Lögberg - 27.09.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.09.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. eru”, greip Ja^na Chesney fram í fyrir sjálfri sér, til skýringar á málshættinum; ‘mótlæti gerir huga manneskjunnar harðan, eða opnar hann fyr- ir paradís’. pegar hinn stóri skuggi mótlætisins, hin voðaega beinagrind kemur til þín, Lucy, verður þú að láta hann gera hið síðara”. “petta er fallegur málsháttur, Jana, mér líkar hann vel,„ sagði Lucy. “Mótætið gerir huga manneskjunnar harðan, eða opnar hann fyrir Paradís”. XV. KAPÍTULI. Chesney kapteinn. Laura hafði flýtt sér upp stigann þegar faðir hennar kallaði. Chesney kapteinn sat í hæginda- stól með fætur sína hvílandi á hallandi fótaskemli. Umbúðum var vafið um fæturna, eins og oft þarf að vera þegar þeir kveljast af gigt. Hann var alveg magnlaus í fótunum; en tunga hans og hend- ur voru langt frá því að vera magnþrota; hend- urnar framleiddu endalausan hávaða með prikinu og tungan vakti mikinn hávaða, sem íbúum húss- ins kom mjög illa. Hann leit gremjulega á Lauru “Varst þú að leika á píanóið ?” “Já, pabbi” “pað hefir þá ekki verið Lucy ?” “pú veizt það vel, pabbi, að Lucy kann ekki að leika þannig”. “pað er gott fyrir hana”, öskraði Chesney kapteinn, um leið og hann fann til stingandi verkj- ar, “því annars hefði eg skipað að hýða hana og láta hana svo í bólið. pví leyfir þú þér að kvelja mig með þessu skrækjandi píanói? Eg ætla að selja það?” pareð kapteinninn kom með þessa hótun á' hverjum degi, hafði hún lítil áhrif á Lauru í þetta skifiti. “Hvar er Jana?” “Hún situr yfir hinum endalausu reikning- um, pabbi”, svaraði Laura, sem satt að segja leit ekki á föður sinn með jafnmikilli lotningu og ást eins og Jana gerði, og var ekki ávalt eins hlýðin og hún hefði átt að vera. “Svei!” svarði faðirinn. “Láttu hana kasta þeim í eldinn”. “Eg gerði það, ef eg væri í hennar sporum”, sagði Laura; en þessi orð móðguðu föður hennar svo mikið, að í heilar fimm mínútur hélt hann áfram að sneypa Lauru. “Er yf irheyrslan af staðin ? “Eg veit ekkert um það, pabbi”. “Hefir Carlton komið hingað?” Nei”, svaraði Laura, um leið og hún laut niður til að strjúka hrukkumar úr sessunni undir fótum föður síns, til þess hann tæki ekki eftir roðanum sem kom fram í kinnar hennar. En um leið varð henni ósjálfrátt á að koma við veikari fótinn á viðkvæmasta blettinum, og hinn ógæfusami kap- teinn, einn af óþolinmóðustu manneskjum til að þola sársauka, orgaði, hristi prikið sitt og end- aði með því að ausa úr sér, því sem Laura var vön að kalla níð. “Pabbi, mér þykir þetta mjög leitt; hendin mín rann ósjálfrátt”, sagði hún afsakandi. “Hefir þú nokkru sinni haft fótagigt, ungfrú Laura Cesney?” “Nei, pabbi”. “Máslje þér vilji þá þóknast að vera dálítið varkárari, þegar þú átt við þá sem hana hafa, og láta ekki hendur þínar renna. Alt sem þú dugar til, það er að kvelja þjáðar manneskjur. Hvað viltu hingað? pví lætur þú ekki Jönu koma upp?” “Hvað er þetta, pabbi, þú kallaðir á mig”. “Rugl. pví kemur Carlton ekki? Hann svíkst um skyldu sína, sá piltur. Hann hefir ekki komið hér í allan dag. Mig langar til að segja honum upp læknisþjónustu hans og fá hingað í staðinn annanhvorn Greysbræðranna. Eg vildi að eg hefði gert það strax, þegar eg kom hingað; þeir eru aðgætnir og stimamjúkir. pú átt að Bkrifa honum seðil og segja hónum, að hann skuli ekki stíga fæti inn fyrir mínar dyr aftur”. Laura varð fremur hnuggiil. Hún var hrædd um að hann framkvæmdi hótan sína. “pað er ekki hægt að reka hann án þess að borga honum”, sagði hún lágt, í þeirri von að þetta myndi draga úr ætlan hans, og kapteinninn ræskti sig. “Er Pompey kominn aftur?” spurði hann, meðan Laura stóð niðurlút fyrir framan hann, og vogaði ekki að fara fyr en hann skipaði henni það. “Nei, pabbi. Hann getur naumast haft tíma til að vera kominn aftur”. “En eg segi jú”, sagði kapteinninn þver. “Hann hangir yfir þessari yfirheyrslu til að heyra hvað þar á sér stað. Einn heimskingi dregur aðra með sér. Eg skal jafna á honum með prikinu mínu, þegar hann kemur aftur. Gefðu mér þetta!” Kapteinninn barði svo hart á borðið með prik- inu sínu, sem stóð í nánd við hann, að bollinn með soðhlaupinu hoppaði upp og var nærri dottinn. Laura rétti honum bollann og teskeiðina. “Hver hefir búið þetta soðhlaup til?” spurði hann, þegar hann hafði smakkað á því. “pað — það hefir liklega Jana gert”, sagði hún hikandi; því Laura áleit sig of góða til þess að skifta sér af heimilisstörfum. Hún vissi ekki fremur en maðurinn í tunglinu hvemig þau voru framkvæmd, né hver gerði þau, að undanteknu þvi að það var annaðhvort Jana eða vinnukonan. “Mér þætti gaman að vita h\ ort þetta er soð- ið af kálfalöppum eða kýrhælum ?” sagði kapteinn- inn urrandi og smakkandi á hlaupinu. “Sé það ekki soðið af kýrhælum, þá lýg eg”, sagði hann svo í ákveðnum róm. “Um hvað hugsar hún Jana? Eg hefi sagt henni að eg vildi ekki snerta við hlaupi, sem soðið er af kýrhælum. Lélegt rusl!” “Eg held, pabbi, að þér skjátli; því mig minn- ir að Jana beiddi um fáeinar kálfafætur fyrir fá- um dögum síðan”, sagði Laura. En hún sagði það að eins til að hugga hann; og þessi bráðlyndi, gamli sjómaður hélt áfram að neyta hlaupsins. “Hvað sagði Clarice ?” spurði hann. ‘Clarice?” endurtók Laura og leit á hann stór- um augum, undrandi yfir spumingunni, en einnig yfir því að heyra föður sinn nefna þetta nafn. Gamli maðurinn opnaði nú augun og horfði fast á dóttur sína: “Eg spurði þig hvað Clarice hefði sagt”. “Sagt, nær þá, pabbi ?” “Nær? ó, Jana heyrði frá henni einn morg- uninn núna. Var það ekki á þriðjudaginn?” “Jana hefir ekki heyrt neitt frá Clarice pabbi”. “Jana hefir heyrt frá henni, unga stúlka. pví ætti hún að hafa sagt það, ef það væri ekki tilfell- ið. Nú, svo þú vilt helzt dylja mig þess?” “pað er alveg satt, pabbi”, sagði Laura, “hún hefir ekkert heyrt frá henni. Eg er alveg sann- færð um að hún hefir ekkert heyrt. Hefði hún eitthvað heyrt, þá hefði hún sagt mér frá því”. Sár verkjarstingur leið nú í gegn um hægri fót kapteinsins. “Eg vil að þú verðir skotin”, 'oskraði hann. “pá fengir þú það, sem þú verð- skuldar, af því þú ert að reyna að tæla föður þinn. Eg væri lagleg brúða í höndum þínum, ef eg hefði ekki Jönu. Héma settu hann burt. Og nú máttu fara”. Laura lét bollann á borðið aftur, og fór til systur sinnar, glöð yfir því að geta losnað. “Pabbi er svo önugur í kveld”, sagði hún. “Alt finst honum öfugt”. “Veikindi gera fólkið geðstirt, einkum karl- menn”, sagði Jana, sem alt af var reiðubúin að afsaka föður sinn. “Og pabbi, eins og þú vaizt, hefir alt af vanist því, að menn hlýddu honum skiljnrðislaust á hans eigin skipi, alveg eins og hann væri konungur í litlu riki”. ' “Eg býst við að skipverjar hafi verið glaðir og liðið vel á þeim tímum”, sagði Laura, en Jana lét vera að spyrja hvað hún meinti; hún gat ekki alt af mótmælt skoðunum hennar. “Af hverju var hlaupið soðið, Jana, af kálfafótum eða kúa- hælum ?” “kúahælum”. “Nú, p&bbi uppgötvaði það, eða hélt að hann hefði uppgötvað það, enda þótt eg sé viss um að hinn smekkvísasti gómur í heiminum geti ekki fundið mismuninn, þegar búið er að bæta smekk þess með víni og sítrónum. Hann sagðist furða sig á því að þú, Jana, skyldir matreiða handa hon- um kýrhæla. Eg var neydd til að segja honum að það væru kálfafætur til þess að gera hann á- nægðari”. Jane Chesney stundi þungan, “kálfafætur eru svo dýrar”, sagði hún. “Eg gerði þetta í bezta til- gangi. Ef pabbi að eins vissi hve erfitt, já, jafn- vel ómögulegt, eg á með að gæta þess, að útgjöldin verði ekki miklu meiri en tekjumar”. Og allir aðrir en þú myndu segja honum það”, svaraði Laura djarflega. En Jana hristi að eins höfuðið. “Jana, hefir þú nýlega heyrt frá Clarice?” sagði Laura aftur. Ungfrú Chesney leit upp undrandi. “Hefði eg heyrt frá henni, Laura, þá er ekki sanngjamt að ætla að eg hefði dulið þig þess?” “Pabbi segir, að þú hafir sagt sér að þú hafir heyrt frá henni á þriðjudaginn. Eg sagði að þú hefðir ekkert heyrt, og hann sakaði mig strax um það, að eg vildi dylja fregnina fyrir honum”. * “Pabbi segir að eg hafi sagt honum, að eg hafi heyrt frá Clarice ?” endurtók Jana steinhissa. “Hann segir, að þú hafir sagt sér, að þú hafir heyrt frá henni á þriðjudáginn”. “Hvað er þetta, hvað hefir getað komið föður mínum til að hugsa þannig? Bíðum við!” bætti hún við, þega hún alt í einu virtist muna eftir ein- hverju. “Nú veit eg hvemig þessi misskilningur hefir myndast. Eg nefndi nafn Clarice fyrir pabba í þeirri von að hann fengist til að rjúfa þögnina og tala um hana. Eg sagði að eg héldi að við íengjum bráðum að heyra frá henni. pað var á þriðjudaginn”. “Hvers vegna heldur þú, að við fáum bráðum að heyra frá henni ?” r Af því — af því” — ungfrú Chesney talaði sjáanlega ígrundandi — “að eg aðfaranótt þriðju- dagsins hafði mjög undarlegan draum. Eg er viss um að við fáum að heyra frá henni, áður en langir tímar líða”. Laura Chesney fór að hlæja. “ó, Jana, þú kemur mér einhverntíma til að deyja af hlátri yfir draumunum þínum. Segðu okkur hvað það var, sem þig dreymdi. “Nei, Laura, þú myndir að eins gera það hægilegt”. Lucy Chesney læddist til elztu systur sinnar. “Jana, segðu mér það; ó segðu mér það; eg skal ekki gera það hlægilegt, mér þykir svo gaman að heyra drauma. Jana hristi höfuðið á þann hátt, sem Lucy vissi að var sama sem ófrávíkjanleg neitun. “pað var ekki skemtilegur draumur, Lucy, og eg segi ekki frá honum. Eg hugsaði mikið um Clarice á þriðjudaginn, sem var afleiðing draumsins, og eg leyfði mér að nefna nafn hennar frammi fyrir pabba. pað er á þann hátt sem misskilningurinn hefir myndast”. “Var draumurinn um hana?” spurði Laura. og Jana Chesney tók ekki eftir dulda háðinu sem í rómnum lá. “Já. En mér þætti mjög leitt að verða að segja nokkri manneskju frá honum, sannast sagt, eg gæti það ekki. Draumurinn er svo voðalegur, svo yfirburða hræðilegur”. Nú voru þær truflaðar. Vinnukonan opnaði dymar að dagstofunni og stakk höfðinu inn; and- lit hennar var í meira lagi ólundarlegt. “Ungfrú Chesney, ökumaðurinn er kominn aftur, og heimtar að fá að tala við kapteininn”. “Chesney kapteinn er veikur og getur við eng- ann talað”, svaraði Laura í skipandi róm, áður en Jana gat sagt eitt orð; segðu honum það, Rhoda”. “pað gengur ekki að eg segi honum það, ung- frú Laura. Hann segist ætla að standa hér í alla nótt, þangað til hann fái að tala við kapteininn eða einhvern annan af fjölskyldunni. Hann sagði mér að fara inn og eyða ekki tímanum með því að tala við sig, því að hann tæki ekki á móti neinu svari frá mér”. “Eg skal fara og finna hann, Rhoda”, sagði Jana lágróma. “ó, Laura”, sagði hún og hné aft- ur á bak í stólnum, þegar þeman var farin, “en hvað eg er þreytt og leið af öllu þessu. Eg kysi næstum heldur að vera dauð, en að verða að mæta einum af þessum skuldheimtumönnum, sem eg get ekki borgað.” Á þessu augnabliki heyrðist í prikinu hans Chesney kapteins, sem barði ákafl í gólfið, og um leið hrópaði hann á Jönu. Hann þoldi aldrei neina bið, svo Jana vissi að hún varð strax að hlaupa upp til hans. “Hann tefur mig máske lengi, Laura eg veit ekki hvað hann vill mér — eg vildi að eg mætti sitja hjá honum til þess að vera til staðar þegar hann vill eitthvað. Laura, getur þú í þetta skifti farið út til þessa manns ?” “pegar eg verð að gera það, þá hlýt eg að fara”, svaraði Laura Chesney, “en eg vildi heldur ganga heila mílu í öðru erindi. Og þó, Jana, í raun réttri hefi eg enga heimild til að vera lausari við þessi óþægindi en þú”. “pú getur naumast stilt þá eins vel og eg; þú mundir reiðast og verða ofstopafull gagnvart þeim”, svaraði Jana um leið og hún hljóp upp stigann. “Eg kem, eg kem, eg kem, kæri pabbi”, hrópaði hún svo; því prikið ólmaðist hamslaust. Ungfrú Laura Chesney gekk eftir malarstign- um, sem lá í kring um flötina, og leit niður að grindarhliðinu. par stóð maður með göfugt og virðingarvert útlit, klæddur frakka sem sýndist vera úr flaueli. Hann var eigandi eineykisvagns þar í nágrenninu, sem Chesney kapteinn hafði not- að allmikið, því hann hafði yndi af að aka um kring úti á landinu, en hann hafði ekki haft jafn mikið yndi af að borga strax. Án þess að líta á fátækt hans og hinar takmörkuðu tekjur, var Chesney kapteinn jafn áhyggjulaus um peninga og fleátir sjómenn eru vanir að vera; hann hleypti sér ekki í skuldimar eins mikið af ásettu ráði og af ónærgætni. Honum kom aldrei til hugar, þegar hann bað um vagninn til að aka sér til hressingar í tvær stundir, og settist allrogginn á vagnsætið með prikið í herfdi sinni og einhverja af dætrum sínum við hlið sína, að borgunartíminn hlyti að koma. pá var hann vanur að vera viðfeldinn og þægilegur við ökumann, og hann sneri sér þá við í sæti sínu og sagði frá nafni og ýmsu fleiru um þá staði sem þeir fóru fram hjá; það var naumast til þægilegri maður í heiminum en Chesney kap- teinn, þegar honum þóknaðist að vera það. En borgunartíminn var nú kominn fyrir löngu síðan. Maðurinn átti talsvert hjá Chesney og gat ekki fengið það. Chesney kapteinn er veikur og'getur ekki tal- að við neinn”, sagði Laura þóttafull. “Getið þér ekki borið skyn á það?” “Eg hefi tekið á móti mörgum slíkum svörum ungfrú”, svaraði maðurinn. “Eg kem hér dag eft- ir dag, viku eftir viku, og alt af er einhver afsök- un reiðubúin. ‘Kapteinninn er úti’, eða ‘kapteinn- inn er veikur’. pað er kominn tími til að þetta hætti”. “Hvað viljið þér?” spurði Laura. “Hvaðvileg? Eg vil fá peningana mína. Nú skal eg segja yður nokkuð ungfrú. Eg er fátækur maður, hefi konu og fjölskyldu að sjá um, og kon- an mín er veik og liggur í rúminu. Ef eg get ekki fengið þá peninga sem kapteinninn skuldar mér, verð eg eyðilgður maður, og eg vil og verð að fá þá”. Hann talaði kurteislega, en þo með ákveðinni rödd. Laura óskaði sér af alhuga, að hún gæti borgað honum. “pér hafið ungfrú, kapteinninn og sumar af stúlkunum, ekið um kring í mínum vagni, og á þann hátt komið í veg fyrir að eg hefði getað leigt öðrum hann, sem mundu hafa borgað mér. og þegar eg svo kem til að biðja um pað, sem mér til- heyrir, get eg aldrei fengið neitt”. “Er það mikil upphæð?” spurði Laura. “pað eru sjö pund og tólf shillings. Ætlið þér að borga mér ungfrú ?” Hún varð alveg hissa af að heyra hvað það var mikið. “Eg vildi að eg gæti borgað yður”, sagði hún ósjálfrátt, “en eg hefi ekkert til að borga með”. “Viljið þér leyfa mér að koma inn og tala við Chesney kaptein sjálfan?” “pegar eg segi yður að hann sé veikur og geti ekki talað við yður, þá segi eg yður sannleikann”, svaraði Laura. “pér verðið að koma, þegar hann er hressari. “Já, hlustið þér nú á mig, ungfrú”, sagði mað- urinn. “J?ér viljið ekki borga mér, og það er má- ske satt að þér getið það ekki, og þér viljið ekki leyfa mér að koma inn til kapteinsins, sem getur borgað. Eg vil þess vegna vera yður mjög þakk- látur, ef þér viljið færa honum boð frá mér. Mér þykir mjög leitt að verða að vinna nokkrum manni mein, segið þér honum það; en eg verð að gera það til sjálfsvamar; nú er fimtudagur, og eins víst eins og við stöndum hér, ungfrú, læt eg stefna honum fyrir skuldina, ef að mér verða ekki borg- aðir peningamir frá þessari stundu og þangað til á hádegi á laugardaginn”. Maðurinn sneri sér við um leið og hann talaði þessi orð, og gekk hratt ofan Br.kkann. Laura hallaði sér að girðingarhliðinu gröm í skapi. Hún varð ekki eins oft fyrir slíkum óþægindum og Jana og það var máske gott; því Laura hafði ekki jafn mikið umburðarlyndi né stillingu. Henni fanst á þessu augnabliki að einhver f jarlægur afkimi væri betri hvíldarstaður en heimiið. Alt i einu leit hún upp; það var einhver .að koma, sem var orðinn *— ■ MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að það að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. J?að er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLöKKVANDI “HUÓÐLAUSAR 500” ^ddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu vérið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Whaleys blóðbyggjandi lyf VoriS er komiö; um þaö leyti er altaf árítSandi atS vernda og styrkja likamann svo hann geti staíSitS gegn sjúkdómum. ÞatS vertSur bezt gert metS því atS byggja upp blótSitS. Whaleys blótSbyggjandi metSal gerir þatS. Whaleys lyfjabúð Homi Sargent Ave. og Agoea St. Meiri þörf fyrir] Hraðritara og Bókhaldara J?að er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — J7eir sem hat'a útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BII51NESS COLLEGE IUMITED WINNIPEG, MAN. JOSIE & McLEOD Gera viÖ vatns og hitavélar i húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame Tals. G. 4921 TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot. hring- orm, kláða ög aðra húðsjúkdóma Laeknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., S09 Somerset Block, Wlnnlpeg Silki-afklippur til að búa til úr duluteppi. Vér höfum égsett úrval af stórum pjötlum meðalls. konar litum Stór pakki fyrir 25c 5 pakkar fyrir $1.00 Embroidery silki af ýmsum tegundum og ýmsum litum 1 unzu pakki aðeins 25c Peoples Specialties Co. P.O. Box 1836 Winnipcf, Man. Willíams & Les Reibhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Állskonar viðgerðir. Kapt. Stephan Sigurðsson.j Sólin gylti haf og hauður, hvergi sást á lofti ský, andaði blæinn unaðsþýður yndisskrúða ljóssins í. Vorboðarnir virtust allir vera að boða ró og frið. Sælt er líf um sumardaga sólskinsblíða og hreinviðrið. Uppdró ský, þar engann varði, andaði köldum dauða gjóst. Fluttist sorgin hús úr húsi, harmi fyltist margra brjóst. Nú var eins og norðan bilur nísti bæði sál og líf, heyrðust djúpar hrygðar stunur hljóðir sátu menn og víf. Hvað veldur þeirri vora breyting ? um vor er komið nákalt haust, hrygð er mörgum manni í sinni, mist þeir hafa stoð og traust. Stefán Sigurðsson er látinn, sveifar dauðablæja lík. Nú hefir svarta sorgarskýið sezt að yfir Breiðuvík. prjátíu ár eg þekti drenginn, þekti hann fyrir bezta vin, þegar æska, líf og leikur, laufguðu frægan örfahlin. Bar hann langt af meðal mönnum miklu kom því oft í verk. Höfðingi var heim að sækja, höndin mild og líka sterk. Bifreiöar skoSaöar og endurnýjaS- ar fyrir sanngjarnt ver5. Barna- vagnar og hjólhringar á reifium höndum. 764 Skerbrcoke St. Hopbí lotlf Dflnn Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur viS uppboð Landbúeaðaráhöld. a.a- konar vcrzluaarvörur, húabúnað o* fleira. 284 Smith St. Tals. M. 1 781 ATHUGIÐ! Sm&auglýslnear f blaðlS rertfm alls ekkl teknar framveKts nema þvf aðeins að borgun tylgL Verfl er 35 œnt fyrir hvern þumlnns dáikslengdar f hvert sklftl. Gngln auKlýsinK tekln fyrlr minna en 25 cents í hvert sklftl sem hún btrtlst. Bréfum með sináaugiý.lnpum, ncni borgun fylfftr ekkl verður alls ekkl sint. Andlátsfregnir eru btrtar án end- nrjtjaids undlr eins og þter berast blaðinu, en æftminningar og erfi- ljóð verða alls ekki blrt nema borg- un fylgi með, sem svarar 15 cent- um fjrrfr bvern þumlung dálks- lengdar. Brown & McNab Aldrei eg um æfi mína öruggari þekti mann, um dugnað hans ei deila þurfti, dauðinn einn gat sigrað hann, framarlega í fyiking hverri fanst hann þegar styrjöld var, hopaði aldrei hót frá merki, hetja stóð og barðist þar. Hans var mjúka og milda hjarta meira vert en annað flest, gaf hann snauðum, gladdi sjúka, gafst í öllum raunum bezt, óhætt mátti á hann trey^ta aldrei sína köllun sveiic, oft með sinni léttu lundu lífið gjörði að skemtileik. Honum færi hinstu kveðju hans yfir leiði felli tár. Minning góð mun lengi lifa, — læknar tíminn hjarta sár, — veit eg hann á Ijóssins landi, leikur nú við börnin sín, þar sem eilíf alda sólin endalaust og stöðugt skín. 22. maí 1917. Hraun karl. Eimreiðin. “Eimreiöin" er þjóBarþing, þökk fyrir hana Valtýr minn, fer hún Lög og IváS um kring, leidd í kot sem hallir inn og hjá sönnum Islending ætíð gestur velkominn Selje i heildsölu og smá.ölu myndir^ myndaramma. Skrifið eftir verði á staekkuðum myndum 14x20 175 Carlton St. Tals. N|ain 1357 »— " ■» GIGTVEIKI Ileimalækniug veitt af þeim sem hlaut hana. Vorið 1893 varð eg velkur af vöðvagigt og bðlgugigt. Eg kvald- ist eins og allir sem þessa veiki hafa I 2 til 3 ár. Eg reyndi tyf eftir lyf og lækni eftir læknl, en batnaðl aidrei nema rétt 1 bráð'lna. Loks fékk eg lyf sem læknaði mig alveg og eg hefl aldrei orðið veikur aftur. Eg hefi gefið þetta lyf mörg- um sem kvöldust voðalega; Jafnvel þeim sem lágu römfastir af gigt og það hefir aldrel brugðist að lækna. Eg vil láta alla sem þjást af þessari voða veiki — glgtinnl, reyna þetta ágæta lyf. Sendið ekki eitt einaqta cent; sendlð að eins nafn og árltun og mun eg þá senda lyfið ókeypis til reynslu. Eftir að þér hafið reýnt það og það hefir lækn- að yður af gtgtinni þá getlð þér sent verðlð, sem er $1.00 en munlð eftir þvt að eg vil ekki að þér sendið peningana nema þvi að elns aS þér séuð vlljugir að gera þáð. Er það ekki sanngjarnt? Hvað á að þýða að þjást lengur þegar yður er beðin llkominn lækning ókeypis? Dragið ekki að skrifa; gerið það dag. MARK H. JACKSON, No. 458D Gurney Bldg., Syracuse, N. T. .—— S. /. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.