Lögberg - 07.06.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.06.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JúNí 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Bftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. “Ekki veik í þeim skilningi, sem þér að lík- indum eigið við. Eg býst ekki við því fyr en að tveim mánuðum liðnum. En eg vil ógjarnan hræða yður með nýju yfirliði. Eg er vön að taka dropa, sem hafa mjög góð áhrif, en eg hefi því ver gleymt að taka þá með mér, og geri því réttast í því að tala við lækni. Var það dóttir yðar, sem kom upp áðan ? Hún leit út fyrir að vera góð, ung stúlka.” Spumingin særði hégómagimi frú Goulds af- ardjúpu sári. Hún áleit sjálfa sig líta mjög ung- lega út, og Judith var þrjátíu og tveggja ára eins áreiðanlega og hún var eins dags gömul. “Nei, það er hún raunar ekki, frú; eg á hvorki nokkurt barn né nokkra unga stúlku”, svaraði hún kuldalega. “það var engin önnur en Judith Ford, systir vinnukonunnar í næsta húsi; og þar eð hún nú er vistarlaus, hefir húsmóðir systur hennar sagt, að hún mætti vera þar nokkra daga, meðan hún væri að leita sér að vinnu. Eg skal biðja hana að fara með bréfið”. Frú Gould tók bréfið af borðinu og ætlaði að fara með það án þess að líta á það, þegar konan sagði: “pér sjáið líklega til hvers það er, frú Gould?” Frú Gould stóð kyr og lyfti bréfinu fast að augum sínum. Hún hafði ekki gleraugun sín hjá sér, og þetta var það eina sem hún gat gert, til þess að sjá nokkuð án þeirra. “Hvað þá — frú? pað — það er til — hr. Carlton”. Nú var það konan, sem varð hissa. “pví skyldi ^>að ekki vera til hr. Carlton?” spurði hún. “En menn mega reiða sig á að Greys em dug- legir, frú. pað hefir aldrei heyrst að þeir hafi mist einn einasta af kvensjúklingum sínum”. Frú Crane hikaði sjáanlega af óvissu. “Hefir’ hr. Carlton mist þá”. “Nei, ekki svo eg muni. En, frú, hann hjálpar cinum á meðan Greys hjálpa tíu”. “pegar þér töluðum um læknana áðan, ásetii eg mér að taka hr. Carlton”, sagði Frú Crane. “Mér finst að menn, sem eru duglegir og keppa eftir að fá atvinnu, ættu að vera hvattir. Ef þér hafið nokkuð alvarlegt út á hann að setja, þá er það annað mál og þá ættuð þér að segja sannleik- ann”. “Nei, frú, alls ekki”, svaraði ekkjan, “og það er eflaust lélegt af mér að mæla móti honum, þegar álit yðar er þannig. Eg veit ekki af einu einasta atriði, sem mælir móti hr. Carlton; fólk segir að hann sé duglegur. Eg treysti eingöngu Greys, því hr. John, hann hefir hjálpað mér, alt af síðan hann varð fullorðinn, og faðir hans gerði það á undan honum. Eg skal senda þetta bréf til Carlton”. “Viljið þér gera svo vel og senda það strax?” Eg vil helzt, ef það er mögulegt, tala við hann í kveld”. Frú Gould fór ofan í eldhúsið. Á eldhúsborðr inu láu gleraugun hennar;; hún lét þau á sig og skoðaði áritanina á bréfinu. “Nei, ef nokkur hlutur er undarlegur, þá er það raunar þetta héma: “Velæruverði Lewis Carlton”. Hvar hefir hún fengið að vita að hann heitir Lewis ? Eg hefi ekki nefnt eitt orð um það. Eg gat það einu sinni ekki sjálf. Heitir hann Lewis?” “Að svo miklu leyti eg veit”, svaraði Judith. “Já”, bætti hún við ákveðin, “auðvitað heitir hann Lewis, það stendur á dyraspjaldinu hans. Frú Fitch hefir máske sagt henni það”. “ó já, það segir þú satt”, sagði ekkjan, er nú virtist að átta sig. “Frú Fitch hefir mælt með honum, og það er það sem hefir komið henni til að velja Carlton fremur en hr. Grey. Einu sinni í vetur lá ferðamaður veikur í Rauða ljósinu, og Carlton hjálpaði honum. pað er skömm fyrir frú Fitch að snúa sér frá gömlum vinum”. “Eg get sagt yður hvemig hún hefir fengið að vita nafnið, þó frú Fitch hafi ekki mælt með hon- um”, sagði Judith alt í einu. “Áritan hans — eins og það er kallað — stendur í blaðinu, sem þér léðuð henni: “Hr. Lewis Carlton, starfandi læknir”, hún hefir hlotið að sjá það. Er hún veik, fyrst hún gerir boð eftir honum? Hún lítur raunar þannig út”. “Nei, heyrðu nú, Judith, gerðu mig nú ekki al- veg vitlausa af hræðslu”, hrópaði ekkjan skjálf- andi. “Hún veikist ekki fyrstu tvo mánuðina; en þessi svíyirðilegi almenningsvagn hefir hrist hana um of, og yfirliðið hefir svo fullkomnað vesöld hennar. Viltu nú ekki hlaupa með þetta bréf fyrir mig, Judith?” “Jú, það get eg líklega gert”, svaraði Judith. “Ó já, gerðu það, þá ertu góð stúlka. Eg get ekki farið sjálf, því hún máske hringi á mig að finna sig. J?að er gott veður og þessi ganga hress- ir þig”. Judith, sem ekki skorti eftirlátsemi, stóð upp úr sæti sínu. “Hana nú!” sagði hún gremjulega um leið og hún tók bréfið, “hvemig á eg nú að ná í fatnað minn ? Margrét er farin út og hefir eflaust lokað bakdyrunum. Eg vil nauðug ómaka gömlu frú Jenkinson; kveldið er kalt, annars færi eg hatt- laus”. “Taktu hattinn minn”, sagði frú Gould. ‘,pér er velkomið að nota hann, og sjalið líka”. Judith hló, og hún hló enn meira, þegar hún, var búin að láta á sig flíkumar; sjalið fór vel, en hatturinn var alt og stór, og hún leit út sem gömul kerling með hann á höfðinu. “Enginn verður ást- fanginn af mér í kveld, það er þó áreiðanlegt”, sagði hún, um leið og hún hraðaði sér út. Hús Carltons var í hinum enda bæjarins, ein- mitt þar sem bakkinn byrjaði. pað stóð út af fyrir sig til vinstri handar, og var fallegt, hvítt hús með jámgirðingu kringum lóðina og súlna göng við framhliðina. Judith gekk upp tröppuna og hringdi dyrabjöllunni. Dyrnar vom opnaðar af ungum manni í ein- kennisbúningi. “Get eg fengið að tala við hr. Carlton ?” spurði hún. pjónninn reigði sig drembilega. Gamli hatt- urinn var henni engin meðmæli. “Er það í embættiserindum ?” spurði hann. “Já, það er”. “pá eruð þér máske svo góðar að ganga að embættisdyrunum, þær era á þessari hlið”. Hann benti drembilega á þá hlið hússins er þær voru. Judith fylgdi bendingu hans, en sendi honum fáein orð í kveðju skyni. “Má eg spyrja hve mikið kaup þér hafið?” “Aldrei hefi eg heyrt slíka spumingu gerða nonkrum manni,” hrópaði þjónninn undrandi. “Hvað gengur að yður?” “Ó, eg ímyndaði mér að eins, að þér fengjuð nokkra borgun fyrir fatnað, og nokkuð fyrir að vera ruddalega drembinn”. Hún gekk ofan tröppumar, án þess að heyra kurteisu orðin, sem hann valdi henni, og kom að dyrum á húshliðinni, sem á var málað: “Lyfja- stofan”. úr þeim kom maður inn í gang, sem leiddi mann að litlu, ferköntuðu herbergi, á veggj- um þess voru margar hillur og á þeim fult af glösum og flöskum. Ungur piltur lá endilangur á borðinu og blístraði danslag, um leið og hann Veifaði fótunum í loftinu. Honum varð bilt við þegar inn var komið og rendi sér niður af borðinu án þess að detta samt. pað var farið að rökkva, svo hann sá ekki strax útlit Judiths. “Hver er þetta ? Hvað viljið þér?” “Eg vil tala við hr. Carlton. Er hann heima?” “Nei”. “pá verður þú að fara og finna hann. petta bréf verður hann að fá undir eins. pað er kona, sem óskar að tala við hann í kveld”. “pá er eg hræddur um að hún megi óska sér lengi”, svaraði óskammfeilni drengurinn. “Máske við getum bundið bréfið við símaþráðinn, og sent honum það á þann hátt; það er á engan annan veg mögulegt. Hr. Carlton fór til London í morgun”. “Til London!” endurtók Judith, hún varð sro hissa að hún misti löngunina til þess að velgja eyra þessa unga herra. “Nær kemur hann aftur?” “pegar fætur hans koma með hann. Hana nú! Hann verður heima eftir fáa daga”, bætti dreng- urinn við, um leið og hann hljóp til hliðar svo Judith næði honum ekki, og áleit eins gott að hætta við háðið. “Faðir hans, Carlton læknir, varð veikur og gerði boð eftir honum. Nú vitið þér það”. “Já, já”, sagði Judith þegar hún hafði hugsað sig um, “þá er réttast að þú geymir þetta bréf og fáir honum það, þegar hann kemur heim. Eg veit ekki hvað annað er mögulegt að gera. Svo vil eg ráðleggja þér að vera gætnari með tungu þína, ef þú vilt ekki lenda í vandræðum hennar vegna”, var kveðja hennar, um leið og hún yfirgaf dreng- inn og húsið. II. KAPfTULI. Heppileg niðurstaða. pegar Judith Ford var á heimleiðinni aftur eftir ljósbjörtu götunum; stóð húsmóðirin í Rauða ljósinu í dyrunum sínum. “Gott kveld, frú Fitch”. “ó, hver — hvað þá, Judith, það ert þó aldrei þú. Hvers vegna hefir þú búið þig þannig út ?” Judith hló og sagði henni hvernig á því stóð að hún var með sjalið og hattinn hennar frú Gould, sömuleiðis hvar hún hefði verið. “Heim- sókn mín varð líka árangurslaus, því hr. Carlton var fjarverandi”. " “Eg hefði getað sagt þér það, og sparað þér ómakið að fara þangað, ef eg hefði séð þig ganga fram hjá”, sagði frú Fitch. Vinnumaðurinn hans ók með hann til Great Wennock stöðvarinnar I morgun, og kóm hér inn á heimleiðinni til þess að fá sér öl. Er konan veik ?” “Henni líður ekki vel; það leið yfir hana litlu eftir að hún hafði drukkið te, og hún hélt sig gera réttast í því að tala strax við lækni”. “Og frú Gould gat sent eftir Carlton. Hvað hafa Greýarnir gert henni?” “Frú Goulds hélt að þér hefðuð ráðið konunni til að æskja Carltons. pað var hún sjálf, sem fann upp á því að senda eftir Carlton, og frú Gould hélt að þér hefðuð mælt með honum”. “Nei, það hefi eg ekki gert. Ef eg hefði mælt með nokkrum, þá hefði það verið Greyunum, þeir eru okkar gömlu bæjarbörn; ekki af því að Carl- ton sé ekki laglegur og viðfeldinn maður og þar að auki duglegur. En, heyrðu Judith, segðu frú Gould að þegar tíminn komi, þegar unga konan verði að leggjast á sæng, þá skuli hún að eins gera mér boð, þegar hún vill fá rauðberjahlaup eða eitt- hvað því um líkt handa henni; hún skal fá það með ánægju. Eg hefi aldrei áður séð jafn elsku- verða unga stúlku”. Judith þakkaði og flýtti sér af stað til Palace Street. Hún var að eins búin að taka í klukku- strenginn þegar hún heyrði frú Gould koma hlaup- andi. Hún opnaði dymar í ofboði og greip í Judith. “ó, Judith, það er gott að þú kemur. Hvað á eg að gera? Hún er orðin veik”. “Orðin veik?” endurtók Judith. “Já, hún er, hún er orðin reglulega veik, svo sannarlega sem eg lifi. Hvar er hr. Carlton?” Judith svaraði engu. Hún losaði sig við hræðslugjörnu konuna, sjalið og hattinn, sem hún fékk henni og þaut upp í dagtsofuna. Frú Crane hafði vegna sársauka gripið um stólbríkurnar. Kambamir höfðu losnað úr hári hennar, sem nú féll niður um háls hennar og herðar, og hún stundi hátt, að því er virtist af hræðslu, þegar hún sneri fallega, bamslega andlitinu að Judith. Aldrei, svo fanst Judith, hafði hún fyr séð tvö svo undar- lega aðdáanleg augu; þau voru stór, blíð, brún með sorglegan svip, og þau og hinn einkennilegi svipur, festi sig frá þessu augnabliki í minr.i Judiths. “Missið þér ekki hugrekkið, veslings bam”, gleymandi vegna hluttekningar sinnar að haga sér eftir lotAingarreglum. “Styðjið yður við mig. petta batnar aftur”. Hún lagði höfuð sitt á öxl Judith. “Líður lang- ur tími þangað til hr. Carlton kemur?” stundi hún. “Er enginn sem getur hlaupið til hans, til að herða á honum ?” “Hr. Carlton getur ekki komið, frú”, svaraði Judith. “Hann fór til London í Morgun”. Hún leit upp eitt augnablik, kvartaði sáraii yfir þessum vonbrigðum, og veslings höfuðið hné. aftur niður, svo andlitið huldist. Judith reyndi að hugga hana. “peir eru allir ókunnir yður, frú; hvað getur það þá gert? Eg veit, að yður hlýtur að geðjast eins vel að Greyunum eins og hr. Carlton. En góða, unga frú> stillið þér yður. Allir fella sig vel við John og Stephan Grey. Hvers vegna hafið þér snúið yður að Carlton?” Hún leit upp tárvotum augum og hvíslaði í eyra Judiths: “Eg hefi ekki efni á að borga þeim báðum, og það er hr. Carlton, sem eg hefi beðið að koma”. “Borga þeim báðum? pað eigið þér heldur ekki að gera”, svaraði Judith hlýlega. “pegar Carlton getur ekki komið, af því hann er fjarver- andi, og Grey kemur í stað hans, á að eins að borga öðrum. Læknamir skilja alt slíkt, frú; þegar Carlton kemur aftur getur hann tekið við starfinu af Grey, ef þér endilega viljið það”. “Eg vildi það, eg vil það enn þá. Nokkrir af vinum mínum þekkja Carlton vel, og hrósa honum mikið fyrir dugnað. peir mæltu með honum við mig”. “petta skýrir málefnið”, hugsaði Judith; en um leið heyrði hún kveinandi rödd við hlið sína. “Hvað eigum við að gera?” pað var auðvitað ekkjan Gould. Judith fékk sig naumast til að svara; þar eð hún hafði vald á sjálfstjóm sinni, vorkendi hún slíkan heiguls- hátt. “pað fyrsta sem þarf að gera er, að þér hættið að vera heimskingi; hitt annað er, að þér farið og sækið annan hvom Grey bræðranna”. “Eg vil ekki hafa Grey bræðuma”, sagði unga konan í skipandi róm, um leið og hún lyfti höfðinu frá sessunni í hægindastólnum, þar sem hún var nú búin að hvíla það. “Mér líka ekki bræðumir Grey, eg vil ekki hafa þá”. “pá hlýtur einhver að hafa sagt yður ilt um þá, frú”, sagði Judith. “pað er nú sjálfsagt”, svaraði frú Crane; “að svo miklu leyti eg hefi heyrt, eru þeir ekki dug- legir”. Judith leit undrandi á hana. Greyamir ekki duglegir. En frú Crane talaði ekki meira um þetta. “Eg þarf máske engan þeirra”, sagði hún, “eg er orðin frískari aftur. Ef þið yfirgefið mig, get eg máske sofnað ofurlítið”. pær löguðu sessumar þægilega fyrir hana og fóru svo ofan, og þar lentu þær í dálitlu rifrildi. Judith fann að bamalegu hræðslunni hennar frú Gould, en hún svaraði, að þegar maður væri fædd- ur hræðslugjarn, þá væri ekki mögulegt að gera við því. Nú heyrðist hátt hljóð uppi, og Judith þaut strax upp til konunnar. Frú Gould fór á eftir henni í hægðum sínum og mætti henni aftur, þegar hún kom þjótandi ofan og hraðaði sér að götudyrunum. “Annar hvor Greyanna verður að koma, hvort sem hún vill það eða ekki,” sagði hún um leið og hún gekk fram hjá frú Gould, “hún er miklu lak- ari en áðan ?” “En, Judith”, svaraði ekkjan, “hver tekur að sér ábyrgðina? Hún segist ekki vilja hafa Grey bræðuma, og eg verð máske að borga lækninum úr mínum vasa”. “Rugl!” sagði Judith. “Eg vildi ekki tala þannig, þegar líf samvistamanns míns væri í hættu. Farið þér upp til hennar; máske þér getið hjálpað henni”. Judith þaut út á götuna. Bræðumir bjuggu í húsum, sem stóðu hvort hjá öðru, hér um bil mitt á milli húss fru Gould og greiðasöluhússins Rauða ljónið. Hr. John, vanalega kallaður hr. Grey, bjó í stærra húsinu, þar sem lyfjastofan og lyfjabúðin voru, en hr. Stephan bjó í minna húsinu, hann var yngri bróðirinn, hafði gift sig þegar hann var tuttugu og eins árs, og nú var hann þrjátíu og átta; John gifti sig seinna og átti stóran hóp af mjög ungum bömum. Götudymar að húsi Johns stóðu opnar, og Judith gekk inn, skært ljós logaði þar á lampa, sem leiðbeindi henni. Hún flýtti sér of mikið til þess, að vilja gera sér nokkrar tafir, gekk því beint yfir forstofuna og opnaði lyfjastofuna. par stóð fallegur drengur, sextán ára gamall, með göf- ugt útlit og var að steyta einhverjar lyfjabúðar- vörur í mortéli. í sjálfu sér var andlitið máske ekki mjög fagurt, en hinn óvanalega gáfulegi svip- ur, breiða, vitsmunalega ennið, stóru, bláu, djúpu og hreinskilnislegu augun, hefði breitt fegurð yfir hvaða andlit sem var. Hann var einkasonur Stephans Greys. “Hvað þá, eruð það þér, Judith?” sagði hann um leið og hann leit snögglega við, þegar hún kom inn. “pér komið svífandi eins og svipur”. “pað kemur af því að eg er að flýta mér, hr. Friðirk. Eru læknarnir heima?” “Pabbi er heima, en bróðir hans ekki”. “Mig langar til að tala við annan þeirra; máske þér viljið gera svo vel og segja föður yðar frá því, hr. minn?” Drengurinn þaut af stað og kom aftur með föður sinn, glaðlegan mann með góðlegt andlit; hann leyfði aldrei sjúklingum sínum að missa kjarkinn, þegar hann gat haldið honum við. Mik- ilsvert leyndarmál við læknastörf. “Nú, Judith. Hvað viljið þér?” spurði hann spaugandi. “Á að taka burt enn þá eina tönn?” Efnaf rœðislega sjálfslökkvandi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Engin^ eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- legt er. \ öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s J. N. Sommerville, Lyfsali ' Horni William & Isabel, Winnipeg Tals. Garry 2370 Vér mælum meö eftirfylgjandi hressingarlyfum að sumrinu Beef, Iron & IVine Big 4 D Compound sem er blóöhreinsandi meöal. Whaleys blóðbyggjandi Iyf Vorið er komiö; um þaö leyti er altaf áríöandi aö vefnda og styrkja líkamann svo hann geti staöiö gegn sjúkdómum. Þaö veröur bezt gert rneö því aö byggja upp blóöiö. Whaleys blóöbyggjandi meöal gerir þaö. v Whaleys lyfjabúð Homi Sargent Ave. og Agnes St. Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALONDE, 108 Marion St. Phone Main 4786 N0RW00D Rex Cleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt pressuð meðan þér standið við...............3Sc. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir.........$1.50 Einnig viðgcrðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Tals. G- 67 Winnipec; Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í húsum. Fljót afgreiðsla. 555 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniœð, geitur, útbrot, Kring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Laeknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO„ 309 Somerset Block, Wfnnipeg; Silki-afklippur til að búa til úr duluteppv. Vér höfum ágætt úrval af stórum pjötlum meðallt- konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum Iitum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.O. Box 1836 jWinnipeg, Man. Bjarni Hallsteinn Dalsted Fæddur 13. janúar 1910. Dáinn 10. maí 1917. Hann var sonur þeirra G. P. Dal- sted og fyrri konu hans, Ingibjargar Olson. Vorið kom með yl og yndi öllu veittir lif og þrótt, % vonarbjarmi færöist fagur fölva yfir kviöans nótt, hvíldir sjúkur — sveinninn ungi — sönn v'ar þinna vina þrá aö þú mættir, eins og blómin, aftur nýjan þroska fá. Tilraiín engin megna mátti meina þér aö vinna bót, eins og stundum ormur nagar ilmviöarins mjúku rót. Vanheilsa þín varð ei læknuð viö þaö gleðin þoldi deyð — árdags geislinn elskulegi okkar þrá til himins leiö. Ásýnd þin var ljós sem lilja, liðað glóöi í bylgjum hár, innri fegurð, andans göfgi unaðs hlýjar lýsti brár. Af þér bauðstu yndis þokka, æsku þinnar Ijómi skein, sál þín eins og sumarblærinn sakleysisins ímynd hrein. L>ú ert sæll á Ufsins landi látni, fagri ungi sveinn, indælt héöan er aö fara óspiltur og frjáls og hreinn. Meöan blómin mæru gróa og morgunsólar ljómi skín, ó, þá verður ávalt, Bjarni yndislegt aö minnast þín. Kristín D. Johnson. Innvortis bað. Eina örugga aðferðin til þess aö lækna magasjúkdóma og innýflaveiki. ,Til þess aö sannfærast um að þessi staðhæfing sé rétt, þarf ekki annað en skrifa Harry Mitchell D. P., 466 Portage Ave. í Winnipeg. Hann er eini umboðsmaðurinn, sem getur sagt yöur alt um “J. B. L- Cascade”. Hann gefur yöur sérstakar upplýsingar og ráöleggingar, sem gera yður þaö mögulegt aö lækna alla læknanlega sjúkdóma. Biöjiö um ókeypis bók eftir Charles A. Tyrrell M.D., sem heitir “Hvers vegna nútíðarmaðurinn er ekki nema 50% aÖ dugnaði. — Bókin kostar ekkert. BIFREIÐA “TIRES” Vér seljum nýjar og brúk- aðar “tires”. Kaupum og tökum gamlar í skiftum fyrir nýjar, gefum gott verð fyrir þær gömlu. All- ar viðgerðir eru afgreiddar fljótt og vel. Skrifíð cftir verði. Watsons T ire Service 180 Lombard St., Tal. M.4577 Williams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgeröir. Bifreiöar skoöaöar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verö. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðuir höndum. 764 Sherbrooke St. Horni Hotre Oami Wm. H. McPherson, Uppboðshaldqri og Virðingamaður . . Selur viS uppboS LandbúnaSaráhöId. ala- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St Tals. M.1781 Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] Portage I gamla Queens Hotel G. F. PKNNY. Artiat Skrifstofu talsími ..Main 20 Heimilis talsími ... Garry 28 C. H. NILSON KVENNA- og KARLA SKRADDARI Hin stærsta skandinaviska skraddarastofa 208 Logan Ave.^ 1 öörum dyrum frá Main St. Wiuipeg, Man. Tals. Garry. 117

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.