Lögberg - 07.06.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.06.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞÁ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG W/NN/P£C'S PPfM/ffí lAUMoay^ 55-B9 Pearl St. Tals. Garry 3885 Forseti, R. J. BARKER Ráðsmaður, S. D BROWN 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FfMTUDAGINN 7. JÚNÍ 1917 NÚMER 22 Rœða flutt af Hon. T. H. Johnson á herskyldufundi á föstudaginn var Föstudaginn 1. júní 1917 var fjöl- mennur fundttr haldinn í iðnaöar- félagssalnum í Winnipeg undir um- sjón hermannafélagsins. Nálægt 4000 menn og konur voru þar saman komin. Carruthers hershöfíSingi stýröi fundinum. Eftirfarandi tillaga var borin fram af G. F. R. Harris undir herforingja og studd af G. W. Andrews O.S.O. undirforingja: “Meö því aö Canada, fyrir munn Sir Roberts Bordens, hefir lofaö móðurlandinu aö leggja fram 500,000 manns til stríösins í Evrópu. Og meö þv'í aö samkvæmt siðustu staöhæfingu hermálastjórans, hafa aöeins 312,503 manns farið héðan til Englands til 1. maí og því skortir svo aö segja 200,000 manns enn þá til þess að fylla hina lofuöu tölu. Og með því að það er nauðsynlegt að eins mikið sé lagt á Canada í framlögum mannafla og fjár og mögulegt er til þess að veita 1» þeim, sem þegar eru farnir. * Þess vegna er það ákveðjð að þessi fundur hér samþykkir og ér hjartan- lega í samræmi við það ! sem sam- bandsstjórnin hefir stungiíj upp á að innleiða lög um herskyldu úrvalslið og gera það þannig mögulegt að nota mannaflann í Canada á hagfræðilegri hátt og áhrifameiri en mögulegt væri að gera með sjálfboðafyriíkomulagi; og vér strengjum þess heit að veita stjórninni alla aðstoð, sem oss er unt til þess að framfylgja þessum lögum þegar þau eru komin á”. Thos. H. Johnson var beðinn aö flytja ræðu á fundinum um þessa til- lögu og fórust honum orð á þessa leið: “Eg tel mér það heiður að vera veitt tækifæri til þess að tala um þessa tillögu. Það má vera að ef eg hefði átt að orða tillöguna að eg hefði þá stílað hana á annan hátt á vissum stöðum, en efni hennar, aðal innihald hennar, hefir sannarlega fylgi mitt. Einhver kynni að segja að þessi tillaga væri ótímabær; að oss sé sagt að dæma um löggjöf, sem enn hafi ekki verið skýrð í einstökum atriðum. Að minni hyggju hefir sú mótbára við ekkert að styðjast. Vér erum ekki samankomin hér til þess að á- kveða viss lagaatriði, heldur til þess að samþykkja þau að efni til eða innihalda. Það er meira að segja min skoðun að nú sé hentugur tími fyrir þenna fund til þess að segja skoðun sína. Um einstök atriði verð- ur þingið auðvitað að fjalla. Það eina sem vér getum gert, og það eina sem til er ætlast að vér gerum er að lýsa skoðun vorri á efni málsins og stefnum, og þess vegna mætti segja það með sanni að yfir- lýsing frá oss sé meira virði nú þeg- ar, en hún yrði, eftir að tillagan hefði komið fyrir (tingið. Leyfið mér í fám orðum að lýsa fyrir yður afstöðu Canada í þessu máli. Síðasta dag ársins 1915 gerði forsætisráðherra Canada staðhæfingu og loforð fyrir hönd þjóðarinnar. Staðhæfingunni var tekið með fögn- uði, ekki aðeins af Canada þjóðinni, heldur einnig af móðurþjóðinni, bandamönnum vorum og öllum heim- inum, að undanskildum óvinaþjóðum vorum. Þessi voru orð forsætisráð- herrans: “Á þessum siðasta degi gamla ársins eru heimilaðar hersveit- is Canadaríkis 250.000 og sú tala sem í herinn er komin nálgast óðum þá tölu. Frá þv'í á morgun, fyrsta degi nýja ársins, verða heimilaðar hersveitir Canada 500,000. Þessi yt- irlýsing er gefin sem merki um hina óbifanlegu ákvörðun Canada, til þess að krýna réttlætismálefni vort með sigri varanlegs friðar.” Eg bið yður að veita því athygli að þessi yfirlýsing er gerð fyrir hönd þjóðarinnar í Canada og sem merki um hina óskeikulu staðfestu hennar. Eg tala hér í kveld, sem einn af ráðherrunum í fylkisstjórninni, og þótt það sé satt að fylkisstjórnin hef- ir ekki stjórnarfarselega skyldu i þessu máli né neina ábyrgð frekari en þá, sem hvílir á borgurum lands- ins yfir höfuð; samt sem áður er eg fús til þess að játa að sambands- stjórnin á heimting á að vita afstöðu voru í þessu mikilsverða máli, sem vér höfum mætt til að ræða hér. Það væri þýðingarlaust fyrir mig að reyna að leyna því að fylkisstjórnin er yfir höfuð að tala ekki talin hlynt Ottawa- stjórninni; en samt sem áður finn eg til þess, að ef vér getum á nokkurn hátt aðstoðað sambandsstjórnina með því að láta í ljósi skoðun vora, þá á hún heiniting á að það sé gert í ein- lægni, og þótt eg tali ekki í nafni ráðherra fylkisstjórnarinnar, eins og eg tók fram, þá tel eg mér óhætt að fullyrða að það sem eg segi er í fullu samræmi v'ið skoðanir þeirra allra. Þeir sem á undan mér hafa talað, hafa lagt áherzlu á það, að þörf væri á stillingu og gætni á þessum tímum. Þeir hafa viðurkent þá alvöru, sem hér er um að ræða — þeir hafa lagt áherzlu á þá þörf, sem sé á þjóðar þjónustu og þeir liafa hafið til skýj anna anda hinnar nýju Canada, sem hefir gagntekið þjóðina einmitt nú. Aldrei i sögu landsins hefir riðið eins mikið á því að fórna sjálfum sér með öllu þjóðinni til heilla, eins og nú. Aldrei hefir verið meiri þört á umburðarlyndi og aldrei hefir áður verið eins mikil þörf á fórnfærslu og óhlutdrægri þjónustu þjóðarinnar og einmitt nú. Látum oss nú athuga stuttlega til- lögu þá, sem liggur fyrir fundinum. Þar eru rnörg atriði, sem allir koma sér saman um. í fyrsta lagi sjá allir hvílíkt heljar- verk það er, sem fyrir oss liggur. f öðru lagi viðurkenna allir réttlæti málstaðar vors. Enn fremur viður- kennum vér allir og metum hreysti nianna vorra og hina geysimiklu fórn- færslu þeirra. Að loforð hafi verið gefið fyrir hönd canadisku þjóðav- innar, því neitar enginn. Ekki held- ur getur neinn efast um að þetta lof- orð hafi aðeins verið uppfylt að nokkru léyti. Vér verðum öll að við- urkenna að hersafnaðarásigkomulag- ið í Canada er nú sem stendur óþol- andi og má ekki halda áfram eins og það er. Látum oss nú íhuga tillöguna, sem fyrir fundinum liggur. Hún leggur það til, sem úrlausn í þessu máli, að fólkið í Canada taki upp þá stefnu að lögleiða herskyldu úrvalaliðs. Vér erum hér stödd í því skyni að láta í ljósi skoðun v'ora á því hvort vér álítuni þetta heppilegt ráð til bjargar. Það er mjög eðlilegt að vér látum skoðanir vorar í þessu efni stjórnast af þeirri reynslu, sem fengist hefir annarsstaðar í sama efni. Leyfið mér því að skýra frá þvi að þessi aðferð hefir verið höfð annarsstaðar. í fyrsta lagi var móðurland vort loksins neytt til þess að taka upp þessa aðferð, sem eina ráðið til þess að fylla upp í skörðin í hernuni. Þetta varð að taka til bragðs jafn- vel eftir að sjálfboða aðferðin hafði 'hepnast miklu betur en i Canada. Móðurlandið neyddist blátt áfram til þess að viðhafa þessa aðferð vegna Jiess að menn urðu að sannfærast um að herskylda úrvalaliðs væri eina vænlega og sanngjarna aðferðin til þess að fá þá tölu hermanna, sem með þyrfti. Margir bandamanna vorra liafa tekið upp þessa aðferð 'með ágætum árangri. Sumar syst- urþjóðir vorar settu á herskyldu úr- valsliðs snemma í stríðinu, og seinast í gærdag höfðutn vér hér á meðal vor góða gesti frá hinni ágætu og frjáls- lyndu systur vorri Nýja Sjálandi, þar sem herskylda úrvalaliðs hefir verið sett i gildi með ágætum árangri. Vor mikli og velkunni bandamaður fyrir sunnan landamærin hefir talið það hyggilegt að byrja á þessari aðferð Jtegar í upphafi. Alt þetta visar oss veginn og sannfærir oss urn það að hin eina hyggilega stefna fyrir oss í þessttm vatKþi sé sú að taka upp sömu aðferðina og hinir. Þegar vér ihugum hvaða niðurstöðit vér ættum að komast að nú sem stendur i þessu máli. þá látum oss yfirvega hvað það væri annað, sern vér gætum gjört í stað þessa. Ef vér látum málið dragast eins og það er, þá er aðeins ein afleiðing mögu- leg; hún er sú að oss mistekst. í þesstt striði hefir Canada gert ágæt lega það sem af er. Sá kafli sögu vorrar, sem heyrir til þessu stríði er dýrðlegur, hún er fttll af frægð og sigri, og nokkur hluti manna í ríkinu hefir lagt fram óheyrðar fórnir fyrir land vort og ríki. Er það mögulegt að Canadamenn endi þennan kafla og láti sjást í sögunni þegar alt er um garð gengið nokkuð, sem nálgist mis- hepnan ? Getum vér canadiskir borg- arar látið það koma fyrir að vér send- ttm ntenn vora í stríðið og neitum siðan að senda þeint það aukalið er nauðsyn krefur. Getum vér látið oss til hugar konta að yfirgefa þá, sent lagt hafa líf sitt í sölurnar fyrir Can- acía og alríkið ? I mínum huga er það ómögulegt. Látum oss stuttlega rannsaka á- stæður þær, sem færðar éru fram á móti tillögunni, sem nú liggur fyrir fundinum. Eg hefi heyrt andntæl- endur herskyldu segja: “Vér viljunt enga herskyldu manna fyr ett vér höf- tttit fcngið herskyldu auðs”. Athug- um stundarkorn hvað þetta þýðir. Mesta þörfin er á ntönnum—fleiri mönnunt—sams konar mönnum, sent vér höfunt þegar sent. Enginn auðttr getur komið í stað manna. Allur auður heintsins getur ekki ttnnið stríð- ið fyrir oss eða kontið nokkru til leið- ar án manna. Vor fyrsta skvlda er sú að vinna stríðið. Hina afskaplegu f járhagsbyrði verður að athuga stðar. Ráðstafamr verður að gera fyrir hinni ósegjan- legu skuldabyrði í santbandi við striö- ið, og Jtegar tími er til komitin verður barið ]>ar að dyrum, sem auðurinn er til þess að heimta fórnir — fórnir, sent aldrei verða ntældar —1 hversu miklár sent Jjær verða, — við hinar fórnirnar, sent nú er krafist af mönn- um þjóðarinnar. Tillag Jiað, sem krafist verður að auðmennirnir leggi fratn höfutn vér t höndum vorum og utn Jjað verður séð á sínum tíma. Það er mér óhugs- anlegt að herskyldukostnaðurinn verði nokkru sinni greiddur með al- mennum sköttum, og óefað verður krafist fjárframlaga svo mikilla að slíks séu ekki dæmi af þeim mönnúm, sem fjárráð hafa í landinu, til þess að borga með hinar miklu herskuldir; en leyfið mér að endurtaka það, að ekkert það, sem auður getur gert nú sem stendur getur á nokkurn hátt fullnægt hinni brýnu þörf á fleiri mönnum. Hér um bil það eina fyrir utan þetta, setn eg hefi heyrt andmælinga herskyldunnar segja, er það, að v'ér eigum að láta fólkið greiða atkvæði um rnálið. Af öllum þeint ástæðum, sem fram eru færðar gegn því, sem nú liggur fyrir oss, er í mínum huga engin eins fráleit og sú að heinita þjóðaratkvæði. Tekur ]>að nokkru tali að greiða at- kvæði um það hvort vér eigum að gera skyldu vora eða ekki? Er það ekki heimskulegt að vér eigum að taka þjóðaratkvæði um það, hvort vér eigum að standa við það loforð, seni vér veittum rikinu og bandamönn- um vorum? Eigum vér að taka þjóð- aratkvæði um það hvort vér eigum að samþykkja loforð það, sem forsæt- isráðherra v'or hét ltótíðlega fyrir hönd canadisku þjóðarinnar, sem mcrki um hina ósveigjanlegu stað- festu? Hver hefir nokkru sinni heyrt talað um að atkvæði séu greidd um það hvort skuld skuli greidd eða ekki ? skuld sem menn hafa hátíðlega lofað að greiða? Þjóðar atkvæðis hug- myndin hefir ekkert við að styðjast frá mínu sjónarmiði. Það sem nú er mest og brýnust þörf er að safna saman þjóð vorri til þess að vinna þetta mikla verk á þann hátt, sem hér er farið fram á. Allir kraftar vorir, bæði í mönnum og fé, verða að vera lagðir fram þjóðinni til nota og málefninu til styrktar; málefninu sem vér og banda menn vorir berjast fyrir. Canadiska þjóðin kallar í dag á hvern einasta mann og segir: “t stríðið ineð alla herfæra menn: Til iðnaðar og frandeiðslu með alla hina, og til fórnfærzlu og þjónustu með alla undantekningarlaust”. Sá sem nokkurn minsta gaurn hefir gefið opinberum málum hlýtur að sjá að einmitt nú eru stórkostleg ttmabil í sögu þjóðar vorrar. Mál vor eru i höndum vorra opinberti rnanna. Þeir eiga úr vöndu að ráða og bæn og von allra Canadamanna nú sem stendur verður að vera sú að menn vorir í opinberunt stöðum megi vera gæddir vizku til þess að stj'órna svo þjóðinni að hún rati vegi skyldunnar og fram kvæmdanna, til þess að allir geti tek- ið saman höndum og lagt tafarlaust fram aukalið til hjálpar hermönnum vorum, til þess að hinir hugprúðu canadisku hermenn, sem berjast með bandamönnunt vorum fyrir frelsi og réttlæti niannkynsins þurfi ekki að berjast til einskis, og til þess að hin dýrmætu canadisku lif, sem svo her- mannlega hefir verið fórnað á or- ustuvöllunum, hafi ekki verið fórnað til einskis.” Or bréfi.l New York City, 1. júní 1917. Herra ritstjóri Lögbergs. í gær kl. 5 lagði “Gullfoss” af stað héðan heim til íslands, kemur við í Halifax á leiðinni. Á fyrsta far- rými voru þessir: Árni Eggertsson frá Winnipeg, L. Olsen kaupm., Guðm. Eggertsson skipstj., Sigurður Kjart- ansson, Stephan G. Stephansson, Jónsson fsonur Jóns Brynjólfssonar kaupm.) Rvík, og á öðru farrými 18 farþegar að vestan úr Bandaríkjum og Canada. Gullfoss fór út rétt í tíma, þar sent blöð hér segja að á morgun rnegi ekkert skip fara héðan fyrst um sinn, og er ekki gott að segja hversu lengi það bann verður. Ekki mátti neinn farþegi hafa bréf í fari með sér, og heldur ekki skipið taka neinn póst, og það kom sér nú illa að ekki var liægt að senda línu heim. Þetta kvað vera skipun frá Bretastjórn. Á með- an Árni Eggertsson stóð við hér í bænum kvað liann hafa komið á félagi með Roig ðr Company, 82 Beaver St., sem liafa miklar umboðs- verzlun við Suður Ameriku og eru þeir að stofna umboðssölu fyrir ts- land. “Lagarfoss” er á leið hingað og ætti að vera hér í kring um þann 10 þ. m. Líka kvað landsstiórnin hafa þeypt gufttskip á stærð við Lagarfoss, sem er á leið hingað að sækja steinolíu. “ísland”, skip Sam- einaða félagsins fór fyrir tveim dög- um frá Halifax áleiðis til íslands, mátti enga farþega taka og ekki heldur póst. Það eru hér margir kaupmenn i bænum og flestir bíða Lagarfoss, ef liann fær að taka far- þega, sem ekki er v'ist, af því hann kvað ltafa lítið farþega pláss, annars verða þeir að btða Jtangað til Gull- foss kemur aftur, sem ertt öll líkindi til að verði. — Tveimur kola og tveimur salt skipum á leið heim frá Englandi og Spáni hafa Þjóðverjar nýlega sökt, og það kvað vera slæmt útlit heima með kola og saltleysi. Tryggvi Jochumson. Þrœtur og vandamál. Þrír menn voru nýlega kosnir af bæjarstjórninni til þess að hafa með höndum vandamál, sem vandræðum liefir ollað milli Winnipeg og Saint Boniface um langan tíma. Mennirn- ir voru Davidson borgarstjóri, Wal- lage yfirráðsmaður og J. J. Vopni bæjarráðsmaður. Málið er sem hér segir: 20. febr. 1914 var gerð samþykt milli borganna Winnipeg og St.' Boniface um kostnað á svokallaðri Provincher brú, sem St. Boniface bærinn átti að byggja. Deilur risu út af kostnaðinum, sem stóðu yfir frá 1914 til 1916; aðallega var það um gerð brúarinnar. Annar bærinn vildi hafa brúna af vissri gerð, en hinn af annari. Áður hafði sam- eiginleg nefnd beggja bæjanna kom- ið sér niður á vissa gerð og hana vildi WHnnipeg hafa. Umsjónarmað- ur opinberra verka var látinn dæma og dæmdi hann Winnipeg í vil. Loksins tókust samningar 17. apríl 1916 og samþykti Winnipeg að Dominion Bridge fél. væru borg- aðir $306.507.10, en Manhoba Bridge <5- Iron Works áttx að búa til ekki minna en 800 smálestir af stáli, sem þurfti í brúna. Átti Winnipeg bær að borga / af kostnaði byggingar- innar samkvæmt úrskurði umsjónar- manns opinberra starfa og Ys af yfirbyggingunni, samkvæmt tilboöi Manitoba Bridge & Iron Works eða / af $253,003.50, auk / af aukakostn aði á efni frá Dominoin Bridge Co.. samkvæmt tilboði 30. marz 1916 eða /s af $41,800.00 og svo aukakostnaði, sem upp á kynni aö falla eftir sanv komulagi beggja bæjanna eða full- trúa þeirra, og átti það einnig að borgast eftir sama hlutfalli / frá Winnipeg. 26. desember 1916 skipaði bæjar- stjórnin að borgaðir skyldu $91,572.05 til St. Boniface, sem sá hluti er Winnipeg ætti að greiða af undir- byggingunni, en skilja eftir $25,588.94 sem deila var um. Var um leið því Iýst yfir að það yrði greitt tafarlaust þegar niðurstaða hefði fengist í tnál inu. Þessi málamiðlun er enn ekki feng in og henni eiga þessir þrír menn sem nefndir voru að konia til vegar; er það bæði erfitt \erk og vandasamt eftir þvi sem gengio hefir hingað til. Vorprófin í’ið Saskatchewan háskólann. Mr. Valdimar A. Vigfússon frá Tantallon, Sask. útskrifaðist sem Bachelor of Arts.. Vigfússon hefir lagt sérstaklega fyrir sig efnafræði og starfar nú sem efnafræðingur fyr- ir Saskatoon-bæ. Miss Thorbjörg Eiríksson frá Wynyard, Sask. skrifaðist upp í þriðja ár í Collega-deildinni. Mr. Vigfús S. Ásmundsson frá Tantallon skrifaðist upp í fjórða ár í búnaðardeildinni ('B. S. A. Course). Mr. Ásmundsson starfar í búnaðar- deild háskólans í sumarfriinu. Upp úr fvrsta ári búnaðardeildar- innar -Associote Course) skrifuðust: Mr. Björn Frederickson Mr. Chris. Josephson Mr. Wrm. Josephson. Allir frá Kandahar. Símaverkfallið. Starfsmenn og konur við talsím- ana í Manitoba gerðu verkfall fyrir skömmu og kröfðust hærri launa. Rannsóknarnefnd var sett í málið þannig samansett að báðir partar út- nefndu nefndina. Nú hefir þessi nefnd lokið starfi sínu og gert tillög- ur. sem samþyktar voru með ánægju á báðar hliðar. Verkafólkið fékk kröfum sínum framgengt; laun þess voru hækkuð og alt féll í ljúfa löð. Þeir sem vinna við síma vélarnar fá 18/% launahækkun og lægstu laun símakvenna verða hér eftir $40 um mánuðinn. Dixon segir ekki af sér. Loksins er útkljáð um það mál, ]ieir sem fyrir nafnasöfnuninni stóðu komu fram með hátt á fjörða þúsund nöfn, en Dixon Iét nefnd manna vfir- fara þann lista og komst hún að þeirri niðurstöðu að helmingur þeirra, sem þar voru, væru ekki kjósendur. Dixon segir því ekki af sér nema því að eins að fleiri kjósendá nöfn fáist, en það telur hann vafasamt að nógu margir verði til þess. Er það ekki sjálfsagt? Um það eru talsverðar getgátur hvort Robert Rogers verði tekinn fastur eða ekki. Galt dómari hefir fundið hann sekan um einhvern þann Ijótasta glæp, sem til er, næst morði — samsæri til þess að stela hundruð- utn þúsunda úr fjárhirzlunni í Mani- toba. Hefði hann brotist inn í banka og stolið þar $Í0,(X)0 þá var það lítil- fjörlegt brot í samanburði við það, sem dómarinn hafði fundið liann sek- an um. Þarf nokkrar getur að leiða að því, hvort hann verði tekinn fast- ur eða ekki ? Er það ekki sjálfsagt? AUSTURVEGUR. Eg læt I haf að heiman því heim eg komast vil, Með föðnrlanrt framuntian við fóstnrland skil. f r lantlsteina logni eg leysi festar minar, þú blúsantli hlátljúp á hreiðurnar þínar! pú Sær, ert samhekkingur. Nú sezt eg þér við höntl Að frjálsnm lilut í himni og lleims hverri ströntl — 611 höf eru heimleið, þó hléstokkana fylli Er ferðast um fjörðinn manns frændleifða milli. pið formenn. og við farmeiin, hvers frýr oss myrkur sjós Hjá röðlinum reiðugleg þó Rán slökkvi ljós? Að höllunuin liennar þó húm sé dyrastokkur, Hún lýsigull lánar sem leiðbeinir okkur. Og norðan-ilætur níu, við næturstorma hreim. Til bónorðs oss lrún hýður á hrúðgöngu lieim — Svo hátt kann Himinglæfa liefja oss og hera, Ein seiling til sólar að sýnist þá vera. Sem vængja-fleygstu fuglar með fregn úr auðnum heim, Hún drifa-f jöðruð Dúfa eins dregur þann geim. i Hún Blóð-hndda er blæfríð, er bungar öldu-gárinn Og dag-geislinn drýpur og dreyrir um hárin. Og hreinbrjóstuð er Hefring, og hvelfdur barmur á, Er svellur við siglu ’in sí-bláa lá. Hún úður er koss-klökk, er kaldarokur hrina Og vætir oss vanga með vestan-hygð sína. Hún Dröfn er dregla-prúðust, þó dragi skautið lágt, Alt silkið i samfeUu er snjóhvítt og blátt. Og Hrönn, hún er faðm-föst, er fangi oss hún vefur, Og útrétta arma og aðsveipa hefur. En blækvikust er Bylgja, við bylsins trumbu-slög Hún drcgur oss dansandi um djúpfæran lög. En kolbrýnd liún Kólga, með kaf-þoku valdið, Er Fjallkonu fyrir liún festir upp tjaldlð. En yfir hjúp þann liæsta sem hvessir lijóseyg brún. — Við úthöf og eilífðir í ættsemd er hún — A vor-kyndlum kveikir hjá klettastapa og snjónum, Og brosandi bíður að börn komi af sjónum, New York 29. mat, 1917. STEPHAN G. STEPHANSSON. S5E223S Er í Motor Transport deild Agnar Arnason Bergmann. Hann er fæddur hér í Winnipeg 24. triaí 1894. Foreldrar hans voru Árni Jónsson og Jóhanna GuSmunds- dóttir. Misti hann föður sinn korn- ungur og hefir móðir hans alið hann upp með miklum dugnaði. Agnar er stór vexti og fríður mað- ur sýnum. Hann vann hjá Eatons félaginu og stýrði þar flutningsv'agni um alllangan tíma, en fór í herinn fMotor Transport) í febrúar í vetur og lagði af stað héðan austur 28. maí. Heimili þeirra mæðgina er að 576 Agnes stræti í Winnipeg. Hefir innritastí sjóherinn brezka Jón Tliorarlnsson. í siðasta blaði var getið um fall þessa unga, efnilega manns. Hann innritaðist í 144. herdeildina og fór með henni yfir til Englands síðastl. sumar, en til Frakklands var hann sendur snemma í vetur. Jón heit var sonur Thorarins Jónssonar ('bróðir Magnúsar á FjalliJ ættaður frá Hóli í Sæmundarhlið t Skagafirði, og sem settist að í Vidi- nes-bygð í Nýja Islandi, en druknaði skömmu eftir að hann kom hingað, og konu hans, Sigríðar Þorleifs- dóttir, dóttir Þorleifs Jónssonar frá Reykjum í Skagafirði, en sem nú er gift Friðrik Friðrikssyni i Lögbergs nýlendu, og þar ólst Jón heit. upp. Jón naut töluverðrar mentunar. hafði gengið á Wesley College nokkra vetur og var kominn i annan bekk háskóladeildarinnar, en eftir það lagði hann landbúnað fyrir sig. Jón var vel greindur og myndar pilt- ur í hvívetna, sikátur og skemtinn. Er hans sárt saknað af öllum vinum og ættingjum og ]iá ekki sízt af móður og systkinum. BITAR Stóri hnefinn á Litla Rússlandi segist ekki vera á móti hugsjóna- mönnunum, heldur æsingamönnunum — en hefir hann gætt þess í sögunni að hugsjónamenn voru æfinlega kall- aðir æsingamenn, þangað til hug- sjónir ]ieirra komust áfram ? Ritstjóri Heimsk. segist skrifa sjálfur ritstjórnargreinarnar — hann segir það eflaust satt ipn þá seinustu. Roy W. Jenson. Hann er sonur Gunnars Jensonar umboðsmanns og Rósu konu hans að 110 31st Street í Saskatoon. Roy er fæddur 3. febrúar árið 1900 i New Westminster og er þvi ekki nema 17 ára. Hann er efnilegur piltur mjög, eins og hann á kyn til að rekja. Gekk hann í brezka sjóliðið í Victoria ný- lega og réðist þar til þriggja ára, eða þann tima sem stríðið stæði yfir. Föðuramma hans er Ástríður Jenson i Seattle, en móðuramma María Benson í Blaine, Wash. Fóru með 223. herdeildinni til Englandsj Sagt er að “stóri hnefinn á Litla Rússlandi’’ hafi stækkað um helming Jiegar Dixon var barinn á sunnudag- inn. Stóri lmefinn á Litla Rússlandi tel- ur það sönnun gegn “Dagskrá” að hún dó ung og með Heimsk. að hún lifi enn. — Hefir hann gætt þess að Gustaf Adolph dó ungur og Þýzka- landskeisari lifir enn? 26. þ. m. er merkisdagur í sögu landsins. Þá greiða kotiur fyrst at- kvæði í stjórnmálum. Það er í Saskatchewan. Þær líklega minnast þess að láta ekki atkvæði sín með þeim flokki, sem hefir lýst því yfir að*konur séu ekki persónur. Asnar syngja öðrum lof í óði og “prósa”, sú er allra bögu bósa bezta list að smjaðra og hrósa. E. M. ólafsson. G. Ií. Ottenson. Myndlr þær, sem birtast hér í blaðinu, eru af GuSmundi Lúðvík Ottenson og Einari Martein Snæbjarnarsyni, Ólafssonar. — Poreldrar GuB- mundar LúBvíks eru Nikulás Ottenson og Anna GuBmundsdóttir, kona hans, I River Park. Foreldrar Einars Marteins voru Snæbjörn Ólafssoi, ídáinn) og IngiríSur Einarsdðttir (yfirsetukona). Er Einar einkasonur IngirlBar Einarsdóttur. Anna, móBir GuBm. L., og Snæbjörn, fati'ir Einars M., voru hálfsystkini. felr innrituBust I 223. herdeildina litlu eftir aB hún var mynduB I febrúar mán. 1916. Fóru á staB til Englands meB deildinni 23. aprll síBastliSinn, og eru nú komnir þangáS. Ritstjóri Heimskringlu er bvrjað- ur á því að skrifa sögu um bindindis- starf okkar ritstjóranna, þegar við vorum hér í bænum áður fyr. Ef hann brestur heimildir til þess að fara eftir þegar hann skrifar kaflann tim sjálfan sig og bindindismálið, gæti hann ef til vill fræðst með þvi að skoða i bækurnar á brenni vínskránum, ef þær halda gestaskrár. Hvor þeirra skyldi vera færari um að skrifa af þckkingu um stjórnniál i Saskatchexvan, ritstjóri Heirns- kringlu eða Lögbergs? Sá síðar- nefndi hefir átt þar heima og tekið þátt í stjórnmálum fvlkisins í 7 ár — hinn mun einhverntima liafa séð landabréf af Saskatchew'an, þegar hann var í skóla sællar minningar. Bordenstjórnin vill fá Laurier til þess að taka á sig helming af ábyrgð allra þeirra stórsynda, sem afturhald- ið hefir frarnið. Þegar það er íhug- að jafnframt vitnisburðum, sem Laurier hefir fengið hjá afturhald- inu, dettur manni ósjálfrátt í hug litli drengurinn, sem hafði vætt rúm- ið sitt og óhreinkað það. Hann var hræddur við hirting frá mömmu sinni og bað því bróður sinn að koma upp t rúmið til sín, en gerði það til þess að geta kent honum um alt saman og sloppið sjálfur. — En gatnli maður- inn sér ltklega hvar fiskur liggur undir steini. Síðustu loftskeyti frá Litla Rúss- landi segja að þar hafi dunið yfir haglél og brotið rúðttrnar i Austur- glugga keisarahallarinanr — óvíst

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.