Lögberg - 26.07.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.07.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JúLí 1917 1'oqbciQ Gefið út hvern Fimtudag af The C»l- umbia Pres*, Ltd.,(Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mzm. •TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor ]. J. VOPNI, Business Mananer Ijtanáskrift til blaðsins: THE 00LUMBI/\ PRtSI, Ltd., Box 3172. Winnipog, Utanáskrift ritstjórans: ÍDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, l«|an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Islendingadagurinn. Svo er nefndur þjóðminningardagur Vestur- íslendinga, sem árlega hefir verið haldinn í Winnipeg og víðar í meira en fjórðung aldar. pessi dagur er nokkurskonar áfangastaður, þar sem fslendingar staðnæmast og gera upp reikninga sína að því er minning eða tap snertir í þjóðernis málum. pað er margt sem með því mælir að hátíðin verði óvenjulega áhrifamikil og vekjandi einmitt ^ ✓ s i ar. pjóðemisbarátta vor hér vestra hefir ef til vill aldrei átt meiri sigri að fagna eða yfir bjart- ara tímabil að líta en einmitt nú. í fljótu bragði virðist sumum máske sem þetta sé staðlaus fullyrðing gerð út í bláinn; en nánari athugun færir sönnur á málið $vo að ekki er hægt að rengja né hrekja. Einmitt nú eru þær tengitaugar stærstar, flestar og stencastar, sem vér höfum nokkru sinni átt milli vor og ættjarðar vorrar; einmitt nú er verið að byggja hina margumræddu og langþráðu “brú” yfir hafið Eimskipafélagið; hinn sameiginlegi augasteinn beggja þjóðbrotanna er óefað byrjun að alveg nýju og ævarandi samvinnutímabili vor á meðal. Útlitið með þjóðemisviðhaldið var blátt áfram að verða ískyggilegt. Vesturflutningar vom svo að segja og eru um garð gengnir. Til þess að þeir lifni við aftur verður að koma einhver óvænt og ófyrirsjáanleg ógæfa yfir ættjörðu vora; en þess óskum vér að alhug að það koma aldrei fyrir. — óhætt er því að ganga út frá því sem gefnu að vesturflutningar séu liðnir undir lok fyrir fult og alt svo nokkra nemi. Nú er það vitanlegt að einmitt þeir hafa haldið við þjóðeminu og málinu fremur en nokkuð ann- að; með hverjum innflytjendaflokki hefir risið hér ný alda í hafi þjóðemisvemdarinnar; menn og konur hafa bæzt í hópinn sem töluðu íslenzku og ekkert annað en íslenzku; menn og konur sem töldu ísland sitt land og lifðu þar öllu sínu veru- lega lífi, þótt þeir hefðu flutt hingað líkamlegum búferlum. petta hafði aftur áhrif út frá sér á vini þeirra, kunningja og vandamenn, og þjóðar- brotið yfir höfuð að tala. Hver innflytjendaflokkur varð til þess að blása að kolunum og glæða ástina til íslands. pegar nú þessi stoð þjóðemis viðhaldsins var horfin, þá leit illa út með framtíðarviðhald. En þá kemur Eimskipafélagið, eins og óvæntur líknar engill og þjóðemisfrelsari. Ekki einungis verður það fyrirtæki til þess að Vestur- og Austur-fslend- ingar vinni saman í því fyrirtæki beinlínis, sem þó er óneitanlega mikils virði—heldur verða óbeinu afleiðingarnar þúsundfaldar. Verzlunarviðskifti, samgöngur og tíðar ferðir milli vor og bræðra vorra austan hafs hefjast og haldast við með auknum áhrifum ár frá ári. Vestur- og Austur-íslendingar verða svo að segja daglegir gestir hverir hjá öðrum áður en langt líður bæði til þess að heimsækja vini og frændur á víxl og eins í verzlunarerindum. petta atriði út af fyrir sig er framtíðartrygg- ing fyrir viðhaldi tungu vorrar og þjóðemis um langan tíma. pað er einmitt síðastliðið ár sem fært hefir oss sanninn um þetta og því sérstök ástæða til að minnast þess á íslendingadaginn í sumar, sem stórviðburðar og gleðiefni. Á þessu ári er það að Bandaríkja þjóðin hefir valið íslenzkan mann heiman af ættjörðu vorri til þess að gera minnismerki um frumbyggingu þess- arar álfu og setja það upp sem eilífa og ódauð- lega sönnun þess að sá hafi verið fslendingur er hér bjó fyrstur allra hvítra manna. petta atriði er meira virði en í fljótu bragði er hægt að gera sér grein fyrir. petta atriði hækkar og upphefir íslenzku þjóðina; auglýsir nafn vort og festir nafn vort á tungu annara þjóða Jafnvel þetta atriði út af fyrir sig væri nóg til þess að haldin skyldi almenn íslenzk þjóðhátíð hér í álfu alstaðar þar sem íslendingar finnast. Einmitt nú stendur yfir sá tími, sem einn landa vorra er að vinna sér þá frægð sem skipar honum sess með allra nafnkendustu mönnum ver- aldarinnar um aldur og æfi. "í hinni vísindalegu sköpun veraldar heimsins verður Vilhjálmur Stefánsson ávalt framarlega talinn, og það að hann breytti ekki sínu há-íslenzka nafni tryggir oss það að honum verður aldrei frá oss stolið. pessi maður er einn af oss — oss Vestur-íslendingum og verður aldrei frá oss tek- inn. Hann er sterkur þáttur í þeirri virðingu sem þjóð vor hlýtur að eignast hér ef vér látum ekki draga oss það úr höndum, sem vort er með réttu. petta atriði er þess virði að varpa dýrðarblæ á þjóðhátið vora í ár; jafnvel þótt ekkert væri annað. Nú era fimmtíu ár liðin síðan þetta ríki, sem vér eram partur af myndaðist með ákveðinni stjórnarskrá. í myndun þess, vexti og viðgangi höfum vér tekið ef til vill fullkomlega eins mikinn þátt og nokkur önnur þjóð. Svo vill til að einmitt um fimmtíu ár eru liðin síðan vesturflutningar frá ættjörðu vorri hófust, þótt fáir kæmu fyrstu árin. Vér megum sannar- lega fagna þeim atburði. Vér ættum sannarlega ekki síður en aðrar þjóðir að halda þetta tækifæri hátíðlegt. Hér höfum vér kosið heimkynni vort og hér höfum vér búið börnum vorum framtíð. pað á því vel við að vér minnumst sérstaklega þessa árs sem íslendingar hér í álfu og rifjum upp fyrir oss alt það, sem á dagana hefir drifið. íslendir.gadagui-inn er nokkurs konar þjóð- vakningarstund, þar sem vér áum á hverju ári og skörum að eldi þeim sem oss er ant um að hlýju veiti sameiginlega hér og heima. Beztu skörungarnir við það tækifæri era tung- ur ræðumannanna; enda hafa þeir oft seilst svo djúft að logað hefir og áheyrendum orðið heitt um hjartarætur. í ár hefir verið mjög til vandað í þessu efni; ræðufólkið er alt þannig valið að mikils má af því vænta og hafa menn verið fengnir úr fjarlægum héruðum, sem kunnir eru að því að fljúga hátt og kafa djúpt. Eitt dr það sem hjörtu íslendinga hér era tengd viðkvæmum taugum í ár; það eru hermenn- imir. Tæplega er til heimili sem ekki eigi manni á bak að sjá; tæplega heimili þar sem ekki hafi bróðir kvatt systkini, sonur foreldra, eiginmaður konu sína, faðir böm sín eða vinur vini og farið í stríðið- pessara manna verður sérstaklega minst á fs- lendingadaginn, og jafnvel þótt ekki væri til neins annars mundu flestir koma til að heyra það sem flutt verður í þeirri ræðu. íslendingadagurinn hefir afarmikla þýðingu á- valt; hann aflar nýrra krafta, nýs áhuga, nýrra hugsjóna, nýrra heitstrenginga; hann er eldsókn- ardagur vor hér í landi ;til þess að halda við þeim hita sem oss er ant um að lifi milli þjóðbrotanna austan hafs og vestan. pað er því áríðandi að þessi dagur sé vel sóttur. í ár hefir alt verið svo vel vandað og svo margt undirbúið breytilegt frá því sem verið hefir að trygging er fengin fyrir því að hátíðin verði eins fullkomin og hún hefir verið þá er bezt var. Ihugunarefni. Nú standa yfir einkennilegustu og ískyggi- legustu tímar sem veraldarsagan hefir þekt. Allar stjómarfarslegar skorður virðast vera svo lausar að engu er treystandi. pað sem stóð eins og bjarg í gær, er hrunið til grunna í dag; það sem allir byggja á vonir sínar í dag, getur verið úr sögunni á morgun. Alvaran nær til alls og allra; stærstu þjóðir hins mentaða heims eru milli heims og helju; enginn veit hvað næsti dagur hefir að flytja og allir bera áhyggju í brjósti i öllum efnum. pað sem ægilegast er og sumar Evrópu þjóð- imar horfast í augú við er þó hungrið—skortur- inn. Nýtt og nýtt flutningsbann; nýjar og nýjar breytingar og hindranir koma fram svo að segja dagslaglega, sem flytur hina voðalegu mynd skortsins skrefi nær einhverju landí og einhverri þjóð. Lengst norður í höfum er ættland vort; þar búa bræður vorir og systur. paðan hafa hingað til verið lítt hindraðar verzlunarferðir, sérstak- lega til Vesturheims. ísland hefir að sjálfsögðu verið hlutlaust land og Bandaríkin einnig að nafn- inu til fram undir þennan tíma. par hefir þvi verið á milli greið verzlun og óhindruð. Nú era Bandaríkin komin í stríðið og það hef- ir þegar komið til orða að allur útflutningur það- an yrði heftur á vörum og vistum, nema að ein- hverju leyti til bandamanna þeirra. Uppskerabrestur er sjáanlegur á komvöru bæði þar og í Canada; því fylgir það, að ekki verð- ur aflögu nema hlutfallslega lítið og er svo ráð fyrir gert að það sem út verði flutt og landið geti mist, fari til þeirra, sem í stríðinu séu banda- manna megin og fyrst um sinn eitthvað til hlut- lausu þjóðanna líka, en síðar, ef að kreppi, verði þeim neitað og ekkert flutt út nema til banda^ manna. ísland gæti þá orðið í voða statt; verði verzlunin frá Bandaríkjunum bönnuð eða þar neitað að selja vörar, er í það skjól fokið, sem bezt hefir reynzt að undanfömu. Við pýzka- land banna Englendingar þeim að verzla og á Ieið til Englands er þeim hætta búin, enda ólíklegt að þar fengjust vistir til brottflutnings ef mjög yrði takmarkaður útflutningur frá Bandaríkj- unum. En hvemig er þá fsland statt ? Hver verða þá forlög þess? Aðrar hlutlausar þjóðir geta ef til vill forðað sér frá hungurdauða með því að fara í stríðið, en það getur ísland ekki; fyrst og fremst ekki vegna þess að þar er um engan herútbúnað að ræða og sérstaklega sökum þess hver afstað- an er. pað er satt að ísland er ef til vill betur statt en f-lest önnur íönd með björg og vistir; fiskurinn er þar óþrotlegur; mjólk, kjöt og garðávextir ættu að vera nægileg um langan aldur og því ekki mikil hætta á sveltu í bráðina; en vandræðin yrðu samt tilfinnanleg; þótt þjóðinni værí engin hætta búin með það að hún mundi svelta í hel, þá gæti hún komist í hann krappann og átt við ill kjör að búa. pjóð sem er eldsneytislítil, ljósmatarlaus, saltlaus og brauðlaus er illa farin, og þannig yrði ástatt fyrir íslendingum ef algert verzlunarbann kæmist á. Auðvitað vona menn að slíkt þurfi ekki að óttast, en jafnvel það ólíklegasta getur komið fyrir nú á dögum. , En hvað eiga þá íslendingar að gera? Eða hvað getum vér hér gert ef þetta skyldi koma fyrir? pá reyndi fyrst á það hversu mikils virði það væri fyrir bræður vora austan hafs að eiga hér hauka í homi. Um þetta atriði talaði nýlega við oss einn hinna yngstu og áhugamestu Vestur-íslendinga — herra Jón G. Hjaltalín bankagjaldkeri hér í bænum. petta er alvarlegt mál sem skjótra úrræða þarf ef til kemur. Vestur-íslendingar ættu þá að koma því til leiðar að þeir fengju sjálfir að verzla við landa sína heima og selja þeim þær lífsnauðsynjar er þeir yrðu að hafa og gætu ekki fengið annarsstaðar. Vestur-lslendingar ættu að krefjast þess af landsstjóminni hér að þeir fengju að útvega bræðrum sínum vörar, ,«em þeir sæktu hingað á eigin skipum. petta eiga Vestur-íslendingar að gera ef á þarf að halda og verða að gera. fslendingar hafa átt svo mikinn þátt—lagt svo mikið fram—í þessu stríði að það er óhugs- andi að stjórn landsins neitaði þeim um þessa sanngjömu kröfu. Með almennri og einhuga samvinnu allra Vestur-íslendinga er áreiðanlega hægt að koma þessu í framkvæmd. Auðvitað er ekki víst að til þess þurfi að taka og allir sannir fslendingar vona að það verði ekki, en ráðin þurfa að vera fljót og ákveðin, ef til þess kynni að koma, og margt ólíklegra hefir skeð í sambandi við stríðið. Skipshafnaskifti. Einu sinni var félag á íslandi sem átti þilskip og gerði það út til fiskiveiða. Formaður var ráð- inn fyrir skipið og hásetar, og formaðurinn átti að velja menn í hvert sæti, eftir því sem hann áleit að bezt væri og hyggilegast. pegar skipið fór á flot í vertíðarbyrjun var skipshöfnin látin lofa því hátíðlega að vinna samvizkusamlega og trúlega; ráðvandlega og gætilega ^ Og formaðurinn var látinn vinna hátíðlegasta loforðið. Svo hófst vertíðin. En í stað þess að muna loforð sín eða efna þau, annaðhvort gleymdi for- maðurinn þeim öllum eða sveikst um þau öll — og eftir þessu höfði dönsuðu svo limimir. Skipseigendumir voru sviknir í öllu, þar sem svikum.varð við komið; skipinu var stýrt upp á sker hvað eftir annað og lá við sjálft að það lið- aðist í sundur; aflanum var ýmist fleygt á hættu- lega staði, þar sem hann fór forgörðum, eða hon- um var varið ráðlauslega eða beinlínis stolið. Skipstjórinn og fylgjendur hans fóru öllu þannig fram að helzt leit út fyrir að þeir ættu sjálfir skipið með allri áhöfn; þeir ráðfærðu sig aldrei við eigenduma eða útgerðarmennina, held- ur fóru sínu fram og gengu fram hjá þeim með fyrirlitningu og hroka. Svo var vertíðin úti, eða sá tími, sem skips- höfnin var ráðin fyrir. Stakk þá formaður upp á því að hann og hásetar sínir skyldu halda skip- inu næstu vertíð, hvað sem eigendumir segðu, án þess að spyrja þá um. Eigendumir komust á snoðir um þetta og og mótmæltu slíkum ræningja aðferðum; en for- maður gaf sig ekki að því; kvaðst hann mundu fara sínu fram ef piltar sínir reyndust samhentir sér í því að ræna skipinu. ' En á skipshöfninni höfðu verið nokkrír menn, sem ekki aðhyltust ræningja aðferðir skipstjóra og höfðu oft mótmælt þeim, þótt slíkum mótmælum væri enginn gaumur gefinn. Nú þegar til þess kom að ræna átti skipinu, eða taka það til næstu vertíðar hvað sem eigend- umir sögðu, þá risu þessir fáu andstæðingar skip- stjóra upp á móti honum og kváðust mundu beita öllu afli sínu á móti því gjörræði. Urðu mótmæli þeirra til þess að ræningjaforingjanum féllst hug- ur og hann hætti við áform sitt; spurði hann þá útgerðarmenn skipsins hvort þeir vildu ekki leyfa sér skipstjóm aðra vertíðina til. Málíð var íhugað og eftir nákvæmar yfirveg- anir komust skipseigendumir að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast mundi verða að hafa skipshafna- skifti og ráða þá eina framvegis er hefðu haft hug og drenglyndi til þess að setja sig upp á móti skipsráninu. pessi saga er ekki löng, og ef til vill ekki merkileg, en hún á ótrúlega vel við stjóraarfarið í Canada nú á tímum. Stjómamefnan sem hér hefir verið komst til valda með vanheilögu sambandi — líklega má ekki nefna það samsæri — við óvini þjóðarinnar, og keypti völdin fyrir það að afsala verzlunarfrelsi vesturlandsins. Ekki hafði stjómin útendað kjörtímabil sitt áður en hún var neýdd til þess af fólkinu að kasta fyrir borð því aðalmáli, sem hún komst til valda á. par var afnám hveititolls, sem flokkurinn taldi hættulegast og Iandráðum næst um kosningamar, en það var einmitt afnám hveititolls, sem hún varð að veita eftir nokkum tíma. Hver einasta ærleg og samvizkusöm stjóm hefði auðvitað Iagt niður völd tafarlaust, þegar hún var horfin frá aðalatriði stjómarskrár sinn- ar, en það kom Bordenstjóminni ekki til hugar; þá reyndi hún að sitja sem fastast, þegar hún hafði kastað stefnunni, sem hún komst til valda á. En svo Ieið og beið og komið var fram undir kosningar; komið fram undir vertíðar lok. Fátt var það gjörræða, sem þessi stjórn hafði ekki að- hafst; fáar þær yfirsjónir, sem hún hafði ekki drýgt Aflanum hafði hún sóað og látið stela; eftir ráðum skipseigendanna—þjóðarinnar—hafði henni ekki komið til hugar að fara. Hún fór sínu fram með þýzku einveldi og hnefarétti; hún stofnaði fleytunni í hættu og heljarklær svo að segja dags- daglega. En að vertíðarlokunum hugsar hún sér að halda áfram á sama hátt eins og hún eigi skipið sjálf án þess að ráðgast um það við hina sönnu eigendur skipsins og húsbændur sína, hvort þeir vilji ráða sig áfram eða ekki. Og fygjendur skipstjórans vora fúsir til þessa gjörræðis. En hér fór eins og í sögunni; drenglyndir menn fundust innanborðs, þótt fáir væru. sem mótmæltu óhikað og kváðust ekki mundu íylgja stjórnanda að málum í jafn miklu gjörræði og hér væri um að ræða. Framlenging kjörtímans var neitað af Sir Wilfrid Laurier og þeim djörfu drengjum, er hon- um fylgdu. pannig var landinu og þjóðinni bjarg- að frá þeirri hættu, sem yfir vofði; þeirri hættu að stjómartaumar ríkisins héldu áfram að vera í höndum þeirra óhæfu manna er þeim hafa haldið síðastliðin sex ár. (Framh. á 7. bls.). SÓNHÆTTIR (Sonnets). VIII. Hjaðninga-víg. pað þekkjast engin örlög grimmri þeim, sem árdag hvern úr friðarblundi sveik hvem höggvinn dreng í hildar-bana-leik til heljar nýrrar, kvelds í skuggageim. Og þó, í dag, á Hildur mestan heim og heimtar hvera, sem veldur fífukveik með Héðni eða Högna’, að fara’ á kreik að höggva ver og föður mundum tveim. — Nú skyldudrápið leitar lags við mann og lyddunafnið prýðir friðarskaut. — í d.'úpri þögn má horfa’ á harmleik þann: að hugargöfgi’ er stefnt á dauðans braut, og þjóð, sem unun öldum saman fann í ást og friði, Kains blóðsekt hlaut. J>. P- P 4 4- 4- f í 4- t t 4- t 4- t t t THE DOMINION BANK i STOFNSETTUIt 1871 Uppborgaður liöfuðstóll og varasjóður $13,000,000 AUar eignir ... 87,000,000 Beiðni bœnda um lán i tii búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Notre Dame Branch—W. M. HAMH/TON, Manager. Selkirk Branch—M. a BUBGER, Mana««r. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 HöfuSstólI gr.iddur $1,431,200 Varasjóðu.....$ 848,554 formaður ......... Capt. WM. ROBINSOIN Vice-President - JAS. H. ASHDOWN Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWIiF E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVWX, Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reikninga við elnstakllnga eða félög og sanngjarnir skllmálar veittir. Avisan'ir seldar til hvaða staðar sem er á lslandi. Sérstakur gaumur geflnn sparisjóðslnnlögum, sem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagðar vlð á hverjum 6 mánuðum. T' E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og Sherbrooke St., . Winnipeg, Man. 1 i': ’.L W rgwgi r?évr7»v fav vsv r?sýir?sv fav faS: r?éV fav rriý'7(»p'éSi r?év Manitobastjórnin og Alþýðumálade ildin Greinarkafli eftir starfsmann alþýðumáladeildarinnar. HNERNIG EGG EIGA AÐ GEYMAST Allir þeir sem hænsi hafa, hafa að líkindum nóg af- nýjum eggjum yfir sumartlmann. En það er alt öðru máli að gegna að hafa ætlð á reiðum hönd- um glæný egg. I>egar veturinn hefir gengið í garð og hænurnar þá að méstu leyti hættar að verpa, eða að minsta kosti hafa dregið af sér að mun. — Ef þú lætur egg á tóman disk og lætur svo diskinn á kaldan stað, þá geymast eggin máske um stundar sakir, en til eru áðrar miklu betri aðferðir til að geyma egg. A miðju sumri er hentugur tlmi til þess að ganga frá eggjum, sem neyta skal að vetrinum. Egg sem verpt eru 1 marz og aprfl má vel geyma, þó eru egg, sem verpt eru I júnl, júll og ágúst betri til geymslu; sérstaklega ef þau eru látin I þar til gjörðan lög þegar þau eru ný. Prófessor Herner á Manitoba bún- aðarskðlanum gefur eftirfylgjandi ráð til þess að geyma egg.— Egg af vissrl tegund. I>vf eldri sem eggin eru, þvf lakari eru þau til geymslu fyrir lengri tfma, þess vegna er árfðandi að leggja þau ný til geymslu, helzt meðan þau eru glæný, þvf þau geymast þess ver sem þau eru eldri, en aftur betur eftir því sem þau eru nýrri, þegar þau eru bú- in til geymslu. — Til þess að egg geymist er nauðsynlegt áð búa svo um þau að ekkert loft geti komist úr þeim og einnig þarf að ganga svo frá þeim að gerlar geti ekki komist inn f þau. Til þess að þetta geti orðið, verða eggin að vera vel hrein og skil- in alls óbrotin eða sprungin. óhrein- indi af hvaða tegund sem er utan á eggínu olla þvf að eggið rotnar á ótrú- Iega stuttum tfma. Eggin þurfa þvf að vera eins hrein og mögulegt er. Ekki ætti að þvo eggin, þvf þá nudd- ast af þeim ffn himna, sem er utan á þeim og ver þau skemdum. flátin sem brúkast skulu. Tréfata eða leyrkrukka eru beztu flát, sem hægt er að fá til að geyma egg f. Járnflát af hvaða tagi sem er, þótt þau séu galvanizeruð, má ekkl brúka, þvf þau ryðga. Leirkrukka sem tekur hér um til tuttugu potta eru beztu flátin til að geyma egg f. Krukka af þeirri stærð heldur hér um bil tvö hundruð eggjum. þegar um meira af eggjum er áð tala, þá er ætfð bezt aS nota flelrl flát, en ekki stærri er hér er tekið fram. Stór ílát eru að öðru leiti verri, bæði brotna eggin frekar f meðförunum, sérstaklega þeg- ar verið er að tæma flátin og svo geymast þau yfir höfuð betur f smærrl flátum. Einnig má taka það fram að færi svo að eitthváð kæmi fyrir svo eggin skemdust f einu flátinu, þá yrði skaðinn ekki eins mikill, þegar flátin eru ekki höfð stærri en að fram- an er sagt; svo er þunginn minni f lltlu fláti og engin hætta að það hafi áhrif á þau er neðst liggja. Eining er árfðandi að hafa flátin vel hrein þegar eggin eru látin f þau, bezt er að þvo þau úr sjóðandi vatni. Undirlriinlngur eggjaniia. Egg sem geyma skal þurfa áð vera hrein og vel skoðuð áður en þau eru lögð f flátið er þau skulu geymast 1. Munið eftir þvl að eitt strjúpað egg getur gjörskemt öll hin eggin t Ilátinu. Aðferð að reyna egg. Reynið eggin við sólarljós en ekki lampaljós, sem þó er all-alment. Herbergi skal valið með glugga á móti suðri; allir aðrir gluggar á her- berginu skulu byrgðir vel, svo engin birta komist inn um þá. Tak sfðan olfudúk og negl fyrir gluggann 4 suð- úrhliðinni og sker lftið gat á dúkinn á stærð við hænu egg. Taka skal svo hvert egg fyrir sig og halda þvt *upp að birtu þeirri er kemur I gegnum gatið og mun þá sjást svo vel t gegn um þau að enginn vandi er að velja úr þau sem eru ógölluð, aðeins skal velja þau egg til geymslu sem lftiB eru farin að síga. Oll egg hafa tömt rúm 4 digrari endanum og það rúm verður stærra eftir þvf sem eggin eru eldri. En þvf minna esm þetta rúm er. þvf betri eru eggin. Aðeins skal taka þau egg tll geymslu sem hafa aðeins örlftið rúm eða hol, og ber þá mjög lítið á þvf rauða f gegn um birtuna. Eftir þvf sem eggin eldast eykst þetta rúm og er það óyggjandi merki þess að eggið er að skemmast og má alls ekki taka slfk egg til geymslu. þegar eggin • eldast ber meira á þvl rauða í þeim en hvftan verður þynnri og lfkari vatni; einriig sést þá vél ef nokkur sprunga er f skurninni, þvf hún getur verið þar þó hún ekki sjáist, nema við þessa ná- kvæmu aðgæzlu. Bezt er fyrir bóndann að láta taka eggin á hverjum degi og safna þeim f tlátið sem þau eiga að geymast f, þar tll flátlð er fult orðið. í bæjum er alt erfiðara við að eiga, Þvf þar yrði að taka eggin, ef þau eru keyft, og prófa þau, en þá er naumast hægt að vera viss um að þau séu góð til geymslu og þvf mjög varasamt að reyna að geyma þau. pó má lengi geyma egg, ef farið er eftir þessum reglum og vel vandað til með tlátið og aðferðina. — Pegar egg eru reynd þá skal halda þeim’ upp að Ijósinu, sem áður er sagt, digrapi endinn skal snúa upp, halda þeim með þumalfingrl og vísifingri og snerta að eins hliðar eggs- ins en alls ekki endana. pannig getur maður vel séð fyrst holið eða rúmið f endanum á egginu, sem þá snýr upp og einnig með þvf að hrista það ofur- lítið þá sést vel f hvaða ástandi bæði rauðan og hvftan er. Einnig sést vel ef skemt af hvoru tagi á sér stað. Lögurinn. þegar búið er að safna nógum eggj- um til þess að fylla flát það er þau skulu geymast f, þá er næst að búa til löginn sem rent er & þau. Margar að- ferðir eru til, sem hafa verið notaðar, aðal-skilyrðin eru þó þau að alt sé vel hreint sem sem að þvf lýtur.. Fyrst notuðu menn mjölhýði (Bran) hafra eða salt til að geyma egg sfn f. En egg geymast illa f þessu og verða bragðvond, og hið rauða vill lenda út að skurninni og festast við það. Ef það er notað þá þarf sérstaka varasemi með jafnan hita og þurk I kring um þau. En eggin verða þó aldrei jafn- góð í þvt ’til lengdar. Sumir hafa vafið hvert egg út af fyrir sig f pappfr og lagt þau svo á kaldan stað, en þessi að- ferð er ónotandi, því eggin tapa sér og verða bragðlaus eftir lítinn tfma; Sama má segja um þá aðferð sem "þó a,ll oft hefir verið notuð að rjóða féiti á egginn. Eggin tapa bragðinu og verða ólystug. Sumir halda þvf fram að egg megi geyma ef þeim er dýpt 1 sjóðandi vatn. En það er ekkí rétt þvl þau egg sem þannig er farið með geymast alls ekki lengur en þö að það væri ekki gjört. Egg sem geymd eru f fslíúsi geymast vanalegast ver en þau sem geymd eru f lög. pau egg sem geymd eru í legi, sem tilbúinn er eins og hér á eftir er tekið fram geymast bezt og lengst, halda sínu upprunalega eðli — tapa sér minst að öllu leyti — og yfir höfuð er það margreynt sú áreiðanlegasta aðferð. Kalkvatn. Lögur þessi skal búinn til úr hreinu vatni og um fram alt verður kalkið sem notað er að vera hreint, hvftt kalk. Nota skal tvö pund af kalki f átta potta af vatni. þegar kalkið hef- ir jafnað sig og samblandast vatninu skal bæta við vatni svo það verði tuttugu pottar (5 gallon) og þá er fenginn nógur lögur til að geyma 30 til 4 0 tylftir af eggjum. pegar kalkið hefir jafnað sig vel skal hræra vel f, þar til lögur þessi er allur jafn og kaikið hefir samlagað sig vatninu sem bezt. þegar þetta hefir verið gert nokkrum sinnum, skal renna á eggln aðeins því af leginum sem er hreint, en fleygja þvf sem kalkgrugg er f, þvf það er ónýtt. Bezt er að láta dálftið af legi þess- um f flátið (svo að nema sex þuml.), áður en eggin eru Iátin ofan f það, þvf þá er minnf hætta á að eggin brotni þegar þau eru látin f það. Egg- in munu fljðta dálftið eða lyftast f leginum, en það er að eins f bráð og sakar ekki. Lögurinn ætti að fljóta yfir eggin svo sem tvo þumlunga, Ilátin ættu svo að vera lárétt og fyll- ast á barma. pegar þetta er búið þá skal bræða fjórar únsur (einn fjórða úr pundi) af ‘'paraffln” og hella þvf ofan yfir. pað gerir lofthelda húð ofan 4 og ver allri útgufun. Egg geymd í vatnsglösuin. pað er iriáske auðveldara að geyma egg 1 glerkrukku með vatni 1, en efn- ið kostar meira; það er auðveldara að útbúa það heldur en kalklöginn. Tilraunir sem gerðar hafa verið á búnaðarskóla Manitoba fylkis hafa sýnt að kalkvatnið reyndist mun bet- ur. Egg voru látin I hvorttveggja og valin jafnti en þegar þau voru tekin upp aftur eftir sama geymslutíma, þá reyndust þau eggin að öllu leyti betri, sem í kalkvatninu voru geymd. Vatn- ið sem hér er átt við má kaupa l lyfjabúðum fyrir 15 cent pundið. petta er þykkur ljósleituf lögur, sem þynnist við yl — tilsögn um að búa til Þennan lög er vanalega prentuð 4 ílát það, sem hann er seldur .. —- Taka skal soðið vatn og láta f það sem svarar einn tfunda hluta af legi þeim er áður var getið, haf vatnið nýmjólkurvolgt þegar hann er látinn sarnan við það, þó verður að kæla þenna lög vel, áður en eggin eru látin ofan f hann og loka svo flátinu á sama hátt með “paraffin”, elns og þegar kalk er notað. í þessum legi er hætt við að þau egg, sem næst eru botnin- um, verði ekkl elns góð og þau. sem ofar eru. þessi lögur verður að e’ins notaður einu sinni. þegar eggin eru svo tekin úr og notuð, skal stinga tftuprjóni f gegn um digrari endann á þeim áður en þau eru soðin, þá brotna þau ekki f suðunni. Ef eggin skemmast þegar þessi að- ferð hefir verið höfð, þá er það ein- hverju af því um að kenna, sem hér 4 eftir er upp talið. 1. Eggin verið skemd þegar þau voru látln t Ilátið. 2. óvandlega genglð frá þeim. 3. Lögurinn ekki vel tll búlnn. 4. flátið verlð f of mlklum hita. Með þvf að vanda si£ vel og fara nákvæmlega eftir þvf, sem hér er fram tekið, má geyma egg ðskemd f átta til tfu mánuði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.