Lögberg - 26.04.1917, Side 3

Lögberg - 26.04.1917, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRÍL 1917 S Pollyanna Eftir Eleanor H. Porter. Pollyanna hló aftur lágt og glaðlega. Hún leit björtu augunum sínum á ungfrú Polly. “Já, því eg skal segja þér, Polly frænka, síðan eg meiddist hefir þú kallað mig “vina mín” og “kæra, litla Pollyanna” mörgum sinnum — en það gerðir þú ekki áður. Og mér þykir svo vænt um að vera kölluð “vina mín” af þeim, sem eg tilheyri', eins og þú skilur. pað voru sumar af kvenmanna styrktarfélaginu sem kölluðu mig það, eins og þú skilur, þá fanst mér það viðfeldið, en ekki eins viðfeldið eins og þegar einhver ættingi manns seg- ir það — eins og t. d. þú. ó, Polly frænka, eg er svo glöð yfir því að þú ert ein af mínum eigin ættingjum.” Polly frænka svaraði ekki, hún lyfti aftur hendinni upp að skyrtukraganum og augu hennar stóðu full af tárum. Hún hafði vikið sér frá sjúk- lingnum; nú flýtti hún sér út úr dyrunum, sem hjúkrunarkonan kom inn um á þessu augnabliki. Síðdegis sama dag kom Nancy hlaupandi til gamla Tom, sem stóð úti í vagnskýlinu og hreins- aði aktýgin. Augu hennar voru tryllingsleg. “Tom, Tom!” stundi hún upp. “Gizkaðu á hvað fyrir hefir komið! ó, nei, þú getur aldrei getið þess! pér er ómögulegt að geta þess!” “Já, það er þá líklega bezt að eg reyni það ekki,” svaraði hann gletnislega. “pað er betra að þú segir mér þið viðstöðulaust, Nancy.” “Jæja, hluetaðu þá á mig. Hver heldur þú að sé inni í dagstofunni hjá ungfrúnni? Hver, spyr eg þig?” Tom gamli hristi höfuðið. “pað er enginn hægðarleikur fyrir mig að vita,” svaraði hann. “ÍJei, það er það sannárlega ekki. pví, veiztu hver það er? — pað er hann John Pendleton.’- “Rugl! hvaða bannsett fjas kemur þú með?” sagði gamli maðurinn gramur. “pað er hreint ekki neitt rugl; eg lauk sjálf upp fyrir honum — hann gengur enn við tvær hækjur. Og vagninn stendur enn og bíður fyrir utan hliðið; það getur þú sjálfur séð. En hugs- aðu þér — hann, sem aldrei talar við nokkra manneskju, hann ekur af stað til að heimsækja fólk. Og hugsaðu—hugsaðu þér, Tom—hann að heimsækja hana!” “Já, hvers vegna ekki?” sagði gamli maðurinn dálítið önugur. Nancy leit til hans fyrirlitlega. “Eins og þú vitir það ekki — og það jafnvel betur en eg,” svaraði hún gröm. “pað varst þú, sem fyrst mintist á þetta við mig.” “Við hvað áttu? Hvað hefi eg sagt?” Nancy leit í kring um sig og gekk nær honum. “pað varst þú, sem sagðir mér fyrstur af öll- um, að ungfrú Polly hefði verið trúlofuð, var það ekki? Já, — svo hélt eg einn góðan veðurdag að eg hefði komist að því, að tveir og tveir eru f jórir, og svo legg eg þá saman. En nú kemur það í ljós að tveir og tveir eru fimm. en alls ekki fjórir.” Gamli Tom sneri sér frá henni með kæruleysis- legum svip, og tók aftur til vinnu sinnar. “Ef þú vilt tala við mig, þá verði^ þú að tala eins og skynsamar manneskjur gera, en koma ekki með neitt rugl eða vitlaust fjas,” sagði hann stuttur í spuna. Nancy hló. “Já-já, hlustaðu þá á mig,” sagði hún, “þá skal eg skýra frá meiningu minni skynsamlega. ^feg heyrði einu sinni nokkuð, sem kom mér tdl að halda að ungfrú Polly og Pendleton hefðu eitt sinn verið trúlofuð.” “Ungfrú Polly og John Pendleton!” endurtók Tom og rétti úr sér. “Já en nú veit eg að það var ekki. pað var í móður blessaða bamsins sem hann var ástfanginn og það var þess vegna að hann vildi svo feginn — nú, en það skiftir engu,” bætti hún fljótlega við, þegar henni kom til hugar að hún hefði lofað Pollyönnu að segja engum frá því, að John Pendleton vildi fá hana til að vera hjá sér. “pað skiftir engu,” endurtók hún, “en nú hefi eg spurt mig fyrir hjá öðrum, og fengið að vita að hann og ungfrú Polly hafa ekki verið vinir í mörg ár, og að hún hefir ekki getað liðið hann, af því að það var talað um að þau væru trúlofuð, þegar þau voru átján og tuttugu ára gömul.” “Já, eg man það,” sagði gamli Tom. “pað var þremur eða fjórum árum eftir að ungfrú Jenny neitaði honum, og var farin burt með hinum. Ungfrú Polly vissi auðvitað um þetta og vorkendi honum,og þessvegna var hún alúðleg við hann. Getur verið líka að hún hafi verið of alúðleg —r hún hataði unga prestinn, sem fór burt með syst- ur hennar — og hefir máske verið blíð við hann af þeirri ástæðu, að minsta kosti fór einhver að masa um það. pað var sagt að hún væri að reyna að ná í hann.” “Hún — að sækjast eftir nokkrum manni,” greip Nancy fram í efandi. Nei, það var ekki líkt henni; það er áreyðan- legt,” sagði gamli Tom; “og eingin heiðarleg stúlka gerir það heldur. Nú, en þetta slúður, það barst samt út á meðal fólks; og hér um bil um sama leyti var það, að ósamlyndið og alt rifrildið við hinn rétta kærasta hennar, átti sér stað; og síðah hefir hún lokað sig inni eins og fanga, og ekkert viljað hafa saman að sælda við aðra. Hún varð beisk og hörð í framkomu sinni af þessu, vesalingurinn.” “Já, eg veit það. Eg er nú búin að heyra um þetta alt- saman,” svaraði Nancy. “Og það var einmitt af því að eg hélt að yfir mig ætlaði að líða, }?egar hringt var og eg lauk upp og sá hann standa við dyrnar — hann, sem hún hafði ekki talað við í mörg ár. En eg lét hann auðvitað fara inrh fór svo inn til hennar og sagði hver komin væri.” “Hvað sagði hún þá?” spurði gamli Tom með forvitnissvip. “Fyrst sagði hún ekkert. Hún sat svo kyr og þegjandi að eg hélt hún hefði ekki heyrt til mín; og eg ætlaði að fara að endurtaka það, þegar hún leit upp og segir mjög rólega: “Segðu hr.Pendle- ton að eg skuli strax koma ofan til hans”. Já, eg fór ofan og sagði honum það — og svo út hingað og sagði þér það,” mælti Nancy og leit í áttina til hússins. “Hum,” tautaði gamli Tom og fór aftur að hreinsa aktygin. John Pendleton þprfti ekki að bíða lengi í hin- um skrautlega viðtökusal á Lindarbakka.þangað til hratt fótatak nálgaðist er sagði honum að ung- frú Polly kæmi til að tala við hann. Hann reyndi að standa upp, en á sama augnabliki stóð hún í dyrunum og benti honum að sitja kyrrum. Hún rétti honum ekki hendina og svipur hennar var kuldalegur. “Eg hefi leyft mér að koma hingað af því, að mig langar til að vita hvemig Pollyönnu litlu líð- ur,” sagði hann fremur hörkulega. „pökk fyrir. Hún er hér um bil alveg eins,” svaraði ungfrú Polly. “Og það þýðir—? Eða viljið þér ekki gera svo vel og segja mér hvemig hún hefir meiðst?” spurði John Pendleton sk-jálfraddaður. Sorgarsvipur kom í ljós í andliti ungfrú 1 ollys. “Eg get því ver ekki sagt yður það. Eg vildi a$ eg gæti það.” “pér eigið við — að þér vitið ekki hvernig, _ eða —?” “Eg á við að eg veit það ekki.” “Já, en — læknirinn —?” „Warren læknir held eg sé í óvissu. Hann hef- ir náð sambandi við sérfræðing í New York; og þeir ætla báöir að skoða hana innan fárra daga.” Já, en það er undarlegt að þeir, þessir læknar skuli ekki vita hvar hún er meidd ?” “Já, en það er einmitt það sem enginn veit. Dálítil rispa á höfðinu og fáeinar hörundshruflur er það eina sem Warren hefir orðið var við. En hann er hræddur nm — hann hefir seinna fundið skemd í hrygnum, sem — sem — getur orsakað æfilangt máttleysi í öllum neðri hluta líkamans. John Pendleton hrökk við og stundi. Svo beit hann á jaxlinn og algerð þögn varð. Loksins sagði hann með þreytulegri rödd: “Og Pollyanna sjálf — hvemig — hvemig ber hún þetta?” “Hún skilur ekki — hún veit ekkert um hvem- ig ásigkomulagið er. Og eg — eg get ekki sagt henni það.” “Já, en — eitthvað verður hún þó að vita.” Ungfrú Polly lyfti hendinni aftur upp að skyrtukraganum; hún hafði vanið sig við þessa hreyfingu síðustu dagana. “Já — hún veit nú að hún getur ekki hreyft sig. En hún heldur að það séu fótleggimir, sem séu brotnir. Hún segist vera glöð yfir því að það séu fætumir sem eru brotnir, eins og yðar, í stað þes sað vera örkumla manneskj$L alla æfi, eins og frú SnoW, því brotið bein batni aftur, en það geri hitt ekki. pannig liggur hún og talar í sífellu, svo mér — ó, mér finst eg ekki geti haldið það út! — pað er nóg til að deyða mann. Augu John Pendletons voru full af tárum, með- an hann horfði á föla, örvinglaða andlitið gagn- vart sér. ósjálfrátt runnu honum í hug þau orð, sem Pollyanna hafði sagt, þegar hún svaraði bæn hans til fullnustu: “ó-nei; eg get ekki yfirgefið Polly frænku — hér eftir.” Hann varð svo gagntekinn af hrygð, að hann hafði ekki vald yfir rödd sinni um langan tíma. En það var þessi hugsun sem kom honum til að spyrja mjög alúðlega: Eg veit ekki hvort þér vitið það, ungfrú Harr- ington, að eg hefi gert alt'sem í mínu valdi stóð til þess, að fá Pollyönnu til að koma og vera hjá mér.” “Hjá yður? — Pollyönnu?” John Pendleton roðnaði dálítið við að heyra hreiminn í rödd hennar, en hans eigin rödd var róleg og undir fullri sjálfstjóm þegar hann hélt áfram: “Já. Eg hefi þráð að ættleiða hana — lögum samkvæmt auðvitað.” “pér vilduð ættleiða Pollyönnu?” “Já, lögum samkvæmt, svo að hún líka gæti orðið erfingi minn.” Ungfrú Polly fanst hún vera orðin svo lítil á stólnum, þar sem hún sat. Hún skildi alt í einu hversu mikilfengleg framtíð þetta hefði getað orðið fyrir Pollyönnu. Og á næsta augnabliki hugsaði hún um, hvort Pollyanna væri nógu göm- ul — og nógu séð — til að láta þessa manns stöðu og auð freista sín. “Mér þykir mjög vænt um Pollyönnu,” sagði John Pendleton enn fremur. “Mér þykir vænt um hana vegna sjálfrar hennar og vegna móður henn- ar. Eg var fús til að veita Pollyönnu alla þá ást, sem legið hefir geymd hjá mér í tuttugu og fimm ár.” “Ást.” Ungfrú Polly kom nú alt í einu til hugar, hvers vegna hún í fyrstu hafði veitt þessu barni móttöku, og með þessari endurminningu fylgdi líka hugsunin um Pollyönnu eigin orð, sem hún hafði talað þenna sama morgun: “Mér þykir afarvænt um að vera kölluð “vina mín” af ætt- ingjum mínum.” Og það var þessi litla, ástþrá- andi stúlka, sem þessi maður hafði boðið þá ást, er hann hafði geymt í tuttugu og fimm ár — og hún, Pollyanna, var nú nógu gömul til þess, að ástin freistaði hennar. Alt þetta hugsaði ungfrú Polly um; alt þetta lá opið fyrir hugskotssjónum hennar, og eitt í viðbót: hve voðalega tóm og fá- tæk framtíð hennar yrði, ef hún ætti að lifa án Pollyönnu hér eftir. “Nú? Og svo?” spurði hún loksins. John Pendleton heyrði hinn þreytandi hreim í rödd hennar, og brosti angurvært. “Hún vildi ekki,” svaraði hann. “Hún vildi ekki?” “Nei, hún vildi ekki yfirgefa yður. Hún sagði að þér hefðuð vérið svo góð við sig. pess vegná vildi hún helzt vera hjá yður, og sagði að hún héldi að þér vilduð fegnar hafa hana,” sagði hann að síðustu, um leið og hann stóð upp með erfiðismun- um. Hann leit ekki á ungfrú Polly. Hann sneri sér að dyrunum. En á sama augnabliki heyrði hann hratt fótatak við hlið sína, og sá skjálfandi hendi rétta að sér. “pegar ókunni læknirinn kemur, og eg fæ að vita nokkuð — nokkuð nákvæmara um Pollyönnu, þá skal eg láta yður vita það,” sagði skjálfandi rödd. “Verið þér sæll. pökk fyrir komuna. pað gleður Pollyönnu að heyra um hana.” XXIV. KAPfTULI. Erfiður leikur. Daginn eftir komu John Pendletons að Lindar- bakka, lá fyrir ungfrú Polly það vandasama starf, að búa Pollyönnu undir komu hins ókunna læknis. “Pollyanna, vina mín,” sagði hún alúðlega — rödd Polly frænku hafði fengið annan hreim nú þessa síðustu daga — “við erum neydd til að le'ta ráða annars læknis, auk Warrens. Máske nýr læknir geti fundið ný ráð, eins og þú skilur — nýja meðferð, svo þér batni fyr.” pað glaðnaði yfir Pollyönnu. “Chilton lækni! ó, Polly frænka, hvað eg yrði fegin ef eg fengi Chilton. Eg hefi þráð hann svo mjög allan þenna tíma; en eg var hrædd um að þú vildir ekki hafa hann, síðan hann sá þig í gluggan- um um daginn, þegar þú varst svo fallega skreytt. pess vegna hefi eg ekkért sagt. En hvað mér þykir vænt um að þú vilt hafa hann núna.” Polly frænka /arð föl, svo rauð, svo föl aftur. Hún reyndi alt hvað hún gat til að tala glaðlega og rólega. “Nei, því ver, Pollyanna mín — það var ekki Chilton læknir, sem eg átti við. Nei, það er annar læknir — mjög nafnkunnur læknir frá New York, sem—sem—sérstaklega hefir lagt sig eftir slíkum tilfellum sem þínu, og sem er mjög laginn við að lækna þau.” Vonbrigði koitui í ljós á svip Pollyönnu. “Eg held hann sé hvergi nærri eins góður læknir og Chilton.” “Jú, góða vina mín, það held eg sannarlega að hann sé það.” “Já, en það var Chilton, sem gerði fótinn hans John Pendletons góðan aftur, Polly frænka. Svo —ef þú—ert ekki mjög mótfallin, þá langar mig ákaflega mikið til 'að fá Chilton lækni, Polly frænka.” Aftur roðnaði ungfrú Polly og var óróleg og efandi. Fyrst svaraði hún engu, en svo herti hún upp hugann og sagði í sínum gamla, harða og ákveðna róm: “Já, en eg er því mótfallin, Pollyanna; eg er því mjög mótfallin. Eg vil gera hvað sem vera skal — já, alt sem eg get gert — fyrir þig, vina mín; en eg get ekki — já, af ástæðum, sem eg minnist ekki á núna, get eg ekki — og vil ekki fá Chilton lækni hingað í þessu tilfelli. Og þú mátt trúa mér, hann getur ekki skilið hva$ að þér geng- ur einá vel og þessi nafnkunni læknir frá New York, sem á að koma hingað á morgun.” Pollyanna var enn þá efandi á svip. “Já, en Polly frænka, ef þér þætti verulega væntjum Chilton lækni —” v“Hvað ertu að segja, Pollyanna?” Rómur Polly frænku var orðinn hörkulegur; og kinnar hennar eins og tvær elds glóðir. “Eg segi að eins, að ef þér þætti verulega vænt um Chilton lækni en ekki um hinn, þá mundi það gera mikinn mun á hjálpseminni sem þeir gætu veitt.þér; því þeir segja, að það hafi mikla þýð- ingu hvort sjúklingnum þyki vænt um læknirinn sinn; og mér þykir svo afarvænt um Chilton lækni,” sagði Pollyanna og stundi. Á þessu augnabliki kom hj úkrunarstúlkan inn í herbergið; og ungfrú Polly stóð strax upp, sjá- anlega glöð yfir komu hennar. “Mér þykir þetta í rauninni leitt, Pollyanna,” sagði hún hálf kuldalega; “en eg er hrædd um að þú verðir að láta mig dæma um þetta. Auk þess er samið um alt þetta og læknirinn frá New York kemur hingað í fyrramálið.” pað kom nú samt fyrir, að læknirinn frá New York kom ekki daginn eftir. Á síðasta augnabliki kom símrit, sem sagði að hinn nafnfrægi sérfræð- ingur væri veikur og gæti ekki komið. Af þessu leiddi að Pollyanna bað aftur um að fá Chilton lækni — “því nú cr það svo sanngjarnt,” sagði hún. En ungfrú Polly hristi höfuðið sem fyr og sagði mjög alúðlega, en ákveðin: “Nei, vina mín, það getur ekki látið sig gera,” og jafnframt fullviss- aði hún Pollyönnu um, með enn þá hlýrri rödd en áður, að hún vildi gera alt annað fyrir hana — en þetta. Og eftir því sem biðdagarnir liðu, hver á eftir öðrum, leit svo út sem ungfrú Polly reyndi að gera alt, sem henni var mögulegt — að þéssu eina und- anskildu — til að gleðja systurdóttur sína. “Nei, slíkt hefði mér eldrei dottið í hug — og engin manneskja í heiminum hefði fengið mig til að trúa því,” sagði Nancy einn morgun, þegar hún stóð og var að tala við gamla Tom. pað líður engin mínúta svo á daginn, að ungfrú Polly sé ekki ávalt í kringum rúmið, og geri alt sem henni dettur í hug til að gleðja veslings bamið, já, hún lætur kisu koma þangað inn — og hún, sem fyrir viku síðan vildi ómögulega sleppa hundinum og kettinum upp stigann, lætur þau nú hoppa og leika sér í rúminu eins og þau vilja, að eins til að gleðja ungfrú Pollyönnu. — Og, geti hún ekki fundið neitt annað, þá flyíur hún þessa glerstúfa hennar og hengir þá upp, fyrst í einn og svo í annan glugga til þess, að hún geti látið regnbogann sprikla, sem blessað bamið kallar það. Og svo öll blómin og alla ávextina, sem hún útvegar henni. Og, finn eg hana ekki einn daginn, fyrir skömmu síðan, sitjandi við endann á rúminu fyi^r framan spegilinn, og er að láta hjúkrunarstúlkuna setja upp hárið á sér, en ungfrú Pollyanna liggur í rúm- inu, gefur bendingar og fyrirskipanir um hvernig það eigi að vera, og augun gljá af ánægju í bless- uðum unganum. Og það segi eg, ef ungfrú Polly gengur ekki á hverjum degi með hárið upp að eins til að gleðja ungfrú Pollyönnu, þá máttu kalla mig ösnu.” Efnafrœðislega sjálfslökkvandi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- aná bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- iegt er. öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s J. N. Sommerville, Lyfsali Horni William & Isabel, Winnipeg Tals. Garry 2370 Vér mælum meö eftirfylgjandi hressingarlyfum að sumrinu Beef, Iron & IVine Big 4 D Compound sem er blóðhreinsandi meðal. Whaleys blóðbyggjandi lyf VoriS er komiö; um þaö leyti er altaf áríöandi aö vernda og styrkja líkamann svo hann geti •staðið gegn sj úkdþmum. Þaö verður bezt gert með því aö byggja upp blóöið. Whaleys blóöbyggjandi meöal gerir það. Whaleys lyfjabúð Rex Cleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt pressuð meðan þér standið við..............SBc. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir..........$1.BO Elinnig viðgcrðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Tal*. G. 67 Winnipec Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga M. Semlek Co. Horni King og Logan Horni Sargent Ave. og Agnes St. Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215 2 PortageAv í gamla Queens Hotel G. F. PENNY, Artist Skrifstofu talsími ..Main 2065 Heimilis talsfmi .. Garry 2821 Kaupa og selja brúk- aða járnvöru, smíða- tól, rúmstæði, hljóð- færi o.s.frv. Við ger- um yður ánægða. Talsuni Garry 1630. Winnipeg C. H. NILSON KVENNA- og KARLA SKRADDARI Hin stærsta skandinaviska skraddarastofa 208 Logan Ave. í öíSrum dyrum frá Main St. Winnipeg, . Man. Tals. Garry. 117 Pöddu-duftið Jacksoniska hið fljótandi lúsadráps- lyf er til sölu á sama staðn um gamla 466 Portage Ave., Winnipeg, og þeir sem kaupa segja ekkert sé betra til að drepa þessi kvikindi. Það er sent svo að segja til hverrar borgar og hvers bæjar í Vestur- landinu alla leið til Prince Rupert, B. C. Herra H. Kristjánsson og XJngfrú Elín Magnússon. Við giftingu þeirra 15. apríl 1917. að Gimli. í draumum lífsins lifir sðgn hins liðna, aftur grær um vegamót og vex í þögn sú vafnings jurtin kær, er heiðblá nsérir himinblðm og hlífir stormum við, unz aftur kallar hvellum rðm ' Það kallið: “Hljóttu frið!” 1 draumum sagna svífur mynd hins sæla brúðkaupsdags, og oft er dæl hin dýra lind og djöp til sðlarlags. En draumar sagna sýna’ og glögt hve svipleg fölna blðm, og oft er þetta ærið snögt og óháð rakadðm. Að hugsa glögt og heita þvi, er haldið verða m&; að verða stærri’ og vaxa’ á ný ef veður gerir há; að unnast iengi, unnast vel er æðra en þessi stund; að eiga blíðu, ástarþel, að allra hinsta blund. Og þegar elli aftansðl um öldur gulli slær, og opið liggur ykkur skjðl, sem enn er nokkuð fjær, þá tími gefst að tala’ um það hve tállaus þessi stund æ, létti margt og braut við blað, er blessun færði lund. Æ, ðskir hafa ekki vald ef annað liggur fjær, er innra gefur öllu hald og orku’ og festu ljær. En það er sannast eg þvi ann aí ykkar lifsins braut um guða liggi gnægta rann að ykkar lifsins braut •T. Frímann. Þessi ungmenni vortt fermd á páskadeg í Blaine, Wash.; Ágústa Margrét Breiöfjörð Jónína GuSlaug Johnson SigríSur Rannveig Johnson Elías Kjernested BreiSfjörS Lára Benedikta BreiSfjörS Guörún Jóhanna Oddson Árni William Josephson. fVancouver, B.C.J Sig. ólafsson. TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniœð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðajúkdóma Læknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 3omerset Block, Winnipeg Silki-afklippur til að búa til úr duluteppi. Vér höfum ágætt úrval af stórum pjötlum meðalls- konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.0. Box 1836 Winnipef, Man. BIFREIÐA “TIRES” Vér aeljum nýjar og brúk- aðar “tires . Kaupum og tökum gamlar í skiftum fyrir nýjar, gefum gott verð fyrir þær gömlu. All- ' ar viðgerðir eru afgreiddar fljótt og vel. Skrifið eftir verði. Watsons Tire Service 180 Lombard St., Tal. M.4577 ....... ———/ MASSAGE MECHANO-THERAPY & ELECTRO THERAPEUTICS Hjúkrunar-kona BI a c k b u rn læknar með núningi taugarnar, örvar blóð- rásina og marga aðra sjúkdóma. KomiðJ 8 Steel Block, Portage Ave. Tals. M. 3B49 Williams & Lee Reiðhjól og bifltjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðuni höndum. 7C4 Sherbrooke St„ cor. Notre Dame Ave.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.