Lögberg - 26.07.1917, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.07.1917, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMxUUaiíuinh. 26. JÚLÍ 1917 Brýr á Islandi. Fyrirlestur fluttur í verkfrœðingafé- lagi Islands 2. febr. 1916 af •Geir G. Zoega, verkfræðing. Saga brúargerða hér á landi er ekki löng enn þá. Árnar eru þó margar og illar yfirferöar. Hvar á landi sem er, ver'ður varla ferðast jafnvel fáir kílómetrar, án iþess að einhver áin, stór eða litil verði á vegi raanna, en það hefir verið lítið um brýr fram á síðustu tima. Á stöku stórám hafa þó verið brýr i fornöld, og bera ýms örnefni þess vott enn. Þar hefir hagað svo v'el til frá náttúrunnar hendi, að hvorki útheimti verkfræðiskunnáttu eða mik- ið fé, því hvorugt þessara gæða höfðu forfeður vorir til eigin eða opinberra mannvirkja. Má svo heita bókstaf- lega, að hvergi standi steinn yfir steini af mannvirkjum þeirra. 1 sög- unum er getið um brýr yfir Hvítá í Borgarfirði, Jökulsá á Brú og öxará hjá Þingvöllum. Hvítárbrúin hefir verið á Kláffossi, næsti bær við foss- inn heitir Brúarreykir. Á Jökulsá hafa ef til vill verið 2 brýr, önnur langt upp í dal hjá Brú, en hin hjá Fossvöllum, þar sem brú er á henni nú. Á seinr.i öldum hefir v'erið brú á neðri staðnum að jsfnaði, en oft hefir hún fallið af ftia cg liðið nokk- ur ár áður en hún yrði endurreist. Sú brúin mun lengst af hafa verið eina brúin hér yfir stórst vatnsfall. Brúartollur var þar krafinn um tveggja ára bil á 18. öld, en reyndist ekki nægur til að launa innheimlu- manni og var því úr gildi numinn. Mun það vera í eina skiftið, sem hér hefir verið krafist brúartolls. Af gömlum örnefnum, sem ráða má af, að brýr hafi verið á þessum stöð- um, má nefna Brúará í Biskupstung- ,um, Brúarfoss í Hitará á Mýrum, Brú í Grímsnesi, Brú í Biskupstung- um við tungufljót, Brúarhlaðir i Hvítá þar sem trébrú er á nú. Á öllum þessum stöðum, sem nefnd- ir voru, hagar svo til, að mjög stutt er vfir árnar og geta því af þeirri á- stæðu mjög vel hafa verið þár ein- hverjar brúarnefnur. Þær brýr sem fornmenn hafa gert, voru allar úr timbri og alt fram á síð- ustu ár, voru brýr hér jafnan gerðar úr timbri. Elztu brýr, sem enn standa eru frá þvi nokkru eftir 1880 (yfir Skjálfandafllót 1880, yfir Elliðaárnar 1882, yfir Hvítá hjá Klaffossi 1883). Endingartími trébrúnna hefir verið frá 20—30 ár, einstaka ef til vill nokk- uð lengur, og þó viðhald þeirra hafi sjaldnast verið sem bezt, hefir það þó kostað ærið fé. Þessi stutti ending- artími er oft því að kenna, að þær *voru málaðar með rauðum lit í stað þess að bera á þær tjöru eða karból- íneum, en viðirnir feygðust að innan og oft er einungis þunn skán ófúin utan um grautfúinn kjarna. Því fer betur að nú eru þessar tré- brýr að líða undir lok, hafa engar bætst við síðan 1909, en þær munu enn tóra um 30 talsins á landssjóðs- vegum auk margra smábrúa, sem ekki ná 10 m. lengd. Það er leitt verk að verða að gera að nýju dýrar brýr með fárra ára ára bili. Það má full- yrða, eð eftir 10 ár verða engar tré- brýr á vegum þeim, sem landssjóður leggur fé til, og er það ánægjuleg til- hugsun, þar sem í stað þeirra koma traustar og endingargóðar járnbrýr eða járnbentar steinsteypubrýr. Fyrsta brúin, sem gerð var úr öðru efni en timbri, er járnhengibrúin yfir ölfusá hjá Selfossi 1890 og þarnæst yfir Þjórsá hjá Þjótanda 1895, síðan hefir verið gerð hver á fætur annari. Langur var aðdragandinn að brú- argerðum á þessum 2 stóru vatnsföll- um. 1873 kom hingað danskur verk- fræðingur fyrsta sinn, kvaddur af stjórninni eftir áskorun Árnesinga og Rangvellinga að athuga, hvort mögu- legt væri að gera brýr yfir þessar ár. Taldi hann bezt brúarstæði, þar sem brýrnar eru nú eða sem næst því og áætlaði, að báðar brýrnar myndu kosta 168,000 kr. fýfir ölfusá 80,000 kr., yfir Þjórsá 88,000 kr.J. Þetta^þótti ærna f-é og talið ekki liklegt að tiltök væri í bráð, þó voru lög um brúargerð á báðum þessum ám samþykt á þingi 1879, en synjað var þeim staðfesting- ar af konungi. Það er fyrst eftir 1894, er ný vega- lög voru samþykt og útgjöld til vega- bóta margfölduð, að nokkuð bættist við af brúm. Síðan hafa allar stórar brýr verið gerðar úr járni eða járnbentri stein- steypu. Frá 1890—1905 voru settar upp 5 járnhengibrýr að lengd frá 35,1 m— 103,35 m. Þær kostuðu frá 400—950 kr. hver lengdarmeter, en að meðal- tali 600 kr. Þangað til 1912 voru allar járnbrýr smíðaðar erlendis, nema ein smábrú (yfir Gilsá á Völlum 1908J og sumar settar upp af útlendingum, en þá bætt- ust áhaldahúsi vega- og brúargerða nauðsynleg áhöld til þeirra smíða, rekin með rafmagni og hafa hér verið smíðaðar 3 brýr síðan, á Ytri-Rangá, Hverfisfljót og Brunná. Járnbitabrýr hafa v'erið settar upp 11, flestar frá 10 m—30 m langar, en 2 miklu lengri en hinar, yfir Norðurá 86,5 m og vfir Ýtri-Rangá 92,5 m. Hefir hver lengdarmeter í þeim kostað frá 179 kr. til 885 kr., en að meðaltali 385 kr. Brúin á Blöndu hefir orðið langdýrust tiltölulega við lengd, næstar henni eru brýrnar á Norðurá og Ytri-Rangá, sem kostað hafa rúmar 400 kr. hver lengdar- meter. Brúin á Lagarfljóti er lengst brú hér 300 m og dýrust, hún kostaði 124,000,00 kr. eða 414 kr. hver lengd- armeter. Hún er staurbrú með járn- bitum á þvertrjám. Brýr úr höggnum steini hafa hér aldrei verið gerðar. Sá steinn sem hér finst víðast hvar er ekki hentug- «r, ýmist of sprunginn eða veikur, þolir lítinn þrýsting, eða örðugur að vinna og höggpva til. Fyrsta stóra stin- steypubrúin, 55 m langur bogi yfir Fnjóská, var gerð af dönskum verk- fræðingum. Síðan hafa engir útlendir verkfræðingar verið ráðnir til brúar- gerða hér. 1907 var hér gerð fyrsta brúin úr járnbentri steinsteypu, smábrú yfir Bláskeggsá á Hvalfjarðarströnd, en síðan er upprunnin sannnefnd stein- steypuöld fyrir brýrnar, hafa allar verið gerðar úr því efni, nema 9 járn- brýr. Eg vil þá minnast á gerð brúnna eins og hún er og hefir v'erið á síð- ustu árum. Allar brýr hér eru gerð- ar fyrir sömu umferð, gangandi fólk, ríðandi og vagna, og leiðir af því, að gerð þeirra verður að mörgu leyti mjög lík. Breidd þeirra milli handriða eða akbreidd er jafnan 2,60, m, sú sama og ákveðin er í Noregi á 2. flokks brúm. Sú breidd er nægileg hverjum fjórhjóluðum vagni, en ekki geta vagnar mætst á þeitp, enda umferðin ekki svo mikil, að þess sé þörf og miklu mundi það hleypa fram kostn- aðinum að gera þær með 4,0 m ak- breidd svo sem 1. flokks brýr í Nor- egi. Styrkleiki brúnna er jafnan miðaður við mesta þunga, sem á þær má koma í einu. Þar sem umferðin er svona lík um þær allar, er jafnan lagður sami þungi til grundvallar bujðarþolsútreikningunum, hreyfan- Iegur þungi fmannþröngj 500 kg. á ferhyrnings m eða fjórhjólavagn 4 t þungur. Svona mikil mannþröng, 7 menn á hverjum fermeter, er vafa- laust sú mesta sem komið getur fyrir, enda útheimtir meiri styrk af brúnni en 4, t vagnþungi, nema brúin sé mjög stutt, að eins örfáir metrar. Þessi vagnþungi kann að virðast nokkuð lítill, en hann er miðaður við, að engir v'egir nema ramgerðir púkkvegir þola meiri vagnþunga án þess að skemm- ast, en flutningavagnar hér eru enn mjög sjaldan þyngri en 1—2 t. Stein- steypubrýr, sem hér hafa verið gerð- ar, eru annaðhvort bogabrýr eða bita- brýr, nema ein, sem er með svokall- 'aðri “Vierendeel”-smíði, hvorttveggja með mjög einfaldri ger'ð. Járn, venju lega sívöl, eru lögð þar sem tognun er mest, en steypan þolir þrýstinginn. í steypuna er yenjulega blandað 1 hluta sement, 2 hl. sandur, 3 hl. möl. Við útreikning burðarþols er þess gætt að hvergi geti reynt meira á steypu en 40 eða jafnvel 50 kg/cm2 til þrýstings, en á járn hvergi meiri tognun en 1000 kg/cm2. Bogabrýrnar eru með 2 járnnetum efst og neðst í boga og krækjum milli þeirra til þess að gera úr báð- 'um eina grind. Hæð boga um miðju hefir venjulega verið 1-10. hluti lengdar. Allir bogar hafa verið gerðir ' fastir í báðum viðurlögum. Þeir sem eru yfir 15 m langir hafa verið reiknaðir út nákvæmlega eftir “Elasticitets-kenningunni og tekið til- lit til hitabreytinga og samþrýstings boga. Bogabrýrnar eru ýmist með þverveggjum eða 2 bríkum eftir endilöngum boga yst. Á þverveggj- unum liggur brúarpallurinn, sem einn- ig er steyptur og á honum til slits 12 til 15 cm. þykt malarlag. Milli bríka er fylt með mold, en möl efst til slits. Bitabrýrnar eru jafnan með 2 bit- um, en brúarpallurinn er plata ýmist ofan á þessum bitum e'ða milli þeirra neðst og notast þá bitarnir einnig sem handrið. Á plötunni er malar- slitlag 12—15 cm. þykt. Frágangur brúnna er alstaðar mjög óbreyttur, engu varið til þess að gera útlit þeirra skrautlegt, en til þess að gera steypuna nokkru áferðarfegri en hún er úr mótunum, er kastað á hana sementsvatni, en ekki borið á hana sement-sandlag, Það þykir ekki hald- gott, né heldur höggin hrufótt, svo sem mjög er algengt erlendis, til þess er steypuefnið hér og litljótt. Á brúargólfið er strokið þéttiefni úr asfaltblöndun og þar yfir lagt 2 cm þykt lag úr sement-sandblöndun, hvorttveggja til þess að tryggja, að ekkert vatn renni inn i steypuna og ryðgi þar járnin. Steinsteypubrýrnar hafa þann að- alkost fram yfir járnbrýr, að til við- halds þeirra þarf engu að kosta og er það mikils virði hér á landi, þar sem margar brýr Iiggja mjög afskekt og eftirlit og flutningar allir eru svo örðugir. Til smáviðgerða þurfa verkamenn oít að ferðast langar leið- ir. Steinsteypan hefir hér víðast reynst ódýrari til brúargerða en járn, með því að stevpuefni er nálega al- staðar við hendi í árfarvegum eða melum, en flutningur þungra járn- stanga í bitabrýr eða strengja í hengibrýr er víða mjög örðugur eða jafnvel ómögulegur. Flutningur á sementinu er að vísu oft mjög dýr í samanburði við kaupverð þess. Eg man,- að borgað hefir verið fyrir flutr. ing á sementi frá Vík i Mýrdal til brúargerða i F'ljótshverfi um 7 kr. fyrir pokann, en þar voru einungis stöplar steyptir, en brýrnar gerðar úr járnbitum, einmi’tt vegna þessarar löngu fjarlægðar frá kauptúni og örðugleika og kostnaðar að flytja sementið óskemt svona langa leið. Eg skal hér leyfa mér að gefa dá- lítið yfirlit yfir verð brúa, sem .hér hafa verið gerðar úr járnbentri stdin- steypu, en mjög nákvæmt verður það ekki. Á reikningum brúnna eru oft ýmsar upphæðir, sem ekki eru beinn kostnaður við brúargerðina sjálfa, sérstaklega vegaspottar, sem lagðir eru um leið og brúin er gerð. Það sem sérstaklega veldur mjög mis- munandi verði á jafnstórum brúm er stöplagerðin og flutningur efnis. 11 brýr að lengd 10—20 m hafa kostað frá 175 kr. til 250 kr. hver lengdarmeter, en meðalverð er 207 kr. Af þessum brúm eru 4 bogabrýr, en hinar með bitum. 8 brvr að lengd 20—30 m hafa kost- að frá’ 140 kr. til 290 kr. hver lengd- armeter, en meðalverð er 212 kr. Allar þessar brýr nema ein eru boga- brýr. 5 stærstu brýrnar frá 30—48 m hafa kostað frá 155 kr. til 370 kr. hver lengdarmeter að meðaltali 260 kr. Þær eru bogabrýr nema brúin á Eystri-Rangá ("43 m löng) og var hún dýrust. Bogabrú hefir þannig kost- að mest 290 kr. hver lengdarmeter, en bitabrú 370 kr. Bogarnir eru jafnaðarlega ódýrari, veldur það nokkru um, að þeir eru sérstaklega gerðir þar, sem föst undirstaða eða klöpp er fyrir og undirstöðugerð öl! verður því ódýrari. Eg hef ekki talið með i þessu yfir- liti brúna á Fnjóská, hún er langdýr- ust allra stevpubrúnna, kostaði um 33,550 kr. eða 670 kr. hver lengdar- meter. Af þessu yfirliti sést, að mikill verðmunur er yfirleitt á járnbrúnum og steinsteypubrúnum, járnbrýrnar miklum mun dýrari og þó hengibrýrn- ar dýrastar. Frá 1907 hafa verið gerðar sam- ta'Is 47 steinsteypubrýr lengri en 10 m, auk margra styttri. Sökum þeirra mörgu kosta, sem járnbent steinsteypa hefir hér á landi fram yfir önnur byggingarefni til brú- argerða, má telja vafalaust að hún verði í nánustu framtíð aðallega not- uð í brýr hér. Konur í Kína. Eftir Joh. V. Jenson. Eg vaknaði við það i gærmorgun, að vindurinn hvein í hurðargættinni, og mintist eg þá um leið Kínversku stúlknanna, sem eg svo oft hafði heyrt kveina og ygina út af misþyrming- unni á fótum þeirra. Kyrt vorkvöld, þegar farið er að lengja daginn og orðið er hljótt í kín- verska þorpinu, situr Kínverji utan við hiisdyr sinar og leikur á tvístrengj aða fiðlu; en fiðluspilið hans er lík- ast ámátlegu kattamjálmi. Ef betur er hlustað, heyrist inn í húsinu eins og þaggaður barnsgrátur. Það eru kínversku stúlkubörnin, sem eru lok- aðar inni í kvennaskálanum og veina í sífellu af sársauka í fótunum, líkt og vesalings kvikindi, sem verið er að kvelja og sem ýlfra óaflátanlega. Og ýlfrið tekur engan enda. Þær gráta og gráta, litlu stúlkurnar, allan tím- ann, sem hlustað er. Þær gráta þann- ig dag eftir dag, ár eftir ár, og árin löng. Larsen’s Rheumatism Sanitorium 449 Main St. Phone: M. 4574. Arkansan hvera aðferð er höfð við liðagigt, bakgigt og húðsjúkdómum. Gigt orsakast af þvagsjúkdómum í blóðinu; þig losnið við það á þennan hátt. Fimm ára reynsla við Arkansas hverina. Hér eru taldir fáeinir af hinum mörgu sjúklingum, sem geta sagt ykkur um lækninguna, sem þeir fengu í Larsen’s gigtarhælinu. Mrs. J. L. Knight, Ph. G. 399. Mrs. A. H. Hoskings, 712 Portage Ave. Mr. A. Corbett, Shipman Court, Suite 15. Mr. W. H. Steadman, C.N.R. Weightmaster, Fort Rouge Mr. A. W. Amott, Transcona. Auglýsið í Lögbergi það sem selja þarf. \T_r7* „ timt»ur* fj»lviður af öllum Nýjar vorubirgöir tegundum, geirettur og al«- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. Þegar stúlka í Kína er rúmlega fimm ára gömul, eru fætur hennar vafðar línböndum, og böndin látin sitja í þrjú ár, þær gráta öll sín bernsku-ár, því aðra barnæsku eiga þær ekki. Þegar þau árin eru liðin, má segja, að þær hafi úthelt því tára- flóði, sem talið er nægilegt til endur- gjalds fyrir fríðu fæturna, sem þær hafa fengið, og sem þá loksins eru orðnir að dauðum og dofnum óskapru aði, þar sem hæll og tær er orðið sam- gróið. Þá byrja æskuárin, en þá geta þær ekki gengið. Hverjum er nú þessi ómannúðlega harðneskja að kenna? Engum öðr- um en kínversku móðurinni. Það er hún, sem leggur böndin á, og herðir á þeim í hv'erri viku. Hún varð siálf að þola þessar þjáningar, þegar hún var á svipuðu reki, og fyrir það varð nógu harðbrjósta til að þola að horfa á aðra þjást. Þegar menn sem sé hafa árum saman stöðugt orðið að líða og fylla mæli þjáninga og sársauka,. þá kemur loks að því, að þeir fara að byrla öðrum sama bikarinn. Þannig ferst kínversku konunni við börn sín. Tizka og landsvenja, og hvað ná- unganum finst, er mælikvarði fyrir siðferðislegri breytni kvennfólks í öll- um löndum, en i Kína eru þetta járn- hörð lög. í Kína gengur sá hugsun- arháttur að erfðum, frá einni kypslóð til annarar, að sársauki og tilfinning- arleysi á hinn bóginn, sé jafnsjálf- sagt og lífið. Þetta er insta erfða- skoðun kvennþjóðarinnar. Hvergi i heiminum sjást eins and- styggileg kerlingarandlit og í Kína. Maður geymir af þeim í huganum sérstakt, ógeðfelt myndasafn. Þar er sjaldgæft að sjá ungar stúlkur, þv: þær mega ekki koma út. Þess vegna festist að eins í minninu myndin af hinni aldurhnignu, skorpnu og skin- horuðu, sármæddu kínversku konu, sem með erfiðismunum staulast áfram á örsmáum misþyrmdum fótum, sem vafðir eru pjötlum, The Empire Sash & Door Co. — Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG GÓÐAR VÖRUR! SANNGJARNT VERÐ! Areiðanlegir verkamenn r , Petta er það sem hvern mann og konu varðar mestu á þessum tímum. Heim- sœkið verkstœði vort og þér sannfærist um alt þetta. Nýju'stu snið, lægsta verð í bœnum. Velsniðin föt sem ætíð fara vel H. SCHWARTZ & CO. The Popular Tailors 563 Portage Ave. Phone Sh. 5574 í andlitinu speglar sig öll gremja og miskunarleysi veraldarinnar, og út úr hrukkunum, sem afskræma alt andlit- i'ð, má lesa sögur um þögult og djöf- ullegt kaldlyndi. Þegar kínverska konan að lokum hefir náð þeim þroska, sem hún nær, þá má líkja henni við beiskan og hálf- skrælnaðan ávöxt, sem má heita óæt- ur. Þessum óöfundsv’erða þroska hefir bún náð, eftir að hún sjálf hef- ir þolað margra ára þjáningar, en því næst komið samskonar þjáningar- bagga á herðar öðrum. Þegar svo er komið sögunni, er hún útlits eins og nú var lýst, svo að flestir hræðast hana, líkt og ljóta vofu, sem hollast er að forðast. En þrátt fyrir alt þetta, þá var það, “að hún hafði hárið”, þessi gamla, andstyggilega skrælnaða kerling! (Framh. á 7. bls.). 8 ó L 8 K I N S þangað 20 gamalmenni fleiri en komast fyrir í húsinu, og samt er húsið stórt. pið hafið sjálfsagt heyrt talað um að þeir sem verði gamlir verði tvisvar sinnum böm, og það er alveg satt. pegar fólk er orðið gamalt, þá fer það að hugsa eins og þöm, haga sér eins og böm og líta út eins og börrt. J?að þarf að hjúkra því eins og bömum og það þarf að verá gott við það eins og börn. pess vegna er um að gera að gamla fólkið þurfi ekki að hrekjast frá einum stað í annan. heldur geti lifað einhversstaðar í ró og næði þar sem því líður vel og það getur átt heima. Sólskin flytur í dag mynd af sumu af fólkinu á gamalmennaheimilinu Betel; ykkur þykir sjálf- sagt gaman að sjá það og það getur vel skeð að safna centum handa gamla fólkinu á Betel? Betel þýðir hvílustaður; pað er staður, þar sem þetta þreytta fólk á að hvílast það sem eftir er æfinnar, og það væri gaman fyrir íslendinga að láta það hvílast sem bezt og láta því líða sem bezt. pað er margt sem þarf að kaupa á Betel, til þess að þar geti orðið góður hvíldarstaður fyrir gamla fólkið, sem er orðið böm aftur. í Vesturheimi eru um 30,000 íslendingar; þar af eru að minsta kosti 10,000 böm og unglingar og ekki færri en tveir þriðju partar eldri en 5 ára eða um 6,000. pað er stór hópur. Ef hvert bam og unglingur gæfi bara eitt cent, þá væru það sextíu dalir (60.00). Ef hvert bam og unglingur gæfi fimm cent, þá væru það þrjú hundruð dalir ($300.00) og ef hvert bam og unglingur gæfi tíu Mrs. Ásdís Hinriksson Miss Elenóra Júlíus hann pabbi ykkar eða hún mamma ykkar þekki þar einhvern gamlan mann eða einhverja gamla konu- Nú er það nokkuð, sem Sólskin ætlar að stinga upp á. Allir góðir íslendingar vilja styrkja gam- almenna heimilið; allir góðir íslendingar vilja láta gamli fólkinu líða vel þangað til það deyr. það er fallegt að gera eitthvað til þess að styrkja þetta fyrirtæki; í hvert skifti sem eitthvað er gert fyrir gamla fólkið, er eins og andlitin á því fyllist af Sólskini og það ætti því ósköp vel við að þið Sól- skinsbörnin reynið að gleðja þau með einhverju. Vilja nú ekki Sólskinsbömin taka sig til og cent þá væru það sex hundruð dalir (600.00). Nú er það víst að hvert bara eldra en 5 ára og hver unglingur eldri en 12 ára gæti vel gefið 10 cent og munaði ekkert um það; en sex áundruð dalir á ári handa gamalmennaheimilinu er heil- mikið. Vilja nú ekki Sólskinsbömin byrja á því að gera þetta? pað má senda það til Sólskins og nöfnin. þeirra sem gefa verða svo birt í Sólskini. Til þess að ekki kosti,mikið að senda það, geta mörg böm sent saman í félagi og látið fylgja lista yfir nöfn þeirra sem gefa, til þess að hann geti birst í Sólskini. T S I, S K I X \ Nokkur gömul Sólskinsbörn Væri það ekki gaman fyrir ungu börnin að nota Sólskinið til þess að gleðja svona gömlu bömin ? Við skulum kalla þetta “Sólskinssjóð gamla fólksins” og sjá hvernig það gengur að safna í hann. Pið munið það líka að einn maðurinn á gamal- menna heimilinu hefir gert heilmikið fyrir ykkur; hann heitir Jakob Briem; hann hefir skrifað margt fallegt í Sólskin, t. d. “Kistilinn hans afa” og fleira. Hver vill byrja “Sólskinssjóðinn?” Margrét. (pessa sögu hefir einhver sent Sólskini nafn- lausa.—Ritstj.). / pað var e.inu sinni lítil tsúlka, sem Margrét hét. Foreldrar hennar voru rík og áttu stórt hús með blómagarði í kring um það- Margrét litla hafði öll þau gull og alt það sem lítil stúlka getur óskað sér, en hún vildi aldrei lofa öðrum bömum að leika sér með gullin sín, þó þau kæmu og ætluðu að leika við hana og lofuðu henni að leika sér við sín gull og væru mjög góð við hana. þetta fékk mjög á mömmu hennar og hún asgði henni að hún yrði að vera eins góð við börnin, sem léku sér við hana, eins og þau væru við hana. Einu sinni, þegar of blautt var fyrír Margréti að leika sér úti, sagði mamma hennar sögu af manni, sem lifði aleinn úti í skógi og var kallaður einbúi. “pað mundi eg líka vilja vera”, sagði Mar- grét, “eg held það væri mjög gaman að lifa alein og geta gert hvað sem maður vildi og þurfa aldrei að vera góð við nokkum mann.” “pað er ljótt af þér að taíla svona”, sagði mamma hennar, “ef við værum ekki góð við ann- að fólk, þá væri það ekki gott við okkur.” “Eg veit það mamma, en ef við lifðum öll ein út af fyrir okkur eins og einbúinn, þá gætum við verið eins og okkur sýndist og þyrftum aldrei að vera góð við neinn.” Móðir Margrétar var mjög skynsöm kona, hún lét því búa til lítið tjald og lét setja það upp í garðirium á bak við húsið. Hún léit bera alt út úr svefnherbergi Margrétar, út í tjaldið. Svo sagði hún við Noru, þjónustustúlkuna, að hér eftir ætti hún að færa Margréti matinn út í tjaldið. pegar Margréti var sagt að tjaldið væri fyrir hana, þá klappaði hún saman höndunum og dans- aði af kæti, en samt' varð hún fyrir vonbrigðum er manna hennar sagði henni að hún mætti hér eftir ekki leika sér við neitt af nágrannabörnun- um, né bjóða þeim að koma og sjá tjaldið sitt. “pví þú manst það”, sagði mamma hennar, “að þú sagðir mér að þú vildir lifa alein, svo nú átt þú að vera einbúabarn.” pað var snemma morguns að Margrét flutti í tjaldið, og var hún mjög ánægð með þennan nýja bústað sinn. “En hvað það er indælt”, sagði hún og horfði í kring um sig, “að vera einbúabam. Eg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.