er leitað. Hann fór með okkur séra Guðnmnd til mifðdagsverðar hjá ensku fólki, sem hann heldur til hjá; það eru presthjón. Síðan skildum við séja Guðmund- ur; fór eg suður í ríki Jónatans gamla, en séra Guðmundur út í nýlendu gangandi 15 mílur, og óx honum það ekki í augum, því hann er orðinn van- ur göngum; hafði hann t. d. gengið alla leið frá Árborg út í Álftavatns- nýlendu, þegar byrjað var að snjóa í haust; hafði hann með sér hjól, en varð aö hera það mikið af leiðinni. Er þetta ferðalag hans ofurlítið sýnishorn af því, hvernig fátækir námsmenn vor á meðal hafa orðið að teggja mikið á sig til þess að ná mentun. Fann séra Guðm. sárt til þess, að hann hafði ekki náð þeirri mentun sem hann fýsti áður en hann varð prestur; sagði hann því upp söfnuði sínum og fór aftur á skóla. En til þess þurfti fé; gaf hann því út fyrirlestra eftir sig í fyrra og fór sjálfur með þá fótgangandi bæ frá bæ; en í ár tók hann vinnu hjá þessu fyrnefnda félagi; og nú gengur hann til þess að spara ferðapeninga, því flutniniur er dýy. Væri það vel ef landar tækju vel þessum dugelga manni, sem svona mikið leggur á sig sér til fullkomn- unar. Lestir var tv'eirtiur klukkutímum of seira, og hafði eg því gott næði til þess að liugsa um þessa tvo duglegu menn þjóðar vorrar. Loksins kom gamli brúnn og settist eg á bak honum. Á Hensel mætti mér Kristján Sigurbjörnsson með bifreið og flutti mig til Mountain; námum við staðar 1 gistihusi Mrs. Björnsson- ar, sem er systir þeirra Samsons bræðra lögregluþjóna hér í Winnipeg. Um kveldið kom þar Kn fjúlíusj. Aldrei hefi eg talað við hann fyr, en þó fanst mér sem eg mætti þar gömlum kunningja vegna ljóðmæla hans. Hann lofaði mér að heyra eina vísu; en skýringu þarf hún eins og allar hans vísur og kvæði. Kveðst hann hafa skroppið inn í eldhús til þess að fá sér að drekka, en þótt v'atnið nokkuð bragðlítið; hefði sér þá dottið í hug hvort hann væri ekki kraftaskáld, svo hann mælti fram þessa vísu með öllum þeim krafti sem hann átti til í eigu sinni: “Barna trúin bilar min, burt er flúin kæti; feginn snúa vatni i vin vildi eg nú ef gæti.” Niðurl. næstj. Stjörnuhrap. Þegar eg las fögrn og tilfinninga- ríku ritstjórnargreinina í siðasta Lögbergi, með yfirskriftinni; “Ský á heiðumi himni”, þá brá mörgum myndum upp fyrir sálar- og hug- sjónatímabili þrjátíu ára stríðs og starfs í landi þessu. Landi fógru v'onanna. Landinu, sem vér nð hljót- um að elska, bæði vegna sjálfra vor og barna vorra. Landið með heiða, hreina, frjálsa og fagurbláa himininn yfir höfðum vorum. En hversu mörg verða ekki stjörnuhröp fögru von- anna á þessum blessaða himni. Og hversu mörg eru ekki einnig dökku skýin, sem dragast upp og depra feg- urðina. Fegurð guðlegu og mann- dómslegu hugsjónanna. Ský sorganna og mótlætisirts. Ský þreytunnar og brostnu vonanna. Oð það sem þyngst er og svartast á þessum skýjabálkum eða blikunv eru ský ellinnar, sem raða sér saman í kolsvarta miskunnarlausa 'stafi og blýþung orð, sem segja mér — og máske einhverjum fleirum: Lífið er bráðum á förum, dagsv'erk- inu lokið. Þú vildir og áttir að verða nýtur maður, en fórst rangt að öllu. Því verður hugarstríð og hráslaga- nepja á skjóllausri evðimörkinni þitt ævikvekl. — Þetta er harður dómur og hörm- unga sjón, drottinn minn! Er nú þetta réttlátt? Er engin afsökun til. Eða er alt sjálfrátt og engin óvið- ráðanleg utanaðkomandi öfl, sem binda vilja o- framkvæmdir manna á viss svið í mannfélagsheildinni ? Þannig virðist mér oft eiga sér stað, en máske rangt að halda því fram. Og hvað sem nú þessu líður, því sjálfráða og ósjálfráða, þá er eitt, sem sanngjarnt er að taka með í reiknings vfirlit mannlífsins, og það er þetta: Hvernig hefir þessi gamli maður barist áfram á því sviði og með þeim vopnum, sem hann hafði kosið sér? Eða kringumstæður skap- nð honum. Hvernig hefir hann rækt skyldur sinnar köllunar í sínum smáa og þrönga verkahring? Ef nú þessi gamli maður —• eða menn og kounr — hafa staðið ærlega og vel í sinni stöðu, hv'ersu smá og fátækleg, sem hún hefir verið, lagt alla krafta Hfs og orku fram, konu og bornum og heimili sínu ti! þolanlegs viðhalds, og í engu gert þjóðfélaginu eða þjóðarbroti sínu v'anvirðu með óreglu eða leti og slóðaskap. Er hann þá ekki jafn virðingarverður þótt enginn sé afgangurinn, eins og hinn, sem hygnin og lánið gat skapað ald-

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.