Lögberg - 26.07.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.07.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. JÚLÍ 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Frú Could og frú Pepperfly fóru aftur að spjalla saman þar sem þær hættu, og voru brátt soknar djúft í samræðuna; sú fyrri hallaði sér makinda- lega aftur á bak í hægindastólnum við borðið ; á borðinu stóð græn flaska með grunsamlegu útliti, innihald hennar var hvítt, og báðar konumar höfðu, þegar satt er sagt frá, tekið sér ríflegan skerf úr flöskunni. Hin síðarnefnda stóð upp, laut niður að eldinum og hrærði í einhverju sem var í skaftpotti yfir honum, þá heyrðu þær alt í einu barið nokkuð hart á glugganr í eldhúsinu. Báðar hrukku við og hljóðuðu; ekkjan lét glas og teskeið detta ofan á borðið og frú Pepperfly var nærri búin að missa kertaljósið ofan í skaftpottinn. Jafn * vel þótt þær vissu að Judith var vön að gera vart við komu sína á þenna hátt, urðu þær samt afar- hræddar, af því þær gáfu sér ekki tíma til að hugsa. pað var líka Judith sem kom, og hún hló að þeim þegar hún gekk inn í eldhúsið. “En það flón sem þú ert, Judith, að koma og hræða fólk á þenna hátt!” hrópaði ekkjan gröm í skapi. “Maður má ætla að þú sért bam. Getur þú- ekki komið róleg og með vanalegri látprýði inn í húsið”. “pað var næstum eins gaman að sjá ykkur þjóta á fætur og að horfa á sjónleik”, sagði Judith. “Mig verkjar í andlitið og vil fara að hátta”, sagði hún í breyttum róm; “en eg hugsaði mér að vita fyrst hvort eg gæti gert nokkuð fyrir frú Crane í kvöld. Hún sefur líklega?” “Hún er enn ekki sofnuð, því hr. Carlton er ný- íarinn. ]?ér getið farið upp og spurt hana”. pað var frú Pepperfly, sem svaraði, því ekkjan var enn þá reið. Frú Pepperfly var kurteis við Judith; því hún sparaði henni mör'g ómök, og án hennar hefði hún ekki átt jafn hæga daga nú. Judith fór upp. Hún fann til mikillar þreytu, því hún hafði vakað allar föstudags og laugardags nætumar, og þótt hún hefði háttað á sunnudags- kvöldið, gat hún lítið sofið þá nótt sökum andlits- verkjanna. Hún kvaldist af þessum verkjum, þeg- ar henni varð dálítið kalt. “Eruð það þér, Judith?” spurði frú Crane. “Hvemig líður yður í andlitinu núna?” “Verkimir eru ekki mjög sárir núna, frú”, svaraði Judith; “hr. Stephen Grey sagði, að verk- irair mundu minka þegar bólgan byrjaði að gera vart við sig. Eg kom til að spyrja hvort eg gæti gert nokkuð fyrir yður í kvöld”. “Eg þakka yður fyrir; nei, ekki meira í kvöld. En eg vona að ekki líði langur tími þangað til hjúkrunarkonan kemur með haframélsgrautinn. pér getið sagt henni, um leið og þér farið ofarj, að eg bíði eftir honum. Ýður lkngar eflaust til að fara að hátta, Judith?” “Já frú, það vil eg raunar. Að liggja, snúa sér og velta á ýmsan hátt sökum verkja, eins og eg gerði síðustu nótt, þreytir meira en að vera á ferli” “Og nætumar tvær þar á undan voruð þér 4 ferli, Judith. Eg gleymi því ekki þó þér gleymið því sjálfar”. “ó, frú, það er ekki þess vert að minnast á það. pað er gott að þér hafið ekki þurft að láta vaka lengur yfir yður. Margar konur þurfa þess”. “Eg”, svaraði frú Crane; “eg held alls ekki að eg hafi þurft þess. Mér líður eins vel og mögulegt , er. Hr. Carlton sagði það líka. Mig langar líka til að fara á fætur á morgun, Judith”. Judith hristi höfuðið og sagði eitthvað um hættuna, sem fylgdi því “að vera of fljótfær”. “Yður batnar betur, frú, og þér eruð óhultari, ef þér dveljið tvo eða þrjá daga í rúminu enn þá”. Á þessu augnabliki kom frú Pepperfly inn með "'kertaljós í annari hendi og bakka, sem skál með haframélsgaut stóð á, í hinni. Judith, sem aldrei treysti frú Pepperfly, gekk fast að henni og leit niður í skálina til að sannfæra sig um, að hún hefði ekki látið tólg drjúpa frá kertinu niður í hana. Ljósið skein beint á bólgna andlitið hennar Judith, cg frú Crane fór að hlæja. “Eg gat ekki varist því að hlæja”, sagði hún, þegar þær sneru sér undrandi að henni. “pað er andlitið ^rðar, Judith, sem er svo skrítið. pað líkt- ist fullu tungli; kinnamar erp svo buhguvaxnar”. “Ó, frú, eg skeyti ekkert um hvemig það lítur út, þegar eg að eins er laus við kvalimar. Bólgan hverfur aftur”. Judith bauð henni góða nótt og fór. Hjúkruir arkonan lét skálina með haframélsgraTutnum á rúmið, þannig að frú Crane átti hægt með að neyta grautsins og stóð við hlið hennar á meðan hún neytti hans. “Og svo sefandi drykkinn minn”, sagðí frú Crane. “Eg má ekki gefa yður hann enn þá, frú”, sagði hjúkrunarkonan. “En það uppátæki, að vilja taka hann inn rétt á eftir grautnum”. “Eg held að það geri ekkert ílt. Hann er kom- inn, er það ekki ?” “Hann kom á meðan hr. Carlton var hél*, frú. pað var hann sem eg kom upp með, og hr. Carlton smakkaði á honum. pað er líkt læknunum, þeir verða endilega að smakka hver á annars lyfjum”. Hr. Carlton kemur hér á morgun kl. tíu, til að finna Stephen Grey”, sagði hún. “Og eftir það verð eg eingöngu undir hans umsjón”. Eg heyrði eitthvað, sagt um þetta, frú , svar- aði hjúkrunarkonan. Hún fór svo að laga ýmislegt í herberginu, um leið og hún ásamt frú Gould fór að búa alt undir nóttina. Með rekkjuvoðum, ábreiðum og dýnum bjó hún til rúm fyrir sjálfa sig á legubekk dag- stofunnar, og þar ætlaði hún að sofa og hafa dym- ar á milli herbergjanna opnar, svo hún gæti heyrt og séð til sjúklingsins. Hingað til hafði frú Pep- perfly hagað sér vel, líklega af hræðslu við að brjóta á móti skipunum Stephen Greys, sem hann gaf henni þegar hún byrjaði starf sitt hjá frú Crane. Kl. hér um bil hálf tíu eða rúmlega það, þegar frú Gould var búin að laga alt sem hún þurfti untí- r nóttina, sagði hjúkrunarkonan að nú væri kom- inn tími til að taka sefandi drykkinn. “Viljið þér lýsa mér á meðan eg sæki hann?” sagði hún við frú Gould, sem stóð með ljós í hend’. sinni af tilviljun. Og þær gengu inn í dagstofuna. Flaskan stóð á kommóðunni, þar sem hjúkr- unarkonan hafði sjálf látið hana. Hún gekk með hana að rúminu. • |' “Eruð þér tilbúnar frú 7” “Aleg tilbúin”, vaj: svarið. Hjúkrunarkonan helti úr flöskunn í vínglas og frú Crane drakk lyfið, en talaði áður um kirsi- berjjalög. “En hvað lyktin er sterk”, hvíslaði frú Gould, sem stóð við hlið hennar og hélt á ljósinu. “pað sagði Carlton líka”, svaraði hjúkrunar- konan hvíslandi. “peir hafa lyktnæmar nasir, læknamir”. “pað þarf enga lyktnæmi til að finna þessa lykt”, sagði húsmóðirin. “pað var einmitt á því augnabliki að eg hafði smakkað litla dropann, og þér vitið —” Voðalegt hljóð stöðvaði viðurkenning frú Pep- perfly; hræðilegt angistar og kvalahljóð. En hvort það kom frá frú Crane í rúminu eða frá frú Gould við hlið hennar, eða frá báðum, var hjúkr- unarkonan alt of hrædd til að vita með vissu. Og nú kom hreyfing í herberginu. Hvað gekk að þeirri veiku? Var það yfirlið? eða var það krampi? eða máske dauðinn? Var það skipun drottins, sem tók hana burt úr þessum heimi? eða var henni gefinn eitraður drykkur af mis- gáningi ?” peir, sem voru vanir við að sjá dauðann, hlutu að þekkja hann, og frú Pepperfly, sem var án á- hrifa víns og gat hugsað skynsamlegar en hun var vön, nuddaði höndum saman örvilnandi. “pað er dauðinn”, hrópaði hjúkrunarkonan. “pað er dauðinn eins áreiðanlega og þér og eg stöndum hér; og hún er farin; lyfið hefir hlotið að vera eitrað," við verðum máske látnar í fang- elsi og hengdar á eftir, af því við gáfum henni það”. Með þeim hávaða, sem heyra mátti alla leið út á götu, þaut frú Gould af stað ofan stigann. Hún var alveg utan við sig af skelfingu. Hún var hrædd af þessari tilviljun og afleiðingum hennar, sem frú Pepperfly hafði minst á að gæti komið fyrir þær. Hún hljóp út um götudyrnar og skildi þær eftir opnar, híjóp svo upp eftir götunni geisp- andi, með því áformi að sækja hr. Grey. En áður en hún kom að húsi hans, mætti hún Carlton. Án þess að segja eitt einasta orð til að skýra frá framkomu sinni; því hún var of rugluð og mæðin til að geta gert grein fyrir nokkum, greip hún handlegg hans og sneri sér við til þess, að hlaupa til baka aftur og draga hann með sér. En Carlton kunni ekki vel við slíka framkomu. “Verið þér kyr!” hrópaði hann, “verið þér kyr. Hvað á þetta að þýða ? Hvað gengur að yður ?* “Hún er dauð!” hrópaði frú Gould. “Hún ligg- ur dauð og stimuð í rúmi sínu!” “Hver er dauð?’'’ endurtók Carlton. “Leigjandinn minn! Konan, sem þér komuð tjl að líta eftir í kvöld — frú Crane. Lífið blessað lífið hefir yfirgefið hana”. Undir eins og Carlton skildi þessa skýringu, hristi hann hendi hennar af handlegg sínum og hljóp af stað til hússins og hún á eftir honum. Um leið og hann hvarf inn í húsið, kom hinn vel- æruverði William Lycett, aðstoðarprestur við St. Marcus kirkjuná, á móti þeim. Frú Gould greip í handlegg hans, eins og hún hafði áður gert við Carlton, stamaði nokkur ruglingsleg orð og dró hann upp stigann. Hjúkrunarkonan stóð við fótagafl rúmsins með starandi augu; Carlton hafði fleygt rúmföt- unum til hliðar og lagt eyra sitt við hjartastað hinnar framliðnu. Hann þreyfaði á hinu raka enni og snerti aðra hendina. a “petta er voðalegt!” sagði hann, um leið og hann sneri föla andlitinu frá henni. “Henni leið vel þegar eg yfirgaf hana fyrir liðugri stundu síðan”. “Er hún dáin ?” spurði Lycett. “Já, hún er dáin”, svaraði læknirinn. “Hvað hafið þér gefið henni ?” spurði hann frú Pepperfly hátt og hörkulega. petta var fyrsta merkið til ^fleiðinganna fyrir þær, og frú Pepperfly svaraði auðmj úk með svunt- una fyrir munninum: “Hr., eg gaf henni haframélsgrautinn hennar, og nokkru seinna gaf eg henni sefandi drykkinn hennar. pað er gagnslaust að neita því”. “pann drykk”, endurtók Carlton lágt við sjálf- an sig í ásakandi róm, þó ekki svo lágt að Lycett heyrði ekki orðin. “Eg gerði rangt í því að taka hann ekki með mér”. “Er hún dauð af eitri ?” spurði Lycett lágt. “Af eitri — það held eg. Af hverju öðru ætti hún að hafa dáið?” Um leið og Carlton talaði, laut hann niður að munni hinnar dánu og andaði að sér lyktinni, sem streymdi út úr honum. / “pér eruð líklega ekki kunnur eiginleikum lyfjanna, þegar maður verður að þekkja þær af lyktinni, hr. Lycett, því annars —” “Afsakið”, greip hann fram' í, “eg þekki lyf- in furðu vel. Faðir minn var læknir, og helming- ihn af bamsárum mínum var eg í lyfjastofunni hans”. “Viljið þér þá lykta héma og segja mér hvers þér verðið varir”. Hinn geistlegi gerði það sem hann var beðinn um; en dróg sig strax í hlé. “Blásýra”, sagði hann hvíslandi, og hr. Carlton kinkaði kolli alvarlega og samþykkjandi að það væri tilfellið. Hann sneri sér að frú Pepperfly. “Hvað var það, sem þér sögðuð að hún hefði neytt ? Haframélsgraut og lyf ið. Haf ramélsgraut- inn fyrst auðvitað?” “Auðvitað, hr. Hún fekk hann undir eins og þér voruð farinn. pama stendur skálin, hún hefir ekki verið hreyfð síðan”. Carlton tók skálina, sem honum var bent á. Hún var ekki alveg tóm; hann þefaði af grautnum og smakkaði á honum. “pað er ekkert út á hann að setja”, sagði hann. “Og sefandi drykkinn hennar gáfum við henni þremur stundarfjórðungum seinna. Tæpri mín- útu eftir að hún tók lyfið — eg losna ekki við hræðslu mína fyrsta árið — var hún dáin”. “Fyrsta árið?” endurtók frú Gould í dyrunum, þar sem hún stóð skjálfandi og snögtandi og horfði inn í herbergið. “Eg losna ekki við hana alla æfi mína”. “Hvar er flaskan?” spurði Carlton. —3—......................111‘ f'gpoaC .,ás.. “Flaskan”, endurtók hjúkrunarkonan. “Hvar var það nú sem eg lét hana ? ó, þarna bak við yð- ur, hr. Á litla borðinu þama hjá rúminu”. Flaskan sem þetta sefandi lyf var í ,stóð þar og var tappinn í henni. Carlton tók tappann úr, þefaði ofan í flöskuna, lét tappann aftur í hana og setti hana frá sér með reiði svip. “Finnið þér nokkra gtunsama lykt?” spurði Lycett. *> Sem svar rétti læknirinn honum flöskuna, Ly- cett tók tappan úr eitt augnablik og lét hann svo aftur í. Lyktin gaf svarið. “Hvaðan kom lyfið?” spurði aðstoðarprestur- inn. En á næsta augnabliki varð honum litið á flöskumiðann, og sá að hún var frá lyfjastofu bræðranna Greys. , Carlton lét flöskuna þar sem hún hafði staðið og leit á húsmóðurina. Frú Gould, eg held þér gerið réttast í að fara til hr. Stephen Grey og biðja hann að koma hingað”. Glöð yfir því að mega yfirgefa herbergi þetta, þar sem hin dauða lá, og hrædd við það að þurfa máske að vera ein í húsinu hjá líkinu, hraðaði kon- an sér í burt í því erindi sem henni var fengið. í hinu bjarta tunglskini var birtan á götunum næst- um eins góð og á daginn, og hún gat séð John Grey þar sem hann stóð í dyrunum á sínu eigin húsi, löngu áður en hún kom til hans. pegar hún sá hann, hraðaði hún sér enn meira og æsingin í hug hennar óx; þegar hún kom til hans og greip í handlegg hans fór hún að snökta. “Ó, hr.! þetta drepur einhvem af okkur”. John Grey var þreklegur maður, ákveðinn í tali — stundum dálítið hörkulegur í framkomu, þegar menn flæktu umtalsefnið um of fyrir hon- ufn — hann leit rólega til ekkjunnar. Eins og Judith Ford hafði hann enga þolinmæði með hræðslugjömu rugli. Hann var hár maður með bunguvaxið nef, reglubundna andlitsdrætti og hvöss, dökk augu. “Hvað ætlar að drepa einhvern af okkur”, frú Gould?” “Hvar er hr. Stephen, hr.? ó, hr., hún er dauð! Og það er þetta lyfPsem hr. Stephen sendi henni í kvöld, sem hefir drepið hana”. Hver er dauð ?” spurði Grey undrandi. “Hvaða lyf ? Um hvað talið þér?” “Konan, sem hr. Stephan Grey hefir litið eft’r i húsinu mínu, hr. Hann sendi henni svefndrykk í kvöld, og það hefir hlotið að vera eitur í honum, því hún dó á sömu mínútunni og hún rendi honum niður. Eg á við ungu konuna, frú Crane, hr.” bætti hún við, þegar hana grunaði að Grey skildi sig ekki. “Dauð!” hrópaði hann. “Steindauð, hr. Hr. Carlton sagði að eg gerði réttast í því að sækja hr. Stephen Grey. Hann er heima hjá mér ásamt hr. Lycett”. John Grey lokaði sínum eigin dyrum og gekk inn í hús bróður síns. Friðrik Grey kom gangandi yfir forstofuna. “Er faðir þinn heima, Friðrik?” “Nei, én hann kemur líklega bráðum. Eg veit raunar ekki hvert hann fór. John frændi við höf- um fengið bréf frá mömmu í kvöld”. “Veizt þú hvort hann hefir búið til lyf handa frú Crane í kvöld?” spurði Jonh Grey, án þess að gefa frásögninni um bréfið nokkum gaum. Já, eg veit það, hann bjó til lyf handa henni; því eg var þá í læknastofunni. Sefandi drykk. Hvers vegna er spurt um það? Hann var sendur þangað”. “Hvers vegna um það er spurt? Af því hann drap hana, hr. Friðrik”, sagði frú Gould. “pað var blásýra, segja þeir, en alls ekki neinn sefandi drykkur”. “Svívirðilegt þvaður”, hrópaði drengurinn, sem virtist að eins hafa heyrt síðustu orðin. “Á — er það þvaður, hr. ?” sagði hún snökt- andi. “Hún er dáin”. FriSrik Grey leit snögglega t til frænda síns, eins og hann byggist við mótsögn frá honum. “Eg fer þangað, Friðrik. Frú Gould segir að hún sé dauð. Undir eins og faðir þinn kemur heim bið þú hann þá að koma þangað“~. Drengurinn stóð og horfði á eftir þeim þegar þau gengu ofan götuna; hann hugsaði eingöngu um það, sem hann heyrði nýlega. Nú sá hann að- stoðarmann þeirra koma gangandi úr hinni átt- inni. Friðrik Grey tók húfuna sína, sem hékk í forstofunni, og fór út til að mætá honum. “Hr. Whittaker, það er sagt að nýi sjúklingur- inn, frú Crane, sé dauð. Ilaldið þér að það sé satt ?” “Rugl”, svaraði Whittaker. “Hr. Stephen sagði mér í kvöld, að hún væri sama sem fullbata. Hver segir það ?” “Frú Gould. Hún kom hingað til að sækja John frænda, og hann sagði að pabbi yrði að koma strsx þegar hann kæmi heim. Viljið þér segja honum það?” Ma VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi. hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Whaleys blóðbyggjandi lyf Vorií er komið; um þaS leyti er altaf áríöandi aS vernda og styrkja líkamann svo hann geti staSiS gegn sjúkdómum. ÞaS verður bezt gert meS því aS byggja upp blóSiS. Whaleys blóSbyggjandi meSal gerir þaS. Whaleys lyfjabúð Hornl Sargent Ave. og Agnes St- Gernm við Húsbúnað pólerum, gerum upp að nýju; sláum utan um hann ef sendur burtu. Gam- all húsbúnaður keyptur. J. LALONDE, 108 Marion St. Phor)e Main 4786 N0RW00D Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] PortageAv í gamla Queens Hotel G. F. PENNY, Artist Skrifstófu talsími ..Main 2065 Heimilis talsími .. Garry 2821 Innvortis bað. Eina örugga aSferSin til þess aS lækna magasjúkdóma og innýflaveiki. Til þess aS sannfærast um aS þessi staShæfing sé rétt, þarf ekki annaS en skrifa Harry Mitchell D. P., 466 Portage Ave. í Winnipeg. Hann er eini umboSsmaSurinn, sem getur sagt ySur alt um “J. B. L. Cascade”. Hann gefur ySur sérstakar upplýsingar og ráSleggingar, sem gera ySur þaS mögulegt aS lækna alla læknanlega sjúkdóma. BiSjiS um ókeypis bók eftir Charles A. Tyrrell M.D., sem heitir “Hvers vegna nútíSarmaSurinn er ekki nema 50% aS dugnaSi. — Bókin kostaí ekkert. Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir p.ðeins vel færa og kurteis^kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS COLLEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. Rex Cleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt pressuð meðan þér standið við...............35c. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir........$1.50 Einnig viðgerðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Tals. G. 67 Winnipe« Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar f húsum. Fljót afgrciðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA iœknar ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdó ma Læknar hösuðskóf og varnaf hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Wfnnipeg Silki-afklippur til að búa til úr duluteppr. V^r höfum ágætt úrval af stúrum pjötlum meðalls- konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.0. Box 1836 jWinnipeg, Man. ... ....................- Williams & Loe Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgeröir, Bifreiðar skoðaiíar og endurnýjaö- ar fyrir sanngjarnt verö. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum lhöndum. 1764 Sherbrooke St. Homi Hotre Dame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur viðuppboð Lar.cbúraðaráhöid, a.s- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 264 Smith St TaIs. M. 1 781 FINST J7ÉR SEM pú J70L1R EKKI SLfKA ÁREYNZLU L E N G- UR? SÉ SVO, T>Á ER TíMI . til kominn FYRIR/ó^ ÞIG AÐ BYRJA AD NOTA Dynainic Tonic Ef þú lýist af þínum daglegu störfum; ef líkami þinn og taugakerfi eru slöpp og veikluð, þá getur þú reynt Penslar Dynamic Tonic með fullri vissu um það að þú munir hressast og frískast og fá nýjan taugastyrk. ^Samsetning þessa áreiðanlega lyfs er á meðanum, og er það notað af fjölda mörgum við- skiftavmum vorum. Vér viljum fá yður til þess að njota hinna góðu áhrifa af þessu ágæta meðali. pað er skylda þín sjálfs þín vegna að nota þetta tauga- styrkjandi lyf og byrja það tafarlaust. .Vér höfum tvær stærðir, á sjötíu og fimm cent og einn dollar og fimmtíu cent. THE SARGENT PHARMACY, 724 Sargent Ave. Sími: Sherbr. 4630

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.