Lögberg


Lögberg - 17.05.1917, Qupperneq 2

Lögberg - 17.05.1917, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAl 1917 TIL VERKAMÁLARÁÐHERRANS Thómasar H. Johnsonar. (Orkt í tilefni af komu hans til Victoria, B. C., 1 marz 1917). Vér bjóðum þig velkominn vestur að sænum, hvar veðrið er indælt, og náttúran fríð; hvar fuglamir syngja í svalandi blænum, og svipmikill Ægir oft brosir við lýð. — Já, dýrðlegt er flest hér í “Drotningar-bænum”, hér dreymir fólk lítið um jarðlífsins stríð, en mikið um sælu í sól-heimi vænum, hvar sitji menn góðir um eilífa tíð! Eg bað þess á roblinskum óstjómar-árum, að yrðir þú forsætisráðherra senn; en alþjóð var blinduð af afturhalds-dárum, og áleit þá stór-þjófa — fyrirtaks, menn! En þér tókst að lokum að sýna og sanna, að svikið var fólkið og — stolið af því. Og þar með lauk stjómartíð þjóðræningjanna, sem þvælst höfðu svo lengi völdunum í. 1 Að þér skyldi takast þeim þrjótum að steypa, var þrekvirki mikið, sem gleymast mun ei, því alveg þig, stundum, þeir ætluðu’ að gleypa, sem útsævar holskefla stormbarið fley. — En norræna blóðið þér ólgaði’ í æðum, og andríkið, þrekið og kjarkinn þér gaf. Á afturhalds-liðið, í rökstuddum ræðum, þú réðist, — og vaktir fólk svefninum af. pó forsætisráðherra ei sértu’ í orði, og annan þú skipir nú ráðherra sess, hvað áhrifin snertir, þú ert það á borði; þitt atgjörfið mikla er valdandi þess. — Svo þökk fyrir stjómarfars-umbætur allar, sem ötull þú komið nú hefir í verk. — pá drenglund og þekking fram dugnaðinn kallar, er dagsverkið fagurt og lífs-sagan merk. ( J. Ásgeir J. Líndal (Marz 1917). Aftur í tímann. Björn Andrésson. Björn Andrésson er fæddur á Héð- inshöföa á Tjörnnesi á föstudag 25. nóvember 1853. Foreldrar hans voru hjónin Andrés Helgason og Hólm- fríður Pálsdóttir. Björn fór þriggja ára gamall meS foreldrum s'tnum aö Mána á Tjömnesi til systur sinnar. Um fermingaraldur ati Bakka á Tjörn nesi; var hann þar til þess hann fór til Atneríku 1876. Fór hann frá Akur- eyri sunnudaginn 2. júlí, og kom til Winnipeg á þriðjudaginn 8. ágúst. Fékk hann ásamt fleiri löndum sínum skuröarvinnu á ASalstrætinu, og var Sigurður Kristófersson frá Neslönd- um við Mývatn túlkur. Seint um haustið tók Sigurður að sér að flytja ■fólk og vörur á stórum flatbát ofan að Gmli, fékk Björn til að fara með sér og hjálpa sér með flutninginn. Þeim sóttist seint ferðin, voru tvær Vikur frá Winnipeg til Kjaivíkur þar sem Skapti Arason bjó, tafði fyrir þeim að báturinn rakst á stein við St. Andrews streingina, svo alt varð að taka af honum og fá annan bát, líka urðu þeir sökum ógæfta á Winni- pegvatni að bíða um tíma teftir í Rauðárósnum. Á ■ bátnum voru 21 farþegi og 100 hveiti mjölpokar. Þegar komið var ofan eftir fékk Björn vinnu við þjóðveginn sem þá var verið að höggva eftir Nýja Is- landi og vann þar fram að jólum, lagðist þá í bóluveikinni og komst hætt og vann ekkert eftir það um veturinn, heimili sitt hafði hann á Lundi hjá Kristjáni Jónssyni frá Héðinshöfða. r Þegar Björn tók að hressast á- setti hann sér að komast sem fyrst burt úr Nýja íslandi. Þeim sem feng ið höfðu bóluna, var leyft að fara burtu áður en vörðurinn var aftekinn ef |>eir fengju sér læknisvottorð fyr- ir því að þeir hefðn fengið veikina og skiftu um föt, keyptu ný, og ef fötin v'oru til við vörðinn, gat maður hald- ið áfram ferðinni fyrirstöðulaust. En þeir sem ekki höfðu fengið ból- ttna þurftu að kaupa sér föt og bíða 10 daga við vörðinn. Seisast í apríl fékk Björn sér lækn- isvottorðið og slóst i för með nokkr- ttm ttngum mönnum, sem eins og hann hófðu afráðið að kornast burtu. Þeir héldtt stiður að verðinum. Björn af- henti varðstjóranum læknisvottorðið og 5 dollara fyrir föt, meiri peninga átti hann ekki til. Hann beið viku við vörðinn eftir fötunum og þegar hann fékk þau voru þau af skornum skamti: rauður hattur, lérefts skyrta, buxur, fómullar sokkar og skór. Það var ekki furða þó Björn væri ekki ánægður með fötin, þó líkaði honum verst rauði hatturinn, hafði á honttm mestu sköntm. Nú hélt hann áfram ferðinni ttpp til Winnipeg. Árni Scheving Þorkelson frá Stóra- Sandfelli í Skriðdal varð honum sam- ftrða. Þegar þeir komtt upp að Nettlelæk voru Indíánar þar fyrir þeir gerðu þeim skiljanlegt að þeir bæðtt þá að flytja sig yfir lækinn. En |>eir rauðleitu vortt hræddir við þá af því þeir komu frá bólu plássinu (Nýja íslandi) og neituðu að flytja þá yfir um, léðu þeim samt bát svo þeir fluttu sig sjálfir yfir um. Þeir höfðtt náttstað í Clandeboy, hefði lik- legast verið úthýst, ef Jón Taylor unt- boðsmaður og Halldór Árnason frá Bræðraborg, sem komu þar við skömmtt áður, á leið til Winnipeg, hefðti ekki verið búnir að útvega þeint þar næturgisting.* Þegar þeir komu til Winnipeg var þar enga vinnu að fá, sem ekki stóð tii, menn vissu ekki að bærinn ætti eins glæsilega framtíð i vændum og síðar reytidist, svo ekki var lagt út í að reisa neinar stórbyggingar í bæn- unt á þeim dögum. Björn tafði ekki í Winnipeg, lagði af stað gangandi sömu leið og hann kom áleiðis til Selkirk. Þegar hann átti þangað ófarna m'tht og/hálfa hitti hann bónda sem John Harriett hét. hjá honum réðist Björn í mán- aðar vist fyrir 5 dollara í kaup. Hr. Harriett sá að Björn var illa staddur með föt, kvaðst skildu borga homtm fyrirfram þessa 5 dali, svo að Itann gæti aukið við föt sín. Björn þá það og fóru þeir svo báðir til Selkirk og kevptu föt. Það segist Björn hafa séð um að hatturinn sem hann fékk væri ekki raitður. Vinna Bjöms hjá Harriett var að aka heim vatni neðan úr Rauðá og svo aö mjólka kýrnar með konunni. Regl- an var að ntjólka þrjá spena á hverri kú og láta svo kálf sjúga þann fjórða Þegar mánuðurinn var á enda, fór Rjörn fram á það við bónda að hækka við sig kaupið ef hann yrði hjá hon- um lengur. Bóndi kvaðst ekki gera það fyr en heyskapur byrjaði þá sagð ist hann skildu borga honum 18 dali unt ntánuðinn. Birni j>ótti langt að bíða eftir því og afréð að fara og leita sér að vinnu austur á Kyrrra- hafs járnbraut. Hann gekk svo ofan til Selkirk og hitti jtar aftur Árna Scheving. Þeir Iögðu nú báðir af stað gangandi austur á járnbraut. Þess skal getið að Kyrrahafs járn- brautar stæðið, 77 mílur til austur frá Selkirk , austur að Cross Lake, var kallað Contract 14. Meiri hlutinn af þvt svæði lá yfir mýrar ogflóa. ölltt jarðefninu úr skurðunum með fram járnbrautinni var ekið upp á grunn- inn í hjólbörum. Plankar voru Iagð- tr yfir skurðina upp á grunninn, sem ekið-var eftir og kostaði það mikinn handastyrk að halda hjólbörunum fullttm af blautum leir í jafnv'ægi á plönkunum þegar ekið var yfir skurð- ina, svo maður misti ekki alt ofan i skurðinn, því þá mátti maður eiga von á ef til vildi að verða rekinn úr vinnunni, að minsta kosti var haft í heitingum við mann að svo yrði gjört ef }>etta vildi til oftar. Dag- kaupið var 2 dollarar. Svo tóku sumir að sér samningsvinnu ("accordj við að byggja parta af grunninunt v'issa vegalengd. Fæði var 4)4 um vikuna og var hið bezta. Fyrir austan Cross Lake tók við Contract 15, náði yfir 37 mílur aust- ur undir Rat Portage. Það svæði lá yfir kletta og klungur og voru sumstaðar mýrarsund á milli klett- anna. Vinnan var hættulegri en á 14 þó féll mönnum hún betur af því hún var þokkalegri. En fæði var voða- lega ílt, og flestir sem voru }>ar leng- ttr en þrjá mánuði fengu skyrbjúg,, var kent um kæruleysi mannsins, sem tók contract að leggja brautina, og svo voru matreiðslumenn ntisjafnir, líka var mjög erfift með matvæla flutning j>angað sökum vegleysis, svo ráðða þurfti rnenn til að bera mat- væli á bakinu út á 15, hestum og ux- tim varð ekki við komið, líka var fátt um vinnudýr í Manitoba á þeim dög- um, þar sem lítill hluti af fylkinu var bygður. Kaupgjald var 2 dollarar, þeirra sem slóu á meitla er verið var að klappa sprengiholur í klettana, en hinir sem losuðu upp grjót og hlóðu |>ví á vagna höfðu 1 dollar 75 cent. Þegar Björn og Árni voru komn- ir austur fyrir Whitemouth Riv'er, skildu þeir. Ámi hélt lengra áfram, en Björn fékk þar vinnu við að hjálpa tli við matreiðslu. ?Jegar verkamennirnir vissu að Björn var frá Bólu-landinu; bönnuðu ]>eir honum að sofa í sama skála og þeir sváfu í, svo hann varð fyrstu vikuna að sofa í ónotarlegu úthýsi, með eina ábreiðu ofan á sér sem mat- reiðslumaðurinn lánaði honum. Svo bætti j>að nú ekki svefnhúsið að þar var hafður inni uxi fárveikur af flugnabiti og öðrum illkynjuðum kvillum. sem gerði út af v'ið hann á endanum. Þegar vikan var liðin gat matreiðslumaðurinn fengið verka- inennina til að lofa Birni að sofa í skálantun hjá J)eim. Nú kom nýtt æfintýri fyrir Björn: einn af verkamönnunum var nefndur Mikael, írskur að ætt, kallaður Mikael digri. Hann var hár og digur, sterk- ur sem naut en styrður mjög. var ill- menni við þá er hann þorði aðbeita sér við, einkum ef hann hélt að J>eir væru vesalmenni og einstæðingar. Hann var þektur af flestum Jieiin íslendingum sem á þeim dögum unnu úti á járnbraut. var ætíð reiðubúinn að leggja ílt til J>eirra i orðum og verkum. Hann tók nú upp á þvl að kasta kaldyrðum að Birni og ekki nóg með það heldur sló til hans eitt sinn inn í snæðingsskálanum. Björn réð á bófann og keyrði hann niður á milli sætanna. Hann átti ekki við Björn eftir það og fékk líka ómælda ofaní- gjöf hjá matreiðslu manninum. Það var seinna að Björn kom austan af járnbraut á leið til Winnipeg, þá sér hann Mikael digra skamt frá járn- brautinni einan við vinnu. Karl talar til Björní og segir: Come here I will kill you ("kondu hingað eg ætla að drepa þig). Bjöm gekk til hans og tókust }>eir tali og var karl hinn ]>ægi legasti. Björn vann |>rjá mánuði við mat- reiðsluna, hafði 10 dollara í kaup um fyrsta mánuðinn en 15 um hina tvo, fór svo lengra austur á braut og fékk vinnu og vann þar til nýárs. Kaup var 1 dollar 75 cent á dag, en fæði 4 dollarar og 50 cent um vikuna. Svo fór hann austur á contract 15 og fékk J>ar v'innu fyrir sama kaup og fæðið kostaði ]>að sama. En ekki hafði hann verið þar lengi, }>egar einum verkamanni vildi það slys til að slá til hans með grjótpál ('pickj svo Björn varð ófær til vinnu, varð svo að ganga 25 mílur austur á sjúkrahús, sem var frá 6 til 8 mtlur fyrir vestan Rat Portage, }>ar var hann nærri mánuð. Læknishjálp kostaði hann ekkert. Svo |>egar honum batnaði fékk hann vinnu þar skamt frá. Þar voru tveir v'erka- mannaflokkarog tveir verkstórar. en allir sváfu í sama skála. Björn vissi ekki að það væri tsienzkur maður annar en hann í skálanum. En eitt kvöld sá hann að ungur maður var að lesa í bók, sem honum sýndist vera svo lík íslenzkri biblíu, hann vék sér yfir til mannsins og sá þá sér hafði sýnst rétt, bókin var íslenzk biblta og maðurinn íslenzkur, Hjálmar Arngrímsson úr Vopnafirði í Norður- Múlas-slu.. Þessum tveimur mönn- um af sama þjóðflokki þótti vænt um að sjást. Þeir breyttu nú til um svefnpláss sín í skálanum svo þeir gátu verið saman á kvöldin, á dag- inn unnu þeir hjá sínum verkstjóran- ttm hver. Björn vann þarna þangað til í júní um sumarið, þá fékk hann skyrbjúg, sva að hann varð að hætta vinnu og fara inn til Winnipeg. Fékk svo vinnu á gufubát þegar honum batn- aði, sem gekk á milli Winnipeg og Fisher Landing. Hafði hann 25 dali í kaup um mánuðinn og vann þar til }>ess er fraus upp, tók sér þá ferð til Nýja Islands með Arngrími Jónssyni frá Héðinshöfða. Á ferðinni komust þeir t hættu, þegar þeir fóru yfir Nettle læk, duttu báðir ofan í lækinn og var sv'o neitað um næturgisting í fyrsta húsi sem þeir komu að. Líka fór Björn í landskoðun fyrir jólin með Halldóri Árnasyni frá Bræðra- borg, vestur í land, í grend við Carberry, námu þar }>ó engin lönd, eins og kunnugt er. Seint í Desember fór Björn í vist til einbúa úti í Rockwood bygð fyrir 10 dali um mánuðinn. Vann við að hreinsa upp dauðan við í skógi og vifi að berja úr hveiti ('þreskja þaðj. Maðurinn sem Björn vann hjá hafði verið einn af hermönnum þeim, sem bældu, niður Riels uppreistina fyrri 1869—1870. Björn vann ]>arna t ]>rjá mánuði, fór svo austur á contract 15 og vann þar til }>ess í maí mánuði, og eru þá tvö ár liðin frá því er hann fór burt úr Nýja íslandi, það er árið 1879. Þá í maí mánuði var verkfallið mikla, sem kallað var, gert á allri contract 15. Ástæðan til þess var að kaupið var sett niðuf í $1.50 úr $1.75 en fæðið var það sama, $4.50 um \ikuan. Verkamenn kröfðust sama kaups eða þeim væri borgað út og fengju fritt far til Winnipeg. Seinni kröfunni var fullnægt, öllum var borgað upp og fluttir til Winnipeg þeim kostnaðarlaust. Nú fór Björn vestur til Winnipeg og fékk vinnu á gufubát, sem gekk á milli Emerson og Winnipeg, kaup var $25 ttnt mánuðinn. Næsta vetur 1879—80 var hann mestallan i Winni- peg og varð lítið úr timanum, fór svo austur á contract 14. komst þar í mánaðarvinnu fyrir $25 i kaup. En bráðlega eftir að hann var þar bvrj- aður fór að leika grunur á að menn mundu verða sviknir um kaupið. Svo þegar Björn var búinn að innvinna sér $24. seldi hann vinnulauna rétt- inn með helmings afslætti, fékk $12 fyrir $24. En svo frétti hann seinna að hinir, sem unnu út tímann, fengu ekki eitt cent af kaupinu. Þegar hér var kamið sögunni, árið 1880, var afráðið orðiðað Kyrrahafs- brautin yrði lögð vestur frá Winni- peg, en ekki frá Selkirk, eins og ætl- ast hafði verið til að gert yrði. Við þá breytingu tók atvinna að aukast í Winnipeg. Björn Andrésson vinnur nú da^launav'innu í Winnipeg hiá sama manni í þrjú sumur 1880—81— 82. Fyrstu tvo veturna af þeim ár- um vann hann norður í Dýrey við fiskiveiðar, veturinn 1882—83 vann hann norður við Fisher Bay við skóg- arhögg fyrir $25 um mánuðinn. í Winnipeg hafði hann að sumrinu 1 kaup á dag $1.75—$1.80. En næsta sumar fór það hækkandi; komst upp í $3 að áliðnu sumri 1882. Björn tók heimilisréttar land í Argyle snemma vors 1882. Það var búið að taka það áður af öðrum, og þurfti hann að fara til Brandon, til þess að fá fullkominn réttindi fyrir landinu. Fátt var um keyrsludýr. Þeir voru fjórir í förinni og höfðu einn lítinn ökuhest (pony). Svo fór Björn austur til Winnipeg frá Brandon og var hann 9 daga á leið- inni; lestin sem hann fór með teptist sökum snjófalls. Björn fór á land sitt vörið 1883. Hann og nágranni hans, Jóhannes Sigurðsson hófu strax félagsbú og höfðu það í mörg ár; skiftu ekki upp fyr en nokkru eftir að Björn giftist. Hann giftist árið 1893, þegar hann stóð á fertugu. Kona hans er Kristín Björg Björnsdóttir Stefánssonar, ættuð í föðurætt úr Eyjafirði. Móðir bennar hét Katrín Bjarnadóttir frá Fellsseli, systir Margrétar fyrri konu Jóns Björnssonar á Héðinshöfða. Þegar Björn giftist, orkti Sigur- björn skáld Jóhannesson til þeirra hjónanna brúðkaupsvísu. Gat þess að seint hafði tekist að vinna Björninn en hefði þó tekist um síðir. Þau Björn og kona hans eiga sjö börn, tvo pilta og fimm stúlkur; öll eru þau mannvænleg. Bú Björns er bæði mikið og blóm- legt, hann á þrjú lönd og hálft (560 ekrurj; hús hans er bygt úr múrsteini að utan og er að öllu leyti hið falleg- asta að innan, öll útihús á heimili hans eru hin myndarlegustu. Björn er stiltur maður og dagfars- prúður. Gat á fyrri árum haft til að vera spaugsamur og fyndinn í orðum þó hægt færi með. Hann hef- ir ávalt reynst að vera góðtir drengur að dómi þeirra sem þekkja hann og á hann minnast. Jóhannes Sigurðsson. Jóhannes Sigurðsson. félagsbróðir Björns Andréssonar er fæddur í Hrísgerði í Fnjóskadal á fimtudag, 9. september 1852. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Bjarnason og Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Drafla- stöðum. Sigurður Bjarnason faðir Jóhannesar var bróðir Margrétar konu Jóns Björnssonar á Héðins- höfða. Jóhannes og Kristján Jóns- son á Baldur og Thómas ráðherra og þeir bræður eru systkina synir, og svo eru líka Jóhannes og Kristín Björg kona Björns Andréssonar systkina börn. Jóhannes misti móður sína 11 ára gamall. Brá faðir hans þá búi og fór með Jóhannes með sér til Indriða gullsmiðs Þorsteinssonar að Víðivöll- um í Fnjóskadal, og var þar eitt ár. Eftir það var Jóhannes bæði hjá Jóni á Héðinshöfða í vist og í Ytri- Tungu á Tjörnesi og hafði hann þar í kaup 20 dali um árið. Þegar hann var 18 ára gamall fór hann að Laxa- mýri til Sigurjóns bónda Jóhannes- sonar og v'ar þar 6 ár, þar til 1876. Þá fór hann til Ameríku. Hann fór strax til Nýja íslands og hafði heim- ili sitt á Lundi, hjá Kristjáni Jóns- syni frænda sínum. Hann vann við þjóðveginn í Nýja Islandi, en varð, eins og fleiri, að hætta vinnu þegar l>ólan skall á. Hann lá í bóluveikinni í 8 vikur. Vorið 1877 og frameftir sumr- inu vann Jóhannes í samverki með Kristjáni frænda sínum í Lundi við afi setja upp trjáviðargirðingar og annað, sem laut að búskapnum erfiða í þá daga í Nýja íslandi. Jóhannes mun ekki hafa farið i burtu úr Nýja íslandi fvr en snemma á árinu 1878, þá fór hann austur á Kyrrahafsjárnbraut og vann þarn ærri ár samfleytt. Hann vann á “con- tract 15” þegar verkfallið mikla var gert árið 1879, sem áður er getið. Á gufubát vann hann á sumrum. Vet- urinn 1881—82 vann hann norður i Dýrey með Birni Andréssyni við fiskiveiðar. í Jóhannes mun hafa flutt á heimilis- réttarland sitt í Argyle um sama leyti og Björn félagi hans. Hann á nú fjórar jarðir (640 ekrurj þar. íveruhús hans er vel vandað og allar byggingar hans hinar fullkomnustu að öllu leyti. Yfir það heila, stendur bú hans með miklum blóma. Jóhannes hefir ekki kvænst, en fóstrað hefir hann bróðurson sinn, sem ber nafn hans, efnilegur maður. Vel kynt sæmdarhjón hafa verið hjá Jóhannesi í langan tíma og hjálp- að honum til að stunda bú hans. Þau heita Sigurgeir Friðfinnsson og Berg- ljót Jónsdóttir. Þau bjuggu seinast á íslandi í Saltvík á Tjörnesi, komu til Ameríku árið 1889. Jóhannes og Bergljót eru bræðrabörn. Jóhannes Sigurðsson er bezti drengur að reyna hann, góðlyndur maður og gat verið gamanyrtur á yngri árum sínum. Hann er lágur á vöxt og þrekinn og hefir verið afar harðfenginn og fylginn sér, enda kom sér betur að svo væri fyrir þá, sem vinnumenn voru hjá Sigurjóni á Laxamýri að þeir ekki væri lingerðif. Líka þurfti Jóhannes á hörku að halda eitt sinn á Víðivöllum í Fnjóskadal, þá barn að aldri. Allir karlmenn fóru að heiman um haustið er hann var þar og voru að heiman tvær vikur, en stórhríðar voru ná- lega upp á hvern dag. Jói var einn heima og mátti annast um öll útiveA. TME CANAOIAN SA1.T CO, LIMITED Skemtilegt þótti þeim, sem þetta ritar, að heimsækja nú fyrir skemstu félagsbræðuma Björn Andrésson og Jóhannes Sigurðsson, þeir em báðir fomkunningjar hans frá fyrri ár- um hans og þeirra hér í landi; voru þá i samverki, þó einkum Björn. Og öskar sá sem ritar þeim bjartra elli- ára. borleifur Jackson. A ifl A itl A -* A A W A W A « A ,W, X A W- A ■ A ■ A TTttt TTtTTTTTTTTT I T ‘I1 T 'I Tl'T f } Glaðar stundir } Bjarni Eyjólfson ungur bóndi frá Langruth, Man., gifti sig í Winnipeg, mánudaginn 16. apríl sl. Gekk að eiga Miss Guðnýju Johnson. Giftingarat- höfnin fór fram að 259 Spence St. Séra Friðrik J. Bergmann gifti þau. Nokkru eftir að þau hjónin voru komin norður hingað, heim til sín,og sest að á landi því er Bjarni á, gerðu nokkrir vinir og kunningjar Bjarna þeim hjónum óvænta heimsókn, að heimili þeirra, að kveldi föstudagsins 27. apríl. ’Hófst þar samsæti, sem byrjaði með því að Magnús Pétursson Ias upp ávarp til hinna nýgiftu hjóna og færði þeim vinagjöf, að miklum hluta i pæn- ingum, frá vinum þeirra norður hér. Mrs. Guðbjörg Valdimarsson las upp og færði þeim hjónum kvæði sem hún hafði ort. Svo byrjuðu ræðuhöld og söngur. Söngnum stýrði Ágúst Eyjólfsson bróðir Bjarna Eyjólfssonar. Þessir menn töluðu, taldir eftir því sem þeir tóku til máls: Magnús Pét- ursson, Steini B. Olson (Þorsteinn BjörnssonJ, Björn Bjarnason, Davíð Valdimarsson, Pétur Jakobsson, Á- gúst Eyjólfsson og Halldór Davíðson Bjarni Eyjólfsson þakkaði fyrir hönd þeirra hjóna, samsætið og gjöfina með vel völdum orðum. Að loknum ræðuliöldum voru bom- ar fram rausnarlegar veitingar, er konur þær er samsætið skipuðu höfðu haft með sér og framreiddu. Þegar staðið var upp frá borðum skemtu menn sér við söng, dans og samræður. Um 40 manns tóku þátt í samsæt- inu sem varaði fram á morgun og fór hið bezta fram. Almennar lukkuósk- ir fylgdu hinum ungu og efnilegu ný- giftu hjónum fram á æfibraut þeirra. Bjarni Eyjólfsson er ættaður frá Laugarvatni í Laugardal. Foreldrar hans voru Eyjólfur bóndi á Laugar- vatni Eyjólfsson. frá Snorrastöðum og kona hans Ragnheiður Guðmunds- dóttir ættuð frá Eyvindartungu. Guð- ný Johnson er ættuð frá Arnkolsgerði í Vatnahreppi í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hennar: Jón Eiríksson bóndi í Arnkelsgerði, dáinn, og eftir lifandi kona lians Margrét Sigurðar- dóttir. Wild Oak, Man., 4. mat 1917 H. D. II. í tilefni af því að þau heiðurs- hjónin G. Johnson og kona hans, sem lengi hafa búið hér í Winnipeg og nú síðast að 745 Winnipeg Ave. (Emely Block, eru að flytja burt úr bænum, var þeim boðið í heið- urssamsæti að .heimili Mr. og Mrs. Andersonar að 545 Toronto St., og safnaðist þangað allstór hópur vina þeirra og kunningja. 1 þákklætis- og kveðju skyni voru heiðurshjónunum afhentir $25, og auk þess voru fluttar margar stuttar ræður, er allir lýstu hlýju og vináttu. Vistir voru frambornar og alls kon- ar skemtanir byrjuðu að endaðri mál- tíð, sem stóðu yfir þangað til kl. 2 um nóttina. Skemtu menn sér með söng og samræðum, spilum, leikjum o. fl. Heiðursgestirnir þökkuðu af alhug þessum mörgu vinum; ekki einungis fyrir gjafirnar, heldur einkum og sér t lagi fyrir það hugarþel, sem fram kom gagnvart þeim við þetta tækifæri. Vögguljóð. Eg stund þá eygi, ástin mín! —1 hún óðum nálgast mig — er lengur ei eg fegin fæ i fang mítt tekið þig, og glatt mig við þitt bernsku-bros, og borið þig á arm, og raulað við þig ljúflings lag og lagt þig mér að barm. Það er sú stund, mitt elskað barn! þá æskan kallar þig og léttum fetum leiðir glöð, á lífsins ferða-stig. x Og þrá og löngun blíð þig ber frá barnsins sæla frið. — Þú gengur frá mér, góða barn, sem geisli’ um sólsetrið. Og ef þú Iifir, lífið sjálft mun líka kalla þig. Æ, lát þá ei þess galsa glaum þig ginna’ á villustig. En stefndu beint á stjörnu þá sem stærst og fegurst skín; hún lýsir þér um lífsins hjarn, og leiðir upp til sín. En oft á þinni æfileið er yndi lífsins dvín, mun bernskuminning björt og hlý þér benda heim til mín, og leggia aftur lítið barn í Ijúfrar móður skaut; hv'ar ungur fyr þú áttir skjól, og enga kendir þraut. Og þó að eg sé orðin nár og orpin moldu, köld; og fái ei þig sungið sætt í svefn, eins og í kvöld. Mun vögguljóð mitt — ljúfa barn! þig láta sofna rótt við minninganna milda barm, um myrka vöknótt. Maria G. Arnason. HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölnm Friðarboð. Verkamenn og jafnaðarmenn á Rússlandi hafa kosið framkvæmdar- nefnd í félagi sem sendir boð öllum þjóðum um það að taka saman hönd- um til þess að koma á friði. Friðarnefnd jafnaðarmanna setur nú á þingi í Stokkhólmi í Svíþjóð og ætlar þessi sama framkvæmdarnefnd að senda fulltrúa þangað. Enn frem- ur hefir verið ákveðið að senda full- trúa til allra þjóða bæði þeirra, sem í stríðinu eru og hinna sem utan við það standa og fara fram á það að saman sé komið tafarlaust á alls- herjar friðarþing, sem haldið v'erði með fulltrúum allra þjóða í einhverju friðar landi. Það sem samþykt hefir verið af þessari friðarnefnd eins og hér segir: 1. Að haldið verði alþjóða friðar- þing fyrir forgöngu jafnaðarmanna. 2. Að bjóða þarigað fulltrúum frá öllum sem fallast á hugmynd verka- manna og jafnaðarmanna á Rússlandi til þess að samþykkja áskorun til allra þjóða um friðarsamninga. 3. Að kosin sé allsherjar fram- kvæmdarnefnd frá verkamanna- og jafnaðarmannafélagi á Rússlandi og öllum jafnaðarmönnum í öllum heimi. til þess að undirbúa þetta alheims friðarþing. 4. Að semja tafarlaust og senda ávarp til allra þjóða heimsins og sér- staklega til jafnaðarmanna í löndum bandamanna um það að mæta á al- heims friðarþingi 5. Að senda fulltrúa til allra þjóða bæði hlutlausra og í stríðinu og fá þær til þess að senda fulltrúa á frið- þing jafnaðarmanna í Stokkhólmi. 6. Að friðarþingið sem haldið verði frá öllum heimi, verði í hlut- lausu landi. 7. Að stjórnir allra þjóða séu beðnar að leyfa öllum fulltrúum á þessi friðarþing óhindraða för und- antekningarlaust. • Mannfallið er 10,000,000 í daga. 1,000 Fyrir tveim vikum voru liðnir 1000 dagar frá því stríðið hófst og hefir mannfallið á þeim tima verið yfir 10,000,000, eð.a 10,000 á hverjum degi eða 416 á hverjum klukkutíma. Af þessu eru 90,000 frá Canada og 11,000 að eins frá Winnipeg. Tæplega er til heimili í Winnipeg sem mannfallið hefir ekki snert. Fimtán þjóðir taka þátt í stríðinu. GÓÐAR VÖRUR! SANNGJARNT VERÐ! Áreiðanlegir verkamenn Petta er það sem hvern mann og konu varðar méstu á þessum tímum. Heim- sœkið verkstœði vort og þér sannfærist um alt þetta. Nýjustu snið, lægsta| verð í bœnum. Velsniðin föt sem ætíð fara vel H. SCHWARTZ & CO. The Popular Tallors 563 Portafije Ave. Phone’Sh. 5574 160 ekrur af landi 14 milu frá Nettle brautarstöðinni fæst leigulaust fyrir yfirstandandi ár ef aðeins eru ræktaðar 80 ekrur, sem þegar eru plægðar. Landið hefir gefið af sér undanfarin ár frá 60 til 70 tonn af góðu heyi. J?að má leigjandi taka frítt. Ráðsmaður þessa blaðs hefir umboð að gjöra samninga. Larsen’s Rheumatism Sanitorium 449 Main St. Phone: M. 4574. Arkansan hvera aðferð er höfð við liðagigt, bakgigt og húðsjúkdómum. Gigt orsakast af þvagsjúkdómum í blóðinu; þig losnið við það á þennan hátt. Fimm ára reynsla við Arkansas hverina. Hér eru taldir fáeinir af hinum mörgu sjúklingum, sem geta sagt ykkur um lækninguna, sem þeir fengu í Larsen’s gigtarhælinu. Mrs. J. L. Knight, Ph. G. 399. Mrs. A. H. Hoskings, 712 Portage Ave. Mr. A. Corbett, Shipman Court, Suite 15. Mr. W. H. Steadman, C.N.R. Weightmaster, Fort Rouge Mr. A. W. Amott, Transcona. ALMENNINGI KUNNGERIST að vér höfum byrjað THE TIRE EXCHANGE STÆR8TA TIRE VERKSMIDJA VE8TUR-OANADA Allar tegundir af Tires, sem efnið í er af beztu tegund og verkið vel af hendi leyst. Hvort heldur vanalegar Tires eða Good-year í öllu véðri og sem kosta uppgerðar þriðjung minna en vanalega. Þegar vér gerum þœr upp brúkum við fjórum pundum meira af Rubber heldur þeir sem upphaflega bjuggu þær til. Sendið Tires yðar með Express. Ef þær eru þess virði að |gert sé við þær og skulum vér láta yður vita um verð, eða sendið oss þær og vér borgum fyrir þær hæsta verð. Skrifið í dag Allar bæjarviðgerðir sóttar og fluttar heim. 318-320 Hargrave Street, Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.