Lögberg - 05.07.1917, Side 3

Lögberg - 05.07.1917, Side 3
LOGBERG. FIMTUDAGINN 5. JÚLÍ 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. “Af því, að ef þér hafið nokkur áhrif, vona eg að þér styðjið að því, að hætt verði að nota þenna hættulega almenningsvagn. Á þann hátt sem hann hoppar og stekkur yfir brautina, er auðvelt að drepa þá, sem í honum eru. Eg fór til South Wennock þmorgun, og það var nógu slæmt, eins og þeir sem með mér voru geta borið vitni um; en á leiðinni hingað í kveld, hélt eg að eg mundi missa lífið. Stundum rekur maður höfuðið upp í þakið, svo losna fætumir við gólfið; stundum fleygir hann manni yfir í aðra hliðina eða á sætið. Eg verð aum í kroppnum alla þessa viku, ef ekki lengur; og því oftar sem eg barði og kallaði, því harðara ók þessi asni. Og eg, sem varð að gæta þessa barns alla leiðina”. “pað var stórkostleg skömm”, svaraði Carlton. “Hið undarlegasta er, að íbúar South Wennock skuli líða þetta. J?að koma einhverjar afleiðing- ar af því vonum bráðar, og þá verður þessu breytt”. 1 Afleiðinganar hafa þegar átt sér stað,” svaraði frú Smith gröm í geði. “Ung kona, sem naumast var fær um að ferðast í þægilegum vagni, fór með almenningsvagninum til South Wennock á föstu- daginn, og af því leiddi að þetta litla bam fæddist.” “Er það svo. Og hvemig leið konunni ?” “pó undarlegt sé, þá batnar henni; en það gat eins vel ollað dauða.” Carlton kinkaði kolli. “Ein af sjúklingum Greysanna væntanlega? Var það hin unga frú Lipcome á Bakkanum?” ,‘Nei, það var ekki hún, hr., og hver það var, skiftir engu. Hvort heldur það var hirðkona Vik- toríu drotningar eða fátæk bóndastúlka, þá er skaðinn jafn stór. Og ekki skeytir heldur þvtta þrælmenni, sem ekur almenningsvagninn neitt um það.” “Nú komið þér út í vagninn,” kallaði maður, sem stakk höfðinu inn úr dyrunum. Frú Smith tók böglana sína og fór út, og Carl- ton gekk til hinna dyranna; því hann hafði heyrt vagnskrölt í fjarlægð. IV. KAPÍTULI. Slæm tilviljun. pað kom opinn vagn með sama hraða og al- menningsvagninn; honum var ekið af manni í ein- kennisbúningi. pað var sami maðurinn og hafði verið svo hrottalegur við Judith á heimili Carltons; vagninn var léttur og snotur, sá hinn sami og frú Gould kallaði “Cabrioil.” pegar vagninn nam staðar, gekk Carlton út og horfði fast á ökumann sinn, að svo miklu leyti sem myrkrið leyfði það. Maðurinn hafði nokkrum sinnum sopið meira af áfengi en góðu hófi gegndi, og Carlton hélt að það væri því að kenna að hann kom svo seint. En hann virtist ódrukkinn þegar hann stökk ofan af ökumannssætinu. “Hvaða skipanir hefir þú fengið Evan ?” “Mér þykir mjög leitt að eg kem of seint, hr.; eg skil alls ekki hvemig á því stendur,” var hið afsakandi svar. “pegar eg mætti almennings- vagninum, sem kom til baka, hefðuð þér getað slegið mig niður með fjöður. Eg veit að eg fór nógu snemma að heiman, og—” “Enginn ósannindi, Evan,” greip Carlton fram í fyrir honum rólegur. “pú veist að þú fórst ekki nógu snemma að heiman.” Hann benti manninum að fara til hliðar, og sté sjálfur upp í ökumannssætið. pað var ekki oft sem Carlton tók taumana í sínar hendur; hann efaðist máske enn þá um að maðurinn væri ó- drukkinn. “pú hefir ekki kveikt á ljósunum?” “Nei, hr., eg hélt þess þyrfti ekki. Og þess hefði heldur ekki þurft, ef skýin hefðu ekki hulið tunglið.” Carlton ók nú af stað. Ekki jafn hart og al- menningvagninn máske, en þó all hart. Vagninn hans hafði góðar fjaðrir, almenningsvagnsins voru eflaust fyrir löngu eyðilagðar. pað var oflítill spölur á miðri leið nokkumveginn sléttur, þeir voru nú komnir þangað og óku hart, þegar hest- urinn alt í einu prjónaði mjóg hátt og datt. Carl- ton og ökumaður hans köstuðust út úr vagninum og stengumar brotnuðu. petta var augnabliks atburður. Eina sekúndu' óku þeir hratt, og á þeirri næstu lágu þeir þar. Carlton var sá fyrsti sem stóð upp. Hann hafði raunar fengð myndarlegt högg, og hann kendi til í öðmm fætinum, en ekki var hann meiddur til muna. Hvað það var sem fældi hestinn, gat hann ekki ímyndað sér; hann sá heldur enga orsök til þess. Hann gekk að hestinum og reyndi að reisa hann upp, en gat það ekki. “Evan!” kallaði hann. Ekkert svar kom. Carlton sneri sér við til að Hta eftir ökumanni sínum, og fann hann liggjandi hreyfingarlausan á jörðinni. Hann sýndist vera meðvitundarlaus. “Nú, þetta lítur bærilega út,” sagði læknirinn hátt. “Hvað er þetta, Hvað gengur á?” spurði rödd spottakorn bak við hann. Hún kom frá bónda- konu, sem var að ganga að girðingarhliði annars- vegar við brautina. Á þessu augnabliki sendi tungl- ið geisla sína á milli skýjanna ofan á sjónarsviðið. “Er nokkur maður hér í nánd ?” spurði Carlton. “Eg þarfnast hjálpar.” Konan hristi höfuðið. “pað er enginn í nánd nema eg; maðurinn minn” — hún benti á kofa fyrir innan hliðið — “liggur veikur af hitasýki. Datt hesturinn? ó hamingjan góða, þama liggur maður.” “Eg verð að fá hjálp,” endurtók Carlton. “Hvorki maðurinn eða hesturinn mega liggja hér.” Konan laut niður að hestinum. “Eg held að hann sé ekki til muna meiddur,” sagði hún, eftir að hafa þreifað á honum hingað og þangað. “Sumir hestar eru eins þrjózkir, eftir að þeir detta, eins og múlasnar, og vilja ekki standa upp fyr en þeim sjálfum sýnist. Einn af fótunum hefir máske undist. Af hvérju kom þetta?” “pað veit eg sannarlega ekki,” svaraði læknir- inn. “Hann hefir alt af verið fótviss þangað til í kvöld. Mér er alveg óskiljanlegt hvers vegna hann datt. Konan hugsaði sig um. Hún gekk frá hestin- um að Evan og athugaði hann. Maðurinn lá graf- kyr og hún rétti úr sér aftur. “Mér geðjast illa að þessum óskiljanlegu til- fellum,” sagði hún eins og í draumi, “þær tilvilj- anir sem koma án þess nokkur viti hvemig, boða ógæfu.” “pær flytja næga ógæfu án þess að boða hana,” svaraði Carlton. “pær boða hana líka,” sagði konan og kinkaði kolli. “Gætið yðar, herra að yður vilji ekkert ilt til fyrstu stundimar eða fyrstu dagana.” “Hvað ilt ætti að vilja mér til?” spurði Carlton og brosti að hjátrú konunnar. “Enginn af okkur veit fyrirfram hvað það illa er, sem yfir okkur vofir, eða hvaðan það kemur,” svaraði hún. “Máske þér leggið upp í ferð ? — pað veft eg auðvitað ekki hr., eða hver þér eruð; en ef það væri, áform yðar skyldi eg segja, að þér ættuð að hætta við það og snúa frá þeirri leið, sem þér hafið ákveðið. “ Góða kona mín, eg held næstum að þér séuð eitthvað ruglaðar,” sagði Carlton. “Nei, það er eg ekki; en eg hefi máské tekið eftir fleiru en flestir aðrir og er þar af leiðandi glöggskygnári. Eg er viss um—reynslan hefir sann fært mig um það, að margar af þessum hindrun- um, þessum óhappatilviljunum, eru fyrirboði — ef við að eins væmm nógu hyggin til að líta þannig á þær. Nú, hr., voruð þér á leiðinni til eins eða ann- ars staðar—” “Til Bouth Wennock, mílufjórðung héðan,” greip Carlton fram í fyrir henni með háðslegri raust. “South Wennock; látum svo vera, hr. pað sem eg svo ætla að segja er, að væri eg í yðar spor- um, þá færi eg ekki til South Wennock; og mundi snúa aftur til þess staðar sem eg kom frá. petta er máske sent yður sem aðvörun um, að hætta við ferð yðar þangað.” Ef kringumstæðumar hefðu ekki verið jafn ó- heppilegar og leiðinlegar, þá hefði læknirinn hlegið hátt að henni. “Hvað þá? eg á heima í South Wennock,” sagði hann, um leið og hann stóð upp frá ökumanni sínum, sem hann hafði verið að at- huga. “En nú er ekki spurningin um það, hvaða gæfa eða ógæfa bíður mín,” bætti hann við, um leið og hann gekk aftur að hestinum; “en um það, hvar og hvemig eg get fengið hjálp. Hér er bjarg- arlaus hestur og bjargarlaus maður. Getið þér út- vegað mér vatn?” Hún fór burt án þess að segja eitt órð og sótti vatn í litla fötu, kom svo með hana og lítinn bolla. Carlton tók við því. “Getið þér nú farið til Rauða ljónsins í South Wennock, og beðið þá að senda nauðsynlega hjálp?” “Eg er fús til þess, hr. Maðurinn minn líður engan baga við að vera einn, þó hann sé mikið vcikur.” Hvaða læknir hafið þér handa honum?” “Eg hefi engan haft enn þá. Við fátækling- amir höfum engin efni á að hafa lækni, fyr en veikin er orðin alvarleg og lífið hangir eins og í einu hári.” “Sem er mjög óhyggilegt af yður,” sagði Carl- ton. “Já góða kona, ef þér vilduð gera mér þerna litla greiða, þá skal eg fara inn og vita hvað eg get gert fyrir manninn yðar undir eins og þér komið með hjálp.” “Eruð þér læknir, hr. ?” “Já, eg er það. Látið frú Fitch senda þægileg- an vagn, og tveir eða þrír menn er bezt að komi líka. En eg er nú á sömu skoðun og þér, að hestur- inn minn liggi þama af leti, fremur en af því að hann hafi meiðst.” “Haldið þér að hann hafi meiðst, hr. ?” spurði konan og benti á manninn. “Eg held að hann sé að eins í yfirliði. Flýtið þér yður nú eins og þér getið, þá eruð þér góð kona. Segið frú Fitch að hjálpin sé til Carltons.“ Konan, sem var hraust og sterk, fór af staö með þeim hraða, sem Carlton hefði naumast getað fylgt, og kom aftur með þá nauðsynlegu hjálp á tiltölulega stuttum.tíma. Á meðan hún var í burtu hafði Carlton komið hesti sínum á fætur; einn fót- urinn hafði undist, en að öðru leyti var hann ó- skemdur. Evan var enn þá meðvitundarlaus. Læknirinn gekk nú inn til mans konunnar, sem hann fann veikan af hitasótt. Hann sagði við konuna, að ef hún vildi korna heim til sín næsta tnorgun, þá skyldi hann gefa henni lyf handa honum. Koma þeirra til South Wennock vakti mikinn óróa i bænum, og enn þá meiri á heimili Carltons. Með hestinn var farið inn í hesthús og sent eftir dýralækni, en sjálfur annnðist Carlton um öku- mann sinn. Evan hafði raknað við á heimleiðinni, og Carlton fann að hann var h'tið meiddur. Carlton hafði munað eftir gildi yfirskinsins, þegar hann valdi sér þetta hús — ungur læknir hefði komist af með margfalt minna hús. Til beggja hliða við innganginn voru dagstofur; mjög verðmikill stigi lá upp að skrautlegum samkvæm- issal og rúmgóðra svefnherbergja. f samkvæmis- salinn og nokkuð af svefnherbergjunum vantaði húsmuni; en það var nægur tími til að bæta úr því. pegar Carlton var búinn að hlynna að Evan, gekk hann ofan í forstofuna og inn í dagstofuna til vinstri handar, vanalega kölluð borðstofa. Hún hafði tvo glugga — annar sneri að götunni, hinn, breiður og lágur bogagluggi, sneri að matjurta- garðinum. Á þessu augnabliki voru blæjumar dregnar niður fyrir báða gluggana, og eina birtan í herberginu kom frá eldinum í ofninum, sem Carlton skaraði vel að til þess, að hann gæti logað og hringdi svo bjöllunni. Vinnukona kom inn, hún leit heiðarlega út og var hér um bil miðaldra. pessi vinnukona, Evan og drengurinn var alt heimilisfólkið. Starf drengs- ins var að_f^a með lyfin til sjúklinganna og þess á milli að vera í læknisstofunni og taka á móti skilaboðum til Carltons, þegar hann var ekki heima. “Eg þarf að tala við Ben, Hanna”. “Já, hr., eg skal segja honum það. pér viljið að líkindum fá eitthvað að borða, hr?” Já, það vil eg feginn; eg hefi ekkert borðað síðan í morgun að eg neytti morgunverðar. Hvað hafið þér í húsinu núna?” “Kalda uxasteik, hr., og—” “pað er gott,” sagði Carlton; “komið þér með uxasteikina hingað og sendið Ben til mín.” Ben kom; sami ungi maðurinn, sem hafði verið svo ósvífinn við Judith Ford á föstudaginn. Fyrir framan húsbónda sinn stóð hann mjög auðmjúkur. “Eru nokkur boð eða bréf til mín, Ben ?” “Bréf hafa ekki komið,” svaraði Ben. “Tvær eða þrjár manneskjur hafa komið, sem vildu tala við yður, en þær fóru aftur þegar þær heyrðu að þér voruð ekki heima. Og svo kom boð í gær frá Chesney kaptein, hr., og aftur í morgun. Hann var lakari, sagði svarti þjónninn, og bálvondur yfir því að þér voruð ekki heima; hann hafði skip- að þjóninum að segja, að ef þér kæmuð ekki til hans í dag, þá ætlaði hann að senda eftir Grey.” “Hann getur sent eftir fjandanum, ef hann vill,” sagði Carlton í bræði sinni. “Er þetta alt Ben?” “Já, þetta er alt, hr.” Hann fór burt, en Carlton stóð augnablik hugs- andi. Svo gekk hann fram í forstofuna og tók hatt- inn, einmitt þegar Hanna kom úr eldhúsinu með bakka í hendinni. Hún varð hissa af að sjá hús- bónda sinn fara, þar eð hún hélt að hann biði eftir matnum. “pegar eg kem heim aftur,” sagði hann við hana. “pú býrð það til á meðan.” Hann gekk áleiðis til Bakkans, ,pví hann hafði í hyggju að heimsækja manninn, sem hafði gert honum gremjulegu boðin — kaptein Chesney. Sumir læknar hefðu naumast gert sgr ómak fyrir sjúkling, sem þeir vissu að í engri hættu var staddur. Carlton hefði naumast gert það sjálfur, sem læknir, því hann var að geðslagi fremur drembinn en eftirgefanlegur; en það var önnur á- stæða, sem ekki stóð í sambandi við stöðu hans, er knúði hann til að fara. Hér um bil þremur mánuðum áður hafði kap- teinn Chesney, sjóliðsforingi með eftirlaunum, sezt að í South Wennork, og kom þangað frá hér- aðinu kringum Plymouth. Húsið sem hann bjó í, hét Cedar Lodge, lítið, hvítt, sveita-skemtiheimili, sem stóð spottakorn frá þjóðbrautinni í stórum eyðimerkurlegum garði. Hann verðskuldaði þó ekki nafnið eyðimörk af því, að hann væri van- ræktur, heldur sökum hinna þéttu runna og trjáa sem þöktu hann allan. Honum var ágætlega hald- ið við, því hinn gamli sjóliðsforingi var reglusamur inaður, og vildi að alt væri sem þokkalegast og fallegast í kring um sig, þó að oft væri skortur á skildingum, til þess að geta látið það vera þannig. Eins og tilfellið er með marga sjóliðsforingja, voru efni hans alt af í aumkunarverðu ásigkomulagi. Kapteinninn átti þrjár dætur, Jane, Lauru og Lucy; hann var mjög oft þjáður af fótagigt, og þar eð hann var að eðlisfari bráðlyndur, jók gigtin asingu hans, sem alt af kom mest í ljós þegar gigtin var á hæsta stigi. Tilviljanin hafði látið hann velja sér Carlton fyrir lækni. pegar kap- teinninn kom til South Wennock, þjáðist hann af gigt, og sendi svarta þjóninn sinn, sem verið hafði lijá honum í mörg ár og var honum tryggur, af stað að sækja læknir. Pompey, sem var ókunnug- ur í þessum bæ, spurði sig fyrir og kom til bræðr- anna Greys, en hvorugur þeirra var heima; en aðstoðarmaður þeirra lofaði honum, að annar þeirra skyldi koma áður en dagurinn liði, en þá var orðið áliðið dags. Pompey fór heim og sagði frá þessu, en kapteinninn varð æstur. Hann vildi og skyldi fá læknir undir eins, og Popey var send- ur af stað aftur til að finna annan lækni. Hann fór strax beina leið til Carltons, því á heimleiðinni hafði hann tekið eftir dyraspjaldi hans: “Hr.. Lewis Carlton, starfandi læknir.” Carlton var heima og hafði frá þessari stundu verið læknir kapteins Chesney. Allan veturinn hafði kapteinn- inn fengið hverja gigtarkviðuna á fætur annari; Carlton kom þar á hverjum degi og var svo að segja orðinn trúnaðarvinur fjölskyldunnar. Carlton gekk upp Baltkann. Hús Chesneys stóð til hægri handar, hér um bil í miðri brekkunni Hann opnaði hliðið og gekk eftir gangstignum, sem lá í bugðum innan um runnana, heim að hús- inu, og það var að eins af þessum stíg að líttill spotti sást úr neðstu gluggunum. Fyrir framan þessa glugga var grasflöt, sem hallaðist frá þeim, en við hlið hússins var blómagarður. pað var fag- urt en lítið pláss; að undantekinni stærðinni var það viðeigandi staður fyrir aðalborinn mann. Carlton leit á dagstofuglijggana og sá dálítinn bjarma frá eldinum í ofninum, en í herberginu uppi yfir logaði ljósið glatt; það var herbergi Chesneys. “Ekki komnar heim frá kirkjunni enn þá,” tautaði Carlton við sjálfan sig um leið og hann hringdi dyrabjöllunni. “Chesneys ungfrúrriar fara vanalega til kvöldguðsþjónustunnar í hinum enda bæjarins, skyldu þær hafa farið allar?” Svarta en heiðarlega andlitið hans Pompey geislaði af gleði, þegar hann sá hver kominn var. “Húsbóndinn var einmitt núna að tala um að senda mig af stað eftir hinum lækninum, honum hr. Grey,” hvíslaði hann; og Carlton gekk upp stigann til herbergis Chesneys og rykti höfðinu til drembi- lega, þegar hann heyrði þetta — því, þótt undar- legt sé, þá vakti þessi ertni frá hálfu sjúklingsins æsing hjá honum. v J. N. Sommerville Lyfsali Horni William & Isabel, Winnipeg I Tals. Garry 2370 Vér mælum meö eftirfylgjandi hressingarlyfum aö sumrinu Beef, Iron & Wine Big 4 D Compound sem er blóöhreinsandi meöal. Whaleys blóðbyggjandi lyf Voriö er komið; um þaö leyti er altaf áríöandi aö vernda og styrkja líkamann svo hann geti staðiö gegn sjúkdómum. Það veröur bezt gert með því að byggja upp blóðið. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir það. Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes St. Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALONDE, 108 Marion St. Phone Main 4786 NORWOOD Innvortis bað. Eina örugga aðferðin til þess að lækna magasjúkdóma og innýflaveiki. Til þess að sannfærast um að þessi staðhæfing sé rétt, þarf ekki annað en skrifa Harry Mitchell D. P., 466 Portage Ave. í Winnipeg. Hann er eini umboðsmaðurinn, sem getur sagt yður alt um “J. B. L. Cascade”. Hann gefur yður sérstakar upplýsingar og ráðleggingar, sem gera yður það mögulegt að lækna alla læknanlega sjúkdóma. Biðjið um ókeypis bók eftir Charles A. Tyrrell M.D., sem heitir “Hvers vegna nútíðarmaðurinn er ekki nema 50% að dugnaði. — Bókin kostar ekkert. I. Maður er nefndur Patrirk Bruyers og átti heima i River Desert fFljóts- auðn) í Quebec. 27. júní fór hann á smákænu með konu sinni út á Duck Lake, til þess að fiska. í>au lentu við eyði eyju í vatninu, sem ekkert var annað en klettar. Eftir stutta stund skall á stórviðri og rak bátinr. frá landi. Bruyer var ekki syndur, en hann batt enda á kaðli utan um sig og bað konu sína að halda i hinn endann; siðan óð hann út í vatnið og bjóst v'ið að ná þannig bátnum. I>eg- ar kaðallinn var á enda átti hanr. skamt eftir vit að bátnum og kallaði á konu sína að sleppa kaðlinum. Hún hlýddi því og þótti víst að hanr. mundi ná í bátinn. En rétt í sama bili verður djúpur áll fram undar. honum; stigur hann ofan í hann og fer á kaf. Hann neytti allra bragða til þess að komast í land, en gat ekki, og druknaði fyrir augum konu sinnar. Líkið rak í land en bátinn hrakti brott. Þarna var konan á eyjnni al- ein og allslaus, yfir sig komin af sorg og frávita af örvæntingu. Svo langt var i land að engin nevðaróp gátu heyrst og engin merki sést. Hjónin áttu hund, sem þau höfðu skilið eftir heima. Eftir tvo sólar- hringa er eins og hann gruni að eitt- hvað óvenjulegt hafi skeð því hann leggur út í vatnið og syndir alla leið út í eyjuna. Verður þar bæði sorgar- og fagnaðarfundur. Konunni dettur það ráð i hug að skrifa á blað hvern- ig komið sé, bínda seðilinn um háls- inn á hundinum og segja honum sið- an að fara heim. Þessu hlýddi hann tafarlaust; synti alt sem af tók og nam ekki staðar fyr en komið var heim. Fólk sem komið var þar las bréfið og brá við þegar. Konunni var bjargað, og var það hundinum að þakka. II. Ókunnug stúlka, sem Elsie Dennis hét og heima átti í Johnsons stórhýs- inu á Sargent götu andaðist á föstu, daginn. Hafði hún tekið inn eitur, sem varð henni að bana. Stúlkan v’ar við veitingar þar sem “Carlton Café” heitir. Enginn var hér i bæ, sem þekti hana, en það vissu menn að hún kom utan af landi fyrir þremur mán- uðum til þess að leita sér atvinnu. Hún var aðeins 20 ára gömul. Bex Gleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt pressuð meðan þér standið við...............ZBc. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir.........$1.50 Einnig viðgerðir á loðskinnsfötum 332J Notre Dame Ave. TaJs. G. 67 Winnipes; Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga - JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Læknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CÖ., 309 Somerset Block, Winnipeg Silki-afklippur til að búa til úr duluteppr. Vér höfutn ágætt úrval af stórum pjötlum meðalls- konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.O. Box 1836 jWinnipeg, Man. / "N BIFREIÐA “TIRES” Vér aeljum nýjar og brúk- aðar “tires”. Kaupum og tökum gamlar í skiftum fyrir nýjar, gefum gott verð fyrir þær gömlu. All- ar viðgerðir eru afgreiddar fljótt og vel. Skrifið eftir verði. Watsons Tire Service 180 Lombard St., Tal. M.4577 Williams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og Ji- höld. Allskonar viðgerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbrooke St. Hopni Notre Oame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari Og Virðingamaður . . Selur viðuppboð Landbúnaðaráhöld, als- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St. Tals. M. 1 781 Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] PortageAv i gamla Queens Hotel G. F. PKNNY. Artiat Skrifstöfu talsími ..Main 2065 Heimihs talsími .... Garry 2821 C. H. NILS0N KVENNA- og KARLA SKRADDARI Hin stærsta skandinaviska skraddarastofa 208 Logan Ave. í öðrum dyram frá Main St. Winnipeg, Man. Tals. Garry. 117 Efnafrœðislega sjálfslökkvandi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heimilinu. — pað er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- legt er. öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s - ■■ ■ r

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.