Lögberg - 07.06.1917, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JúNí 1917
¥1
iL'öqbciq
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Pre*s, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Mam.
TALSIMI: CARRY 2156
SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor
J. J. YOPNI, Business Manager
Utanáskrift til blaðains:
THE 001UN|BIA PRE5S, Ltd., Box 3172, Winnlpeg, Maq.
Utanáakrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriÖ.
Kosningarnar í Saskatchewan.
, IV.
Saskatcheanwan er aðallega bændafylki; búr-
aður er þar aðalatriðið og hagur bændanna er þar
sameiginlegur hagur allra. Sé þeirra kosti þröngv-
að líður hver einasta manneskja alþýðunnar að
meira eða minna leyti.
Fylkið er ungt og frumbýlingarnir margir; en
flestir frumbýlingar eiga fult í fangi með að
bjargast áfram. peir koma margir með tvær
hendur tómar, sumir með fjölskyldu.
Peir þurfa á allri þeirri aðstoð að halda, sem
frekast er unt; en einkum er það þó tvent, sem
þeim ríður á fremur öllu öðru. pað er að þeim
sé gert auðvelt að kaupa akuryrkjuverkfæri og
mögulegt að selja framleiðsluna fyrir sem hæst
verð.
Nú hefir það verið ein aðalplágan hér í landi
að bændum hefir verið gert lítt kleift að kaupa
verkfæri til þess að bjarga sér með og þeim hefir
verið gert ómögulegt að selja vörur sínar hindr-
unarlaust.
Lög landsins, sem stendur eru þannig úr garði
gerð að þetta atriði er með öllu í höndum sam-
bandsstjómarinnar.
Samt sem áður skilst það öllum að þeim mun
fleiri fylki, sem krefjast vissra réttarbóta frá
sambandsstjórinnni, því erfiðara á hún með að
neita þeim.
Nú liggur það auðvitað beinast við eins og
hér stendur á að stjómin í hverju fylki fyrir sig
hafi umboð fólksins til þess að krefjast þeirra
breytinga, sem það vill fá.
Stjómin í Saskatchewan hefir ávalt verið ein-
dregið með frjálsri verzlun. Við síðustu sam-
bandskosningar til dæmis 1911 börðust allir fram-
sóknarmenn í Saskatchewan eindregið með afnámi
hveititolls, en allir afturhaldsmenn með Haultain
í broddi fylkingar, börðust móti því með hnúum
og hnefum og fómuðu þannig velferð bændanna
fyrir pólitískar svívirðingar.
Allan þann tíma síðan hafa frjálslyndir mcnn
í fylkinu og þar á meðal allir þeir, sem stjómina
mynad barist hvíldarlaust fyrir þessu sama máli.
Nú hefir stjómin tekið upp alveg nýja stefnu
í málinu, sem aldrei hefir þekst fyr; hún er sú
að stjómin, sem slík, með samþykki fólksins, hefii
baráttu gegn sambandsstjóminni og krefjist
þeirra réttinda, sem fylkisbúar eiga heimtingu á
en þeim er synjað 'um.
Stjómin vill fá samþykki fólksins og yfirlýs-
ingar til þess að hún geti með það á bak við sig
lagt út í hvíldarlausan bardaga til þess að krefj-
ast þeirra réttinda af sambandsstjóminni að
Saskatchewan fái að verzla með sínar eigin vörur
frjálst og óhindrað við nágrannaþjóð sína, Banda-
ríkin; ekki einungis með bráðabyrgðar fundarsam-
þykt fáeinna manna, heldur með lögum samþykt-
um af þinginu í heild sinni og viðurkendum í
stjórnarfari landsins.
fslendingar, sem lesið hafa sögu feðra sinna
og einhverja hugmynd hafa um það tjón, sem
verzlunar einokuinn olli ættjörðu þeirra í gamla
daga, ættu að skilja það að í frjálsu landi eins og
þessu er það þjóðinni ósæmilegt, að þola sams-
koanr kúgun hér á 20. öldinni, sem íslendingum
þótti ólíðandi fyrir 300—400 árum.
Og til þess að minna menn á að hér er ekki
talað út í bláinn, heldur farið með söguleg sann-
indi, sem ekkert afturhald og enginn hnefaréttur
getur hrakið, skal minst á það að Danir stjómuðu
þannig íslandi til foma að landinu var skift upp
í verzlunarhéruð. Enginn mátti verzla utan þess
héraðs sem honum var ákveðið. Var við því lögð
þung sekt og hörð hegning ef út af var brugðið.
pannig var maður sem Hólmfastur hét tekinn og
bundinn við staur og hýddur, fyrir það að hann
hafði selt fáeina fiska, sem hann sjálfur aflaði, i
öðrum kaupstað en þeim, sem stjómin ákvað að
hann mætti skifta við.
petta er lesið nú á dögum með viðbjóði, og
menn bölva þeirri harðstjóm er slíku réði. En
hver er munurinn á þeirri stjóm og hinni, sem vér
höfum nú hér í landi?
Hver er munurinn á því að banna íslenzka
bóndanum að selja sinn eiginn afla þar sem hann
fær fyrir hann bezt verð og þægilegastur er mark-
aður eða hinu að banna canadiska bóndanum að
selja sitt eigið hveiti þar, sem hann fær fyrir það
bezt verð og hefir hagkvæmastan markað?
Vér sjáum ekki að munurinn sé neinn, nema
sá að harðstjórnin, sem íslendingar áttu við að
búa í þessu efni var fyrir mörgum hundruðum ára
en harðstjómin hér er á 20. öldinni.
En það er ekki þar með búið. Afturhalds- og
kúgunarflokkurinn lætur sér ekki nægja að sekta
bóndann fyrir hvern mæli, sem hann selur na-
granna sínum, af því, sem hann hefir aflað með
súrum sveita, heldur er fyrst lagður svo að segia
ókleifur steinn í götu hans þegar hann byrjar
framleiðslu störfin.
öll þau verkfæri, sem hinn snauði frumbúi
verður að kaujka, til þess að geta ræktað jörðina,
verður hann að kaupa með okurverði.
Afturhalds- og kúgunarstjóm landsins neitar
bændum um það að leyfa tolllausum áhöldum inn
í ríkið, og til hvers eða fyrir hvaða ástæðu gerir
hún það?
Ástæðan liggur í augum uppi. Auðvaldið sórst
I félag með afturhaldsflokknum á móti alþýðunni
árið 1911 til þess að kúga þjóðina með nauðungar-
tollum.
Auðfélögin framleiða akuryrkju verkfæri eða
láta búa þau til. Ef það er leyft að þessi sömu
verkfæri séu flutt hingað inn fyrir sanngjamt
verð frá Bandaríkjunum, þá verða auðfélögin einn-
ig að selja sín verkfæri hér í Canada fyrir sann-
gjamt verð; annars yrði alt keypt að sunnan.
Til þess nú að hjálpa þeim til að halda verk-
fæmnum í okurverði hefir stjórnin látið að orðum
auðfélaganna og lagt toll á þau verkfæri, sem inn
væru flutt, svo háan að þegar hann sé lagður við
verð hlutanna þá kosti þeir nákvæmlega jafnmik-
ið og auðfélögin hér gera sig ánægð með. Hér
skal sett fram dæmi til skýringar.
Félag sem býr til plóga í Toronto vill selja þá
(eitt áhald af þeim) á $600.00. Félag í New York
selur jafnmarga og jafngóða plóga fyrir $400.00
hingað flutta.
Nú liggur það í augum uppi að bóndinn, sem
þarf á öllu sínu afli og fé að halda, vill heldur
borga $400.00 en $600.00. Hann kaupir því Banda-
ríkjaplógana.
En til þess að sjá við lekanum gerir verkfæra-
félagið í Toronto samning við afturhaldsstjómina
um það að veita henni fjárhagslegt fylgi við kosn-
ingarnar gegn því að hún hafi 33% toll á plógun-
um frá Bandaríkjunum; eða með öðrum orðum
sekti bænduma um $200 fyrir hvert $400 plóga
úthald, sem þeir kaupa að sunnan.
Með þessu móti eru Bandaríkja plógarnir orðn-
ir jafndýrir hinum, þegar tollurinn eða sektimar
eru greidd og þá eru auðfélögin ánægð.
Og svo er hrópað landið á enda að sjálfsagt sé
að kaupa þær vörur, sem til séu búnar í Canada.
Á móti þessu hefir framsóknarflokkurinn í
Saskatchewan barist frá því fyrsta að fylkið varð
til, og sést það svart á hvítu á hverju ári í öll þau
12 ár, síðan flokkurinn myndaðist.
Nú hefir Saskatchewan.stjómin tekið það ráð
að krefjast þess fyrir hönd fylkisbúa með ákveðnu
samþykki þeirra að þessi rangláti tollur sé num-
inn af þessum lífsnauðsynlegu verkfærum.
Hver sem atkvæði greiðir á móti því 26. þ. m.
hann sannarlega þekkir ekki sinn vitjunartíma.
Hvað haldið þér að forfeður vorir hefðu gert
á einokunartímabilinu, ef þeir hefðu getað greitt
atkvæði um það hvort þeir skyldu fá að verzla
sektalaust veð hvaða þjóð sem væri? Enginn get-
ur efast um að þeir hefðu þá með atkvæði sínu
sagt: ‘,Vér mótmælum allir!”
Og allir þeir í Saskatchewan, sem nokkur sjálf-
stæðisurmull er eftir af hjá hljóta að svara 26. þ.
m. með atkvæðum sínum og segja: “Vér mótmæl-
um allir þeim sektum, sem afturhaldsflokkurinn
hefir lagt á oss fyrir hvern mæli korns er vér öflum
með súrum sveita og viljum selja vini vorum og
nágranna—Bandaríkjamanninum. Vér mótmælum
allir því hinu hrópandi ranglæti, sem vér höfum
orðið að þola af hendi afturhaldsstjórnarinnar að
okurtollar séu lagðir á þaú verkfæri, sem hinn fé-
litli frumbyggi þessa fylkis verður að kaupa til
þess að geta framfleytt sér og sínum og framleitt
auð úr skauti jarðarinnar.
pað er satt, sem sum afturhaldsblöðin halda
frám að fylkisstjómin ræður ekki þessum málum;
alveg eins og það er satt að andstæðingar stjórn-
ar í þingi ráða ekki, sökum þess að stjórnin hefir
æfinlega meiri hluta og getur neytt atkvæðisrétt-
ar, sem stundum verður svipaður hnefarétti, þeg-
ar óhlutvönd stjórn situr að völdum.
En það hefir óendanlega mikil áhrif að stjómir
fylkjanna, með fólkið að baki sér, krefjist réttar
þess, sem ekki verður með rökum neitað að fylkis-
búar eigi heimting á.
Og svo er það þetta, sem altaf hefir verið, er
og verður manns merki, að “mótmæla allir”, þegar
um þrælatök er að ræða, eins og þau, sem hér
eiga sér stað með okurtollana.
Og það er æfinlega lítilmensku vottur, þegar
menn láta kúgast viljugir. Nauðugir verða menn
oft að lúta hnefarétti; nauðugir verða menn oft
að gera sér gott af afturhaldsstefnu og kúgunar-
valdi í svipinn; en að kyssa á vöndinn með auð-
mýkt án mótmæla, það er ósamboðið frjálsum lýð.
Hver sem atkvæði greiðir með afturhalds-
flokknum í Saskatchewan, sem er aðeins einn
fylkingararmur hinnar alræmdu afturhaldsstjóm-
ar í Canada, hann er viljugur að ganga undir okið.
Einkennilegt stjórnarfar.
Eins og öllum er kunnugt fóru fram sam
bandskosningar í Canada árið 1911. peir sem þá
hlutu kosningu voru aðeins valdir til fjögra ára
— í lengsta lagi fimm. peir áttu því að leggja
niður völd í seinasta lagi 1916.
peir höfðu ekkert umboð frá þjóðinni til þess
að fara með málefni hennar lengur. peir voru
eins og þjónar eða ráðsmenn, sem til þess voru
ráðnir fyrir ákveðið kaup að vinna ákveðin störf
um ákveðinn tíma og ekki lengur, nema umboðið
væri endurnýjað eða ráðningin framlengd með
atkvæðum kjósendanna.
pegar kjörtíminn var á enda gjöra stjómend-
ur landsins samning um það að þeir haldi áfram
umboði sínu; ekki samning við réttan hlutaðeig-
anda, þjóðina, heldur samning hverjir við aðra,
án þess að spyrja þjóðina um samþykki.
Nú líður og bíður, þjóðin sýnir umburðarlyndi
og þolinmæði, ef það verðskuldar það nafn; sumir
kalla það heygulskap og dáðleysi, og mun það
vera réttara. \
Árið 1917 rennur upp og langt er liðið á það
og enn situr þessi sjálfkosna stjóm að völdum,
án heimildar frá þjóðinni.
Smátt og smátt hefir þeim fækkað, sem kosn-
ir voru 1911; sumir hafa dáið, sumir lagt niður
embætti til þess að reyna að standa í vegi fyrir
* siðbótum í landinu, eins og t. d. Sir James Aikins.
Sharpe og fleiri.
En allir þeir tugir þúsunda, sem þannig hafa
verið sviftir fulltrúum, hafa einnig verið sviftir
möguleikum til þess að fylla hin auðu sæti og
þannig beittir óheyrðu ranglæti.
Allar hugsanlegar yfirsjónir og öll hugsanleg
afglöp hafa átt sér stað í sambandi við stjóm
þeirra manna, sem að völdum sitja á þann hátt,
sem að framan er sagt.
Stjómin veit það'að hún er bæði hötuð og fyrir-
litin af þeim, sem afglöp hennar hafa gengið næst.
Hún veit það að hvenær sem fólkinu gefst tæki-
færi til þess að reka hana á dyr, yrði það notað
hlífðarlaust.
En þegar afturhaldsfleytan er svo að segja
komin að brimboðanum, hrekkur sá upp við illan
draum er við stýrið hefir dottað og reynir að
bjarga skipshöfninni til bráðabyrgða.
Stjómarformaðurinn tekur þá það ráð að reyna
samninga við andstæðinga leiðtogann og fá hann
til að samþykkja framlengdan náðartíma með því
móti að bjóða honum tignarsæti við hlið sér á
bekkjum hinna ókosnu og óhæfu manna, sem þjóð
in hefir reynt að öðru flestu en ráðvendni og
dugnaði.
petta sýnir hversu hörmulegt er stjómarfyrir-
komulagið hér hjá oss, ef þetta er samkvæmt lög-
um vorum og stjómarskrá; sem alveg skal látið
órætt að þessu sinni.
En hörmulegt er það og stórhættulegt að tveir
menn, báðir ókosnir, skuli geta komið saman tii
þess að ræða um það hvað þeir eigi að gera við
8,000,000 manns, án þess að leita samþykkis
þeiira; rétt eins og þeir eigi landið og fólkið með
húð og hári.
Borden hefir ekki verið kosinn forsætisráð-
herra í Canada fyrir árið 1917 og Laurier hefir
ekkert umboð frá þjóðinni fyrir árið 1917. Að
svo miklu leyti sem þjóðarumboð snertir eru þeir
ekki fremur stjómendur Canada nú en Nero er
keisari í Rómaborg árið 1917.
Og þótt vér getum trúað öllu um þá stjóm,
sem hér hefir setið að völdum síðan 1911, þá trú-
um vér því ekki fyr en í fulla hnefana að hinn
æruverði öldungur Laurier saurgi sínar silfruðu
hærur, sem geislar kveldsólarinnar leika um eftir
langan og bjartan dag.
pað er skylda Lauriers og framsóknarflokks-
ins yfir höfuð að krefjast almennra kosninga.
pjóðin hefir liðið nóg undir oki afturhaldsins og
hún ætti að kasta því af sér við fyrsta tækifæri
— það tækifæri liggur nú fyrir dyrum og það er
stórsynd við þjóðina, ef framsóknarflokkurinn
gerir nokkuð til þess að það verði ekki notað.
Herskyldumálið kemur kosningunum ekkert
við; fjöldi manna í báðum flokkum — og ef til
vill Jneiri hlutinn — er með herskyldu, þar af
leiðahdi getur það ekki orðið kosninga atriði.
pjóðin á við kosningarnar aðeins að segja til þess
hvort hún er ánægð með það hvemig henni hef:r
verið stjómað síðan 1911 eða hvort hún vill skift*
um. r
pegar um stjórnmál er að ræða, sérstaklega
þegar flokkana greinir ekki á um það, þá er eini
rétti vegurinn að bera það undir þjóðaratkvæði.
Menn segja að það sé rangt og jafnvel hættu
legt að hafa kosningar meðan stríðið standi yfir.
Hvílík heimska! hvílík skammsýni! hvílík
villukenning!
Var ekki jafn örugglega unnið að stríðinu í
Manitoba á meðan kosningamar stóðu þar yfir
1915?
Var stríðsstarfið lagt niður í British Columbia
um kosningarnar þar; Er ekki verið að vinna
örugglega að stríðinu í Saskatchewan og Alberta
nú sem stendur, þótt þar sé verið að vinna að al-
mennum kosningum, Eða hver er munur á fylki
og sambandskosningum að því er þetta snertir;
Og svo annað. Erum vér ekki daglega að
hlaða hrósi á Ástralíu fyrir það hversu framúr-
skarandi vel það land hafi lagt fram krafta sína
í stríðinu? par var þó ekki hikað við almennar
kosningar. Er ekki manneðlið sama í Canada og
í Ástralíu? Eru ekki kosningar þar eins og hér?
Vill nokkur koma fram og kalla Ástralíubúa land-
ráðamenn, þótt þeir gengju til kosninga?
Og eitt enn. Á Bretlandi og Frakídandi hefir
verið haldin aukakosning hvenær sem þingsæti,
varð autt, eins og sjálfsagt er, jafnt síðan stíðið
hófst og áður. Hér eru tugir þingsæta auð, cg
tugir eða jafnvel hundruð þúsunda af íbúum lands-
ins fulltrúalausir.
pað verður þó að minsta kosti að heimta að
slíkt viðgangist ekki lengur. Og hver er þá eigin-
lega munurinn á því að halda 20 aukakosningar
hér og þar um ríkið eða blátt áfram aðalkosn-
ingar?
Ef leiðtogar flokkanna skyldu taka saman
höndum til þess að svifta þjóðina þeim kosninga-
rétti, sem hún á að neyta í ár, þá drýgja þeir
báðir þá synd, sem ekki verður fyrirgefin í þessu
lífi.
Og ef Borden skyldi hepnast að villa Laurier
svo sjónir að hann gengi í vanheilagt bandalag
við þá, sem alls konar hörmungar hafa leitt yfir
þjóðina, þá teljum vér það merki þess að hann sé
orðinn bam í annað sinn og ekki færari til leið-
togastöðu en maður, sem fengið hefir slag.
pegar afturhaldsflokkurinn veltur frá völdum,
þurfa allar hendur að vera óbundnar, til þess að
rannsaka gjörðir hans og hegna hlífðarlaust fyrir
afglöpin.
~Ef framsóknarmenn settust í sama stólinn nú
og tækiu á sig hlutfallslega ábyrgð, þá væru þar
með öll vopn blásin úr höndum þeirra til seinni
rannsókna — eða stórkostlega sljófguð að minsta
kosti. — Að þessu leyti væri samsteypustjórain
nú syndsamleg gagnvart kjósendum landsins og
þjóðinni í heild sinni.
Hugsum oss að framsóknarflokkurinn í Mani-
toba hefði runnið saman við Roblinstjómina árið
1914. Hverjar ætli afleiðingamar hefðu orðið?
pað geta allir gert sér í hugarlund. pað væri
jafn glæpsamlegt nú af framsóknarflokknum í
Canada að mynda samsteypustjóm við afturhaldið
í Ottawa og það hefði verið af framsóknarflokkn-
um í Manitoba að mynda samsteypustjóm við
afturhaldið í Winnipeg árið 1914.
En vér endurtökum það að vér treystum svo
hinum aldraða leiðtoga og æmverða frjálslynda
foringja að hann ekki grafi sér þá pólitísku gröf,
rétt áður en tjaldið lyftist upp milli kveldroðans
og morgunsólarinnar.
SÓNHÆTTIR
(Sonnets).
—
II. Blómgresi.
Hvert blóm, sem verður vegi þínum á,
er vinargjöf, sem lífið sendir þér.
Hvert frækom sáð, sem fagran þroska ber,
þér fögnuð veitir beði sínu hjá.
Sem lífið sprettur lægstu eining frá
í leit til hæstu, þannig hagsæld fer.
Úr hugrenningum heimsbygð mynduð er.
Frá hjartablöðum eikur vexti ná.
Og ef þú blómgun ant — hver tómstund þín
í æsku vorsins sækir frið og ljós.
par sál þín vex og vitrast, frjáls og heið. -
Nú ljúfur heimur lífs og unaðs skín,
er laufblöð maí heilsa júní-rós. —
Eg geng með þér um garðinn — á þar leið.
P• V- P.
•+
-♦-
<+■
-♦-
>+•
f
•f
>i-
t
t
t
+-
>{•
t
t
t
♦
THEDOMINION BANK
SIR EDMUND B. OSLER, M.P.
Pre8Ídent
W. D. MATTHEWS,
Vice-President
Hagsýni hjálpar til að vinnastríðið
Byrjið sparisjóðs reikning og baetið við hann reglulega
Notre Dame Branch—W. M. HAMH/rON, Manager.
Sclklrk Branch—M. S. BURGER, Manager.
•i-
♦
<í>
-*•
4-
■fr
t
♦
>+
♦
>*•
♦
*
-*•
*
+
t
-*-
4>
>+•
+■
it •+■+•+4-++-+•+•+•+♦ 4-+-+-+•++■■+■+■I-+,++-l-+>+-+'f ♦•++•+■+•+■+■++• >+■++•■+•++•■+•+■+■++-+x
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll löggikur $6,000,000
Varasjóðu. .
HöfuðstóII graiddur $1.431,200
...$ 715.600
Vara-formaður
ROBINSON
------- - Capt. WM.
Sir D. C. CAMEItON, K.C.M.G. J. II. ASHDOWN, W. R. BAWI.F
E. F. HTJTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELl, JOHN STOVEL,
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reiknlnga við elnstakllnga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Ávtsanlr seldar U1 hvaða
staðar sera er & Islandl. Sérstakur gaumur, geflnn sparisjóðsinnlögum,
sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum,
T- E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
ÝáV ,YéV VéY r?éÝ ÝéY 7eS
igygæi
Læknaðist án meðala
eða uppskurðar . . .
Um langan tlma höfum vér verið aS lækna hundruö
manna, sem þjáðst hafa af ýmsum efnislegum sjúkdómum
— ekki fáa, sem taldir hafa veriS ólæknandi af frægum
læknum og sérfræSingum á sjúkrahúsum.
Vér höfum hina einföldu og eSlilegu lækninga-
aSferS, sem kallast
“CHIROPRACTIC”
Og vér tökum ekkert fyrir ráSleggingar og ekki einn
einasta dollar fyrir verk, nema því aS eins aS oss hepnist
þannig að sjúklingar vorir séu algerlega ánægSir.
1930 Elgin Ave., Winnipeg
2. febr. 1916.
Dr. Munroe:—
Eg tel þaS ‘ skyldu mina aS senda þér nokkrar línur
til þess að þakka þér fyrir aS þú veittir mér sjónina aftur,
eins fullkomiega og eg hefi hana I dag. SiSan í apríl 1909
hefi eg þjáSst af því, sem augnalæknar kalla “diplopia”,
og hafSi sjón minni stöSugt fariö hnignandi. Mér var
sagt aS fá mér gleraugu og hnýddi eg því. Stundum sá
eg svo illa aS eg varS áS láta léiSa mig. Eg þekti stund-
um ekki skil dags og nætur og varð aS hætta að vinna og
vera. heima, stundum nokkra daga, stundum svo vikum
skifti. þessu fór fram I þriggja ára tíma. Loksins var
mér sagt að eg væri læknuS, en þrátt fyrir þaS fékk eg
köstin enn þá tíSari, þangaS til áriS sem leiS aS mér var
skipaS aS hafa tvenn gleraugu á sama tima. Eg gekk
meS þau I alt fyrra sumar þangað til I september, þá varð
eg að hætta aS vinna aftur. Vinir mínir eggjuSu mig á
áS fara og finna Dr. Munroe. Loksins gerSi eg þaS. Nú
eg er orSinn svo frískur að eg get stundáS atvinnu mlna og
unniS fyrir heimili mlnu. Eg sé betur nö en eg hefi gert
I mörg ár. Nú hefl eg sjaldan gleraugu — þökk sé
“Chiropractic”. Fólk sem þekkir mig er hissa á þvi að
sjá mlg gleraugnalausan, og öllum ber saman um aS eg
hafi aldrei verið eins hraustur til augnanna. Eg á engin
orð til þess að þakka þér eins og vert er, fyrir þolinmæSi
þina og staöfestu og mun eg vissulega mæla eindregiS
meS lækinngaaSferS þinni við alla, sem þjást af sömu
veiki og eg gerSi. l>ér er fullkomlega heimilt að nota
þetta bréf til vitnisburðar eSa á hvaSa hátt, sem þér
sýnist. Hver sem efast kynni, þarf ekki annaS en aS
skrifa eSa koma og tala viS mig á þeim staS, sem til rr
tekinn hér aS ofan. MeS beztu þökkum fyrir þaS hvernig
þér læknuðuð mig, er eg þinn einlægur, William Harford.
Skrifið eftir uppl.vsingum.
Drs. MUNR0 & McPHAIL,
204 CARLTON BUTLDING, WINNIPEG. — Talmími: M. 234.
Eftirmæli.
sínu eða vann kaupavinnu og' stund-
aði fiskivinnu á vetrum.
f desember síðastliðnum barst hing-
að sú harmafregn að Árni Johanson,
sem fór héðan úr bygðinni síðastliðið
haust txt fiskiveiða norður fyrir La
Pas væri druknaður. Mönnum gekk
í fyrstu illa að trúa því að frétt þessi
væri rétt, en því miður reyndist þó
svo. Hann hafði druknað ofan um
ís 9. nóvember.
Andláts hans hefir aðeins verið
getið í íslenku blöðunum, en mér
finst mér skylt að minnast frekar
þessa efnilega manns er á svo svip-
legan og sorglegan hátt var burtkall-
aður á bezta aldri.
Árni sál. var fæddur á Grund í
Mikley 9. febr. 1887. Foreldrar hans
eru Jóhann Jóhannsson úr Svarfað-
ardal í Eyjafjarðarsýslu og Friðrikka
Jónsdóttir úr Kræklingahlíð í sömu
sýslu, bæði á lífi og til heimilis í
Mikley. Af ellefu systkinum hans
eru aðeins þrjú á lífi, tvær stystur
og einn bróðir.
Árni sál. ólst upp í Mikley þar til
hann var 16 ára. <Þá fluttist hann til
Winnipeg með því áformi að læra
trésmíði, en fyrir atvik varð ekki úr
því og fók hann þá fyrir að læra
veggjakölkun, sem henn nam til
fullnustu. Fyrir 5 eða 6 árum flutt-
ist hann norður með Manitobavatni,
og settist að í Ashern Point bygð, sem
þá var fyrir fáum árum farin að
byggjast, og tók þar heimilisréttar-
land. Síðan var hann ýmist á landi
Árni sál. var vel gefinn bæði til
sálar og líkama, dugnaðar og starfs-
maður og drengur hinn bezti. Engin
skyldmenni átti hann í bygðarlagi
sínu, en allir ungir og gamlir harmn
hann sem nákominn vin. Bygðin í
heijd sinni tapaði ihiklu við fráfall
hans, því hann var ötull, einlægur og
áhugasamur félagsmaður, og ætíð
reiðubúinn að ljá fylgi þvl, sem liann
sá að mátti verða til framfara. —
Skólahérað var myndað í bygðinni
um það leyti sem hann festi sér land,
með Iitlum kröftum og tmdir margs-.
konar erfiðleikum, og gekk hann
manna ötulast fram í því að koma því
máli í framkvæmd, og var skóla-
nefndar maður í nokkur ár.
Ætíð var hann og reiðubúinn að
láta í té þá hjálp, sem hann gat, ef
einhver var hjálpar þurfi, án þess
að hugsa um hvort þar væri endur-
gjalds von.
Það er þungt, hinum aldurhnignu
foreldrum, að sjá jafn efnilegan son
burtkallaðan í blóma lífsins, með alt
sem mælti með að hann yrði ekki ein-
ungis nýtur maður, heldur að mörgu
fyrirmyndar maður. Allar hinur
hjörtu vonir verða að engu á augna-
bliki. — En þó vonin um bjarta fram-
tíð hér á jörðu hljóti að fölna, er þó
ekkert, sem deytt getur vonina eilíf-
legu, huggunina ómetanlegu, um
samfundi i öðrum og betra heimi.
Vinur kins lánta.
Báran.
Ó bára, sem brotnar við strönd og brimlöður myndar,
langt frá óþektum löndum, >ú leitaðir hingað.
Hljóminn þinn heyri eg glögt og hugfanginn þýði,
sönginn þinn, sjávarins alda, og sælunnar nýt.
pú syngur um sælu og unað og sólfagra daga,
framtíðarvonir og frægð og fegurðar drauma.
pú syngur um sumar og gleði og svífandi fugla,
brosandi blómin fríðu og bugðótta læki.
pú syngur um sólgeisla fagra er senda oss varma,
um æskunnar ástir og trygðir, sem aldregi þverra.
Á atvik þú minnir svo mörg, sem mér var ei fyr unt að lýsa—
eg hlýt að hlusta á þig, bára, og heyra þig syngja.
Vertu mín vina, ó bára, og veittu mér unað,
þá huga minn hrella sorgir og hpgsjónir dvína.
Hrek úr huga mér drunga með hljómunum þínum;
vektu mér vonir og gleði og víðfleyga drauma.
Mig langar að leita og finna, lífsvegu hulda,
fjallbrautir fagrar, sem enginn, fetaði áður.
Hvet mig, ó hafalda stríða, með hörpuslátt þínum,
brautanna björtu að leita, sem benda til göfgis.
Nú verð eg að víkja á burtu, veltandi bára,
og kveðja þig, kæra, að sinni og kannske um eilífð.
En hvert sem eg hvarfla um geiminn og hugurinn flýgur,
hljómana heyri eg þína og í hjarta mér geymi.
Bergþór E. Johnson.