Lögberg - 07.06.1917, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
7. JúNí 1917
o
Dr. Robinson
Sérfræðingur í tannsjúkdómum
BETRl TANNLÆKNING FYRIR MINM BORGUN
Ef þú ert í vafa um hvcrt tennur þínar séu heilbrigðar eða ekki þá þarft
þú að fá ráðleggingu tannlæknis. Sá tannlæknir ætti að vera maður sem
hefir gott álit á sér sem lœknir og sömuleiðis er það áríðandi að hann sé
eins vel að sér í list sinni og nokkur getur verið. Nú á dögum eru þeir
fáir sem ekki viðurkenna þýðingu sérfræðinganna, hvort heldur er í al-
mennum lækningum eða tannláekningum. Minnist þess að ef þér kom-
ið til vor þá verður traust yðar ekki ódrengilega notað, því allar vorar að-
ferðir eru reyndar og sannaðar og fólk veit um áreiðanleik vorn. Fyrir
tíu árum voru það margir af borgurum Manitoba sem trúðu mér fyrir
því að lagfæra tennur þeirra. Þessa fyrstu sjúklinga tel eg byrjun hinnar
miklu aðsóknar sem eg hefi haft síðan eg fór að stunda tannlækningar.
Svo vel hefir mér gengið að tugir tannlækna hafa sest að í nágrenni mínu
Látið því ekki blekkjast þegar um það er að ræða að velja stað.
Permanent Crown og
Bridge Work, hver tönn .
Og það var áður $10.00
Whalebone Vulcan-
ite Plates. Settið . .
Opið til kl. 8 á kveldin
BIRKS BUILDING,
WINNIPEG,
MAN.
Dr. Robinson
TANNLÆKNIR
Meðlimur Tannlækna Skólans í Manitoba.
I 2 Stólar
10 Sérfræðingar
5 Kvenmenn
Pte. John Johnson.
FaSir hans flutti hingað til lands
frá Seyðisfirði árið 1903. Dvaldi
hann fyrst i Argyle-byg'ö nokkur ár,
en siðan átti hann heima skamt frá
Westbourne og þar dó hann fyrir
nokkrum árum. Flutti þá móðir hans
með börnum sínum norður til Dog
Creek P. O., Man. og hefir búið þar
síðan.
Jón er elzti sonur hennar, hann er
efnilegur og góður drengur, dulur í
skapi og fáskiftinn, en skýr og eftir-
tektarsamur og frófjur um margt, +
betur er að gætt. Hann innritaðist
í 203. herdeildina 23. marz 1916 og
fór með henni til Englands 19. okt.
sama ár. En síðar hafði hann verið
settur í 18. Reserve Battalion.
Corp. M. SigurSsson.
Corp. Magnús Sigurðsson er fædd-
ur 8. marz 1982, og er sonur Stefáns
Sigurðssonar og konu hans Guðrúnar
Magnúsdóttur, sem búa á Víðivöllum
í Árnes-bygð i Nýja Islandi.
Stefán faðir Magnúsar er ættaður
úr Skagafirði á íslandi, en Guðrún er
ættuð af Suðurlandi á íslandi. —■
Magnús innritaðist i 223. herdeildina
8. marz 1916 og fór með henni áleiðis
til Englands 23. apríl síðastliðinn.
Siðbótaþing.
fjölment og merkilegt stendur yfir i
Pittsburg frá 5. til 13. júní. Þar
verður rætt um v'ínsölubann; bót á
uppeldi barna; meðferð fanga og
fleira. Héðan frá Winnipeg föru
þangað nokkrir menn, þar á meðal
Harkness skrifari siðbótafélagsins og
Thos. H. Johnson ráðherra.
CANAO fíi
FWEST
THEATiH
AT.TiA pFiSSA VlKTJ
tvisvar á dag, kl. 2.30 og kl. 8.30.
Matlauie Sarali Bernlianlt
I hinum óviSjafnanlega myndaleik
“Mothcrs of Franeé”.
AIíIíA NÆSTU VIKU
tvisvar daglega, kl. 2.30 og kl. 8.30.
Superfeatures Ltd. kemur þar með
hina mestu sögu í Vesturheimi
“The Crisis".
SamiS upp flr hinni fögru sögu
Winston Churchills með/ sama nafnt.
Stór hljómleikaflokkur skemtir.
Sætasalan byrjar á föstudaginn kl.
10 fyrir hádegi.
KftirmiSdegs sýning: VeriS 50c og 75c.
A8 kveldinu 25c og 50c.
84
Lagasafn Alþýðu
Lagasafn Alþýðu
81
“handhafi” séu notuð; en aðeins má selja þau sem
skuldir, eins og aðra útistandandi reikninga.
Verðbréfsform af þessu tagi eru eins og hér
segir:
Winnipeg, 29. maf, 1917.
Eftir þrjá mánuSi lofa eg ai5 greifa Jóni
Jónssyni í búð hans fimmtíu tunnur af g8u
hveiti me'S markaSsver8i.
Árni Finnsson.
Sömuleiðis mætti orða það þannig að verð
hveititunnunnar væri tiltekið, ef það hefir verið
ákveðið milli kaupanda og seljanda.
Borgi sá er slíkt verðbréf gaf ekki hinar til-
teknu vörur á tilteknum stað og tíma, getur hinn
höfðað mál á hendur honum og sé skuldin ekki
greidd í vörum, eins og ákveðið var, þá verður
hún peningaskuld. Séu munimir þungir eða erfið-
ir til flutninga og sá er skuldar býðst til að koma
með þá, er hann talinn að hafa staðið við loforð
sitt. áf sá er lánaði neitar að veita vörunum mót-
töku, þá er hinn laus allra mála, en samt á sá vör-
urnar, er þær lánaði. Ef sá er veðið gaf verður
því að fara heim aftur með vörumar, verður hann
gæzlumaður þeirra fyrir hinn; verður hann þá að
gæta þeirra fyrir hann, en ábyrgð og kostnað hef-
ir eigandinn. Ef skuldheimtumaðurinn síðar
skyldi krefjast þess að sér væru afhentar vör-
umar, þá verður hinn að gera það; þó því að eins
að allur áfallinn kostnaður hafi verið greiddur.
Séu vörurnar þess, eðlis að þeim sé hætt við
skemdum, ætti að selja þá og geyma peningana.
þess að vara fólk við að kaupa hann. Samt sem
áður mætti svo vera að saklaus maður og grun-
laus fengi slíkan víxil fyrir verðmæti og gæti
hann þá innheimt upphæðina sem til væri tekin
á víxlinum, ef sá hefði tekið við víxlinum sem
átti að fá hann áður en -hann týndist. Aftur á
móti ef víxillinn týndist áður en hann er afhentur
þeim, sem við á að taka, getur sá er finnur eða
fær hann í hendur ekki innheimt gildi hans.
Hver sem slíkan víxil finnur og reynir að selja
hann eða innheimta í stað þess að leita eigandans,
á það á hættu að verða kærður um þjófnað.
113. Sömu vextir eftir gjalddaga. Hér er
víxilform, sem sýnir að vextir skulu vera hinir
sömu eftir gjalddaga, sem þeir voru fyrir hann.
$100 Kjaldd...... Winnipeg-, 18. maf 1917.
Vextir........
$200.00 Eftir þrjíi mánu8i lofa eg a8
greiSa eftir kröfu Eimskipafélags lslands, tvö
hundru8 daii vi8 Nortehrn Crown bankann
hér, fyrir me8teki8 verSgildi me8 6% vöxtum
á árl, bæ8i eftir og fyrir gjalddaga.
Jón Hannesson
Árni Björnsson.
Löglegir vextir í Canada nú eru 5%, en samt
sem áður eru lögin þannig að innheimta má hvaða
vexti sem er og hlutaðeigendur hafa löglega komið
sér saman um. Sé víxill gefinn með hærri vöxtum
en 5% og svo ékki greiddur í gjalddaga. þá fara
vextimir niður í 5% eftir þann tíma. Sé víxill
C
c
is
2”
I u
52
í S
£
<V HÍ
•6
o
£
The Sargent Pharmacy
Sími: Sherbr. 4630.
UPPFYNDING
EGYPTIAN HAIR SOLVENT.
Vísindaleg samsetning efna, sem framleiðir lina leðju,
sem tekur burtu hár af andlitinu eða hvar sem er þegar það
er borið á.
Efnin sem í það eru notuð eru hrein og sjálft er það
alveg óskaðvænt; það þurkar ekki húðina né heldur skaðar
það að neinu leyti hörundið, hversu viðkvæmt sem það er;
að þessu leyti tekur það fram flestum öðrum háreyðinga
meðulum. Auk þess hefir það mjög þægilega lykt. sem
greinir það frá venjulegum meðulum af þessu tagi.
petta meðal hefir beztu meðmæli margra ánægðra
manna, sem hafa reynt það, og getum vér því mælt með
þvi við yður. Sett upp í 75 centa og $1.75 öskjum. Sent
' hvert sem er með pósti, ef verðið er sent með pöntun.
THE SARQENT PHARMACY
724 Sargfent Ave. Tals. Sh. 4630
fjöl-lestnasta
og stœrsta ís-
lenzka blaðið
KAUPIÐ
LÖGBERG
•Jkp 1 / • og auglýsið
Lesið auglysingarnar k,7J£
havoline
REG.U.S.PAT.OFF.
OIL
MEDIUM
|SDIlNKíffiCC0MPAp
newYobkCiTV
HAVOLINE OLIA
Ef borin er á bifreiðina
rennur hún liðugra
Biðjið kaupmann yðar
um hana eða kaupið af
R. PHILLIPS, 567 Portage Avenue
Tals. S. 4500. Winnipeg, Man.
sem er ein af betri hatta verzl-
unum Winnipeg-borgar
YSur er boðið að koma og skoða vorar byrgðir al
MAIN’S
NÝJUSTU NÝTlZKU HÖTTUM
Main’s Hattabúð SJfsSTn
Búðin er skamt frá Sherbrooke St.
IðLIIIN
SÓLSKIN
Barnablað Lögbergs.
H. ÁR. WINNIPEG, MAN. 7. JÚNÍ 1917 NR. 36
Gamli hundurinn
fótunum, því hann var næstum því dauður úr kulda.
“Hvernig líður föSur þínum og móður þinni’’, spurbi
konan. “Illa” svaraði drengurinn. “En systur þinni,
hvernig líður henni?” “Hún gerir ekki annað en hljóða”
sagði hann og var nú hættur aö blása í hendurnar.
“Þú hefðir átt að koma hingaS dálitið fyr.-----Eg
hefi nokkuö, sem eg get læknað í henni hljóðin meS,”
sagði konan í því hún stóð upp, lagSi barniS í vögguna
og gekk aS ofninum. En þegar hún kom þangaS and-
varpaSi hún mæSilega, og leit meS gremjublöndnum svip
á köttinn, sem strax læddist í burtu til aS fela sig undir
rúminu, eins og hann hefSi skiliö hvaS þetta tillit þýddi.
Þannig var: aS viS ofninn hafSi skál meS einni mörk af
mjólk í staSiS til þess aS haldast þar volg. Mjólkina hafSi
hún tekiS frá og ætlaS aS geyma, handa hinu nýfædda
barni nágranna sinna; én kisa hafSi drukkiS mjólkina,
þar eS hugsanagangur hennar hefir máske veriS þannig:
aS þessi Ijúffengi réttur hefSi v'eriS beinlinis sér ætlaSur;
en ef ekki, þá væri rétt af sér, aS gera sér gott af því, til
aS hefna sín fyrir hugsunarleysi mannanna.
Konunni félst eins og hugur og hún stóS eitt augnablik
ráSalaus, því ekki var einn einasti dropi af mjólk meiri
til í hinu fátæka húsi. En hún var ekki lengi ráSalaus.
Eftir aS hún hafSi aftur hagrætt barninu lítiS eitt og
horft á hinn sofandi mann sinn, tók hpn í hönd litla
drengsins, leiddi hann út úr dyrunum, sem hún lokaSi
vandlega, og gekk aS því búnu inn í skóginn meS dreng-
inn sér viS hönd. Greinir trjánna svignuSu undir hinum
þunga og hvíta vetrarbúningi, snjórinn marraSi undir
fæti, — og álengdar heyrSist öskriS í úlfunum.
Eftir einnar stundar harSan gang náSi hún, ásamt
hinum litla förunaut sínum heimkynni nágrannans, Einnig
inni þar logaSi lítill eldur,, þó oftast sé nægur eldiviSur
til hjá þeim, sem heima eiga í skóginum. Einnig þar var
rúm þegar inn kom í húsiS og í því lá v'eikur maSur og
veik kona. En út undan ábreiSunni sást viS og viS
kvenmannshönd hreyfa vögguna, sem stóS fyrir framan
rúmiS, en barniS, sem lá í henni, grét aumkunarlega.
Sú sem inn kom heilsaSi meS fáum orSum hinum
veiku. gekk rakleitt til barnsins,/sem ekki linti á hljóS-
unum, tók þaS upp úr vöggunni, lagSi þaS á brjóst sitt
og hætti þá barniS aS gráta. Þannig sat hún litla stund
með barniS, lagSi þaS svo aftur í vögguna, beygSi sig
yfir þaS til aS sjá þaS nákvæmlega, þar sem þaS nú lá
sofandi, og brosti svo milt og rólega í svefninum. Mjólk-
in, sem hún hafSi gefiS þvi, hlaut aS vera svo miklu
hollari fyrir blessaSan litla ungann, hugsaSi hún með
sér, heldur en mjólkin, sem kisa var svo slæm aS ná í. —
“Reyndu nú aS sofna, blessuS Kristin mín!” hvísl-
aSi hún aS hinni veiku konu í rúminu, — ef guS lofar
kem eg hingaS snemma í fyrramáliS.” A8 sv'o mæltu kysti
hún litla drenginn, sem nú var fariS vel aS hlýna, kvaddi
þau hjónin og hélt af staS út í myrkriS aftur. Greinar
trjánna virtust vera aS bresta undin þunganum, þaS
marraSi hærra í snjónum og ýlfur úlfanna heyrSist eins
og einlægt nær og nær. En hin fátæka kona gekk róleg
leiSar sinnar og gaf vagnstjörnunni af og til auga, er
nú sýndist lýsa skærar en nokkru sinni áSur. — Um síSir
náSi hún heim til sín, og var þar alt i kyrS og spekt, eins
og þar var þegar hún skildi viS þaS. —
Margir hafa gefiS mikiS. — F.n hver hefir gefiS
meira en þessi fátæka kona? —
Gimli, maí 1917.
J. Briem.
Edinburg, 29. maí 1917.
Kæri ritstjóri Sólskins.
Mig hefir lengi langaS til aS senda Sólskini fáeinar
línur. Eg er sjö ára, afmæliS mitt er 20. september, þá
verS eg átta ára. Eg á eina syStur, hún er sex ára, hún
heitir SigríSur og bróSir minn heitir GuSmundur og er
fjögra ára. ViS systurnar göngum á enskan skóla og
líkar vel, svo getum viS lesiS íslenzku; þess vegna hefi
eg svo gaman af Sólskininu, þegar þaS kemur. ViS
lifum hér hjá afa okkar og ömmu, svo eigum viS afa
og ömmu í Geysi-bygS í Nýja íslandi. MóSursystir mín,
Sigrún aS nafni, vinnur viS símastöS í Árborg. Eg
skrifa stundum frænkum minum bréf, og eins ömmu minni,
sem lifir á Hálandi t Geysi bygS, hún er nafna mín. Eg
á þar hjá ömmu fallega svarta kú, sem heitir “Dimma”
og kind og tvö lömb, svo eg er nokkuS rík. Eg býst viS
aS mamma mín og eg förum til Gimli í sumar, viS bjugg-
um þar áSur í fimm ár. ÞaS er fallegt þar viS vatniS.
fyrirgefur nú hvaS þetta er ófullkomiS.
MeS vinsemd.
ólína Thcodora Erlendson.
Beinbrot.
Helgi litli hafði dottið,
heim hann kom með brotinn arm,
mömmu sína bað hann binda
brot, og þerra tár af hvarm.
Gamli seppi lá fram á lappir sínar í einu hom-
inu í .Iitlum kofa. Hann hlustaði vandlega og
heyrði nafn sitt kallað hvað eftir annað, en hreyfði
sig ekki. Hann vissi að hann átti að fara að gera
sitt vanalega verk, sem hann hafði þurft að gera
í fleiri ár, sem var að rek a heim stóra hjörð af
skepnum. En nú var gamli seppi orðinn þreyttur
og hann langaði að fá hvíld.
Kveldið áður hafði hann ekki viljað fara og
vonaðist eftir að húsbóndi sinn mintist nú hvað
dyggilega hann hafði unnið fyrir hann í þessi
mörgu ár, sem hann hafði verið þar og mundi
ekki reka sig af stað. Hann hafði litið bænar-
augum á húsbónda sinn, en húsbóndinn skildi ekki
eða vildi ekki skilja bæn hundsins og alt svarið
sem hann fékk var svíðandi högg, svo .seppi hljóp
af stað, hugsandi að eins um að komast sem
lengst burtu frá hinum harðhjartaða húsbónda
sínum. þetta kveld fanst honum hann ekki geta
farið, hann var orðinn svo gamall og þreyttur,
og þess vegna hafði hann falið sig þama í kofa-
horninu. Nú var hsfett að kalla á hann og hann
vonaðist eftir að ekki yrði farið að leita sín, sem
ekki heldur varð.
par sem hann lá þama, rifjaðist upp fyrir hon-
um hans liðna æfi. Hann mundi hvað hann hafði
verið í miklu uppáhaldi hjá bömunum þar sem
hann var, þegar hann var lítill hundur og hvemig
þau höfðu leikið sér að honum. pá hafði honum
þótt gaman að lifa! En svo var það eitt sinn
þegar hann var farinn dálítið að stækka að hann
fór með húsbónda sínum í kaupstað. Hann skemti
sér þar ágætlega, en þegar hann svo hélt að tími
væri kominn til að fara heim gat hann hvergi
fundið húsbónda sinn svo hann elti næsta vagn,
sem ók af stað.
Maðurinn sem hann hafði fylgst með bjó einn
langt frá öllum býgðum. Seppi og hann urðu brátt
beztu vinir og fylgdust ætíð að. Seppi fór oft á
veiðar með húsbóndanum, en á einni þeirri ferð
varð seppa hverft við að heyra alt í einu skot ríða
af og sjá húsbónda sinn detta niður við fætur
sína. Seppi gat ekkert skilið í þessu og lengi beið
hann eftir að vinur sinn stæði upp, og hann sleikti
andlit hans og hendur, sem vom orðnar kaldar og
stirðar. Loks svarf hungrið af honum og rak
hann af stað, og nú byrjuðu erfiðar tíðir fyrir
aumingja hundinum. Eftir að hann komst til
bygða flæktist hann húsa á milli og fékk þannig
að borða, aðeins nóg til að halda við lífinu.
Loks var það einn dag að hann mætti litlum
dreng,’ sem talaði vingjamlega til hans, og voru
það fyrstu vingjamlegu orðin, sem hann hafði
heyrt um langan tíma. Hann fylgdist með litla
drengnum heim og inn í hús, en var fljótt rekinn
út aftur og drengnum sagt að hann ætti ekki að
koma með flækings hunda þangað heim. Seppi
labbaði út og af stað, en staldraði við annað slagið
til þess að vita hvort hann sæi ekki litla drenginn
aftur og vonaðist þá til að sér yrði leyft að koma
heim. Hann langaði til að eiga heimili og að ein-
hver væri sér góður, talaði vingjamlega til sín og
klappaði sér við og við.
Skamt frá húsinu lagðist hann niður og mændi
vonaraugum heim, en hann sá engan nema lítið
bláklætt bam með gullna lokka leika sér fyrir
framan húsið. Svo leið þar til farið var að rökkva,
þá virtist seppa alt í einu sem hann heyra lágt
vein; hann hlustaði betur, og aftur heyrði hann
það enn veikara en áður. Hann stökk á fætur og
hljóp þangað sem hljóðið kom frá. í miðju skóg-
jarrjóðri var lítil tjöm og úti í tjöminni sá hann
litla bamið, sem hafði verið að leika sér um dag-
inn. Hann hljóp út í tjömina og dró bamið upp,
en nú var litla andlitið fölt og kalt. Seppi sleikti
það alt og lagðist ofan á barnið, til að reyna að
verma það, hljóp svo frá og gelti, ef ske kynni að
einhver væri í nánd til að heyra til hans. petta
endurtók hann þar til hann heyrði brak í skógin-
um og mannamál. pað voru foreldrar bamsins,
og litli hrengurinn, sem hann hafði elt um
daginn. Fögnuði foreldranna yfir að finni
Þú
t