Lögberg - 26.07.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.07.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FFMTUDAGINN 26. JULI 1917 NÚMER 29 HERSKYLDU-FRUMVARPIÐ SAM- ÞYKT VIÐ ÞRIÐJU UMRÆÐU _ Herskyldulögin voru samþykt á þriðjudaginn viö þritSju og síöustu umræðu í neSri deild og því afgreidd þaðan. Atkvæöi féllu svo aö segja á sama hátt og vi'ö aöra umræöu. Sir Wilfrid Laurier liélt langa ræöu og kröftuga á móti frumvarpinu, en Arthur Meighen dómsmálastjóri hélt uppi vörnum. Nú er eftir aö ræöa máliö og ráöa því til lykta í efri deild, en liklegt þykir að þaö komist þar í gegn slysa- lítið, enda hefir Borden búið þannig um hnútana að svo skyldi verða, því Undrum hefir það sætt hvernig blaöiö “Free Press” hefir hamast gegn Sir Wilfrid Laurier aö undan- förnu. Það hefir flestum verið óráð- in gáta; en á þriöjudagsmorguninn kom ráðningin. Þá birti blaðið bréf, sem Sir Clifford Sifton haföi skrif- aö til leiðtoga framsóknarflokksins í efri deild þingsins, þar sem hann kem- ur fram með beina árás á Sir Wilfrid Laurier, en gerist talsmaður Borden- stjórnarinnar. Allir muna eftir því hvernig þessi sami maður barðist gegn velferð al- þýðunnar árið 1911, þegar hann sner- ist gegn Sir Wilfrid Laurier og við- skiftasamningnum; frá þeim tima á alþýðan honum grátt lamb að launa. Sir Clifford Sifton er margfaldur miijónaeigandi og hefir rakað saman stórfé siðan stríðið hófst. / Clifford Sifton er einn hinna allra hættulegustu manna vor á meðal. Hann er frábær vitmaður; mikill mælskumaður og áhrifa. Hann er eins og margir aðrir miljónaeigendur sléttur og framkomuprúður yfirleitt, hann hefir flýtt sér að fylla auðu sætin i öldungadeildinni og valið til þess menn eins og McMeans. Hvort lögunum verði framfylgt. tafarlaust, þegar þau eru komin í gegn, er óvíst. Kosningar fara ,fram —eftir öllum líkindum—-í október- mánuði eða jafnvel í september, og telja sumir óliklegt að eins mikils- varðandi mál og þetta verði sett í framkvæmd rétt fyrir kosningarnar, þegar það er samþykt af stjórn og þingi, sem fólkið hefir hvorki kosið né samþykt. en lætur ekkert tækifæri ónotað til að auka sinn eiginn hag, scm œfinlcga hlýtur að vera á móti fólksins hag. Hann lætur litið á sér bera venju- lega, en réttir fram hulda hönd og sterka í hvert skifti sem um eitthvert verulegt þjóðþrifaspor er að ræða, og reynir þá að stýra plógnum auð- valdinu í hag. Hann vann meira en nokkur ein- staklingur að þvi að hindra frelsi iandsins og verzlunarumbætur 1011, eins og kunnugt er. Það var hann sem þá bar bana- spjót á móti hinum mikla og h^iðvirða manni Laurier, og það er hann sem nú hefir teygt höndina fram úr skugganum í sama skyni. Hann er sá maður sem canadisk álþýða þarf að varast frenmr en nokkurn annan einstakling. Hvenær sem hann er með einhverju máli, þá er það varasamt fyrir bænd- ur og verkafólk; hvenær sem hann er á móti einhverju máli, þá eru miklar líkur til að það sé heillamál alþýð- unnar. Sir Clifford Sifton er persónugerfi auövaldsins í Canada. ' Sig. Júl. Jóhanncsson. Finnar lýsa sjálfstœði sínu. Þau tiðindi gerðust i vikunni sem leið að Finnar lýstu því yfir aö þeir segðu sig með öllu úr sambandi við Rússa og mynduðu sjálfstjórn. Rúss- ar hafa í heitingum við þá, en Finnar glotta í kamp og kveða Rússa hafa fult í fangi heima fyrir. Slys vildi til á járnbrautarstöð C.P.R. fé- lagsins í Winnipeg á mánudaginn- Varð vagn starfsmanna á brautinni fyrir eimreið og biðu þrír menn bana, en einn stórslasáðist. Álitið er að slysið hafi orðið vegna klaufaskapar þeirra sem i bifreiðinni voru og á að rannsaka málið. Illa farið. “Það er illa farið að stjórnmála- menn, sem kferðir hafa verið um al- varlegan fjárdrátt skuli leggja það i vana sinn að verða svo veikir að ekki megi rannsaka mál þeirra. Það er illa farið að Canadiskir fjárglæfra- menn, sem sannir verða að sök og dæmdir eru til hegningar fyrir glæpi skuli vefða sv'o veikir að þeir geti ekki verið í fangelsi og það er illa farið að til skuli vera dómstólar og stjórn, sem líða slika veiki.” /"Free Press 19. júlí). Hættulega veikur. Skeyti frá Lundúnaborg segir þá frétt í gær að Gray jarl, fyrverandi landstjóri i Canada, sé hættulega veikur; hafði hann verið skorinn upp og er vanséð að hann lifi. Leynda höndin Minni Vatnabygðar. á fjórðungsaldar afmæli hennar, 27. júní 1917. Flutt af Sig. Júl. Jóhannessyni. (Framh.). Já, það var fóstbærðralagið, einingarandinn og samvinnan sem bezt og mest einkendi líf og starf þeirra manna og kvenna er hér lögðu fyrst- ir leiðir sínar og þjóðflokki vorum. Og þótt eg væri ekki einn þeirra er hingað kom fyrst og geti því ekki eftir eigin sjón og reynslu lýst í dag er reikningsskapar dagur; í dag á unga kynslóðin að gæta þess við hverju hún tekur; hvað það er sem henni er fengið í hendur og hversu mikil ábyrgð því fylgir. Hingað komu feður þeirra ungu og mæður svo að segja með tvær hendur tómar, en þannig hefir pundið verið ávaxt- að sem vér nú sjáum. Við þessu takið þér nú ungu menn og ungu konur þessarar bygðar; en minnist þess með hvílíkri sjálfsafneitun og hví- líkri atorku því var safnað og það framleitt, þegar þér takið við hinum sléttu og blómlegu ökrum, þá leiðið fram í huga yðar mynd af landinu eins og það var fyrir 25 árum; sjáið í huga yðar þá sem fyrstu árunum, þá var á landnáms- — ~ óralctaðri^ arum bygðannnar, sem eg þekti bezt folkið 11 1 6 ’ þessari bygð. Eg minnist þess ávalt hversu op- jsjáið í huga yðar frumbyggjann hann föður yðar, . , . þar sem hann vinnur frá morgni til kvelds við inn var faðmur þeirra sem fynr voru þegar ein-;það að ðja á burtu erfiðleikunum úr framtíðar hverjir nyir bættust i hopinn; eg minmst þess } sonR sinna dætra -áið . anda hana móður ava t hversu mikiö það var sem folk var viljugt ðar inni f litk og lá frumbýlingskofanuni) >ar að leggja asig til þess að þeim yrði sem bezt gem hún vakir fir ður f reifum hennar’eina tekið er i hopmn bættust; þær eru otaldar næt- hugsun er gú að framfíð ðar m i yerða það sem umar sem heimilisfolkið vakti og gekk ur rumijhún nú er orgin til þess að láta þar hyílast þreytta ferðamenn, Já> huggið um a]t þetta j da _ einmitt nú þ sem voru að bætast i hopinn; og eg rnmnist þessar þau eru að gan tn hvíldar þér að takaKvið) avalt með hversu goðu geði og af hve fusum viljal , ., , . . _ „ . þessi fóm var flutt. Eg er til dæmis ekki einn ^etta er heitstrenginga dagur. Forfeður vonr til frásagna um þá óviðjafnanlegu gestrisni, sem átti sér stað hjá Tómasi Pálssyni og konu hans; hver er sá sem ekki minnist þess að þar stóðu altaf opnar dyr öllum sem að garði bar? Og svona var andinn í bygðinni; hinn sterkari veitti hinum veikari lið; samvinnan var á hæsta stigi, sem hún hefir nokkm sinni verið vor á meðal; það var eins og sterkasti þátturinn í vellíðan frumbygg.janna væri sá að rétta þeim liðshönd, er á þurftu að halda. En nú er landnáminu lokið; nú em þeir er hingað fluttu famir að skrifa síðustu línumar í bókina sína; sumir hafa skrifað síðasta staf- inn og bókin er lokuð. Eins og íslendingar til forna sögðu sögu bæði hinna framliðnu og hinna lifandi, eins verða sagðar sögur þessara manna —sögð saga þessarar bygðar þegar fram líða stundir og þar verður margs að minnast. f dag sjáið þér bygðina eins og hún lítur út; í dag minnist þér hvemig hún var fyrir 25 áram; í dag ef nokkurs konar úttektardagur, eins og það var nefnt heima; í dag er eins og landnáms- mennimir, gamla fólkið afhendi bygðina ungu kynslóðinni til stjómar og umráða Fyrir 25 ár- um vora hér engin merki starfandi mannshanda; nú sýnir bygðin sig bezt sjálf; í dag birtist hún í sparifötunum, og ekki þyrfti hún að birtast með kinnroða, þótt hún væri lifandi vera, sem fram gæti komið við hlið sinna eldri systra. Hugir vorir hvarfla í dag til þeirra er hér áttu fyrstu sporin; hér lögðu fyrstir plóg í jörðu; hér bygðu fyrstir Kybýli og hér ruddu fyrstir vegi. Suma þeirra sjáum vér í dag og höfum þá á meðal vor; í hendur þeirra tökum vér hlýtt og þétt með því handtaki er meira segir og fleira en hátttöluð orð geta gert. Sumir hvíla í heilögum friði, eftir vel unnið starf; einnig til þeirra hvarflar hugur vor og vér leggjum ósýnilega sveiga á bústaði þeirra með djúpu þakklæti. Nú er eins og þeir hvísli svo hátt að heyra megi og flytji hér bænir um það að börn þeirra megi á- vaxta vel það pund er þeim hafði verið í hendur fengið, og bezti minnisvarðinn sem þeim yrði höfðu þann sið við hátíðleg tækifæri að stíga á stokk og strengja heit. Voru þær heitstrengingar oftast þannig að eitthvert þrekvirki átti að vinna fyrir ákveðinn tíma, og sá þótti að minni maður, sem ekki efndi slíkt heit. , f dag eigið þér hinir yngri Vatnabygðarbúar að strengja heit; þér eigið að lofa því hátíðlega með sjálfum yður á þessari stund að bygðin sem yður er nú fengin í hendur skuli um næsta aldar- fjórðung blómgast og fríkka ekki minna tiltölu- lega en hún hefir gert þann aldarfjórðung sem nú er útrunninn og foreldrar yðar réðu. Ef þér vinnið þau heit og efnið þau með fom- íslenzkum efndum, þá verður blómlegt yfir þessa bygð að líta á næsta aldarfjórðungs afmæli hér á “Bræðraborg”. Og þér hinir hamingjusömu landnemar, sem enn þá standið að störfum og horfið yfir langan dag og launaríkan, þér hafið náð takmarkinu; til yðar talar einnig andi þessara tímamóta þótt á annan hátt sé. pess var minst í upphafi þessara orða að Har- aldur konungur hefði strengt þess heit að greiða hvorki hár sitt né skegg eða láta skera það fyr en hann hefði lagt undir sig allan Noreg og unnið ást þeirrar konu er hann unni. pví er stundum haldið fram og eg verð að telja það rétt, hvort sem betur líkar eða ver, að bændur séu sumir með því marki brendir að sökkva sér um of niður í dagleg störf þegar þeir séu komnir í efni Fátæktin og áhyggjurnar á landnámsárunum heimtuðu allan tímann við veraldleg störf; þeir höfðu strengt þess heit eins og Haraldur konungur, að vinna landið og þeir höfðu svo að segja ekki tíma til að skera hár sitt og skegg á meðan. En þegar tak- markinu var náð, þegar Haraldur hafði unnið land- ið og konuna, þá tók hann sig til og greiddi hár sitt. petta eiga bændurnir að taka sér til íhug- unar — það er að-segja hinir eldri bændur, sem komnir eru yfir erfiðleikana; þeir sem búnir eru að vinna landið og búnir að ná ástum hamingjunn- ar og sjálfstæðisins. Bændur eiga þá að kasta parti af áhyggjum sínum og lífga og auðga anda sinn við bækur og reistur væri sá að sú kynslóð sem nú tekur viðlestur og landsmál út á við. Hinna heilbrigðu legði eins vel fram krafta sína og sú gerði er nú áhrifa frá sannmentuðum bændum er hin mesta er að ganga til hvíldar. ‘þörf í landi voru og þjóðlífi. (Frh.) Gleymið ekki að gleðja hermennina. Kvenhjálparnefnd 223. herdeildar- innar langar mjög til aS senda hagan- legar jólagjafir til allra þeirra 507 manna, sem mynda þá deild, sem nú er á bardagasvæðinu í Evrópu. Deild þessi var mynduð aö tilhlut- un og fyrir áhrif íslendinga og ann- ara þjóöhollra manna frá Noröur- löndum. Kvenfélagsnefndin, meö aöstoö al- mennings, liefir tekiö að sér að hlynna eftir megni að þessum mönnum, Þeir eru nú þúsundir mílna frá heimilum sínum og ástvinum og það er þeim sómi, huggun og uppörvun að fá hug- næmar sendingar úr heimahögum. Svo er til stofnað, aö hver maður fái kassa með vel v'öldu innihaldi, sem þeim geti orðið afhentir á jólum. En til þess svo geti orðið þurfa kassarnir að sendast héöan ekki síðar en í lok október næstkomandi. Brezka hermáladeildin meðhöndlar nú og sendir til manna sinna á öHum bardagasvæðunum, full 900,000 bögla og 10 miljónir bréfa á hverjum mán- •uöi. Starf þetta er svo umfangsmik- iö. að ætla verður nægan tírrjra til þess aö koma böglunum til hermannanna, eftir að þeir eru sendir héðan. Áætlaður kostnaður allra böggl- anna, ásamt með póstgjaldi héðan ti! Frakklands, er $1,500. Kvenhjálparnefndin mælist því vin- samlega til þess við alla íslendinga i Vestur-Canada og sérstaklega til vina og skyldmenna þeirra sem eru í 223. herdeildinni, að sýna nú sér og þeim þá góðvild að skjóta saman þeirri fjárupphæð, sem nægi til þess að standast nauðsynlegan kostnað við þessar jólagjafir. Sendið gjafir vðar til herra T. E. Thorsteinsson, Manager Northern Crown Bank. Cor. William Ave. and Sherbrooke St., Winnipeg. íslendingar í 223. herdeildinni eiga fjölda vina og velunnenda í Vestur Canada. Kvenhjálparnefndin biður nú alla þá að leggja nú alt lið sitt. til þess að samskotin verði svo ríf- leg, að þau nægi til þess að mæta þessari þörf. Kv'enhjálparneftidin hreyfir enn fremur því og vonar, aö konurnar í Vestur Canada sýni hermönnum 223. herdeildarinnar þá velvild, að prjóna sokka handa þeini, nefndin þarf enn þá að fá gefins 500 pör af sokkum til þess að fullnægja þörf hermanna þessarar deildar. Vanrækið ekki hina fjarlægu her- menn yðar; þeim er það ánægja og uppörfun að fá sendingar að heiman. Það eykur þeim styrk og móð til þess að vinna skylduverk sín i þessum heimsins mesta hernaði fyrir lieiður ríkisins og frelsi alheimsins. Gjafir og sendingar verða viður- kendar í hinum ýmsu skandinavisku blöðum. Frá Islandi. Síðustu dagana hefir verið norðan- átt og svalt /eður. Lögrétta 19. júní Það er nú farið að tala um, að kol mui v'era i Esjunni. Ilafði maður úr Reykjavík fundið þar mola, sem brent var í smiðjuafli og virtust vera einhver kolategund. En órannsakað er þetta enn. “Mjölnir,” sem hingað kom um miöja síðastl. viku, fskrifað 19. júní), hafði meðferðis vélar og vinnutæki, sem notast eiga við Stálfjallsnámuna, og stendur Khafnarfélag, fyrir fram- kvæmdum þar, og með skipinu kom frá Khöfn Guðm. E. Guðmundsson sem mest hefir að því unnið, að koma á stað kolavinslu þarna. Um 30 manns eiga að vinna við nátnuna i sumar, og skip hefir verið fengið til þess að flytja kolin hingað til Rvíkur. “Mrgdl.” hefir það eftir Hendersen, formanni félagsins, að það ætli að sækja til alþingis um einkaleyfi til kolagraftar hér á landi um lengri tírna. 14. júní giftust í Rvík John Fenger stórkaupmaður og ungfrú Kristjana Zoega, dóttir Geirs sál. Zoega kaup- manns. Abyrgðarfélögin, sem umráð liafa yfir flakinu af "Goðafossi,” hafa nú akveðið, að selja þaö í heilu lagi á strandstaðnum. Með ensku herskipi sem kom til Rvíkur i júni, fóru til Englands Cable konsúll. Thor Jensem framkv.stjóri og Richard Thors, sonur hans. Fóru þeir Th. J. og R. Th. fyrir hönd land- stjórnarinnar til þess að tala um hugs- anlegar breytingar á v'erzlunarsamn- ingunum við Englendinga. N. Kielland Thorkildsen, banka- stjóri Centralbankans i Noregi og bankaráðsmaður íslandsbanka, er ný- lega dáinn. I Háskólarektor er nýkosinn fyrir næsta háskólaár Agúst Bjarnason pró- fessor. Lagaprófi hefir nýlokið við há- skólann í Rvík Gunnar Sigurðsson frá Selalæk með 2. betri einkunn. Á Hrútafelli undir Eyjafjöllum vildi það til nýlega, að Þorsteinn Þor- steinsson, bóndi þar og kona hans urðu fyrir því sorglega slysi að missa son sinn Rút, mjög efnilegan og góð- an pilt á þrítugsaldri, á þann hátt, að hlöðuveggur, sem hann var að rífa, hrapaði yfir hann, og dó hann af meiðslum eftir eitt dægur. Að móvinslunni í Rvík er nú unnið af kappi. Móvélanrar sem væntan- legar voru me'ð “Willemoes” eru nú komnar, og verður farið að nota þær þegar í stað. Heimspekispróf við háskólann hefir Ingimar Jónsson tekið og fékk ágæt- iseinkunn. Próf í læknisfræði, fyrri hluta, hef- ir Jón Björnsson frá Kornsá tekið við háskólann í Khöfn. Fjöldi manna kom saman við Austurvöll þjóðhátíðardaginn 17. júní. Fjöldi manna kom saman við Austurvöll kl. 2 e. h. og gekk inn á íþróttavöll. í fararbroddi var dá- lítið víkingaskip á vagni, sem tveir hvítir hestar drógu. Var skipið gert til þess að vera ræðustóll við hátíða- haldið. Fyrir framan varða Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum sté Sig. Eggerz bæjarfógeti upp á skipið og talaði til mannfjöldans og miptist Jóns Sigurðssonar. En inn á íþrótta- vellinum sté Guðm. Björnsson land- læknir upp i skipið og hélt hátíðar- ræðu og síðan Ben. Sveinsson alþm. og bauð velkominn St. G. Stephans- son skáld, sem þar næst sté upp i skipið, þakkaði fyrir viðtökurnar og lýsti þvi, hvernig sér litist á sig heima eftir langa fjarveru. Fór hann síðan á skipinu hringinn i kring um völlinn, til þess að mannfjöldinn allur fengi tækifæri til að héilsa honum. Eftir það fóru fram leikfimissýningar, glímur o. fl., og skemtu menti sér vel. Embættisprófi í guðfræði luku 14. júní Erlendur Karl Þórðarson, með 1. einkunn 127 stig, og Steinþór Guð- mundsson, með 1. einkunn 129 stig. Nýlega giftust hér i bænum Hall- grímur Tuliníus verzlunarmaður og ungfrú Hrefna Lárusdóttir Lúðviks- sonar. — í Khöfn eru nýgift Hans Madslund verkfræðingur og ungfrú Sigríður Sigurðardóttir regluboða. “Þórður Kakali” heitir vélaskip, sem ýmsir ísfirðingar, Karl Löwe o. fl. hafa látið smíða í Frederiksur.c og er nýlega komið hingað, 3l tonn að stærð, með Tuxham-vél. Skipstjóri er Ólafur Sigurðsson, áður stýrimað- ur á “Goðafossi”. Þegar “Fálkinn” var á leið hing- að nú síðast, hitti hann 20 sjómílur fyrir norðan Færeyjar, tvo enska menn á timburfleka. Það var 8. júní. Þeir höfðu verið á flekanum 6 daga. Voru með stóru ensku gufuskipi, sem “Hallington” hét og var skotið í kaf af þýzkum kafbáti sunnan við Færeyj- ar 2. júní. Skipið var að flytja skot- færi frá Englandi til Arkankelsk og höfðu verið 40 manns á því. Ekki vissu þessir, tveir menn til þess, að aðrir en þeir hefðu bjargast. Upp- haflega komust þeir þrír á timbur- flekann, en einn v'ar dáinn. Sunnan- átt hafði verið stöðugt þessa 6 daga, sem þeir voru á flekanum, og rak hann alt af til norðurs. Annar mað- urinn er unglingur frá Ástralíu, og liggur hann nú hér á spítala, þjakað- ur af volkinu, en hinn er miðaldra meður, og er hann heilbrigður. Bæjarfréttir. Séra Friðrik J. Bergmann fór norður til Nýja Islands fyrir helgina og kom heim aftur á föstudaginn. Jón Westdal, sem Iengi hefir legið hér á almenna sjúkrahúsinu eftir uppskurð er nú orðinn svo að segja albata og fer heim innan fárra daga. Mrs. Björn Hallson héðan úr bæn- um hefir verið um mánaðar tíma vestur í Vatnabygðum hjá Jóni Halls- syni tengdabróður sínum og konu hans; hún kom heim aftur á þriðju- daginn var. Glevmið ekki kaðaldrættinum á ís- lendingadaginn; þar verða allir risar úr bænum annars vegar og öll tröli úr sveitum hins vegár. “Austan úr blámóðu Fjalla" heitir bók, sem nýprentuð er eftir Aðalstein Kristjánsson. Indriði Skordal frá Dafoe kom tii bæjarins á miðvikudaginn; var hann að leita sér. lækninga hjá Dr. Brands- syni. Hann sagði útlit þar vestra ekki lakara en í meðallagi. Ritstjóri Lögbergs fór út i Argyle- bygð ásamt konu sinni og börnum á fösttidaginn og kom aftur á þriðju- daginn; kom til Ninette og víðar Fréttir frá Argyle bíða næsta blaðs. Uppskertthorfur mjög óálitlegar. Kona Magnúsar Oddssonar frá Wynyard hefir verið hér í bænum í tveKgja vikna tíma; Dr. Brandson skar hana upp og er hún nú alhress. Magnús maður hennar kom á þriðju- daginn til þess að sækja hana og fóru þau hjón heim á þriðjudagskveldið. Halldór J. Halldórsson kaupmaður frá Wynyard kom til bæjarins á þriðjudaginn í verzlunarerindum og fór heim samdægurs. Munið eftir að hafa börnin sent bezt útlítandi fyrir sýninguna á ís- lendingadaginn. Goodtemplara stúkurnar Hekla og Skuld hafa ákveðið að halda skemti- samkomu i Kildonan skemtigarðinum mánudaginn 6. ágúst. Stúkurnar halda æfinlega slíka skemtisamkomu einu sinni á ári. í þetta skifti hefir verið sérstaklega vel til samkomunn- ar vandað; fara þar fram ágætar ræður; flutt verða nýort kvæði, sungnir alíslenzkir söngvar og fleiri. íslendingadagurinn verður haldinn í sýningargarðinum 2. ágúst. Aldrei hefir verið betur til þeirrar hátíðar vandað en nú. / Gunnar Tómasson frá Mikley var á ferð í bænum í verzlunarerindum á fimtudaginn; kona hans var með hon- um og fóru þau heim samdægurs. Búist er við miklum áhuga fyrir kaðaldrættinum á Islendingadaginn. Allir berserkir bæjarins hafa þegar gefið sig fram og margir utan bæjar. Sigurður Sigurðsson frá Mary Hill var á ferð í bænum á fimtudaginn á- samt konu sinni; Þau komu norðan frá Selkirk; höfðu farið þangað til þess að heimsækja vinafólk sitt og fóru heim á föstudaginn. Nýlega hefir Jón Friðfinnsson samið fallegt lag við kvæði Stephans G. Stephanssonar, sem birtist í Lög- bergi fyrir skömmu og nefnist; “Austurvegur”. Lundar Traiding Co. biður þess getið að þeir hafi nú byrgðir af bindara-tvinna til sölu með mjög sanngjörnu verði. Séra Rtinólfur Marteinsson kom norðan frá Nýia íslandi á fimtudag- inn. Hann flutti fyrirlestur að Hnausum sunnudaginn 15. júlí og að Árborg sunnudaginn 22. júlí. Þenna sama fyrirlestur endurtekur hann t Riverton Þriðjudaginn 31. júlí kl. 8 e. h. og að Geysi sunnudaginn 5. ágúst kl. 2 e. h. Efni fyrirlestursins er: “íslenzk æska”. Er þetta efni þannig vaxið að allir ættu að heyra, þvi sannarlega er það fátt sem alla snert- ir nánar eða þýðingarnteira er fyrir oss. Jóns Sigurðssonar félagið jtakkar fyrir eftirfylgjandi gjafir. Frá. kvenfélaginu “Frækorn”, af- hent af Mrs. I. Sigurðsson, Lundar, Man. $12. Mrs. Snjólaug Johnson. Kandahar, Sask. $30, fþar af til heimkominna herntanna $20 og í að- alsjóð $10. Mrs. 01. Freeman, Paci- fic Ave., Winnipeg tvenna sokka og $2. “Dorcas”-félagið, Glenboro, af- hent af Miss Goodman, $46.75. Nokkr- ir ugnir menn í Glenboro (ágóði af samkomu) $28.25. Ágóði af skemti- semkomu sem Riverton skólinn hélt, afhent af Miss Bertha Johnson, $30. Kvenfélag Ágústínusar safnaðar i Kandahar, afhent af gjaldkera þess Mrs. Jórunni Halldórson $25. Kven- félagið “Bjarmi” að Árnesi $15. Mrs. C. O. L. Chiswell, Gimli $5. Nýjar félagskonur eru : — Mrs. J. Gottskálksson, Winnipeg, og Miss Arora E. Swanson, Winnipeg. Mr. Björn Thorbergsson, Church- bridge, Sask. kont til bæjarins á mánudagsmorguninn. Hann kom með veika dóttur sína, sem hann var að fara með til Dr. Brandsons. — Fátt sagði hann frétta, alt heldur hægfara hvað uppskeru snerti og að vöntun væri orðin á regni þar urn slóðir. S. S. Anderson frá Kandahar kont til bæjarins í vikunni sem leið ásamt konu sinni og börnum; höfðu þau farið til Argyle á fornar stöðvar að heimsaíkja garnla vini og 'kunningja. Þau báðu Lögberg að flytja bygðar- búum kæra kveðju og þakklæti fvrir v'iötökurnar og vináttumerkin. Þau hjón fóru til Dr. Jóns Stefánssonar með stúlku til þess að fá skorna eitla úr hálsi hennar og tókst það ágætlega vel. Vegna húsrúmsleysis á sjúkra- húsinu fengu þau að vera með hana hjá þeitn Kröyers hjónum og eru þau þeim sérlega þakklát fyrir alla þeirra hjálp og alúð. Sömuleiðis mintust þau nteð þakklæti Árna Stefánssonar, sem veitti þeim aðstoð og vináttu- merki. Anderson hefir ttm mörg ár verið útsölu- og innheimtumaður Lögbergs í Dafoe og Kandahar bygð- um og reynst einkar ötull starfsmað- ur ]tess. Þau hjón fórtt heim aftur á föstudaginn. J. J. Vopni bæjarráðsmaður t Winnijteg er að berjast fyrir þvi að talsimagjöld verði lækkuð. Fór hann á fund stjórnarinnar núna i vikunni, sem fortnaður nefndar, er til þess var kosin. Lesendur Lögbergs eru beðnir af- sökunar á þvi að blaðið er ekki eins fjölbreytt og vant er; ritstjórinn hefir verið fjarverandi. Hörður Thorsteinsson fallinn. Hann var sonur þeirra hjóna, Tómasar og Guðrúnar Thorsteins- son, 336 Rita stræti, St. James, næstur þeim elzta af þeint bræðrum fjórum, er í Canada herinn gengu. Hörður tilheyrði 90. herdeildinni f“Little black devils”) og fór til Eng- lands í maí 1916, og þaðan bráðlega til Frakklands, og var í skotgröfum þar til í september sama ár, að hann særðist og var fluttur til Englands. Eftir tveggja ntánaða dvöl þar var hann alhcill aftur og fór þá á ný til Frakklands. Þar hafðist hann v'ið úr því og fylgdist með viðbur'ðunum; hann komst heill í gegn um slaginn við “Vimy Ridge” 9. apríl, og var þá hress í anda í bréfi til foreldra sinna, og bjóst v'ið að fá dálitla hvíld áður langt liði. í næsta skifti, er hann fór i skotgrafir, 28. apríl, féll hann. Hörður var 25 ára gamall, fæddur í Kolkuás i Skagafirði á íslandi, en flu.ttist til þessa lands 11 ára gamall með foreldrttm sintim og systkinum og dvaldi ætíð með þeim. Hann var ástríkur og skyldurækinn sonur og augasteinn og uppáhald syst- kina sinna. ....« Særður á vígvelli Iiermann Jónsson, Hermann Jónsson er sonur lóns Hjálntarssonar frá Brekku i Mjóa- firði og bróðursonur H. Hermanns starfsmanns Lögbergs. Hann særðist 3. júní aftan í höfuðiö, varð blindur og misti heyrn á vinstra eyra. Var hann meðvitundarlaus í 6 daga, en fór þá að rakna við og smáhressast; er hann að fá sjónina aftur og sér nú svo vel að hann getur skrifað og lesið lítið eitt, en heyrnina hefir hann ekki fengið aftur. Hann var fyrst 10 daga á sjúkrahúsi á Frakklandi og var síðan fluttur til Lundúnaborgar; þar var.hann þegar hann skrifaði sið- ast 28. júní, á góðum batavegi, en ekkert farinn að fara á fætur. BITAR Fullerton fyrverandi leiðtogi sant- særismannanna í Manitoba hefir ver- ið gerður að dómara. — Vel ætti að vera borgið rétti manna í höndum hans. McMeans, einn af Roblins hetjun- um frægu hefir verið skipaður í öld- ungaráðið. — Hver silkihúfan upp af annari. Hví er ekki Gilboult gerður að dóm- ara? Hann vann sama verkið og Fullerton. — Máske Borden sé að mynda nýtt embætti fvrir hann. Roblin kvað vera austur í Ottawa á fundi með Rogers vin sinn. Þvi hefir verið fleygt að ltann muni bráð- lega verða settur í öldungaráðið. . Heimsk. flytur síðast svo svívirði- lega grein á móti þjóðræði og með prússnesku einveldi að hún verður að takast til bæna í næsta Lögbergi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.