Lögberg - 27.09.1917, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1917
Bæjarfréttir.
Sveinbjörn lögmaöur Jolinson kenn-
ari við Grand Forks háskólann og
Ester Henryetta Stella voru gefin
saman í hjbnaband fyrra sunnudag í
Manchester í Minnesota.
Ásgeir GuSjónsson fyngrij frá
Wynyard kom hingað nýlega og var
skorinn upp við botnlangabólgu fyrra
þriðjudag af dr, Brandson. Honum
hefir heilsast ágætlega og er um það
leyti að fara heim aftur.
Thos. H. Johnsón ráðherra og fjöl-
skylda hans fóru vestur til Argyle í
vikunni sem leið. Var hann að heim-
sækja frændur og vini ög dvöldu þau
fáa daga.
Stúkan Isafold, I.O.F. heldur fund
næsta fimtudagskveld 't Jóns Bjarna-
sonar skóla. Áríðandi að félagsmenn
mæti, því mál er fyrir fundinum sem
alla varðar. Fundurinn byrjar kl. 8
síðdegis.
Samkvæmt skýrslu í “Edenburg
Tribune” hafa 201 maður mætt af 234
sem áttu að niæta til herskoðunar á
vissu svæði i Norður Dakota þar sem
margir ísendingar búa. Af þessum
234 sem alls áttu að mæta eru að eins
45 sem ekki hafa beðið um undan-
þágu frá herþjónustu. Kemur það
heim við þá frétt sem nýlega birtist
i blöðunum að um 80% af öllum her-
skyldum mönnum í Bandartkjunum
sæktu um undanþágu.
Oddur Dalman kom nýlega vestan
frá Kyrrahafsströnd til Dakota og
verður þar um nokku n tíma hjá móð-
ur sinni og skyldfólki.
Mrs. E. O. Jónsson héðan úr bæn-
um fór nýlega suður til N. Dakota
að heimsækja frændur og v'ini þar á
meðal Mr. og Mrs. Hjartarson að
Qarðar.
Nokkrir Dakota menn fóru nýlega
vestur til Wynya'ds og ætla að vinna
þar við þreskingu; þar á meðal vitum
vér um þessa: Sigfús Thorlacius,
Einar Thorlacius, Sigu ður Snydal,
Jón Snydal, Th. Thorleifsson og
Ólafur Johnson.
“Edinborg Tribune” telur upp nöfn
kennara við alþýouskólana þar syð a
og virðast þeir allir vera íslenzkir;
þar á meðal eru þessir: Katrín Ol-
afsson, Fríða Johnson, Elizabet 01-
geirsson og Margrét Eyjólfsson.
Sama blað segir frá því að Good-
templa a stúka á Garðar og Rauða-
krossfélagið þar vinni í félagsskap
að þvi að safna gjöfum handa her-
mönnum áður en þeir fari í stríðið.
H. Hermann starfsmaður Lögbergs
fór norður til Árborgar á laugardag-
inn og dvelur þar nokkra daga.
Christján Olafsson umboðsmaður
New York Life félagsins kom í vik-
unni sem leið af þingi því sem hann
sat suður í Atlantic borg: hann
kom einnig til New York og fleiri
staða.
“Advence” segir að Mrs. J. Bene-
diktsson frá Markerville sé stödd í
Wynyard að heintsækja systur sina
Mrs. Stephan Magnusson.
Friðrik Halldórsson, sonur þeirra
H. J. Halldórsscnar kaupmanns i
Wynyard og konu hans sem getið var
um nýlega að hefði horfið i stríðinu,
er fallinn. Hafði hann fallið 15.
ágúst. Friðrik Var fæddur 6. júlí
1895 í Hallson í Norðttr Dakota.
Hann var mjög gerfilegur piltur og
vel gefinn.
Björn Johnson sonur Jónasar John-
sonar í Wynyard er sagður særður í
stríðinu; blöðin geta þess ekki hversu
mikið það er.
Halldór Albertson er nýlega kominn
sunann frá Minneapolis og St. Paul;
hefir hann dvalið þar í sumar.
Björn Ólafsson frá Vidi og Ólafur
.bróðir hans frá Riverton kom til bæj-
arins fyrra þriðjudag með vagnhlass
af gripum og sauðfé. Þeir fóru heim
aftur næsta dag.
Ólafur Friðriksson frá Vidi var á
ferð í bænum fyrra þriðjudag og fór
heim aftur næsta dag.
Friðrik Kristjánsson trésmiður
slasaðist fyrra mánudag; var hann
við húsabyggingar og féll úr stiga,
rifbrotnaði og meiddist talsvert meira.
Hann er á sjúkrahúsinu, en ekki tal-
inn í neinni hættu.
Thorbjörn Thorláksson, sonur séra
Steingríms Thorlákssonar og konu
hans í Selkirk er kominn heim aftur
úr stríðinu til þess að halda áf am
námi sínu við læknaskólann. Hann
fór nýlega vestur til Wynya’d að
finna systur sína og tengdabróður
sinn séra Harald Sigmar.
Miss Ninna Paulson, dóttir Wr. H.
Paulson þingmanns í Leslie hefir
fengið stöðu við lögregluskrifstofuna
í Wynyard.
William Christjanson frá Wynyard
sem fór suður til Dakota fyrir
skömmu er nýkominn heint aftur úr
þeirri ferð.
Jónas Jóhannsson frá Winnipeg
Beach kom til hæjarins fyrir helgina
og verður hér um tíma. Hann held-
ur til að 590 Cathed al Ave.
Sigurður Sölvason aktýgjasmiður
frá Westbourne kom hingað á laug-
ardaginn og var á ferð til Gimli.
Hann hefir ve ið hér í Iandi fjölda
mörg ár, en aldrei komið til Gimli
áður. Sigurður fór aðallega til þess
að heimsækja séra Jón O. Magnús-
son; eru þeir æsku kunningjar, en
hafa ekki sést í 40 ár.
Miss Ásta Austmann kennari er ný
kominn til Prince Albert í Saskat-
chewan og kennir þar á kvennaskóla
í vetur.
Mrs. Arnór Árnason og Miss Helga
Árnason kona og dóttir Arnórs Árna-
sonar komu sunnan frá Chicago á
laugardaginn var.
Sigurður Goodrnan frá Argyle fór
þangað vestur fyrra laugarcíag að
finna f ændur og v'ini. Hann var fyrsti
íslendingur sem í stríðinu særðist,
eftir því sem “Baldur Gazette” segir
og fyrsti íslendingur sem kom aftur
að austan. Hann særðist í vinstra
handlegginn og letð einnig af gasi í
annari orustunni við Ýpres vorið 1915
Hann fór fyrst í 100. deildina hér í
Winnipeg.
Manitobastjórnin og A þýðumáladeildin
Greinarkafli eftir starfsmann Aiþýðumáladeildarinnar.
Dýravemdun og fuglar í Manltoba
sem éta skorkviklndi.
pa5 sem hér fer g eftir er stuttur
ötdráttur úr veiöilögunum I Manitoba.
Dannað að skjóta á sunnudögum.
Enginn maður skal á helgidegi,
sem venjulega er kallaður sunnudag-
ur, veiða, taka, skjóta á, særa né
drepa eða handsama nein þeirra dýra
eða fugla sem nefnd eru i lögum þess-
um.
Stór dýr.
Veiðitimi fyrir hreindýr, hirti, gelti,
hei'Sadýr eða kúabræSur er frá 20.
nðvember til 10. öesember a8 þeim.
báðum dögum meðtöldum.
pað er ólöglegt að drepa fleiri en
eitt dýr af þeim sem hér teljast:
Kúabræður (moose dýr), caribou eða
smádýr sem kallast stökkdýr á nokkru
ári eða árstíS á þeim tima sem veiða
má slik dýr.
pað er Ólöglegt aS drepa kvendýr
af hvaSa tegund sem er.
þaS er ólöglegt aS drepa nokkur
ungviSi af hvoru kyni sem er og af
hvaSa tegund sem er yngri en árs-
gömul.
paS er ólöglegt aS bjðSa til sölu kjöt
af nokkrum villidýrum.
Hver sá sem velSlr stór dýr verSur
aS vera i hvitum yfirfötum.
Leyfi til þess aS skjóta dýr eru fjór-
ir dalir.
Fuglar.
Tíminn til þess aS skjóta gæsir og
andir og aSra fugla sem leyft er aS
skjóta er frá 15. september til 30.
nóvember aS bá'Sum þeim dögum meS-
töldum.
Pokaleyfi íyrir endur er til 1. okt.
20 á dag og eftir þann tima 40 á dag.
Enginn skal skjóta fleiri en 10 gæslr
á einum degi.
Skottimi fyrir “Ptarmigan” er frá
1. október til þess 20. aS báSum þeim
dögum meStöldum. ASeins má skjóta
15 á dag og 50 allan timann.
Akurhænur og aSra skylda fugla
má ekki skjóta neinn tlma ársins.
Leyfi til þess aS skjóta fugla er elnn
dalur.
Enginn nema bóndi eSa sá sem
héima á hjá bónda má skjóta né
veiSa neina þá fugla sem upp eru
taldir I þessum lögum án leyfis.
Dtdráttur úr iögum viðvíkjancii fngl-
um sem éta skorkvikindi.
Ekkert af þeim fuglum sem éta
skorkvikindi, svo sem: boblinks, cat-
birds, shickadees, cuckoos, flSckers,
flycatchers, grosbeaks, humming
hatches.birds, kínglets, martins,
meadow larks, night hawks, or bull
bates, nut-hatdhes. prioles. robins.
shrikes, swallows, wax-wings, whip-
oorwills, woodpeckers wrens, eSa
nokkra aSra fugla sem skorkvikindi
éta aSallega má skjóta, drepa né veiSa
samkvæmt þessum lögum.
pað er ólöglegt aS drepa nokkra
farfugla, setn ekki eru áSur nefndir,
svo sem auks, auklets, bitterns, ful-
mars, gannets, grebes, guliemots,
gulls, herons, jaegarsm loons, murres,
petrals, puffins, shearwaters og terns
eSa nokkra aSra fugla, sem ekki er
sérstaklega leyft aS veiða, hvort sem
þeir eru farfuglar eSa heimafuglar.
Enginn skal nokkru sinni taka eSa
eySileggja aS óþörfu, reyna áS taka
né reyna aS eySileggja nokkurt hreið-
ur eSa egg nokkurra fugla sem vernd-
aSir eru samkvæmt þessum lögum eða
hafa I umsjá sinni nokkurt slikt hreiS-
ur eSa egg nema meS sérstöku leyfi
útgefnu samkvæmt þessum lögum.
Enginn skal nokkru sinni hafa
undir hendi nokkum fugl né nokkurn
hlut af nokkrum fugli sem vemdaSur
er samkvæmt þessum lögum. nema
meS sérstölcu leyfi.
Fuglar sem ekki eru verndáSir eru
þessir: Eagles, falcons, goshawks,
sharpshinned, hawks, duckhawks,
p’igeon hawks, Hooper’s er chicken
hawks, crows, ravens, blackbirds,
rustu grackle, purpie grackie, og
english sparrows.
Veiði þessara bönnuð með lögnm.
Elk deer, prairie chicken, partridge,
other grause o. s. frv. Pessi dýr og
þessa fugla má alls ekki elta, skjóta,
drepa né handsama nokkurn árs tima.
IIIIH!!!
l!!i:ail!IHII!!l
IRJOMI
| SÆTUR OG SÚR
1 Keyptur
Vér borgum undantekningar-
laust hæsta verð. Flutninga-
brúsar lagðir til fyrir heildsölu-
verð.
Fljót afgreiðsla, góð skil og
kurteis framkoma er trygð með
því að verzla við
D0MINI0N CREAMERY C0MPANY,
I ASHERN, MAN. og BRANDON, MAN.
!^illinilllHÍ!l!H!l!IH>!IIH!IIIHIIIIHl!!IHIIIIH!!!IHIII!HIIIIHIIIIH!!!IH!!IIHII>IH!l!!HIIIIH!IIIHII!IHIIMIIHBI!IIHIIIHi:ilI
■iiiiHiiiHniiMnHniHiiMiinHiiiii
IIIH!ll!H!!!!HIIIIH!!l!HIIIIHI!ilHIIIIH!l!!HIIIIHII!IHniHI!!H!IHI!!IBIIIIH!!>|
Benedikt Baldvin héðan úr bænnm
fór vestur til Argyle nýlega og dvaldi
þar nokkra daga.
Gísli Olafsson í Argyle slasaðist við
þreskingu nýlega; hann handleggs-
brotnaði og marðist talsvert.
Miss T. Benediktsson frá Baldur
kom hingað til bæjarins fyrra þriðju-
dag til þess að halda áfram hjúkrun-
arnámi.
Sigurður Johnson á Baldur hefir
legið þungt haldtnn í lungnabólgu.
Jón bróðir hans héðan úr bænum fór
vestur til þess að vera þar nokkra
daga.
Jón Straumfjörð frá Lundar-bygð
kom hingað á föstudaginn til þess að
stunda nám við Jóns Bjarnasonar
skplann í vetur.
Magnús Einarsson (írá. Miðhúsum j
kom vestan frá Árgyle fyrra miðviku-
dag; hefir hann verið þar við/upp-
skeru, en er nú á leið no ður til Mikl-
eyjar. í>ar býst hann við að dvelja
t vetu ' eins og að undanförnu. Hann
virðist kunna vel við sig þar norður
frá.
T’orgrímur Pétursson frá Nýja fs-
landi kom til bæjarins í vikunni fy-ir
helgina sunnan frá Norður Dakota.
Hafði hann fyrst fa ið út til Morden
i sumar og þaðan suður, fyrir línu og
verið við uppskeru vinnu þar syðra
um ttma. Nú var hann á leið vestur
til Vatna-bygða og ætlar að vinna
þar að uppskeru. Hann er eins og
formennirni á íslandi, sem elta fiski-
göngurnar frá einni veiðistöðinni í
aðra; þegar uppskera er um garð
genginn í einni bygðinni fer hann í
aðra. Syðra vann hann aðallega hjá
Sigv’alda Baldvinssyni að Mæ i hjá
Mountain. Hann bað Lögberg að
bera kæra kveðjtt til þei ra allra þar
syðra er hann heimsótti og naut gest-
risni hjá, og þeir sagði hann að hefðu
verið margir. \
Jónas Stefánsson frá Kaldbak, sem
dvalið hefir vestur í A gyle-bygð að
undanförnu kom til bæjarins fyrra
miðvikudag; va" hann á ferð norður
til Mikleyjar og hygst að stunda þar
fiskiveiðar í vetur. Jónas ætti að hafa
gott næði til þess að yrkja þar norðu
frá og væntir Lögberg þess að fá
falleg ný kvæði hingað frá honum
utan af vötnunum.
“W,'ynyard Advance” getur þess að
27. ágúst hafi þeim ^ra S. O. Thor-
lákssyni og konu hans í Nayoya í
Jtipan fæðst dóttir.
Björn Sigmar frá Glenboro fór vest-
ur til Wynyard í vikunni sem Ieið
að heimsækja bræður sína.
Mrs. Friðjón Frederickson tengda-
móðir Thos. H. Johnsonar róðher a
fór vestur til Glenboro nýlega að heim
sækja vini og kunningja.
Nýgiftu hjónin Davíð Jónasson og
Sigríður kona hans komu vestan frá
Ky rahafs strönd á fimtudags morg-
uninn og setjast að hér í bænum. Þau
voru á samspili í Seatle þar sem rúss-
neskur hljómleikaflokkur kom fram;
heitir foringi floklcsins M. Guterson
en það kváðust þau hafa heyrt að
þessi maður væri íslenzkur og héti
réttu nafni Magnús Gutto-msson;
hefði hann verið tekinn til uppeldis
af rússnesku fólki þegar hann var
barn og væri því sama sem rúss-
neskur, talaði ekki íslenzku né hefði
neitt saman við Islendinga að sælda.
Argyle-Dorcas félagið leyfir sér
hér með að biðja alla Argyle-íslend-
inga, og eíns þá íslendinga sem búa
í nágrenni við Glenbo o, að gefa alt
steypt járn—“cast-iron—og annað
járnarusl sem þeir eiga til Rauða
kross félagsins; ög draga það til
Glenboro þann 6.—7. okt. næstkom-
andi, og hlaða því í járnbrauta vagn,
sem verður við hleðslupallinn—The
Loading Platform.
1 nafni “Dorcas”-félagsins.
Guðbjörg Goodman.
íslenzku kensla Goodtemplara stúkn
anna byrjar fyrsta laugardag i októ-
ber (G. október) í Goodtemplara' hús-
inu. Kenslan er með öllu ókeypis og
öll börn Velkomin að taka þátt í henni
Hús og Bœjarlóðir á
GIMLI
hefir undirskrifaður til sölu með mjög vægum borgunar-
skilmálum. Einnig lóðir á „LÓNI BEACH”
159 ekru bújörð
hálfa mílu frá Hove P. O. Man., fœst með lítilli niður-
borgun og vægum skilmálum. Byggingar: íveruhús að
stærð I 2x24 og fjós sem rúmar frá 12 til 14 gripi. Góður
brunnur, heyskapur og plógland.
Eg tek að mér að leigja hús fyrir þá sem þesa óska,
og innkalla húsaleigu gegn sanngjarnri borgun.
ÖLL VIÐSKIFTI HREIN
Sv.Björnsson, Gimli, Man.
SJÓÐIÐ MATINN VIÐ GAS
Ef gaspípur eru í strætinu þar sem þér búið
þá leggjum vér pípur inn að landeigninni,
án endurgjalds. Frá gangstéttinni og inn
í kjallarann setjum vér 25 cent fyrir fetið.
Látið oss hafa pantanir yðar snemma,
GAS STOVE DEPARTMENT, Winnipeg Electric Railway
322 Main Street, - Tals. Main 2522
^ ' T. - - - - ’ ■ ■ . : =3/
^ M
K0M1Ð MEÐ RJOMANN YÐAR
Vér borgum hæsta verð í peningum út í hönd fyrir
allskonar rjóma, nýjan og súran. Peningaávísanir sendar
fljótt og skilvíslega. öllum tómum könnum tafarlaust
skilað aftur. Um upplýsingar vísum vér til Union
Bank of Canada.
Manitoba Creamery 1C0., Ltd., 509]WÍHÍam flVB.
BI!IBII
mí!m!!ii
■!lltHII«l!HI!l!l
STOFNSETT 1883
HÖFUÐSTÓLL $250.000.00
Húðir, Gærur. Ull, Seneca Rætur
Sendið oss í stórum eða smáum stíl um hæl.
Hæsta verð borgað, og góð skil eru ábyrgst.
R. S. ROBINSON, Winnipeg:
157 Rupert Ave. og 1 50-2 Pacific Ave.
IUIHiilUHIUlHlllll
IIUIBll
■nim!!!H!!!!l
Hin nýútkomna !bók
,Austur í blámóðu fjalla‘
Til Jóns Sigurðssonar félagsins.
Lisi yfir gefendur frá Markerville
t Mrs. A. K. Maxson....... $6.00
er til sölu hjá undirrituðum, Mrs. G. Thorlákson......... 5.00
Verð $1.75. Einnig tekur Mrs' B' Thorláksson....... 2.00
hann á móti pöntunum utan úr
sveitum.
FRIÐRIK KRISTJANSS0N,
Suit 16 Hekla Block
260 Toronto St., Winnipeg, Man.
( Mrs. Chr. Jóhannsson........ 2.00
Mrs. J. Björnsson, Tlndastól 4.00
Mr. S. Kristman Maxson..........50
Miss Guðrún Maxson..............50
Herman Hillman .. ,............50
Mrs J. S. Johnson..............50
Mrs. Chr. Christinson..........50
Mrs. Rúna Plummer........... 1.00
G.
Red Cross.
Goodman, Winnipeg .. .. $5.00
T. E. Thorsteinsson.
i Afhent af Önnu Kristínu Max-
son, Markerville ‘......... 22.50
Halldór Methusalems
býr til hinar vel þektu súgræm-
ur (Swan Weatherstrip), sem
eru til sölu í öllum stærri harð-
vörubúðum um Canada og sem
eru stór eldlviðar spamaður. Býr
til og selur mynda umgerðir af
öllum tegundum. Stækkar mynd-
ir í ýmsum litum; alt með vönd-
uðum frágangi. Lítið inn hjá
SWAN MANUFACTURING CO.
676 Sargent Ave. Tals. Sh. 971.
Stúkan Hekla I.O.G.T. hefir á-
kveðitS aS halda hlutaveltu mánudag-
inn þann 15. okt. n.k. Stúkan hefir
á hverju hausti haldið slíka hluta-
veltu til arðs fyrir sjúkrasjóð sinn.
En í þetta sinn verður ágóðanum
varið til þess að kaupa jólagjafir
handa þeim meðlimum stúkunnar sem
nú eru fja verandi í herþjónustu. —
Verði ágóðinn meiri en til þess þa f
fær sjúkrasjóður afganginn. Tólf
manna nefnd hefir verið kosin til þess
að safna munum og undirbúa hluta-
veltuna, og verða þar óefað margir
eigulegir munir. Á eftir v'e.ður dans
og flei.i skemtanir.
Jóns Sigurðsonar félagið heldur
dans 31. október i Kensington salnum
á horninu á Portage og Smith.
Baldur Jónsson B. A. andaðist á
mánudagsmorguninn eftir langa legu
Líkið var flutt vcstur til Kandahar
á þriðjudagskveldið og jarðað þar.
Kveðjuorð voru flutt yfir líkinu i
Fy stu Lútersku kirkjunni áður en
farið var með líkið á járnbrauta’--
stöðina. Baldur var hámentaður mað-
ur, sérlega vel gefinn um marga hluti
og verður hans nánar minst síðar í
Lögberg.
Alt eyðist, sem af er tekið, og svo
er með legsteinana, er til sölu hafa
verið síðan í fyrra. Eg var sá eini,
sem auglýsti ekki verðhækkun og
margir viðskiftavina minna hafa
notað þetta tækifæri.
Þið ættuð að senda eftir verðskrá
eða koma og sjá mig, sem fyrst. Nú
verður hvert tækifærið síðasta, en
þið sparið mikið með því að nota það.
Eitt er víst, að það getur orðið
nokkur tími þangað til að þið getið
keypt Aberdeen Granite aftur.
A. S. Bardal.
Meðlimir VVMnnipeg
Grain Exchange
Meðlimir VVinnipeg Grain og Produce
Clearing Association
North-West Grain Co.
ÞICENSED OG BONDED COMMISSION MEKCHANTS
Vér viljum mælast til þess að landinn láti okkur sitja
fyrir þegar þeir selja kornvöru sína, við ábyrgjumst yður
hæ3ta verð og áreiðanleg viðskifti.
ÍSLENZKIR HVEITI-KAUPMENN.
245 GRAIN EXCHANGE.
Tals. M. 2874.
VVINNIPEG, MAN.
Talafmið Garry 3324
J. W. MORLEY
Hann málar, pappírar
°f prýðir hús yðar
ÁÆTLANIR GEFNAR
VERKIÐ ABYRGST
Finnið mig áður en þér
látið gera þannig verk
624 Sherbrook St„ Winnipeg
SANOL
Eina áreiðanlega lækningin viS syk-
ursýki, nýrnaveiki, gallsteinum, nýrna
steinum I blöSrunni.
KomiS og sjáiS viðurkenningar frá
samborgurum yðar.
Selt í öllum lyfjabúSum.
SAN0L C0., 614 Portage Ave.
Talsími Sherbr. 6029.
Lamont
LYFSALA
langar að sjá þig
W. M. LAMONT,
Tals. G. 2764
William Ave. oé Iaabel St.
J. H. M. CARSON
Býr til
Allskonar limi fyrir fatlaða menn,
einnig kviðslitsumbúðir o. fl.
Talsími: Sh. 2048.
338 COLONY ST.
VVINNIPEG.
KENNARA
vantar fyrir Wallhalla S. D. No. 2062
fyrir tvo mánuði. kenslan byrjar
fyrsta október. Umsækjandi tiltaki
mentastig og kaup. Skrifið til
August Lindal
Sec.-Treas. Y allhalla S. D.
Holar P. O., Sask.
Hannes Hafsteinn (ljóðabók) fæst
hvergi nema hjá Hjálmari Gíslasyni
að 506 Newton Ave. Sími hans er
St. John 724.
Gjafir til Betel.
Áheit, Mrs. O. Freeman, Wpeg $10.00
Kvennfél." E amsókn”, Gimli
Til minningar um Archibald
Pálsson..................... 22.00
Sigriður Johnston, Marietta 5.00
Christine Johnston, Marietta 5.00
Áheit Mrs. Sveinn Árnaspn
Leslie.............. 5.00
/. Jóhannesson, féhirðir.
675 McDermot Ave., Winnipeg.
Bœkur fil sölu.
hjá útgáfunefnd kirkjufélagsins
Ben Hur í bandi, ásamt stækk-
aðri mynd af Dr. Jóni Bjarna-
syni ....................... $3.50
Sálmabók kirkjufél., bezta leð-
urband Cmorocco) ............ 2.75
Sálmab. gylt í sniðum í liðurb. 2.25
Sálmab., rauð í sniöur í leðurb. 1.50
Klavenes bibliusögur..............40
Spurningakver.....................20
Kver til leiðbeininga fyrir sunnu-
dagsskóla.......................10
Ljósgeislar, árg. 52 blöð.........25
Sameiningin frá byrjun, árg. .. .77
Sérstök blöð......................10
Pantánir sendist til ráðsmanns
nefndarinnar,
/. / .Vopni.
Box 3144 Winnipeg, Man.
Karlmanna
FÖT
$30-40.00
Sanngjarnt
verð.
Æfðir Klœðskerar
STEPHENSON COMPANY,
Leckie Blk. 21B McDermot Ave.
Tals. Garry 178
VÉR KAUPUM OG SELJUM,
leigjum og skiftum á mynaaveium
Myndir stækkaSar og alt, sem
,til mynda þarf, höfum vér. SendiS
eftir verSlista. '
Manitolia Plioto Supply Co., Utd.
336 Smith St., Winnipeg, Man.
^ ----= -■■■ V (
r~~ áv
Fyrirspurn.
Vill “Lögberg” gera svo v’el og
svara áreiðanlega eftirfylgjandi fyrir-
spurn.
Ef skóla börn 10 til 14 ára leggja
það í vana sinn að ganga með eld-
spítur og kveikja upp sléttueld á lönd-
um annara manna, en foreldra sinna.
Er það ábyrgðarlaust fyrir börnin og
foreldra þeirra ef þau með þessu at-
ferli brenna upp hús eða hey á ann-
ara löndum ?
Og ef það er ekki ábyrgðarlaust.
Hvaða hegning liggur við því ? Getur
eigandinn gert skaðabótarkröfu til
foreldranna ?
Kaupandi "Lögbergs”.
SVÖR:
1.
2.
Nei.
Já.
C. H. NILS0N
KVENNA og KARLA
SKRADDARI
Hin stærsta skandinaviska
skraddarastofa
208 Uogan Ave.
1 öSrum dyrum frá Main St.
VVINNIPEG, - MAN.
Tals. Garry 117
Þeir sem íæra oss
þessa auglýsingu
fá hjá oss beztu kjörkaup á
myndarömmum. 125 fer-
hyrnings þuml. fyrir nf
aðeins.......... ODC
ReyniS oss. vér gerum vandaS verk
Stækkum myndu t>ú gam.ar séu.
359 Notre Dame Ave.
Jámbrautir, bankar, fjár-
mála stofnanir brúka vel æfða
aðstoðarmenn, sem ætíð má fá
DOMINION BUSINESS CQLIEGE
352 Portage Ave.—Eatons megin
I
William Avenue Garage
Allskonar aSgerBir á Bifre'iSum
Dominion Tires, Goodyear, Dun-
lop og Maltease Cross og Tubes.
Alt verlc ábyrgst og væntum vér
eftir verki ySar.
363 William Ave. Tals. G. 3441
KRABBI LÆKNAÐUR
1
===y
Lögberg
er milliliður kaup-
anda og seljanda.
R. D. EVANS,
sá er fann upp hið fræga Evans
krabbalækninga lyf, óskar eftir
að allir sem þjást af krabba
skrifi honum. Lækningin eyðir
innvortis og útvortis krabba.
R. D. EVANS, Brandon, Man.
GOFINE & CO.
Tals. M. 3208. — 322-332 Ellice Ave.
Horninu á Hargrave.
Verzla meS og virSa brúkaSa hús-
muni, eldstór og ofna. — Vér kaup-
um, seljum og skiftum á öllu sem er
nokkurs virSi.
BIFREIÐAR “TIRES”
Goodyear og Dominion Tires ætlS
á reiSum höndum: Getum út-
vegað hvaSa tegund sem
þér þarfnist.
Aðgerðum og “Vulcanizing” sér-
stakur gauniur gefinn.
Battery aðgerSir og bifreiSar til-
búnar til reynslu, geimdar
og þvegnar.
AUTO TIRE VUUCANIZING CO.
309 Cumberlantl Ave.
Tals. Garry 2767. OpiS dag og nótt.
Verkstofu Tals.:
Garry 2154
Heim. Tals.:
Garry 2949
G. L. Stephenson
PLUMBER
Allskonar rafmagnsáhöitl, svo sem
stranjárn víra, aliar tegundlr af
glösum og aflvaka (batteris).
VERKSTDFfl: 676 HOME STREET
YEDECO ey^ileggnr öll
kvikindi, seltá
50c, $1.00, $1.50, $2.50 galloniS
VEDECO ROACH FOOD
Góður úrangur úbyrgstur
15e, 25c og 60c kanna ,
Vermin Destroying & Chemical Co.
636 Ingersoll St. Tals. Sherbr. 1285
Mrs. Wardale,
643J Logan Ave. - Winnipeg
BrúkuS föt keypt og sel<l
eSa þeim skift.
Talsími Garry 2355
GeriS svo vel aS nefna þessa augl.
CASKIES
285 Edmonton St. Tals. M. 2015
Látið líta eftir loðskinna
fötum yðar tafarlaust áður
en þér leggið þau afsíðis til
geymslu. Látið það ekki
dragast, það sparar yður
dollara.
Nefnið þessa auglýsingu
h0ðir,lodskinn
BEZTA VERÐ BORGAR
W. B0URKE & CO.
Pacific Avenue, Brandon
Garfar skinn Gerfr viS loSskinn
Býr til feldi
Tilkynning
Hér meS læt eg heiSraSan almenn-
ing I Winnipeg og grendinni vita aS
eg hefi tekiS áS mér búSina aB 1135
á Sherbum stræti og hefi nú mlklar
byrgðii af alls konar matvörum með
mjög sanngjörnu verSi. ýaB væri obs
gleSiefni aS sjá aftur vora góSu og
gömlu íslenzku viSsklftavlni og sömu-
leiSis nýja viðskiftamenn. TaikS eftir
þessutn staS i blaðinu framvegis, þar
verða augiýsingar vorar.
J. C. HAMM
Talsími Garry 96.
Fyr að 642 Sargent Ave.
)